Ísafold - 12.04.1913, Page 3

Ísafold - 12.04.1913, Page 3
ÍSAFOLD 115 i r 1Œ3SC 30 30 30 3E1IEI 30 30 3E3E=H L <0 cŒramfialé qf verésMrd c3. Æ. <0 30 3> Uppþvottastykki: 0.25 0.38 0.45 0.48. Vasaklútar hv.: 0.10 0.15 0.18 0.20 0.22 0.25 0.30 0.40 0.45 0.50. Vasaklútar rauðir: 0.20 0.25 0.32 0.40 0.45. Vatt sv.: pl. 0.25 hv. pl. 0.20 Vatt svart og hvítt í álnum: 0.28. Vatteruð teppi: 4.80 7.00 9.90 12 30 16.40. Ennfremur: Pappír og ritföng, Málningarvörur, Leður ogskinn. Skóflurnar og þaksauminn góðkunna. Þegar keyft er fyrir minst 10 krónur í einu af vefnaðarvöru, eða pappír og ritföngum, sendist það burðargjalds- frítt á allar hafnir, er skipin koma við. Voxdúkur á borð: al. 1.00 1.20 1.80. Voxdúkur framan á hillur: al. 0.06 0.08. Vetlingar: 0.40 0.50 0.65 0.75 1.00 1.15 1.35 1.40 1.50 1.70. Verkmannaskvrtutau: al. 0.400.47 0.52 0.60. Verkmannaskyrtur: 1.95 2.10 2.25 2.50 2.80. Vestishringjur: 0.02. Munið: að V. B. K. selur beztar vörur gegn lægsta verði. að V. B. K. hefir mest úrval af þeim vörum, er fólk notar alment. að Y. B. K. er ein af elztu, alinnlendu verzlun- unum, og því rétt, að beina viðskiftum þangað. IE=3E3E 30 30 3E=1IE 30 30 3BE3Í J Járnbrautin austur. Hvar á hún að liggja? Talsvert hefir verið ritað og ra?tt um það nú i seinni tíð, að ieggja járnbraut frá Reykjavík austur í Arnessýslu, en þó ekki meira en eðlilegt er, þar sem um jafndýrt fyrirtæki er að tefla, því þetta er svo mikið fjárspursmál, að nauðsynlegt er, að ekki sé hrapað að framkvæmd á slíku stórvirki, án nákvæmrar at- hugunar, og þarf því að hafa margt fyrir augum, en þó sérstaklega það, hvar staðhátta vegna muni hentugast að leggja járnbrautina, ef til kemur, og eflaust verður einhverntíma. Spurningin er: Hvar er jafnlendasti, styzti og snjóléttasti vegurinn aust- ur í framleiðsluhéruðin. Eg sé af blöðunum, að byrjað hefir verið í sum tr, sem leið. að mæla fyrir jámbraut austur ytír Mosfells- heiði og tnun svo eiga að liggja niður Þingvallasveit og Grimsnes; er því svo að sjá, að þessi leið pvki álitlegust til að leggja brautina um austur í Árnessýslu, en eg efast um, að svo sé, eti tel mjög líklegt, að til sé heppilegri leið írá Reykjavík austur í aðal-framleiðsluhéruð fiam- tíðarinnar á Suðurlandsundirlendinu, en sú leið hefir varla verið nefnd á nafn, siðan þetta járnbrautarmál komst til tals. Leiðin sem eg tel hyggilegasta, er úr Rvík um eða hjá Hafnarfirði, þaðan þráðbeint á endann á Sveifluhálsi og eftir mosasléttum milli Sveifluháls og Trölladyngju, og annaðhvort yfir suðurendann á Sveifluhálsi, sem er mjög lágur, eða fyrir sunnan hann og þaðan beina stefnu sunnanvert við Arnarfell — sem er ssamt fyrir austan tunið í Krísivík — og á Krísivíkurhraun fyrir neðan — sunnan •— Eldborg, svo austur hraunið fyrir neðan Geita- hlíð, austur hjá Herdísarvík fyrir ofan Selvog, en framan Hlíðarenda í Ölfusi, austur með fjalli hjá Hjalla, austur hjá bæjaþorpi, og nálægt flutninga- brautinni þaðan austur að Ölfusá. Þetta er eg viss um að er jafnlend- asta o: mishæðaminsta leiðin á milli Reykjavíkur og Árnessýslu, og áreið- anleva sú allra snjóléttasta á vetrum, og hvergi eins fljótt að taka upp snjóa á vorin, því leiðin liggur svo lágt og nærrisjá. Það kom stundum fyrir, áður en vagnvegur var lagður yfir Hellisheiði, að austanpóstur fór þessa leið, er alt annað var ófært. Svo er þess að gæta, að ef járn- braut væri lögð þessa leið, þá lægi hún í gegnum einhverjar hinar frjó- sðmustu sveitir suðurlands, Ölfusið og Flóann, ekki því að gleyma, að þá fengist samband við eitt hið bezta fiskiver Suðurlands, Þorláks- höfn, og með lítilli afbraut við Grindavík, þar sem vera tnun hið líklegasta hafnarstæði austan Reykja- ness, »Hópið«. Einnig er það vitanlegt að Eng- leudingar eiga Krísuvíkurnáma, og mundi það félag, ef til vill, nota bn.utina mikið. Það hefir einhver stungið upp á því nýlega, að heppilegt mundi að hafa hina fyrirhuguðu braut austur, rafmagnsbraut, og nota aflið úr Sogs fossunum. En mundi ekki eins mega nota afl úr Reykjafossi í Ölf- usi til að knýja vagna um þessa braut? Að vísu er eg ekki r^fmagns- fróður, og get því ekki um sagt, hvort þar hefðist nægilegt afl; en hitt veit eg, að ekki er sá hluti foss- ins háður útlendingum, sem er eign Árnessýslu. Á Alþingi 1911 var lítillega minst á þessa leið. Það gerði SiqurÖur Skurðsson, núverandi i. þitigm. Ár- nesinga, í sambandi við tillögu um 3000 kr. fjárveitingu til rannsóknar á járnbrautarlagning austur. Hann getur þess, að hin fyrirhugaða leið- yfir Mosfellsheiði, um Þingvöll og s. frv., sé snjóþung og krókótt, og fullyrðir að finna rnegi aðra leið fynr járnbrautina, sem sé bæði styttri og snjóléttari. Og hanti bendir þar á, að lecgja mætti járnbrautina um Hafnarfjörð, fyrir ofan Selvog og upp Ölfus að Ölfusárbrú (Alþingistíð. B. II., 201—203, og víðar).— Hann leggur ennfremur áherzlu á það, að óumflýjanlegt og sjálfsagt sé »að rannsaka alla þá staði eða allar þær leiðú, er koma til álita við lagning járnbrautar austur í sveit!r«. Og með það fyrir augum kveðst hann greiða atkvæði með tillögunni. Það getur verið, að á þessari um- ræddu leið kunni að vera einhverir þeir annmarkar, sem gera það ókleift, að leggja brautina þá leið. En um það verður þó ekkert sagt fyr en það hefir verið rannsakað af járnbrautar- verkfræðing. En allar þær leiðir, sem hugsanlegt er,staðháttannavsgna, að fara megi, ætti að sjálfsögðu að athuga og bera saman. Á því á þjóðin skýlausa heimtingu; þar má engin hreppapólitík eða einstakra manna hagsmunir komast að. Þar verður það eitt að ráða, hvar heppi- legast er að leggja brautina, bæði með tilliti til kostnaðar, og hvar hún komi að sem mestum notum. — Eg hefi nú bent á þessa áðurnefndu leið sem líklega, og mér þykir sjálf- sagt, að hún sé rannsökuð, áður en byrjað verður á járubrautarlagn- ingu austur í Árnessýslu. Gamma. Bátstapi í Vestm.eyjum. Á þriðjudag vildi það slys til í Vestmanneyjum, að bátur týndist með 4 mönnum á. Þeir voru við veið- ar undir Bjarnarey. En um miðjan dag hvesti allmjög og ætluðu þeir þá að sigla heim, en kolisigldu sig. Skrá yfir íslenzkar iSnaðarvörur seldar á Hazar Thorvaldsensfélagsins 1912. Tala Kr. a. Vetlingar .... 679 pör Sokkar .... 349 — Hyrnur .... 134 st. Band 521,10 Vaðmál .... 75,76 Nærfatnaður. 44 st. 274,90 Kvenhúfur . 384 — Kvenhúfur með skúf og hólk 37 — Ábreiður ... 7 — 101,00 Ljósdúkar . . . 78 — 479,23 Kommóðudúkar. 26 — 90,15 Ymislegar hvítar bróderingar . 133 — 317,87 Bróderaðar serviettur 25 — 23,16 Ýmislegur mislitur útsaumur . . 46 — 258,95 Hekl 58 — 94,66 Silfur belti . 12 — 270,00 — beltispör . 9 — 216,00 — millubönd . 3 — 80,00 — brjóstnálar . 113 — 412,35 — millur 45 — 44,50 — munir af ýmsu tagi 88 — 302,24 Utsrkornir munir úr tró, horni, steini og beini . 130 — 676,55 Utskornir spænir 103 — Sútuð skinn 145 — 912,50 ísl. skór .... 525 pör Margt fleira, svo sem gömul frímerki, póstkort, fanga- mörk o. s. frv. Álls selt á árinu fyrir kr. 11,672,51 Thorvaldsensbazar var stofnaður ár- ið 1900, opnaður 1. júní það ár. Frá byrjunardegi til ársloka 1913hefir verið selt á honum fyrir alls kr. 147,525, 28 au. Nú er með öðrum orðum búið að selja fyrir l1/^ hundrað þús. kr. Alt er það að heita má íslenzkur heimilisiðuaður, sem á boðstól- Um er á bazarrmm, at'urðir, sem áður séldust illa og slitrótt. Er það því nytsemdarstofnun sem Thorvaldsensfólagið gekst fyrir, er það stofnaði bazarinn. ReykjaYíkur-annáll. Aðkomumenn: Sira GHsli Skúlason frá Stórahranni, Þorsteinn Thorarensen frá Mó«iðarhvoli, Grímur Thorarensen frá Kirkjubæ, allir til að vera við jarðaríör frú Ragnh. Thorarensen, i gser. Dánir: Einar Bjarnason, gamalmenni, Bræðraborgarst. 24, 82 ára. Þó 7. april. Ólina Hannesdóttir, húsfr., Skólavst. 16, 53 ára. Dó 5. apríl. Ingigerður Ingibjörg Helgadóttir husfr., Skólavörðust. 4 B, 64 ára. Dó 6. april. Kristin Jensdóttir húsfr., Njálsgötu 48, 51 árs. Dó 6. april. Guðsþjónusta á morgun: I Dómkirkjunni kl. 12 Jóh. ÞorkelssoD. ----------kl. 5 Bjarni Jónsson. í Fríkirkjunni kl. 12 Ól. Ól. Hjúskapur: Páll Óskar Lárusson tré- smiður, Spítalastig 4, og ym. Jakoblna Jóhanna Þorgrímsdóttir. öift 10. april. Karl Nikulásson verzlm. fer nú með Hólum norður á Akureyri og verður þar deildarstjóri fyrir steinolíufélagið D. D. P. A. Kvöldskemtun á að vera í Goodtempl arahúsinu annað kvöld, eins og auglýst er hér i blaðinu. Meðal annars gefst þá fólki færi á að sjá Friðfinn Guðjónsson í sinu gamla hlutverki i|Frúin sefur. Hann lék það hér i bæ fyrir mörgum árnm og þótti . ð því mikil skemtun. Tveir aðrir gamanleikar verða og sýndir. Sjðnleikar Hringsins. Einu sinni á ári efnir kvenfélsgið H r i n g u r i n n til sjón- leika i góðgerðaskyni. Það hefir jafnan verið ánægja mikil að sjá Hringstúlkur á leiksviðinu. Á miðvikudaginn ætla þær að leika Hinn dularfulla arf, leikrit eftir Emmu Gad, fjörugt og hnittíð. ----------- -------------- Árbók Balkanófriöarins. Til glöggvunar á atburðum þeim, er gerst hafa í hitium mikla ófriði, er nú virðist ætla nð sjá fyrir end- ann á — fer hér á eftir yfirlit yfir úrslitatíðindi þau, er gerst hafa: 3J. sept. 1912 skera Búlgarar, Serbar, Svartfellingar og Grikkir herör um rlki sln. 1. okt. hjóða Tyrkir út sínum her. 2. okt. gera stórveldin sáttaumleitanir. 3. okt. gera Bandamenn kröfu til Tyrkja- stjórnar um að fá aukin völd í Makedóníu. 8. okt. segja Svartfellingar Tyrkjum stríð á hendur. 10. okt. vinna Svartfellingar fyrsta sig- ur sinn, kastalinn Detchick fellur í hend- ur þeirra. 11. okt. setjast Svartfellingar um Skut- ari. 13. okt. gera Grikkir, Búlgarar og Ser- bar Tyrkjum úrslitakosti. 14. okt. vinna Svartfellingar Tuzi. — Sama dag taka Krítar-þingmenn sæti i griska þinginu. 15. okt, gera Tyrkir frið við ítali og kalía sendiherra sina heim frá Balkan- þjóðum. 17. okt. segja Tyrkir Búlgurum og Serb- um strið á hendur, en Grikkir Tyrkjum. 18. okt. ryðjast Búlgarar inn i Mustafa Pasha, og Serbar fara inn yfir landamæri Tyrklands. 20. okt. setjast Grikkir um Elsassona. 21. okt. hertaka Búlgarar Kirk kilisse og halda til Adrianópel, Serbar setjast um Yskyb, en Grikkir lykja Epirus-strönd land- spennu. 22. -24. okt. híða Tyrkir hinn mikla ósigur við Lule Burgas. Serbar vinna Knmanovo og Grikkir Servia. 31. okt. eru handamenn búnir að hrekja Tyrki austur fyrir Tchatalja. 3. nóv. reyna stórveldin enn að miðla mál im. 8 nóv. taka Grikkir Saloniki. 10. nóv. vinna Serbar Monastir. 15 nóv. kemur upp þrætan milli Serba og Austurikis-Ungverjalands út af þvi að Serbar vilja fá höfn við Adriahaf. 28. nóv. er Albania lýst óháð rfki. 3. des. Vopnahlé gert milli Tyrkja ann- arsvegar og Búlgara, Serba og Svartfell- inga hins vegar. 16. d’s. hefst friðarfundnrinn i Lund- únum. 17. des. koma sendiherrar stórveldanna saman á fund 1 Lundúnnm. Þeim fundi frestað seint i mánuðinnm. 1913, 13. jan. sigra Grikkir í sjóorustu við Tenedoas. 23. jan. gerir Euver Bey stjómarbylt- ingu í Konstantinopel. Mahmed Schevket werður stórvezír i stað Kiamíls, Nazim Pasha drepinn. 29. jan. slita fulltrúar Balkanrikja frið- arumleitunum 30. jan. er vopnahlétiu sagt upp. 3. febr. hefst strtrskothriðin af nýju á Adrianopel. 20. febr. ganga Búlgarar og Rúmenar að því, að stórveldin miðli málum í deilu þeirra. 6. marz taka Grikkir Janina. 26. marz taka Búlgarar Adiianopel. Eftirmæli. Eina og áður er getið hór í ísafold, 19. tölubl., andaðist Magnús bóudi Magnússon í Lykkju á Kjalarnesi á heimleið úr Reykjavik þ. 5. marz s. 1. Þess er getið til í sama tölublaði að hann muni hafa dottið af hestbaki og rotast; en þar sem hann var einu á ferð, er dauða hans bar að, er ek,ki hægt að segja með neinni vissu á hvaða hátt þann hefir að borið, en allar lík- ur eru til, að hann hafi kent sjúkleika og farið af baki bestinum og andast svo skömmu síðar; enda ber það líka heim við það, að samferðamenn haus, þeir er fóru af stað með honum úr Reykjavík, fundu hann síðar á slóttum grasbala og hestinn þar skamt frá. Ennfremur lét læknirinn, er skoðaði líkið það í ljósi, að dauðameinið hefði verið hjartaslag. Magnús heitinn var fæddur í Lykkju á Kjaíarnesi þ. 23. maí 1858, sonur Magnúsar Eyólfssonar bónda þar og ólst hann upp hjá föður sínum og dvaldist hjá honum fram yfir tvítugs- aldur þar til hanu lét af búskap og fór til sonar slns Eyólfs, er þá bjó í Skrauthólum í sömu sveit. Þegar faðir Magnúsar fluttist frá Lykkju, fór hann til Tómasar bróður síns, er þá var bóndi á Esjubergi og var þar í nokkur ár, þar til hann kvsentist Jarþrúði Þórólfsdóttur frá Arnarholti, er nú lifir mann sinn. Keypti hann föðurleifð sína, jörðina Lykkju og bjó þar síðan til dauðadags. Magnús heitinn var hár maður vexti og þrekinn og að öllu hinn tígulegasti og í framkomu allri, háttprúður og fáskiftinn. Hreinskilinn var hann og ráðhollur öllum, er til hans leituðu og þeir voru margir öll hans búskaparár. Þar sem þetta fór saman við sérsfcaka gestrisni, er þeím var svo eiginleg báð- &

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.