Ísafold - 12.04.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. VerS árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1-J-dollar; borg-
ist fyrirrniðjan júlí
erletiJis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
AFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við nramót,
erógild nema. kom-
in só til útL'efanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kínvpaudi i<kuld-
laus við blnðið.
ísafoldarprentsrniðja,
Ritstjóri: Ólafux* Björxnssoiti.
Talsimi 48.
XXXX. árg.
Reykjavik, laugardaginn 12. apríl 1913.
29. tölublað
Tvö blðð
koma út af Isafold í dag, nr. 28
og 29-____________________
Fundur
verður haldinn í Iðnaðarmannafélag-
inu á morgun (sunnud. 13. þ. m.)
kl 4^/2 síðd. á vanalegum stað.
Aríðandi málefni fyrir fundinum.
Rétta steínan.
Þegar horfið var að því ráði i fyrra
að vinna að samkomulagi milli stjórn-
málaflokkanna í sambandsmálinu var
það gert í vitund um, að brýna nauð-
syn bæri til þess hjá oss, að fá sam-
bandsmálsdeiluna út úr heiminum,
af því hve mjög hún tæki tíma og
krafta frá stóráríðandi innanlands-
mdlum. Það var og gert í þeirri
von, að Danir mundu, er mikill meiri
hluti hinnar íslenzku þjóðar stæði
saman um kröfurnar, fást til að ganga
það lengra en 1908, að vér mætt-
um vel við una.
En sá skildagi var og settur, að
eý Danir fengjust eigi til að ganga
að kröfum »bræðingsins« — skyldi
mdlaieitunum um sambandsmálið vera
lokið að svo stoddu aý vorri hálfu.
Það sem bak við brann og öllum
var áhugamál var þetta að koma sam-
bandsmálinu ýrá, hvort sem væri
með nýjum samningum við Dani
eða afsvari þeirra við þeim kröfum,
er vér töldum minstar mega vera.
Þetta var pá talin hin eina heilla-
vænlega stefna af forgöngumönnum
samkom ulagstilraunanna.
Eins leit og Isaýold á málið í fyrra,
og eins litur hún einnig á það nú,
þótt orðunar-maður þessarar stefnu
virðist nú eigi vilja við hana kannast
eða fylgj.t henni. Hann vill nú ólm-
ur halda áfram málaleitununum, hvað
sem öðru ]íður — yfirvarpsmálaleit-
unum, ef eigi vill betur, virðist telja
sína eigin stefnu í fyrra »ókurteisi
við Dani«,
En þetta er hrein fásinna. Hitt
væri aftur miður sæmilegt að vera
að »baksa« við samninga umleitanir
við Dani — svona til málamynda,
alvörulítið eða alvörulaust.
hvers er þá að vera að þráast við
og karpa við þá?
Er eigi nokkru nær að reyna nú
að byggja sjálfstæði vort innan að ?
Er eigi nokkru nær að reisa sjálf-
stæði vort áfram á þeim grundvelli,
serri markaður er með hinni fyrir-
huguðu stofnun islenzka eimskipa-
félagsins?
Halda svo fram stefnunni, sem
þar er byrjuðl
Haga oss eins í verzlunarmálum,
fiskiveiðamálum, atvinnumálum.
Koma því svo fyrir, að vér í öllu
þessu eigum traustið og ábyrgðina
undir sjálfum ossl
Nii eru tímamót með þjóð vorri.
Nú ríður á, að góður og sterkur
vilji allrar þjóðarinnar steýni rétt,
vinni að hinu rétta takmarki, að
verða sjálfstæð þjóð á borði, hvað
sem sjálfstæðinu í orði líður.
Það væri vel, að þingmálafundir
mörkuðu vel stefnu þessa, létu al-
þingi skilja ótvírætt, að í þessa átt
fari þjóðarviljinn nú.
Þessi stefna væri bezta svarið, sem
vér gætum gefiðtregðu þeirri,ei Danir
sýna oss í sjálstæðisbaráttu vorri.
Þessi stefna er líklegasta lyftistöng-
in framtíðar þessa lands.
Hún er fyrsta skilyrði þess, að
oss geti til frambúðar »vegnað vel
og vér orðið langlífir í landinu«.
Það ættu þingmálafundirnir í vor
að muna.
Þeirra er að skora á þingið að
taka upp hina réttu stefnu.
Að snúa sér frá sambands-deilunni,
að snúa sér að innanlandsmálunum,
er mest kalla að, að því eigum vér
nú að stefna, ef vel á að fara.
Þau bíða nú, innlend nytsemdar-
mál hvert af öðru, biða þess, að vér
snúum oss að þeim með oddi og
egg, einlægni og alvöru, og leysum
þau úr álógum.
Samgöngumál, fjármál, verzlunar-
mál og önnur atvinnumál — öll
hafa þau verið hálfgildings-olnboga-
börn alþingis og stjórnmálamann-
anna — öll hafa þau orðið að liita
íyrir hinni drotnunargjömu stór-
pólitík 1
En nú, þegar sýnt er orðið, að
vér að svo stöddu fáum engu til
leiðar snúið við viðsemjanda vorn,
Dani, er sæmilegt megi heita fyrir
oss, í sjálfstæðismáli voru, — til
Eimskipafélagið.
Molar.
Hugleiðingar Guðmundar Hannes-
sonar í síðasta blaði hafa margir lesið
með athygli. Það er eigi svo mikið
Grettistak að lyfta fyrir okkur, að
leggja saman þau þúsund, sem til
félagsins þarf, sem margan uggir.
Ef annaðhvort heimili á landinu tæki
50 króna hlut, þá væri féð komið alt.
Svo er mér sagt að eigi muni
kaupmenn þeir hér í Reykjavík, sem
skerast úr leik, verða nema sárfáir —
ef nokkrir verða á endanum. Enda
verður eigi séð, hvern hag þeir sæju
sér í því. Fyrirtækið verður peim
áreiðanlega til gagns eigi síður en
allri þjóðinni. En þeir gera tvent
með því að styðja fyrirtækið: að
skapa því lifsskilyrðin og gera sjálfum
sér gagn.
Mótbárur koma fram gegn félags-
stofnuninni lir stöku stað.
Einn maður sagði, að það gæti
ekki »góðri lukku stýrt«, að allir
væru á sama máli um, að hér væri
um að tefla þjóðþrifafyrirtæki, blöð-
in öll á einu máli, og sama hverrar
stjórnmálaskoðunar mennirnir væru.
Þetta væri svo undarlegur hlutur,
að hann væri hræddur við! Margur
mun kíma að þessari mótbáru. Enda
er það hlægilegt að nota slíkt sem
mótbáru. Hitt er ekki óskiljanlegt,
að fram geti komið þessi hugsun,
svo þrætugjarnir sem vér íslending-
ar erum að eðlisfari. En hér er
loksins mál; sem tekur fyrir alla
þrætugirni; þetta er svo gamalt mál,
svo margrætt og hugsað, að það er
eins og það komi til almennings
fullþroskað, líkt og sagt er að Pallas
Aþena hafi stigið albrynjuð upp úr
kolli Seifi.
Tómlœtið íslenzka telja ýmsir svo
mikið, að ókleift sé að koma hér
fram nokkru slíku sem þessu. Menn
vilji það allir, en geri ekkert fyrir
malið, segi þegar til á að taka hluta-
fjárins að þeir hafi ekki efni á að
taka hluti, þurfi -a.b hugsa sig um,
atli að gera það, en seinna, timinn
sé nógur til 1. júli, o. s. frv. Sjálf-
sagt bryddir talsvert á slíku. En
þetta má ekki svo ganga. Með slíku
draga menn um of kjark hver úr
öðrum og þá verður ekkert gert.
Menn verða að geta ráðið við sig
þegar hvern stuðning þeir vilja veita
fyrirtækinu — 0% gera pað.
>Haldið þið svo sem ekki að kaup-
mennirnir sviki þegar á hólminn
kemur? Eg þykist þekkja svo vel
íslenzku kaupmennina. Ef þeim er
boðinn litill afsláttur hjá öðrum fé-
lögum þá svíkja þeir allir islenzka
félagið«. Þessi mótbára er ekki óal-
geng. Á hverju hún er bygð veit
eg eigi; i öðrum löndum er reynsl-
an sú, að þegar kaupmenn hafa fund-
ið, að eitthvað mál er þ e i r r a mál,
þá standa þeir undir þéttar en ýmsar
aðrar stcitir. Hefir kaupmannastétt-
in íslenzka fyr en nú átt mál, sem
hún hefir fundið að var mál a 11 r a
kaupmanna og jafnframt þjóðarinnar
í heild sinni ? Eg held ekki. Má
þá ekki treysta því, að þeir haldi
nii saman, þótt stirt hafi kunnað að
ganga stundum fyr? Og þeir kunna
án efa að reikna. Þeir vita allir,
eins vel og þeir vita, að 2X2 = 4,
að þær»prósenturs,sem þeir kunnaað
fá aukreitis í ár verði teknar af þeim
tvöýaldar, preýaldar eða enn meir að
árij, eða hvenær sem gengið verður
af peirra eigin félagi dauðu.
w
:e
3C
!E
3G
31
^H
fli
rni Eiríksson
TJusíursíræti 6.
Með e/s »Ceres« og »Sterling« nýkomið.
Tvistdúkar, stubbasirz, kjólaefni, alt mjög fjölbreytt.
Flónel, iir silki o° ull af mörgum litum.
Silkidúkar, silkislifsi, silkiborðar.
Gluggatjaldaefni, tvíbr., hvít og guileit.
Léreft, margar tegundir, sumt fiðurhelt,
og margt fleira.
Ennfremur nýkomið: Nærfatnaður fyrir konur og karla,
sokkar af öllum stærðum, millipils, bolhlifar, svuntur o. fl.
Altaf nógar birgðir af hreiniætisvörum, sópum. burstum,
handklæðum og handklæðaefni, sápum, þvottaklemmum og
fjölmörgu öðru.
Meira væntanlegt með e/s »Skálholti« og »Hólum«.
3E
3U
m
Jarðgöng gegnnm Mont Blanc.
Nú stendur til að grafa jarðgöng gegnum hinn mikla Mont Blanc
fjallgarð í Alpafjöllum. Fyrir nokkurum árum hafa jarðgöng verið gerð
tAhœttan ætti ekki að vera mikil
ef vel er á haldið. Menn vita að
siglingar hér við land eru arðvæn-
legar og hafa verið um mörg ar.
Verða það auðvitað í höndurn ís-
lendinga sem Dana. íslendingar hafa
bæði hér og annarstaðar, reynst eins
færir um að láta fyrirtæki borga sig
og hver annar (sbr. botnvörpung-
ana o. fl.)
Enginn hættir meiru fé en því,
sem hann leggur i félagið. Það er
hlutaíéhg, ábyrgðin takmörkuð við
hlutina, nær til þeirra einna.
gegnum Simplon-skarð. — Mont Blanc er eins og kunnugt er hæsti
fjallstindur Evrópu, nál. 4800 st. á hæð. Á myndinni blasir Mont Blanc
við i baksýn, en undir fjallinu þorpið Chamounix.
Jarðgöngin eiga að verða 13 rastir — eða líkt og upp að Hólmi frá
Reykjavík. Þau eiga að ganga frá Chamounixdalnum og að bænum Aosta
á ítalíu. Áætlaður kostnaður 100 jnilj. krónur.
Ýmsar sögur má segja frá hluta-
f jársöfnununni, sem verðar væru eftir-
dæmis.
11 eða 12 ára drengur hér í hæn-
um, sonur embættismanns, kom einn
góðan veðurdag til föður sins og
kvaðst ætla að taka 50 kr. hlut í
eimskipafélaginu af sparisjóðsfé sínu
og svo bráðlátur var hann, að hann
heimtaði strax sparisjóðsbókina sína,
svo eigi stæði, á þegar til sín væri
leitað um áskrift. Hann hefir nú
skrifað sig fyrir hlutunum.
Verkmannafélagið »Dagsbrún« tek-
ur allstóran hlut af félagsefnum.
Ýmsir gefa börnum sínum hluti,
smærri og stærri. Hlutir eru gefnir
í afmælisgjafir. Til sumargjafa kvað
nokkrir og ætla að nota hluti o. s.
frv. —
Hugurinn fylgir málinu hjá öllum
almenningi. Látum hann ekki dofna !
____________ x-f-y.
Ýms erlend tíðindi.
Skipasmiðaverkfall á
Englandi.
Undanfarið hafa verið miklar óeirð-
ir í skipsmíðastöðvum ensku stjórn-
arinnar i Portsmouth, Devonport,
Pembroke og Chatham. Verkamenn
hafa heimtað kauphækkun, en krafa
þeirra verið einskis virt. Hefir það
valdið gremju mikilli meðal þeirra,
og er alvarlega biiist við verkfalli,
því skipasmiðir hafa undirbúning
mikinn í þá átt. Er búist við að
um 40,000 verkamanna, er við stöðv-
amar vinna, muni taka þátt i verk-
fallinu. Eru það vélasmiðir, katla-
smiðir, skipasmiðir o. s. frv. Berj-
ast þeir fyrir því að verkfallið taki
yfir land alt, þar eð það myndi að
öðrum kosti verða árangurslaust.
Hafa verkamenn i skipasmíðastöðv-
um stjórnarinnar miklu lægra kaup en
i hinum, sem einstakir menn eiga, og
kaupið hefir haldist óbreytt um mörg
ár. Nii heimta þeir að ákveðið verði
lágmark á kaupi i skipasmíðastöðv-
unum.
Fellibylnrinn
í Bandaríkjum, er getið var í sím-
fregn um daginn, hefir af sér gert
voðalegan usla.
Hús klofnuðu sundur, vatnsflóð
ógurleg deyddu menn og skepnur.
Þúsundum saman hefir fólk farist
og eignatjónið er afskaplegt.
f ¦ Vestur-Virgintu hafa 1 ^,000
manns mist hús og heimili.
I Ohioriki er tjónið metið 348
miljónir dollara.
Til stóð að þingið veitti þegar
150 miljónir dollara til að létta af
verstu eymdinni.
Alþýðufræðsla Stúdentafé-
lagsins. Síðasta erindið á þess-
um vetri verður flutt í Iðnaðarmanna-
húsinu á morgun kl. s- Bjarni Jóns-
son frá Vogi talar um: Rómverja og
Islendinga.