Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 231 Flokksfundur Sjálfstæðis- manna var haldinn í Bárubúð síðastliðinn sunnudag. Björn Jónsson fyrv. ráðherra, formaður Sjálfstæðis- flokksins mælti fyrstur og hvatti alla sjálfstæðismenn til samheldni og sam- vinnu, hvað sem liði gömlum vær- ingum t. d. atburðunum á þingi í vetur. — Var mikill rómur gerður að máli hans. Auk hans töluðu þeir Þorst. Erlingsson, og dr. Jón Þorkels- son, þingmannsefni Sjálfstæðismanna. Strand á Siglufirði. Aðfaranótt sunnudags var afskapa veður á Siglufirði. Sildbræðsluskip Goos sildarkaupmanns, sem lá úti á firðinum rak þá upp og sömuleiðis skonnortu, sem þar var. Björgunarkip- ið Geir fór norður á mánudagsmorg- uninn til hjálpar. Hvítárbakkaskólinn. Aðsóknin að honum er svo mikil að skólinn var fullskipaður um miðj- an júní þ. á, en siðan hafa kringum }o nemendur sótt um hann, en ekki komist þar að í þetta sinn. Gert er ráð fyrir, að skólinn taki 40 nemend- ur, eins og að undanförnu. Ný framboð. Þessir hafa nýverið gert kost á sér til þingmensku, allir úr hóp sjálfstæð- ismanna: í Eyjafirði Kristján Benjamínsson á Tjörnum og Jóhannes Þorkelsson á Syðra-Fjalli. I Arnessýslu Kjartan prestur Helga- son í Hruna, og (líklegast) Ágúst í Birtingaholti bróðir hans. í Rangdrvallasýslu Tómas bóndi Sigurðsson á Barkarstöðum. Veitt sýslan. Forstöðumaður Iðnskólans er skip- aður Ásgeir Torfason efnafræðingur frá 1. okt. Látin er á Akureyri 15. þ. mán. frú Helga Schiöth, kona Carls Schiöths kaup- manns, en dóttir Friðbjarnar Steins- sonar bóksala. Mjóafjarðarslysið. Meðal þeirra er druknuðu á vélar- bátnum frá Mjóafirði um daginn, var Tómas Oddsson Arnýjörð, ættaður héð- an úr bænum. Heimspekisprófessor er nú fullyrt að Ágúst Bjarnason verði. Veitingin kvað aðeins óundir- skrifuð. Guðm. Finnbogasyni kvað af ráðherra hafa verið boðir. staða Jóns sagnfræðings við Landsbókasafnið, sem Hannes Þorsteinsson vildi ekki líta við, er honum var boðin hún, fyrir fáum dögum. Ólöglegar veiðar og ofbeldi er mikið um á Siglufirði í sumar. Guðm. Guðlaugsson hefir verið þar til aðstoðar lögreglustjóranum undanfarið. Á einu lögbrotsskipanna lenti í svo hörðu milli hans og eiganda skipsins, Evanger sildarbræðslumanns, að Guðm. Guðlaugsson hafði skammbyssu á lofti frrman í andliti hans, meðan nótinni var skipað niður í bátinn. Skip þetta (Herlö) fekk 1200 kr. sekt. Annað skip (Albion) hafði fengið 500 kr. sekt. Settur bókari við Landsbankann í stað Alberts heit. Þórðarsonar er síra Ríkard Torfa- son. Ráðherra Kr. J. hefir gert þetta pvert ofan í tillögur beggja bankastjór- anna. Björn Jónsson fyrv. ráðherra, er svo sem áður hefir verið skýrt frá, gallhraustur orð- inn af vanheilsu þeirri, er hann hefir kent undanfarið. — En nú eftir að hann koin heim, fekk hann dálítið á- fall, (snert af blöðrubólgu), en er nú að verða jafngóður. Fer hann vestur á Ask eftir mánaðamót til að tala við kjósendur sína. Það er því of snemt fyrir Lögr. og önnur h.stjórnarblöð að hlakkal Og frásögn Lögréttu frá í kvöld, um B. J. á Sjálfstæðismanna- fundinum á sunnudaginn, eru hin óskammfeilnustn ósannindi. Sannorða göfugmennið á Aknr- eyri. Æðsti prestur og aðaltrú- boði heimastj.(!)manna, gæzlustjórinn Kristjánskjörni, sem hót »Jón og var Ólafsson og átti bara eitt þarf- legt þing og það var feikna kj....... — var nýverið sendur í heimastj.(!)trú- boðsferð norður á Akureyri — og pró- dikaði þar fagnaðarerindið fyrir heima- stj.mönnum tvívegis. Norðurland segir svo frá 1 e s t r i n u m : »Meðal annars kallaði hann sjálfstæðis- menn : druslur, þorpara, aumingja, gjald- þrotamenn, öreiga, sk/jaglópa og fjár- glæframenn. Má nærri geta að heima- stjórnarforingjunum hór þótti gott bragð- ið að þessu. Ennfremur bar hann fram hróplegt níð um samverkamenn sína f stjórn Landsbankans og talaði á þann hátt, að bankanum var lítil sæmd að. Bar það á bankastjórana, að þeir hefðu gefið alþingi falskar sk/rslur og sagði að nú væri svo komið lánstrausti Lands- bankans hjá Landmandsbankanum í K- höfn, að Landsbankinn gæti ekki gefið út 100 kr. ávísun á Landmandsbankann, nema hann ætti inni fyrir því hjá bank- anum, þar sem bankinn hefði áður, í tíð Tryggva Gunnarssonar, mátt skulda Landmandsbankanum 1—2 miljónir kr. óátalið (sbr. þó væntanlega veðsetning- una á verðbrófum bankans). Um stjórnarskrána hafði hann sagt, að heimastjórnarmenn ætluðu að breyta frumvarpinu, sem síðasta þing samþykti, ef þeir gætu. Meðal annars aftaka al- mennan kosningarrótt kvenna fyr en eftir 25 ár.......« L e s t u r J. Ó. mun athugaður nán- ara síðar. Að þessu sinni viljum vór að eins láta þess getið, að J. Ól., s j á 1 f- ur gæzlustjóri Landsbank- ans, hefir farið með hintil- hæfulausustu haugaósann- indi um lánstraust Lands- bankans við Landmandsbank- a n n. Landsbankinn getur gefið ávís- anir á Landmandsbankann, langt fram yfir það, sem bankinn á inni. Allir munu fara nærri um, hvort J. Ól., gæzlustjóra bankans, hefir verið þetta kunnugt og hverskyns ósannindi hans því eru. Og mikil hugfró má það vera þelm, er kusu J. Ól. gæzlustjóra í vetur, hve innilega hann ber hag Landsbankans fyrir brjósti, svo sem þessi ræðupistlll hans er Ijósastur vottur um! Annað eins sannleiksvitni er eigi ón/tt að hafa innanborðs í bankastjórninni! Ný uppgötvun ? Margir kannast nú orðið við straumferjur, vita að það er sjálfstjórnandi samgöngufæri, sem flytur landa í milli yfir straumvötu. — Þessa uppgötvun ættu sera flestir að þekkja og færa sór í nyt. En góður maður hitti mig n/lega og sagði mór frá annars konar straumferju — pólitískri straumferju —, hún væri fullreynd, hefði verið í förum all lengi. Sjálfstjórnandi kvað hann hana vera, hraðskreiða milli landa, brygðist aldrei í snúningum, margir hefðu þ e g a r notað hana — þó færi hún alt af tóm. Eg varð hissa á að hafa aldrei um letta heyrt, þar til hanu sagði mór að straumferjan væri nefnd »Hannes Þor- steinssonc Eg varð hugsi. Mundi það þá, að eg hafði fyrst orðið var við hlut með því nafni árið 1907. Heyrði hans þá að góðu getið fyrir stuðning við íslenzka fánann. Skömmu síðar heyrði eg þó, að hann hefði ferjað fyrir tilmæli um það, að e i n i íslenzki fáninn við konungshátíðina á Þingvöllum yrði tekinn niður. Eg hugsaði mig betur um. Sá eg þá hvar sama ferjan lagði frá Heimastjórnarlandinu og lenti við Land- varnarhólmann. Og enn sá eg hana kúvenda svo aftan undir hana sá yfir til hins fyrra lands. — Eg fólst á að hór væri um pólitíska straumferju að tefla. — En er hún sjálfstjórnandi, sagði eg 1 — En eigingirnin ! Brandur. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð: Botnvörpungarnir hafa aflað heldur vel í seinni tíð. Þeir eru nú farnir að flytja þorskinn til Eng- lands og selja hann þar. Marz, Jón forseti, Nelson lávarður og Snorri eru allir utanlands nú. Nelson seldi sinn farm fyrir 3240 kr., Snorri sinn fyrir 3420 kr. Hjúskapur: Þorsteinn Þorsteinsson frá N/jabæ í Þykkvabæ og ym. Jóhanna Felixdóttir s. st. Gift 11. sept. Runólfur Sigurjónsson frá Stöðlum í Ölfusi og ym. Guðrún Þorbjarnardóttir frá Hvammi í Ölfusi. Gift 19. sept. Mannalát. Verzlm. Guðni Jónsson (frá Skeiðháholti) 89 ára, Laugav. 68. Dó 17. sept. Þorsteinn Sigurðsson (frá Flóagafli) Laugav. 72. Dó 21. sept. Skipaferðir: Botnia kom vestan af fjörðum í gærkveldi með sæg af farþeg- um, um 100 manns. Botnia fer til útlanda á morgun. Fari tekur sér m. a. konsúlsfrú Klingenberg. Úr minnisbók síra Eggerts sáluga í Vogsósum: »Alaska roðhænsnið sagði á þingi 18 . . (afmáð): »AIþingi íslendinga er hið eina a 1- þ i n g í heimi, sem ekki er komið af skrælingjaskeiði e n n, og kemst víst a 1 d r e i! « Gall þá Ljótpr við og sagði: »SenniIega, sízt á meðan h. þiugmað- ur á þar sæti.« (Hlátur). Snælega snuggir, kváðu Finnar — áttu andra fala. — Hvers vegna þeir áttu að kjósa hann? Jú, af því að hann var bóndi, svar- aði hann sjálfur. Þeir fengu e k k e r t annað uppi látið honum til meðmælis, þingmannsefninu. — Já, eg gæti felt mig vel við það, sagði einhver fundarmaður, með vinsemd, ef þetta væri nokkur maður. E g vií einmitt senda bændur á þing öðrum stóttum fremur, að öðru jöfnu. En að fara að taka einhverja mannleysu, ein- Verzlunarfjús f)ér í Hetjkjavík vantar — frá 1. janúar næstkomandi — duglegan og áhugasaman ungan mann, sem hefir fengið góða mentun, og er vel að sér í bókfærslu. Góð laun, en hæg staða. Eigin handar umsóknir merktar: nr. 1500, sendist strax til afgr. ísafoldar. hvern tudda, eitthvert róttnefnt aftur- j úrstand fyrir það eitt, að hann hefir * verið talinn eða telur sig til bændastétt- | ar, það fæst eg aldrei til að samþykkja. Leiðrétting. í síðasta blaði m i s- 1 / d d i s t eitt orð í sk/rslu hr. Sigur geirs Eiuarssonar fyrir mislestur. Orðið g r e a s e hafði lesist sem »grass« og var iví þ/tt g r a s á íslenzku, en átti að vera f e i t i. Að vera látinn í poka. Það hafði verið siður hór fyrrum í sveit einhver staðar fyrir austan við venju fremur óhlyðna stráka og ógeðslega, að stinga þeim í poka, hengja upp í baðstofu- ræfrið og þylja þar yfir þeim Jónsbók- arlestur, til þess er lítil var eftir líf- tóra í þeim og þeir báðust miskunnar. Sama ráð hafði verið stungið upp á að hafa við náunga einn, er hór var á ferð um daginn uppi í Kjós og þóttist ætla að bjóða sig fram til alþingis; vildi láta kjósendur koma á fund til sín og hl/ða á ræðu, er hann lózt hafa samið. En enginn fekst til að koma. Þá tók hann það ráð til tilbreytingar, að reyna að lesa upp vísdóminn, sem Arnarholtsyfirvaldið hefir saman settan og kvað vera á við lengsta Jónsbókar- lestur (64 bls.). En enn fór á sömu leið. Þá var það sem einhver gárunginn stakk upp á þessu, að taka hugvekjuna þá, sem sumir kalla Hanagalið frá Arnarholti og lesa yfir honum sjálfum, upp hengd- um í poka. En þess leizt honuni ekki á að bíða. Fór þá að hafa sig á brott úr sveitinni. Kjósaringur. Undirritaður tekur að sér að gjöra uppdrætti og kostnaðaráætlanir af hús- um, og einnig alls konar vinnu á þeim. FINNUR 0. TH0RLACIUS Bókhlöðustig 10, Rvik. 2 stúlkur, sem eru úti á daginn, geta fengið herbergi á Bókhlöðustíg 9 (uppi á lofti). Landafræði — Mannkynssaga. íslandskort það, sem fylgja átti landa- fræði Karls Finnbogasonar 2. útg., kemur með Ceres í næstu viku og verður sent með skipum og póstum til bóksala um land alt og til skóla- stjóra þeirra og kennara, sem landa- fræðina hafa fengið frá útgefanda. ís- landskort þetta er bæði stærra og full- komnara en það er fylgdi 1. útgáfu landafræðinnar. —- Með sama skipi koma og sögukort, með íslenzkum nöfnum, til notkunar við lestur mann- kynssögunnar. — Kort þessi verða og seld sérstaklega, en mjög ódýr. Guðin. Gamalíelsson. iarðarför okkar elskaða sonar, Þor- steins, fer fram laugardaginn 30. sept. frá heimili okkar, Laugav. 27, kl. II f.m. Ingibjörg Þorkeisdóttir. Sigurður Þorsteinsson. Til íslenzkra kvenna. Eins og öllum mun kunnugt, þá eiga nyjar kosningar til alþingis aS fara fram seint í næsta mánuði. Aðalatriðið, sem þær e i g a að snúast um, er það hvort þjóðin sjálf vill sainþykkja hið n/ja stjórnarskrárfrumvarp, sem samþykt var á síðasta þingi, og senda þá eina menn á þing, seni vissa er fyrir, að samþykki það óbreytt, eða hvort hún vill tefla allri stjórnarskrárbreytingu í þá hættu, sem breytingar á frumvarpinu nú, mundu hafa í för með sór, þar sem þó sam- komulag náðist milli flokkanna um flest mikilvægustu atriðin. Vór konur lítum svo á, sem áríðandi só að þetta stjórnarskrárfrumvarp, sem nú liggur fyrir, verði samþykt á næsta alþingi. Vór getum ekki óskað að tefla slíku velferðarmáli í hættu, sem 11/jar breytingar væru, enda mjög ólíklegt, að að þær yrðu í nokkru verulegu til batn- aðar. Mestar líkur til að ætla, að með því væri frumvarpið svæft um óákveð- inn tíma. Að minsta kosti hefðum vór konur meiri líkindi tll að tapa en vinna við þær. Með þessu frumvarpi er oss veitt fullkomið jafnrótti við karlmenn — fullkominn kosnlngarréttur og kjör- gengi til alþingis — með sömu skilyrð- um og þeim. Þar með eru kröfur vorar uppfyltar í þessu máli. Því skorum vór alvarlega á Kven- róttindafólögin og allar aðrar íslenzkar konur að taka nú öflugan verklegan þátt í kosningunum í haust, með því að beita öllum þeim áhrifum, sem þær geta haft til þess að stuðla að því, að þeir einir menn verði kosnir til næsta alþingis, sem treysta má til að sam- þykkja muni stjórnarskrárfrumvarpið frá síðasta alþingi óbreytt, og vissa er fyrir, að eindregið haldi fram fullu pólitisku jafnrótti kvenna við karla, ef svo illa Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun4 og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr þvi. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup- mönnum. Buchs litarverksmiðja Kaupmannahöfn. skyldi’takast til, að frumvarpinu yrði breytt, Um þetta mál eiga allar íslenzkar konur að geta orðið sammála. Hór á engin flokkapólitík að geta komist að, að þessu sinni, með því frumvarpið var samþykt á síðasta alþingi af báðum flokkum. Svo væntanlega má treysta því að n/jar breytingar á því verði nú ekkl gerðar að neinu flokksmáli. Og því óánægðari, sem /msar konur kunna að vera með hið núverandi póli- tíska ástand, því sterkari hvöt er það fyrir þær tii að leitast við að fá meðal í hendur til að geta breytt þvf. Kosn- ingarótturinn er eina meðalið. Því fyrri sem vór fáum hann, því fyrri eigum vór kost á með atkvæðum vorum að stuðla að því, að sem beztum og hæf- ustum mönnum verði falið að fara með málefni þjóðarinnar, og ráða þeim til lykta. Reykjavík, 20. sept. 1911 Sambandsstjórn Kvenréttinaýél. Islands. 172 úti á ejónum, sé eg hann ljóslifandi frammi fyrir mér. Oft hefir mér fund- ist einB og ósýnileg hönd hans leiddi bát minn yfir rifin og gegnum boðana, sú sama hönd sem lætur hafið tryllast f dag, og lætur það aftur leggjast rjómaslétt fram með ströndinni á morgun. Og þið megið trúa mér, að enda þótt báturinn minn só mineti báturinn hér í verinu, þá tinst mér eg vera jafn öruggur á hafinu i stormi og sjógangi og bér inni í stofunni ... Hurðinni var nú alt i einu hrundið upp og maður kom þjótandi inn. Hann þreif með báðum höndum i borðið, eins og hann verði sig falli. Hann másaði og bléa eins og hann ætlaði að springa. Augun stóðu kyr í höfði hans af ótta og Bvartskeggjaða andlitið hans var náfölt. |>að fór hrollur um alla í stofunni. Sumir stóðu upp. Sumir hölluðust fram á hendur sinar, og sátu þannig án þess að veita þvi eftirtekt. Hann féll niður á slagbekkinn og stundi þungan eins og honum létti. 173 Allir stóðu upp og þyrptust kring um bann. það atvikaðist svo að Bóthildur og Marteinn stóðu hvort hjá öðru. f>rátt fyrir óróann tók hann í hendi hennar og slepti henni ekki. — Hvað hefir komið fyrir þig, spurði fólkið. Maðurinn horfði upp og líkami hans hristist eins og af köldu. — Djöfullinn reið klofvega á hryggn- um á mér alla leið hingað til dyranna, gat maðurinn stumrað upp. — Hvað ertu að segja maður? .... — Hann kom, þegar eg var á leið- inni hingað út í verið. Hann stóð við veginn og beið min. þegar eg ætlaði að hlaupa burt stökk hann upp á hrygginn á mér. ... Og við hvert spor sem eg gekk varð hann þyngri og þyngri og eg heyrði að hann hló inn í eyrað á mér. ... Hann lét mig ekki lausan fyr en hórna við dyrnar ... Æ, æ, þið verðið að hjálpa mér ... Eg er svo hræddur, svo hræddur. ... Slíkt hefir aldrei á daga mína drifið fyr. ... það var eins og allir réttu úr sér, 176 hafinu var fyrst háflæði. Hann gat séð hvernig það hækkaði og lækkaði fet fyrir fet eins og róleg líðandi bylgja. Væri hvast um flæðina, gat sjórinn rokið svo langt upp á land að skvett- urnar dundu á húsgöflunum. Yfir höfð- um þeirra blikuðu skærar stjörnur. Skýin liðu einstök upp frá hafinu og lögðu við og við hendur fyrir tunglið. Hann gat ekki trúað, að hafið léti skipa sér að steypa sér yfir ströndina, sem það hafði háð harða baráttu við í þúsund ár .... Sterk og ómótstæðileg ferðaþrá hreif hann, þar sem hann sat nú þarna og hélt í hendi Bóthildar. f>essi þrá var hinn bjarti dagur í hug hans og hinn dreymandi blámi í augum hans. Honum fanst sér vera illa við þetta heilaga fólk ... og öfgar þess. Hann þekti aðeins hugdirfð þá, sem hann hafði séð í augum föður síns frá því hann var barn, þegar þeir sigldu heim í roki og úr sögum þeim, sem hann hafði heyrt sagðar af afrekum manna og baráttu við hafið. Nei, hann ætlaði ekki að koma til þess oftar .... og hefði hann þekt 169 Hann vissi ekki hvort hún hefði veitt honum eftirtekt, því augu henn- ar hvíldu hrædd og hlustandi á mönn- unum við borðið. Hvers vegna gekk hann ekki inn- eftir og setti sig hjá henni? Ef til vill héldu karlmennirnir, að hann væri kominn á þeirra fund. þá sá hann að konurnar rýmdu ti), svo hann gæti setið. Og nú veitti hann því fyrst eftirtekt að það var Níels Klitten, sém talaði. Hann sat fyrir miðju borði beint á móti honum. Kertaljósin brugðu bjarma yfir gló- bjarta skeggið hans og spegluðust eina og tvö blys í augum hans. Hann talaði lágt, en með innri þrótt. — Bf mig minnir rétt, þá var það f vergildinu þegar við Kristján Konge drukkumst á, sem einhver ykkar hefir heyrt talað um, að hann sagði, að guð myndi áreiðanlega láta hörmunga- tíð upp yfir okkur renna, með sorg- um og þjáningum, til þess að kenna okkur að virða hans orð, og krjúpa honum í auðmýkt. Ef við göngum nú frá búð til búðar og hlustum á tal

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.