Ísafold - 21.08.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.08.1912, Blaðsíða 2
208 ISAFOLD fjárreiður (Alþt. 1911, A. 1366). — Þetta var nú helzta viðskiftasamband- ið, sem viðskiftaráðunauturinn gat bent þjóð vorri á. 1 annari skýrslu (nóv. 1909), skýr- ir hann frá, að 2 menn, annar dansk- ur og hinn íslenzkur, hyggi á að verða nokkurskonar milligöngumenn fyrir íslenzka verzlun í Hamborg, og láti hann þessa getið, ef vera kynni að landsstjórnin vildi láta menn vita um það til hvatningar eða varnaðar (Alþt. 1911, A. 1350). En ekki dettur hon- um í hug að gefa stjórninni nokkra leiðbeiningu um það, hvort hún eigi að ráða mönnum til eða frá að skifta við þessa menn. Og til þess var þó því meiri ástæða, þar sem kunnugt var að annar þessara manna að minsta kosti hafði orðið gjaldþrota eða kom- ist í kröggur fyrir vanskil, sem ekki var víst að stjórninni væri kunnugt um. Úr hinum síðustu skýrslum við- skiftaráðunautsins er þess helst að geta, að hann skýrir stjórninni fleir- um sinnum frá því (síðast í bréfi frá 9. marz 19x2), að hann hafi verið að hvetja Iðnaðarmannafélagið i Rvík til að stofna lotterí og vill auðsjáanlega fá stjórnina til að beitast fyrir fram- kvæmdum í því máli. Og í því skyni sendir hann henni prentaða á- ætlun (Plan) fyrir »Vare og Industri lotteri * Dana, sem hafa megi til fyrir- myndar. Þetta mun koma flatt upp á flesta háttv. þingmenn, sem heyrt hafa ræður hins háttv. viðskiftaráðu- nauts hér í deildinni fyrir nokkrum dögum um hve háskaleg og siðspill- andi öll lotterí væru. En í marz var hann þess hvetjandi við stjórnina, að þessi siðspilling væri flutt inn í land- ið, og benti henni á, hvaða útlent lotterí menn ættu að taka sér til fyr- irmyndar. Má hér um segja, að skjótt breytist veður í lofti, og að fleiri vindhanar snúast skjótlega en þeir, sem sjást á bæjarburstunum. Eg vil nú ekki þreyta hina háttv. deild á því, að tilfæra meira úr hin- um nauða-ómerkilegu skýrslum við- skiftaráðunautsins, heldur láta mér nægja að beiðast skýrslu stjórnarinn- ar um, hversvegna það er látið ganga, að hann vanræki starf sitt, sýni frá- munalega hroðvirkni í skýrslum sín- um og brjóti bæði erindisbréf sitt með þvi að fást við annarleg störf og dvelja langdvölum hér á landi, stundum í fullu leyfisleysi, ef ekki beinu banni stjórnarinnar, og að hann ennfremur sýni landssjóði dæmafáa ágengni í reikningum sinum, þvert ofan i þær reglur, sem stjórnarráðið sjálft hefir sett. Eg get nú hugsað mér, að eg fái þau svör, að stjórnin þykist ekki hafa full tök á viðskiftaráðunautnum eftir því sem fjárveitingin tii hans var orð- uð á síðasta þingi. Eg hefi meira að segja sjálfur hallast að þeirri skoðun. En við nánari rannsókn hefi eg séð, að þetta er helber misskilningur. I Neðri deild var að vísu aftan við fjár- veitinguna til hans hnýtt þessari at- hugasemd: »Erindisbréf hans frá 30. júlí 1009 kaldist óbreytt* (Alþt. 1911, A. 1228). En þetta var felt i Efri deild, og í Sameinuðu þingi var lið- urinn samþyktur þannig: »Til Bjarna Jónssonar frá Vogi til viðskiftaráðunautsstarfa, samkvœmt er- indisbréfi frá 30. júlí 1909 alt að 10,000—10,000 kr. Þar af 6,000 kr. laun hvort árið, og alt að 4,000 kr. hvort árið til jerðdkostnaðar eftir reikningi« (Alþt. 1911, A. 1S 39). Og þannig hljóðar því liðurinn í fjárlögunum. Eins og menn sjá, er hér ekkert ákveðið um að erindisbréf viðskifta- ráðunautsins skuli haldast óbreytt. Það hafði verið farið fram á það og fyrst samþykt. En svo var það einmitt jelt. I lögunum stendur aðeins að viðskiftaráðunautsstarfið skuli rækt sam- kvcemt erindisbréfi frá 30. júlí 1909. Og líti maður svo í erindisbréfið, þá stendur þar í 6. gr.: > Viðskifiaráðu- nauturinn verður að sœtta sig við pœr breytingar, er kunna að verða gjörðar á erindisbréfi. pessu«. Stjórnin getur því breytt erindisbréfinu, eins oghenni sýnist. Og hún getur meira en það. Hún getur, ef því er að skifta, svift viðskiftaráðunautinn starfinu að fullu og öllu, ef hann vanrækir starfið eða btýtur erindisbréfið. Þar segir sem- sé svo í 6. gr.: »Hafist viðskiftaráðunautur nokkuð það að, er kemur í bága við hlutverk hans eftir þessu erindisbréfi eða fer út fyrir verksvið það, er honum er þar ætlað, má svifta hann starfinu og kveðja hann heim taýarlaust«. Það dugar því lítið, þótt fjárveiting- in til viðskiftaráðunautsins sé veitt upp á nafn, því það gildir því að eins, að öll starfræksla hans og framferði sé í fullu samræmi við ákvæði erindis- bréfsins, en í því er bæði honum gert að skyldu að haga sé eftir fyrirskip- unum stjórnarinnar, og henni heimil- að að svifta hann starfinu, ef hann gerir það ekki. Stjórnin hefir því full tök á við- skiftaráðunautnum, og enga afsökun, ef hún líður honum að vanrækja starf sitt og vera að vasast í annarlegum störfum. Stöðulögin hjálparhellan! Þrír alþingismenn, þeir Skúli Thor- oddsen, Bjarni Jónsson og Benedikt Sveinsson báru fram á þingi í gær þessa furðulegu tillögu til þingsálykt- unar. Neðri deild alþingis ályktar: A, að lýsa yfir því: I. að þar sem danska löggjafar- valdið hefir — í 3. gr. stöðulag- anna frá 2. janúar 1871 — við- urkent: a, að »fiskiveiðarnar« séu íslenskt sérmál, þá hefir það og þar með viðurkent, að það sé íslenzka lög- gjafarvaldið er eitt ræður allri lagasetningu, er að fiskiveiðum i landhelgi Islands lýtur, — og ræður því þá og einnig, hvort og hve lengi þegnar Danakon- ungs, sem ekki eru búsettir á íslandi, njóta jafnréttis við ís- lendinga í þeirri grein, sem og hvort endurgjaldslaust skuli vera, eða gegn endurgjaldi. b, að meðan íslenzka löggjafarvaldið lætur þegna Danakonungs, sem ekki eru búsettir á íslandi, njóta jafnréttis við íslendinga, að því er til fiskiveiðanna i landhelgi íslands kemur, þá eru strandvarn- ir Dana hér við land eigi að eins í þágu íslendinga framkvæmdar, heldur og í þágu annara, fyr- greindra þegna Danakonungs. c, að meðan svo hagar, sem nú er, að því er til fyrgreinds jafnrettis, hvað fiskiveiðarnar snertir, kem- ur, verður þá og að líta svo á, sem ríkissjóður Dana framkvæmi landhelgisvörnina alls eigi endur- gjaldslaust. II. að þar sem danska löggjafarvaldið hefir — í 3. gr. stöðulaganna — enn fremur viðurkent, að »verzl- unin« sé íslenzkt sérmál, þá felst þar í: a, viðurkenning þess af danska lög- gjafarvaldsins hálfu, að það sé þá og á valdi islenzka löggjafarvalds- ins eins, að skipa islenzka verzl- unarræðismenn (»konsúla«) í öðr- um löndum, er svo sýnist, og ráða öllu, er þar að lýtur. b, felst og þar í: loforð — eða skuldbinding — af hálfu danska löggjafarvaldsins, að hlutast til um, að engin mótspyrna, eða fyrirstaða, verði, ef til kemur, af annara ríkja hálfu, að því er snertir viðurkenningu íslenzkra konsúla, sem slikra. III. að þar sem danska löggjafarvald- ið — í 3. gr. nefndra stöðulaga — hefir enn fremur viðurkent, að »siglingarnar« séu íslenzkt sérmál, þá felst og þar í: a, viðurkenning þess af danska lög- gjafjrvaldsins hálfu, að það sé íslenzka löggjafarvaldsins eins, en eigi annara, að kveða á um það, hvaða fána ísland skuli hafa á skipum sínum, hvar i heiminum sem stödd eru. Sbr. þá og — hinu sama til enn frekari styrkingar — orðið »verzlun« í nefndri grein stöðu- laganna. b, felst og í téðu ákvæði stöðulag- anna (»siglingar«) loforð — eða skuldbinding — af danska lög- gjafarvaldsins hálfu í þá átt, að það ætli sér að sjá um, að ekki verði á neinn hátt nokkur fyrir- staða, af annara ríkja hálfu, að því er snertir alþjóðlega viður- kenningu islenzka fánans, er til kemur. IV. að þar sem danska löggjafarvaldið hefir — i 3. gr. stöðulaganna frá 2. janúar 1871 — viðurkent, að »lögreglumálefnin« séu is- lenzkt sérmál — sbr. þá og: viðurkent »fiskiveiðarnar« islenzkt sérmál að vera —, þá felst þar í: a, viðurkenning þess af danska lög- gjafarvaldsins hálfu, að það sé íslenzka löggjafarvaldið, sem eitt á að ráða öllu, að þvi er strand- varnirnar (gæzlu fiskiveiðanna m. m.) snertir. b, felst þar i: loforð — eða skuld- binding — af danska löggjafar- valdsins hálfu, að hlutast skuli til um, eða ætli sér að sjá um, að ekki verði á neinn hátt nein fyrirstaða, af hálfu annara ríkja, gegn því, að ísland geti fram- kvæmt þetta vald sitt á þann hátt, sem íslenzka löggjafarvald- inu þykir bezt henta. V. að þar sem danska löggjafarvald- ið hefir ennfremur viðurkent — sbr. ofannefnda grein stöðulag- anna —, að »atvinnuvegirnir« séu yfirleitt íslenzkt sérmál — (sbr. og »vegir og póstgöngur á Islandi*) —, þá felst þar í: a, viðurkenning þess af danska lög- gjafarvaldsins hálfu — sem og leiðir af hlutarins eðli —, að um loftskeytastöðvar hér eigi íslenzka löggjafarvaldið eitt atkvæði, — þ. e. ráði eigi að eins öllu um það, hvar reisa megi á íslandi, heldur og öllu nm hagrýtingu þeirra, hvoxt er um skeytasend- ingar innan lands eða til annara landa ræðir. b, að i viðurkenningu þess, að »at- vinnumálin* — sbr. og hið ann- að, Sem vitnað var í hér að ofan — séu íslenzk sérmál, felst þá og loforð — eða skuldbinding — af danska löggjafarvaldsins hálfu, að sjá skuli um, að ísland geti — alfyiirstöðulaust af öðrum þjóðum — hagnýtt téðan, af danska löggjafarvaldinu viður- kenda, rétt sinn. VI. að þar sem danska löggjafarvaldið hefir í stöðulögunum frá 2. jan. 1871 viðurkent, að ísland hafi »sérstök landsréttindi«, sem og, að það hafi »sérstakleg málefni« — sbr. 1. og 3. gr. stöðulag- anna —, og þar sem í 1. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874 fgefin íslendingum af kgl. einveldi) enn fremur er viður- kent, að í »sérstaklegu málefn- unum« hafi ísland »löggjöf sina, og stjórn, út af fyrir sig«, þá leiðir af þessu: a, viðurkenningu þess af danska löggjafarvaldsins hálfu, að af sér- málum íslands eigi danskir ráð- herrar alls engin afskifti að hafa, né heldur eigi þeir nokkurt at- kvæði um þau. b, felst þá og í fyrgreindu loforð — eða skuldbinding — í þá átt, að séð skuli um, að svo verði hagað, sem í næsta stafliðnum hér á undan segir. B, Enn fremur ályktar þingdeildin: að skora á ráðherra íslands, að gera danska löggjafar- og fram- kvæmdar-valdinu, sem og dönsku þjóðinni framanskráða ályktun þingdeildarinnar kunna. Eins og sjá má af þessum undra- verða samsetningi, eru allar þessar tillögur reistar á þeim ósannindum, að danska löggjafarvaldið hafi viður- kent það, sem það þverneitar að hafa viðurkent. Um það þarf engra vitna við, öll þjóðin veit þetta og sjálfur var Skúli Thoroddsen að semja við Dani árið 1908 um þessi atriði. En nú taka þessir 3 menn það ráð, þegar alt anuað brestur, að reyna til þess að gylla stöðulögin fyrir þjóðinni, til þess að spilla hug hennar til samn- ingatilraunanna við Dani. Mennirnir sem verið hafa að mótmæla stöðu- lögunum og talið þau, með réttu, óvið- unandi, þeir sjá það eitt ráðs að fara að reyna að telja þjóðinni trú um, að stöðulögin hafi það að geyma, sem enginn hefir áður í þeim fundið. Verði þeim að góðu. Þingdeildin hafði ekki svo mikið við, að taka þessari tillögu með neinni alvöru, en samþykti nærri því um- ræðulaust svofelda rökstudda dagskrá, frá Guðlaugi Guðmundssyni: Með pví að deildin finnur eigi ástaðu til að taka ályktun um hina jyrirliggj- andi tillögu, pá tekur deildin Jyrir ncesta mál á dagskrá. Dagskráin var samþykt með öllum greiddum atkvæðum, gegn atkvæðum flutningsmanna þriggja. Nýjar tillögur um hafnargerð. Tilboðin um hafnargerð fyrir Reykja- víkurbæ eiga að vera komin til borg- arstjóra fyrir mánaðarlokin núna. Eitt lilboð er þegar komið. Raunar væri það réttnefndara tillögur um hajn- argerð, því að kostnaðaráætlun fylgir engin. Það er brezkur maður, sem þær hefir gert, Cleary að nafni og er hann hér í bænum um þessar mund- ir. — Tillögur hans eru gagnólíkar áætlun Smiths hins norska. Cleary vill gera Örfirisey að þunga- miðju hafnarinnar, gera járnbryggjur bæði austur og vestur úr henni og öldubrjóta. Þá ællast hann til, að hlaðinn verði skjólgarður á grandan- um til lands og á jafnframt að liggja eftir honum járnbraut, sú braut heldur svo áfram austur og vestur eftir strand- lengjunni á landi, austur á kirkjusand og vestur á Eiðsgranda. Þetta var hið helzta, sem vér rák- um augun í við fljótlega skoðun á plöggum Clearys. SALTKJ0T mjög' ódýrt, selst þessar vikur í LIVERPOOL. Trá oq með 15. ágúsf 1912 er verðið á öííum feguncíum af sfeinofíu fjækkað um 5 krónur pr. funnu. ffið danska sfeinolíufjlufaféíag, Ísíands-deiíd. Skal eigi neitt um dæmt áh verjum rökum tillögur hans eru bygðar, en óneitanlega vantar það sem við á að eta: kostnaðaráœtlun. Svo mun þó vera, að hr. Cleary sé þess reiðubúinn að gera hana í snatri, svo framarlega sem bæjarstjórn að ein- hverju leyti sinnir máli hans. ------------------- Fiskifélag íslands og steinolíueinokunin. Stjórn Fiskijélags Islands (Hannes Hafliðason, M. Magnússon, Matth. Þórðarson, Geir Sigurðsson ogTryggvi Gunnarsson) hafa sent alþingi erindi út af verðhækkuninni á steinolíunni. í þessu bréfi segir svo meðal annars: Þessi 5 króna hækkun á hverri tunnu kom mjög óvænt og öllum fjölda manna alls á óvart, þar sem ekki hafði heyrzt neitt um það áður að breyting væri fyrirsjáanleg og höfðu menn þess vegna alls ekki getað birgt sig upp með neinar birgðir fram yfir daglega notkun. Félagið hafði líka þegar í öndverðu þessa árs hækkað hinar tvær ódýrari olíutegundir — jarð- olíu og specialolíu — hina fyrnefndu um 8 kr. en síðarnefndu um 5 kr. hverja tunnu, svo því síður var hægt að búast við frekari hækkun að sinni. í samtali við herra Debell, forstjóra D. D. P. A. hér í dag, lét hann í ljós við einn af oss meðundirrituðum, að hann gæti búist við alt að 3 kr. hækk- un enn þá á hverri tunnu, svo að sú er hér um ræðir, er alls ekki neitt hámark, heldur er miklu fremur á- stæða til að ætla að frekari hækkun eigi sér stað nú innan skamms. Félagið leitar ásjár þingsins um þetta mikilvæga atvinnumál landsbúa- Um aóstoð sína getur þingið ekki neitað, þó af því leiði dráttur á þing- inu fyrir óhæfilega óbilgirni og of- stopa fárra þingmanna. Þeim kæmi það líka ef til vill held- ur lakar sumum þingmönnum, að koma heim með hækkunina á þing- fararkaupi, jafnframt því sem þeir segðu kjósendunum, að þeir hefðu ómögulega mátt vera að því að gera neina ráðstöfun um olíumálið. Islandsbanki. Reikningur hans fyrir júlimánuð er ný- kominn. Viðskiftavelta hans hefir verið alls kr. 5,277,432,61 Vixlalán numið kr. 3,374,391,23, sjálfskuld- arábyrgðarlánog reikningslán kr. 2050009.69, fasteignaveðslán kr. 863700,08, lán gegn ábyrgð sýslu- og hnjarfélaga kr. 154189,35 handveðslán kr. 187,983,95. I verðhréfum átti hann í mánaðarlok kr. 642713,03 — Útbúin þrjú höfðu til sinna umráða kr. 1,556,958,77 Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé, i inn- stæðu á dálk og með innlánskjörnm kr. 2,573,153,16 erl. bönkum 0. fl. 1,313,729,60 kr. — Bankavaxtabréfin námu 950 þús., seðlar í umferð kr. 1,218,385, — varasjóðnr nam kr. 265583,17 Máimforði bankans var kr. 491,276. Tækifæriskaup. Undirritaður hefir ágætt tvílyft hús til sölu nú þegar í Austurbænum; húsinu fylgir umgirt lóð og geymslu- hús með innréttaðri íbúð. Húsið verð- ur eigi leigt út niðri strax, ef kaup- andinn skyldi vilja flytja í það sjálfur. Oddur Gístason. 2 kýr, snemmbærar, ungar og fallegar, til sölu í haust að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Undirritaður kaupir e n g i n blöð né tímarit eftir næstkomandi áramót. Reykjavík 20. ágúst 1912. Sigurður Erlendsson, bóksali. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J, Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Tapast hefir frá Eskihlið suður i Fossvog böggull, höfuðsjal og stígvél innan í. Skilvís finnandi beðinn að skila því á Vatnsstíg 9, gegn fundar- launum. Sjálfblekungur fundinn 20. þ. mán. Geymdur á skrifst. blaðsins. Hér moð tilkynnist að jarðarför Oluf M. Hansens hattara fer fram föstudag 23. þ. mán. kl. Ill/a f. h. frá Landakotsspítala. Jónfna Hansen. Öllum þeim, sem i veikindum okkar elsk- uðn konu og móður, Ölafar sálugu Pálsdótt- ur, vitjuðu hennar og við dauða hennar og jarðarför sýndu okkur hluttekningu og heið- ur með návist sinni og öðru móti, færum við hinar hjartanlegustu þakkir. Aðstandendur hinnar látnu. 13. ágúst andaðist að Vifilsstaðahæli Þórdfs Guðlaugsdóttir frá Stað i Steingrímsfirði. Jarðarför hennar ákveðin fimtudag 22. þ. m. kl. 12 frá dómkirkjunni. Kristol. (Hármeðal). Ver hárroti og eyðir flösu. J mmmmm * • » Miklar birgðir af alskonar timbri hefir H.f- Timbur og kolaverzluoin Reykjavík. Moinlaust mönnum og skepnam. Ratin’s Salgskontor,Ny Österg. 2. KöbenhavnK Ritstjórar: Ólafur Björnsson og Sigurður Hjörleifsson Isafoldarprentsmifija

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.