Ísafold - 23.11.1912, Síða 2

Ísafold - 23.11.1912, Síða 2
284 ISATOLD Niðursuðuverksmiðjan „Ísland“, ísaflrði. Haupmenní Ef yður er verulegt áhugamál að geðjast viðskiftamönnum yðar, þá skuluð þér hafa á boðstólum niðursoðnar vörur frá nefndu firma, er hloiið hefir i. viðurkenningu fyrir vörugæði víða um lönd. Kaupið hinar heimsfrægu flskibollur! Eflið innlendan iðnað! Aðalumboð fyrir Reykjavik og nágrenni H. Benediktsson, Reykjavík. Björn Jónsson f. ráðh. liggur mjög þungt haldinn síðan á miðvikudag. Hann fekk þá um kvöld- ið heilablóðfall, en hafði um daginn verið á ferli úti um bæ allhress. Síðari hluta dags kendi hann ónota og háttaði, en milli kl. 7 og 8 um kvöldið kom heilablóðfallið og gerði hann máttlausan alveg vinstra megin og mállausan. Hefir hann legið síðan mállaus og meðvitundarlaus upp á síðkastið. Um samgöngur. Eftir Pál Sieýánsson frá Þverá. Eitt af því sem stjórn hvers sjálf- stæðs þjóðfélags lætur sér mjög um- hugað um, er samgöngurnar, ekki einungis innan takmarka þjóðfélagsins, heldur einnig út á við. Undir inn- byrðis samgöngum ríkisins er hagur verzlunar og viðskifta mjög kominn; ibúar hvers lands þurfa að eiga sem beztan kost á að geta haft innbyrðis viðskifti. En þjóðin þarf líka sam- göngur út á við, svo hún eigi sem hægast með að ná til útlends markaðar, einkum og sérílagi með afurðir sínar, og er nauðsynlegt að slíkar samgöngur séu hæfijega-tíðaf—í-ssrssrífcuroi viS" ■paovörumagn, sem til flutnings fell- ur, en slíkt skapast mjög af sjálfu sér eða framleiðslumagni þjóðarinnar. En aðalatriðið er, hvort sem samgöng- urnar eru tiðar eða strjálar, að þær séu reglubundnur og áreiðanlegar, og má að vissu leyti telja, að samgöngur heyri undir verzlun og viðskifti. Eins og viðskifti geta aldrei orðið góð eða aflað sér trausts og álits, nema þau séu áreiðanleg, eins geta samgöngurnar aldrei orðið til fulls gagns nema þær séu áreiðanlegar. Samgöngunum má skifta í tvent: 1) póst- og fólksflutning, 2) vöru- flutning. Og er það einkum hið fyr- talda, sem ríkið telur sér skylt að annast, og sjá um að sé sem reglu- bundnast og hraðast, því ríkið telur það skyldu sina bæði að sjá um póst- flutning, sem flólksflutningur er vana- lega sameinaður, og að sjá um að þegn- ar ríkisins geti, eftir því sem við verð- ur komið, á sem styztum tíma og sem kostnaðarminst komist ferða sinna. Oftast er hægt að sameina nokkurn vöruflutning þessari tegund sam- gangna, og einkum er það gert þar sem þörfin er ekki mjög mikil, og er það gert til þess að draga úr beina kostnaðinum, sem slíkar samgöngur hafa í för með sér. En þó er forð- ast að gjöra svo mikið að því, að það baki ferðafólki mikla tímatöf, eða mikil bein peningaútgjöld, né tefji póstflutn- ing tilfinnanlega. Vöruflutningana telur ríkið sér síð- ur skylt að annast, vegna þess að til þeirra fást vanalega sjálfboðnir mögu- leikar, þegar þörf krefur. En þó getur slíkt komið til greina, og einkum og sérílagi þegar einhverra hluta vegna eru örðugleikar á að nálgast útlendan markað, sérstaklega með afurðir ríkisins. Siðan gufuskipasamgöngur hófust hér, má svo að orði komast, til þess að gefa stutta lýsing á þeim, að aðal- einkenni þeirra hafi verið viðskiftalegur óáreiðanleiki, bæði í því hvað skip þau, er til samgangnanna etu höfð, áskilja sér mikil réttindi og undan- þágur frá áætlun þeirri, er gefin er út fyrir þau, og svo líka i því, hve óregluhundnar ferðir þeirra eru og þar af leiðandi óregluleg samböndin, sem vér fáum, þrátt fyrir allan fjölda þeirra hin siðusfu árin. Stjórn og þing eiga töluverða sök á þessu. Sjálf hefir stjórnin nldrei ómakað sig til þess að setja samgöngur vorar í kerfi, mynda samgangnakerfi, heldur látið alt reka á reiðanum, eftir því sem skipaútgerð- um þeim hefir þóknast, er haldið hafa uppi samgöngunum. Afskifti þings og stjórnar hafa frem- ur lotið að því, að heimta af hverju skipi, sem hér siglir, að það hafi sem flesta viðkomustaði, án þess að taka nokkurt tillit til flutningsþarfar stað- anna eða vörumagns þeirra, og hefir stjórnmálafylgi einstakra manna ráðið nokkuru um þetta. Eins hafa afskifti þings og stjórnar lotið að því, að hlutast til um að farmgjald og fargjald væri svo og svo lágt. Það út af fyrir sig er auðvitað gott og blessað. En lágt fargjald er ekki einhlítt til þess að ódýrt sé að ferðast, ef ekki er jafnframt séð fyrir því, að fólkið sem ferðast, fái sem greiðastan flutning. Þrátt fyrir hið afarlága fargjald verður ferðalagið mjög dýrt, vegna hins afar- langa tíma, sem til ferðalagsins geng- ur, en því valda hinir mörgu og oft ónauðsynlegu viðkomustaðir, og nær það bæði til strandferðaskipa og milli- landaskipa, þó það komi ennþá til- finnanlegar niður á ferðafólki með strandferðaskipunum, vegna hinna heimskulega mörgu viðkomustaða sem þau hafa, og á stjórn vor og þing einkum sök á því. í hugsunarleysi og af hreppapólitík hafa þingmenn- irnir heimtað viðkomustað.4'viðkómu- staB^ÖÍanT svó kjósendur þeirra gætu stært sig af því, að til þeirra kæmi gufuskip. En með þessu móti getur gufuskipaútgerð ekki orðið arðvænleg og ferðalagið verður afar-kostnaðar- samt fyrir ferðafólk. Fé eyða menn daglega á skipunum og langur timi fer til ónýtis fyrir fjölda manna. Má segja, að ekki er mikið tillit tekið til þess, að tíminn er peningar. Þegar einhver staður er löggiltur sem verzlunarstaður, þá er strax heimt- að að öll skip komi þar við, án þess að nokkuð sé grenslast eftir hvort þar sé nokkuð að gera fyrir þau, eða nokk- urt vörumagn að bjóða til flutnings. Og til eru þeir staðir, sem strand- ferðaskipin koma á ár eftir ár, sem enginn afgreiðslumaður fæst á, jafnvel þótt þeim sé boðið að eignast alt það farmgjald, sem til fellur á þeim stað yfir árið. Þannig er það fyrir ofur- kapp einstakra manna og þingmanna, að ýmsir staðir eru gerðir að við- komustöðum strandbátanna, og þegar staðurinn er einu sinni kominn á áætlun, þá er ekkert um það hugsað frekar hvort nokkurum sé þetta til gagns. Staðurinn er látinn standa á áætlun úr því, og nýjum viðkomu- stöðum bætt við, jafnvel árlega. Þegar litið er til-tölu skipa þeirra, sem haldið er út til millilandaferða, er auðsætt, að með þeim mætti halda uppi reglubundnum samböndum milli allra landsfjórðunga og útlanda, að eins ef fyrirkomulaginu væri breytt. Og aðalbreytingin yrði að vera í því fólgin, að hvert skip sigldi á ákveðið svæði, en legði ekki alt landið undir sig, og mætti hæglega með þvi fyrir- komulagi útvega hverjum landsfjórð- ungi mánaðarleg sambönd við útlönd með jöfnu millibili, og yrði nægilegt fyrir flesta hluta landsins og miklu betra en hið núverandi fyrirkomulag. Auðvitað nægði slikt ekki fyrir Reykja- vík, sem ætti og þarf að hafa bezt samband. Þar mundi ekki veita af tveimur skipum i mánuði með fjórtán daga millibili. Jafnframt yrðu þau skip að hætta að sigla inn á auka- staði fyrir lítið sem ekkert farmgjald, því það tefur þau venjulega meira en svarar farmgjaldi til þessara staða, tefur fyrir póstflutningi og bakar ferða- fólki, sem með þeim er, beinan og óbeinan kostnað, sem oft nemur miklu meiri fjárhæð samanlegt en farmgjald- inu nemur, sem þau höfðu meðferðis, en sé margt ferðafólk með, getur út- gerðin ef til vill haft upp sinn kostn- að, á ferðafólkinu. Þessir smástaðir fá þá vörur sínar fluttar fyrir lágt verð á kostnað ferðafólks. Þetta er eitt með öðru, sem orðið hefir til þess að stofna innanlands- samgöngum vorum í það óefni, sem nú er útlit fyrir að vér séum komnir í með þær. Það er þessi jafnaðar- hugmynd, sem hefir verið svo rik, að láta alla fá vöruflutning fyrir sama gjald, en sem er strangt tekið argasti ójöfnuður gagnvart þeim stöðiím, sem meiri flutning veita, og einkum og sérilagi gagnvart þeim stöðum, sem hafa lagt mikið í kostnað til að gera alla skipaafgreiðslu sem hægasta og fljótasta. Það er ekki nóg með það, að þess- um smástöðum sé gefinn kostur á að fá umskipaðar vörur án aukagjalds, heldur finst mönnum það jafnvel ósæmilegt gagnvart staðnum, að hann standi ekki i beinu sambandi við út- lönd, fái vörur sinar beint, sem svo er kallað (samanb. kenningar B. J. í Norðra). Nl. Taflmenn. Manntafl er gömul íþrótt og göfug, fögur og fjölbreytileg. Margbreytnin er óendanleg. Svo oft má flytja 32 menn til og frá á 64 reitum til þess að röðin endurtak- ist. — Hinni óútreiknanlegu tilviljun tekst ekki að láta tvö tefld töfl verða eins. Og það er einmitt þessi óendanlega margbreytni, sem gerir manntaflið svo skemtilegt — gerir það eitt af þyngstu viðfangsefnum mannsins. Fullkominn i þeirri íþrótt getur eng- inn vænst eftir að verða. Hámarkið er neimsmeistari. Vill ekki einhver íslendingurinn verða heimsmeistari f I Reylcjavik er taflfélag, eins og viða annarsstaðar í hinum mentaða heimi. Það var stofnað árið 1900 og fór vel á stað; hafði góðum taflmönnum á að skipa og fekk góða kjölfestu frá próf. W. Fiske. í raun og veru á félagið honum tilveru sína eingöngu að þakka. En félagið dofnaði, lá við að það sofnaði meira að segja. En nú er að lifna yfir því aftur. í vetur heldur það fundi á hverju kveldi i Báruhús- inu uppi, kl. 8V2—n °g þar yfir. Eitt af þvi, sem próf. Fisker gaf taflfélagi Reykjavíkur, var taflborð úr marmara — mesti kjörgripur. Er í ráði að kaupa hæfilega taflmenn, er fylgi því, og nalda kappskákir einu sinni á ári um gripinn. Kappskákir þær verða fyrir alt ís- land, en að eins fyrir íslendinga. í vetur verða þær haldnar í janúar, sam- kvæmt auglýsingu á öðrum stað hér i blaðinu, en framvegis að likindum í nóvember. Annars munu þær verða auglýstar með tveggja mánaða fyrir- vara i hvert skifti. Sá er vinnur borðið, er skákmeist- ari íslands. Er hann skyldur að heyja einvígi við hvern sem skorar á hann, en lætur borðið ekki af hendi nema hann verði yfirunninn í hinurn árlegu almennu kappskákum. Vinni sami maður borðið þrisvar i röð verður hann eigandi þess. Æskilegt væri að sem flestir íslenzkir taflmenn tækju þátt i kappskákinni. X+4. Veðrótta frá 21. nóv. til 2 . nóv Fd. Fsd. Ld. V.ey. S>3 4,0 — 1,0 Rv. 7,o 3,8 0 íf. o,7 i,7 —2,3 Ak. —3,7 4,0 —1,6 Gr. 1,2 o,S —S,o Sf. o,9 7, S 2,1 Þh. 4,o 9,4 S,7 V.ey. = Vestmanneyjar. Rv. = Reykjavík. ís. = ísafjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grimsstaðir. Sf. = Seyðisf jörður. Þh. = Þórshöfn á Fære. -----sae----- Ofriðurinn á Balkanskaga. Síðustu blaðafréttir. ísafold hafa borist ensk blöð frá 16. þ. m. Þar er frá þvi skýrt að Búlg- arar hafi brotist gegnum Tschataldja- vigin, jafnvel með það farið að Nazitn Pasha, yfirhershöfðingi Tyrkja, hafi gefist upp, en vitanlega eru þetta kvik- sögur einar. Simskeytið, sem ísafold birti 20. þ. m. og kom þá samdæg- urs frá Khöfn, hermdi, að daglegar orustur væru þar við vigin og veitti ýmsum betur. Er þá auðsætt að fréttir ensku blaðanna um þetta hafa verið skolfregnir einar. Hins vegar eru þar, að þvi er séð verður, miklu áreiðanlegri fréttir um kóleru-sóttina þar syðra, er nýlega var getið um í simfrétt hér i blaðinu. Á kólerunni bar þó enn fremur lítið i Miklagarði, meðal borgarbúa sjálfra, þó hennar hefði orðið þar vart, en í herliði Tyrkja við Tschataldja voru mikil brögð að henni. Á 7. þúsund tyrkneskra hermanna hafði þá .sýkst og sóttin fór dagversnaiiui. Um 500 manna sýktust daglega. Kóleru- sjúklingar og særðir menn voru fluttir saman í vögnum til Miklagarðs, en sumir kólerusjúklinganna dóu i vögn- unum en aðrir voru dauðvona. Lík 263 manna, er dáið höfðu úr kóleru, voru látin í eina og sömu gröf, við Hademkeui, aðalherstöðvar Tyrkja aust- an við Tschataldja-virkin. Það var á þriðjudaginn 12. þ. m. Líkin voru dregin með járnkrókum að gröfinni og siðan velt ofan i hana. Aftur voru mikil brögð að kóler- unni meðal flóttamanna hvaðanæfa af landinu, sem hafast við i Miklagirði og eru taldar 80 þúsundir manna. Með einni járnbrautarlest höfðu verið fluttir þaðan 160 kóleru-sjúklingar á- leiðis til sjúkrahúss við Sæviðarsund. En það er ekki nóg með það að her Tyrkja standi ógn af kólerunni, heldur líka her Búlgara. Fullyrt að sýkinnar hafi líka orðið vart í her þeirra, en þó lítil brögð að því til þess tima. Hinsvegar við því búist, að ef sýkin breiddist til muna út i hernum, yrðu Búlgarar fúsari til frið- arsamninga. Blaðið Daily Maíl 16. þ. m. getur þess að ekkert samkomulag sé þá á komið milli Austurríkismanna og Serba um Albaniu, eða um höfn, eða hafnir fyrir Serbíu við Adriahaf. Segir að Rússastjórn dragi mjög taum með Serbíu í þvi máli, en hins vegar séu þess engin merki enn, að Rússar ætli að veita Serbum vopna-fulltingi, til þess að ná þar höfnum. Deilur eru lika að sögn milli stjórn- ar Austurríkia og Svartfellingakonungs út af borginni Alessio í Albaníu, við Adríahaf. Svartfellingar vilja taka hana og fleiri bæi þar í nánd, en Austurrikismenn banna. Nikulás Svart- fellingakonungur kveðst þó muni hafa bann það að engu. Ennfremur má sjá það af blöðum þessum, að Serbar höfðu þá ekki enn tekið borgina Monastír i Makedoníu. Fyrri simfregnin um það til ísafoldar hefir því verið röng, en hin síðari rétt. En við Adríanopel veittu Tyrkir enn vasklega vörn. Setuliðið þar hafði gert útrás úr virkjunum 12. þ. m. og höfðu þá fallið um 1000 manna af umsátursliði Búlgara. Við Adrianopel bar það og við nýlega, að rússnessur flugkappi, Efi- moff að nafni, er gengið hafði í lið Búlgara, var á sveimi í vél sinni yfir borginni. Tyrkir skutu á vélina og hæfðu hana viða og taldi Efimoff sér bráðan bana búinn. Tók hann marg- hleypu úr vasa sínum og bjóst til að skjóta sig sjálfur, svo ekki ienti hann i höndum fjandmanna sinna með lífs- marki. En þegar betur var að gáð, reyndist skemdin, er orðin var á flugvélinni, ekki hættuleg og 20 mín- útum sfðar gat hann stigið til jarðar norður við Mustapha Pascha. Leikfél. BeykjavikL'r, Verkfallið eftir Edgar Höyer. verður leikið laugard. 23. nóv. kL 8 síðd. i Iðnaðarmannahúsinu. Nokkur orð til isl. lækna. Eg hefi verið beðinn um að rita nokkur orð um sjóð þennan, ef vera mætti að það gæti orðið til þess, að læknastéttin styddi hann frekar en verið hefir til þessa. Það þarf sjálfsagt rniklu meira en eina litla blaðagrein, til þess að sprengja burtu það heljarbjarg, sem fátækt vor og félagsleysi, vesalmenska og hirðu- leysi veltir í götu flestra góðra fyrir- tækja. En eg vil þó ekki láta mitt eftir liggja, hvort sem árangurinn verð- ur nokkur eða enginn. Öllum læknum er kunnugt um sjóð- stofnun þessa, sem gerð er í þvi augna- miði að styrkja lækna til utanfarar. Sjóðurinn er stofnaður árið 1909, af nemendum læknaskólans, með 5 kr. árgjaldi frá hverjum nemenda, og var því jafnframt treyst að læknastéttin mundi eigi verða eftirbátur fátækra nemenda og styðja stofnunina til góðra muna. Ef læknarnir utan Reykja- vikur hefðu styrkt sjóðinn árlega með 5 —10 krónum hefðu tekjur hans auk- ist um 220—440 krónur á ári hverju, og þess verið tiltölulega skamt að bíða að sjóðurinn tæki til starfa. Undanfarandi ár hafa te''jur sjóðs- ins verið þessar: Gefendur 1909 1910 1911 Læknaskólanem. kr. 65 90 90 Kr. Jónss frá Ármóti 20 » > Guðm. Björnsson . , 10 10 10 Guðm Hannesson. . 10 10 10 Matth. Einarsson . . 10 10 10 Þórður Thoroddsen . 5 5 S Ólafur Finsen .... 4 > > síra Fr. Friðriksson . 5 » > Sæm. Bjarnhéðinsson » 10 xo Georg Georgsson . » 20 10 Halldór Gunnlaugsson » 10 » Halldór Stefánsson . » 10 10 Jónas Kristjánsson . » 10 » Kristján Kristjánsson » 10 » Þorgr. Þórðarson . . » 20 » Ólafur Lárusson . . » 1 S Ólafur Þorsteinsson » 1 10 Þórður Edilonsson . » > s 130 216 17 S í árslokin 1911 hafði safnast rúm 500 kr., sem geymdar eru í söfn- unarsjóði. Það ber sízt að van iþakka þann drengilega stuðning sem ýmsir stétt- arbræður hafa veitt þessu fyrirtæki, en hitt leynir sér ekki að þeir eru miklu fleiri sem draga sig í hlé, eins og sjá má á þessu yfirliti: Af 13 læknum i Rvk. hafa gefið 6 - 44 — utan Rvk. hafa gefið 9 - 18 nemendum í Rvk. hafa gefið 18 Það má sjálfsagt deila um hvort sjóðstofnun þessi sé nauðsynleg eða ekki, sérstaklega hvort annað lægi ekki nær. Það er ekki ólíklegt að svo virðist sumum og þess vegna dragi þeir sig í hlé. Mér finst þessi ástæða einkisvirði. Að þessu hefir læknastéttin ekki komið neinu á fót, sem hún þurfi að styðja nema þess- um eina styrktarsjóði. Annaðhvort er að styrkja hann eða ekkert! Prestar styðja prestsekknasjóðinn og vér er- um ekki fátækari en þeir. Hannes gamli Árnason var vist ekki eins hár í lofti og ýmsir aðrir em- bættismenn hér á dögum hans. Með einfaldri sparsemi tókst honum að vinna það þrekvirki sem Hannesar Árnasonar legatið er. Nú sendir hann endalaust efnilega Islendinga til útlanda, þó sjálfur liggi hann i gröf sinni og þeir flytja oss aftur fréttirn- ar um það, hvað beztu menn í and- ans heimi ytra hugsa um og hafast

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.