Ísafold - 04.11.1911, Blaðsíða 1
Kemxii út tyisvar i viku. Verö árg. (80
arkir minst) 4 kr. erlendia 6 kx« eöa 1 */•
dollar; borgist fyrir mibjan iúll (erlendii
fyrir fram'.
ISAFOLD
UDPBögn (akrifieg:) bundin vib áramót, er
ógild nema komin sé til útgefanda Jfyrir
1. okt. pg a&apandi sknldlans vib blabib
Afgreibsla: An»tnr«tT»ti 8,
XXXVIII. árg.
Reykjavík 4. nóv. 1911.
68. tölublað
I. O. O. P. 9311109
Ðókasafn Alþ. leetrarfél. Pósthússtr. 14 6—8.
i>jóömenjasafnið opib A sd., þrd. og fmd. 12—2
íslandsbanki opinn 10—2 */• og 61/é—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til
10 sbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 */■ sibdegis.
Landakotskirkja. öuösþj. 9*/* og 8 A belgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10og 4—5
Landsbankinn 11-2 */«, 6^/s-fi1/*. Ðankastj. vib 12-2
Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8
Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frA 12—2
Landsféhirbir 10—2 og 6—6.
Landsskjalasafnib A þrd. fmd. og ld. 12—1
Landsiminn epinn virka daga 8 Ard. — 9 sibd.
helga daga 8—11 og 4—8.
Lækning ók. i Þingholtsstræti 28 þribjd. og
föstd. 12—1
NAttúrugripasafn opib l1/*—21/* A sunnudögum
Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús-
stræti 14 A fimtud. 2—8.
ókeypis augnlækning i Lækjargötu 2 miöviku-
daga 2—8.
StjórnarrAösskrifstofurnar opnar 10-4 daglega.
Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahúsiuu
opin kl. 12—2 hvern dag.
Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mAnud. 11—12
Vifilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1.
Taxafíóagufubáí. tngóífur
fer til
Borgarness og Stramfjarðar
6., 14. og 25. nóv.
Keflavíkur og Garðs
9. og 20. nóv.
Hafnarfjarðar 9. nóv.
Alþingiskosningar.
Þær eru kunnar orðnar í þeim
kjördæmum, sem að neðan greinir,
og eru hinir kosnu feitletraðir:
Reykjavík: Lárus H. Bjarna-
80n prófessor með 924 atk., og Jón
.Jónsson docent, með 874 atkv.
Dr. Jón Þorkelsson hlaut 653 atkv.,
Magnús Blöndahl 651 atkv., Halldór
Daníelsson 172 atkv. og dr. Guðm.
Finnbogason 82 atkv.
Vestmanneyjar: Jón Magnús-
gon bæjarfógeti, með 99 atkv. Karl
Einarsson sýslum. hlaut 72 atkv.
Seyðisfjörður: Dr. Valtýr Guð-
mundsson, með 74 atkv. Kristján
Kristjánsson læknir hlaut 60 akv.
Akureyri: Guðl. Guðmunds-
son bæjarfógeti með 188 atkv.. Sig-
urður Hjörleifsson ritstj. hlaut 134
atkvæði.
ísafjörður: Sira Sig. Stefáns-
son, með 115 atkv. Kristján H,
Jónsson ritsj. hlaut 111 atkv. og Sig-
fús Bjarnason konsúll 63 atkv.
Mýrasýsla: Sr.Magnús Andrés
son með 126 atkv. Haraidur Níels-
son hlaut 101 atkv.
, Vestur-ísafjarðarsýsla: Matthías
Ólafsson kaupmaður, með 114 atkv
Síra Kristinn Danielsson hlaut 112
atkvæði.
Borgarfjarðarsýsla: Kristján
Jónsson ráðherra, með 194 atkv
Einar Hjörleifsson skáld hlaut 89 atkv,
og Þorsteinn Jónsson á Grund 3 5 atkv
Gullbringu-og Kjósarsýsla: Björn
Kristjánsson bankastjóri, með
452 atkv. og síra Jens Pálsson,
með 433 atkv. Matth. Þórðarson
hlaut 247 atkv. og Björn Bjarnarson
244.
Árnessýsla: Sigurður Sigurðs
son ráðunautur, með 401 atkv. og
Jón Jónatansson búfræðingur
með 344 atkv. Síra Kjartan Helga
son hlaut 298 og Hannes Þorsteins
son 277.
Rangárvallasýsla: Einar JÓns-
son á Geldingalæk, með 430 atkv,
og síra Eggert Pálsson, með
243 atkv. Tómas Sigurðsson
Barkarstöðum hlaut 201 atkv.
Snæfellsness.: Halldór Stein
sen læknir með 243 atkv. Hallur
bóndi Kristjánsson hlaut 144.
Strandasýsla: Guðjón Guð
laugsson kaupfélagsstj. með 100
atkv. Ari Jónsson hlaut 96.
Vestur-Skaftafellssýsla: Sigurður
Eggerz sýslum. með 131 atkv
Gísli Sveinsson hlaut 57 atkv.
Kosningarnar.
Fullnaðarúrslit kosninganna eru ó-
kunn enn.
En svo mikið má marka af því, sem
orðið er, að sjálfstæðismenn verða í
ótvíræðum minnihluta eftir kosning-
arnar. Hitt er óvíst, hvort heiman-
stjórnarmennirnir skera upp ákveðinn
meirihluta eða frávillingar sjálfstæðis-
iiokksins og aðrir utanflokkamenn
verða tungan á vogarskálinni. Til
æss eru þó langmest líkindin.
Drögin til þessarra viðburða eru
vitaskuld mörg. Miklu skiftir sjálf-
sagt sundrunf sú í sjálfum sjálfstæðis-
flokknum um menn, en aðalmálefnin
ekki, sem allmjög hefir bólað á við
og við. Við því óhappi mátti búast.
Flokkurinn var svo til kominn, að
menn með all-mismunandi stjórnmála-
skoðanir ella sameinuðu sig 1908
um »mál málanna* sambandsmál-
ið. í flokki þeim, er þann veg mynd-
aðist, stóðu ýmsir menn framarlega í
fylkingu, sem áður höfðu margar brýn-
ur átt saman í ýmsum öðrum lands-
málum. Og þeir báru ekki gæfu til
að láta þær brýnur falla í gleymsk-
unnar dá. Fyrir þessar sakir hefir
sjálfstæðisflokkurinn enn ekki getað
orðið samföst heild, er stæði saman
eins og einn maður. En svo hefir
verið um heimanstjórnarflokkinn.
Annað atriðið, sem miklu hefir ráð-
ið í kosningasigri andstæðinga vorra,
er blaðamergðin þeim megin. Heiman-
stjórnarflokkurinn hefir haft til sóknar
8—9 blöð. — Sjálfstæðisflokkurinn
hefir að eins haft j—4 blöð alls,
þar af eitt að eins síðustu mánuðina,
Vitaskuld var víðlesnasta og veiga
mesta blaðið vor megin, en enginn
má þó við margnum.
í nánu sambandi við blaðafjölda
andstæðinga vorra, stendur þriðja atr-
iðið, sem nú hefir riðið baggamuninn
Peningavaldið í landinu hefir verið nær
óskift heimanstjórnarmannamegin.
Peningavaldið í heimanstjórnarflokkn-
um hefir gert honum kleift að halda
úti þessum mörgu blöðum. Peninga-
valdið hefir gert honum kleiít að hafa
gríðarmarga launaða kosningastarfs-
menn út um alt land — gert honum
kleift að vinna yfirleitt með miklu
meira harðfylgi og krafti að kosningu
sinna manna en sjálfstæðisflokksmenn.
í honum (Sjálfst.fl.) er kjarninn efna-
lítil alþýða og embættislausir menta-
menn auk nokkurra hinna efna-
minni innlendu kaupmanna. En i
heimanstjórnarflokknum er kjarninn
embættislið landsins nærri óskift og
þvi nær allir hinir auðugri kaupmenn.
Við þessi baggamunaratriði í þess-
um kosningaúrslitum bætist svo, að
sjálfstæðismenn voru ekki nógu varir
um sig — treystu um of á sinn góða
málstað, töldu hann svo góðan, að
litið þyrfti fyrir sigri hans að hafa,
Kosningastarfið hófu þeir alt of seint
— um of búið að eitra fyrir af and-
stæðinganna hálfu til þess að hægt
væri á svo litlum tíma, sem sjálf-
stæðismenn gerðu sér, að tortima þeim
eitursvaðli, sem andstæðingar vorir
höfðu úr sér spúið. Þetta fyrirhyggju-
leysi má flokkurinn vitaskuld sjálfum
sér um kenna; en fenginn lærdóm-
ur mun færður sér í nyt eftirleiðis.
Sundrungina út af mönnunum hafa
andstæðingar vorir kostað kapps um
að magna, blása að þeim kolunum
syknt og heilagt. Þeim tókst það á
þinginu 1911. Þeim hefir líka tekist
það meðal kjósenda. Andstæðingar
vorir hafa eigi skirst við neitt, að heita
má til þess að ná þessu markinu,
ýtt undir og ýtt undir, jafnan ver-
ið til taks með lof og dýrð um alla
þá sjálfstæðismenn, sem á sundrung-
arsveifina hafa hallast. Divide etimpera
þ. e. dreifðu og drotnaðu. Danir trúa
á þá aðferð gagnvart íslendingum. —
Málsvarar Dana hér á landi, heiman-
stjórnarmenn, hafa með auðnu kom-
ið henni í framkvæmd gagnvart sjálf-
stæðismönnum.
Peningavaldið hafa heimanstjórnar-
mennirnir fært sér svo óhikað í nyt,
sem framast má verða. Þegar eru
farnar að berast grátlegar fréttir úr
nokkrum kjördæmanna um nptkun
peningavaldsins til kúgunar lítilsigld-
um kjósendum.
Blaðahernaðurinn heimanstjórnar-
manna megin nefir verið háður af
meiru blygðunarleysi og drengskapar-
rýrri vopnaburði en dæmi eru til áður
í kosningum hér á landi. Rógurinn
og mannorðsstulda-tilraunirnar gagn
vart einstökum mönnum sjálfstæðis-
manna verið rekin af svo miklukappi
og ósérhlífni, að því virðist einu hafa
verið treyst, því miður ekki ófyrir-
synju, að eitthvað mundi við loða,
ef nógu mikið væri rægt, nógu miklu
logið. Þessu til sönnunar skulu aðeins
raktir nokkurir þættir af rógkeðjunni
frá því á þingi, í vetur:
1. Áburðurinn á B. J. fyrv. ráðh.
að hann hefði átt að fara ófrómlega
með l/4 miljón króna af landssjóðs-
láninu — þessi áburður, sem ráðh.
Kr. J. neyddist sjálýur til að molda.
2. Áburður á bankastjóra Lands-
bankans, um að þeir hefðu gefið
falskar skýrslur.
3. Áburðurinn á Skúla Thorodd-
sen fyrir að hafa svikið af landssjóði
1200 kr., til ferðar, sem hann hafi
svo alls eigi farið (Rúðuhneykslið).
4. Áburðurinn á Magnús Blöndahl
um að hafa svikið af landssjóði mikið
fé. með því að draga undan talsvert af
silfurbergsbirgðum.
Drögin að kosningaviðburðunum
eru vitaskuld miklu fleiri, er máli
skifta. En síðar munu næg færi á
þau að minnast.
Andstæðingablöðin hafa að vísu
reynt að hampa því framan i þjóðina,
að það væri valdameðferð sjálfstæðis
flokksins, »óstjórnc Björns Jónsson
sonar, sem kosningarnar hefðu snúist
um. Það sem þau kalla »óstjórn< er
þetta: að lög skyldu látin jafnt yfir
alla ganga. En að þessu málæði blað-
anna þarf víst varla að eyða orðum í
þessu blaði. Lesendum ísafoldar er
svo kunnugt um þá hnúta, að ekki
þarf á það að benda, hversu ósatt
skrafið um »óstjórn« B. J. er, enda
af persónuhatri mælt til þess manns
ins, er erfiðastur reyndist þrándur í
götu innlimunartilraunanna 1908.
»Nú getum vér Danir enn tekið
oss í munn gömlu orðin:
Dansken har Sejer vundet. Hurra !<
Svona litu þeir á málið. Svona
líta sennilega landar þeirra við Eyrar-
sund einnig á það.
Það er ekki nema eðlilegt — litið
á í fljótu bragði.
En vér sem þekkjum betur til, vér
sem vitum hvernig sigur þessi er i
pottinn búinn, vér þykjumst með all-
mikilli vissu geta sagt, að þetta megi
að vísu nefna sigur dönsku stefnunn-
ar, en það er aðeins sigur í svip:
það er Pyrrhusarsigtir dönsku stefn-
unnar.
Andstæðingum vorum hefir tekist
að draga slæðu fyrir augu þjóðinni i
svip — snúa athyglinni frá merg máls-
ins — telja henni trú um, að sjálf-
stæðismáli hennar væri ekki hætta
búin, þótt hún lofaði þeirra mönnum
á þing í petta sinn. Þeir skyldu láta
hjartans mál sitt, upphastið, liggja á
milli hluta og þeir skyldu sýna þjóð-
inni það, að í öðrum málum skyldu
þeir standa sig betur við stjórnvölinn
en sjálfstæðismenn.
Með þessu móti hafa svo margir
kjósendur, Uppkastinu andstæðir, feng-
ist til að ganga á mála Uppkasts-
manna frá 1908 — að þar er nú
komið, sem 28. okt. færði oss heim
sanninn um.
Vér, sem betur þektum til, höfum
eigi hlýtt með trúarinnar fjálgleik á
hræsnishjalið og fagurgalann — og
vér treystum ekki andstæðingum vor-
um til að efna loforð sín, og vér
treystum ekki þeim mönnum, sem
annaðhvort gátu ekki eða vi!du ekki
sjá innlimunarhaftið 1908, til að hafa
forráð fyrir þjóðinni.
Og sigurinn, sem þessir menn,
mót vonum, hafa nú unnið, gerir oss
því miklu varari um oss, eykur fyrir-
hyggjuna, kennir oss, að vér verðum
að standa enn betur á verði, hvetur
oss til órjúfanlegrar samheldni og at-
orkumeiri starfsemi, því að nú höfum
vér fengið reynslu fyrir þvi, sem oss
eigi varði, að vorum rétta og góða
málstað, verndun og viðgangi sjálf-
stæðis þjóðarinnar, er einnig hætta búin
innan að, frá oss sjálfum.
Atburðirnir fyrsta vetrardag sýna
oss, að nú ríður meira en nokkuru
sinni áður á að láta hendur standa
fram úr ermum og starfa svo að um
muni, að nú er oss brýn þörf á því,
að vér sýnnm á oss mark vasklegs
herliðs, sem kann að taka ósigri
án þess að æðrast — sem lætur ósig-
urinn kenna sér að herða sig, og
sækja í sig veðrið, svo að sigurinn
verði vís næsta sinni.
Sjálfstæðismenn í minnihluta! Sjálf-
stæðismenn beðið ósigur!
Þetta siguróp mun nú kveða við i
blöðum og börkum andstæðinga vorra
landshornanna á milli.
En hvað felst nú í þessu sigurópif
Hvað er það, sem þessar kosningar
bera í skauti sínu?
Dani einn hér í bænum, greindur
maður, var að lýsa yfir ánægju sinni,
yfir gangi kosninganna núna í vikunni.
Því hann væri svo ánægður? — var
hann spurður.
Jú — hann orðaði það svona á
sínu máli:
Det er Danskhedens Sejr paa Island!
Það er sigur dönsku stefnunnar á
íslandi.
Annar Dani hér í bæ sagði við
annan mann:
»Det er Danskhedens Sejr% sagði
Daninn. En það er lika sigur
embættisvaldsins í landinu, sem markar
fyrsta vetrardaginn hjá oss þetta sinni,
og er það ekki nema eðlilegt, að þetta
tvent fari saman.
Embættisvaldinu hefir tekist að
blinda alþýðunni sýn — í svip.
Valdsmennirnir ryðjast nú inn á
þingið — þangað bornir á bakinu af
alþýðunni sjálfri. Hún hefir lagt bak
sitt undir þær þingklyfjarnar og er
sjálfsagt, því miður, ekki búin að
bíta úr nálinni fyrir það.
Gagnvart embættisvaldinu í öfgum
þess hefir meginkjarninn af sjálfstæð-
ismönnum staðið vel á verði.
Fyrsti vetrardagur kennir oss að
rækja þá varðskylduna enn dyggilegar.
Hvernig er þá sjálfstæðismönnum
markaður bás í stjórnmálabaráttunni,
sem í hönd fer?
Því er fljótsvarað.
Sú skylda hvílir oss á herðum, að
standa trúlega á verði um sjálýstaðis-
rnálið í öllum þess greinum, að hafa
vakandi auga á því, að andstæðingum
vorum takist ekki í neinu tilliti að
spilla því og þá auðvitað fyrst og
fremst að gæta þess, að uppkastinu
eigi verði með neinu móti inn á oss
laumað. Einn þátturinn í þessarri
starfsemi er að vinna af kappi að þvi,
að stjórnarskrárbreyting siðasta alpingis
verði sampykt óbreytt á aukapinginu,
eða, ef það eigi tekst, að reyna að
aftra því, að á henni verði gerðar
nokkurar þær breytingar, er slá af
sjálfstæðiskröfum vorum eða fela í sér
nokkurt afsal réttinda vorra (sbr. ríkis-
ráðsfleyginn o. fl., er snertir sam-
bandið við Dani).
Sú skylda hvílir oss í öðru lagi á
herðum, að vaka vel vfir því, að hag-
ur alpýðunnar verði að engu leyti
fyrir borð borinn, svo sem þó mun
hætt við, í þeirri valdsmannaþröng á
þingi, sem nú virðist standa fyrir
dyrum. Mun þá eigi hvað sizt yfir
vofa, að reynt verði að gera kosn-
ingarréttinn þrengri og ófrjálslegri,
kippa að sér hendinni um kosningar-
rétt vinnuhjúa (auk kosningarréttar
kvenna), — ef dæma á eftir orðum
andstæðinga vorra undanfarið.
Hins vegar hvílir og á oss sú skylda
að styðja andstæðinga vora, eý gott mál
flytja eitthvert, umsvifa- og hiklaust —
án tillits til undanfarinna væringa.
Þar munu sjálfstæðismenn ekki fara að
dæmi andstæðinga sinna á síðustu
árum — að dæma málin að eins eftir
því hverir fyrir þeim hafa barist, en
ekki eftir gildi þeirra sjálfra.
Mikið starf og gott er fram undan
— fyrir sjálfstæðismenn. Vinnum
að því með elju, einlægni og atorku.
Munum, að sameinaðir stóndum vir,
en sundraðir ýöllum vér. Sýnum það
nú, að í vorum hóp finnist:
Táp og fjör og frískir menn,...
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Olympíuleikarnir 1 Stokkhólmi 1912.
Ipróttamenn og ípróttavinir! Það er
eitt af þeim málefnum, sem nú er
kominn tími til að ræða um. Getum
við íslendingar tekið þátt í þeim?
Hvernig getum við það.
Eru margir hér svo færir, að þeir
geti kept í Olympíuleikum heimsins?
Hverja getum við sent og hvað
marga? Og í hverju geta þeir kept?
Hvernig getum vér aflað f]ár til far-
arinnar? Hvernig sem alt fer megum
við til að senda menn til að sýna
íslenzku glímuna og það mega ekki
vera færri en 6 menn af öllu land-
inu, og það væri mest gaman, ef þeir
gætu gert eitthvað fleira?
Hverir eiga að fara?
Allar þessar spurningar vil eg leggja
fyrir þá er að þessu máli vilja hlúa
og beita sér fyrir það af alefli og
skal eg skýra málið og svara þessum
spurningum síðar við tækifæri, hlut-
drægnislaust. Öllum landsmönnum
kemur þetta mál við. Öllum félögum,
sem vinna vilja að heill og heiðri
þjóðarinnar ber að taka málið til með-
ferðar, sérstaklega ungmennafélögum
og íþróttafélögum landsins.
íslendingar munu ef tii kemur geta
fengið að koma fram sem sérstök
þjóð við leikana, og væri þá ekki
óskemtilegt, að það yrðu io—12 menn
alls, en betra er að senda 6 góða en
12 slæma.
íþróttamenn I herðið upp hugann
og lítið björtum augum í eldinn og
herðið ykkur vel — æfið, æfið, það
bjargar öllu.
Sigurj.. Pétursson.