Ísafold


Ísafold - 28.12.1912, Qupperneq 2

Ísafold - 28.12.1912, Qupperneq 2
322 ISAFOLD Niðursuðuverksmiðjan „ísland11, ísaflrði. Kaupmentií Ef yður er verulegt áhugamál að geðjast viðskiftamönnum yðar, þá skuluð þér hafa á boðstólum niðursoðnar vörur frá nefndu firma, er hlotið hefir i. viðurkenningu fyrir vörugæði viða um lönd. Kaupið hinar heimsfraegu fiskibollur! Eflið innlentlan iðnað! Aðalumboð fyrir Reykjavík og nágrenni H. Benediktsson, Reykjavík. jj -»-■ yy uir Sunnudaginn 29. þ. m. verður engin barna- IC n II llll guðsþjónusta árdegis, engin altnenn sam- |\ P II IWI koma um kvöldið, en fundur í U. D. kl.81/^ 1,11 síðdegis. 7r. Triðrihsson. Frá Danmörku. MorB í Kaupmannahöfn. Snemma í þessum mánuði var maður myrtur þar í rúmi sínu á næturþeli. Hann var pjátursmiður og hét Kock. Kona mannsins var í vitorði um morðið. Hjónin höfðu verið gift í 20 ár og farið vel á með þeim, þangað til fyrir ári siðan, að konan kyntist manni, sem heitir Hansen-Vinding. Hann fekk svo mikið vald yfir henni, að hann gat loks tælt hana til að hjálpa sér til að myrða mann hennar. Kock lá sjúkur af kvefsótt í rúmi sínu, en hafði áður flutt heim til sín 5000 kr„ er hann ætlaði að verja til einhverra viðskifta. í þá peninga vildi H.-V. ná. Konan lánaði honum lykla að húsinu og átti von á honum um nóttina. Hann kom líka eins og ráð var fyrir gert. Reyndi hann fyrst að rota bónda, en er það tókst ekki, skar hann hann á hálsi. Konan lá í rúmi sínu, við hlið manns sins, er morð- inginn veitti honum fyrsta áverkann, en flýði þó upp úr því í næsta her- bergi, er dráttur nokkur varð á að morðinginn næði lífi hans. H.-V. hirti peningana og fór á burt. En það er af konunni að segja að hún fór á lögreglustöðina og sagði bónda sinn myrtan af innbrotsþjófum, er hún þekti ekki. Hún varð þó fljótt ber að þvi að fara með svo frekleg ósannindi, að lögreglan tók hana fasta og daginn eftir sagði hún satt frá öllum atvikum. H.-V. komst á flótta burt úr Khöfn, en náðist skömmu síðar, eftir mikla leit. Hann hefir lika meðgengið að hann sé morðinginn. Þessi H.-V. er enn fremur grunað- ur um að hafa áður myrt tvær stúlk- ur, er orðið höfðu barnshafandi af hans völdum, en fullar sannanir voru ekki fengnar fyrir því. Áflog í fyrirlestrasal háskólans í Khöfn. Maður að nafni Kai Simonsen, doktor í heimspeki, hefir í vetur hald- ið fyrirlestra á háskóla Kaupmanna- hafnar, til þess að skýra eðli afburða gáfumanna. í einum af þessum fyr- irlestrum sætti hann færi til þess að kasta þungum hnútum til frægasta rit- dómara.Dana, Georgs Brandesar. Auk þess hafði þessi sami maður farið óvirðandi orðum um Brandes í þýzku tímariti. En enn er svo nm Brandes, þó kominn sé yfir sjötugt, að ýmsir menn í Danmörku, karlar og konur, hafa á honum nokkurskonar tilbeiðslu og telja sig móðgaða af hverju stygðaryrði, er um hann er talað. Brandesar-dýrk- endurnir þóttust því ekki mega láta þetta afskiftalaust, heldur söfnuðu þeir liði, sendu viðsvegar um bæinn áskor- un um að sækja næsta fyrirlestur Simonsens og létu hljóðpípu fylga hverri áskorun. A tiltekinni stund fyltist fyrirlestrar- salur Simonsens á svipstundu, en þeg- ar hann kom upp í ræðustólinn kvað við pipnablástur um salinn svo herfi- Meðferðin á sjálfum leiknum — ein- stökum hlutverkum? Kún er áreiðanlega talsvert meira en í meðallagi góð. Kristján 4. (Andrós Björnsson) hefir allgott gerfi og er myndarskapur í þeim leik. Eh'sabet Munk, hin skrúðfagra að- alsmær, nýtur sín svo í höndum frú Stefaníu, að lítið er við hana að athuga. Er það leikfólaginu mikill akkur, að frú Stefauía lætur .ljós sitt skína á leik- sviðinu í vetur. Það hefir hún s/nt bæði nú og eins um daginn í Verkfall- inu. Agnete, álfamærina, leik- ur nýgræðingur á leiksviði, jungfrú Re- gína Benediktsdóttirfrá Grenj- aðarstað. Ytra útlit henuar, ekki sízt augnaráðið, er eins og skapað fyrir þetta hlutverk, og tal hennar er að því leyti til mikillar ánægju, að málfærishreim- urlnn er með hreinu dalamálsbragði, en fullsýnt er þessari ungu leikkonu eigi um eðlilegar áherzlur. En sjálfsagt mun leit á stúlkum hór, er að öllu samlögðu mundu hafa getað leyst þetta hlutverk líkt því eins vel af hendi. Þá er ráðsmaður Walkendorfs, Björn gamli Ólafsson, ein af perlum þeim, er hinn nafnkunni foriátaleikari Dana, Olaf Poulsen, hefir kafað eftir í leiklistinni. Þeir sem þann leik hafa séð, eiga bágt með að vera óhlutdrægir dómarar um annarra leik. Eitt einasta orð, sem höf. legur að fádæmum sætti og mátti Simonsen ekki orð mæla. En þá kom það brátt í ljós, að ekki voru allir þar komnir með sama hug, og tóku margir illa blístrinu og höfðu í heitingum. Gerðust þá áflog um salinn og hrindingar, og gengu fram bæði konur og karlar. Voru þar margir pústrar slegnir, og þeir vel úti látnir, en hvorugur var svo liðsterk- ur, að hann gæti komið hinum á dyr. Skemdir urðu töluverðar á borðum og bekkjum og víðar á lóð háskólans. — Loks þegar liðið var meira en helm- ingur fyrirlestrar-stundarinnar lagði fyrirlesari ofan af ræðupalli og hélt heimleiðis. Um þetta hneyksli voru svo danskir stúdentar að halda fundi og samþykkja ályktanir, og ennfremur var þetta gert að umræðuefni í þingi Dana, en þar engin ályktun gerð. Enn nm son Jcsú. S var. Eins og við var að búast, virðist pró- fessor Jón Helgason vera mér sammála um, að tilgáta mín só leyfileg frá vi's indalegu sjónarmiði. Hitt kom mór held ur ekki alveg á óvart, að síra Jóu Helga- son álítur tilgátu mína ósæmilega. Það verður varla til annars ætlast af kirkj- unnar manni, fyrst í stað. Menn verða að muna eftir því, að miðaldakirkjau hólt grimdarfast þeirri skoðun að hjörð sinni, að samfarir karls og konu væru svívirðilegar i sjálfu sór, og öll mann- fjölgun. Þróun þessarar lífsskoðunar hér á landi kemur fróðlega fram í sögun- um af Jóni biskupi Ogmundssyni, sem helgur var kallaður, og virðist hafa verið góður maður í verunni, þó að hann væri talsvert afvegaleiddur. Jón biskup var tvíkvæntur, og segir höfundur eldri sög- unnar að hann hafi með hvorugri konu sinni átt »börn þau er úr bernsku hafi komist, eða vér hafim sögur frá heyrðar.« Þeim sem seinna segir sóg- una þykir þetta ekki nóg, og segir að það só margra manna ætlan, að Jón biskup hafi með hvorugri sinni konu »líkamlega flekkast«. Orðalagið er ein- kennilega svívirðilegt, þó að skiljanleg só sú lífsskoðun, þegar litið er til hörm- unga mannlífsins, að bezt væri, ef mann- kynið liði sem fyrst undir lok. En þó hygg eg að þessi skoðun só röng frá rótum, enda hafi ávextir hennar verið skelfilegir, og ekki síst hór á landi, (þar sem meiri hluti þjóðarinnar hefir dáið á barnsaldri, en ef til vill f nokkru öðru siðuðu landi). Gagnstæð þessu er sú skoðun, að með lífinu á þessari jörð só gerð tilraun, sem má til að takast, til þess að heimurinn geti orðið fullkominn; að mennirnir só nauðsynlegir til þess að hjálpa góðum guði (Ahura Mazda) gegn öflum myrk- urs og dauða, eins og einhverir frænd- ur vorir f Austurlöndum hafa haldið. Só þessi skoðun rótt, þá verður eng- um, jafnvel ekki þótt sonur guðs væri, eða eiuhvers af guðunum, talið til óvirð ingar að eiga börn. 15. desember. Helgi Pjeturss. —----------- Guanoverbsmiðju ætla frakkneskir menn að stofna í Vestmannaeyjum í vetur, fyrir for- göngu Brillouins konsúls. Forstjóri hennar er ráðinn Gunnar Egilsson cand. og íer hann til Eyja upp úr nýárinu. leggur honum í munn, er svo listalega breytilega sagt af Olaf Poulsen, að aldr- ei gleymist. Það er þetta, sem hann sífelt er að klifa á, að hitt og þetta só »leyndarmál«. Vitaskuld má eigi ætla Árna Eiríkssyni að kom- ast í námunda við svo óvenjulegan af- bragðsleik, en hitt verður eigi heldur af hotium haft, að það er heildarleg per- sónuteikning, sem hann hefir búið til. Riddararnir tveir Flemming (hr. Helgi Helgason) og Ebbesen (hr. Vilh. Knud- sen) eru eigi sérlega skemtilegir frá höf. hálfu og leikendum hvorugum sýnt um að gera þá verulega hugðnæma. Eink- um virðist mór þó Vilh. Knudsen vera mislagðar hendur. Þessi tvö blutverk sem haun hefir haft með höndum hér syðra konsúl Warren í Vetkfaliinu og Ebbesen í Álfhól, hafa óefað eigi »legið fyrir hann«, enda síður en eigi staðfest það orð, er af leikgáfum hans hefir far- ið, frá leiksviðinu á Akureyri. Karen gamla (Evfemia Waage) er mikið sæmilega leikin. Gneistandi leik- gáfu hefir sú leikkona aldrei sýnt og á hana vafalaust ekki, en í þessu hlut- verki finst mér hún þó hafa gert sínar sakir einna laglegast. í hlutverki Mogens veiðimantis (Herb. Sigmundsson) kemur mest undir því aö söngröddin só góð og hana hefir þessi leikari. Hans söngur var það og, er bezt hólt uppi Enskar jafnréttiskonur Það lætur að líkindutn, að íslenzk blöð geta ósjaldan jafnréttiskvenna á Englandi. Þær vekja nú á tímum at- hygli um allan heim. En það sem blöð vor sepj t um þær, því miður, jafnan bygt á litilli þekkingu eða skiln- ingi á málstað þeirra, enda þótt frá því séu undantekningar, eins og t. d. grein Einars Hjörleifssonar um það mál í ísafold í fyrravetur. Smágrein um þetta efni, sem birt- ist í dag í Reykjavik, er svo öfga- kend, að eigi má þegja við henni; enda þykist eg þess fnllviss, að höf. muni þar ekki viljandi halla réttu máli. Aðal-öfgarnar liggja í þessum orðum : »Þær (jafnréttiskonur) eru að missa samúð flestra manna. Siðast- liðið ár hefir varla verið haldinn opin- ber fundur á Englandi svo að kven- réttindakonur hafi ekki gert þar fund- arspjölU. Eg ætla að taka síðari stað- hæfinguna fyrst, enda þótt hún sé svo mikil fjarstæða, að þess ætti ekki að þurfa. Fundir eru margir á Eng- landi, og þótt gert sé nú meira að segja ráð fyrir, að hér sé að eins átt við pólitízka fundi, þá verður það vist ekki nálægt því, að konur hafi gert þar róstur á hundraðasta hverjnm fundi þenna tima, auk heldur meira. Eg hefi sótt þar kvenréttindafundi svo tugum skiftir, og mér er ánægja að segja það, að á engum slíkum fundi hefi eg orðið var annars en frábærrar still- ingar og prúðmensku af hálfu kvenna. Hitt spillir ekki þeirra málstað, að eg hefi séð karlmenn haga sér þar sví- virðilega. Konur þær, sem róstu-að- ferðinni beita, eru sem sé ekki nema litill hluti enskra jafnréttisitvenna. Að konurnar hafi mist samúð fyrir bardagaaðferð sína er rétt — en langt frá »flestra manna*. Hana var vitan- lega ekki að missa, þar sem hún var aldrei til. Eg hygg að þær hafi að eins mist samúð þeirra, sem annað- hvort ekki gátu eða ekki vildu skilja þær. Sá sem vildi skilja þær, en misti þó samúð með þeim, hann hefir ekki eins og eg séð hámentaðar kon- ur enskar flytja mál sitt al ræðupall- inum með óbifanlegri stillingu og kurteisi, meðan frá skrílnum — jafnt skríll, hvort sem það voru aðalsmenn eða götudrengir — rigndi yfir þær, ekki einungis bréfkúlum, ávaxtahýði o. þ. h , heldur líka svívirðilegustu smánaryrðum og ónöfnum. Þær höfðu ekkert unnið til saka annað en það, að biðja um eðlisrétt þann, sem guð og menn vissu að þær höfðu verið rændar. Er það undur að skapstór kona fyllist við slíkt þeirri gremju, að hún gangi lengra en ótrufluð skyn- semi býður? Sá, sem hefir manns- blóð í æðum, mun svara neitandi. Giimd sú, sem beitt hefir verið við konur þessar, hefir lika án efa átt drjúgan þátt í þvi að æsa hugi með- systra þeirra, þvi það er að eins þræls- lundin, sem lætur hræða sig og kúga til undirgefni. Og sá, sem hefir dreng- skap til þess að meta sjálfsfórnarhvöt kórsöngnum, sem annars gat betri verið. Walkendorf leikur Jakob Möller. Er þaS lítiS hlutverk og leiSinlegt. Gott gerfi gefur þar alla persónuna, en á því var misbrestur nokkur — úfiS flókahár og eigi nógu fyrirmannlegur svipur. Eru þá upp talin helztu hlutverkin. Róttlátan dóm um frammistöðuna tel eg vera, aS hún á almennum mælikvarSa só meir en í meSallagi góS, en eftir þvf sem tíSkast hefir á leiksviSinu hjá okk- ur ó v e 11 j u g ó S og leikfólaginu og leiðbeinanda þess hr. Einari Hjörlelfs- syni til ótvíræSs sóma. Þeir sem á annað borð geta felt sig viS leikrit þeirrar tegundar, sem Álfhóll er — ættu ekki aS sitja heima. ÞaS hefir oft veriS ástæða til þess að íáða leiklistarvinum frá að sækja leiksýningar Leikfólagsins. En þetta sinni fer því fjarri! Undir leiknum er leikið á pianó (fjór- hent), harmonium og fiðlu. Eg leiði minn hest frá því að dæma um hvernig það er gert, af því aS á því hefi eg eigi vit; get að eins sagt það, aS í leik- manns eyrum í þeirri ment hljómar undirspilið vel. Ego. og þrá til þess að vinna réttu máli gagn, hann mun hafa fulla samúð með auðkonunni, sem yfirgefur allsnægtir og þægindi lífsins, en tekur í staðinn fangelsi, píslir og smán, að eins til þess að berjast fyrir sannleik og réttlæti. í þeim efnum skiftir það litlu, hvort til þess er valin skynsamlegasta að- jerðin eða ekki. Annars mun ísafold áður langt um líður gefast kostur á að flytja um þetta mál ritgerð eftir merkan og óhlut- drægan Englending. 14. desember 1912. Sncebjörn Jónsson frá Kalastöðum. Minning Björns Jónssonar. Eftir nýárið mun Isajold enn flytja nokkurar minningargreinar um Björn jónsson, meðal annars grein um B. T. og ísafold. — Minningarrit dálítið mun koma út um hann á kostnað útgef. ísafoldar, væntanlega úr því kemur fram í febrúar. Munu f því verða auk annars minningargreinar þær, er birzt hafa hér í bíaðinu og margar myndir af B. J. á ýmsum aldri. í húskveðju Magnúsar Helgasonar var þess getið, að B. J. hefði verið búinn að ákveða, að hús það hið nýja, er hann lét reisa í sumar skyldi bera nafn bæjarins, þar sem hann kyntist konu sinni, er seinna varð. Þetta bæjarnafn er Staðastaður á Snæ- fellsnesi. Það heiti ber því húsið nú. í norsk blöð hefir allmikið verið ritað um B. J. Meðal annars hefir síra Anders Hovden ritað um hann itarlega grein og einkarhlýlega í blað- ið Spegjeíen — og væntir ísafold þess að geta eitthvað úr henni flutt bráð- lega. Fátækrasamskotin sem við stóðum fyrir, hafa hepnast mjög vel. Inn komu 940 krónur 26 aurar, og nutu 233 góðs af því fé. Aldrei j hefir komið jafn-mikið inn áður, og i mjög mikið af þessum peningum hafa ! ýmsir menn sent okkur án þess að til þeirra væri leitað — hafa að eins séð auglýsingu um það í blöðunum eða heyrt talað um það í kirkjunni. Við vitum, að við tölum í umboði margra fátæklinga og einstæðinga hér í bæ, er vér biðjum guð að blessa alla þessa gefendur; fyrir hjálpfýsi þeirra hafa jólin orðið bjartari hjá mörgum. Reykjavík 28. des. 1912. Jóhann Þorkelsson. Bjarni Jónsson. Landar erlendis. Jónas Guðlaugsson skáld er nýlega kvæntur danskri konu, efnaðri kaup- mannsdóttur og býr á Skagen. Fyrri kona hans, frú Thoiborg, er og gift annað sinni — sænskum barón. Hafnarfjarðarbryggjan. Fótur og fit uppi í Hafnarfirði í dag. Sterling lagðist þar við hina nýju bryggju Hafnhrðinga um hádeg- iðT Hvað mun þá verða hér, er nýja höfnin er svo langt komin, að haf- skip legst hér við bryggju? Tilhliðrunarsemi sem vert er að geta, sýndi póst- stjórnin á Færeyjum er Sterhng var þar á ferðinni nú. Sterling mátti eigi fara þaðan samkvæmt áætlun fyr en 25. des., en til þess, að jólapósturinn næði hingað á jólunum leyfði póst- stjórn Færeyinga, að skipið færi þaðan 2 dögum fyr. Skæð hálsbólga. Símfrétt vestan úr Dölum í gær hermir, að síra Jóhannes L. L. Jó- hannsson á Kvennabrekku, er misti 4 ára gamlan dreng, Hauk að nafni, úr Ihálsbólgu 11. þ. m. (sbr. ísafold 21. þ. m.) hafi 4 dögum siðar (15. þ. m.) mist annan dreng úr sömu veiki, LeiJ að nafni, n ára gamlan, mesta efnisbarn. JReykjavíkur-annáll. Alþýðufræðslan. Á morgun kl. 5 flytur Árni Pálsson erindi nr. 2 um meistara Jón Yídalín. Svo var mikil aðsóknin til hans síðastliðinn sunnudag aS eigi komust aS nærri allir. Dánir. GuSmundur Kr. Jónsson Ný- leudugötu 21, giftur, 31 ára. Dó 25. desbr. á Vífilsstaðahælinu. Hjúskapur: Björn Samúelssou frá Syðstakoti á Miðnesi og ym. Guðbjörg Sigr. Guðjónsdóttir. Gift 16. des. Jóhannes Narfason úr Hafnarfirði og ym. Guðrún Krlstjánsdóttir úr Hafnar- firði. Gift 17. des. Vigfús ísleifsson Laugaveg 55 og ym. Jónína Steinunn Einarsdóttir. Gift 22. desbr. Vilhjálmur Kr. Stefánsson, Bergst.str. 35 og ym. Sigríður Júlíana Hansdóttir Wium. Gift 23. des. Hjönaefni: Jungfrú Hrefna Jóhann- esdóttir Stefánssonar og Árni Helgason prests í Ólafsflrði, stud. med., ehir. Hátíðamessur um nýárið í Dóm- kirkjunni: Sunnudag 29. des. kl. 12 Bj. Jónsson — kl. 5 Sig. Sivertsen docent (barnaguðsþjónusta). Gamlárskvöld kl. 6 Bjarni Jónsson kl. 1U/2 S. Á. Gíslason Nýársdag kl. 11 Jóh. Þorkelss. kl. D/2 Bjarni Jónsson (dönsk messa) kl. 5 Sig. Sivertsen í Fríkirkjunni: Sunnudag 29. des. kl. 12 Öl. Ól. Gamlárskvöld kl. 6 Ól. Ól. Nýársdag kl. 12 Ól. Ól. Nýárssundið um Grettisbikarinn verð- ur háð nýársdag kl. 11 eins og undan- farið. Nú hefir Erlingur Pálsson bikar- inn, vann hann í fyrra. Skipafregn: S t e r 1 i n g kom frá útlöndum föstudág um kvöldið. Meðal farþega: Brillouin kousúll, Guðmundur E. Guðmundsson bryggjusmiður, 6 ís- lendingar frá hvalveiðastöð Ellefsens í Suður-Afriku o. fl. Skautakapphlaup standa til áíþrótta- vellinum á morgun kl. 2, ef veður leyf- ir. Svell afbragðsgott hefir verið þar úti öll jólin, en miklu minna notað en skyldi. í kapphlaupunum á morgun taka þátt, m. a. Miiller verzlunarstjóri, Magnús Tómasson verzlunarm., Herluf Clauseni verzlunarm. og ef til vill norskur stu- dent, sem hór er: Ivar Hövik. Skólapiltar lóku 2 kvöld eins og tif stóð, 2. og 3. jóladag. Þeirra leikar verða eigi lagðir undir neinn dóm. Fólk virtist skemta sór — og þá er nóg ! -----i------- Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Árni Pálsson sagnfræðingur flytur framhaldserindi um: Meistara Jön Vídalín sunnudaginn 29. þ. m. kl. 5 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. —1 Inng. 10 a. ^""^"•""mmtmmmmmmmmi^^^^mmmm^mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm Hiis með túni og matjurtagarði á Bráðræðisholti til leigu. Afgr. v. á. Vestri partur jarðarinnar Hvassahravins í Vatnsleysustrand- arhreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum og sauðfé ef óskast. — Upplýsingar gefnar hjá Magnúsi Magnússyni Laugayeg 18 A, eða hjá húsfrú Þórunni Einarsdóttur Hvassa- hrauni.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.