Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 2
236 ISAFOLD Gisít Sueinssott og Vigfús Eittarssott yfi rdóm8lögme nn. Skrifstofutfmi II1/,—I og 5—6. Þingholtsstrcti 19. Talsimi 263 Það er með öðrum orðum þetta, sem »pólitiska kláðarollan* vill eigna Sjálfstæðisflokknum, en er ótviræð stefnuskrá »heimastjórnar*manna að ná völdunum og beita þeim til per- sónulegra hagsmuna fyrir sig og vini þeirra Dani. Sjálfsagt furðar margan á þvi blygð- unarleysi Jóns, að hann skuli dirfast að drótta þessu að öðrum, maður, sem hefir lifað sem sníkjudýr á land- inu alla tíð siðan hann kom úr síð- asta leiðangrinum frá Ameríku 1897. Hann saug sig þá þegar inn á landssjóðiun og hefir aldrei slept spenanum síðan, heldur þvert á móti sogið sig þar æ fastara. A síðustu árum er hann svo frekur, að honum nægir nú ekki minna en að totta 3 landssjóðsspena i einu. Það er því ekki að furða, þó að hann sé orðinn upp- blásinn. Hér á eftir skal sýnt hvað landið hefir orðið að mjólka Jóni síðan hann rakst hingað heim síðast. Hann kemur í maímán. 1897. Þá var þing um sumarið. Hann var ekki seinn á sér að setja hramm- ana upp á barminn á ikjötpotti lands- 'inst, og hremmir þar á því þingi kr. 2,400 tíl að lija á, árin 1898 og 1899. A þetta að vera veitt til »ritstarfa«, en öllum er hulið, hvað hann hefir ritað landinu til þarfa fyrir þetta fé. Það er ekkert annað en beinn ölmusustyrkur. A þinginu 1899 er veitt fé til að búa til spjaldskrá fyrir Landsbóka- safnið. Jón vann nokkura mánuði í Newberry bókhlöð- unni í Chicago skömmu áður en hann kom hingað — og var að sögn vikið þaðan fyrir óreglu — og mun því hafa þózt verki þessu vaxinn, því að aldrei vantar montið. Nú er búið að veita fé til þessa i 13 ár að meðtöldu því, sem veitt er í fjárlögun- um nýju (1912—'13) og nem- ur sú fjárhæð alls . . kr. 17,200 er gera má ráð fyrir, að hafi lent og lenda muni í vasa Jóns. Bráðum 11 ár er hann þá búinn að vera að skaka við þetta verk, en hvort þvi geng- eftir fjárhæðinni, sem til þess hefir farið, er eftir að vita. En haft er það eftir kunnug- um mönnum, að langt eigi þetta verk í land enn þá, þangað til þvi sé lokið. Jón hefir annað að gera, þegar hann þarf að fylla »Reykja- víkina* og »Þjóðólf< á hverri viku. Jón hefir löngum verið drjúgur yfir því, hve vel hann sé að sér í íslenzku. Konungssukkárið 1907 tókst honum að fá þingið, sem þá var Heimastjórnar- eða Haf- steins þing, til að veita sér kr. 3,000 árin 1908 og 1909 til að semja islenzka orðabók með íslenzkum þýðingum. Sömu fúlgu eða . . . . . kr. 6,000 hefir hann fengið fyrir það og á að fá árin 1910—n og 1912—13. Úr því byrjað var á að veita þetta, hefir þingið ekki séð sér fært að hætta við, enda þó því geti ekki dulist, að Jón er ekki verkinu vaxinn; vantar bæði þekkingu og vandvirkni. Ný- lega hefir Jón t. d. samið bók er nefnist »Móðurmálsbókin«. Er það lítið kver, 108 bls. í 8 blaða broti. í Norðurlandi 12. ágúst, er ritdómur um þetta kver Jóns, eftir J. J, (síra Jónas frá Hrafnagili) fróðan mann og vel að sér í islenzkri tungu og íslenzkum fræðum. Gerir hann sér lítið fyrir og knésetur orðabókar- höfundinn, eins og hann væri krakki á skólabekk, og sýnir__________ Flyt kr. 28,600 Útsalan mesta í Edinborg Hvernig við fórum að auka söluna á stærstu útsölum okkar? Við lítum svo á, að takist okkur að gjöra einn viðskiftavin ánægðan, þá hjálpi hann okkur til að gjöra þann næsta ánægðan og svo koll af kolli. Þetta hefir okkur tekist ágætlega. f*að væri líka undarlegt ef að verðið, sem við bjóðum nú daglega, hefði ekki þau áhrif að salan ykist stórkostlega. Hér er lítið sýnishorn af verðinu sem við bjóðum nú: 39,00 kr. Saumavélar fyrir 26,00 10,25 kr. Karlm. vesti fyrir 4,50 15,75 - Dyratjöld 8,50 3,75 - Karlm. hatta - 1,95 7,50 - Borðteppi 3,75 14,50 - Karlm. skó 10,50 1,80 - Kjólatau 0,90 7,25 - Kven-stígvél - 5,00 Verziunin Edinb iorg, Reykjai rík. Fluttar kr. fram á með óyggjandi rökum, að kunnáttu Jóns í íslenzku máli er mjög ábótavant fyrir utan alla hroðvirknina. Tilfær- ir hann mörgdæmi til sönnun- ar, sem hann segist hafa orð- ið var við, við »fljótan yfir- lestur*, en bætir við »en flestu hefi eg slept* og má af því marka að fleira er at- hugavert en þau dæmi er hann nefnir. Annar Norð- lendingur setti íón í gapa- stokkinn fyrir fáum árum út af »kritik« hans á ýmsum orðum og orðatiltækjum i »Ólöfu í Ási« og í honum situr hann enn, því aldrei svaraði hann, ef eg man rétt. Svona djúpt ristir nú Jón í þeirri fræðigreinni sem hann er þó skástur i. í sambandi við orðabókina, hvað greitt gengur með hana, set eg hér kafla úr ræðu dr. Jóns Þorkelssonar á síðasta alþingi, er rætt var um þenn- an orðabókarstyrk. . . . af orðabókinni, aem hinn hæfilega virðnlegi þingmaðnr (J. ól') ætlar að selja landssjóði, er ekki annað komið út en 1 blað með sýnishorni, titiiblaði og — mynd af höfundinum sjálfnm, eða alls 3 blöð. En það er nógn lærdómsrikt að sjá, hvað þessi 3 blöð hafa kostað landssjóð. 1908 hefir þessi fyrtéði þingmaðnr feng- ið úr landssjóði 1500 kr., 1909: 1500 kr., 1910: 1500 kr. og 1911: 1500 kr. Hann er þvi búinn að fá alls 6000 kr. fyrir þessi 2 blöð og mynd af sjálfnm sér! En hvað mikið bann á eftir að taka út á þessi 3 blöð, það mnnn fæstir geta gizkað á að svo stöddn. Þó má sjá af fjárlagafrnmv., að þing- maðnrinn ætlar sér að krækja í 1500 kr. 1912 og aðrar 1500 kr. 1913. Ern þá komnar 9000 kr. fyrir þessi 3 blöð, og kostar þá hvert blað orðið 3000 kr. Rétt er að geta þess að Jón á ekki að fá útborgaðar nema 60 kr. fyrir hverja prent- aða örk, og ætti hann því á næsta ári að vera búinn með 100 arkir, því þá er hann búinn að fá 6000 kr. fyrir þetta verk, og líklega verður hann að sýna handrit, til að fá féð útborgað; en hvort svo er væri nógu fróðlegt að vita, og þá ekki síður hvort nokk- ur mynd er á hvernig verkið er af hendi leyst. Á síðasta þingi var Jón 28,600 Flyt kr. 28,600 Fluttar kr. 28,600 kosinn gæzlustjóri Landsbank- ans með atkv. konungkjörnu dátanna og taglhnýtings þeirra, núverandi ráðherra, gegn atkv. 6 þjóðkjörinna þingmanna. Á móti honum var i kjöri Jón Gunnarsson samábyrgð- arstjóri og settur gæzlustjóri, er kom sér svo vel í þeirri stöðu, að ýmsir ákveðnir Heimastjórnarmennutan þings gerðu hvað þeir gátu til að fá hann kjörinn; en það kom fyrir ekki. Hæfileikar þessara tveggja manna til þessa starfs eru eins ólikir og dagur er nótt, það vita allir, enda urðu marg- ir gætnir Heimastjórnarmenn alveg orðlausir þegar þeir fréttu þessa kosningu. Nei, hæfileikum Jóns Ól. til þessa starfa var ekki hægt að gangast fyrir. Fjármála- saga hans beggja megin hafs- ins mun mönnum of kunn til þess, og þegar þar við bæt- ist lífróður hans fyrir þvi, að verja alla óregluna i bankan- um i tíð Tryggva gamla og þeirra félaga. En Hafsteinsku konungspeðin og »þingræðis- brjóturinn* hafa nú ekki ver- ið að hugsa um hcefileika; það lítur út fyrir að þau hafi hugs- að um annað fremur, nfl. það, að verðlauna Jón Ólafsson fyrir skamma- og svivirðingar- greinarnar í Þjóðólfi og Reykja- vikinni, sem aldrei er neinn endir á. Er það ekki sennilegasta úrlausnin á því, að Jón Ol. var tekinn fram yfir Jón Gunnarsson í gæzlustjórastöð- una? Kosning Jóns gildir til 30. júní 1914 og í laun fær hann fyrir þetta 1000 kr. á ári, eða yfir þennan tima nálægt..................kr. 3,200 Alls má áætla, að Jón verði búinn að fá af landsfé frá 1897 til 30. júní 1914 kr. 31.800 Yfir þrjátíu þúsund krónur fyrir verk, sem hann ýmist hefir aldrei unnið, eða gengur nauða illa að leysa -af hendi og hefir ekki þekkingu eða hæfileika til. Og nú sem stendur hefir hann 4000 kr. i laun (bitlinqa) at landsjé. Líklega finst mörgum að það sæti betur á einhverjum öðrum en Jóni að brigzla öðrum um löngun til að hafa völd til »að misbeita þeim sér og sinum vinum til fjármunalegra hagsmuna®. En hér sannast sem oftar, að hann á bágt með að blygðast sin. Kynni hann það, mundi hann blygðast sín svo mikið, að hann gæti ekki litið framan i nokkurn mann. Bersöqull. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Síra Einar Thorlacius frú Saurbæ, sira Stefán Jónsson frá Staðar- hrauni, Gisli Jónsson verzlnnarstj. frá Borg- arnesi. Hjúskapur: Jörgen Hansen verzlm. og ym. Inga Skúiadóttir. öift 17. sept. Pétnr öunnlang88on kennari frá Hellis- Bandi og ym. öuðný Lovisa Ólafsdóttir. öift 27. sept. öuðmnndur önðmundsson sjómaður á Smiðjnstig 5 og ym. öuðlaug Jónsdóttir. öift 26. sept. Þórir Yaldimar Ásmnndsson verzlm. og ym. Arndis Jónsdóttir frá Heliissandi. öift 27. Bept. Óli Ferdinand Ásmnndson á Bókhlöðnstig 9 og ym. Jóhanna Pilsdóttir. öift 25, sept. Signrðnr Danielsson frá Eyrarbakka og ym. Ágústa Ebenesersdóttir. öift 26. sept. Jón önðmann Jónsson frá Buðlangn örindavik og ym. önðriður Þórðardóttir. öift. 28. Bept. Ásgeir Magnússon kennari frá Bæ i Borg- arfirði og ym. Ingibjörg Björnsdóttir s. st. öift 29. sept. Guðsþjónusta: í dómkirkjnnni kl. 12 Bj. J., kl, 5 Jóh. Þorkeisson. í frikirkjnnni kl. 12. Ól. Ól' Samsæti, með ræðnhöldnm og söng, gengst stúdentafélagið fyrir i Hótel Reykjavik á mánndagskvöldið — i minningu þess, að þann dag tekur háskóli íslands til starfa. Háskólaráðinn er boðið sem heiðursgestum. Stúdentar geta ritað sig á lista í Hótel Reykjavik til kl. 4 á morgnn — snnnndag. Svo bnmbult hefir Þjóðólfi orðið af hinni nýjn uppbefð ritstj. i bókavarðar- stöðu Landsbókasafnsins, að npp úr bonum gengur i morgun með miklnm óhljóðnm nærri fjögurra dáika nppkaetsveUandi, isprengd- ur hæfilegnm fnkyrðakekkjum og svo ranghermnm nm hvað i Isafold hafi stað- ið fyrir mörgnm, mörgum árnm, ísafold vill reynast Þjóðólfi góður lækn- ir og þykist gera það bezt með þvi, að skifta sér ekki neitt af þessari uppkasts- veiki. Þvi að ef farið væri að hreyfa eitt- hvað við sjúklingnum — er svo hætt við, að graftrarkýli hans mundu springa — og þeim ferlegheitnm vill fsafold nm fram alt firra hann af góðri vinsemd, — ef nokkur er kostnr. Veittar sýslanir. Ritari við hinn nýstofnaða háskóla er skipaður Jón Rósenkranz læknir. Launin eru 600 kr. Kennari við Hvanneyrarskóla, í stað Hjörts Snorrasonar, er skipaður Páll Zophoniasson cand agr. frá 1. okt. Ófriður miíti Tijrkja og ífala? í gær barst hingað einkasimskeyti til verzlunarhnss eins hér i bœ um, að ófriður vœri hafinn milli ítala og ■ Tyrkja. Og í dag hafa gosið upp lausa- fréttir um, að Þjóðverjum og Frökk- um væri að lenda saman. ísafold símaði í dag til Khafnar til að fá áreiðanlega vitneskju um þessi efni — en svar var ókomið, er blaðið var prentað. Fregnmiði mun verða sendur út, þegar er símsvarið kemur. Heimsknstjórn eða heimanstjórn. Falsheitið heimastjórnarflokkur er of mikið meinleysi að vera að taka sér í munn af þeim, sem það er upp tekið til blekkingar við, en það er öll íslenzka þjóðin, utan þess hluta hennar, sem dylur sig sjálfan undir því nafni. Það er upp fundið og upp tekið í því skyni, að telja fáfróðum hugsunar- leysingjum trú um, að þar séu menn, sem berjast fyrir heimastjórn, eða hafi sett sér það markmið, að koma henni á. En það er villa og blekking — annað ekki. Það er sama liðið, sem gert hefir »uppkastið« alræmda að sinni stefnu- skrá. En þess einkunn er einmitt sú, að gera ísland að æfinlegri hjáleigu við Danmörku, er stjórnað sé frá Kaup- mannahöfn. Það og ekkert annað. Hafnarstjórn og Hafnarstjórnarflokk- ur eru hin réttu heiti á þeim hlutum. Nöfnin heimastjórn o. s. frv. eru einmitt valin til að leyna því áformi í stefnuskrá þeirra. Þetta er sannleikurinn, sem þeir félagar eða leiðtogar þeirra eru alla tíð að berjast við að dylja þjóðina. En tekst illa, sem von er. Hún veit, að það er falsheiti, dul- nefni. Hún getur ekki sætt sig við það, sem ekki er von. Hún getur ekki sætt sig við að vera svikin á nafninu. Hún fæst ekki til að káma með þvi varir sínar. Hún lætur sér verða alt annað fyrir. Uppkastsmenn kallar hún þann flokk að jafnaði eða þá heimskustjórnarmenn, sem er auðvitað heldur óvingjamlegt, nema i fremur fjandsamlegri viður- eign eða orðasennu. Rétta heitið væri og fullviðfeldið, alveg stygðarlaust — það væri heimanstjórn og heimanstjórnarmenn. Þar er látið f ljósi, að landinu skuli stjórna alla ókomna tíð heimaw frá öðru landi, eins og hjáleigu heiman frá einhverju höfuðbóli. Og höfuðbólið það er Kaupmanna- höfn. Þar er nafnið fengið, og verður ekki betra á kosið, eftir þvi sem í hugs- uninni felst. Heiðvirðir uppkastsmenn ?eta ekki amast við því heiti, og hinir (sjálfst.m.) fella sig vel við pað, en hitt aldrei. Þeir fara aldrei að hjálpa uppkasts- mönnum til að klæðast þeim dular- hjúp frammi fyrir þjóðinni. Aldrei, aldrei. Hættum því við heimskustjórnar- uppnefmð, en tökum upp jafnrétt og áferðarfagurt heiti sem heimanstjórn. Það er vinsemdarbragð við upp- kastsliðið, að velja því pað heiti. Það er ekkert dulargerfi. Og það er áferðarfagurt. Hortensius. Látinn Dani. Niels Andersen etatsráð á Soholm, nafnkunnur maður í Danmörku, er nýlega látinn. Hann sat lengi í fólks- þinginu og hafði þá orð fyrir hægri- mönnum. Hann var á áttræðisaldri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.