Ísafold - 21.12.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.12.1912, Blaðsíða 2
316 ISAFOLD Fyrir hönd Goodtemplar-reglunnar á íslandi legg eg nú þenna blómsveig, sem framkvæmdarnefnd Stór- stúku íslands hefir gera látið, á líkkístu þína, fram- liðni vinur og reglubróðir, sem sýnilegan vott þess þakklætis, sem vér kunnum þér, og þeirrar virðing- ar, sem vér viljum votta þér liðnum, fyrir hið drengi- lega starf þitt vor á meðal, fyrir »bezta verJcið«, sem þú, að vorum og þínum eigin dómi, vanst um æfina. Minning þín, mikilmennisins með brennandi á- hugann, eínbeitta viljann, æðrulausa kjarkinn, manns- ins, sem gat fallið, en ekki flúið, þessi minning þín skal hvetja oss til að skipa oss i fasta og órjúfan- lega skjaldborg umhverfis þann dýra og helga arf, sem þú hefir oss í hendur selt; með því að gæta hans með staðfestu og hugrekki heiðrum vér, reglu- systkini þín, bezt minningu þína. Lof þitt skal lengi lifa hjá þjóð vorri. Nafn þitt skal óafmáanlegu letri ritað í sögu Reglu vorrar. Vér óskum og biðjum, að þú takir í sælla heimi óvisnanlegan blómsveig að sælum sigurlaunum fyrir starf þitt í þjónustu mannkærleikans og sannra sið- bóta. — Þó vér nú stöndum umhverfis hið síðasta hvílu- rúm andvana líkama þíns, þá bjóðum vér þér ekki góða nótt, heldur bjóðum vér þér góðan dag; því vér trúum, að þér sé nóttin liðin og dagurinn runn- inn upp, nýr starfsdagur á nýju og fullkomnara til- verustigi, þar sem þú frammi fyrir honum, sem sjálf- ur er kærleikurinn, þjónar að enn dýrðlegra kær- leiksstarfi en þér var mögulegt hér á jörðunni; þar sé hinum mannelskurika anda þínum leyft, að »krjúpa að fótum friðarboðans, að fljúga á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geym«. Þú varst trúr kjörorði voru: Trúarv\knr á sigur sannleikans, vonartíkar um framgang góðs málefnis, kœrleiksrikm til olnbogabarna mannfélagsins. Stafi geislar Guðs friðar á legstað þinn. Ljómi Drottins birta himneskrar jóladýrðar yfir þitt síðasta hvílurúm. Blessuð sé minning þin hjá öllum Islandsbörnum, öldum og óbornum. hrósa beinlínis happi yfir að hafa gjörst talsmaður sumra þeirra málá, sem hann ákafast hefir á móti barist. En þrátt fyrir það er sú fæða ekki kjarn- góð, sem borin hefir verið fram í flokkunum undan- farið. Hins sama liefir auðvitað kent í blöðunum. Björn var þar talinn skaðræðisgripur, sem meinti alt illa, gjörði alt iíla. Andstæðingar hans sáu hvergi á honum ljósan blett. Á annan veg var hljóðið í hans eigin tiokki. Þar var hann talinn sólargeislinn, sem vermdi alt, lýsti alt. Þannig er því miður pólitíska einsýnið. Andstæðingurinn er skoðaður fjandmaður og ekkert í honum finnanlegt, nema ilt eitt. Þeir sem því líta að eins gegnum þetta nálarauga, sjá stutt og verða skammsýnir. Eg heimsótti Björn Jónsson fáum mánuðum áður en hann dó, og mun eg seint gleyma þeim samfundi. Hann þjáðist þá af þungbærum sjúkdómi, en samt var hann svo ungur í anda og fjörmikill, að hann gætti þess ekki, þó að umbúðir sálarinnar væru hrör- legar. Eg stóð þar frammi fyrir klakaklárnum eírð- arlausa, sem æfinlega gekk fremstur fyrir plógnum og ruddi braut hverju stórmálinu á fætur öðru, óhræddur og ókvíðínn, sama heljarmenninu, sem marga þá vegleysuna hefir brunað yfir, sem samtíð- armenn hans hafa álitið ófæra, sama ofurhuganum, sem með óbilandi karlmensku og eldi áhugans hefir gengið beint í mót hverri stórhríðinni, og höggvið og lagt mótstöðumenn sína vægðarlaust, og munu sumir enn kenna sviðans í þeim sárum; sama tilfinninga- rika manninum, sem á svipstundu rétti bágstöddum hjálparhönd og þerði með kærleikans eldi tár þeirra mæddu og undirokuðu og var þar sem annarsstaðar ekkert hálfverk unnið. Sama hispurslausa mannin- um, sem var ekki á veiðum eftir vinsældum þeirra voldugu í mannfélaginu, heldur steig oft óþægilega á tær þeirra, svo undan blánaði; sama mannvininum, sem bezt allra manna á þessu landi fann til þess, hvað þjóðin var djúpum sárum særð vegna drykkju- bölsins og vann með viljans og orkunnar afli mikinn hluta æfinnar sem ákveðinn fjandmaður allrar vín- nautnar; sama viljamanninum, sem úttaugaður og heilsubrostinn lagði fram alla sína krafta fyrir að- flutningsbannslögin, þótt þar væri ofurefli að mæta, en vann þó glæsilegan sigur; sama manninum, sem var hataður og ofsóttur hlífðarlaust af mótstöðumönn- unum, og tannaður bæði bak og brjóst; sama mann- inum, sem til síðustu stundar var elskaður og virtur af sínum flokki fyrir djarfa og óhlífna forustu. munurinn, að stóru gallanna kennir minna hjá þeim dottandi í mannfélaginu, værðin er þeim hús og hey. Eg hefi þá sannfæringu, að Björn Jónsson hafi í hverju máli viljað hið bezta, meint það bezta, því með jafnmiklum áhuga, sem hann barðist, er lítt hugs- andi annað en hann hafi haft óbifandi sannfæringu um réttmæti sinna skoðana. Brestir hans munu því milt dæmdir, þegar aldir'líða, því slikur maður lifir jafn lengi og þjóðin. Björn Jónsson sefur nú rótt undir ábreiðu þeirri sem honum var kærust i lífinu. Æfistarfið var án hvíldar og oft lífróður. Árarnar liggja nú hreyfingar- lausar í keipnum. Stórhuga skipherrann, sem enga sjóa hræddist, er nú lagstur fyrir. í blaðamanna- heiminn er stórt skarð höggvið. Blessað, vinsæla lognið getur haldist þess vegna. — Björn Jónsson sefur! Bindindismenn hafa mist sókndjarfan og sigur- sælan herforingja. Raust sú hin hvella, sem ýtti svo kröftuglega við þeim, sem sváfu, er ekki lengur meðal vor. Hann gaf okkur björtu perluna eftir- þráðu, kafaði eftir henni. Köstum henni ekki fyrir svín! Útliti Björns Jónssonar þarf ekki að lýsa. Lít- um til fjallanna, þar má sjá andlitsfallið. Jóh. Jóhannesson. Bjarnarörápa. Fell þar á fit í fleynaþyt fremstr of sjöt við_ frelsishvöt lofðungs spjalli; liðnum gjalli hróðr íslands Ulli at erfifulli. Áfram réð sækja, arfahefnd rækja, — sárt hefndi svika en sverð blika ætíð þrjú þótti þars fram sótti, bauð fjándum ótta rak undan á flótta. Um Björn Jónsson á víö og öreif. Björn Jónsson er dáinn — heljarmenni fallið. — Mig langar til að segja um hann nokkur orð, og læt mig litlu skifta hvort lesendunum líkar lýsing mín betur eða ver. Eg kyntist þessum brúnamikla og einkennilega manni fyrir löngu. Þegar eg var drengur var eg oft sendur inn í Isafoldarprentsmiðju í allskonar erind- um, og var þá Bjöm i hvert sinni við skrifborðið og vann af ákafa miklum. Hann leit varla upp og var önugur og óþjáll í orði , og varð eg i hvert sinni þeirri stundu fegnastur er eg gat sloppið út. Hvergi fekk eg jafn þurrar viðtökur, enda áleit eg þennan hranalega mann beinlinis vondan. Síðan eru nú 30 ár og hefir tímans hjól farið marga snúninga síðan, og fari eg nú að dómfella þennan dána öldung, hefi eg gilda ástæðu til að vísa þeim fyrri heim. Eg hefi verið pólitískur andstæðingur Björns og er að flestu leyti ánægður með það hlutskifti. Eg Þetta var sami hvíthærði öldungurinn, sem eg nú starði á, og sýnilega átti það eitt eftir að leggj- ast í gröf sina, uppbrunninn af langvarandi eldi. Hvarmar hans voru rakir af tárum, hann mælti hvert orð fram með barnslegri tilfinningu, hann talaði um þjóðarmeinin, áhugaleysið óþolandi, um tár og raunir smælingjans, og feldi nú sjálfur tár yfir vanmætti sínum, að geta ekki lengur hjálpað. Harkan var horfin. Nú var ósk hans innileg og með bænarróm, að honum auðnaðist að rétta mótstöðumönnum sínum vinarhönd. Eg stóð undrandi hjá þessu hrunda fjalli, og aldrei minnist eg þess að hafa gleggra séð fall- valtleik mannlegrar tilveru. Gamli maðurinn kvaddi mig með hlýju handtaki — hinu síðasta. Enginn neitar því, að Björn Jónsson var stór- menni sinnar þjóðar. Þess mun sagan ávalt unna honum. Hann var geðríkur, strangur og óhlífinn, en gerði líka háar kröfur til sjálfs sín, var óþreyt- andi og stórvirkur svo undrun sætti. Honum skrik- aði oft fótur á sínu andlega og margvíslega ferða- lagi. Hann fór oft beint með vindsins hraða, þar sem hann að margra dómi hefði átt að víkja til hliðar. Hann trúði vinum sínum takmarkalaust og verður það varla talið með ókostunum, sé það rétt skoðað. Hann var skammsýnn með köflum og dugðu þá engar fortölur. En eru ekki allir afhurðamenn þjóðanna einnig háðir allskonar göllum? Því sá er Lengi und lýðmerki lék i brynserki ræsir hinn sterki at réttarverki. Gall öðlings bogi, at andartogi vas almr floginn væri friðr loginn. Hóf glæstan hjör í hildarför, galt fjándum svör þars flugu spjör. Gramr gekk fyr i geystum styr; lék hár hyr við himins dyr. Fann lifs endi sás enginn rendi fyr undavendi þeims ofvel kendi; sótti Elli fram, sú man hverjum gram koma á kné þótt karskur sé. Örlög eru hörð vorri ættarjörð, hið stærsta skarð fyr skildi varð. Hverr skyldi hans sæti skipa er gæti unnið hið halfa á við öðling sjalfan? Lengi man róma lofðungs sóma ok þrekið forna þjóðin kynborna. Ljóðstöfum leyfðan ok lofi reyfðan lætr öldung Saga of alla daga. 5 ir aéu svona kvistir þegar maður laug- ar sig hjá Ingimörunum ? Eða ertu mjög viðkvæm á hörund, góða mín ? En er húsbóndanum brá ekki meira við en þetta, gerðist stúlkan hreykin og anzaði, að hún treysti sór vel til að binda sófla svo, að þeir héldu ef hún fengi almennilegar viðjur að binda úr. Ætli eg megi þá ekki til að útvega þér viðjur? segir Ingimar gamli. Hann var kominn í bezta jólaskap. Hann gekk út úr stóru stofunni, klofaði yfír um stúlkuna, þar sem hún lá og var að þvo gólf, og nam staðar á þröskuldinum til að litast um eftir einhverjum, er hann gæti sent upp i skóg eftirviðjum. Piltarn- ir voru enn í önnum að höggva í eld- inn til jólanna. Sonur hans kom utan úr hlöðu með jólahálm. Og tengda- synir hans tveir voru að draga erfíðis- vagna inn í vagnkvina til þess að tekið væri til alt sem þurfti fyrir hátíðina. Enginn þeirra hafði tíma til að skreppa burt frá bænum. |>á róð gamli maðurinn af í kyrþey að fara sjálfur. Hann gekk þvert yfír 6 um hlaðið, leit við til að vita fyrir víst, að eaginn tæki eftir sér og laum- aðist fram með hlöðuveggnum, þar sem var nokkurn veginn torfærulaust og upp í skóg. Honum fanst engin þörf á að vera að segja neinum frá, þó að hann færi, því að þá gat þeim dottið i hug, syni hans eða tengdasynin- um öðrumhvorum, að biðja hann fara hvergi. Og gamalt fólk vill helzt fá að ráða. Hann fór veginn yfir engjarnar og gegnum greniskóginn litla og út f birkilundinn. þar sneri hann af leið og óð gegnum skóginn til að fínna einn eða tvo ársgamla birkiteinunga. í þann sama mund hafði vindurinn nýlokið við það sem hann hafði verið að gera allan daginn. Hann hafði rifíð snjóinn niður úr skýjunum og kom nú í loftinu gegnum skóginn með langan slóða af snjó á eftir sér. Ingimar Ingimarsson hafði nýlotið til jarðar og skorið sér birkistúf, er vindurinn kom þjótandi alfermdur snjó. í því bili er hann reis upp afur, þyrlaði kári stórum k&faldsbilgingi beint upp í andlitið á honum. það fyltust á hon- 7 um augun af snjó og vindurinn þeitt- ist svo ákaft kringum hann, að hann snerist um sjálfan sig einu sinni eða tvisvar. En að illa fór fyrir Ingimar karl- Bauðnum spratt f raun réttri af því að hann var orðinn gamall. Á yngri árum mundi hann svo sem ekki hafa orðið ruglaður í höfði af dálitlum kafaldsbyl. En nú snerist alt i hring fyrir honum alveg eins og hann hefði verið í jóladans. f>ess vegna fór svo, að þegar hann ætlaði að hverfa heim á Ieið, hélt hann í öfuga átt. Hann fór beint inn í greniskóginn mikla, er tók við á bak við birkilundinn, í stað þeBS að halda niður engjarnar. Myrkrið skall fljótt á og milli hinna ungu trjáa í skógarjaðrinum hvein bylurinn enn og þyrlaði honum hringinn í kring. Hann sá rauuar, að hann var staddur innan um grenitré, en hann skildi ekki, að það var vitlaust; því að það uxu Kka grenitré hinum rnegin við birkflundinn, sem vissi heirn að bænum. En þá komst hann svo langt inn í skóginn, að þar varð hljótt og kyrt; þar varð ekki vart við hið 8 mikla veður og trén tóku til að verða há og digur. f>á sá hann, að hann var orðinn viltur og vildi snúa við. En hann varð ruglaður og vondur út af því, að reynslan sýndi, að hann g a t vilzt, og þar sem hann stóð þar úti í villigjörnum skóginum, var hann ekki svo greinagóður, að hann hefði veður af, hvert halda skyldi. Hann sneri fyrst þessa leið og þá hina. Loks kemur honum í hug, að snúa við, og feta aftur fótspor sjálfs sín. En þá kom myrkrið, svo að hann gat ekki rakið þau. Og altaf urðu trén hærri og hærri. Hvar sem hann fór, duldist honum ekki, að hann komst æ lengra og lengra inn í skóginn. Honum fanst það líkast galdri og fjölkyngi að hann var að snúast þetta í skóginum alt kveldið og kom of seint til að lauga sig. Hann sneri við húfunni á sér og batt á sér sokksböndin, en var jafn- vinglaður eftir. Og það var aldimt, og hann fór að halda, að hann mætti til að láta fyrir berast þar í skóginum um nóttina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.