Ísafold - 02.12.1911, Page 2

Ísafold - 02.12.1911, Page 2
290 ISAFOLD meira eða minna af prjónlesi, sem er alveg óbnikandi. Sokkar ætlaðir full- orðnnm með framleista mátulega börn- um. Vetlingar með þulmungs langa þumla o. s. frv. Útlendu kaupmenn- irnir, sem kaupa prjónlesið, vita þetta, og gera ráð fyrir, að nokkuð af því sé óseijandi, og bjóða því minna i það en ella. En til þess að hafa vað- ið fyrir neðan sig, þá gera þeir oftast ráð fyrir að meira sé óseljanlegt í hverri sendingu heldur en er, og lækkar meðalverð prjónlessins enn meira við það. Prjónlesið er ekki af misjafnri stærð það er teljandi sé. Allir sokkar frá sama heimilinu eru t. d. oftast allir jafn stórir, og það þó hundruðum para skifti. Þetta er mjög óheppilegt, þvi eigi eru allir útlendingar jafn fót- stórir, fremur en vér íslendingar. Væru sokkarnir af mismunandi stærð, mundi margfaldast eftirspurnin. Eitt er það enn, sem á góðan þátt í hinu lága verði. Það er hvað prjón- lesið er misjafnt að gæðum, en það er eitt af fyrstu skilyrðum þess, um hvítða vörutegund sem er, að gott verð fáist fyrir hana, að hún sé jöjn að gæðum«. En hver ráð eru til þess að bæta prjónlesið og fá úr því góða verzlun- arvöru ? Höf. svarar því svo: »Tvær aðferðir má nota. — Önnur er sú, að skipaður sé matsmaður og lögboðið sé mat á öllu prjónlesi, sem flytja á til útlanda. Af þessari aðferð mundi fljótara sjást árangur en af hinni aðferðinni, sem er sú, að fram- leiðendur stofni samvinnufélag. En þó árangurinn af þeirri aðferð kæmi eigi eins fljótt, álít eg samt þá að- ferð margfalt heppilegri, þegar til lengdar léti. Hér skal fyrst talað um matsmann- inn. Það væri nóg, að það væri einn matsmaður fyrir land alt, og væri eigi illa til fallið, að hann hefði að- setur á Akureyri, sem er miðstöð þeirra héraða, sem nú flytja mest út af prjónlesi. Og þó að aðrir lands- hlutar seinna flyttu meira út en Norð- urland, þegar meira yrði prjónað en nú, af því að það borgaði sig betur, þá mundi samt eigi þýðingarmikið atriði hvar matsmaðurinn sæti. Þó fram- leiðslan margfaldaðist, væri nóg að hafa einn matsmann, því verð prjón- lessins er svo mikið, miðað við hvað það vegur, að flutningskostnaður (með strandferðaskipi) til þeirrar hafnar, sem matsmaður ætti heima, mundi eigi teljandi. Matsmaður léti festa merki á hvert par sokka eða vetlinga, sem tákn þess, að varan væri eins og hún ætti að vera. Ef til vill væri heppílegt að flokka prjónlesið í I. og II. flokks prjónles. Þó mundi líklegast heppi- inn lamdi vatnið inn í gegnum fötin. Þeim fór að verða kalt, og prófessor- inn fór að verða hræddur um, að konurnar mundu veikjast. Hann fór að tala um það við fylgdar- manninn, hvort þau mundu ekki geta fengið að standa inni, þar til er mál- ið yrði útkljáð. Fylgdarmaður fór inn í bæ, til þess að tala við vinnukon- urnar, og kom út aftur með þau skilaboð, að þau mættu koma inn. Nokkru síðar kom bóndinn heim; hann sagði þeim gistingu heimila, ogvildi alt fyrir þau gera, sem hanngat. Ekki kvartaði prófessorinn neitt undan rúmunum. . . . En maturinn! Þau fengu, bæði um kvöldið. og morguninn, skyr og rúgbrauð, og ekki annað. Og hvorugt gátu þau borðað. »Við vorum ákaflega svöngc, sagði maðurinn. Daginn eftir héldu þau að Geysi og dvöldust þar heilan sólarhring. »Voruð þið ekki svöng þar?« spurði eg- »Ne-ei«, sagði prófessorinn og dró seiminn nokkuð. . . »Við fengum hafragraut í miðdagsmat. Og um kvöldið fengum við hafragraut. Og morguninn eftir fengum við líka hafragraut. Enginn þarf beinlínis að þjást af hungri, sem fær hafragraut. . . . En við hefðum heldur kosið meiri tilbreytni í matarhæfinu*, bætti hann við brosandi. legra að hafa að eins einn flokk1). Reglugerð, er ákvæði meðal annars hvað prjónlesið ætti að vega eftir stærð, þyrfti matsmaðurinn að hafa til þess að fara eftir, og ætti að vera bannaður útflutningur á því prjónlesi, er eigi fylgdi ákvæðum reglugerðar- innar. Á hverju sokkapari ættu að standa tvær tölur, og sýndi önnur lengd framleistsins, en hin hæð sokks- ins i sentimetratali. Slík merki gætu verið búin til á sama hátt og bók- stafir þeir, ofnir eða saumaðir í lér- eftsræmur, er hafðir eru til þess að merkja með nærfatnað, og seldir eru i útsölu á hálfan eyri. Tölur þessar gætu kaupmenn eða matsmaður fest á, eftir samkomulagi. Merki það, er matsmaðurinn festi á prjónlesið, mætti vera tilbúið á sama hátt og tölurnar. Mat og merking mundi varla kosta méira en 2 til 3 aura fyrir hvert sokkapar, og væri það dýrt, þó verð- hækkunin, sem fengist, næmi eigi meiru en 15 til 25 aurum á hverju sokka- pari. En líklegast mundi prjónles stiga töluvert meira en það í verði við ráðstafanir þessar. Eins og eg gat um hér að framan, álít eg heppilegra en að matsmaður verði settur, að stofnað sé samvinnu- félag til útflutnings á prjónlesi, þvi þó varan yrði eins vönduð með hinni aðferðinni, gæti hún eigi orðið eins samræm. En það sem mestu varðar er þó það, að kaupmenn, sem yrðu að selja prjónlesið í smáslöttum í út- löndum og keppa hver við annan, ') Eg er eigi svo kannugar prjónlesi, að eg viti hvort þeir sokkar eru sterkari, sem prjónaðir eru í höndunum. Ef svo er, þarf að vera sérstakt merki fyrir þá. sokka, sem prjönaðir eru i prjónavél. Eftir Geysis-vistina sáu þau Gullfoss í fögru veðri og regnbogaskrúða. ------»Ósköp er nú á ykkur, að gera mönnum svona óyndislegt að sjá landið ykkar«, sagði prófessorinn, þegar hann hafði lokið ferðasögunni. »Finst yður þá mikið að sjá hér? sagði eg. »Já, afarmikið«, sagði hann og tókst allur á loft. í sumum efnum getið þið ekki kept við Sviss og Noreg. En ýmislegl er líka hér að sjá, sem. hvergi er að fá annarstaðar, þar sem allur þorri ferðamanna leitar sér hvíldar og skemtunar. Og þið hafið mikla fjöl- breytni — stórkostlegan sjóndeildar- hring víða, með yndislegum litbrigð- um, hraun, hveri, fossa, alls konar ár, elskulega hvamma og gífurlegar sand- auðnir. Ekki vantar það, að nóg sé hér að sjá, sem gæti laðað útlend- inga að sér. »En þið fáið enga til þess að koma með þessu háttalagi. Sumpart vegna þess, að fólk veit ekkert af ykkur, hugsar ekkert til ykkar, þegar þið gerið hvergi vart við ykkur. Sumpart vegna hins, að langfæstir eru fúsir á að Leggja út í nokkura vosbúð og harð- rétti, þegar þeir eru að létta sér upp og eyða peningum sínum. »Á eg að segja yður, hvernig við mundum haga okkur, Bandaríkjamenn, ef við ættum að sjá um þetta?« Já, mér þótti gaman að heyra það. gætu eigi fengið jafn gott verð fyrir það eins og samvinnufélag. Félagið mundi setja vörumerki sitt á prjón- lesið og stærðartölu, eins og fyr var um getið. Líklegast mundi heppilegt að selja það í böglum, sem í væri viss tala (t. d. 50) af mismunandi stærð«. Því hefir Isaýold tekið upp helztu tillögur Ó. F., að vér viljum vekja á þeim eftirtekt góðra manna, og veitir ísajold fúslega rúm frekari athugunum frá þeim er skynbragð bera á þessa iðnaðargrein og horfur hennar hér á landi. Avarp frá „Fiskifélagi íslands‘É. Eins og yður mun kunnugt, var félag með þessu nafni stofnað hér í fyrravetur, og gengu þá þegar í fé- lagið um 40 manns af öllum stéttum. Félagið sótti á siðasta þingi um styrk úr landssjóði og fekk 2500 kr. á ári yfir fjárhagstimabilið. Stjórn félagsins hefir nú áformað að stofna deildir víðsvegar um land Og í því augnamiði sent ávarp 'til ýmissa góðra manna víðsvegar um landið. Höfum vér, eftir því sem oss er frekast kunnugt, fulla vissu fyrir því, að undirtektir verða góðar. Með byrjun næsta árs hefir verið ákveðið að félagið byrji útgáfu á mán- aðarblaði, sem ræðir um málefni þessa félagsskapar. Ennfremur verður sett á stofn skrifstofa fyrir félágið, sem »Við mundum leggja sporbraut frá Reykjavík, um Þingvelli, Geysi, Gull- foss, Heklurætur og þaðan til Reykja- víkur sunnanmegin. Gullfoss mund- um við spenna fyrir vagnana á braut- inni — fá rafniagnið þaðan til þess að knýja þá áfram. Góðum gistihús- um mundum við koma upp fram með brautinni, svo mörgum sem þörf væri á. Menn gætu þá kosið hvort sem þeir vildu heldur, séð þetta alt á ein- um degi og annars skemt sér i Reykja- vik, eða dvalist uppi í sveitinni við góðan aðbúnað. Og auðvitað mund- um við auglýsa svo röggsamlega í Vesturheimi, að allir menn með ferða- hug yrðu að hugsa sig um, hvort þeir ættu ekki heldur að fara til íslands en annað. »Samt væri þetta ekki nóg, enda mundum við gera meira. Þið verðið að hugsa um það, hvernig skipin eru, sem almenningur fer nú á sér til skemtunar yfir Atlantshafið. Þið getið aldrei fengið aðra en einstöku menn, ein- beitta þrekvarga, til þess að fara sér til skemtunar á þessum döllum ykkar. Og glæpist ístöðulítið fólk á því að gera það einu sinni, þá getið þið gengið að því vísu, að það gerir það ekki oftar. Við mundum fá okkur svo sem 5000 tonna skip til þess að flytja menn frá Quebec til Reykjavíkur og vestur aftur. Trúið þér mér, með þessu lagi mundu tekjurnar af ferða- mannastraumnum hingað nema meiru síðar verður auglýst og verður opin fyrst um sinn 1—2 stundir á dag. Vér viljum hér með leyfa oss að skora á alla menn hér í bænum og nágrenninu, sem unna framförum sjá- varútvegsins og öllu þvi, sem að ein- hverju leyti snertir þann atvinnuveg, að ganga í félagið. Gjald er 1 kr. um árið, eða 10 kr. í eitt skifti fyrir öll. Þeir, sem vilja ganga í félagið, geri svo vel og snúi sér til einhvers af oss undirrituðum. í stjórn Fiskifélags íslands. Hannes Hajliðason Tryggvi Gnnnarss. Geir Sigurðsson. Matth. Þórðarson. Jón Magnússon. Magnús Magnússon. Fjárhagsáætlun Rvíkur. Á fimtudaginn var hún samþykt við 3. umræðu í bæjarstjórninni —■ lítið breytt frá nefndarfrumvarpinu — að öðru leyti en því, að aukaútsvörin voru færð niður um nál. 8000 kr. Þetta tókst með því, að ákveðið var að taka lán til að makademisera Austurstræti og gera þar gangstéttir — auk nokkurra annarra breytinga. Styrkurinn til baðhússins var bund- inn þvi skilyrði, að 2000 ókeypis böð væru veitt fátækum börnum. Styrkurinn til skóla Ásgríms Magnús- sonar var feldur. Druknunin á Viðeyjarsundi. Lík þeirra Halldórs Guðbjarnasonar og Samúels Símonarsonar eru ófund- in enn. En bátinn, sem þeir voru á, rak í Engey í fyrradag. Hann var óskemd- ur — og í honum voru enn tveir mjólkurbrúsar. en allar aðrar atvinnugreinir íslands samanlagðar*. Eg horfði á hatni brosandi. »Hvernig lízt yður á þetta?« sagði hann. Eg svaraði honum auðvitað eins og sannur íslendingur, að sjálfsagt rnundi þetta vera ágætt — — en — — v1^ mundum hafa nokkuð lítið af pening- um til þess. »Hver veit nema þið vilduð gera þetta fyrir okkur, Bandaríkjamenn ? Þið hafið efni á því,« sagði eg. »Ekki er eg í neinum vafa um Það{, svaraði hann, »að takast mætti að fá einhverja okkar til að gera þetta — ekki meira en það er — farið væri að vinna að þvi af kappi. . . . En þið megið ekki levja neinum einstök- um mönnum að gera þetta. Það væri glæpsamlegt að fara svo með þjóðina. Það er pjóðjtlagið, sem á að afla sér fjártil þessa og eiga af því gróðann«' Til allrar hamingju urðum við að slíta talinu, þegar hér var komið, og fara sinn hvora leiðina. Mér var far- íð að þykja yndi að því, svona til tilbreytingar, að hlusta á mann, sem hugsaði ekki að eins óbæklaðar heldur jafnvel stórmannlegar hugsanir. Eg hefði þó átt að vita það, eftir allar kenningarnar síðustu árin, að sem sannur og góður íslendingur átti eg að varast að hlusta á annað eins tal og þetta, en í stað þess hafa það hugfast hvert augnablik, að við erum Edison og uppgötvanir framtíðarinnar. Ihomas Edison, hinn nafnkunni hug- vitsmaður, — höfundur telefónsins, gramofónanna og tnargra annarra heimsfrægra uppgötvana — tók sér ferð á hendur í sumar til Norðurálfu sér til hressingar og i því skyni nð að kynnast menningu hennar. Edison fór um nokkur helztu iönd álfunnar, en þótti dauðans litið til alls koma, allar vélar við iðnað og landbúnað úr- eltar — yfirleitt allir skapaðir hlutir svo miklu síðri hér en í Vesturheimi, að hann hnfði lítið gaman af ferða- laginu og hvarf heim í ríki sitt hið skiótasta — miklu fyr en ráðið var í upphafi. Blaðamerin þyrptust að sjálfsögðu kringum Edison hvar sem hann fór og vildu spyrja hann spjörunum úr um starf hatts sjálfs. En um það varðist hann allra frétta. En hins vegar varð honum tíðrætt um hvaða uppgötvanir hann teldi riánustu fram- tíð bera í skauti sínu og afleiðingar þeirra. Hér fer á eftir það helzta, er hann lét uppi: Heimsjriðinn margþráða telur Edison eigi svo fjarri, sem margir halda. — Hernaðartæki séu að verða svo full- komin, að pau geri sjálfan hernaðinn ókleifan. Áður en langt um líði muni kajbátarnir geta hafst við dögum sam- an niðri í sjónum og dugi þá engir bryndrekar, hversu tröllauknir sem eru. Sjóhernaður verði þá óhugs- anlegur. En landhernaði muni lojtskipin veita nábjargirnar, því að árásir frá þeim muni ekkert herlið standast. Edison heldur því ennfremur fram, að JáUektin muni fyrir mátt uppgötv- ananna líða undir lok, er fram líða stundir. Sá timi koma, að hætt verð- ur að nota áburð á jarðveginn. í stað þess verður lífi hleypt í hann með rafmagnsstraumum. Dásamlegar hug- vitsvélar koma í stað erfiðisvinnu verk- manna. Þær plægja — þær sá, og þarf ekki annað en hleypa þeim af stað eins og hverri annari vél. Og afrakstur jarðarinnar margfaldast, þegar farið er að vinna jarðveginn með þess- um framtíðarinnar vélum og afurðir verða SVO miklar og ódýrar, að öll- um verður i lófa lagið að afla þeirra. Hús Jramtiðarinnar eru, að dómi Edisons, steinhús með járngrindum í — steypt í smábútum, sem jafnauðvelt verður að leggja saman eins og kubba í barnaleikföngum. Húsgögnin verða úr stáli — meira en helmingi ódýr- ari en húsgögn vorra tíma. í stað prentpappírs verða notaðar næfurþunnar nikkelplötur bundnar í í sökkvaudi botnleysu, alt komið á höfuðið, peningar okkar mesta lifs- hætta, hávær barlómur okkar eina hjálpræði. Og þegar eg er nú að ljúka við þessa grein, fæ eg efasemda og áhyggjukast út af því, hvort það muni nú vera hættnlaust að hafa þetta við- sjárverða fjárglæfratal eftir í jafn-víð- lesnu blaði og ísafold. En ef þér, hr. ritstjóri, eruð þess fullvís, að pað muni engan setja á höfuðið, þá ætla eg samt að áræða það. Einar Hjörleijsson

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.