Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 1
Kemui út tvÍBvar l viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr. oriondi» 6 kr. o?»a 14/» dollar; borgist tyrir mibjan jdí.i (oriondig fyrir fram). ISAFOLD Cppsðgu (sbrifleg) boudin viö dramót, er ógild nema komm sé til útgofauda fyrir 1. ofct. "g aaapaudi skuldlaos vií blabib Afcreibsle: Aostorstreeti 8. XXXVHI. árg. Reykjavík 27. sept. 1911. 59. tölublað I. O. O. P. 921189 Ðókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Þjódmenjasafnið opib á sd., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 5l/t—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 söd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */■ sibdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2l/a, Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 6—ö. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn epinn virka daga 8 árd. — 9 sibd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuði. 2—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og B.md. 11—1 Vifilsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Taxafíóagufubát. tngótfur fer til Borgarness 27. sept. Garðs 30. sept. Gjalddagi ísafoldar var 15. júlí. Bjarni Björnsson skrautmálari Ægisgötu 10. TaJsími 221. Gler- og tréskilti — Skrautmálning Húsgögn — Leiktjöld. Stjórnarskráin við kosningarnar. I. Hið formlega tilefni til kosninganna, sem fram eiga að fara 28. okt. næstk. — er svo sem kunnugt er stjórnar- skrárbreytinf sú, er sidasta alpinqi satn- pykti. Um þetta mál hefir furðulítið verið rætt — í blöðunum. Ástæðan sjálf- sagt sú, að eigi var búist við neinum ágreiningi um það, að stjórnarskrár- breytingar síðasta þings beri fortaks- laust að samþykkja af nýju — án þess að ýfa eitt hár á þeirra höfði. En nú eru teknar að heyrast hjá- róma raddir um það, úr Heimastj.(l)- horninu, að eigi megi una við stjórn- arskrárbreytingar þessar og að Heima- stj.(l)menn ætli. sér að hreyfa við stjórnarskrárbreytingunum frá síðasta þingi, ef þeir komist í meiri hluta núna við kosningarnar. Þessu lýsti ]. Ól. yfir á fundi ein- um nýverið á Akureyri, eftir því sem Norðurl. segist frá. Það virðist því eigi með öllu þarf- laust að rifja upp breytingarnar sem gerðar voru og gera sér grein fyrir þvi, hvort tefla eigi stjórnarskrárbreyt- ingunum í hættu, með þvi að hrófla við þeim. Eins og nú er frá þeim gengið, mun engin verða torfæran á leið þeirra i staðfestingarhöfn, eftir því, sem heyrst hefir úr stjórnarher- búðunum. II. Br ey tingarn ar. Mikilsverðust allra breytinganna er sú, að numið er burtu ákvæðið um, að bera íslandsmál upp í ríkisráOinu. Það er harla gleðilegt, að alt pinqið skyldi nú verða sammála um þessa breytingu og munu margir það mæla, að hennar vegna einnar sé sjálfsagt að breyta engu, sjálfsagt að hraða sem mest framgangi málsins. Aðrar breytingar, sem vita út á við, eru, að konungur á eftirleiðis aö vinna eiO að 8tjórnar8krá Íslands. Álitlegt framsóknarspor í sjálfstæðisviðleitni vorri, því að áður hefir konungur að eins verið látinn vinna eið að grund- vallarlögunum dönsku. Annað ákvæði með sama marki er það, að nú er tekið upp í stjórnarskrána fyrirmæli um, að konungur sé ábyrgöarlaus og friðheilagur. Þá er og ákveðið, að eigi skuli aðrir kjörgengir til alþingis en þeir, sem síðasta árið hafi verið heimilisfastir á íslandi. Hingað til hefir þótt nægja heimilisfesta í ríkjum Danakonungs. Á landsstjórninni er fyrirhuguð sú breyting, að ráðherrar skuli veröa 3. Enginn vafi á því, að landinu verður betur stjórnað af 3 mönnum en ein- um. Kostnaðaraukinn ekki svo til- finnanlegur, að eigi borgi sig. Að sjálfsögðu verður landritaraembættið lagt niður — og ráðherraeftirlaun ættu að detta úr sögunni. Þá mun aukinn enginn verða í reyndinni. tAlpinqi á að umsteypa rækilega. Fyrst og fremst á konungkjörna sveit- in aö fjúka fyrir ætternisstapa. Og mun þjóðin gráta hana þurrum tárum. Efri deild á að skipa 14 þingmönn- um. Tíu þeirra á að kjósa til 12 ára hlutfallskosningum um alt landið. Þingrof ná eigi til þeirra. Helmingur fer frá 6. hvert ár. En 4 þingmenn deildarinnar á að kjósa í sameinuðu þingi óbundnum kosningum. Mörg- um hinna frjálslyndari þingmanna var illa við þetta langa (12 ára) kjörtíma- bil — voru hræddir við, að þar væri riðin helzti römm íhaldstaug og vildu láta kjósa alla þingmenn óbundnum kosningum og velja síðan efrideildar- þingmenn í sameinuðu þingi. En íhaldsmennirnir (og afþeim á Heima- stj(l)fl. flesta) vildu hafa alla deildina hlutýallskosna til 12 ára. Því tókst þó að afstýra. Það hefði getað orðið til þess, að vér íslendingar hefðum riðið oss um háls sömu hengingaról- ina og Danir hafa mest fundið til: að ekkert samræmi hefði orðið milli þing- deildanna, efri deildin murkað afkvæmi neðri deildar o. s. frv. — og orðið illur þrándur í götu þjóðarviljans í áhugamálum hans svo árum skifti. Kosningarétturinn verður mjögrýmk- aður í hinni nýju stjórnarskrá, hann verður ekki bundinn viö neina auka- útsvarsgreiðslu. Allar konur fá kosn- ingarrétt meö sömu skilyrðum og karlmenn — og öll hju. Hér er vita- skuld um stórmikla breytingu að tefla og munu skoðanir matina um hana ærið skiftar. Að veita kvenfólkinu kosningarétt er í rauninni ekki ann- að en að greiða gamla og réttmæta skuld. Og eru pað firn mikil að vilja draga kvenfólkið d kosninqaréttinum 2; ár enn, eins og ] Ól. hafði borið fram (í nafniHeimastj.fi.?) á Akureyri um daginn. Það veit þá hvað það hreppir kvenfólkið okkar, ef Heima- stj.liðið skyldi fá einhver völd á næsta þingi, sem raunar þarf nú naumast að kvíða. Um kosningarétt hjúa er það að segja, að ekkert réttlæti er í að meina þeim þessi réttindi, úr því að lausa- fólkið hefir þau — nema siður sé. Alþýðuatkvæði skipar stjórnarskráin fyrir um, að fram skuli fara um allar breytingar á sambandi íslands og Danmerkur og fram mefi fara, með einföldu lagaboði, í öðrum málum öll- um, nema fjár- og fjáraukalögum og ennfremur lögum, sem i gildi eiga að ganga innan 4 mánaða. Þjóðkirkjuna gerir stjórnarskráin ráð fyrir að afnema megi með einföldum lögum. Kjörgengi til alþingis hefir áður verið bundið við m. a. 30 ára aldur. En hin nýja stjórnarskrá lætur sér nægja 25 ára aldur. Aðrar breytingar eru minni háttar, og þessar hinar helztu. 1. Þegar ping er rofið skal hið nýkosna ping kallað saman innan árs (nú: á nasta ári). 2. Aukaping skal skylt að kalla sarnan, ej meiri hluti pingmanna i hvorri deild óskar pess. ). Yfirskoðunarmenn lands- 'reikninganna eiga að verða 3 (i stað 2.) og kosnir hlutfallskosningu. Ef stjórnarskrá þessi verður sam- þykt af nýju og staðfest, fellur um- boð hinna konungkjörnu þegar i stað niður og á þá að kjósa þegar 10 þingmenn með hlutfallskosningum. Afleiðingin af því verður sú, að þá verða einir 30 þingmenn kosnir óbundnum kosningum. Fjógur kjör- dami jalla úr sögunni, en hefðu jallið 9 úr sögunni, ef Heimastj.(!)menn hefðu mátt ráða. Stjórnarlagið nýja — engan manna mun — Og mótspyrnan gegn því. I. Það bar langmest á því í banka- málinu, hinu nýja stjórnarlagi, er virt- ist ætla að komast á með ráðherra- skiftunum 1909. Sem sé þessu, að gera sér engan mannamun, heldur láta lögin jafnt yfir alla ganga. Skifta sér ekkert af því, hvort mað- ur, sem landsstjórnin átti eitthvað við að sýsla að einhverju leyti, var heldur samábyrgðarstórhöfðingi eða óbreyttur almúgamaður. Láta það ekki vera tómt pappírs- gagn, að andspænis lögunum væri allir jafnir. Baráttan byrjaði á bankarannsókn- inni vorið (1909), — baráttan um hinn nýja sið. Ráðherrann nýi (B. J.) skipaði nefnd til að skoða landsbankann, taka hann út frá hinni fráförnu stjórn og i hendur hinni nýju, líkt og þegar verða ábúendaskifti á jörð. Nokkurt orð lá og á, að stjórn bankans mundi ekki vera í sem beztu lagi að sumu leyti. Allir vissu, að framkvæmdarstjóri bankans, sem þá var, hafði aldrei verið þvi starfi vaxinn, og að hvorugur gæzlustjórinn var neinn afreksmaður við þá iðju. Annar þeirra hafði verið til hennar kjörinn helzt fyrir það, að hann hafði sarnið á sínum tíma góða reikningsbók handa börnum. Var auk þess stiltur maður og ráðsettur, með háleitum spekingssvip og góð- mannlegum um leið. Hinn hafði hlotið starfið að upphafi í guðsþakka- skyni, fyrir bænastað mikils metins vandamanns síns. Ella vissi enginn til, að hann hefði neitt í það öðrum fremur. En þá yfirburði höfðu þeir báðir fram yfir hvern ótíndan Pétur eða Pál, að þeir voru fremur mikils metnir og mikils háttar samábyrgðar- höfðingjar. Ekki var ætlast til af stjórnarinnar hendi, að mikið bæri á þessari rann- sókn eða úttekt. Hún skipaði til þess aðallega sína menn, starfsmenn- ina í stjórnarráðinu svonefndu. En pað fór nú svo sem á alt ann- an veg. Allur samábyrgðarlýðurinn reykvíski varð beint ókvæða við, er þetta fregnaðist. Og sjálf banka- stjórnin sendi einn þjón sinn út um stræti og gatnamót að segja tíðindin og leggja út af þeim svo sem henni þótti við eiga: að hér væri verið hvorki meira né minna en að eyðileggja bankann, sýna honum tortrygni og þar með spilla lánstrausti hans. Nokkuð hreif það að því leyti, að stöku maður fór að taka undir það tneð því að hirða innieign sína í spari- sjóði bankans, og voru það aðallega dilkar og skjólstæðingar nokkurra hinna æstustu samábyrgðarhöfðingja. Alls komst fjárhæðin sú upp í 8— 9 þús. fyrsta daginn. En þá um kveldið lauq því upp einn háembættismaður í Víkinni, að búið væri að taka út úr bankanum 90,000 kr.l Áformið var, að reyna að fá al- menning til að gera þann hræðsluað- súg að bankanum, að hann stæðist það ekki og kæmist í þrot. Ekki var svo sem verið að hlífa konum, — ekki verið að hugsa um að : orða honum við grandi og þar með almenningsheill. Henni ætlað þá sem oftar að þoka fyrir ímynduðum eða þá verulegum íagsmunum samábyrgðarinnar. Sjálf- sagt að reyna að koma fram hefnd, og henni grimmilegri, fyrir ódæðið það af stjórnarinnar hendi, að fara að skoða ástaud bankans, taka hann út eða hvað það nú átti að vera eða þýða I Jöfnum höndum var ekki beðið boðanna um að gera þetta að þing- máli. Sendur var út af örkinni einn úr konungkjörna kúgildinn eða Hafsteins- kjörna, réttara sagt, mágur sjálfs höfð- ingjans, ofsi mikill og illvígur, en ekki vitsmunadrjúgur að því skapi, maður, sem leit og lítur jafnan svo ósmátt á sjálfan sig, að allir horfa forviða á mikilmenskutilburði hans. Þar skorti ekki stóryrðin. Landsvoði átti af þessu tiltæki að stafa, bankaskoðuninni, og hann ósmár. En ekki tóku aðrir undir þetta en Hafsteinskj örna skottið (=konungkj örna kúgildið), sem engan furðaði í það sinn, er móðurbróðirinn átti í hlut, hann, sem aldrei hafði á »Hanties frænda« litið öðru vísi en eins og drenginn sinn og aldrei borið við að senda honum (stjórninni) ársreikntng bank- ans til álita og úrskurðar öll þau 5 ár, er hann var ráðherra. Fyrirspurnar-rimmunni i efri deild lauk svo, að vantraustsyfirlýsing frá flutningsmanni fyrirspurnarinnar, ráð- herramágnum fyrverandi, var jeld með öllum atkvæðum nema skottsins (kon- ungkjörna kúgildisins) eða að trausts- yfirlýsing frá þjóðkjörna liðinu var samþykt — eg man ekki gjörla, hvort heldur var, enda kemur í sama stað niður. Enda var Kr. ráðherrann sem nú er orðinn, ekki búinn pá að gera þjóðkjörna nieiri hlutann í deildinni að minni hluta. Hann átti þar óhægt um vik, með því að hann sat þá í forsetasæti. Eftir þetta var rannsókninni á bank- anum haldið áfram í hægðum sínum. Hræðsluaðsúgnum slotaði brátt. Það varð raunar aldrei neitt úr honum, með því að almenningur átt- aði sig fljótt á, hvar hér lá fiskur undir steini. . Hann sá og skildi það von bráðara, að »alveg var rétt af landsstjórninni« (ráðherranum nýja), »að afla sér fullrar vissu um ástand bankans, þegar hún tók við völdum«, eins og segir i áliti bankanefndaúnn- ar í neðri deild. Þar sem rannsókn í þá átt leiddi í ljós, að misfellur mikl- ar voru á stjórn hans og rekstri í höndum hinnar fráförnu bankastjórn- ar, þá var ábyrgðarhluti fyrir lands- stjórnina að afhenda nýrri bankastjórn bankann án þess að beina rannsókn að fyrri bankastjórn fyrir misfellur þær, er vera kynnu og orðið höfðu hjá henni á stjórn hans. Hefði stjórnin engar framkvæmdir gert í þá átt, þá hefði hún, að voru áliti vanrækt sjálfsagða skyldu sina og með því þegjandi staðfest reksturs- fyrirkomulag á aðalpeningastofnun landsins, sem hlaut að leiða til þess fyr eða siðar, að orðið hefði fjárhags- legt hrun hér á landi, sem eigi er hægt að sjá fyrir, hverjar afleiðingar hefði haft fyrir landið í heild sinni og sérstaklega Reykjavík« (Nefndarál. 8. maí 1911). — Rannsókninni var eftir það haldið áfram sumarið alt (1909) og fram á haust. Hún gekk tregt nokkuð, með því að bankastjórnin tafði fyrir henni eftir mætti, þóttist ekki vera viðlátin nema stöku sinnum og formaður nefndar- innar fremur meinlaus og eftirgangs- muhalítill. Máltól samábyrgðarliðsins lýstu þvi hvað eftir annað og hlökkuðu yfir, að rannsóknin yrði árangurslaus. Með haustinu baðst formaður nefnd- arinnar lausnar frá starfinu, vegna annarra anna. Hinn nýi formaður, sem þá var skipaður, var maður röskur og ein- beittur, enda var og bætt nýjum manni í nefndina vel nýtum, í hins stað. Eftir það tókst bankastjórninni miklu síður að beita vífilengjum. Hún tók til að beita prjózku og að jybbast fyrir við landsstjórnina um gerðabókarhald, sem hún hafði vanrækt alla tíð, þótt fyrirskipuð væri í reglu- gerð bankans. Fór þá að leitast við, að hætti lagaflækjumanna, að skýra(l) reglugerðina svo, að hún skipaði það ekki I Bar og fyrir, að það væri ókleift verk, mundi taka mikinn tima dags, sem gæzlustjórum væri alls ekki skylt að verja til starfs síns, svo lítt sem sað væri launað. Slíkt er alkunnur fyrirsláttur bitl- ingamanna, sem eru hálaunaðir að öðru leyti. Þykjast ekki skyldir að verja í bitlingsins þarfir meiri tíma en samsvarar því kaupi, er þeir fá fyrir embættisverk sín og nema ef til vili 3—4 kr. um klukkustund hverja eða meira. Þeir óhlýðnuðust því blátt áfram boði stjórnarinnar um gerða- bókarhaldið, þar til er þeim var vik- ið frá. En hve áriðandi það var og er, gerðabókarhaldið, má marka á þvi, að ella er enga áreiðanlega vitneskju hægt að fá um neitt, sem gerst hefir innan bankastjórnar, eða hver hefir aðallega ábyrgð á þeirri eða þeirri athöfn henn- ar eða ályktun. Flest lagt á minnið, sem hún þarf að vita eða muna sjálf, bankastjórnin, svo sem lánveitinga- loforð o. þ. h. Og um tímatöfina segir hin nýjabankastjórn, sem við lók, að hún viti varla af tímanum, sem til þess fer að rita í gerðabókina; hún ritar það sem gerist lauslega á minnis- blað jafnóðum og lætur síðan hreinrita í bókina á eftir allar lánveitingar eða lánveitingaloforð, framlenging lána og eins synjanir, og sérhvað annað það, er betra er að bókfesta en ekki. Er bókin síðan send á viku hverri lands- stjórninni til yfirlesturs og undirskriftar um, að hún hafi sér sýnd verið. Og er það, eins og allir sjá, eina ráðið til að gera henni kleift lögboðið eftirlit með bankanum. Það getur þvi komið að meira en litlum baga, er slík bók er ekki haldin. Annari bókhaldsvanrækslu, litlu betri, hafði bankastjórnin gert sig seka í. Það var, að hún hafði missirum sam- an alls ekki haldið skuldaskrá yfir við- skiftamenn bankans (obligobók), eða gert það mjög óreglulega og óáreiðan- lega. Afleiðingin var sú meðal annars, að ef maður kom og bað um banka- lán, varð bankastjórnin að fara eftir minni(!) sínu eða ef til vill alls óáreið- anlegri sögusögn beiðanda sjáljs um það, hvort hann hefði fengið lán áður og hvernig hann hefði staðið í skilum. Og sjá allir, hversu hættulegt það var, og hvílíkri óreglu og jafnvel svikum slíkt gat valdið. »Þegar það því kom í ljós við rann- sóknina á bankanum, að mikið var athugavert við stjórn hans (bæði þetta og annað), talsvert meira en menn höfðu búist við og að bankinn hafði tapað töluverðu fé, þá var við því búið, að því yrði ekki á nokkurn hátt haldið leyndu — pótt stjórnin hefði viljað leyna því. En, eins og áður er vikið á, teljum vér það hefði verið algerlega rangt, að halda þvi leyndu. Þegar almenningur fekk vitneskju um þetta, hlaut þáð að rýra mjög mikið traustið á þeirri stjórn bankans, sem hafði stjórnað bankannm svo, bæði hjá hérlendum viðskiftamönnum hans og erlendum. Var þá við því búið, að stjórnin misti traust sitt og álit, nema það kæmi glögt í ljós, að landsstjórnin hefði bæði vilja til að bæta verulega um stjórn bankans og dug til að framkvæma þann vilja sinn. En það hlaut að vera öllum mönnum ljóst, að slík stjórnarskifti, sem gerð voru við bankann af landsstjórninni, hlutu að hafa þau áhrif á nýju banka- stjórnina, að gera hana sérstaklega ár- vakra og áhugasama um að forðast þau skerin, sem gamla bankastjórnin hafði steytt á. Nýju bankastjórninni hlaut að vera það ljóst, að kröfur al-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.