Ísafold - 17.02.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.02.1912, Blaðsíða 1
Kemui út fcvisvtur l viku. Verti Arg. (80 arkir minat) 4 kr. erlertdia B ki. efta l'/s dollar; borgiat fyrir miojan júll (arlendia f'yrir fraai). ISAFOLD UDpsOgn (akríflee) bnndin vi6 aramöt, ei óglla nema komln »é til útgefanda ífyiii 1. okt. ng K.nxpandi Bkcldlana vtt> blaoio Afffreiosla: AsustUígirssH 9. XXXIX. árg. Reykjavík 17. febr. 1912. 9. tðlublað l. O. O. F. 932239 Alþýoufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 6—8. Augnlækning ókeypis i Lœkjarg. ii mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstof'an opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálslœkn. ók. Posth.str.14A fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2'/t og 6'/«—1. K.F.TJ.M. Lestrar- og skrifstofa 8 ard,—10 sosl. Alm. fundir fid. og sd. 8"/" siodegis. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 8 a helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10»/«—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2»/», 5>/«-6l/t. Bankastj. vi»12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlan 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 LandsféhirBir 10—2 og 6—6. LandsskjalasafniB á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn op. V. daga 8—9, h. d. 8—11, 4—6. Lœkning ókeypis Þingh str. 23 þd. og fsd. 12—1 Nattúrugripasarn opio 1 ¦/»—2'/« A sunnudögum Stjórnarráosskrifstofurnar opnai 10—4 daglega. Tannlœkning ókeypis Pósth.sfcr. 14B md. 11—12 Vifilsstaöahœlio. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnio opio á sd., þrd. og fmd. 12—2 <£vö Síöé koma út af ísafold >' dag (V. °g Vi)- Fréttir af Heilsuhælinu. Það er verið að búa til prentunar nákvæma skýrsln um Heilsuhælið. Þar verður glögg lýsing á þvi með mörg- um myndum; þar verður líka reikn- ingur yfir stofnkostnaðinn; ennfremur reikningur yfir reksturskostnaðinn frá upphafi til ársloka 1911 og gerð grein fyrir tekjum Heilsuhælisfélagsins; loks verður þar rilgerð eftir lækni Hælis- ins um sjúklingana og árangurinn af veru þeirra í Hælinu. Skýrslan verður ekki send út um iand fyr en í vor með strandskipum, en alla mun langa til að fá sem fyrst fréttir af Hælinu. Því er beðið fyrir þessar fregnir. 1. Ætlunarverk Hælisins. Við sáum að brjóstveikin var óðum að færast í vöxt ár frá ári og varð því nær öllum að banameini, sem fengu hana. Við fengum fréttir af því, að aðrar þjóðir væru að koma upp sérstökum heilsuhælum handa brjóstveikum, þar fengju þeir bata, og flestir fullan bata, ef þeir kæmu nógu fljótt, og færi brjóstveikin óðum þverrandi í þeim löndum, þar sem nóg væri af heilsuhælum. Það bar við, að sjúklingar voru sendir héðan i þessi útlendu heilsuhæli og komu margir heim aftur alheilbrigðir. En það var dýr heilsubót og fáum fær. Flestir urðu að sitja heima með sjúkt brjóstið og hjálparlausir og deyja drotni sinum. Eg man meðal annars, að fyrir nokkrum árum sá eg í senn tvær ungar stúlkur á sama reki, báðar með brjóstveiki rétt í byrjun; önnur var vel efnuð og fór til útlanda í heilsuhæli þar; hiin liflr nii við beztu heilsu; hin var fátæk og hlaut að sitja eftir; hún liggur nú suður í kirkju- garði. Eg kann margar þess konar sögur, en þær eru allar jafn-sorglegar og engum til ánægju. Nú horfir öðruvísi við. Nú höfum við eignast ágætt heilsuhæli. Því er ætlað að lækna brjóstveika, þá sem læknandi eru, og hjúkra þeim, sem eru orðnir dauðvona, kenna þjóðinni að varast veikina, verða miðstöð allra varna gegn berklaveikinni, vinna bug á þessu mikla þjóðarmeini. Óg það er fult útlit fyrir, að allar þessar vonir muni rætast. 2. Aðsóknin aO Heilsuhælinu. 179 sjúklingar. Sumir héldu að það væri nóg, að Hælið okkar tæki 30 sjiiklinga. Mörg- um þótti þó vissara að hafa rúmin So; sjálfur porði eg ekki að nefna meira í upphafi, óttaðist, að annars myndi alt stranda og ekkert verða úr neinu. En svo góðar urðu undirtekt- imar, að stjórn Heilsuhælisfélagsins afréð að hafa húsið miklu stærra. Það getur tekið 76—80 sjúklinga. Og þó þyrfti það helzt að vera enn stærra. Hælið var opnað fyrir sjúklinga 1. september 1910, á óhentugum tima. Þó komu 49 sjúklingar frá 1. sept. til íi. des. 1910. I vor sem leið var kominn húsfyllir; í sumar urðu margir sjiiklingar að bíða þess, að rúm losnaði. Frá 1. sept. 1910 til 31. des. 1911 hafa 179 sjúklingar komið í HæJið. Af þeim voru 73 eftir í Hælinu núna um áramótin. 106 sjúklingar eru því horfnir aftur úr hælinu. Hefir Sigurður læknir Magnásson látið 'mér í té skýrslu um afdrif þessara 106 sjúklinga, og er hér útdráttur úr henni: 23 sjúklingar komu alveg dauðvona og dóu þeir allir í Hælinu. 2 sjúklingar voru sendir í Hælið, sem ekki höfðu berklaveiki í lungum, heldur önnur lungnamein; dó annar þeirra í Hælinu. 3 sjúklingar fóru aftur eftir örstutta dvöl. Af þessum 106 eru þá ótaldir 78 sjúklingar, sem komu með brjóstveiki á ýmsu stigi, en ekki vonlausir. 3. Batavonin i Heilsuhælinu. Af peim, sem ekki koma dauðvona, fá 3 af 4 einhvern bata; annarhvor sjúklingur fœr fullan bata; peir, sem koma með veikina í byrjun, fá pví nar allir (y af 10) fullan bata. Læknar hafa komið sér saman um að skifta brjóstveikum sjúklingum, þeim sem eru ekki dauðvona, í 3 flokka, eftir þvi, hvað veikin er orðin mögnuð. Ef hún er í einu lungna- blaði, er sjúklingurinn talinn á i.stigi og batavon í heilsuhæli ágæt; sé veikin komin í 2 lungnablöð, er sagt hún sé á 2. stigi, og er þá batavonin miklu minni; en ef lungun eru þaðan af meira skemd, þá er talað um 3. stig, hættan þá orðin mikil og batavonin minst. Þess var getið, að farnir væru úr Hælinu á Vífilsstöðum 78 sjúklingar, sem komið hefðu með veikina á þess- um ýmsu stigum. Hér er nú skrá yfir þá og afdrif þeirra: Hvernig farnir § S. .§¦§ w-a S. öj ® o-.s cg ¦ 2 CO 8> B E 00 Heilbrigðir . . . 33 7 40 Miklu betri. . . 1 7 6 14 Nokkru betri. . 1 2 2 5 Engu betri . . . 1 3 11 15 4 4 Samtals 86 23 19 78 Bata að meiru eða minna leyti fengu þannig 59 af 78 (75,6 *>/0). Heilbrifðir urðu 40 af 78 (51,3 °/0). Af þeim 36, sem komu með veikina á 1. stigi, urðu 33 heilbrigðir(<)i,70l0). Það ríður lifið á að sjúklingarnir komi nógu fljótt. Eg hafði spáð því, að Hælið okkar myndi jafnast á við beztu heilsuhæli í öðrum löndum. Þess vegna set eg hér litinn samanburð við heilsuhæli danska heilsuhælisfélagsins eftir skýrsl- um þaðan fyrir eitt ár (1909—1910): Heilsuhæli Silkeborg . Ry..... flaslev. . . Skörping . Faksinge . Nakkebölle Vifilsstaðir Parnir sjúk- lingar, sem komn ál.stigi 65 19 29 127 35 149 36 Þar af heil- brigðir 58 12 21 49 21 88 33 Eg þarf engu hér við að bæta, öðru en því, að læknirinn á Vífils- stöðum er mjög áreiðanlegur og sam- vizkusamur maður og skýrsla hans því öldungis örugg, ábyggileg. 4. Arsútgjóld Heilsuhælisins. Ársútgjöld Hælisins (reksturskostn- aður -\- vextir og afborganir af lán- um) árið 1911 hafa numið hér um bil 67000 kr.1) En auk þess hefir verið varið um 8000 kr. (7994 kr. 91 eyr.) til að reisa útihús, laga til i kringum Hælið, gera vegi o. s. frv. Ennfremur 2000 kr. til kaupa á hús- búnaði i viðbót við það, sem til var. Mér kann að veita erfitt að færa mönnum heim sanninn um það, að þessi árskostnaður sé i raun og veru gleðilega lítill. Og þó er það svo. Tilkostnaðurinn er jafnan meiri í heilsuhælum, en venjulegum sjúkra- húsum fyrir alþýðu manna. ') Ársreikningurinn er ekki svo fullgeröur enn, að eg geti talið upp á eyri. Og ekki get eg talið upp a eyri hvað Heilsuhælið gefur í aðra hönd. En eg þori þó að full- yrfta, að það liefir bjargað frá bana að minsta kosti 100 ungum manneskium þenna stutta tima siðan það var opnað, ýmist beinlinis (lakningin) eða óbeinlinis (færri sýkst af sjúklingunum). Hver ung fullörðin manneskja er nú i minsta lagi 5000 kr. virði, npp og niður, fyrir þióðfélagið. En 5000 X 100 verður hdlf miljón. Eg veit engin erlend heilsuhæli, er séu rekin með meiri ráðdeild og sparnaði en heilsuhæli danska heilsu- hælisfélagsins. Nd eru fáar lífsnauð- synjar ódýrari hér en í Danmörku, en margar dýrari. Þess vegna má kalla mjög vel að verið, ef reksturs- kostnaðurinn verður ekki meiri hér en þar. Hér er því skrá til saman- burðar og farið eftir nýjum skýrslum úr dönsku hælunum (1909—1910); Hæli Silkeborg...... Ry.......... Haslev....... Skörping...... Faksinge...... Nakkebölle..... Vifilsstaðir (1911) oS 0» «. 13 3 JS « 5« '§i titl-C g co a ^ " -<i kr. 60888 171410 13422 36774 8823 30424 45070 142433 43642 103818 44762 152090 24575 67000 •3--3 00 M -«8 S »s kr. 2,82 2,74 3,45 3,16 2,38 3,40 2,73 í ársútgjöldum dönsku hælanna eru líka taldir vextir og afhorganir af lán- um (stofnkostnaði), en lánin þar víða minni að tiltölu. 5. Hver borgar? Nú voru talin útgjöld Heilsuhælis- ins árið sem leið. En hver borgar? Sjúklingsrnir hafa goldið í meðgjöf með sér samtals 34022 kr. 66 au. Landsjóður hefir lagt til 18000 kr. Útistandandi hjá sjúklingum voru við áramót 4483 kr. 95 au. Þetta verður samtals 56506 kr. 61 e. Tekjur Heilsuhælisfélagsins (tillög félagsmanna, áheit og gjafir) árið 1911 hafa numið rúmum 10.000 kr. (reikn- ingur yfir þær ekki fullgerður). Það lætur því nærri, að tekjur hefðu hrokkið fyrir ársútgjöldunum, ef með- gjöf sjúklinga hefði fengist öll með skilum. 6. Hver ætti að borga? Fullur helmingur af útgjaldabyrðinni verður nú að hvíla á veikustu herð- unum — á sjúklingunum sjálfum. Næstur er landsjóður með sinn ríflega skerf. Siðust kemur alþýða manna (Heilsuhælisfélagið), allir þeir, sem eru hraustir og heilbrigðir og ættu að hjálpa sjúkum og bágstöddum, svo að þeir þurfi ekki að leita í sveitarsjóð- inn eða landsjóðinn, sem er ekki annað en sveitarsjóður allrar þjóðar- innar. Þeir heilbrigðu eru miklu fleiri en þeir brjóstveiku og miklu færari um einhver útgjöld. Þeir ættu að leggja hælinu það til, sem sjúklingarnir verða nú að borga, bera byrðina fyrir þá, sem veikir eru. Allir geta orðið brjóst- veikir. Og mundi ekki hver maður kjósa að eiga vísa ódýra eða ókeypis hjálp, ef það ólán bæri að höndum. En sá, sem hjálpar öðrum, honum verður lika hjálpað. Þess vegna á Heilsuhælið ítak í hverjum heilbrigð- um manni. Allir standa í skuld við það, hver eftir sinni getu — og ættu ekki að láta það dragast að borga af þeirri skuld, eitthvað á hverju ári. Rvík 8. febr. 1912. G. Björnsson. Frá Kína. Öfugstreymi og afturkippur ------ Kh. s/2 '12. Síðast þegar ritað var, voru horfur á fullu samkomulagi í Kína. Keisara- ættin var að fara frá völdum og Sun- Yat-Sen ætlaði að víkja forsetastól fyrir Yuan-Shi-Kai. Nú segja síðari fregnir, sem ekki eru þó sem ljós- astar, að málið sé ekki jafn-auðgreitt og horfur voru á. Sun-Yat-Sen hefir tregðast við að draga sig i hlé og keisaraættin er ekki farin frá enn. Lýðveldismenn bregða Yuan-Shi-Kai um sviksemi og valdafikn og eru til alls búnir. Japanar hafa þvi gripið glóðvolgir tækifærið og ráðist með her manns inn í landið, með land- græðgi í huga, en sáttaumleitun á vör- unum. Við sjálft lá, að nýjar styrjaldir hæfust, en síðustu fregnir segja þó, að afsögn keisaraættarinnar sé fyrir dyrum og muni því frekari ófriði afstýrt. Nú virðast allir sam- mála um, að Kina eigi að verða lýð- veldi. Hitt er eftir að vita hver verður forsetinn. Úr þeirri spurn- ingu lejsir væntanlega þjóðfundur. Stórgjöf til Bókmenta- félagsins. ------ Kh. Va '12. »Berlingur« segir frá því 26. f. m., að hin nafnkunna þýzka kona, jungfrú Margrethe Lehmann-Filhés, sem lézt í sumar, hafi arfleitt Hafnardeild hins islenzka Bókmentafélagsins að 5000 kr. og jafnframt kveðið svo á, að þáverandi forseti deildarinnar, próf. Þorvaldur Thoroddsen, ætti að ráð- stafa hvernig með fé þetta skyldi farið. Jafnframt skýrir blaðið frá afnámi deildarinnar og segir að fjárhæð þessi verði þvi send til íslands. Blaðið segist hafa komist að þvi, að úr fénu verði stofnaður sjóður til þess að gefa út ritgerðir um islenzka þjóðtrú, þjóðsagnir o. fl. Fjórði hluti ársvaxta verði jafnan lagður við höfuð- stól, en 8/4 varið til útgáfu slíkra rita, og gæti því komið út allmörg hefti annað eða þriðja hvert ár. Kosningarnar á fýzkalandi. Sigur jafnaðarmanna. íhaldssteypunni hrnndið ------ Kh. 2/2'12 Eins og siðast var getið, unnu jafn- aðarmenn stórsigur við höfuðkosning- arnar á Þýzkalandi í öndverðum fyrra mánuði. En eins og þá var frá sagt, urðu nú eins og endranær að fara fram uppkosningar í fjöldamörg- um kjördæmum. Þessum kosningum lauk loks 25. f. m. Þær fóru svo sem vænta mátti að jafnaðarmenn héldu áfram á sigurbrautinni og komu að alls 110 þingmönnum. Þeir eru þvi nú lang fjölmennasti flokkur þings- ins og hvergi fjölmennari en þar, á neinu þingi stórveldis. Áður en kosn- ingar fóru fram, voru jafnaðarmenn í þýzka þinginu ekki nema 53, og hafa þeim því bæzt 57 atkvæði við þessar kosningar. Alls eru í þýzka þinginu um 12 flokkar, með ýmsum stefnum. En til þess að nokkuð verði aðhafst verða flokkar þessir að mynda samsteypur og bræða saman skoðanir sínar, miðla málum og láta undan á vixl. Til þessa hafa íhaldsflokkarnir (íhaldsmenn, miðflokkurinn eða kristilegi flokkur- inn og ýmsir smærri flokkar) haft meiri hluta í þinginu, og foringi eða samhaldsmaður þessara flokka er kanzl- arinn v. Bethmann-Hollweg. Nii er svo komið, að þessi alvalda samsteypa er komin i minni hluta, þó að sá minni hluti nemi að eins 7—9 atkvæðum (um meiri hluta töl- una ber mönnum eigi saman). En þó að andstæðingar samsteypunnar séu yfirsterkari, þá eru þessir flokkar harla ósamstæðir, jafnaðarmenn, ger- bótamenn, umbótamenn og miðlunar- menn í einni bendu. Ef þessir flokk- ar allir eru lagðir saman, ráða þeir yfir um 205 atkvæðum í þinginu, en þingmanna talan samlögð er eins og áður er frá skýrt 397. Þrátt fyrir jafnlítinn atkvæðamun og jafn marg- vislegar stefnur, er það þó einlæg von hins núverandi meiri hluta að koma fram ýmsum gagngerðum umbótum og bæta að mun úr ýmsum ágöllum á stjórnarfari Þýzkalands, svo sem að koma meiri jöfnuði á kjördæma- skipun skattskyldu o. fl. Ekki heyrist enn getið að stjórnar- skifti verði í landinu, enda er þar, sem kunnugt er, ekki nema hálfgildings- þingræði. Þó má geta sér þess til, að kanzlarinn verði ekki öfundsverður af valdasetunni nú eftir kosningarnar. Hér skal eigi farið út í einstök at- riði kosninganna. Þó skal þess getið, að íhaldsmenn héldu kjördæmi þvi i Berlín, er ráðherrar kjósa í og þeir áttu áður eitt kjördæma í allri borg- inni, svo sem áður er getið, með 7 atkvæða mun. Hins vegar hafa jafn- aðarmenn nii sölsað undir sig Pots- dam-kjördæmið, þar sem keisari býr, og mun honum líka það miður vel, því að hann þykir fullóspar á að láta í ljósi fylgi sitt við afturhaldsstefnuna. Charles Dickens 1812 — 7. febrúar — 1912. 7. febrúar voru liðin 100 ár síðan enska stórskáldið Charles Dickens fæddist. Hátíðahöld hefir verið mikið um í hínum brezka heimi þenna dag, og merki það, sem hér birtist mynd af, hefir verið búið til í mörgum miljónum eintaka. Ágóðanum af sölunni verð- ur varið til að styrkja ættingja Dickens, en þeir eiga við þröngan kost að búa. I miðju merkinu er mynd af skáldinu og undir nafn hans eins og hann skrifaði það. v. Aehrenthal utanríkisráðgjafi í Austurríki hefir verið fársjúkur undanfarið og jafnvel talinn af. Hann hefir því sótt um lausn, en keisari neitaði, og vill hann sjá, hvort ráðgjafa sinum eigi batnar. Annar gegnir embættinu um stundarsakir. v. Aehrenthal greifi er stórmerkur maður og hefir gert mikið til að vernda heimsfriðinn. Fari hann frá völdum má búast við að andstæðingar hans taki sæti hans, en i þeim er stríðshugur, og segja menn, að ríkiserfinginn sé á bandi ófriðar- seggjanna. Ýms erlend tíðindi. Kh. •/, '12. I Portúgal er sem stendur hin skæð- asta uppreísn út af verkföllum. Nokk- ur hluti hersins er á bandi stjórnleys- ingja og ástandið hið iskyggilegasta. Fransk-ítalska misklíöin út af því að ítalir lögðu haft á frönsk kaupför í Miðjarðarhafinu varð snarpari en á horfðist siðast. Frakkar hótuðu öllu hörðu og urðu ítalir loks að láta und- an siga og láta lausa Tyrki þá, sem teknir voru í einu þessara skipa og þeir hugðu hermenn á leið til Tripólis, en voru raunar læknar og hjúkrarar. Önnur ágreiningsatriði verða lögð í gerð Haagdómstólsins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.