Ísafold - 25.05.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.05.1912, Blaðsíða 1
Kemm út tvisvar 1 viku. Ver6 arg. (60 arkir minst) 4 kr. erlondls 6 ki, oha l'/i dollar; borgiit fyrir mi6jan júli (erlendia fyrir fram). 1SAF0LD Uvpsðen (skrffleg) bnndin viö araœðt, er ógiid nema komln sá til útgefanda Jfyrir 1. okt. ag (.aapandi akuldlaue vi6 blaoib Afgreioila; Ausiuratræti S. XXXIX. árg. Reykjavík 25. maí 1012. 35. tölublað I. O. O. P. 932459 Alþý6ufil.bðkasafn Pósthússtr. 14 kl. B—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bœjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og halsltekn. ók. Fósth.str.HA fid. 2-3 íalandsbanki opinn 10—2 '/¦ °« 5V«—1- K.F.D.M. Lestrar- og skrifstofa 9 árd.—10 sod. Alm. fundir fid. og sd. 8 '/¦ si6degis. Landakotskirkja. Gnösþj. B og 8 a helgum Landakotsspltali f. s.júkravitj. 10'/«—12 og 4—B Landsbankinn ll-2'/i, 5'/i-6'/i. Bankastj. vio ÍSÍSÍ Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarféiagsskrifstofan opin tra 12—2 LandsféhirBir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga hel&a daga 10—12 og 4—7. Lakning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fBd. 12—1 Natturugripasafn opi6 1 '/«—2 '/¦ A annnudögum Stjómarraösskrifstofumar opnar 10—4 daglega Talslmi Beykjavlkur (Fósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlnkning ókeypis Póstk.str. 14B md. 11—12 Vinlssta6ahælið. Heimsðknartimi 12—1. Þjó6menjasafni6 opi6 A sd., þrd. og fmd. 12—2 Eigum við að semja? Ekkert er algengara viðkvæði hjá þeim, sem mótfallnir eru samninga- tilraunum um sambandsmál vort, sem nú er til stofnað, en að við eigum alls ekkert að vera að reyna að semja við Dani um það mál — að við eig- um að fara okkar leiðir, gera það sem okkur sýnist og okkur þykir þörf á, án þess að vera nokkuð að hugsa um Dani eða samninga við þá. Það er svo sem auðvitað, að þegar fullreynt er, að við getum ekki kom- ist að neinum þeim samningum við Dani, sem íslenzkri þjóð þykja sæmi- legir, þá erum við til neyddir að reyna að bjargast einhvern veginn án þeirra samninga. Ekki kemur oss til hugar, að við eigum að ganga að neinu, sem íslenzk þjóð telur sér óboðlegt. Ekki kemur oss til hugar, að við eigum að ganga að neinum afarkostum, til þess eins að fá samið. En því höldum vér fram, að því fari fjarri, að full reynd sé komin á samninga-viðleitnina við Dani. Og því höldum vér líka fram, að það verði oss afar-örðugt að halda sjálfstæðismáli voru til streitu í óving- an við Dani. Vér segjum ekki, að það sé ókleift. En vér fullyrðum, að það sé svo miklum örðugleikum bund- ið, að til góðs árangurs verði að koma fram hjá okkur miklu meira af sjálfs- afneitun, staðfestu og samheldni, en við höfum hingað til látið ættjörð okkar í té. Við verðum þá að vera við því búnir að taka, þegar svo vill verkast, mjög óþægilegum afleiðing- um af deilunum við Dani. Við verð- um að haga okkur alt annan veg, en hr. Skúli Thoroddsen vill að við hög- um okkur i ríkisráðsmálinu. Við verð- um að standa við hverja kröfu, sem við gerum, og ekki láta þokast, þó að við sjáum fram á mikla örðugleika. Vér segjum ekki, að það sé óhugs- andi, að við högum oss svo eftir- leiðis. En vér höldum þvi fram, að undanfarin reynsla bendir ekki i þá áttina — og allra-sízt núverandi fram- koma þess mannsins, sem telja mun mega aðalleiðtoga þeirra manna, sem gegn samninga-tilraununum hafa snú- ist, hr. Skiila Thoroddsens. Og hættulaus er sú leiðin alls ekki, að við reynum að knýja fram sjálf- stæðismál þjóðarinnar smátt og smátt, gegn ákveðinni mótspyrnu frá Dön- um og í óvingan við þi. Hætturnar, sem öllum athugulum mönnum hljóta að liggja í augum uppi, eru að minsta kosti tvær. Önnur er sú, að vér fyrir sakir þroskaleysis og ógætni leggjum lit í deilur um þau atriði, sem við hljót- um að verða undir í — sumpart af því að kröfurnar séu ósanngjarnar af vorri hálfu, sumpart af því að afleið- ingarnar af mótspyrnunni verði okk- ur of magnaðar og lami þjóðlíf okkar. Hin hættan stafar af sundurlyndinu. Með því að fara þá leið, sem and- stæðingar okkar visa okkur á, meg- um við alt af búast við megnu sund- urlyndi með þjóðinni sjálfri. Því fylgir þreyta og leiðindi. Það er ekki til neins að segja okkur, að við eigum ekki að þreytast. Við þreytumst samt. Og við gerum meira. Við fyllumst andstygð út af taumlausum og sam- vizkulausum deilum, sem eru okkur til óvirðingar í augum sjálfra okkar og erlendra manna. Og þá er hætt- an sú, að tilviljunar-meirihluti gangi einn góðan veðurdag, en á óheilla- stund, að því, sem í raun og veru er ættjörð okkar og komandi kynslóð- um alls ekki boðlegt — til þess að komast út úr illdeilunum og óvirð- ingunni; eða til þess að vinna áþreif- anlegan sigur á andstæðingum sinum; eða þá af enn ógöfugri hvötum, sem vér ætlum ekki að nefna. Um báðar þessar hættur mætti rita langt mál. Vér látum oss nægja að þessu sinni, að benda á þær í fáum og almennum orðum. Og vér erum þess fullvísir, að gætnir og athugulir menn hafa gert sér grein þeirra. Og ekki megum við gleyma því i þessu sambandi, hvernig réttarstöðu okkar er háttað. Þeir íslendingar eru til, sem telja hana örugga, ágæta. Þeir bera skjöl og skilríki fyrir ríkisréttind- um okkar, og telja þau fullgild. Vér skulum ekkert á þá deila. En það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Það væri barnaskapur og fá- sinna að loka augunum og þykjast ekki sjá það, að um þetta atriði eru ekki einu sinni íslendingar sammála. Og óhætt er að segja það, að þó að til séu í öðrum löndum þeir góðgjarnir menn, sem taka i strenginn með okk- ur, þá er ekki utan íslands yfirleitt gert mikið úr þeim skilríkjum. Enda þarf ekki djúpsetta þekkingu á stjórn- málasögu landanna til þess að hafa fengið vitneskju um það, að það eru ekki 600—700 ára gömul skrif, sem ekkert hefir verið eftir farið um marg- ar aldir, heldur alt annað, sem ræður úrslitum þjóðmálanna. Og þau einu sambandslög, sem Danir viðurkenna, teljum við sjálfir ólög, og erum hvað eftir annað að neita gildi þeirra. Svo að alt er þetta nokkuð hæpið. Ágæt- ið og öruggleikann komum vér, sann- ast að segja, ekki auga á. Að öllu þessu athuguðu teljum vér beina skyldu við ættjörð vora og þjóð að leita að samningaleiðum. Engum blöðum þarf um það að fletta, hve miklu greiðari framsóknar- brautin yrði oss, ef oss auðnaðist að vera í fullri sátt og góðri samvinnu við Dani, en ef vér ættum í stöðug- um erjum við þá út af sambandi land- anna. Jafnvel stórþjóðirnar finna til þarf- arinnar á þvi að leggja stund á vin- áttu annara. Þeir menn þykja vinna mesta þarfaverkið, sem bera gæfu til þess að tengja saman hugi þjóðanna, og afstýra deilunum. Hvað ætti þá þessarri þjóð að finnast, sem er allra þjóða mestur smælinginnl Og i of- análag er það, að saman við þá þjóð, sem um er teflt, hvort við lifum í sam- lyndi við eða sundurlyndi, höfum við miklu meira að sælda en annars er titt með þjóðunum. Sá maður væri beint blindur af ofstæki, sem ekki sæi það, að oss skiftir það miklu hvort vér lifum í sátt eða stöðugum erjum við Dani. Og tæplega skiftir oss það minna máli, að deilunum um sambandsmálið linni hér ihnanlands. Sú skoðun er áreiðanlega orðin algeng um landið, að þjóðfélag vort sé of veikt til þess að standast slikar orrahríðir, án þess að það bíði mikinn halla af, og að nú sé kominn timi til þess, að farið sé með nokkurri gætni með þjóðina í þessu efni. Vitanlega má segja, og er það sagt, að deilunum linni ekki, þó að samið sé, því að nokkur hluti þjóðarinnar yrði áreiðanlega óánægður með þau kjör, sem nokkur kostur sé að kom- ast að hjá Dönum. En þá er eftir að vita, hve stór sá þjóðarhluti verður. Vér trúum því, að hann verði örlltill, ef því fengist framgengt, sem nú hefir verið talað um að reyna. Það verða þá ekki aðrir en skilnaðarmenn, að því er vér hyggjum. Og enn eru þeir fáir hér í landi. Og þessir skilnaðarmenn eru ekki á móti þeim samningum af því að þeim komi til hugar, að staða vor verði að neinu leyti lakari, þó að samningarnir takist. Þeir eru alls ekki svo skyni skroppnir, að þeir sjái ekki, að hún g e t u r ekki versnað við það, að ísland verði viðurkent frjálst og sjálfstætt ríki, né heldur við það, að við fáum hlutdeild í umráðum allra okkar mála, þeirra er vér fjöllum ekki einir um. Þeir eru engir skynskift- ingar, hvað undarlega sem þeir kunna að tala og rita. Þeir eru á móti, af þvi að þeir óttast, að íslendingar muni una vel hag sínum í sambandi við Dani, ef sú tilhögun kemst á, sem nii er hugsað að reyna að stofna til. En það vilja þeir ekki. Þeir vilja halda sundurþykkinu við — sjálfsagt með það fyrir augum, að einhvern- tima kunnum við að sjá okkur leik á borði og geta skilið við Dani. En við, sem viljum gott samkomu- lag við Dani, við viljum semja, ef kostur er þess, sem ættjörð okkar er fullsæmd af. Við viljum semja — ein- mitt í trausti þess, að þegar sambands- málinu hefir verið ráðið til lykta sann- gjarnlega og skynsamlega, þá verði öll efni til deilna við Dani burt num- in, og að við geium í fnllum friði og samlyndi við Dani, eins og við allar aðrar þjóðir, unnið að því að byggja þetta land og mannast sem bezt. Kvenréttindakonur mataðar með valdi. Thorefélagið. Þessa orftsending hefir hr. Þórarinn Tuli- nius beðið ísafold fyrir: Til landa minna. Fyrir hálfu ári fann eg mig kniið- an til að andmæla í fslenzkum blöð- um hinum sífeldu árásum, er sum þeirra gjörðu á mig og Thorefélagið. fafnvel þótt stundum mætti með réttu finna eitthvað að gufuskipaferðum vor- um, fanst mér þó, að aðfinslurnar hefði mátt gjöra á sæmilegan hátt, þegar tillit er tekið til þess, að það er þó ekki alveg einskisverð- ur hagnaður, sem ísland hefir haft af gufuskipaferðum þeim,er eg núhefihald- ið uppi um nærfelt tuttuga ára bil, þrátt fyrir mjög svo nærgöngula sam- kepni öflugra félags, sem áður réð öllu um samgöngurnar. Allir vita hverjum örðugleikum það er bundið, að veita félagi forstöðu, þegar svo er á komið, og þar eð fé- lagið hefir eigi heldur notið þess stuðn- ings af íslands hálfu, sem við hefði mátt biiast, fýsir mig eigi að halda félaginu uppi fjárhagslega af eigin efn- um, eins og eg nú hefi gert árum saman. Og með því að samningur minn við félagið er út runninn i ár, hefi eg afráðið, að láta af framkvænd- arstjórastöðu minni. Eg get gjört það með góðri samvizku. Eg veit með sjálfum mér, að eg hef unnið bæði vel fyrir félagið og jafnframt starfað ís- landi til gagns, bæði með þvi að koma Kvenréttindakonur á Englandi gera margt til þess að láta taka eftir sér í von um, að það verði málstað þeirra til styrktar. Athafnir þeirra í þessu skyni eru sumar vel til fundnar, en aðrar miður. Rúðubrot þeirra og önnur spellvirki í Westend i vetur urðu til þess, að neðri málstofa þingsins feldi frumvarpið um ,«. kosningarétt kvenna. Kvenforinginn nafn- kunni Sylvia Pankhursí hefir nú nýlega ætlað að gera sér mat úr Titanic-slysinu. Hiin segist sem sé ekki skoða þá menn hetjur, sem björguðu konum og börnum, en drukn- uðu sjálfir, þvi að það sé almenn venja á sjó og af þeirri ástæðu ekki nmtalsvert. Mönnum er ekki ljóst, hvernig hiin hef- ir hugsað sér að styrkja málstað sinn með þessu. Nú eru konur farn- ar að nota auglýsing- ar til eflingar kven- réttindunum. Þær lýsa harðýðgi þeirri, sem þær séu beittar, sem varpað hafi verið í fangelsi fyrir spjðll. Með þær sé farið eins og óbótamenn og þegar þær neiti að láta ofan í sig fæðu þá, sem þeim sé fengin, þá séu þær mataðar með valdi. Þessi mynd er tekin úr auglýsingu í myndablaði einu ensku og sýnir eina af þessum varðhaldskonum, sem verið er að mata. Umsát um Bonnot. Hér birtist mynd af umsátinni um franska stórglæpamanninn Bonnot, sem drepinn var af lögreglunni í Paris eins og getið var um fyrir skömmu hér í blaðinu. Auk lögreglunnar var hersveit kvödd til þess að umkringja vigi Bonnots. Efst sést nokkuð af mannhringnum, en neðantil bifreiðabirgið eftir sprenginguna. Þá sést og í aftursýn heyvagninn, sem hermennirnir höfðu skjól af, þá er þeir voru að koma tundurhylkjunum fyrír. Þriðji höfuðbófinn, Garnier, er enn óhandsamaður. Lögreglan er að frétta til hans við og við, síðast á spönsku landa'mærunum, og hefir nú allar klær úti til að hremma hann. Bófafélag þetta er öflugra og fjölmennara en ætlað var í fyrstu og skifta þeir nú tugum, sem teknir hafa verið fastir. í veg fyrir einokun, og eins með hinu, að styðja að betri samgöngum. Má vera, að þeim mönnum, er hafa sett sér það mark, að ráðast sí og æ á mig og Thorefélagíð, geti orðið nokkur hugnun að því að hafa stutt að þessari ákvörðun minni á sina vísu. Frá þeim vænti eg heldur engr- ar viðurkenningar fyiir starf mitt. Hins vegar finn eg hvöt hjá mér til að þakka þeim löndum minum — og sem betur fer eru þeir margir, — er ávalt hafa sýnt mér og félaginu góðvild og tekið vægt á því, sem á- bótavant hefir verið. Það er von min, að þessir menn veiti »Thore« sama stuðning fram- vegis, einnig þá er ný stjórn er tek- in við. Kaupmannahöfn 10. maí 1912. Þórarinn Tulinius. sjúkdómur hans var banvænn. Hann skipaði læknunum að leyna sig engu og beið svo dauðans með ró og festu. Bústað Strindbergs við Drottning- gatan 85 þekkir hvert mannsbarn í Strindberg á banasænginni. August Strindberg fekk að vita það mörgum dögum áður en hann dó að Stokkhólmi. Af svölunum, sem auð- kendar eru með x á myndinni, talaði hann til manngrúans, sem gerði blys- för til hans í janiiar i vetur á 63 ára afmælisdegi hans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.