Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 2
302 ISAFOLD Leikfél. Reykjavíkur. Verkfallið eftir Edgard Höyer. verður leikið sunnud. 8. des. kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Dr. Ágúst Bjarnason flytur erindi um : Rousseau í minningu 2. aldarafmælis hans sunnudaginn 8. þ. m. kl. 5 síðdegis i Iðnaðarmannahúsinu. — Inng. 10 a. Nýja Bíó Hættulegur leikur sjónleikur í 3 þáttum og 48 sýningum eftir Edgard Höyer. Á morgun (sunnudag) byrja sýning- arnar kl. 6, 7 og 5 mín., 8 og 10 min. og 9 og 15 min., sökum þess hve myndin er löng. Orkester-Konsert í kvöld, kl. 9, á Hotel Reykjavík undir fstjórn P. Bernburg’s. höðunar i köldu loftslagi, svo sem hér er. Eg álít því, að það eigi ekki að nota það hér til böðunar, því svo nauðsynlegt sem það er að baða, þá er betra að baða ekki en að baða úr því. En úr hverju á þá að baða? Það baðefni eða bað, sem eg vil benda á, er hið svonefnda skozka sauðjjdrbað. Þetta bað hefir það til síns ágætis, að það er ágætt til þrifa, eyðileggur alla lús, varnar kláða-óþrifum, þéttir ull- ina og eykur vöxt hennar og gæði. Það er og sóttverjandi fremur öðrum böðum. — Baðefnið leysist upp í sjóð- andi vatni, en að því búnu má blanda saman við það köldu vatni. Þegar baðað er, verður féð að vera þurt á lagðinn og þess þarf að gæta, að fénu sé ekki hleypt út í regn, fyr en baðið er orðið þurt i ullinni, þvi ann- ars getur það þvegist úr. Ef ullin á kindinni þornar vel áður en hún blotnar aftur af regni eða annari vætu, þá verkar þetta baðlyf ágætlega, og skolast þá ekki úr ullinni þó hún blotui. Þetta baðlyf er mikið notað í Ástralíu, Argentínu, Kanada og i flestum fjár- ræktarlöndum Norðurálfunnar, og þyk- ir alstaðar gefast mjög vel. Fyrir nokkrum árum kom upp kláði í fé á írlandi, og var þá fyrirskipað að baða þar alt fé úr þessu baðlyfi, og sýnir það bezt, hvert álit er á því í brezka ríkinu. Meðan eg dvaldi á Skotlandi og Englandi, spurði eg marga um það, hvaða baðefni mundi hentugast að nota hér á landi, og svöruðu allir, er höfðu reynzlu og þekkingu í þessu efni, að það væri iskozka fjárbaðið*. Fjárböðun er afar-nauðsynleg, en þá um leið er einnig afar-áríðandi, að -velja góð baðlyf. Að baða úr góðu baðlyfi, varnar kláða og öðrum ó- þrifum, eykur ullarvöxtinn ög gæði ullarinnar; féð þrífst þá beturoggefur meiri arð að öllu leyti. Það þolir þá betur kulda og vosbúð, og heldur sér betur að jörð, þegar beitt er að vetr- inum. Það er því misskilningur og heimska að baða ekki fé sitt. Það er enginn sparnaður í því fóiginn að vilja ekki kaupa baðefni til að baða fé sitt. Sá bóndi, sem á t. d. 100 fjár, og kaupir baðefni fyrir, við skul- um segja 15 kr. á ári og baðar úr j>ví alt sitt fé, fær alt að því 1 pundi r ■11—ii- •ii—ii' Vefnaðarvöruverzlun Th. Th^rsteinsson Hefir stærst og bezt úrval Laf öllum í borginni Ingólfshvoli talsími 167 meira af ull af hverri kind að meðal- tali, eða 100 pd. alls. Ef verðið á ullinni er 70 aurar, þá græðir hann við böðunina að frádregnutn baðlyfs-kostn- aðinum 55 kr. á ullinni einni út af fyrir sig, auk annara hagsmuna, er böðunin hefir í för með sér. Mönn- um ætti þvi ekki að finnast það þung kvöð á sér, þó þeim væri gert að skyldu að baða einusinni til tvisvar á ári. Áður en eg lýk þessum línum, vil eg með fám orðum minnast á, hvern- ig eigi að haga böðun á sauðfé. Allir bændur þurfa að eiga baðker, helzt niúrað eða steinsteypt, og niður- grafið það djúpt, að yfirborð þess sé eigi hærra en um 1 fet frá yfirborði jarðar. Er það til þess, að ekki þurfi að taka kindina hátt upp til þess að láta hana ofan í baðkerið þegar bað- að er. Stærð kersins á að vera 6 fet á lengd að ofan en 2 fet í botn; vidd 2 fet, en dýpt 2^/2 fet við uppgöngu- dyrnar en 3 fet í hinn endann. Sig- palla á að hafa við enda baðkersins, og eiga þeir að vera frá 1 til 1 t/2 feti hærra en kerið. Tröppur þurfa að vera úr miðri hæð baðkersins upp á sigpallinn fyrir féð til uppgöngu. Sigpallurinn þarf að vera girtur með grindum, svo háum að féð ekki geti hlaupið út. Vatnshelt múr- eða tré- gólf á að vera í sigpallinum, með all- þéttum þverrimlum svo féð geti fótað sig. Renna á að vera eftir miðju gólfinu til baðkersins og alt gólfið að halla inn til rennnnnar, svo sig- baðið seti runnið viðstöðulaust i bað- kerið, jafnóðum og það sigur úr fénu. Millumgerð á að vera eftir endilöng- um sigpallinum miðjum, þannig að honum sé skift í tvær krær. Utgöngu- dyr eiga að vera fyrir enda hvorrar krár, og tröppur eða líðandi halli frá þeim dyrum niður á jarðveg, svo féð geti gengið út. Hurð á að vera við enda milligerðarinnar við uppgöngu- dyrnar og á hún að ná til beggja hliða uppgöngudyranna, svo hverri kró megi loka i senn með þeirri hurð. Þá baðað er, gengur féð upp tröpp- urnar úr baðkerinu inn í þá króna, sem opin er á sigpallinum og er sú kró fylt böðuðu -fé, og er þá þeirri kró lokað með fyrnefndri hurð, en þá er hin króin opin og er hún því næst fylt böðuðu fé, en á meðan verið er að fylla seinni króna, er féð í hinni krónni látið standa inni, svo baðið sigi úr þvi. Þegar sú kró er full, sem síð- ar var látið i, þá er fénu hleypt út um bakdyrnar á krónni og hún svo fylt á ný o. s. frv., þar til böðuninni er lokið. Með því að hafa þau bað- áhöld sem eg hefi nú getið, gengur böðunin greitt. Baðið á að blanda eins og til er tekið í leiðarvísi þess. Baða má heilbrigt fé bæði úr köldu og heitu baði, þó er betra að baða úr heilu baði. Baðkerið skal hafa svo fult, að féð geti synt; hver kind á að vera alt að því eina mínútu i baðinu og á því tímabili á hver kind að kaffærast tvisvar, og á að kaffæra hana þannig, að höfð- inu sé ýtt ofan í baðið, sem likast þvi, sem kindinni er eðlilegast að bera það, en gera það með gætni. í baðkerið á að bæta við nýju baði við hverjar 20—25 kindur, því sápu- efnið í baðinu flýtur ætíð dálítið á yfirborði lagarins og sú sápa fer auð- vitað í fyrstu kindurnar, sem baðaðar eru, og þegar margt fé er baðað, án þess að bætt sé i nýju baði um lengri tíma, þá verður þynnra bað í það fé, sem seinna er baðað. Féð á að hafa hvíld í •/4—1 klukkust. áður en það er baðað og gæta skal þess að það sé hvorki þreytt né mótt af rekstri og ekki heldur of fult. Eftir böðun á féð að hafa sömu hvíld og fyrir böðun, en ekki má láta það ná í neitt að éta, fyr en eftir 2—3 kl.st. frá því það var baðað. Gæta verður þess, að féð sé þurt þegar það er baðað, því ef vatn er í ullinni, Frá mánudegi, 9. þ. mánaðar, til pj Jóla verða eftirtaldar vörur 01 0 seldar m e ð 15 afslætti. Alklæði allar tegundir Mislit Svuntu- Kjóla og Blúsu- Tau Prjónavöru Peisur Ullar.Bolir Sokkar Gólfteppi Dömuklæðið alþekta á 2.90 fyrir 2.70 Selur vandaðar vörur með lægsta verði. IE 10 afsláttur af allri annari Vefnaðarvöru svo sem Léreft Tvisttau Flónel Þvottatau Fóðurtau og m. m. fl. Silki Silkibönd Leggingar og m. m. fl. >©< Munið að gjöra Jólainnkaup hjá Th. Th. L. IuJl 3 þá varnar það baðinu því að jafnast um ullina, og er þá auðvitað böðun- in ekki eins góð. Enn fremur ber þess að gæta, að féð sé ekki úti í vætu fyrsta sólarhringinn efrir að það er baðað, því baðið getur þá þvegist úr. Sterkar gætur verður að hafa á þvi, fyrst altaf og ekki síst ef um ó- þrif er að ræða, að baðað og óbaðað fé komi ekki saman, því óþrifin geta borist á milli. Sópa á öll fjárhús og taka ullarlagða, sem kunna að vera á milligerðum og girðingum. Fé það sem hefir óþrif eða kláða á að baða úr svo sterkri baðblöndu, sem til er tekið i notkunarreglum baðlyfanna; en svo verður að baða það fé, sem hefir óþrif, að 14 dögum fresti, af því að egg maursins eyði- leggjast ekkí við fyrstu böðun, því að þau eru harðgerðari en maurinn sjálfur; en þau egg, sem maurinn hefir lagt áður en hann var eyðilagður, eru útklakin eftir 12 daga, og vegna þess verður önnur böðunin að fara fram, til að eyðileggja þann maur; verði enn vart við óþrif eða maur verður að gjöra þriðju böðunina, og hana á að gjöra að 14 dögum liðnum frá hinni síðari; en þá er vissa fyrir því, að maurnum er útrýmt úr óþrifafé; hefi eg það eftir þeim skýrslum, sem gefnar voru út af búnaðarfélaginu brezka í Lundúnum, og sú skýrsla kom út í apríl árið 1908. Áherzlu verður að leggja á það, að óþrifafé sé baðað úr heitu baði, svo heitu, að baðið hafi sama hita og kindin sjálf. Þegar baðið er heitt, þá fellur það betur að hörundi kind- arinnar og hárpípurnar fá betri tök á að soga baðið í sig, og af því verkar það berur en ef það er kalt. Það fé, sem hefir haft óþrif að vetrinum, er mjög gott að baða aftur að vorinu, eftir að búið er að klippa, en ekki að sleppa því til fjalls óböðuðu saman við annað fé. Bezt er að baða sauðfé snemma að haustinu, og helzt áður en gerir hrök. Er það þá betur undir veturinn búið, og heldur betur holdum. Þeir, sem svo eru hirðusamir að baða fé sitt tvisvar, ættu að baða aftur í febrúar. Komið hefir til tals að gera kyn- bætur á okkar fé með útlendum fjár- stofni. Eg er á þeirri skoðun, að gera þurfi kynbætur á fé, meira en hingað til hefir verið; en þær kynbætur eiga að fara fram á þann hátt, að flokka vort eigið fé, og nota til undaneldis beztu einstaklingana, sem finnast inn- an okkar fjárstofns. Þetta er sjálf- sagt að gera fyrst og sjá hvernig það reynist, áður en farið er að flytja inn útlent fé til kynbóta. En fyrst af öllu þarf að hugsa um það, að bæta meðferð fjárins, vernda það fyrir ó- þrifum og reyna að halda því hraustu. Jón Olajsson frá Vestra Geldingaholti. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn. Síra Kristiun Daníels- son frá Útskálum. Síra Ásgeit Ásgeirs- son frá Hvammi. Alþýðufræðsla. Próf. Ágúst Bjarna- son flytur erindi á morgun f Iðnó um Rousseau til minningar um tveggja alda afmæli hans. Bæjarverkfræðingurinn hefir sagt af sór starfi sínu, af því að bæjarstjórnin synjaði honum um launahækkun, er hann hafði farið fram á. Dánir. Kristján Guðmundsson vinnu- maður dó í Landakotsspítala 24. nóv. 22 ára. Guðsþjónusta 4 morgun: I dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þork. (Altariag.) —---------kl. 5 — Bj. Jónsson. í Frikirkjunni kl. 12 — Ól. Ólafsson. Hjúsltapur. Guðm. Guðmundsson skósra. á Akranesi og ym. Björg Gísla- dóttir s. st. gift 6. des. Kvöldskemtun heldur Lestrarfól. kvenna Reykjavíkur á morgun kl. S* 1/^ í Bárunni. Ungfrú Laufey Vil- hjálmsdóttir talar þar um barnaleik- stofur, Einar Indriðason og Herdís Matthíasdóttir syngja elnsöngva, Ól. Dan. Daníelsson kveður, Magnús Ólafsson synir myndir og margt fleira verður þar til skemtunar. Skipafregn. Botnía kom í morg- un. Meðal farþega voru Hannes Haf- stein ráðherra, Jóh. Jóhannesson bæjar- fógeti frá Seyðisfirði, sira Björn Þorláks- son, Copeland kaupm., Chr. Fr. Nielsen agent, Magnús Stephenseu verzlm. o. fl. Frá Ameríku kom Bjarni Jónsson dbrm. og Jón sonur hans og fleiri vestanfarar. Ennfr. um 200 manns frá Austfjörðum og Vestmannaeyjum. Slys. Jón Hermannsson skrifstofustj. meiddist talsvert snemma í vikunni. Var á gangi í myrkri á Laufásvegi og datt þar ofan í skurð og rifbrotnaði, auk þess Bem hann meiddist nokkuð á fæti. — Haun er þó nú í góðum afturbata. Það er raunar með öllu ófært, að fjöl- farnar götur skuli rifnar upp og í þær gerðir djúpir skurðir, áu þess að leggja eitthvað yfir þá eða afgirða, og er mesta mildi, að eigi skuli stórslys hafa orðið af. Toilet-pappír kominn aftur í bókverzlun ísafoldar. Pappírsservfettur nýkomnar í bókverzlun ísafoldar, fsafoid 1913. Sú breyting verður á ísafold næsta ár, að hún kemur jafnaðarlega út tvisvar i viku, miðvikudaga oglaugardaga, en verðúr í örlítið minna broti en að undanförnu. Blöðin verða því 104 í stað 80 hingað til, en verðið þó hið sama 4 kr. Er það von útgefanda, að kaupend- um blaðsins og lesendum þyki \ænt um þessa breytingu. Nýir kaupendur fá í kaupbæti 3 af neðantöldum 4 sögum eftir frjálsu vali um leið og þeir borga: 1. Fórn Abrahams (600 bls). eftir Gustaf fansson. 2. Herragarðssöguna eftir Selmu Lagerlöf. 3. Davíð skygna eftir fónas Lie. 4. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. Davíð skygni er heimsfrægasta skáldsaga Jónasar Lie, Herragarðs- sagan einkend sömu snild og önnur skáldrit S. Lagerlöf. Fórn Abra- hams einhver frægasta skemtisaga, sem getur. Auk þess fá nýir kaupendur blaðið sjálft ókeypis til nýárs frá þeim degi er þeir greiða andvirði næsta árg. Isafold er ódýrasta blað Iandsins útbreiddasta blað iandsins eigulegasta blað iandsins. Hver íslendingur, sem fylgjast vill með í þvi, sem er að gerast utanlands og innan, í stjórnmálum, atvinnumál- um, bókmentum, listum o. s. frv. verður að halda Isajold. Kaupbætisins eru menn vin- samlega beðnir að vitja í afgreiðslu ísafoldar. Símið (Tals. 48) eða skrifið og pantið Isajold pegar í stað — Jrestið pvi ekki. ÍSAF0LD er blaða bezt. ÍSAF0LD er fréttaflest. ÍSAF0LD er lesin mest. Panfið!!! Kjólaefni grá, bezta tegund 0,50. Rönd- ótt kjólaefni á 0,50—0,63 aur. Blátt, óslítar di kjólaoheviot 0,70. Gott, fallegt heima-ofið kjólaefni af öllum litum 0,75. Röndóttir, fallegir vetrarkjólar 0,80. Blátt kamgarn8 cheviot 1,00. Svört og mislit kjólatan, allir litir 0,85—1,00— 1,15-1,35, 2 álna broið góö knrlhannsfataefni 2|00 2,35—3,00. Sterk drengjafataefni 1,00—1,13. — Afarsterk grá skólafata- efni 1,35. Blátt, sterkt drengjafataefni 1,15. Okkar alkunna, bláa, óslitandi cheviot, fíngert 2,00, stórgert 2,35;— bezta tegnnd 2,65. — Afarsterkt, grátt slítfataefni 2,65. — Blátt, haldgott pilsa- cheviot 1,15. Fallegt, gott, svart klmði 2,00. Ektablátt kamgarns-serges i bún- ínga frá 2,00. Grátt og grœnröndótt bversdagspilsaefsi kr. 1,00—1,15. Þykk kápn og yfirfrakkaefni 2,00—2,36—2,75. Svartir og allavega litir kápu-flosdúkar. Okkar alþektu ektabláu »józt-jagtklnbbs- serges* í karlmannsfatnað og kvenbnn- ing 3,15 4,00—6,00. Góðar hestaábreið- ur 4—5 kr. Falleg ferðatepppi kr. 5 —6 50. Heitar ullar-rúmábreiðnr 3,50 —4,50-5.00. I skiftum gegn vörum eru teknar hreinar ullartnskur á 60 aur. tvipundið og nll 4 1.00—1.70 tvipnndið Jijdsk Jijoleklædefjus, Köbmagergade 46, Köbenh. K. HðLUNDSKE SHAGTOBAKKER Golden Shag med de korslagte Piber paa grön Advarseletiket. Rheingold. Special Shag. Brillant Shag. Haandrullet Cerut »Crown«. FE. CHRISTENSEN & PHHJP KÖBENHAVN. Ritstjórar: Ólafur Björnsson i[og Sigurður Hjörleifsson liaíolduprentsuuOja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.