Ísafold


Ísafold - 23.12.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 23.12.1911, Qupperneq 2
316 ISAFOLÐ aðrar leiðir til að koma verkinn i fram- kvæmd. Halldór Jónsson hélt fram, að hið eina rétta væri að láta þegar gera tilboð, og vildi þvi að eins láta ráðast i hafnargerð- ina, að hún færi eigi fram nr 1300,000 kr. eða svo. L. H. Bjarnason vildi láta fresta ákvörð- unnm til ankafnndar milli jóla og nýárs, en veittist að öðru leyti mest að horgarstjóra, svo sem venja hans er. Borgarstjóri lýsti yfir, að hæjarstjórnin væri að engu leyti bnndin við 'Monberg, hvorki siðferðislega né réttarlega, og mót- mælti röksamlega álösunum þeim í sinn garð, sem hólað hefði á hjá bæjarfulltrúunum sumum, honum hefði ekkert annað gengið til en að greiða fyrir hafnarmálinu. Hann fullyrti að hann hefði í sinni hendi mjög góða úrlausn málsins, og lagði mjög mikið upp úr þvi, að ekkert yrði gert í hafnar- málinu fyr en tilboðið kæmi frá Monberg (um miðjan janúar). Enn töluðu Klemenz Jónsson, Tryggvi Gunnarsson o. fl. Að lokum var samþykt að fresta ákvörð- unnm þar til á aukafundi, sem haldinn verð- ur milli jóla og nýárs. tAheyrandi. Metrakerfið. Eftir Samúel Eggertsson. II. Skýrinqar: Þegar eg í síðastliðnum mánuði gaf út á veggblaði saman- burðarleiðarvísi á hinu gamla og nýja máli, var eg að hugsa um að láta skýringar fylgja honum, sem annað- hvort mætti hengja með honum upp 10 á vegg, eða líma aftan á hann, eftir vild. En prentun og útsendingu varð að hraða sem mest vegna ferðarinnar kringum landið, hinnar síðustu á þessu ári, svo ekki varð af þessu. Að sönnu eru á metrakerfisblaðinu sjálfu nokk- urar leiðbeiningar, sem eg jafnvel vona, að séu fullnægjandi öllum, sem eitthvað eru áður komnir niður í að skilja metrakerfið og kunna tugabrot. En rúmið á blaðinu leyfði ekki nema mjög takmarkaðar eða samandregnar skýringar. Eg get því búist við að einhverjum komi vel að fá nánari leiðbeiningar og því sé ekki af vegi að fara nokkrum orðum um hina ein- stöku parta blaðsins. Fyrir þá, sem ekki hafa séð þetta metrakerfisblað, leyfi eg mér jafnframt að gefa lýs- ingu af því. Stærð lesmáls og mynda eru rúmir 52 cm. (tæpir 20 þuml.) á breidd, 54 cm. (20 3/é þuml.) á hæð. A öllum framjaðri blaðsins, upp og ofan er metrakvarðinn — frumeining alls metrakerfisins. Er hann í fullri stærð. Hann er lagður saman tvö- faldur á myndinni og snúa hjörurnar niður. A myndinni sést skifting metr- ans í desímetra, sentímetra og millí- metra. Annars vegar á jaðri þessa metrakvarða er til samanburðar mörk- uð 1 alin, skift í þumlunga og linur. Fyrir ofan þessa mynd eru nöfn á öll- um smáskiftingum (minni nöfnunum). Eftir myndinni getur hver laghentur maður smíðað sér metrakvarða tilheim- ilisnota, enda verður slíkt áhald að vera til á hverju heimili. Þarf þá ekki frekara en hver vill að marka kvarðann smærra en í sentímetra. — Óþarfi ætti líka að vera að láta alin- ina vera á honum, þvííraun og veru ætti sem fyrst að venja sig af öllum samanburði málanna, en miða einungis við stærðir hins nýja máls. Einnig má — og það er ef til vill betra — hafa metrakvarðann í heilu lagi; verð- ur hann þá eðlilega tvöfalt lengri en myndin af honutn samanlögðum. Uppi yfir miðju blaðinu er nafnið: *Metrakerftð«, uppruni þess, og við hvað metrinn er miðaður. Þar neðan undir er skrá yfir metrakerftð, tug- skiftingu þess og deildir, en til skýr- ingar samanburðarstærðir úrvoru gamla máli. í athugasemdunum fyrir aftan metraskrána eru svo til frekari skýr- ingar, út undan hverri deild, reglu- bundin tugskifting alls metrakerfisins með kerfisnöfnunum skammstöfuðum samkvæmt viðteknum hætti allra þjóða, sem hafa lögleitt það hjá sér. Það ríður hverjum manni á, eftir að hann hefir skilið metrakvarðann, að kynna sér vel metrakerfisskrána; læra nöfn og skammstafanir kerfisins utan að, tug fyrir tug — sleppa engu undan. Þegar fullur skilningur er fenginn á hinum útlendu orðum, er sjálfsagt virðist að halda, þá er að setja á minnið þau nöfn og skammstafanir, er sérstaklega er ællað að ná festu í almennum viðskiftum. Eru þau undir- strikuð í metrakerfisskránni. Niður undan metrakerfisskránni eru fremst nokkrar rúmmálsmyndir: 1. desímetri með undirskiftingu, 2. fer- desímetri með fersentímetra og fer- millímetra uppi í horninu og 3. ten- ingsdesímetri með teningssentimetra og teningsmillímetra i einu horni. — Eiga þessar rúmmálsmyndir að vera frumundirstaða fyrir þá, er ekki hafa ljósa hugmynd um lengdir, fleti o{; rúm til að skapa sér eftir þeim aðrar stærðir; einkum á þetta við tenings- desimetrann, sem svo margt þýðing- armikið er miðað við í þyngd, lagar- og vörumáli með því að skeyta hin- um minkandi eða stækkandi kerfis- (eða tuga) orðum aftan við, sbr. metra- kerfisskrána. Til hægri handar við þessar síðast- nefndu myndir eru nokkrar hlutfalls- myndir millum hins nýja máls og hins gamla; allar meira eða minna smækkaðar. Efst er hlutfallið millum 1 hektara (ha) og 1 dagsláttu, 1000 sinnum smækkað; þar fyrir neðan millum 1 kílógramms (kg) og 1 punds, smækkað um helming, og neðst 1 hektólítri (hl) og 1 lagartunna, tæp- lega Vtooo rúmstærðar. Öll þessi hlut- föll eiga að gjöra ljósari samanburð- inn, þegar breyta þarf á millum mál- anna. Fyrir aftan hlutfallsmyndirnar er hlutfallsorð ánokkrum algengustu mála- einingum hins nýja og hins gamla máls. Ætti það að vera mjög hentugt fyrir alla, sem hafa mikil viðskifti, því það sparar talsverðan reikning. Eins og gefur að skilja má láta töl- urnar hér tákna hvers lands peninga, sem vera skal, að eins að smáskifting þeirra fari eftir tugaskiftingu. Það má láta tölurnar þýða, hvort sem vill krónur, tíeyringa eða eineyringa, 10, 100 eða 1000 kr. o. s. frv.; einnig s>reichsmark« og »pfennigec, »franc« og »centimes«, »dollar« og »cents« o. s. frv., að eins verður að gæta þess, að útkoman verður i báðum málum (hinu nýja og hinu gamla) sama pen- ingategund. Sérstaka kvarða þarf til að bera saman peningategundirnar hverja gagnvart annari. Eg set hér 2 dæmi til skýringar. 1 al. tau kost- ar kr. 1.60, hvað kosta þá 30.2 m? Eg lít á álnadálkinn, sé hvar 1.60 strikið er; það vísar mitt á millum strika fram í metrakerfisverðinu, sé fljótlega að þar muni komið upp í 2.54, sem þá er verð á einum m. Útkoman verður þá 2.54X30.2 (=76, 71 kr., sem er þá verðið á 30.2 m.). Kaupmaður selur heyfarm frá útlönd- um. 1 teningsmetri kostar upp og niður kr. 7.50, hvað kostar þá 1 ten- ingsfet eða 1 teningsalin? Út undan 7.50 í metrakerfisdálkinum, jafnhátt upp, neðan frá eru rúml. 0.23 í ten- ingsfetadálkinum, 1.85 í teningsálna- dálkinum. Þetta er þá verðið á hverri þessari rúmstærð fyrir sig. Er þá sá, sem heyið býður búinn að átta sig betur á því, hvort heyið muni vera dýrt eða ódýrt, er hann gengur út frá þektum stærðum. Þar sem heyið var gefið upp í teningsmetrum, er sömuleiðis hægt, ef vill, á svipstundu að breyta því i teningsfet eða tenings- álnir. — Þetta læt eg nægja og vona að þeir, sem þurfa á ýmsum svona millireikningum að halda, finni út af þessum hlutfallakvarða ymislegt, sem geti orðið þeim til léttis. Aftast á blaðinu er metrakerfiskvarð- inn; tekur hann yfir því nær fjórða hluta þess, og liggur upp og ofan, eins og metrinn að framan. A kvarða þessum, sem eiginlega er langþýð- ingarmestur alls þess, sem á blaðinu stendur, má breyta öllum nöfnum hins nýja máls í hið gamla og hins gamla máls í hið nýja, án þess að reikna. Kvarðinn snýr upp, þ. e. allar tölur á honum byrja neðst á núlli og eru lesnar upp eftir. Metrakerfiskvarðanum er skift í 7 jafnhliðá kvarða, og sýna fyrirsagnirnar fyrir ofan hvern ein- stakan hluta hans við hvaða deild er átt. Á fremsta kvarðanum er sjáíft metrakerfið; þarf ekki nema 1 dálk fyrir það; þar getur smáskiftingin náð sameiginlega til allra deildanna: lengda, flata, rúms og þyngda, og bera fyrir- sagnirnar fyrir ofan það með sér, að svo er. Hvert smábil (millímetri) í fremsta kvarðanum þýðir þá í lengdar- máli 1 metra (m), í flatarmáli 1 fer- metra (m2), í rúmmáli 1 teningsmetra (m8), í pyngd 1 tonn (1000 kg), i lagar- og vörumáli 1 kílólítra (10 hl). Hinir 6 kvarðarnir, sem liggja sam- hliða uppeftir, hver fyrir aftan annan, eru allir markaðir fyrir hið gamla mál, sem nú á að falla úr gildi. Þar verð- ur að gjöra sérstakan kvarða fyrir hverja deild og hvert nafn, sakir hins mikla ósamræmis, sem allstaðar er innbyrðis i voru gamla margskonar- talnakerfi. Það er mjög þýðingar- mikið að kunna að lesa á metrakerfis- kvarðann, einkum fyrir alla, er oft þurfa að breyta millum málanna, svo sem verzlunarfólk, kennara, úttekta- menn jarða og annara matsmanna o. fl., en til þess þarf vandlega að kynna sér fyrirsagnirnar fyrir ofan hvern einstakan kvarða, skilja tölur og milli- bil hvar sem er og venja sig á að vera fljótur að því. Tölurnará metra- kerfiskvarðanum eru í samræmi við metrakerfisskrána, sem fyr er um tal- ag. Verða menn að skilja þá skrá til fulls. Það skal tekið fram, að smá- um tölum, sem annaðhvort eru neðantil á metrakerfiskvarða um eða fyri neð- an talnasvið hans, er betra að marg- falda fyrst með 10, 100, 1000 o. s. frv. og taka þær svo stækkaðar hærra á kvarðanum; en auðvitað verður þá í útkomunni að komma jafnmörg núll eða desímala aftan af. Fæst við þetta meiri nákvæmni. Einnig má, ef um stærri tölur er að tefla en eru á sviði kvarðans, deila þeim fyrst með 10, 100, 1000 o. s. frv., eftir ástæðum, og taka þær svo deildar niður á kvarð- anum, en þá verður í útkomunni að færa kommuna aftur um jafnmörg sæti og hún var áður færð fram eða m. ö. o. margfalda aftur með 10, 100, 1000, eftir því sem við á. Dæmi: Vírgirðing nokkur er mæld í álnum 2125. Þessi tala er ekki á kvarðan- um; eg deili með 10, finn 2125 áln- ir, þær eru gegnt 133 í metramálinu (fremsta dálki), eg margfalda 133 m með 10; útkoman 1330 m, lengd girðingarinnar. Við æfinguna lærist annars undir eins að lesa á kvarðann; þarf naum- ast að taka það frekara fram hér, að ætíð þarf að líta á fremsta dálk hans, metrakerfisdálkinn, ef breyta þarf yfir í hið gamla mál og eins úr hvaða kvarða hins gamla máls, sem þarf að breyta yfir í metrakerfið, þarf ekki annað en miða yfir í fremsta dálkinn. Þetta hlýtur öllum, sem tugabrot kunna að vera ljóst. Hvítabjðrninn. Einn góðan veðurdag, síðla hausts, þegar sólin er komin á síðasta áfang- ann, getur að líta gul-hvítleitt hrúg- ald skríða eftir hinum flötu, saman- frosnu, fannþöktu ísauðnum íshafsins, með hinum forynjukendu íshrúgum — skríða til næsta lands. — Hægt og bítandi, í hátignarró, eins og sá, er ekkert hræðist, skríður hið mikla dýr, stærsta rándýr íshafsins, með fram- hrammana gleiðglenta og vaggandi lá- réttu höfðinu til beggja hliða — suð- ur á bóginn, er sólin lækkar á lofti. Við og við fer dýrið upp á einhverja íshrúguna, horfir hvast fram undan sér og tekur stefnu eftir hæsta ísfjall- inu í nánd, heldur síðan með gætni niður á flatisinn aftur og heldur svo fram stefnunni, nákvæmlega eins og skipsstjórnandi væri. Hvítabjórninn er á suðurleið. Það ferðalag hefst í ágústmánuði, jafnskjótt og hvítabjörninn er búinn að kasta yfir sig spánýju vetrarhúð- fati, og er eigi lokið fyr en undir jól. Bezti tími hvítabjörnsins, sumarmán- uðir íshafsins, júní, júlí og ágúst, er liðinn. ísinn er allstaðar orðinn meira og minna bráðinn. Selirnir, aðalfæða hvítabjörnsins, eru oftast nær upp úr sjó að sleikja sólskinið, spakir og lítt varir urn sig. Þegar ísbirnir búast til að krækja í sel, dettur þeim eigi í hug að fara að honum gangandi. Þeir vita, að óðara og selirnir, sem liggja jafnan á ísröndinni, heyra fótatak á ísnum, fleygja þeir sér í sjóinn og þar er ekki viðlit að ná í þá. Að vísu syndir hvítabjörninn vel og er mjög þolinn. — (T. d. hefir hvítabjörn sést úti á hafi milli Björneö og Noregs. Sá stefndi á suðurodda Spítzbergen). En björninn er ekki lipur til snúninga í sjónum og selunum verður því eng- in skotaskuld úr því að sleppa. Nei, ísbjörninn hnitmiðar ísjakann, sem bráðin hvílir á og syndir síðan, jafn- vel langar leiðir, í áttina, kafar svo og kemur snögglega upp aftur ná- kvæmlega fyrir neðan selinn. Selurinn verður dauðhræddur og gerir eitt af tvennu í dauðans angist sinni: dettur beint í hrammana á hvítabirninum eða fer að reyna að krafsa sig áfram eftir ísjakanum. Bjarndýrið er þá eigi lengi að vinda sér upp á jakann — á eftir selnum og krækir klónum af afli miklu í hausinn á bráð sinni. Síðan snæðir hann selspikið, en kjötinu vill hann ekki Hta við. Þegar kvendýrið með ungum sínum er á veiðum, eru þeir látnir eftir bak við einhverja is- hrúguna. Ef þeir reyna að elta mömmu sína, eru þeir lamdir, og fá ekki nærri að koma, fyr en selurinn er að velli lagður. Svona fer hvítabjörninn að ná í selinn á smáhæðóttum ís. — En ef hvítabjörninn er staddur á flötum, samanhangandi ísbreiðum og þar kem- ur auga á eitthvað af dökkum dílum, er hann telur seli vera, fer hann þeg- ar í humáttina. Hann skríður þá á meltunni með hægri framlöppina fyrir trýninu — af því það er svart -— það veit hvítabjörninn. Þegar hann er svo kominn nógu nálægt, rýkur hann alt í einu upp og keyrir hægri framlöppina í hausinn á svo mörgum selanna, sem hann fær yfir komist. Það er því mjög títt á bjarndýra- veiðum á ísbreiðu, að leika seli til þess að lokka bjarndýrin. Til þess eru veiðibátar notaðir. Eitthvað af veiðimönnunum legst á meltuna, dreg- ur húfuna vel niður fyrir eyrun og lyftir sér við og við upp á handlegg- ina. Hvítabjörninn heldur að þetta séu selir og stefnir til þeirra. Þegar hann er svo kominn í skotfæri, hlaupa þeir upp og senda honum kúlur í hausinn eða hálsinn. Eti óráðlegt er það hverjum manniað leikasel að nauð- synjalausu. Á samanþjöppuðum is með iskletti er því ráðlegast að hafa kúlu- byssuna hlaðna og bóginu spentan. Því að þótt ísbjörninn því sem næst aldrei ráðist á manneskjur — er eigi að vita nema hann kunni eigi að greina manneskju frá sel. Þetta kom fyrir í hinni frægu för Nansens og Hjálmars Johansens á auðurleið þeirra frá Franz Jósefs landi. Eg hefi og sjálfur orðið fyrir svipuðu og því gæti eg jafnan allrar varúðar. Dag einn 1 ágústmán. 1902 bar svo við, að eg lá uppi á ískletti. Eg var að dást að hinni stórfenglegu náttúru- fegurð og var hugsi. Þetta var rétt fyrir norðan Spitzbergen norðaustan til. ísarnir voru landfastir, báturinn minn i 3 milufjórðunga fjarlægð og eg var aleinn. Eg hafði lagt báðar hendur undir höfuð mér og starði upp í bláan himininn. Kúlubyssan mín (af Larsens gerð) hallaðist upp að hrúgunni, auðvitað hlaðin, og gat eg náð til hennar hægri hendi. Mér datt eigi í hug, að nokkur ís- björn gæti verið þar í nánd, því að eg hafði litið vel í kringum mig áð- ur en eg lagðist. En af tilviljun verð- ur mér litið til hægri í áttina til lands. Sé eg þá, í svona 100 álna fjarlægð, hvar fullorðinn hvíta- björn kemur skríðandi á meltunni með hrammin fyrir trýninu — eins og áður var lýst — og stefndi beint á mig. Eg var ekki lengi að rífa mig út úr draumum mínum og þreif byss- una. Eg hafði ágæta aðstöðu eins og eg lá og tókst því með einu skoti að binda enda á æfintýrið. En eg mun eftirleiðis gæta mín betur. Þar eð selirnir eru aðalfæða hvita- björnsins leiðir það af sjálfu sér, að þar sem mikið er um þá — eins og t. d. grænlandsselinn á norður ísnum í marz og blöðruselinn á austurströnd Grænlands í júní — þar halda hvíta- birnirnir sig. En þó því að eins, að ísinn liggi nálgæt landi — því að hvítabirnirnir hætta sér eigi mjög langt frá landi — af hræðslu við að ísinn bili undir þeim. En ef kóp- arnir halda sig í norðurísnum og þar liggja hvítabjarnarspor í ákveðna átt, þurfa skipstjórarnir eigi að fara í neinar grafgötur um það, hvar á ísnum kópans er að leita. Að þessum varnarlausu dýrum leik- ur hvítabjörninn sér afverulegri græðgi. Eg hefi séð gamlan hvítabjarnardrjóla ganga frá einum kópanum til annars, þrífa í þá með hægri hramminum, glefsa bita úr spikinu og fleygja þeim svo frá sér. Árið 1899 t. d. var sam- ankomin norður við Jan Mayen reglu- leg bjarndýrastefna. Sex selveiðiskip ndðu þá á einni viku 111 bjarndýr- um og skipstjórinn á Víkingi sá eitt sinn 50 birni í einum höp. Þeir komu beinlínis í stórhópum frá Grænlandi norðaustanverðu. Fram með strönd Grænlands fara á hverju ári 4 — 500 bjarndýr á suðurleið. Eskimóarnir á 66 breiddarstigi í Angmagsaiík drepa á hverju ári þetta 100 bjarndýr. Þeir kalla bjarndýrið »eilífðarbjörninn« af því það er á sífeldu ferðalagi, fer norðan að með stórísnum, yfirgefur hann í ágústmánuði, leitar til lands og heldur svo norður eftir aftur næsta vor. Þegar hvítabjörninn á ferðum þess- um verður var við, að selaskinn með spiki á, hefir verið dregið eftir ísnum eða ef hann finnur reykjarlykt, þá breytir hann þegar stefnu og rekur brautina eftir skinnið, eða rennur á lyktina. Hann fer þá beina leið að húsi vetursetumannanna og nasar stundum gegn um gluggarifurnar. Sá sem tekur sér vetursetu, verður að venja sig við þá list að standa daglega augliti til auglitis við hvíta- björninn, rétt fyrir framan húsið sitt. Oft og tíðum hefi eg, norður á eyj- um á 8o° n. br., opnað dyrnar hjá mér og séð björn standa undir hús- veggnum. Eg hefi síaðið í dyragátt- inni og drepið þá. Ef lagt er bæði selkjöt og rostungskjöt fyrir utan sama húsið, en einungis einn biti af spiki, finnur dýrið hann óðar, því þef- færi þess eru mjög næm. Kolareyk, sem lyktar af kjöti, spiki eða fiðri, finnur það í mílufjarlægð, a. m. k. hefi eg, á Grænlandsísnum milli 750 og 700 n. br., kynt bál tímum saman, áður björninn kæmi. Þetta, að björninn sækir meira eft- ir spiki en selkjöti eða rostungakjöti, sem jafnan eru nægar birgðir af kring- um hús vetursetumanna, gerir spikið að ágætu varúðarmerki. Sá sem veið- ir bjarndýr í heimskautslöndum, fær ágætt merki með því, að festa öðrum endanum á seglgarnsþræði í spikbita úti fyrir, en hinurn t. d. í krús, sem fylt er með tómum skothylkjum og látin standa uppi á hillu inni. Því björninn varast ekki að fella krúsina um leið og hann rífur spikið í sig og slítur seglgarnið. Þeir sem í húsinu eru, taka sér þá stöðu við skotskörð- in og skjóta þegar foringinn gefur merki um það. Ef einhver kúlan hitt- ir svo vel, að dýrið þarf ekki meira fá veiðimennirnir skinnið, en annars ekki. Særist dýrið einungis þýtur það óðara út í náttmyrkrið, og venju- lega er þá árangurslaust að veita þvi eftirför. Slíkt er að eins hugsanlegt í tunglsljósi. Veiðimenn frá Tromsö, Hammerfest og Aalesund, sem aðallega fara veturlegu vegna refaveiða og bjarn- dýra, nota einnig selaskot með Bott- lenos-fallbyssum, auðvitað án skutuls, en með stórri hnattkúlu. Gera þeir úr rekatimbri einskonar gang, sem birnirnir verða að fara inn í til þess að ná í spikið, og meðan þeir eru að draga það burtu, er banaskotinu hleypt af. ísbirnirnir eru ófælnir í heim- skautalöndunum, nema ef vera skyldi karldýrin, og þá einkum tvævetrungar, sem reika suður á bóginn í sífeldri baráttu fyrir matnum — leggja á stað með þykt spiklag, en eru að lokum sármagrir. Eg hefi skotið björn, sem skinnið af var svo að innan, eins og búið væri að flá úr því spikið, og í maga hans var að eins lítið eitt af vatni. Ef til vill hefir dýrið mánuð- um saman ekki fengið neitt almenni- legt að eta. Kviðug kvendýr leita venjulega uppi að haustinu snjóskafl á landi og grafa sig þar. í febrúar eða marz koma þau svo aftur upp með húna sína nýfædda, og eru þeir á stærð við stálpuð lömb. Þeir eru ávalt tveir. Móðirin er þá ávalt mjög varkár og kemur aldrei í námunda við nein mannhíbýli. Sé hún ofsótt, ýtir hún húnunum fram fyrir sig, og býst ör- ugg til varnar. Er það ein af hinum fáu ástæðum til þess að birna ráðist á menn að fyrra bragði, að húnunum sé amað. Þeir fylgja móðurinni ein- ungis eitt ár, en halda svo saman framvegis. Ef fjórir birnir sjást sam- an — sem mjög er fátítt i heimskauta- löndunum — þá er það birna með tvoársgamlahúnaog einn »fjarðarhún«. Þegar birna er orðin laus við húna sína, slæst hún aftur í för með karl-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.