Ísafold - 19.02.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.02.1913, Blaðsíða 4
56 í S AF O L D Fra stjórnarbyltin};unní í Mifclag Þetta er mynd af stjórnarhöllinni, er miðbik var stjórnbyltingarinnar i Miklagarði 25. janúar. Til vinstri er mynd af höfuðmanninum í byltingnnni, Enver bej, en hægra megin af hinum myrta yfirhershöfð- ingja, Nazim pasja. Vms erl. tlðindi. Skautameistari heimsins í hlaupum hefir enn af nýju orðið þetta ár, Norðmaðurinn Oscar Mathie- sen. Hann rann 10 rastir — eða sömu vegalengd og héðan úr Rvik upp fyrir Rauðavatn, á 17 mín 36- 2/10 sek. Næstur honum var Rússi einn, Ipolitow að nafni, er hið sama skeið rann á 17 min. 376/io sek- í fyrra rann Mathiesen sama skeið á 17 mín. 463/10 sek. 300 ára afmælí Romanow- ættarinnar á keisarastóli Rússa er seinna i vetur. Þá stendur til að náða 9—10,000 rússneska fanga og útlaga. Meðal þeirra er skáldið Maxim Gorki. Banatilræði var Yuan-shi-kai forseta Kína-lýðveldis veitt þ. 23. jan.; skotið á hann tveim skotum, en eigi hæfður. Frá Englandi. Stjórnin hefir látið falla niður lagafrumvarp sitt um aukning kosningarréttarins i bráð og hefir kvenþjóðin þar í landi enn orðið að sjá á bak vonum sin- um um kosningarréttinn. Þetta mun þó aðeins vera til bráðabirgða og enginn vafi sýnist á að enskar kon- ur fá bráðlega kosningarrétt, enda sækja þær hann af dæmafáu kappi. Tíðindum þykir það sæta hversu fór um aukaþingkosningu í héraðinu Ulster á írlandi nýlega. Hafa áður 17 þingmenn frá Ulster barist gegn heimastjórnarfrumvarpi íra, en r6 verið þvi fylgjandi. Við siðustu kosningar unnu íhaldsmenn kjör- dæmið Londonderry, sem nú var barist um, með 105 atkvæða meiri- hluta. Að þessu sinni fekk fylgis- maður heimastjórnarinnar 2699 at- kvæði, en keppinautur hans 2643. Áflog og ryskingar urðu á eftir á götum úti og fekk lögreglan engum lögum við komið. Loks vorú 300 hermanna látnir skakka leikinn. Spánarkonungur og þjóð- veldismenn. Frá því var sagt hér í blaðinu fyrir nokkru, að for- ingi íhaldsmanna á Spáni og fjöldi þingmanna með honum sögðu af sér þingmensku af gremju við Alfons konung yfir því, að hann tók ekki flokk þeirra til ríkisstjórnar, þó sá væri í minni hluta í þinginu. En ekki þykir það sæta minni tíðindum, að konungur kallaði foringja þjóð- veldismanna á Spáni Ascarate að nafni, á sinn fund og hefði farið hið bezta á á milli þeirra. Gerist kon- ungur hinn mesti gjörbótamaður í stjórnarháttum og vilja nú þjóðveld- ismenn styðja hann og stjórn hans, Shevket Paska, sá er stórvezís vaið í stjórn- byhingunni og nú er sagt að taki við yfirherstjórn. en íhaldsmenn láta hin versta yfir öll- um þessum veðrabrigðum. ísland erlendis. Lofískeytastöð á Islandi. Danska blaðið Hovedstaden fly.tur þá fiegn 26. jan.,* að i ráði sé að setja upp loftskeytastöðvar . með Poulsenstæk- jum á Færeyjum — og Islandi — og síðar komi Grænland á eftir. — Ekki hefir beyr.st neitt um, að lands- stjórnin hér hafi samið um þetta, og ekki geta Danir — svona upp úr þurru — ákveðið neitt um þetta! Norsku tollarnir og Island. Búnaðarblaðið Landmandsposten í Nor- egi mælir mjög móti því, að lækka toll á íslenzkum hestum og íslenzku kjöti. Landbúnaðarráðherra Nprð- manna í Bratlies-ráðuneytinu gerir ekkert úr þeitn mótmælum, i við- tali við norska Dagbladet, en kveðst að öðru leyti eigi geta neitt um þetta tollamál sagt, af því að enn sé eigi neitt ákveðið um ívilnanir þær, er á móti komi frá Islendinga hálfu. Dómurinn í gjaldkeramálinu var kveðinn upp milli kl. 2 og 3 í gær í bæjarþing- stofunni, Dómarinn kom að austan í fyrrakvöld — og þóttust menn vita, að dómurinn yrði uppkveðinn í gær, en á hverjum tíma vissi al- menningur eigi. Því voru þar við- staddir að eins örfáir menn. Tíu mínútum eftir dómsuppsögn flutti ísafold fréttina um úrslitin í fregnmiða og vakti hún feikna eftir- tekt um allan bæ. Leiðrétt missögn. Herra Ellingsen Slip-stjóri biður ísafold geta þess að fregn sem stað- ið hafði í Vísi og Ingólfi um að skipið Sjöalv hafi strandað við Ler- wick, sé ósönn. Skipið kom til Haugasunds 7. þ. m. Sitt af hverju. Frá rikistöku Ferdínand Búlgarafeeisari Ferdínands er þýzkur prins — kend- Bulgarakeisara. ur við Koþurg. Engum haffi dottið í hug í æsku hans, að fyrir honum lægi að verða þjóð- höfðingi, hvað þá heldur, að hann mundi verða maðnrinn, er steypti Tyrkjanum af stóli hér i álfn, eins og nú lítnr útfyrir, að ætli að verða. Sagan af því, með hverjnm hætti Fer- dinand varð fnrsti Búlgara, er sögð á þenna hátt ,i erlendum hlöðnm. Stamhnlow, hinn nafnknnni stjórnmála- maðnr Búlgara, var á miklum erli árið 1887, er Alexander af Battenherg lagði niðnr fnrstatign, milli hirðanna í Norð- nrálfu, til þess að reyna að fá einhvern Norðurálfuprinsa til þess að gerast fursti Búlgara. M. a. kom Stambulow þá til Danmerkur og bauð Yaldimari prins, Krist- jánssonar h. 9., tignina. En svo lítið keppikefli þótti sú staða þá, að enginn vildi við líta. Stambulow bélt þvi heim á leið við órækt erindi sitt. A leiðinni staðnæmdist hann i Vinarborg — ti! að hvila sig. Um kvöldið, er hann staddur i keisaralega Jeikhúsinn ásamt föruneyti sínu. Honnm verður þá litið yfir i stúku þar gagnvart, sér þar ungan mann i hermanna- búningi, er lætur mikið og er sýnd meiri lotning af förunautum hans en hermanna- búningurinn gerði grein fyrir. Stamhu- low spyr hver þessi ungi maður sé. »Það er Ferdínand prins af Kobnrg. Hann er sagður allgreindur maður. Hann er i ætt við marga þjóðhöfðingja bér í álfn. En mesti drabbari og óhemjn sknld- ugnr«, svaraði sá er spnrðnr var. En svo leizt Stamhulow á manninn, að þrátt fyrir eigi fegnrri vitnisburð, bað hann þegar að mega tala við hann. Næsta dag var Ferdínand orðinn — skuldlans — og fursti Búlgara! — Svona er tilviljnnin stundnm mikils megnandi! Fornir pen- Meðal Kinverja hafa peninga- inga seðlar. seðlar verið notaðir meira en 1000 árum f. Kr. Á safni i Péturshorg er geymdur pen- ingaseðill frá árinn 1399 f. Kr. Hann er eins og seðlar vorra tíma, búinn út með nafni bankans, útgáfudegi, númeri og pen- ínga-ígildi sínu bæði i tölnm og bókstöf- nm og nafni bankastjórans. Efst á seðlinum er þessi lifsregla letr- nð: Framleið eins mikið og þú getur — en brúkaðu það með gætní! Vel svarað. Lloyd George, fjármálaráð- herra Breta, var i vetur einu- sinni að halda ræðu um heimastjórn Ir- lands. Meðal annars sagði hann: »Við viljum koma á heimastjórn, eigi að eins í írlandi, heldur líka á Skotlandi og i Wales« . . . Þá er gripið fram í fyrir honum með þjóstmikilli rödd: »Eigum við ekki lika að koma á heima- stjórn í helviti?« »Þvi ekki það« — svarar Lloyd Ge- orge jafnharðan — »og það gleðnr mig mjög, að hér er maður, sem heldur fram réttindnm átthaga sinna<! Það var ekki gripið fram i fyrir Lloyd George aftnr! Hafnarverkfæraskipið fer frá Kaupmannahöfn á laugar- daginn (22. þ. m.) og kemur þá væntanlega hingað um mánaðamót. Föstuprédikun i kvöld kl. 6. Jóh. Þork. Lftið hús til sölu. Upplýsingar Grettisg. 22 C Kolaverð hjá okkur er kr. 5,00 fyrir skippund heimflutt til kaupenda í bænum. H.F. Timbur- og kolaverzlunin RETKJAVIK. Llkkistur, k:1” Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Sðlubúð til leigu. í Hafnarfirði er nýleg, björt og rúmgóð sölubúð til leigu með tækifærisskilm ál- um. Fæst leigð frá 1. marz eða með litlum fyrirvara eftir þann tíma. Ritstjóri vísar á Nýtt. Nýtt Gatstungualurinn (Hulstingsyl) Le Roi er nýjung, sem er þunga síns verður í gulli. Þúsund st. seld á einum tpánuði. Eftirspurn feikileg. Hin bezta uppgötvun við handsaum, hvort heldur er í leður, skinn, segldúk eða þessháttar. Hann saumar gat- stungu (Hulsting) eins og saumavél. Verð með 3 mismunandi nálum, vax- þræði og öllu tilheyrandi 2 kr., 3 st. kr. 5,25. Aukanálar 20 aur. Knippi af vaxþræði kr. 1,00. Einkaumboðs- maður fyrir ísland er: \ Martin Haldorsen, kaupm. Bergstaðastræti 38, Rvik. Tals. 337. 9 Jlgœíur JisRiBáfur, 10—11 Reg. Tonn brúttó, með aldekki og nýjum 12 hesta afls Bolinders-mótor, fæst hjá Timbur-og kolaverzl. Hvíh. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Frimerkep Brukte islandske kjöbes til höie priser. Indkjöbspriskurant gratis. Tilaalgs haves islandske SKILLINÖS fri- og tjenestemerker, 20 aur violet, o. fl. — Priser paa forlangende. Olaf Grilstad, Trondhjem. Þeir kaupendur ísafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heimili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðs- ins, svo þeir fái blaðið með skilum. Tltjja Bíó. í kvöld kl. 9 og næstu kvöld ágæt sýningarskrá, meðal annars' mynd frá Baikanófriðinum. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Aðalfundur Búnaðarfélags íslands verður hald- inn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykja- vík laugardagiun 17. maí þ. á. og byrjar kl. 5 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag félagsins, fram- kvæmdum þess og fyrirætlunum, — rædd búnaðarmálefni og bornar upp tillögur, er fundurinn óskar að bún- aðarþingið taki til greina. Á fundinum á að kjósa 2 fulltrúa, 1 varafulltrúa, 2. yfirskoðunarmenn og 2 úrskurðarmenn. Reykjavík 17. febr. 1913. Gfuðmimdiir Helgason. fríkirkjusafn- aðarins í Rvík verður haldinn i fríkirkjunni sunnu- daginn 23. febrúar, kl. s síðd. Endurskoðaður reikningur lagður fram, kosin ný stjórn; rædd safn- aðarmál. — Stjórnin. „Hjukrunarfélag Reykjavíkur“ heldur ársfund sinn í Iðnaðar- mannahúsinu (minnnisalnum) föstu- daginn 21. febr. kl. 8 i/2 síðd. Þar verður gerð grein fyrir starfsemi félagsins á liðnn ári, skýrt frá hag þess, lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar þess, rædd félagsmál og kosin stjórn og endurskoðunarmenn. Loks flytur prófessor Guðmundur Magnússon erindi: TJm band- orma. Félagsmönnum er heimilt að taka konur sinar með sér á fundinn. Jón Helgason. p. t. formaður. stúlka óskast 14. maí á fáment heimili. Uppl. Suðurgötu 6. Stúlka, sem skilur ofurlítið í dönsku, óskast nú þegar til frú Jör- gensen, Nýlendugötu 13. Fallegt, gamalt ísl. belti er til sölu. — Ritstj. vísar á. Eítið ilús á hornlóð, sem byggja má á annað hús, fæst keypt nú þeg- ar. — Afgr. vísar á. 12 aura almanök 1913 nýkomin í bókverzlun ísafoidar. Hér með tilkynnist, að jarðarför Berg- steins Vigfússonar er ákveðin mánudaginn 24. þ, m. — Húskveðjan hefst kl: II1/, á heimili hins látna, Njálsgötu 49 B. Vandamenn hins látna. Hér með tilkynnist að méðir min andað- ist að heimili mínu þ. 16. þ. m., hátt á níræðisaldri. Guðm. Þorkelsson, Pálshúsum. Innilegt þakklæti fyrir sýnda hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför konunn- unnar minnar. H. J. Bartels. Ritstjórar: Olafur Björnsson og Sigurður Hjörleifsson. Talsími 48. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.