Ísafold - 23.03.1912, Blaðsíða 2
66
ISAFOLD
Nýjar vörur komnar í vefn-
aðarvðruverzlun
Th.Thorsteinsson
Ingólfshvoli
Kjölatau ullar 0.78—2.65 alinin.
do. baðmullar, mjög ódýr.
Svuntutau. Dragtatau.
Morgunkjólatau 0.30—1.10.
Mislit Klæði í Kjóla, Kápur og Mötla 2.25—
Dömuklæði 1.30—2.90.
Flónel 0.21—0.58. Fóðurtau allar teg.
Léreftin bezt, sem fyr.
Gardinutau margar tegundir.
Sjöl, afarmikið úrval. Kápur. Blúsur. Hattar.
Hálsskraut. Millipils frá 1.00—24.00. Hvit nærföt.
Svuntur. Sokkar. Prjónavörur.
Silki og Silkibönd mjög mikið úrval o. m. m. fleira er nú
komið, sem vert er á að lita.
Vandaðar og- afar-ódýrar vörur.
I
líkt því eins mikill. Verði framhald
á þeim afla, mun hann setja fiskverðið
talsvert niður.
Af hrognum voru Norðmenn fyrir
mánuði búnir að fá 1500 tn.
Frá gjaldkeramálinu
„Leynda skjalið“.
Til eru þess vegna þeir, sem láta sér
detta í hug, að henni sé haldið leyndri
til þess að hægt sé að halda uppi
d y 1 g j u m um það, sem ekki standi
í henni.
Vér getum naumast trúað því, að
sú tilgáta sé rétt.
En eigi er þó óeðlilegt, að hún vakni
í brjóstum manna við öll þau firn,
sem úti eru látin í Lögr.
Lögr. þykist vera full vandlætingar
við stjórnarráðið út af því, að »leynda
skjalið«, þ, e. skýrsla H. D. og Schou,
skuli eigi vera birt.
Vegna hvers?
Vegna þess, að í henni sé eitthvað
ópœgilegt í garð bankastjóranna við
Landsbankann!
Eins og það er nú líka líklegt, að
valdhafarnir séu að leggja kapp á að
leyna því, sem bankastjórunum mætti
til miska verðal
Blaðið verður að kríta eitfhvað, sem
er sennilegra en það tarna!
Og varlega skal blaðið í það fara úr
þessu, að fullyrða meira um þetta mál,
því að vera má að fleirum sé nú kunnugt
orðið inntak þessarar skýrslu en sam-
ábyrgðinni og blaði hennar, svo að
nú dugi ekki lengur að skrókva til
um innihaldið.
Vera má að þeir séu til, utan sam-
ábyrgðarinnar, sem viti, að í þessari
skýrslu standi það eitt um banka-
stjórana, að þeir hafi ekki framan af
grunað gjaldkerann um neinn fjárdrátt
eða þess konar óreglu.
En þetta vita allir fyrir löngu. Það ,er
því ekkert nýtt. Vegna pess getur
skýrslunni eigi verið haldið leyndri.
>Með hálfum launum<.
Landsbankagjaldkeranum kvað vera
vikið frá stöðu sinni, um stundarsakir
»með hálfum launum«. Svo segir að
minsta kosti blaðið Lögrétta (sem eins
og kunnugt er þykist hafa sagnaranda
i stjórnarráðinu), — en ekki hefir þess
heyrst getið, að bankastjórunum hafi
verið tilkynt þessi tilhögun um »hálfu
launin«, þótt bankinn (Landsbankinn)
eigi auðvitað eftir þessu að greiða þau
gjaldkeranum — á meðan hann er
undir sakamálsrannsókn jvrir »misjell-
urnar« í bankanum!
Háyfirvöldin munu nú líklega bera
það fyrir sig, að þetta sé » v e n j a «,
þegar um frávikning embættismanns
um stundarsakir er að tefla (samkv.
tilsk. 3. febr. 1836, þar sem gert er
ráð fyrir, að launin skiftist jafnt milli
»embættismannsins« og þess, sem
settur er). En nokkuð öðru máli
virðist vera að gegna um þau »for-
föll«, þegar embcettismaður ekki er
kominn til embættis síns og annar
því settur í hans stað, eða þegar em-
bættismaður verður veikur um langan
tíma og getur því ekki annað em-
bættinu, eða loks, þegar honum er
vikið frá um stundarsakir, meðan ver-
ySSS/S/SSSSSSS*f'SSSSSS’SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^
^ Herraverzlun |
* ^ Th.Thorsteinsson & Go.
Hafnarstræti 4
Nýttl
Hálsbindi
Slaufur
Hálslin
Skyrtur
Nærföt
Peysur
o. m. m. fleira
Stórt úrvai af
alfatnaði
karla og drengja
Regnþéttar taukápur
Vandað en ódýrt.
fSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSsÁ
VQ
w
ið er að kanna, hvort hann hefir gert
sig sekan í einjaldri embattisvanrakslu,
sem gæti varðað hann embættismissi,
— og um hitt, sem hér á sér stað,
að starjsmaður landsstofnunar er sett-
ur undir sakamálsrannsókn, ekki til
þess að upplýsa það, hvort hann hafi
fyrirgert stöðu sinni í bankanum - -
j>ví að það virðist fyrirsjáanlegt, —
hddur til þess að leiða í ljós, hvort
óregla hans varðar við hegningarlög
eður ei. Dómarinn lætur gjaldkerann
— til þess að komast hjá gæzluvarð-
haldi — setja trygging fyrir því að
hann fari eigi á brott: 20,000 kr.—
En meðan á sakamálsrannsókninni
stendur, á maðurinn, sem kœrður er
jyrir að liaja hajt jé aj bankanum —
að já laun tír bankanum. Og þessi
laun eru aldrei afturkræf, hvernig sem
fer, og þótt gjaldkerinn að lokum
verði dæmdur.
Það virðist næsta óviðfeldið að nota
þessa »venju< um embættismennina i
slíkum tiljellum sem pessum. Hér er
ekki heldur um reglulegan »embættis-
mann« að tefla. Engum blandast líka
hugur um það, að það sem þegar er
komið fram um »misfellur« gjaldker-
ans, er svo alvarlegt, að bankastöðu
sinni getur hann eigi haldið. Þess
vegna hefði mátt víkja honum frá
þegar fyrir fult og alt. Og frávikn-
ing um stundarsakir, en án pess að
honum yrðu ákveðin nokkur laun
fyrir þann tíma (að minsta kosti fyr
en þá eftir á), var hér ekkert rang-
læti. En í stað þess gerir stjórnar-
ráðið ráðstafanir til, að hann haldi
launum sem lengst, langt fram yfir
þann tíma, sem hæfilegur mætti þykja.
Þetta er hrein gjöj til gjaldkerans,
sem stjórnarráðið ætlar Landsbankan-
um að inna af hendi, meðan dómar-
inn er að fjalla um málið — gjöf,
sem virðist ekki koma niður á sem
réttustum stað, eftir alt, sem uppvist
er orðið og stjórnarráðinu hlýtur að
vera einna bezt kunnugt um.
Comes.
Embættisfærsla sýslumanna.
Stjórnarráðið hefir ekki, þrátt fyrir
áskoranir, mótmælt áburði Lögréttu
á sýslumennina, áburði, sem blaðið
hafði (líka ómótmælt) eftir manni úr
stjórnarráðinu.
Stjórnarráðið viðurkennir pví með
pógninni að pað sé rétt, sem blaðið
er látið flytja (fyrir tilstuðlan stjórnar-
ráðsins, eða manns úr því) -— á sama
tíma og verið er að ákvarða í stjórnar-
ráðinu sakamálsrannsókn á Landsbanka-
gjaldkerann, — að „annað eins
Og þetta (hjá gjaldkeranum) koini
oft fyrir" hjá sýslumönnun-
um: Hátt upp í 5000 kr.
vðntun á einu ári, af því,
sem þeir eigi að skila, til
orðin á mismunandi grunsaman hátt!
Hvað segja sýslumennirnir nú ?
Verða þeir allir að þegja við þessu ?
Ólíklegt er það. Slíkur áburður sem
þessi er alveg óheyrður í nokkru
landi — og gxti ekki ábyrgðarlaust
komið jrá stjórn landsins. Alstaðar
annarsstaðar yrði hún, ef þvílíkt mál
kæmi fram, að taka af skarið á ann-
an hátt en hún hefir hér gert.
Eru öll hneyksli leyfð á voru landi ?
»Spyr sá, sem ekki veit«, sagði Jón
lausamaður.
Comes.
„ S ý r u r “
Það er kunnugt orðið, að Lands-
bankagjaldkerinn Halldór Jónsson gaf
það í skyn í svörum sínum til stjórn-
arráðsins við kæru bankastjóranna fyrir
árið 1910, að peir (eða annar þeirra)
myndu hafa breytt tölum þeim, sem
breyttar fundust í bókum hans, —
með sýrum (efnasýrum).
Um þetta farast öðrum rannsóknar-
mannanna, Gísla Sveinssyni, þannig
orð (ísaf. 2. marz): »í sjálfu sér þarf
nú ekki orðum að þvi að eyða, hví-
lík fjarstæða þetta er, en þess má að
eins geta, að sanna má, að breyting-
arnar eru gjaldkerans verk, því að
tölunum er breytt áður en lagt er
saman, og samlagningin sýnir, að
breyttu tölurnar eru teknar, en ekki
hinar upprunalegu*. Endurskoðarar
Landsbankans, þeir Benedikt Sveins-
son og Eggert Briem, segja í skýrslu
sinni (sama bl.): »Að endingu skul-
um við taka það fram í tilefni af um-
mælum gjaldkerans í bréfi hans til
stjórnarráðsins, um það, að breyta
megi tölum með sýrum, að við höf-
um alls ekki orðið þess varir, að slíkt
hafi verið gert í bókum þeim, er við
höfum haft til athugunar [en það voru
allar þær bækur, er hér koma til greina],
enda mundu slíkar breytingar eftir á
reka sig á annarsstaðar og ekki geta
dulist«.
Hefir þú lítil launP
Ef svo er, þi er
hægt að bæta úr því.
Mann vantar til að selja muni, sem allir kaupa er sjá.
Marg*ir hafa unnið ^inu stórfó
með þvl.
Allir geta það
Umsókn sé send á skrifstofu þessa blaðs, merkt:
nr. 606.
Þetta er frftmbúðar-atvinna.
Ætla mætti nú, að með þeSsu hefði
»sending« þessi verið niður kveðin.
Henni var feykt út um bæinn, annað-
hvort af gjaldkeranum sjálfum eða af
— stjórnarráðinu. Það gaf þó ekki
bankastjórunum neinn kost á að bera
hér hönd fyrir höfuð sér, fremur en
endranær.
Nú heyrist þó enn þá, manni til
mikillar undrunar, að til séu þeir
skynskijtingar hér í bæ, karlar og kon-
ur, sem trúi þessu — þessarri vand-
ræðastaðhæfingu. Vildi þetta fólk ekki
enn þá einu sinni renna augunum yfir
umsögn þessarrá trúnaðarmanna bank-
ans, þings og stjórnar — og reyna,
hvort það gæti ekki með neinu móti
grilt í, hve mikið væri hæft í þess-
um »sýrubreytingum« ? Einhverja sjón
hafa þó flestir. Má til skýringar geta
þess, ef vera kynni að mönnum gengi
betur að átta sig eftir en áður, að
tólum verður alls ekki breytt með sýrum,
heldur má nota þær til þess að afmá
tölur. Hjá gjaldkera eru talnabreyt-
ingarnar þannig (eftir þeim skýrslum,
sem fram hafa komið), að réttum töl-
um er breytt í rangar (röngu tölurnar
sýnilega skrifaðar ofan í hinar upp-
runalegu), en afmáðar eru þær ekki.
Ekkert bamið getur verið hér í vafa.
Fyrir rannsóknarmönnunum G. Sv. og
Þ. Þ. viðurkendi og gjaldkeri, að hann
hefði breytt tölum (hærri i lægri) sbr.
skýrslu þeirra í ísaf. 24. febr. þ. a.
Og að hann hefir leyft sér að bera
annað eins og þetta fram sér til varn-
ar, gerir honum sjálfum mestan óleik.
Fyrir hvaða dómstóli, sem vera skal,
hjá siðuðum þjóðum, yrði slíkur fram-
burður sakborningi fremur til áfellis
en varnar. En gjaldkerinn hefir þózt
þekkja þá, er hér ráða lögum og lof-
um, er hann kinnokaði sér eigi við
að skrifa stjórnarráðinu þetta.
Comes.
Frá mannamótum.
Bjarni BJornsson hélt kvöldskemtun
á laugardaginn er var með all-nýstár-
legu móti. Aðalliðurinn á skránni var
ejtirhermur eftir ýmsum leikurum út-
lendum og innlendum, sem fólk hér
kannast við. Þetta er list, sem er
mjög almenn hér á landi og menn
hafa mjög næmt auga fyrir, og var
því varla furða þótt húsið væri troð-
fult. Og menn urðu heldur ekki
blektir, því að Bjarni gjörðist svo lík-
ur sumum leikendunum að undrum
sætti. Sum einkenni leikendanna ýkti
hann dálítið á sama hátt og dráttlist-
armenn gjöra í háðmyndum og vakti
með því mikinn hlátur meðal áhorf-
enda. — Aðdáun vakti það hve vel
hann náði dönsku leikurunum, sem
léku hér i fyrra — málfærinu og öllu
saman. Meðal annars hermdi hann
eftir ýmsum leikendum úr »Ræningj-
unum«, sem menn eiga kost á að sjá
nú um þessar mundir hjá Leikfélag-
inu og geta menn þá borið saman
þann leik og eftirhermur Bjarna. —
Margir halda að leikararnir muni nú
firtast við Bjarna út af þessu, en eftir
því sem sagt er, gjörir hann þetta með
þeirra leyfi, og auðvitað verða allir,
sem koma fram opinberlega að sætta
sig við að vera teknir fyrir í háði
sem alvöru, svo sem viðgengst um
allan heim, og er jafnvel ekki ólær-
dómsríkt að sjá sjálfan sig tekinn frá
'hlægilegri hlið, ef vel er gjört.
Hljóðfæraflokkur Oscars Johansen
hefir látið til sín heyra tvívegis, —
á sunnudag og fimtudag — í Báru-
búð. Flokkurinn er enn eigi þess
megnugur að leysa af hendi nein
hljómleika-stórvirki, en laglega er með
lög þau farið, sem Oscar Johansen
hefir valið flokknum til að spreyta sig á.
Seinasta lagið á söngskránni við
kvæði Rydbergs: Siðasti Apenubúi,
var tilkomumikið. Þar hafði kona
johansens yfir nokkurn hluta kvæðis-
ins, en söngmenn nokkurir annan
hluta þess. Fór þetta alt snoturlega
úr hendi.— í 2 lögum lék Gísli
Guðmundsson »sóló« á horn. Hann
leikur öllum öðrum betur á það hljóð-
færi.
Þessi viðleitni O. J. um að koma
hér upp því, sem heitið geti góður hljóð-
færaflokkur, er mikill gróði fyrir söng-
lifið í þessum bæ. Að þessum góða
vísi ber að hlúa m. a. með því að sitja
eigi heima, þegar flokkurinn lætur til
sín heyra.
-----1-----
Fífldirfska Lögréttu ríður eigi við
einteyming um þessar mundir.
Þangað er nú komið fyrir
e m b æ 11 i s m a n n a m á 1 g a g n i n u,
að það e r farið að lýsa það
»h e 1 b e r ó s a n n i n d i«, s e m e r
hægt a ð sanna skjallega, að
s a 11 e r.
Lögr. lýsir það sem só »helber ósann-
indi«, sem ísafold hefir sagt, að kæra
sú frá Einari Jónassyni, sem getið var
um 1 næstsíðasta blaði, að stjórnarráðið
hefði úrskurðað um 23. ág. síðastliðinn
— hafi nokkurntíma verið send Birni
Kristjánssyni til umsagnar — og þeytir
í ísafold hæfilegu ósanninda-brigzla-stagli
út af þessu.
Nú leyfum vér oss að bjóða Lögróttu
að koma inn á skrifstofu ísafoldar og
sýna henni þar eiginhandarbróf eða úr-
skurð stjórnarráðsins út af þessari kæru
dagsett 23. ág., eins og ísafold hermdi
rótt frá — þar sem stjórnarráð-
ið erað segja frá umsögn þeirri,
er Björu Kristjánsson ásamt
Birni Sigurðssyni hafi sent
þ v í — um þessa kæru, sem gerð hefir
verið að umtalsefni, og klykkir út með
þvi, að það vilji engin frekari afskifti
af henni hafa.
En það setjum vór upp um leið, að
Lögrótta í fyrsta blaði sínu eti greini-
lega ofan í sig þau »helberu ósannindi«,
sem h ú n hefir flutt um þetta mál og
biðji velvirðingar á því, að hún er að
brigzla öðrum um e i g i n v a m m i r.
Aflabrögð: A. G. (Hjalti Jónsson) kom
inn I fyrradag m|<l 27000, eftir 14 daga
útivist. Annar leigubotnvörpnngur Helga
Zoega (skipstj. Þorst. Þorsteinsson) kom
einnig inn í fyrradag með 10—11000.
Bjartara miklu yfir aflabrögðunum síöustu
dagana.
Alliance Francaise, frakkneska félagið
hér i bænnm virðist lifa góðu lifi og sjalf-
sagt eiga mörgum félögum betri framtið.
Þar rekur hver samkoman aðra og er mikið
látið af hversu skemtilegar þær séu. Á
laugardagin var fundur haldinn i Hótel
Reykjavlk og fór þá Courmont háskóla-
docent með ýms kvæði frakkneskra skálda
— af meiri list en annars er kostur á um
kvæðalestur hjá oss, sögðu áheyrendur.
Bazar Hjálpraðishersins. Hjálpræðisherinn
er um þessar mnndir að safna gjöfum til baz-
ars þess, er hann heldur á ári hverju til
styrktar almennri liknarstarfsemi sinni. Gott
málefni og vert, að þvi sé gaumur gefinn.
Dánir. Guðrún Einarsdóttir Nýlendugötu
20, 80 ára. Dó 14. marz.
Guðlaug Einarsdóttir húsfr. frá Tryggva-
skála við Ölfusárbrú. Lézt i Landakots-
spitala 22. marz.
Gasnefnd. í stað Kl. Jónssonar landrit-
ara, sem beiðst bafði lausnar úr gasnefnd
var kosinn í hana á síðasta bæjarstj.fundi
Kristján Þorgrimsson konsúll.
Guðsþjónusta á morgun: I dómk. kl. 12
Bira Bj. J., kl. 6 Sigurbj. Á. Gislason.
í frlk. kl. 12 síra Ól. Ól.
Föstuprédikun á miðvikudag kl. 6: síra
Fr. Friðriksson.
Hjónaefni: Jungfrú Elin Stephensen (lands-
höfðingja) og Július Stefánsson verzlunar-
fulltrúi (frá Djúpavogi).
Jungfrú Maria Þorvarðsdóttir (prentsm.-
stjóra) og Tómas Möller póstafgreiðslum. i
Stykkishólmi.
Sjálfstæðisfélagið heldur fund í Bárubúð
á morgun kl. 6. Þar flytur Sig. Hjör-
leifsson ritstjóri erindi um einkasölu d kol-
um, nýmælið það, sem peningamálanefndin
hefir stungið upp á og nú er að berast svo
mjög á góma milli manna.
Skipafregn. Botnía kom hingað á þriðju-
dagsmorgnn með allmarga farþega. Meðal
þeirra voru: Jgfr. Elin Stephensen (lands-
höfðingja), Páll J. Torfason, B. Ulsson,
vesturfararagent og maður með honum.
Frá Ve8tmanneyjum: Gísli J. Johnson
konsúll með frú, síra Jes Gislason, Sveinn
Björnsson yfirdómslögm. 0. fl.
Skólahátfð. í gærkveldi héldu menta*
skóiapiltar hina arlegu skólabátið: dans
veizlu i Hótel Reykjavik.
Reykjavikur-annáll.
i.