Ísafold - 17.02.1912, Page 2
32
ISAFOLD
Strindbergshátíðahöldin á afmælis-
degi skáldsins fóru fram með mikilli við-
höfn. Strindberg hefir ekki í mörg
ár verið í jafn-góðu skapi og þennan
dag. Víðsvegar að, frá ótal þjóðum,
bárust honum heillaóskir.
Konow yfirráðgjafi Noregs, hefir ný-
lega í ræðu játað sig fylgisnaann mál-
þjarksmanna og hefi þetta bakað hon-
um óvild meðal flokka hans í þing-
inu, en þeir eru andvígir »málinu«.
Vilhelm Thomsen, prófessor, fræg-
asti r.úlifandi danskur vísindamaður,
varð nýlega sjötugur og var afmæli
hans mikill dýrðardagur hér i Khöfn.
Konungur gerði þá öldunginn riddara
af fílsorðunni, en þá sæmd hljóta
fáir ókonungbornir menn.
Landar erlendis.
---- Kh. */2 ‘12,
»Söngvar frá Norðurhöfum« (»Sange
fra Nordhavet«) heitir hin nýja ljóða-
bók Jónasar Guðlaugssonar, sem
Gyldendal hefir gefið út. Henni hefir
verið tekið mjög vel í dönskum og
norskum ritdómurn og skal hér birt
dálítið sýnishorn:
Aarhus Stiftstiden.de: »Aí kvæðasöfn-
um þeim, sem komið hafa út á þessu hausti,
kveður einna mest að kvæðum hins islenzka
skálils Jónasar G-uðlaugssonar. — Hinn ytri
húningnr kvæðanna er að öllu lýtalaus, og
yfir þeim öllum, jafnvel þeim sem blíðust
eru og tilfinninganæmust, hvílir djörfung
og karlmenska, sem gerir þau mikilfengleg.
í mörgum af þessum kvæðum er eins og
bjarmi frá Björnson, hjartsýni hans og hin-
um víðfaðma þrótt. Hinn norski málbiær,
sem er á kvæðunum, gefur þeim lika ytri
þrótt, sem tæpast verður náð á dönskn«.
Blaðið birtir kvæðið »Leita lands« (Söke
Land) og segir: »f>etta eru ekki útslitnir
hljómar! Yiljinn og þrótturinn hefir ekki
um of verið notaður í seinni tima kveðskap.
En böfnndurinn getnr lika snert aðra strengi.
Ást hans til Islands, minninga þess og
sagna, er kiædd i sannasta búning og ásta-
kvæði hans eru brein og göfug að hugsun
og formi . . .«
Nationaltidende: ». . . Af »Söngvum
frá Norðurhöfum« þarf eigi að lesa mörg
kvæði til að ganga úr skugga um, að þar
hafa menn hitt fyrir afbragðs-skáldgáfu ...
Þessir fallegu söngvar verða alstaðar lesnir
með nautn, þar sem hljómgrunnur er fyrir
norræna ljóðlist . . .«
Ekstrabladet: ». . . . Síðan Marinus
Schneider gaf út ljóðabókina »Foraar mellem
Mnre« hafa ekki komið út á dönskn jafn-
fögur kvæði og Söngvar frá Norðurhöfum
eftir J. G. . . .«
í norskum blöðum hafa m. a. birzt
ritdómar um bókina í Intelliqenssedler,
Mor%enbladet, Dagbladet og Trondhjems
Adresseavis, og er hvarvetna farið um
hana lofsamlegum orðum. Hið síðast-
nefnda blað segir: »J. G. er íslend-
ingur. Hann syngur um það land og
þá þjóð, sem hefir borið hann og
fóstrað, með svo miklum eldi inni-
leikans, fjöri og þrótt, að lesandinn
heillast. Hvort sem litið er á tilfinn-
ingaþróttinn eða hugmyndaauðinn og
arnsúginn í þessum formfögru kvæð-
um, hljóta menn að viðurkenna, að
höfundurinn hefur sig alstaðar hátt
upp yfir hversdagskveðskapinn«.
Frá Jónasi mun von á nýrri ljóða-
bók með vorinu.
Helgason) lagði fram ársreikninginn og
skýrði frá hag félagsins og starfi á
liðnu árri. Tekjurnar höfðu verið
samtals kr. 2761.91, en útgjöldin kr.
1538.40, svo að félagið átti i sjóði
við árslok kr. 1223.fi. Auk styrks
úr bæjarsjóði (400.00) hafði félagið
hlotið 400 kr. dánargjöf frá Þóru sál.
Kristjánsdóttur frá Espihóli), er lézt
hér í bænum i fvrrasumar, enda hefir
hagur félagsins aldrei verið jafngóður
og nú, þessi 9 ár sem það hefir starf-
að. Starfsfólk félagsins hafði ver-
ið hið sama og áður: tvær hjúkr-
unarkonur, Ane Nielsen og Kristín
Hallgrímsdóttir, og ein vökukona:-
Guðríður Jónsdóttir. Höfðu þær á
árinu stundað sjúka á 49 heimilum
(hjúkrunarkonurnar á 32 heimilum i
samtals 491 dag og vökukonan á 17
heimilum í samtals 194 nætur).
Tala félagsmanna var nú um ára-
mótin hér um bil 200, litlu færri en
í fyrra. Form. mintist sérstaklega
M. L. Lunds lyfsala, er fluttist héð-
an á næstliðnu sumri til Danmerkur.
Auk þess sem hann tvö síðastliðin ár
hefði verið gjaldkeri félagsins, hefði
hann frá því, er fékgið tók fyrst til
starfa, verið einhver langfremsti styrkt-
armaður þess hér í bæ.
í stjórn félagsins voru þeir endur-
kosnir próf. Jón Helgason og banka-
stjóri Sighvatur Bjarnason, en í stað
Lunds lyfsala var kosinn spítalalæknir
Stemundur BjarnhéÖinsson. Endurskoð-
unarmenn voru endurkosnir þeir kaup-
maður B. H. Bjarnason og bankagjald-
keri Halldór Jónsson.
Landlæknir Guðm. Bjórnsson flutti
á fundinum ítarlegt erindi um mjólkur-
spillinguna i Reykjavík, og hlýddu
fundarmenn með hinni mestu athygli,
enda voru það í alla staði orð í tíma
töluð.
Gjafir og áheit
til Heilsuhælisfélagsins.
(Afhent féhirði, Sighvati bankastjóra
Bjarnasyni).
Frá Jóni Magnússyni verzlunarm. i
Skuld og konu hans.........55 kr.
Aheiti frá ónefndum .... 2 —
Do. — ónefndri konu í
Reykjavík .... 5 —
Do. — ónefndum .... 2 —
FJalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjóns-
sonar hefir enn verið dæmdur í fjölda
blaða, sem oflangt yrði upp að telja,
og hlýtur alstaðar sama lofið. Hann
kemur nú út innan skamms á þýzku
hjá nafnkunnum bókaútgefanda, Reiss
að nafni.
»Bóndinn á Hrauni* verður nú gef-
inn út hjá Gyldendal í þessum mán-
uði samkvæmt leyfi stjórnar konung-
lega leikhússins, en hún kveðst áreið-
anlega vilja láta leika þar Bóndann,
þó að það geti_ækki orðið i vetur.
Leikritið er nú allbreytt frá íslenzku
útgáfunni, þættirnir nú ekki nema
þrír og endirinn allui annar.
Jóhann býst við að bregða sér heim
til íslands í vor og væri þá skemti-
legt, ef Leikfélag Reykjavíkur gæti
sýnt honum Fjalla-Eyvind.
Próf. í guðfræði hefir Páll Sigurðsson
nýlega lokið embættisprófi í háskól-
anum hér i Khöfn með II. einkunn
betri.
Upp koma SYik um síðir.
Eins og kunnugt er sigruðu sjálf-
stæðismenn við síðustu þingkosning-
ar hér i sýslunni (Austur-Skaftafellss.),
þrátt fyrir mikinn andróður af hendi
heimastjórnarmanna.
Keppinautar núverandi þingmanns
voru, sem kunnugt er, þeir síra Jón
prófastur að Stafafelli og hreppstjóri
Eyjólfur Runólfsson, Reynivöllum í
Suðursveit. Mörgum kom það óvart,
að hreppstjórinn skyldi bjóða sig fram
til alþingis, því i litlu áliti er hann
meðal sýslubúa og hefir fremur litl-
um vinsældum átt að fagna. Enda
gekk honum nú fremur erfitt að fá
sér nógu marga meðmælendur. En
12 urðu þeir eftir langa og stranga
mæðu. En 2 af þeim, sem standa á
meðmælaskránni, neita þvi algerlega
að hafa gefið þar á nöfn sín. Þetta
varð nú til þess að menn höfðu betri
gát á þvi sem á eftir kom.
Nú leið og beið þangað til kosn-
ingin var afstaðin ; komst þá yfirkjör-
stjórnin að því, að eitthvað mundi
vera athugavert við Ifosninguna í Suð-
ursveit. Taldi hún því sér i lagi úr þeim
kassa, án þess að skoða miðana; taldi
þá samanbrotna upp úr kassanum; að
þvi búnu var það uppvíst, að tveim
miðum var oj aukið i Suðursveitarköss-
unum, og kosningin þar með fölsuð.
Með kjörstjórum hreppstjórans kom
þetta mjög óvart, og dettur víst eng-
um i hug að gruna þá um athæfi
þetta, því þeir eru alþektir sæmdar-
menn; en hafa því miður ekki veitt
öllu svo nákvæma eftirtekt, sem þurfti.
Því vita menn vel hvar fiskur liggur
undir steini. Ekki var nú svo, að
blessaður hreppsljórinn hefði not af
þessum miðum, því hann hafði tekið
aftur framboð sitt. Og í bréfi er
hann sendi inn á kjörfundinn hér í
Nesjum, óskaði hann þess, að þeir
sem hefðu ætlað að gefa sér atkvæði
sitt, létu það renna til síra Jóns, því
heimastjórnarmenn hefðu valið hann.
En ekki gat sírr Jón þess á þeim fund-
um, er hann hélt hér í sýslunni, að
framboð sitt væri nokkuð í sambandi
við heimastjórnarflokkinn. Hann taldi
sig milli flokka.
Eyjólfur mætti á öllum þeim þing-
málafundum, sem haldnir voru í sýsl-
unni, ásamt hinum tveim frambjóð-
endunum.
Um stjórnarskrárbreytinguna sagð-
ist hann lítið geta sagt, því hann hefði
svo lítið kynt sér hana. En slíkt var
nú ekki stór galli á þingmannsefni!!
Millilandasamninginn sagðist hann
ekki vilja taka til meðferðar, þó sér
y rði auðið að komast á þing. Sagði að
sér hefði aldrei líkað hann, þótt hann
væri honum fylgjandi, en það hefði
að eins verið af þægð við, fyrv. ráð-
herra Hannes Hafstein. Ut af þessu
varö hlátur mikill og lófaklapp, og í
því gall við einhver hinn alírastæk-
asti heimastjórnarmaður: »Eyjólfur,
nú dámar mér ekki; nú held eg að eg
hætti við að kjósa þig«.
Heyrst hefir að hreppstjórinn muni
eins vel segja af sér öllum opinber-
um störfum, en þó er það víst ekki
alveg áreiðanlegt.
En sagði hann þeim ekki af sér
kosningadaginn 28. október í haust?
Hoffelli 4. jan. 1912.
Sig. Sigurðsson frá Kálfafelli.
Alþýðufræðsla
Unglingaskólarnir á þingi 1911.
Það má heita furðulegt hve fjarri
öllum sanni sumt af því er, sem þing-
menn bera á borð í þingsalnum. Vér,
sem heima sitjum viljum mega horfa
til þingsins með lotningu. í því trausti,
að þar sé ekki sagt og sungið annað
en það, sem rétt er og satt eftir beztu
vitund; en það fer að rakna um þessa
lotningu, er vér lesum sumt, sem þar
er borið fram í heyranda hljóði. —
Eg hefi svolítið verið að glugga í
það, sem framsögumaður fjárlaganefnd-
ar í neðri deild sagði og lagði til í
umræðunum um unglingaskólana á
síðasta þingi. Eg geng alveg fram
hjá öðru eins markleysuhjali og þvi,
að unglingaskólar í kaupstöðum þurfi
hærri styrk til að bera sig en sams-
konar skólar í sveitum; utan þings
er varla nokkur maður svo fáfróður,
að hann sjái ekki að þetta er vitleysa,
enda voru og þeir menn á þingi, sem
þetta sáu og hröktu. En þegar fram-
sögumaður fjárlaganefndarinnar heldur
því fram til þess að hafa fram 1200
til 1500 kr. styrk til unglingaskóla i
kaupstöðum að slíkir skólar í sveit-
um fái alt að 1000 kr. styrk hver,
þá lýsir þetta annaðhvort framúrskar-
andiþekkingarleysieða vísvitandi blekk-
ingu til þess að hafa sitt mál fram.
Til þess að sýna hve orð hans eru
fjarri öllum sanni skal eg benda á, að
unglingaskólar til sveita hafa samkv.
stjórnartíðindunum borið úr býtum
að meðaltali á síðastliðnum árum þann
styrk, sem hér segir:
Árið 1908 411 kr.
— 1909 317 —
— 1910 465 —
— 1911 333 —
í sveitum er það kallað að kríta
liðugt að gjöra 3—400 að 1000, en
á alþingi Islendinga sýnist það þýða
= að segja satt, því þingmaðurinn
hafði sitt fram um styrkinn til ung-
lingaskóla í kaupstöðunum.
Það má annars heita furða hvílik
olnbogabörn unglingaskólarnirtil sveita
hafa verið. Kenslustofnanir þessar eru
runnar upp úr skauti þjóðarinnar; ein-
stakir menn hafa þar, án þess að ó-
maka þing eða stjórn eða leita til þess
styrks, ráðist i að byggja skólahús,
fá til þeirra kensluáhöld og hæfa kenn-
ara, aðallega í þeirri meiningu að ráða
nokkura bót á hinni tilfinnanlegu fram-
haldsmentunarglompu i alþýðufræðslu-
löggjöf vorri. Maður hefði að óreyndu
getað hugsað sér að þingið vildi íús-
lega styðja slika viðleitni, en það hefir
verið heldur af skornum skamti. Um-
sjónarmaður fræðslumálanna vildi að
styrkur til þessara skóla yrði á siðasta
þingi hækkaður um helming frá þvi
sem var á fyrri fjárlrgum, en ekki
gat það haft framgang nema að nokkru
leyti. Það má þvíeftilvill gjöra ráð
fyrir, ef þessir skólar fjölga i landinu,
að styrkur til þeirra fari enn lækk-
andi, og verður þá lítið örfandi að
halda þeim áfram, enda munu fæstir,
er þá hafa stofnað, vera svo efnum
búnir að þeir geti haldið þeim uppi
sér til skaða ár frá ári. En vel gæti
eg hugsað að ýmsir söknuðu þeirra,
þótt ekki hafi þeir lengi staðið, ef
þeir dyttu nú aftur úr sögunni. For-
eldrar til sveita, sem vilja veita börn-
um sínum framhaldsmentun, og þeir
eru nú orðnir margir, vilja miklu held-
ur eiga þau við nám á góðum sveita-
heimilum, heldur en senda þau lengra
frá sér í kaupstaðina. Og hvað nám-
ið snertir mun ekki verða siður á-
gengt með það í heimavistarskólum í
sveit, þar sem ekkert glepur fyrir, en
í kaupstöðunum, þar sem fleira verð-
ur til að trufla. — Eg vona, að næst
þegar unglingaskólar til sveita koma
til umræðu á alþingi verði tillögur
og styrkur þeim til handa ríflegri og
af meiri sanngirni á móts við slíka
skóla í kaupstöðum en lýsti sér hjá
framsögumanni fjárlaganefndar neðri
deildar á síðasta þingi.
Hjarðarholti í nóvbr. 1911.
Ólajur Ólajsson.
Ræðufjöldi og nefndaljöldi
þingmanna á alþingi 1911.
Fyrri talan segir til um hve oft hver
þiugmaður tók til máls, en hin síðari f hve
mörgum nefndum hver var. R N
1. Jóhannes Jóh&nnesson 14 18
2. Stefán Stefánsson kennari 16 14
3. Þorleifur Jónsson 16 18
4. Júllus Havsteen 17 18
5. Jón Sigurðsson 18 9
6. Einar Jónsson 20 11
7. Ari Jónsson 21 12
8. Björn Sigfússon 26 16
9. Eirlknr Briem 29 24
10. Eggert Pálsson 29 13
11. Stefán Stefánsson Fagraskógi 31 15
12. Magnús Blöndahl 32 23
13. Ágúst Flygenring 82 25
14. Hálfdan Guðjónsson 34 15
15. Hannes Þorsteiseson 34
16. Jósef Björnsson 35 17
17. Björn Þorlákason 39 11
18. Gunnar Ólafsson 43 19
19. Jón Jónsson Múla 45 17
20. Jens Pálsson 46
21. Benedikt Sveinsson 52 19
22. Jón Jónsson Hvanná 54 12
23. Björn Kristjánsson 57 17
24. Sigurður Stefánsson 59 22
25. Ólafur Briem 60 21
26. Skúli Thoroddsen 65 11
27. Hannes Hafstein 68 22
28. Sigurðnr Hjörleifsson 68 25
29. Sigurður Signrðsson 68 14
30. Björn Jónsson 71
31. Sigurður Gunnarsson 73 18
32. Kristinn Danielsson 75 16
33 Jón Magnússon 86 21
34. Steingrimur Jónsson 87 24
35. Pétnr Jónsson 89 16
36. Jón Þorkelsson 99 22
37. Kristján Jónsson 102 3
38. Bjarni Jónsson frá Vogi 111 23
39. Lárus H. Bjarnason 119 15
40. Jón Ólafsson 123 16
Meðaltal ræöuhalda er 54, en meðaltal
nefndafjölda 17. I samhandi við nefnda-
skipun er athugandi, að nr. 15 og 20 voru
forsetar deildanna, og nr. 30 og 37 ráð-
herrar. Mesta málskrafsskjóðan, J. Ó. hefir
fylt alþingistiðindin siðustu með málaleng-
ingum, sem numu rúmri 51 alin (eindálkað).
Væri alt hans orðaskvaldur ksmið i eina
heild, væri það fyllilega 1 hefti af 14
umrœðuheftum neðri deildar, þegar frá
er dregið fyrirsagnir og atkvæðagreiðslur.
Að koma visdómi Jóns á prent i þingtið-
indum hefir kostað á 4. hundrað kr. Verð-
ur þá ekki annað sagt en það sé dýrt létt-
meti. Önnur mesta málskrafsskjóðan, L.
H. B., kostar ekki öllu minna.
----m-----
Pistlar úr sveitinni.
Úr Suður-Múlaaýslu, 2. jan. 1912.
Fátt hefir til tiðinda borið hér það sem
af er vetri, og þótt ógiftnsamlega tækist
hér til 1. vetrardag, þá hugga menn sig
við, að iúalegur hreppakritur og lævlslegar
kosningabrellur muni ekki aftra Sunnmýl-
ingum i næsta skifti að tylla hrútshorns-
snigli aftan i landshornamennina alkunnu.
Öndvegistið hefir mátt heita að jólura, þótt
oft hafi rignt mikið og snjóað i fjöllin.
Jörð hefir oftast verið þið og var sum-
staðar unnið að þúfnasléttun fram á Þor-
láksmessu. Slikt er þó afarfágætt hér um
slóðir.
Haustvertið varð hér mjög endaslepp og
mátti heita lokið í miðjum nóvember. Inn-
fjarðaveiði hefir engin verið teljandi að
þessu á vetrinum og hvergi sildarvart, þar
sem til hefir spurst. Aftur hefir fuglaveiði
verið með meira móti, svartfugl i fjörðum
og vikum, en rjúpnaveiði inn til dala. Sú
veiði er mörgum sveitamanni hinn mesti
búbætir, einkum þegar markaður er góður
fyrir rjúpur i nágrannalöndunum, og svo
hefir það reynst nú.
Alstaðar hér umbverfis gekk fénaður
sjálfala að jólum, en venju fremur hafa
kvillar ásótt hjarðirnar. Bráðafár hefir
stungið sér niður ailviða, jafnvel þar sem
árlega er bólusett, og sumstaðar valdið all-
miklu tjóni.
Félagslifið er fjörlitið hér um slóðir, eins
og lengi hefir i landi legið. Fjöllin há og
þverhnipt, ókleif eða illkleif af snjó, stia
oss frá viðkynningu og samvinnu við grann-
sveitirnar, svo að hver verður að hýrast í
sinu horni. I þessnm ömurlegu landshátt-
um liggja ræturnar að sundrunginni og sam-
hygðarskortinum, sem oss er brugðið um.
öll þróttmeiri og almenn samtök stranda á
þessu skeri og strjálbygðinni. I kaupstöð-
um og sjóplássum snýst félagsskapurÍDn tið-
ast um staðleg hugðarmál og sksmtanir, en
sveitirnar ósnortnar af þessu að mestn.
Eitt allra erfiðasta viðfangsefni strjál-
bygðu sveitanna hér, sem lögbundinn fé-
lagsskap þarf til að leysa, eru fræðsiumál-
in eftir skólalögunum frá 1907. Fyrirkomu-
lag fræðslumálanna er sniðið fremur eftir
þörfum og staðháttum þéttbygðra sveita
en viðáttanna á Austfjörðum. Dómar al-
mennings um lögin eru lika mjög misjafnir,
en flestum kemur saman um það, þótt reynt
sé að fullnægja lagastafuam, að óþörfum
og ókleifum kostnaði sé varpað á sveitar-
féiögin, sem oft gefi litin \ ávöxt
Með nýungum má það telja, að leitað
hefir verið samskota til minuingarsjóðs
Skúla Magnússonar og sætt andmælum. Þó
eru flestir eða allir sammála um verðieika
Skúla. Mótmælin byggjast á þvi, að vöxt-
um sjóðsins sé eigi varið samkvæmt anda
og stefnu n&fngjafans með því að kosta
nám verzlunarmanna; þykir jafnvel gert of
litið úr Skúla með þvi. Nær skapi hans
mundi hafa verið að verja fénu til náms
vélfræðingum, rafmagnsfræðingum, hugvits-
mönnum eða öðrum þeim, sem beinlinis
gátu átt þátt i verklegum framförum at-
vinnuvega vorra á sjó eða landi.
Úr Borgarfirði oystra, 1. jan. 1912.
;j ?Á nýársdag var haldin allfjölmenn sam-
koma í baruaskólahúsinu á Bakkagerði, til
þess að fagna yfir þvi, að bannlögin væru
að ganga í gildi. Flnttu þarræður: Þor-
steinn M. Jónsson fyrir minni reglunnar og
og hannlaganna, Einar Sveinn Þorsteinsson
fyrir minni IslandB. Jón Jóhannesson fyrir
minni sveitarinnar og Ámi Steinsson fyrir
minni unglingareglunnar. í þessari sveit
fagna flestir sigri bannlaganna, enda
er hér fjölmenn stúka. Samt sem áður er
dálitlu víni komið í land þá skip koma,
þótt eigi verði vottfast og drykkjuskapur
einstakra manna töluvert mikill,
Þ. M. J.
Reikningseyðublöð
hvergi ódýrari en t
Bókverzlun ísafoldar.
’iaieMein 1 aust mönnum og skepuum.
Ratin’s Salgskontor, Pile3tr. 1, Köbenhavn K.
Tom Tjáder,
Nybrogade 28. Köbenhavn K.
Býr til meðul til að losa menn við
veggjatítlur, flær, maur og möl, enn-
fremur rottur og mýs. Eina verk-
smiðjan í þessarri grein, sem hlaut
gullpening (Grand Prix) að verðlaun-
um á sýningutini i Lundúnum 1911.
Einkasali ráðinn í hverjum bæ.
Hús til sölu.
Eitt til tvö íbúðarhús til sölu á góð-
um stað í Keflavík næstk. vor. Góðir
borgunarskilmálar. Upplýsingar gefur
Agúst Jónsson hreppstj. i Keflavik.
Höluðbæknr, smáar og stórar,
Fundarbækur, smáarogstórar,
Gjörðabækur, sm. og st.
Tvírituuarbækur,
smáar og stórar,
Vasabækur, smáar og st.
nýkomið í bókverzlun Isafoldar.
Trúlofunarhringa
vandaða og ódýra
smíðar
Jón Sigmundsson gullsmiður, Laugav. 8.
Jlúsið
nr. 5 A í Tjarnargötu fæst til leigu
eða kaups frá 14. maí.
G. T. Zoeqa.
Ökeypis með öllu
sendnm við stóru verðskrána okkar nr. 24,
með 3000 myndum, um btísáhiSId, verkfæri,
stálvörur, vopn, hljóðfæri, leðurvörur,
tirkeðjur, brjóstuælur, silfurmuni, pfpur
og m. m. fl.
Að panta vörur póstleiðina eru fyrir-
hafnarminstu kanpin. Flettið verðskránni
og ef þér rekist þar á eitthvað, sem yður
vanhagar um, þá skrifið það á miðann,
sem fylgir skránni. Ef yður lika vörurnar,
þegar þær koma, þá haldið þér þeim, en
að öðrum kosti búið þér vel um þær og
endursendið oss þær.
Biðjið um verðskrána og hún verður
send yður um hæl ókeypis.
Importören A|s
Köbenhttvu K.
R i t s t j ó r i:
Ólafur Björnsson.
ísafoidarprentsmiðja.
Hjúkrunarfélag Reykjavikur.
Ársfundur þess var haldinn á mánu-
daginn 12. þ. m. í Iðnaðarmannahús-
inu (minni salnum) fyrir svo miklu
fjölmenni, sem salurinn tók.
Formaður félagsins (próf. theol. jón