Ísafold - 22.05.1912, Qupperneq 2
122
ISAFOLD
0X0HBEI0I0EIEIH0M0
TH. THORSTEINSSON 0
VEFNAÐARVÖRUVERZLUN
ingólfshvoli
[[=}{
Æ
heíir aftur feugiö margeftirspurðar vörur, sem allir lofa
er reynt hafa
Dömuklteði, svart, á 2.10 og 2.90 pr. al.
Dömukamgarn, svart, á 2.95 pr. al.
C h e v i o t, blátt, mjög breitt, á 2.10 og 2.65 pr. alin.
IEIMD[^=]DMDDI
I □ □
DDHIQI
jað 1910 Góð not höfðu orðið að því
í fyrra vor, þótt ekki væri þá harður
vetur. Svo mundi viðar verða. Og
ilt væri til þess að vita, ef forðabúra-
málið ætti enga framtið, og ekki yrði
hugsað um að byrgja brunninn, fyr
en barnið er dottið ofan í.
Félagsmönnum hefir fjölgað í bezta
lagi það sem af er þessu ári og í
fyrra, og ekki ómögulegt að þúsundið
fyllist, eða því sem næst, á þessu ári.
Þá flutti Jón H. Þorbergsson fjár-
ræktarmaður erindi um sauðfjárrækt.
Ágrip af því kemur síðar hér í biaðinu.
Vorgróður.
Guðm. Davíðsson:
Skógræktarrit. Q-efiÖ
út af Sambandi U.
M. F. í. Rvk 1912.
Það fer ekki mikið fyrir því, þessu
kveri, — aðeins 64 bls. (í 8 bl. broti).
Og þó hefir það að geyma alla þá leynd-
ardóma, er nauðsynlegir eru þeim, er
kynnast vilja skógrækt. Hér eftir
verður því ekki sagt með sanni, að
engin rit finnist á tungu vorri, er
fræði menn um, hvernig beri að gróð-
ursetja tré og runna til heimilisprýði
og gagns. Allar slíkar reglur og leið-
beiningar er að finna i kveri þessu,
auk margs konar fróðleiks um ástand
skóganna í landinu á ýmsum öldum.
Höf. þessa rits hefir um margt ár
unnið að gróðursetning trjáa hér i
landi, og er manna bezt að sér í þeirri
grein. Enda ber ritið það með sér,
að þekking hans og reynsla er þegar
mikil orðin. Og þegar þar við bæt-
ist brennandi áhugi og bjartar vonir
um sigur skógræktarmálsins, er ekki
annars að vænta, en að ritið verði hið
merkilegasta.
í »Innganginum« rekur höf. í nokkr-
um dráttum sögu skóganna, alla leið
frá því er sögur hefjast hér í landi
og fram á vora daga. Er margan
fróðleik þar að finna og margt ágæta vel
sagt. En það er aðeins raunasaga.
Skógarnir hafa verið ofsóttir frá þvi
land bygðist, aldrei hlíft hið minsta,
heldur hvert hermdarverkið rekið ann-
að, er þeim hefir að tjóni orðið. Hlýt-
ur manni því að renna til rifja nú á
dögum, er maður blaðar i slíkri sögu,
og lítur yfir blásin löndin og héruð-
in, þar sem skógur skýldi fyrir rúm-
um mannsaldri. Og mesta eyðilegg-
ingin er mönnunum að kenna —
heimsku þeirra og gáleysi.
Höf. er einn þeirra manna, er trúir
því fastlega, að sögur vorar fari með
rétt mál, þar sem þær minnast á skóga
landsins til forna: að þeir hafi bæði
verið miklir að víðáttu, hærri og viða-
meiri, heldur en það bezta sem nú
þekkist. Og að viðurinn hafi alment
verið notaður til húsagerðar alt fram
á 19. öld. Rök höf. eru í bezta lagi
og hin ábyggilegustu. Skal eg setja
hér eftirfarandi, á bls. 2—3: »Sigurð-
ur Gunnarsson, sem ritar um skóg-
ana á Austurlandi í Norðanfara 1872,
getur þess, að hann hafi séð »birki-
fjalir í fjárhúsum, 6—7 þml. breiðar,
gamla birkisvola í mæniásum, 7—8
áln. langa, og alt að tvíspenningi að
digurð«. Gamla baðstofu kveðst höf.
(S. G.) hafa rifið fyrir 38 árum, er
bygð var af tómu birki. Hafði hún
staðið 60 vetur; var enn ófúið mest
alt birkið, og reisti hann úr því fjár-
hús. Um aldamótin 1800 getur höf.
þess, að í Héraði voru þá svo stórir
skógar, að úr þeim mátti reisa öll
minni háttar hús, og meiri háttar hús
að miklu leyti. Þar sem birkið var
þar þannig notað fram á síðustu aldir
til húsagerðar, má ætlá að það hafi
engu síður verið haft í hús til forna,
þar sem skógarnir voru svo miklu
þroskameiri og víðáttumeiri en þeir
urðu síðar, enda var þá þörfin öllu
meiri«.
Þegar alls þessa er gætt, svo og
hins, að frá alda öðli — eða síðan
land bygðist — var eingöngu sózt
eftir beztu og hávöxnustu trjánum,
jafnóðum og þau uxu, gefur að skilja
hversvegna skógarnir hafa rýrnað svo,
að nú eru þau tré næstum telj-
andi, er nothæf eru til húsagerðar.
Með því að höggva og uppræta beztu
trén, rýrist skógurinn — og þetta hefir
verið gert, eins og fyr segir, frá því
land bygðist. Þess vegna er það rétt
sannað hjá höf., að skógarnir hafa
verið miklu meiri, að öllu leyti, í
fornöld. Virðist því skoðun prófess-
ors Þorvalds Thoroddsens í íslands-
lýsingu, þar sem hann efast um áreið-
anleik fornsagna vorra um skógvöxt-
inn fyrrum, á harla litlum rökum
bygð, og undarlegt, að slíkur vísinda-
maður sem hann skuli verða til þess.
Fáir hafa líklega gert sér hugmynd
um, hvílíkt verðmæti skógarnir eru.
Annars er meðferðin, sem þeir hafa
orðið að sæta, ill skiljanleg. Höf.
drepur litillega á það, og skal eg geta
þess lítilsháttar. Á bls. n stendur:
»í 14 ár — frá 1883—1908 —
hafa 246,936 hestar af skógi verið
höggnir á landinu. Sé gert ráð fyrir
að í hestburðinn fari skógur af 5 fer
faðma stórum bletti, ætti rjóðrið eftir
skógarhöggið á því timabili að vera
töluvert yfir miljón ferfaðma að stærð
eða rúmar 1370 vallardagsláttur.
Meðaltalið verður því á ári 57 dag-
sláttur..........Sé gert ráð fyrir, að
hestburður af skógi kosti um land alt
að meðaltali 1 krónu, sem varla mun
fjarri sanni, verður skógurinn, sem
höggvínn er þessi 24 ár, um 250 þús.
króna virði. Varla mun of mikið i
lagt að ætla skóginn, sem höggvinn
hefir verið til eldneytis og annarra þarfa
síðastliðna öld, hátt á 2. miljón kr.
virði«.
Þetta er mikill fróðleikur og ætti
að verða til þess að hvetja menn eins
og höf. kemst síðar að orði, að gjalda
landinu þá skuld, er þjóðin stendur í
fyrir eyðing skóganna: »Þjóðeignin
öll, eins og hún er nú, myndi ekki
nándarnærri hrökkva til þess að greiða
þá skuld. Hún verður að greiðast
með öðru, sem verður heldur ekki
metið í krónum, sem sé ættjarðarást
og trú á landið og frjómagn þess«.
Rétt er það hjá höf., að skógræktin
byggist aðallega á því að vernda og
friða um skógleifar þær, er finnast.
Það er grundvöllurinn — það fyrsta
sem verður að gera — að bæta þær
jafnhliða því sem menn notfæra sér
þær. Mönnum verður að lærast að
grisja skóginn og skoða hann »sem
höfuðstól, er aldrei megi skerða, en
hafa þó full not af. Það er því skylda
hverrar kynslóðar um sig, að skila
honum til hinnar næstu, ekki einung-
is í sama ásigkomulagi, sem þær taka
við honum, heidur í miklu betra standi.
Við höfuðstólinn á atíð að leggja nokk-
uð aj vöxtunumt.1 (bls. 14).
Það hefir verið meinið mesta, hversu
einstaklingarnir hafa iitið á stundar-
hagnaðinn. Ekki skeytt um annað
en að hafa sem mest upp úr honum
sjálfir. Aldrei tekið tillit til' þess, að
aðrir koma á eftir, er áttu þá heimt-
ing á að njóta þessara gæða landsins.
Einstaklingurinn hefir skarað eld að
sinni köku, án þess að hugleiða, hví-
líkt tjón hann ynni. Þess vegna er
svo komið sem komið er: Margar
hlíðarnar, sem áður voru skógi vaxnar,
berar orðnar, og margar sveitirnar, er
blómlegar voru fyrir fáum mannsöldr-
um, uppblásnar og eyðast nær því ár-
lega svo að til vandræða horfir. Þess
vegna er ekki nema von að oss renni
til rifja, er nú lifum, er við hugsum
til hinnar fornu fegurðar landsins Vér
finnum það bezt, er séð höfum skóg-
leifar landsins, hvað vér höfum mist.
Skógamir eins og þeir eru nú, eru
aðeins svipur hjá sjón. — Þessvegna
er mál komið að hefjast handa með
að klæða landið! »Viljinn dregur
hálft hlass« segir gamalt orðtæki. Sé-
um vér einhuga í því að vilja klæða
landið, og trúum því, að það megi
takast, og ef vér föram þegar að vinna
að því, mun ekki langt um líða, að
hún Fóstra vor taki stakkaskiftum.
»Byrja mætti á því að gróðursetja
hjá hverju býli á landinu vissa tölu
af skógtrjám, ekki færri en 1—2
plöntur á mann fyrsta árið, eða til
jafnaðar 100 þús. plöntur á ári á öllu
landinu og auka þá tölu árlega á
næstu to árum, svo að tala þeirra
skógplantna, sem gróðursettar væru á
tiunda árinu frá byrjun, væri 1 miljón.
Yrði gróðursetti bletturinn að öllu
samantöldu um 1200 teigar eða að
meðaltali á ári um 120 teigar (3—400
dagsláttur). Væri þetta ofurlítil upp-
bót fyrir það, sem höggvið er og brent
í skógunum árlega. Að 10 árum liðn-
um ætti að gróðursetja minst 1 milj.
‘) Letarbreyting gerð af mér. — E. E. S.
plöntur árlega, auk þess, sem gróður-
sett væri i staðinn fyrir það, sem dá-
ið væri af eldri plöntum. Hér er
varla hægt að fara vægar í sakirnar«.
(bls. 13.).
Þetta er falleg hugmynd og fram-
kvæmanleg. Síðar (bls. 23) áætlar höf.
að kostnaðurinn við að gróðursetja skóg
á 100 dagsláttum nemi 40 krónum á
dagsláttuna en girðingarkostnaður kr.
9.60, samtals um 30 kr., er dagslátt-
an kosti. Ætti þetta að vera kleift,
ekki sízt ef nokkrir girtu í samein-
ingu, því að tiltölulega mestur kostn-
aður liggur í girðingunni, sem
verður að koma fyrst. Ekki til neins
að gróðursetja í ógirt svæði.
Eins og fyr er sagt, gefur höf.
ágætar reglur fyrir þvi, hvernig eigi
að gróðursetja. Nefnir hann og þær
helztu trjátegundir, er líkindi eru að
geti þrifist norður hér. Byggir hann
það á þeim tilraunum, er gerðar hafa
verið nú á síðari árum.
Að lokum minnist höf. lítilsháttar
á skógræktardaga. Segir sögu þeirra
og skýrir að nokkuru frá því gagni,
er þeir hafi gert í þeim löndum, er þeir
hafa verið í lögleiddir. Vill höf. að
vér tökum þá upp hjá oss, þ. e. lög-
leiðum einn dag á ári sem ekki megi
nota til annars en gróðursetja tré á.
Um það fer höf. þessum orðum,
bls. 64.:
»Engum blöðum er um það að fletta,
að skógræktardagar — ef almennir yrðu
— myndu geta komið miklu til leiðar
hér á landi sem annarstaðar. Áhuga-
samir menn um skógræktarmál ættu
að snúa sér að þvi að koma þeim á,
hver i sínu bygðarlagi. Og stjórn
landsins ætti að athuga, hvað hún
gæti gert þeim til styrktar.*
Óefað væri það æskilegt, að slíkt
mætti verða. Myndi þá fljótt skipast
á annan veg í landi voru.
Og það traust ber eg til þjóðar
minnar, að ekki liði á löngu, áður en
hún sjái, hvílík nauðsyn ber til þess
að eignast slíkan dag.
»Ef æskan vill rétta þér örvandi
hönd
þá ertu á framtlðar vegi«,
segir Þorsteinn.
Nú hefir æskan tekið þetta mál að
sér. Umgmennafélögin hafa tekið
málið á stefuskrá sína, og þá von hefi
eg, að þau muni bera það til sigurs.
Þegar þessi kynslóð, sem nú er að
vaxa upp, kennir hinni næstu — geng-
ur á undan henni með góðu eftir-
dæmi, og hún svo heldur áfram starf-
inu, mun fagurt verða um að litast, er sú
þriðja og fjórða kemur til sögunnar,
því að:
»sú kemur tíð, að sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga«.
Ef vér, sem ennþá erum ungir, höf-
um það hugfast, að langt er þangað
til að kvelda tekur, og notum daginn
vel, þá munum vér fá miklu áorkað.
Nú er tækifæri til að gerast föður-
betrungar — og er það ekki það,
sem allir — undir niðri — vilja vera ?
Nokkuð er síðan vorið heilsaði
með sólskini og fuglasöng. Glæðir
það ótal vonir og gerir margan yngri
og léttari í spori er það kemur »með
sól i fangi, blóm við barm og bros
á vanga norður í geiminn !< Enda er
líf vort að mestu leyti komið undir
þvi, að vorið heilsi sem allra fyrst —
að vorgróðurinn bregðist ekki. Og að
þessu sinni hefir hann ekki brugðist
og allar líkur til að hann muni hald-
ast. Eru það góð tíðindi mönnum
og skepnum, því að þá er sumarið i
nánd.
Og vorgróður er það, ritið sem hér
hefir verið gert að umtalsefni. Það
flytur með sér sólskin og vorhlýindi
svo mikil, að engin ástæða er til að
efast um þar, að sumarið fari eftir.
Það ætti því erindi inn á hvert ein-
asta heimili á landinu. Þau eru ekki
svo sólskinsrík heimilin vor íslenzku,
að þeim veiti af, þótt þau reyni að
notfæra sér þann yl, er ritið flytur
með sér. — Þessvegna á höf. og út-
gefandinn (Samband U. M. F. í.) heið-
ur og þökk skilið fyrir þenna vor-
gróður.
Og betri ósk á eg ekki Fóstru
vorri til handa, en að höf. megi sjá
eitthvað af hinum fögru vonum sín-
um, er ritið ræðir um, rætast og upp-
fyllast. Þá myndi fagri dalurinn »fyll-
ast skógi«, og eftirkomandi kynslóðir
heiðra minningu vora, er fyrstir hóí-
umst handa með að klæða landið —
aftur!
Einar E. Scemundsen.
Skógræktardagur.
Það fylgir menningu þjóðanna, að
skilja og meta skógana að verðleikum,
og þykir þar bera einna mest á fram-
tíðar-umhyggjunni, sem unnið er
drengilegast að skógrækt. — Öllum
löndum og öllum þjóðum eru skóg-
arnir dýrmætir. Þeir eru ofanjarðar-
námur hagsmuna, hollustu og fegurð-
ar — námur, sem aldrei þurfa að
þverra, ef maðurinn vill.
íslenzki skógurinn er illa farinn.
Hreyfing er að komast á um að endur-
reisa hann, alvarleg, þó einkum sé það
unga fólkið, sem þar á hlut að. Og
hreyfing þessi mun eiga einhverja taug
í öllum landsmönnum sem betur fer
— hún er svo falleg.
í fyrra voru það Ungmennafélögin
hér í Reykjavík, sem tóku upp dæmi
erlendra þjóða og völdu dag til skóg-
ræktar, þar sem allir gætu átt hlut að
verki að gróðursetningu trjáa, undir
umsjón hæfra manna. Þá var unnið
í Skíðabrautinni. Nú á að vinna að
Vífilsstöðum.
Þeir eru eflaust margir, sem v i 1 j a
gróðursetja tré, og einkum á þessum
stað — og vonandi v e r ð a þeir
margir, sem leggja af stað héðan úr
Reykjavík suður að Vífilstöðum í þeim
erindum á morgun, en það er skóg-
ræktardagurinn þetta ár. Skógræktar-
mennirnir þrír, Einar, Guðmundur og
Sumarliði, segja fyrir verkum.
— Það má varla minna vera en að
einn dagur á ári sé helgaður skóg-
ræktinni all-almenl hér á landi, enda
góðar horfur á að svo verði áður langt
um líður. Ungmennafélögin í Norð-
urlandi hafa bundist samtökum um
að beitast fyrir skógræktardeginum
þar, og smátt og smátt færist hann um
bygðirnar annarstaðar á landinu. —
í Noregi, Svíþjóð og víðar ná þeir
til barna- og unglingaskólanna og eru
þar lögboðnir. Væri ekki athugandi,
hvort svo gæti orðið hér? Úr aðal-
vandanum, vankunnáttunni, hefir verið
bætt með Skógreektarritinu. Hvað segir
fræðslumálastjórnin um þetta?
Landskjálftinn í Gnúpverja-
hreppi. Mér láðist að geta í
síðasta blaði um þá vitneskju, sem
við síra Ólafur fengum um landskjálft-
ann í Gnúpverjahreppi. Við hittum
mann frá Geldingaholti, Ólaf Jónsson
að nafni, og hann sagði okkur, að á
Dalbæjunum: Skriðuýelli, Asóljsstóð-
um og Haga, hefðu skemdir orðið
miklar, og á Fossnesi talsverðar.
Enn fremur hefðu þær og orðið
miklar í Mástungum (báðum bæjunum),
Skáldabúðum og Austurhlið. í Austur-
hlíð kvað hann flest hús hrunin nema
baðstofuna.
En á Stóraniípi, í Geldingaholti og á
Stórahofi kvað hann litlar skemdir
hafa orðið.
Um aðra bæi var honum ókunnugt.
E. H.
Hræringarnar
halda alt af áfram eystra, segja
menn, sem þaðan eru nýkomnir. En
kippirnir svo linir, að ekki hlýzt tjón af.
Á sunnudagskvöldið hafði komið
kippur með snarpasta móti.
Fyrirspurnir
hafa verið að koma undanfarna daga
um það, hvort óskað væri eftir vinnu-
krafti héðan austur á landskjálftasvæðið.
ísafold átti tal um það í morgun við
sýslumann Rangæinga. Hann sagði,
að sýslunefndarfundurinn hefði ekki
samþykt neitt um það efni. Hrepps-
nefndum og einstökum mönnum er
ætlað að gangast fyrir að útvega vinnu-
kraft, og auglýsingar um það bjóst
hann við að mundu vera væntanlegar
cftir hátíðina.
Bæjarlindin
á Efra Hvoli, sýslumannssetri Rang-
æinga, hvarf með öllu í landskjálfta-
kippnum 6. þ. mán. En eftir 13
daga kom hún fram aftur nteð eins
miklu vatnsmegni og áður, segir sýslu-
maður oss í dag.
Kolaeinkasalan.
Útgerðarmenn og kaupmenn Reykja-
víkur áttu með sér fund á sunnudag-
inn til þess að ræða um kolaeinka-
sölunýmælið.
Á fundinum töluðu allir móti kola-
einkasölufrv., og að lokum var svo-
feld tillaga samþykt í einu hljóði:
»Fundurinn mótmælir eindregið
einokunarfrumvörpum fjármála-
nefndar þeirrar, er skipuð var á al-
þingi 1911, og telur frumvarp nefnd-
arinnar um einokun á kolum og
steinolíu hina mestu skaðsemd fyrir
sóma og efnalega hagsæld landsins,
með því hvorttveggja hlyti í senn
að hafa þá miklu ókosti í för með
sér,að útiloka kosti frjálsrar verzl-
unarsamkepni, að því er þessar vör-
ur snertir, og draga tilfinnanlega úr
arðsvon aðalatvinnuvegar landsins.
Fundurinn skorar á alþingi og
stjórn landsins, að standa á verði
gegn hverskonar einokun, og gæta
þess, að ekkert haft verði lagt á
frjálsa verzlun eða atvinnuvegi lands-
ins«.