Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 2
38 ISAFOLD Yfirlit. Svar til hr. E. G. (Þessa grein hefir ritstjóri Lögr. neitad aö taka npp i blað sitt, taldi hana skamma- grein, en ekki svar. Eg leyfi mér þvi að biðja ísafold fyrir hana og mega þá les- endnrnir dæma nm, hvort réttnefni hafi verið hjá Lögr. ritstj.) Lögrétta, i. og 2. tölubl. þ. á., flytur grein eftir einhvern hr. E. G., er beinist að grein minni: »Hversvegna þegja bændur«, í ísafold 63. tbl. f. á. Grein E. G. er 8 dálkar. Yrði því langt mál að svara með rökum »ósann- inda moldviðri því og blekkingum*, »endaskiftiá sannleikanum« og »ósvífn- um ósannindum að eins í þeim til- gangi að blekkja«, er höf. ber sjálfur fram og brigzlar mér um. Úr grein minni tekur hr. E. G. enga setningu óbreytta, en brot að eins úr fáum setningum og færir úr lagi. Er því ekki von, að lesendur Lögr., er ekki lesa ísaf., fái rétta hug- mynd um það, er eg sagði þar. Eitt sýnishorn tek eg að eins, og get þess um leið, að eg nenni ekki að elta heiðr. höf. í fleiri afkima mis- skilnings og rangfærslu á orðum mín- um. Svo og að stóryrðum einum og getsökum í minn garð er eg ekki van- ur að svara. Eg sagði: >Verið getur að kjósendur sóu í vafa, er velja skal milli flokka og manna. Þeir ættu að kynna sór vel höfuðatriði málanna, t. d. það, hvort betra muni að fá sambandsiagafrumvarpið staðfest á sínum tíma, eða hitt, að verja réttindi og sjálfstæði að takmarkinu: s j á 1 f- stæðu óháðu ríki. Stefnumuninn má sk/ra með einföldu dæmi; Heima- stjórnarmenn vilja láta okkur vera og verða svo sem leiguliða Dana og auð- sveip ölmusubörn; en Sjáifstæðismenn vilja að við verðum sjálfseignarbændur, er engum þurfa að lúta eða ölmusu biðja«. Þetta verður svo hjá hr. E. G.: »Höf. gerir ráð fyrir að . . kjósendur séu í vafa, . . en segir jafnframt, að það sé ástæðulaust, þar sem annars vegar séu Heimastj.m., sem vilja að þjóðin verði* 0. s. frv. Hér er sá munur, að eg tók fram, að orðin væru dami eða líking til skýringar á stefnu- mun flokkanna, en hr. E. G. lætur þau sýnast sem fullyrðing, bókstaflega tekna. Og hvar segi eg »það sé á- stæðulaust», að vera í vafa? Er það þýðing þessara orða minna: »aðkynna sir vel köýuðatriði málanna«. Dæmi þetta o. fl. slík, er snerta grein mína beinlínis, eru þó smá- vægileg og einskisverð afbökunin sú, móti mörgu öðru í grein E. G. Meg- inhluti hennar er þrunginn af ósvífn- um árásum á Sjálfstæðisflokkinn og fyrv. ráðh. B. J. — öllum margtuggn- um áður í Heimstj.blöðunum, og flest- um marg hröktum í blöðum Sjálf- stæðismanna. Hvorki hefi eg gert neitt til fram- kvæmda í flokki Sjálfstæðismanna, né haft áhrif á orð eða gerðir B. J. Sé því ekki, að eg geti tileinkað mér hvort sem væri vansæmd eða heiður, last eða lof fyrir afrek Sjálfst.flokks. og foringja hans. Hann er líka, og æði margir menn flokksins, mörgum sinnum færari mér — og stendur það nær — að svara fyrir sig. Aldrei hefi eg heldur lært gulltungur þær, sem Heimastj.menn gylla með for- ingja sinn, bæði í tima og ótíma, en þá helzt, er sízt skildi. Þó get eg varla hlaupið yfir allar ófærur og endemi Eöf. alveg þegjandi. Þetta t. d. las eg víst alt að því 3XL »Á þessum 2 þingum, sem yfirstjórn fjár- málanna var i höndum þeirra« (Sjálfst,- manna) »uxu skuldir landbúsins um 2 milj. kr., bitlingar og skáldlaun fóru vaxandi, og háttlaunuðum embættnm fjölgaði, sem juku útgjöld landsjóðs um 3 milj. og 30—40 þús. kr.« Eg trúði þvi ekki, að neinn hefði skrifað þetta eða prentað, og hélt það hlyti að vera prentvilla. En nú kom engin leiðrétting í næstu blöðum Lögr. og ekki hefi eg séð hana þar enn. Hvað skal þá hugsa? Væri nærri 3 milj. bætt við syndir Sjálfst.fl. af á- settu ráði, eða þá af einfeldni tómri, get eg ekki ásakað mennina, sem senda þetta frá sér. Þeirn er bara stór vorkunn, að vilja gera mikið — og ekki gott — en hafa þó ekki betra að bjóða. Sorglega skerða þeir mátt sinn og manngildi með slíku hátta- lagi. — Og varla ern þeir virðandi svars. Mér varð að orði: »Fáið ykkur al- þ.tíð. og flettið þeim upp, fáið ykkur stjórnartíðindin og landsreikningana og flettið þeim upp, alt frá 1903 til að byrja með. Þar eru sönnunar- gögnin, sem enginn fær hrakið, ef rétt er skýrt frá og rétt er skilið*. Án þess að þekkja neitt til slíkra heimilda, er ráðlegra að þegja um stjórnmálin og framkomu flokkanna og fjársóun, ef menn vilja ekki eiga á hættu að verða sér til opinberrar minkunar fyrir trúgirni, fáfræði og framhleypni. Að hafa flokksblöðin ein fyrir bibliu og leiðarstein í stjórn- málum — eins og helzt lítur út fyrir að heiðr. höf. hafi gert — það getur auðveldlega gert menn blinda og hat- ursfulía ofstækismenn í flokksmálum og fjarri réttlæti og sannleika í hugs- unum og ályktunum. Á alþingi 1909, eina þinginu sem Sjálfstæðismenn hafa verið óskiftir í meirihluta var ekkert nýtt embætti stofn- að launað af landssjóði, nema embætt- in við háskóla íslands. Háskólastofn- unin er verk beggja flokkanna og má hvorugur öðrum ámæla. Ekki var neitt fé veitt til þessarra nýju embætta fyr en á síðasta þingi (1911), og þá mest fyrir kappróður Heimastjórnar- manna, en Sjálfstæðismenn flestir voru móti fjárveiting þessari svo ftjótt, og ekki tók stjórnin (B. J.) hana í fjár- aukalögin 1910—11. Launin við há- skólann, aukaútgjöld landssjóðs í fjár- lögunum 1912—13, hvort árið yfir launin við embætta skólana þrjá (34,600-^20,800) = 13,800 kr. Kunningjunum í neðri deild, Bjarna frá Vogi og Heimastj.m. þótti laun kennaranna of lág. Bjarni bar fram tillögu um 10,000 kr. hækkun, og Heimastj.m. (Egg. P., E. J., H. H., J. J, S.-Múl., J. M., J. Ól., P. J. og St. St,) föðmuðu hana (hann?) að sér. Samt var tillagan jeld, þvi 12 Sjálf- stæðismenn voru móti henni. Á þing- inu 1909 var og stofnað til nýrra starfa og veitt fé til þeirra. Fiski- matsmenn fleiri vildi þjóðin fá, og voru veittar til þeirra 7800 kr.*) Vænt- anlega fær þjóðin þessar kr. marg borgaðar með jafnara og hærra fisk- verði fyrir vöruvöndunar eftirlitið, og mun þetta alment álitið nauðsynlegt. Verzlunafbrindreka í öðrum lönd- nm eða viðskiftaráðunaut hefir þjóð- in líka viljað fá, eða talsverður hluti hennar a. m. k., eftir ýmsum fundum að dæma, (búfr., búnfél., sláturfél., kaupfél., sambandsfél. o. s. frv.). Hefir því og hreyft verið í nokkrum ritum og veitt hefir áður verið fé í þessum tilgangi (D. Thomsen) og nokkuð í áttina (Herm.). Þegar svo Sjálfstæð- ismenn urðu til þess að veita féð — 10 þús. kr. á ári — (varð 5213,17 kr. 1909) — og völdu manninn til að gegna starfinu af sínum flokki, sem var von, þá ætlar minni hlutinn hreint að ganga af göflunum. Flokkurinn er sakfeldur, maðurinn er svivirtur og störfin eru fyrirlitin, með þeirri and- stygð og ódæmum, að undrun sætir, og viðbjóð vekur hjá góðum og gætn- um mönnum. Og hr. E. G. hefir ekki viljað vera minstur slíkra postula, er velja sér það veglega starf, að sverta einstaka menn og gylla aðra. Dálítil vöntun er það í grein heiðr. höf., að hvergi skuli finnast i 8 dálka lestrinum rökstudd sönnun. Varla nokkur meining óbjöguð eða heilbrigð hugsun, hvað þá heldur nokkur til- vitnun eða tala, sem ekki er rang- færð, rangfærð í óvanalega stórum stil. Eða kanske höf. vilji gera svo vel að sanna orð sin, þó ekki sé nema þau orðin, sem lúta að tölum og því ætti að vera auðveldast að sanna, svo sem skuldina 2 milj. kr. og embætta- og bitlingaaukning yfir 3 milj. kr. ? Eg skal reyna að sýna sannleiks- gildi þeirra. Út af ritsimakostnaðinum tók ráðh. H. H. lán handa landssjóði 18. des. x9°7> Va m^i- kr., en Það er ekki fært inn i landsreikn. fyr en 2. jan. 1908. Lántaka þessi var lögleyfð fyrst á þingi 1903. Aftur var lögleyfð á þingi 1909 ný lántaka, alt að 2 milj. kr., til þess að efla Landsbankann, bæta úr fjárskorti hans og lánsþörf alþýðu — kaupa bankavaxtabréf, er *) í fjárl. 1904 er fyrst veitt fé til tveggja iskimatsmanna, 1600 kr. gefa i vexti 4l/a% árlega. Eftir þess- arri lánsheimild tók ráðh. B. J. lán í júli 1909 fyrir landssjóð ir/2 milj. kr. Byrjað er þegar að afborga lán þessi og mun vera eftir af þeim i árslok 1910, af ritsímaláninu . . . . kr. 450,000 og af bankaláninu ... — 1,425,000 til samans — 1,875,000 Sjálfst.fl. (B. J.) tókvið skuldinni..............— 500,000 Á stjórnarárumhanshef- ir skuldin aukist ... — 1,375,000 eða rúml. ir/3 milj. kr. (ekki 2 milj.) í föstum lánum. Og þessi upphæð öll, eða mest öll, mun gefa landsjóði hér um bil sömu vexti og hann þarf að borga. Af því landsreikningurinn fyrir árið 1910 er ekki enn fullpre'’*:..ður, end- urskoðaður eða til sýnis almenningi, verður ekki sagt að svo stöddu hve mikið minna »skuld Sjálfstæðisflokks- ins við landssjóð«, fyrir þessi 2 stjórn- arár, verður í raun og veru. Breyt- inguna á peningaforða landsjóðs og vöxt viðlagsjóðsins bæði árin ber að að taka með í slikum reiknimri. Fyrir árið 1909 lítur hann svona út reikningurinn sá: Lánað úr viðl.sj. kr. 230,173 Peningaf. 81/i2 '08 — 299,729 ------------ 529,902 Eendurborgað af lánum viðlagasj. — 60,687 Peningaforði 8,/l2 ’o8 (sjá 66. 3. aths endsk. l.r. '09) — 234,524 ---------— 295,211 Mismunur kr. 234,691 Þar frá finst mér rétt að draga (sjá síðar) vexti af innstæðufé viðlagasj. '09 — 75,3 31 Hefir þá komið upp í skuld landssj.auk afb. '09 — 159,360 Þetta síðasttalda á við fyrra árið. Um fjárhag landssjóðs 1910 (síðara ár sjálfstæðismanna) og 1911 má skilja það á ræðum nokkurra þing- manna, að þeim lítist ekki illa á hann. Lárus H. B. segir t. d. . . . »tekju- hallinn á núgildandi fjárlögum, 63 þús. kr., kvað vera nærri því borg- aður til fulls með tekjuafgang frá fyrri hluta fjárhagstímabilsins árið 1910« (Alþtíð. I. 128). Þessi viðskilnaður sjálfstæðisflokks- ins og B. J. við landssjóðinn virðist mér ekki sýna það, að þeir hafi »svik- ið loforð sín og traðkað steínuskrá sinni« í fjármálum, eins og hr. E. G. átelur. Mun eg senda ísafold siðar svo- lítið yfirlit um laun, bitlinga og fleira þess háttar frá 1903, svo og fram- hald svarsins: um hraðskeytamálið, stefnu Jóns Sig. í sjálfstæðismálinu og afstöðu flokkanna til hennar m. fl., ef ástæður gefast til. Viqjús Guðmundsson. tms erlend tíðindi. ---- Kh. «/2 ’12. Frá Portúgal. Uppreisnin er nú að mestu sefuð. Allir stjórnmálaflokk- ar styðja nú stjórnina til þess að upp- ræta hana, því að nú hafa menn kom- ist að því, að það var til ætlun stjórn- lej singjanna, að myrða flokksleysingj- ana, slíta öll símasambönd og sprengja allar rikisbyggingar í loft upp. Þessu tókst að afstýra á elleftu stundu. Meðan uppreisnin var mest hittust þeir í Dover Manúel fyrv. konungur 1 Portúgal og Miguel hertogi af Bra- ganza, sá er gert hefir tilkall til kon- ungdóms f Portúgnl. Mælt er að Mi- guel hafi afsalað sér konungsréttinum eða kröfunni og heitið að styðja Manúel með ráði og dáð til þess að ná aftur völdunum. Það fylgir sögunni, að Manúel muni bráðlega ganga að eiga dóttur Miguels. Þeim verður þó trauðlega kápan úr því klæðinu. Voðabál i Höfn. í nótt kviknaði hér í sykurverksmiðjunni í Borgergade og varð bálið svo mikið, að beilar stórar húsaraðir brunnu til kaldra kola. Slíkt bál hefir eigi sést hér síðan Kristjánsborgarhöll brann. Yið fráfall Eyjólfs Magnússonar. j september f. á. andaðist á Kotströnd í Olfusi Eyjólfur Magnússon fyr barnakennari, sem margir munu kann- ast við. Fyrir 15 árum var hann staddur í Reykjavík um haust. Var þá búinn að dveljast bar nokkrar vikur og stundum illa fyrir kallaður. Voru þá drengir farnir að kalla til hans á götunni, að haun yrði tekinn og fluttur á sína sveit. Hvort þetta befir verið annað eti götu- drengjatal læt eg ósagt, en það varð nóg til þess, að Eyjólfur fór burtu úr bænum og austur að Kotströnd í Ölfusi Þar bjó þá og býr enn Einar Eyjólfsson og kona hans Rannveig Helgadóttir, hálf- systir Eyjólfs Magnússonar; bað hanti nú systur sína að taka sig vetrarlangt; tók hún því vel, klæddi hann upp og hlynti að honum, Eftir það kom hann þangað á hverju hausti klæðlítill og illa til reika, og fékk þar bæði fæði klæðn- að og alla góða aöhlynningu. Var hattn fremur ergilegur í geðsmununt, einkum á seinni árum, og kom það mikið niður á systur hans. Seinasta árið lá hann í rúminu og var mesti aumingi. Við jarðarför Eyjólfs sál. hólt prestur- inn síra Ólafur Magnússon ræðu og lýsti í skýrum dráttum orsökum og afleiðingum ofdrykkjunnar. • Þarna var Ijóst dæmi um, hvað ofdrykkjan get- nr orðið skaðleg. Það hafa a 11 0 f m a r g i r efnilegir menn rneira og minna lantað framtíð sína og sinna, þó fáir hafi algerlega eyðilagt sig, eitts og Eyjólfur, seinni part æfinnar. En nú hafa einhverir tilfinningasamir mannvinir tekið þykkjuna upp fyrir Eyj- ólf og ritað í Ingólf hverja greiuina eft- ir aðra og jafnvel skáldin komin þar á stúfana, og þótt of hörðum orðum farið um drykkfeldni hans og ofdrykkjuna yf- ir höfuð. Var greinunum fyrst beint til síra Ólafs, en þegar Rannveig Helga- dóttir, systir Eyjólfs, getur ekki orðið þeim samdóma um, að ræðan hafi verið til að draga úr heiðri hins framliðna og er jafnvel svo djörf að lýsa yfir því, að sór hafi þótt ræðau góð, þá snúast þess- ir mannvinir að henni með sínar æstu tilfinningar. Það er þó ekki kunnugt, að þessir vandl»tarar hafi öðrum frem- ur kepst um að hjálpa Eyjólfi sál, með an hann þurfti hjálpar við, og virðist hún þá dálítið undarleg þessi viðkvæmni fyrir heiðri hatts eftir dauðann. En þeir ættu að láta Rannveigu Helgadóttit óá reitta, því það var hún sem tók Eyjólf upp af götu sittni, fæddi hatin og klæddi þegar enginn vildi við honum líta. Að öðru leyti geta þeir haldið minningtt hans á lofti eftir því sem þeim þykir bezt við eiga. 2. febrúar 1912. Jón Ouðmundsson (Vifilsstööum). —----------- Tíðindasmælki handan um haf. — Síðan 1830 hafa hertoganum af Wellington verið greiddir 80,000 frankar á ári i eftirlaun úr ríkissjóði Belgíu. Þegar Napóleon var brotinn á bak aftur eftir orustuna við Waterloo og konungs- ríkið Niðnrlönd var stofnað, hót fyrsti konungur þar, Vilhjálmur fyrsti, fyrsta hertoganum af Wellington, hinum nafn- togaða Itershöfðingja, fúlgu þessari í eftir- laun handa honum sjálfum og niðjum hans í karllegg. Þegar konungsríkið Belgía var stofnað eftir byltinguna 1830, lenti þetta gjald eingöngu á henni — og nú hafaBelgir greitt Wellingtonunum alls 7 milj. frauka. Stjórnin í Belgíu hefir boðið hertoga þeim af Wellington, sem nú er uppi, að láta ákveðna fjárhæð eitt skifti fyrir öll koina í stað árgjaldsins; en því boöi hefir her- toginn hafnað. —- Handa fótköldum mönnurn er ný- fundinn rafmagns fótvermir. Fótunum er stungið í silkifóðraðan poka og þrýst á hnapp; þá streymir hiti í pokann. — Barnsvöggu hafa dæmd verið verð- lautt nýverið á iðnsýningu i Fíladelfíu. Hún er svo haglega gerð, að hægt er að draga hana upp eins og klukku; ruggar hún þá sjálfkrafa barninu, sem í henni liggur, og leikur um leið ýms vögguljóð- lög. — Norðmaður flutti nýlega fyrirlestur í þýzkum bæ, og gat þess m. a., að ekki hefðu Þjóðverjar fundið púðrið, heldur Kínverjar. Þessu reiddist borgarstjórinn, er þar var viðstaddur, svo, að hann gekk út í vonzku. Eftirmæli. Þann 24. nóvbr. eíöastl. ir andaöist að Stórn-Vojjum í Gullbringusýslu, yngismærin Gnðrún Ágústa Waaga Magnúsdóttir. tíana- mein hennar var tæring. Hún var fædd á pálmasunnudag 7. aprll 1895. Hún var vel gefin og bjartagóð, og er hennar þvi sárt sakaað af ættingjum og vinum. S. Alt eins og fjólan fölnar blíða og fellur i dá um vetrar stund, eins hverfur mannsins æskan friða aflvana fyrir dauðans mund. hún hrifur burt elli, og sesku blóm. allsherjar hlýðir skapadóm. Sæl ertu nú i sönnum guði sorg og hörmungar viðskilin, inn ertu leidd í alfögnuði af útvöldnm skara I himininn, um eilifð ljómar líkt og sól lausnarans inu við náðarstól. G Verkstjóri. Til að standa fyrir og vinna að steinsteypu við bryggjugerð í Hafnar- firði á komandi vori óskast vanur steinsmiður. — Tilboð hér að lút- andi séu komin til undirritaðs eigi síðar en 10 marzmánaðar næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði 19. febrúar 1912. Magnús Jónsson. Auglýsing. Grasbýlið „Péturskot" í Hraun- um í Garðahreppi, eign Hafnarfjarðar- kaupstaðar, ásamt lóðarréttindum, er til sölu eða leigu frá næstu fardög- um eða frá 14. maí næstk. — Lyst- hafendur semji sem fyrst við undir- ritaðan. Bæjarstjórinn i Hafnarfírði, 19. febrúar 1912. Mín aðferð. Þeim, sem kynnu að vilja læra æf- ingar I. P. Möllers »mín aðferð«, er eg fús til að veita tilsögn, jafnt ung- um sem gömlum, konum sem körl- um. Sjálfur sé eg fyrir húsi með baðáhöldum og öðru þar til heyrandi; þó geta þeir sem vilja fengið að læra þær heima hjá sér. Nánafi upplýsingar gef eg þeim sem óska. Hittist hvern dag í Ing- ólfsstræti 10, kl. 10 —11 f. m. Guðin. Sigurjónsson. TJngur kaupmaður, sem rekið hefir verzlun á eigin spít- ur um nokkur ár, en hættir að verzla nú með vorinu, óskar eftir atvinnu sem forstjóri verzlunar eða kaupfélags eða við annað það starf, sem þarf leiðslu verzlunarfróðs manns. Við- komandi hefir stundað verzlun frá 17 ára aldri og hefir því hlotið góða þekkingu á því, er verzlun snertir. — Hefir góð meðmæli málsmetandi manna. — Tilboð, merkt Verzlunar- atvinna, sendist Isafold. Alle kender ,Gloria‘ gtörste en-gros-Yarehua, der sælger direkte til Forbrugerne, og deríor det billigste Indköbssted for Prívatfolk. De, der endnu ikke liar vort store illustr. Hovedkatalog for 1012, indelioldende flere Tusinde Nr. iHusholdningsartikler, Yærktöj, Vaaben, Cyk!er & Tilbehör, Lædevarer, Galan- teri, Mnsikinstrumenter, Piber, Cigarer, Manufaktur etc, bedes tilskrive os, og vi sender da strax Kataloget gratis og franko. Varehuset Gloria«, A/S, Nörregade 51, Köbenhavn K. 4 herbergja íbúð, stór og góð, með eldhúsi, geymsluplássi, mat- jurtagarði og sölubúð, er til leigu 14. maí n. k. Semjið við Pál Arnason lögregluþjón. Stúlka, sem er vön eldhúsverk- um, óskast strax. — Frú Stefanía Copeland, »Gimli«. 2 efnilegir piltar, sem vilja nema trésmíði, geta fengið pláss nú þeg- ar á góðum stað, — Ritstj. vísar á. Höfuðbækur, smáar og stórar, Fundarbækur, smáarogstórar, Gjörðabækur, sm. og st. Tvíritunarbækur, smáar og stórar, Vasabækur, smáar og st. nýkomið í bókverzlun Isafoldar. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. tiafoldarpreatBmi&ja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.