Ísafold - 11.11.1911, Page 2

Ísafold - 11.11.1911, Page 2
270 ISAFOLD Hvað gerði meirihlutinn? E« tala hér um þann meirihluta, sem réð úrslitum kosninganna til al- þingis 28. f. mán. Og eg ætla að nefna aðeins nokkur af höfuðatrið- unum, en sleppa öllum aukaatriðum og undantekningum. Meirihlutinn hefir kosið heima- stjórnarmenn — er sig svo kalla — og svo þeirra áhangendur. Eftir framkomu þessa flokks á síð- ustu alþingum og síðan i ræðum og ritum, er ekki hægt að spá öðru en ýmsu misjöfnu og mörgu mótdrægu fyrir alpýðuna íslenzku, meðan hann ræður lögum og lofum. Þeir vilja það nú, te'wastjórnar- mennirnir, að Danir stjórni oss, stjórni framvegis — svo lengi sem þeim líkar — utanríkismálum vorum öllum og hermálum. — Ekki einu sinni Hákon í Noregi, né Georg á Englandi mega frétta það, að vér sé- um annað eða eigum að verða meira en danskir Islendingar. Við mættum þá ekki gera verzlunarsamninga við önnur ríki, eða samninga um sjórétt, fiskiveiðar, hraðskeytasambönd o. fl. o. fl. Danir gætu haft óhag af slík- um samningum, þegar við hefðum hagnaðinn — og peir verða að ráða fyrir okkur. Við megum ekki verða utan við ófriðaröldur Dana, er risið geta áður en varir. Þeim kæmi vel að bafa réttinn, við megum fá skyldurnar og þola afleiðingarnar — og þeir, Danir, skulu ráða. Slíkt felur í sér ýrumvarpið fræga. En að fá frumvarpið staðfest, það er mesta áhuqamál heimastjórnarmanna, sumra að minsta kosti. Og þetta eru spor í áttina: að ónýta þá sjálfstæðisviðleitni vora, að senda frjálslyndan talsmann og_ viðskiftaerindreka til annarra ríkja. að gefa Dönum meiri hluta af botn- vörpusektafénu — peninga að krónu- tali í tugum þúsunda árlega —. Eða viðurkenna, að þeir eigi landhelgi vora. að kyrkja í fæðingunni íslenzka ýánann; bláhvíta fánann, sem þegar er orðinn hjartfólginn æskulýð lands- ins, til þess að sýna oss fagurlita sjálfstæðisþrá sína og framsóknarhug, manndáð og menningu. Heimastjórnarmenn vilja ekki sam- þykkja óbreytt stjórnarskrárfrumvarp síðasta alþingis. Að líkindum ætla þeir sér þá að fella frumvarpið. Eða er það líklegt, að þeir fitji upp nýtt stjórnarskrárfrumvarp, eða geri þær breytingar, sem hlytu að valda þing- rofi? Ætli þeim sé síður hugleikið að breyta stefnu þingmálanna, eða laga fjárhag landsins og fjárveiting- arnar sumar, á fjármálaþingum, áður kosið verður til alþingis næsta skiftið? í stjórnarskrárfrumvarpinu eru þeir, heimastjórnarmenn, hræddir við fjölg- un kjósenda til alþingis. Hræddastir þó við það, að lækka aldurstakmarkið til kosningarréttar. Þeir geta víst ekki búist við því, að æskan vilji rétta peim >örvandi hönd*. Og þeir mættu því játa það, að stefna þeirra er »á vegi til grafarc. Þeir eru dauðhræddir um það, að konurnar — einkum hinar ungu og stúlkurnar — kunni ekki að meta vilja þeirra og landsmálastefnu. Þær yrðu líkast til of frjálslyndar. Þá eru vinnuhjúin ekki smávaxin grýla í augum sumra heimastjórnar- manna. Þetta litla brot af öllum kjósendum landsins á að geta drotnað yfir marg- földum meirihluta og umsnúið öllum málum fyrir húsbændunum. — Drotn- unargirnin er rík í blóðinu yfir þeim, sem minni eru máttar, og réttindi lítil- magnans eru ekki á marga fiska. 1, 2 eða 3 vinnuhjú eru þó enn í ársvistum á mörgum heimilum, en fjöldi heimila verður líka að vera án þeirra. Og nú sem stendur er það eitt mesta mein fyrir bændur alment, hve erfitt er og dýrt að fá verka- fólkið til erfiðustu starfanna og nauð- synlegustu árið um kring. Er þá ekki ráðlegast að varna vinnuhjúum að njóta sjálfsögðustu mannréttinda, en verð- launa lausamensku með sömu rétt- indum, eins og gert hefir verið? Er ekki slík stefna að styðja land- búnaðinn? Heimastjórnarmenn hafa dyggilega stutt höfðingjahringinn í Reykjavík og embættasamábyrgðina út um landið. Þeir hafa gert mest að því, að fjölga embættum, hækka launin og haldið dauðahaldi í eftirlaunin, langt fram yfir vilja og kröfur sjálfstæðisflokksins — í heild tekið. Heimastjórnarmenn stuðluðu að því, að konungur vor skipaði ráðherrann siðasta gegn íslenzku þingræði. Þeir leyfðu sér að ráða konungi til þess að beita ofríki gegn alþingi voru. Þetta eitt út af fyrir sig var ærin synd til dauða í stjórnmálaæfi þess- ara manna. Og sannarlega hefði svo orðið, ef þjóðin kynni að meta rétt- indi sín og fengi að nota vilja sinn, án afvegaleiðslu. Hvað hugsið þið að ýorsetinn mikli hefði gert, ef verið hefði i fullu fjöri á síðasta þingi? Haldið þið að hann hefði farið að viðra sig upp við kon- ungsvaldið, til þess að fá traðkað rétti alpingis ? — — Hvílíkur voðalegur forseta- munur.-------- íslendingar hafa oft hugsað með hlýjum hug til konungablóðsins, sem þeir eiga kyn að rekja til. Og þeir hafa séð þess merki i mörgum góð- um landa sinum, en hvergi á hærra stigi en hjá Jóni Sigurðssyni. Margir íslendingar eiga kyn sitt að rekja til konunga eða frjálsræðishetjanna góðu, sem aldrei vildu láta kúga sig eða auðmýkja fyrir valdinu og ofureflinu. En — þvi miður — hetjublóðið hefir stundum blandast með blóði þræla og ambátta, blóði, sem ávalt rennur undan hallanum, blóði, sem er ákaflega leiðitamt og öllum vald- höfum jafnt undirgefið, hve illa og óréttlátlega, sem þeir eru að valdinu komnir. Þetta slys hefir hent meirihlutann við siðustu kosningar. Hann hefir sýnt, að til eru enn skræfur af þræla- blóðinu með þjóð vorri, þrælablóði, sem getur verið ánægt með það: 1. að þvinga sjálfa sig til þess að þóknast Dönum i öllu. 2. að beygja sig í auðmýkt fyrir valdboðnum ráðherra — á óþol- andi hátt. 3. að bera á háhesti embættisvald landsins og fylgifiska þess — sem jafnan hafa nóg ráð með það, að fita sjálfa sig á sveita al- þýðunnar. Hví fór svona? Öllum mætti vera það ljóst, að munur er á flokkunum. Sjálfstæðis- menn eru margir' óframgjarnir, og frábitnir þvi að trana sér fram. Ymsir meðal þeirra, er margir hafa gott álit á til þingsetu, fást ekki til þess. Og verði þeim loks nuddað til þess á síðustu stundu, þá vilja þeir samt alls ekki »smala< fyrir sjálfa sig. Þeir geta ekki gert svo litið úr sér, að biðja menn að kjósa sig. Andstæðingar vorir virðast aftur á móti miklu aðgangsfrekari og litil- þægari, sérstaklega vindhanarnir, sem aldrei geta áttað sig, nema undir verndarvæng valdsins og meirihlut- ans, hve oft og andstætt, sem áður þarf að snúast. Þeir geta hringsólað, eftir áttinni, á hverri bæjarburst í heilu kjördæmi. Það eru ekki heldur aðeins ein- stakir þingmenn andstæðinganna, sem eru dugmeiri »smalar«, heldur lika flokkur sá allur. Hann byrjaði fyr. Hann hefir auðmennina og embættis- valdið sín megin og notar það eins og martröð á lítilmagnana, en sem vilkjör og vegsauka fyrir aðra. Og hann notar ekki aðeins meiri meðul, heldur líka óheiðarlegri meðul og meiri æsinga undirróður. Svo hefir ásóknin verið hörð og lymskuleg, að sjálfstæðismenn hafa einatt átt nóg með að verja sig, verja, ekki einungis málefni sitt, heldur lika — mannorð sitt. Nóg eru dæmin til: Björn skilaði ekki */4 milj< kr-i Skúli svikari, Magnús þjófur og margt fleira ámóta satt og fagurt. En, aðeins eitt dæmi I viðbót: Heimastjórnarflokkurinn í Reykja- vík lét þá lygi ganga — prentaða — um allan bæinn rétt fyrir kosningar- byrjun, að sjálfstæðismenn vildu ekki láta gera hafnvirkið, vildu svifta verka- lýðinn atvinnu og fasteigendur verð- hækkun eigna þeirra. Hefir sjálfstæðisflokkurinn nokkurn tíma notað líkt því svona svívirðilegt kosninga-agn ? Og þetta alt fær að vaða fram á leiksviðið. — Hvað mun þá gerast bak við tjöldin ? Margt er það, sem áhrif getur haft á trúgjörnustu einfeldningana, en aumt er það, að geta einungis staðið með þess háttar stuðningi. Og mörg- um sinnum er það sælla að falla rétt- látlega en að styðjast upp við rang- lætið. Þó svona færi nú í þetta sinn, að lakari málsstaðurinn yrði í bili ofan á, þá munu sannir sjálfstæðismenn ekki láta glepja sér sýn. Þeir munu þora að líta framan í meirihlutann og ‘ekki bráðna né blikna fyrir valdinu. Þeir munu vinna fúslega, með hvaða mönnum sem vera skal, að framgangi góðra mála. En þeir munu lika vera á verði. Þeir munu jafnan verða reiðu- búnir að segja við þá, er halla vilja rétti lands vors og þjóðar: »Vér mót- mælum allirc. Vigýús Guðmundsson. ------------- Hugleiðingaspekmgurinn. Satt mun það vera sagt um stjórn- málastefnu Sigurðar í Arnarholti, að hann hafi verið aftasti rófuliðurinn á nafngreindum stjórnmálamanni i Rvík. Mátti heita að honum entist vel, með- an hann lét þann mann hafa allafor- sjá í þeim málum. En er Sigurður þessi tók að fást við sínar eigin hugleiðingar, þá fór alt út um þúfur. Sýnir það að of- mikill stórhugur er það fyrir einstaka rófuliði að detta úr því skotti, sem þeir hafa í verið. Því að þeir fylgja eðli sinu eftir sem áður, að dingla til og frá, en alt verður það þá á reiki, er enginn ræður fyrir rófutetrinu. Þessum einangraða rófulið úr skotti annars varð að þvi um daginn, þegar hann gaf út bjánaskap sinn um af- mæli Jóns Sigurðssonar. Hann ætlaði að sigla háan vind, en svo fór sem fyrir þeim, sem vildu glíma og gátu ekki, þóttust menn og voru ekki. Afdrifin urðu þau, að hann varð nú aftasti rófuliðurinn í ámælaskotti mót- stöðublaða sinna og var hafður til þess að sletta á saklausa menn. Eg hreytti nokkrum ónotum í þetta slettiskott blaðanna (sbr.ísafold 64.tbl.). Þau harðyrði, sem þar í geta náð til Sigurðar Þórðarsonar, eru eingöngu miðuð við bækling hans »Afmælis- hugleiðingar*, en áttu alls eigi að vera neinn dómur um hann að öðru leyti. Reykjavik 10. nóv. 1911. Bjarni Jóusson frá Vogi. ----1------- Alþýöufræðsla stúdentafól. Stúdentafélagið hefir nú mörg und- anfarin ár haldið uppi mjög nytsömu fyrirtæki á vetrum: alpýðuýrœðslunni. Erindi verið flutt á hverjum sunnu- degi að heita má um ýms fræði — við mikla aðsókn að jafnaði, með því að inngangseyrir er mjöglágur. Að þessu sinni hefst alþýðufræðsl- an á morgun kl. / í Iðnaðarmanna- húsinu. Matthías Þórðarson þjóðmenja- vörður flytur þá erindi um alpingis- staðinn ýorna á Þingvóllum — og annan sunnudag mun hann flytja framhaldserindi um pinghaldið í ýornöld. Þetta eru svo hugðnæm efni hverjum íslending, að eigi mun þörf neina að hvetja til að fara og hlýða á erindin, — en eitt er víst, að fróðari mann um þessi efni getur naumast vor á meðal en Matthías, og betra tækifæri til að fræðast uro þau mun því tor- fengið. Frá kjördæmunum. Kosningamolar. Dalasýsla: Fróttin um kosningu Bjarna frá Vogi barst til Borðeyrar á laugardaginn varmeð húnvetnskum ferða- manni; en ekki vissi hann gerla um at kvæði — og enn hefir eigi tekist að komast fyrir þau með vissu. Síðast (1908) var Bjarni kosinn með 188 atkv. Þá hlaut Jón Jensson 52. Húnavatnssýsla: Hún hefir jafuan reynst vafagemlingur við kosningar — mjög óvis8. Síðast var Hálfdan Guð- jónsson kosinn raeð 235 atkv. og Björn Sigfússon með 222. Þá var hinn kjörni þingm., Þór. Jónsson, einnig í boði og hlaut þá 157 atkv. Jón Hannesson hlaut þá 131, en aðrir færri. Skagafjarðarsýsla: Á því var tæpt hór í bæ af heimanstjórnarmanna hálfu, að Ólafur Briem mundi tæpur við þess- ar kosningar og það borið fyrir, að hann hefði að þessu sinni farið á stað sjálfur til að »agitera« — í fyrsta sinni þessi 26 ár, sem hann hefir á þingi setið. — En heimanstj.krönika hefir þetta reynst. Eftir kosninguna hafa stjórnarblöðin og öttnur blöð af því sauðahúsi haft í flimtingumum,að þittgmenn Skagfirðinga teldu sig ekki sjálfstæðismenn, heldur utan flokka, fylgjandi Kr. J. — En ekki hefir flokksstjórn sjálfstæðis- flokksins komið uokkurt skeyti um það frá þeim, og mun því óhætt að fullyrða, að hór 8Ó um fleipur eitt að tefla. ViÖ síðustu kosningar voru að eins 3 í kjöri. Þá hlaut Ól. Br. 387 atkvæði, Jósef 222 og Stefán skólameistari 181. Eyjafjarðarsýsla: Þar ber það til nýlundu, að heimanstjórnargoðið hið mikla (H. H.) lendir fyrir aftan Stefán bónda Stefánsson. Það eru tákn og stór- merki. Síðast hlaut H. H. 341 atkv., Stefán Stefánsson 307, en þingmannsefni sjálf- stæðismanna, Kr. H. Benjamínsson 106 atkv. Norður-Þingeyjarsýsla: Hún var ein af þeim sýslum, er heimanBtjórnar- menn töldu sór vísa — treystu þar sem víðar embættisvaldinu. Enda skall hurð nærri hælum — eittatkvæði gerði gæfu- muninn og vann sigur hinum rótta mál- stað. Þar voru greidd nú 185 atkv. Fjórir seölar reyndust ógildir, og áttu þing- mannBefnin 2 hvort. 1908 hlaut B. Sv. 107 atkv., en and- stæðingur hans, Björn í Grjótnesl, 58. Norður-Múlasýsla: Þar hafa náð kosningu 2 af uppkastsmönnum, er sig munu telja utan flokka — minsta kosti í orði kveðnu. — Síra Einar hefir ekki setið á þingi síðan 1901 — sællar minn- ingar. Þá var ort: Báöum fylgdi á sóktiarsvið síra Einar hálfur. 1908hlautJón frá Hvanná 181 atkv., Jóh. 179, Guttormur Vigfússon 168 og Einar Eiríksson 166. Suður-Múlasýsla: Góðir menn höfðu gert sór vonir um, að rekinn yrði þar af höndum verri Jóninn, og f staðinn kæmi valinkunnur heiðursmaður innan hóraðs. En reyndin varð önnur. Jón frá Múla hafði farið »inn á hvert ein- asta heimili« þar í kjördæminu — eins og kirkjubl. — og sorfið fast að mönn- um með sinn fagnaðarboðskap. Vinnan sleitumeiri af sjálfstæðismanua hálfu. 1908 fekk Jón frá Múla 269 atkv., Kolfreyjust.-Jón 263, Jón Bergsson211, Sveinn í Firði 177. Sveitii hefir eftir þessu að dæma aukist mikið fylgi. Barðastrandarsýsla: Þrjú kjördæmi vildi ónefndur náungi f forkólfasveit and- stæðinga vorra gefa í skiftum fyrir Ak- ureyrarkjördæmið — fyrir að losna við Sig. Hjörleifsson af þiugi. En hversu mörg kjördæmi muttdi heimanstj., vilja hafa af hendi látið fyrir fall B. J. fyrv. ráðh. í Barðastrandar- sýslu ? Þeim hafði veriö talin trú um það, heimanstjórnarherrunum og taglhnýt- iugum þeirra, að B. J. væri mjög t æ p - u r — mjög Iíklegt að hann lægi í valn- um fyrir barðstrenzka yfirvaldinu. Og þeir vonuðu og glöddust í hjarta sínu og bjuggu sig undir gambrið — sem þá átti af stokkum að hlaupa f málgögnunt þeirra. Og svo kont fróttin eins og skrugga úr heiðríkju yfir þá í gær, að B. J. væri kosinu með stórmiklum meiri hluta: 235 atkv. gegn 119 ! Ekkert haföi verið til sparað að ráða kjördæmið undan B. J. Heimanstjóru- arbl. veitt yfir kjördæmið ókeypis alt sumarið. Yfirvaldið baiðstrei.zka farið um sýsluna af enda og á, með bæna- kvaki um liðveizlu. Róið, róið og lítt hugsað um meðulin. Og þó tókst ekki andstæðitig B. J. að hafa meira en helming atkvæða og l1/^ betur á við B. J. — og hefði ekki komist nærri svo hátt, ef ekki hefðu t. d. ea. 20 af fylgismöunum B. J. f einu kauptúni verið settir fastir við erfiðis- vinnu, að því er sagt er — auðvitað »af tilviljun«. Nú stóð B. J. að þessu siuni einsilla að vígi og hugsast gat, hafði ekki get- að ferðast neitt um kjördæmið, nema til tveggja kauptúnanna — en mótstöðu- maður hans, vinsæll maður heldur í héraðinu, hornað alla sýsluna hvað eftir antiað. Og þó skar svona greinilega úr. Barðstrandarsjfslubúar munu sjálfsagt úr þessu fara að komast í bók hjá heim- anstj. við hliðina á »svartasta blettin- um«. Við síðustu kosningar hlaut B. J. 274 atkv., en G. B. sýslum. 70. Austur-Skattafellssýsla: Fróttin um úrslitin þar barst f gær f síma frá Fáskrúðsfirði. 1908 fekk Þorl. Jónsson 82 atkvæði, eins og nú, en andstæðingur hans, Guðl. sýslum., 41. Reykjavikur-annáll. Borgarstjóri Páll Einarsson er vænt- anlegur heim núna eftir helgina með Sterling. Dansleiks efnir Verzlunarmannafé- lagið til í Hotel Reykjavík í kvöld. Dánir^ Guðríður Guðmundsdóttir, ekkja, Laugaveg 54 (78 ára) dó 5. nóv. Asmutidur Guðmundsson, Ánanaust- um (52 ára) dó 7. nóv. Guðsþjónusta á morgun. í dómkirkjunui kl. 12: síra B. Jónsson (altarisganga) —»— kl. 5: síra Fr. Fr. í frfkirkjunni kl. 12: síra Ól. Ól. (ferming). Hjóuaefni. Þórh. Jóhannesson, stud. med. og ym. Ágústa Jóhannsdóttir. íþróttavöilurinn. Enn hefir ekki verið hægt að búa þar til svell — þótt við og við hafi verið frost. Það veldur, að Skautafólaginu hefir brugðist að fá slöngur, til að veita vatni á svæðið, sem von var á með síðustu skipum. Skautasvæðið verður lýst með fjölda gasljósa í vetur. Ennfremur hefir verið út búið bærilegt húsnæði til veitinga, auk ýmislegs annars, til þæginda skauta- mönnum. Þegar alt er komið í kring — mun vistin góð úti á vellinum. Leikhúsið. Á sunnudaginn var voru sýndir tveir smáleikar í Iðnaðarmanna- húsinu undir nafni Leikfólags Rvíkur. Þar fór tvent saman: leikarnir óvenju- lega mikið hjóm að efni til og meðferðin af flestra leikendanna hálfu óvenju lóleg. — Reykvíkingar eiga kröfur á því, að þeim sé boðið upp á eitthvað betra f leikhúsinu — en svona hógóma, borinn uppi af miklum klaufaskap yfirleitt. — Maður sem sæi þetta eitt í leikhúslnu hór — mundi ekki fá háar hugmynd- ir um leiklistina í höfuðstað landsins anno 1911. Skipaferðir. Austri og Vestri komu hingað úr síðustu strandferð sinni þetta ár, áætlunardaginu 30. og 31. okt., báðir með allmargt farþega. A u s t r i fór hóðan aftur 2 nóvbr. beint til Kaupmannahafnar, en Vestri þ. 4. nóvbr. til Vestmaun- eyja og Færeyja til að taka þar salt- fisksfarm til Spánar. C e r e s er væntanleg hingað aðfara- nótt þriðjudags. S t e r 1 i n g fór frá Lelth 9. nóvbr. síðdegis. Taugaveikin, sem nú gengur um bæ- inn er óvenjuvæg. Engan mann hefir hún til dauða dregið og enginn mun hafa legið hætt, sem maður segir. — Þ. 6. þ. mán. höfðu 33 sjúklingar á 11 heimilum tekið veikiua. Síðan hafa nokkrir bæzt við (6). — Landlæknir telur líklegast, að veikin só að komin með ferðamönnum. — Heilbrigðisnefnd bæjarins hefir vegna taugaveikinnar brýnt fyrir bæjarmönnum: að hafa salerni sem allra hremlegust (t. d. að þvo seturnar, eftir að sal- erni eru hreinsuð, úr grænsápu- vatni, eða kreósólsápuvatni). að sjá um, að sorpkassar sóu i lagi og sóu hreinsaðir áður en þeir fyllast um of. að kaupa að eins mjólk á vel hrein- legum mjólkursölustöðum. a ð láta ekki gesti sofa f sama rúmi og heimamenn; hafi gestir sofið i rúmi fyrir sig, lata þá ekki heimilisfólk nota sömu rúmfötin óþvegir,. a ð minnast þess, að meðgöngutími tauga- veikinnar (o: tíminn frá því sótt- kveikjan kemst í meun, þar til sóttin fer að gera vart við sig) er misjafn, 1—2j/2 vika, a ð leita sem fyrst læknis, ef grunsam- leg veikiudi koma upp á heimili. Valurinn, varðskipið danska, lagði á stað til Danmerkur aðfaranótt fimtudags. Hann hefir verið allvel veiðinn þetta árið. Handsamað 13 botnvörpunga alls.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.