Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.09.1911, Blaðsíða 1
Kcmm út tvisvar 1 viku. Ver!) árg. (SO arkir minst) 4 kr. orlwnrtlh 6 ki eoa l'l« dollar; borgist fyrir miojarj ioll (erlendi* fvrir fritm). ISAFOLD >DPaög>; (skriueg) bundin vio aramót, sr ógilo nema komln sé til útgefanda fyrir 1. ofrt. eg «.s. tpandi gknldlana vin blaoift AfirBífiíla: Anntnrstraeti 8. XXXVni. árg. Reykjavík 30. sept. 1911. I. O. O. P. 921189 Bókasafn Alþ. iestrarfél. Pósthússtr. 11 5—8. Þjódmenjasafnib opib á sd., þrd. og fmd. 12—8 tslan-isbanki opinn 10—2'/« og 6l/i—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstota frá 8 árd. til 10 sod. Alm. fundir fsd. og sd. 8 >/» sibdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 8')« og 8 a helgum Landakotsspltali f. sjukravitj. 10'/«—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2'/«, o'/i-W/"- Bankastj. vib 12-2 Landsbókasatn 12—8 og 5—8. Útlfrn 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—8. LandsBkjalasafnib á þrl. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 ard. — 9 siod. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þriojd. og fðstd. 11—12 Náttnrugripasafn opio l'/>—ii>/« & snnnndögum Ókeypis eyma-, nef- og halslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. flmtud. I hv. mánuoi. 2—8. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Sýning gripa Jðns Sigurbssonar i Safnahnsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Posth.str.14, 1. og B.md. 11—1 Vifilsstabahælib. Heimsðknartimi 12—1. Taxaftáaaufubáf. tngóífur Til Borgarness 4., 10., 13., 18., 24. og 29. okt. Til Akra 7. okt. Til Straumfjarðar 4. og 7. okt. Til Keflavíkur 2. okt. Til Sandgerðis 15. okt. Til Garðs 21. okt. Gjalddagi Isafoldar var 15. julí. Bjarni Björnsson skrantmálari Ægisgötu 10. Talsfmi 221. Gler-og tréskilti — Skrautmálning Húsgðgn — Leiktjöld. Siðasta hneykslið. Skýlaust lagabrot. Svo segir í Landsbankalögunum nýju frá 9. jiili 1909, 4. gr.: Ráðherra skipar bókara og Jéhirði bankans 0% vikur peim jrá, hvorttve^qja eftir tilhgum bankastjórnar. Hér er svo fyrir mælt beinum og ber- um orðum, að ráðherra geti þvi að eins skipað — og þá einnig sett — mann í þessa stöðu, aðra hvora eða báðar, að bankastjórn leggi það til. Og hvað er bankastjórn ? Það eru framkvæmdarstjórar bank- ans, tveir, með ráði gæzlustjóra, ef þá greinir á, og sker þá .atkvæði þess þeirra úr, er fyrr var kosinn (sjá til- vitnaða grein í niðurl.). Án ráði eða gegn ráði bankastjórn- ar getur þá ráðherra hvorki skipað (né sett) bókara eða féhirði, né heldur vikið þeim frá öðrum hvorum eða báðum. En í bankastjórn ráða fram- kvæmdarstjórarnir einir, ef sammála eru, en eldri gæzlustjórinn með þeim — sker úr — ef í milli ber. Það sem hér hefir gerst fyrir fáum dögum, er, að ráðherra Kristján Jóns- son hefir sett mann í bókarastöðuna við bankann, sem báðir bankastjór- arnir voru samtaka i að leggja á móti, en hafnað manni, sem þeir lögðu báðir með. Þar gat því lögum samkvæmt ekki komið til annarra atkvæða. Hvorugur gæzlustjórinn gat kom- ist þar að með sitt atkvæði. Þess má geta hins vegar, að annar var þeim báðum sammála um mann- inn, sem ráðherra setti, að leggja á móti honum. En hinn var honum meðmæltur. Einn af Jjórum við bankastjórn riðnir er meðmæltur þeim, sem ráðherra setur. En hefir þar alls engan til- lögurétt, með þvi bankastjórunum ber ekkert á milli. Nii er það, að þótt svo væri, sem ekki er, að þessir 4 menn hefði allir tillögurétt um þetta mál og hann jafn- an, eða þá ekki jafnan, þá hefði þurft að standa í greininni, að nóg væri til löglegrar skipunar (setningar) bók- ara, að */4 bankastjórnar legði til með honum. Lögleysan er því skýlaus, hvernig sem þessu er fyrir sér velt. Eins er það, að ef þetta væri rétt, ej þessi úrskurður ráðherra væri lög- legur, þá gæti hann alveg eins vaðið inn i bankann hvenær sem vera vildi og sett af t. d. bókarann — skipað honum út, hvað sem bankastjórarnir segðu. Hvernig annað eins og þetta getur að borið. Hvernig jafnskýlaust lagabrot verður framið í lögum háðu landi, og það af þeim manni, sem yfir landið er sett- ur einmitt til að láta hlýða þeim. og á því fyrst og fremst að hlýða þeim sjálfur. Um það getur vitaskuld margt hugsast. Maðurinn getur t. d. fyrir hjartveiki sakir eður annarra vanheilinda, sem teljast eigi þó til geðbilunar, verið það háður orðinn einhverjum bófa, að hann þori ekki að sitja eða standa öðru vísi en sá vill, — að hann úrskurði hvað eina eftir hans geðþótta. Eg vil ekki ábyrgjast, að líklega sé tilgetið um, hvað rekið hafi manninn til þessa fáránlega lagabrots. En ein- hvern veginn verður að gera sér grein fyrir því. . Ekki er hitt sennilegra, að hann sé sjálfur orðinn bófi, orðinn það varmenni, sem leikur sér að því að brjóta lög og ef til vill stórskaða stofnun, sem hann á að líta eftir. Né þá hitt, að hann sé orðinn vitskertur, brjálaður. En verður ekki einhverju þesshátt- ar um að kenna, er farið er að brjóta lög visvitandi og það af þeim manni, sem settur er að gæta laganna og ekkert getur til gengið eðlilegt, hvað þá heldur réttmætt? Það kemur eigi þessu máli við, að fara að leggja á vogarskálar, hvort tillögur bankastjóranna muni hafa verið á réttum rökum bygðar eða ekki. Lögin heimta, að ráðherra fari eftir þeim. Þar er ekkert undanfæri annað en að setja bankastjórana þá af, annanhvorn eða báða, og setja í stað- inn menn, sem eru ekki hinum sam- mála, heldur ráðherra og eldri gæzlu- stjóranum. Þd má komast yfir þenn- an þröskuld. Öðru vísi ekki. — Hitt er annað mál, hver eftirköst það kynni að hafa fyrir ráðherra sjálfan. Framangreind athugasemd er ekki óþörf sakir þess, að með venjulegum hugsunarþokureyk er fólk tekið til að meta það sín í milli og palladæma, hvort ástæða bankastjóranna gegn manni þeim, er ráðherra valdi og setti* hvað sem þeir sögðu, hafi verið réttmæt, hafi verið góð og gild, hvort svo mikil brögð séu eða hafi verið að annmörk- um þeim, er bankastjórarnir fundu honum til foráttu, að bægja eigi hon- um frá stöðunni. Um það eiga bankastjórarnir einir að dæma. Þeirra tillaga ein hefir lagagildi, en annarra ekki. — Og eins hitt, hvort rétt hafi verið af þeim, að tilnefna þann mann, er þeir gerðu. Lögin heimta, að ráðherra haldi sér við hann. Þau banna honum að taka annan, fyr en hann hefir fengið aðrar bankastjóratillögur. Það má segja að vísu, að óþarft eða jafnvel rangt (ólögmælt) hafi verið af bankastjórunum tveimur, að spyrja aðra en sjálfa sig, — óþarft að spyrja gæzlustjórana, úr því að þeim bar ekkert i milli. En eng- inn getur sagt, að það hafi þó verið annað en mannúðlegt. Og hægt var ráðherranum að láta sem hann vissi 60. tölublað ekki, að þeir hefði það gert, úr því að það engin áhrif gat haft á mála- lok að réttu lagi. Það er hsrt og engu viti nærri, að ætlast til, að bankastjórarnir ábyrgist nýtilega og áreiðanlega starfrækslu í bankanum, ef þeir eru öllu atkvæði sviftir um, hverir hana hafa á hendi, hvort heldur til þess hæfir menn eða óhæfir að þeirra dómi. Hitt þarf og naumast á £Ö minna nokkurn heilvita mann, hvern voða þjóðfélagið á við að búa, ef við má gangast anaað eins og það, að t. d. af 2—3 eða fleiri umsækjendum um vitavarðarstöðu sé þeim einum veitt hiin, sem lakast er til hæfur eða jafn- vel alls óhæfur, vegna drykkjuskapar- óreglu, megnasta hirðuleysis, tómlætis m. fl., og það gert fyrir vensla sakir við veitanda eða einhvern hans náinn vin eða vandamann. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að það er að öllum jafnaði því að kenna eða því um líku, er brugð- ið er út af þeirri sjálfsögðu reglu, þeirri helgu skyldu við þjóðfélagið, að velja jafnan hinn bezta, hinn hæfasta manní hverja stöðu, sem kostur erá, — miða við það eitt og annað ekki. Ef stofnað er t. d. þann veg, sem fyr segir, lífi og fjármunum allra þeirra í hættu, er þá leið fara um sjóinn, er vitavörðurinn á að gæta. í þessu dæmi verður fyrir kjöri maður, sem er svili bróður annars gæzlustjórans við bankann og sá bróð- ir er auk þess skrifstofustjóri hjá ráð- herranum. Lengra munu menn ekki þykjast þurfa að leita tilefnisins til þessa frá- munalega gjörræðis og lagabrots ráð- herra. Það er verið að fleygja því, að það eigi að láta manninn bera fyrir, að lögin nefni að eins skipan í stöðuna, en ekki setning. Ráðherra megi því setja hvern sem hann vill, að banka- stjórum fornspurðum, en ekki skipa. Þeir eiga eftir því að gera sér að góðu og ábyrgjast hvað óhæfan mann sem ráðherra setur — fyrir frændsemi sakir, vensla eða vinsemdar —, ef hann að eins skipar hann ekki nema með þeirra ráði. Til að sjá, hver fjarstæða þetta er, þarf ekki lengra að fara en að hugsa sér, að bókaii riti kvittun, sem bank- ann bindur, fyrir 10,000 kr., i stað 1000 kr. — hærri en það hefir fjár- hæðin ekki verið —. Hann gerir það í ölvímu t. d. Hlýtur það þá ekki að vera bankastjórum ábyrgðarhluta- laust, ef settur er, án þeirra ráði, og því að eins ábyrgðarhluti að hafa slíkan mann í sinni þjónustu (bank- ans), ef skipaður hefir verið með þeirra ráði. Hortensius. Banatilræði við Stolypin yfírráðherrann rússneska. ¦ <¦¦— ¦ Háskólinn. Umsjónarmaður háskólahússins er skipaður Jónas Jónsson, (Plausor), og flytur hann íbúð sína niður í þing- hús nú um helgina. Fyrv. docent Hannes Þorsteinsson, símskeytis- höfundur o. s. frv., o. s. frv. hefir sent Isajold gríðargóflu, langlokuskjal, er hann nefnir »Leiðrétting* á um- mælum um hann í grein eftir Geirr í næstsiðasta blaði. Þessi rítsmíð er þegar birt í Lö?r., sem virðist vera orðin einkamálgagn þessa »sjálfstæðismanns«. Mestöli greinin eru fúkyrði og skammir, sem ísafold dettur ekki í hug að birta. En það sem fyrv. docentinn frá sínu sjón- armiði telur ranghermt i nefndri grein, mun tekið upp og athugað í næsta blaði. Hinn 16. þ. mán. var mikið um dýrðir i borginni Kiew á Rússlandi. Þann dag var afhjúpaður dýrindis minnisvarði Alexanders II. Rússakeis- ara, þess er myrtur var á götu í Pét- ursborg 13. marz 1881. Keisarinn sem nú er, sonarsonur Alexanders, var viðstaddur afhjúpunina og mest- alt stórmenni landsins, þar á meðal margir ráðherranna. Um kvöldið var efnt til hátíðahalds mikils í söngleikhúsi borgarinnar og þusti þangað allur höfðingjalýðurinn, með keisara i broddi fylkingar. Milli þáttanna varð keisara gengið út á ganginn í leikhúsinu, en Stolypin yfirráðherra stóð inni í leikhúsinu og Nikulás II. Rússakeisari. ræddi við hermálaráðherrann. Þá rís upp ungur maður, prúðbúinn, gengur framan að Stolypin og miðar á hann skammbyssu á tveggja feta færi. Úr skammbyssunni riðu 2 skot hvort á fætur öðru, kom hið fyrra í hægra brjóst ráðherrans, en hitt særði hann í úlfliðinn, skrapp svo af honum og lenti á einum hljóðfæraleikaranna. Um Stolypin segir sagan, að í sömu andrá og hann fekk skotin, benti hann upp til keisarastúkunnar — eins og til að biðja um að gæta keisara Stolypin yflrráðherra. En keisari gekk þegar inn i stúku sina og fram að riðinu, er hann heyrði skotin. Sú hugdirfð hans er mjög rómuð i öllum blöðum. Sá er skaut á Stolypin heitir BoqroJJ og er lögmaður ungur, 27 ára að aldri, sonur vellauðugs manns í Kiew. Fekk hann þann veg að- gang að leikhúsinu, að hann tjáði lögreglunni, að til stæði banatilræði við Stolypin, en að hann gæti bent lögreglunni, á mann þann í leikhús- inu, sem það ætlaði að gera og þann- ig afstýrt tilræðinu. Þessu bragði var- aði lögreglan sig ekki á. — Eftir á hefir Bogroff lýst yfir, að byltinga- menn í Pétursborg hafi kjörið sig til þessa verks. Stolypin barst af eins og hetja, seg- ir 1 brezkum blöðum. Sárið var mik- ið i brjóstinu, kúlan gekk rétt aftur að hryggjarliðnum. Þetta er annað sinni á nokkurum árum, sem reynt hefir verið að myrða Stolypin. Fyrra sinnið var það reynt 25. ág. 1906. Þá var sprengikúlu varpað inn í hús hans og hlutu börn hans tvö örkuml, en sjálfur slapp hann óskaddaður. Síðustu fréttir. Stolypin lézt úr sdrum ejtir 2 daga legu, p. 18. sept. Ferillinn rakinn. Jón Ólajsson eða »pólitíska kláða- rollant, sem Jón Sigurðsson nefnir í bréfum sínum, er stöðugt að emja og spúa eitur-ólyfjaninni í Heima- stjórnarblaðsneplunum. Rekur þar hver svívirðingin aðra um þá menn og þann stjórnmálaflokk, sem ekki vildi hjálpa embattismannasamdbyrgðinni til að inn- lima ísland 1908 í dönsku ríkisheild- ina. Það er síður en svo, að eg ætli að fara að svara öllum þeim kynstrum af þvættingi, sem vellur úr penna þessararr »pólitísku kláðarollu«, þvi satt að segja er Jón lítt svaraverður, og nauðafáir taka nokkurt mark á hvað hann segir, og þvi bezt að lofa honum sem mest, að berjast við sinn eigin skugga. Það er að eins eitt atriði i sambandi við árásir hans á Sjálfstæðisflokkinn, sem eg vildi stutt- lega athuga. Hann er 'syknt og heilagt að tönk ast á þeim ósannindum, að tilgangur Sjálfstæðisflokksins með því að ná í völdin, hafi verið og sé sá, *að mis- beita peim, sír og sínum vinum til Jjár- munaleqra haqsmuna.* Margur ætlar mann af sér, segir máltækið. Heimastjórnar embættis- mannnklíkan gerði þetta, meðan hún sat að völdum, illu heilli, eíns og sýnt hefir verið og sannað með ómót- mælanlegum rökum í grein í ísafold, er nefndist »HvalJjaran mikla*. A þeim árum var ekkert látið fara út fyrir Heimastj.(l)flokkinn af fjár- veitingum, embættum, bitlingum eða öðru, sem kleift var að láta lenda innan takmarka hans. Þá sjaldan er út af þessu var brugðið, var það gert af knýjandi ástæðum, sem sé þeim, að annað var með öllu óverjanlegt. Þá voru stofnuð ný óþörf embætti, án nokkurrar heimildar, eins og t. d. undirtylluembættið handa Indriða Ein- arssyni í stjórnarráðinu, í stað þess að gera hann þá þegar að skrifstofu- stjóra, eins og sjálfsagt var. En það mátti ekki, af því að hann var póli- tískur andstæðingur. Þá átti að stofna nýtt launað varabiskupsembætti, nýtt vitastjóraembætti o. s. frv., o. s. frv. Þá var og ekki lítið barist fyrir því, að láta útlendinga, sem vinna hér í þjónustu landsins, hafa harri laun en alment gerast, eins og t. d. Forberg landsímastjóra, skógfræðinginn o.s. frv. Og alkunn eru þau ummæli, að ekki hafi þeir tapað, sumir heima- stjórnargæðingarnir, á konungssukkinu mikla 1907, að minsta kosti ekki þeir, sem settust að leifunum eins og hrafn- ar í hrossskrokk. Embættism.málg. hefir verið að flónska sig á þeim ósannindum, að bera B. J. fyrv. ráðherra á brýn hlut- drægni i veitingum embætta og sýsl- ana. En það varð að þagna á þessu, að minsta kosti í bili, þegar skorað var á það að birta embættaveitinga- listann, og sýna og sanna um leið, að hann væri hlutdrægur. Þetta porir það ekki; veif að þá er það búið að koma upp um sjálft sig — gera sig bert að ósannindunum. Nú er það öllum ljóst, að Heima- stjórnar- eðainnlimunarflokkurinn hefir ekki eitt einasta mdl d dagskrd við þessar kosningar, er réttlætt geti bar- áttu hans um stjórn landsins, og því þarf í engar grafgötur um það að fara, að hann berst fyrir völdunum ein- göngu i pem einum tilgangi, að skara eld að sinni köku, höjðingjasamdbyrqð- arinnar og Dana á kostnað alþýðunnar; halda við ejtirlaununum, hakka em- battislaun, — samkvæmt undanfarinni reynsiu, fjölga embættum, og gæta þess vel, að engin staða eða starfi í þarfir þess opinbera fari fram hjá peirra mönnum, svo að þeir geti eflt sig og trygt sem bezt til að vinna að sínum eigin hagsmunum og Dana. Þetta er þeirra kosningaprógram og ekkert annað.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.