Ísafold - 26.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1913, Blaðsíða 2
236 I SAFOLD Eimskipafélagið og Alþingi. Bráðahirgðastjórn Eimskipafélags- ins sendi Alþingi í fyrradag erindi um styrk og stuðning af þess hálfu og jafnframt skýrslu um hve langt er komið nú söfnun hlutafjár. — Og með því, að nllan almenning mun fýsa að vita hvernig málið horfir nú við, birtist hér aðalkaflinn úr erindi Eimskipafélagsstjórnarinnar: »Það var tilætlun vor, að lokið yrði hlutasöfnun fyrir i. júli og var það meðal annars í þeim tilgangi, að hægt væri að leggja fyrir alþingi ná- kvaema skýrslu um árangurinn af híutasöfnuninni. En fljótt komu fram óskir frá allmörgum af umboðsmönn- um vorum um, að áskriftafresturinn yrði lengdur, menn ættu hægra um vik, að ákveða hluttöku sína að af- lokinni kauptíð o. fi. Sumir álitu jafnvel að gott væri að fresturinn væri lengdur fram á haustið. Vér ákváðum svo að lengja áskriftafrest- inn til i. ágúst, töldum þá mögu- legt fyrir all-flesta að vera búnir að ákveða sig. Hins vegar mátti taka við áskriftum þeirra, sem á eftir yrðu, þótt seinna væri í haust, ef á ann- að borð gæti orðið úr félagsstofnun- inni. Ennfremur höfum vér, jafnframt sem vér sendum boðsbréfið út um land hér, sent nokkrum löndum vor- um í Winnepeg tilmæli um að gang- ast fyrir hlutasöfnun til félagsins meðal íslendinga í Vesturheimi. — Þessir menn áttu svo fund með sér í Winni- peg og kusu síðar framkvæmdanefnd í málinu þar vestra, skipaða ýfnsum beztu mönnumm meðal íslendinga í Winnipeg. Ennfremur var ákveðið að fela 6 mönnum meðal landa vorra vestan hafs, er ákveðið höfðu að fara kynnisferð til Islands í sumar, að kynna sér ýmislegt máli þessu við- víkjandi. Var svo ákveðið að er menn þessir væru komnir vestur aftur gæfu þeir skýrslur sínar um málið, og á því yrði svo bygt, á hvern hátt V.- íslendingar teldu sér fært og heppi- legast að styðja málið. Vér höfum nú átt kost á að tala við 4 af þess- um 6 mönnum, hinir 2 ókomnir hingað enn. Oss hefir skilist það á þessum mönnum, að V.-íslendingar hafi áhuga á því að styðja oss í máli þessu, ef það mætti verða þjóð og landi til gagns, og að vænta megi einhverrar hluttöku af hálfu Vestur- íslendinga. Með hverju móti það yrði og hversu mikið verður eigi hægt að vita neitt um fyr en seinna í haust, eftir að greindir 6 fulltrúar eru allir heim komnir. Þótt mál þetta sé eigi enn svo langt komið, sem vér hefðum óskað að það væri áður en vér snerum oss til alþingis með tilmælum um að veita hinu væntanlega Eimskipafélagi þann styrk, sem gert er ráð fyrir í 'hlutaútboðsbréfinu, þá lítum vér svo á, sem það verði þó eigi dregið lengur, vegna þess hve þegar er álið- ið þingtímans. Hlutasöfnuninni er það komið nú, sem hér segir: Af 364 umboðsmönnum félagsins hér á landi eru komnar tilkynning- ar um árangurinn af hlutasöfnuninni frá 187, en ókomið frá 177. Til- kynningar þær, sem komnar eru, nema samtals kr. 217,750.00, tvó hundruð 0% seytján púsund 0% sjö kundruð 0% fimtíu krónum. Langmest er þetta í smá-hlutum, 25 kr., 50 kr. og 100 kr. hlutum. Hluttaknn er almenn um land alt, í hverri sveit og hverju verzlunarplássi eitthvað. í ekki allfáum sveitum jafnar hluttakan sig með kr. 25,00 ög þar yfir á hvert heimili, sumstað- ar talsvert meira. Flestöll kaupfélög og samvinnufélög landsins taka hluti í félaginu og flest fyrir álitlegar upp- hæðir. í hlutaútboðinu er gert ráð fyrir, að 385 þúsund krónur þurfi til þess að hægt sé að byrja félagið með tveim skipum, en 230 þús. krónur, ef byrjað sé með einu skipi. Eins og að frarnan segir, höfum vér eigi ennþá fengið tilkynningar um að meira sé safnað hér á landi en um 218 þúsund krónur. Hve mikið safnað verði þegar tilkynningar eru komnar frá þeim umboðsmönnum, sem enn eíga ótilkynt, er erfitt að gizka á, en vér höfum leyft oss að gera þá ágizkun, að alls muni safn- ast hér á landi hátt á 300 þús. kr., eða h. u. b, 70 þús. kr. m e í r a en áætlað er að þurfi að minsta kosti til eins skips, en h. u. b. 85 þús. krónum m i n n a en áætlað er að þurfi minst til tveggja skipa. Um þátttöku Vestur-íslendinga treystum vér oss eigi til að gizka neitt á. Það er nú eindregið álit vort, að fyrirtæki þetta, sem hvervetna hefir mætt svo hlýjum hug og góðum undirtektum hjá þjóðinni, geti alls ekki komið að tilætluðum notum, nema hægt sé að byrja með tveim skipum, auk þess sem það áreiðan- lega yrðu voubrigði fyrir Norður- og Austurland, og þau eigi ástæðu- laus, ef byrjað væri með einu skipi eingöngu, því einmitt úr ýmsum néruðum norðanlands og austan hefir þátt-takan í félaginu vérið hvað mest, enda eru sum loforð um þáttöku frá þessum landshlutum beint bundin því skilyrði, að skipin verði tvö. Það er skoðun vor, að stofnun félagsins geti eigi orðið fyrri en að áliðnu hausti komandi, fyr eigi lokið til fulls söfnun hér á landi og eigi kornnar fréttir um þátt-töku Vestur- íslendinga. Um það leyti mun og verða mjög* heppilegur tími til að semja um skipasmíðar, eftir því sem útlitið er nú á skipamarkaði í Norð- urálfu. Ef samið væri um byggingu skipanna laust fyrir eða um komandi nýár, mætti búast við því að bygg- ingunni yrði eigi lokið fyr en svo að félagið gæti byrjað siglingar um áramótin 1914—1915. — Það skal tekið fram hér, að vér erum ein- dregið þeirrar skoðunar að skip fé- lagsins beri að að byggja að nýju en ekki kaupa skip og byggist það á mjög itarlegum upplýsingum, sem vér höfum aflað oss og íhugunum, sem of langt yrði að fara út í hér. Um nauðsyn þessa fyrirtækis og þýðingu þess fyrir land og lýð, svo og um framkvæmd þess skulum vér láta oss nægja að vísa til skoðana þeirra, sem eru settar fram í hluta- útboðsbréfinu. Vér skulum að eins bæta því við, að um nauðsyn fyrir- tækisins hefir öll þjóðin orðið sam- mála og hefir það komið fram í blöð- um landsins, á þingmálafundum, og eigi sizt, í hinni ajaralmennu þátt- töku í félaginu um land alt. Vér leyfum oss nú að fara fram á það við hið háttvirta alþingi: 1. Að stjórninni verði veitt heim- ild til þess fyrir landssjóðs hönd að kaupa hluti í hlutafélaginu »Eimskipa- félag Islands* fyrir alt að 100,000 krónum. 2. Að stjórninni veitist heimild til þess að veita sama hlutafélagi 65 þúsund króna styrk árið 1915 til þess að halda uppi með tveim skip- um líkum ferðum sem gert er ráð fyrir i hlutaútboðsbréfinu. * Hvorttveggja með þeim frekari skilyrðum, sem þingið kynni að setja og aðgengileg mættu teljast. Hin fyrri beiðni styðst við það, að enn er óvist að inn komi fylli- lega nægilegt fé til þess að hægt sé að byrja félagið með tveim skipum þannig að fyrirtækið verði fullkom- lega tryggilega grundvallað. Seinni beiðnin á við styrk þann, sem vér teljum félaginu nauðsynlegt að fá af almannafé árlega, ef það á að geta staðið tryggum fótum og starf- að, meðan það er að koma fyrir sig fótunum. Eftir nákvæma íhugun teljum vér nauðsynlegt, að félagið fái þessa upphæð sem styrk og vænt- um þess að hið háttvirta alþingi skeri hann eigl við nögl sér, sérstaklega þar sem vér teljum það í samræmi við framkominn vilja allrar þjóðar- innar, að félaginu sé veittur nauð- synlegur styrkur í byrjun«. Þjóðlygi og þingrök. Kunningi minn einn hefir sagt mér að sig hafi lengi langað til að skrifa nokkrar greinar um pjóðlygi. Ein átti að vera um embættismenn, önnur um eftirlaun og hinar um — eg man ekki hvað. Hingað til hefir hann þó verið »þagmælskr of þjóð- lygi«, greinarnar eru óskrifaðar. En það er skaði, því þjóðlygin er eitt atkvæðamesta aflið í hverju þing- frjálsu þjóðfélagi. Þjóðlygin er voldugur banki. Þar hafa allir þeir lánstraust sem gjaldþrota eru að frum- legum hugsunum og skýrum rökum. Einkum þjóðmálaskiimar. Vilji þeir komast á þing, sýna þeir það á nokkrum þingmálafundum, að þeir kunni að gefa ávísanir á þjóðlyga- útibúið í kjördæminu og vinna eið að því, að seðlar þess einir séu gjaldgengir í hugsanaviðskiftum. Það hrífur. Þegar á þingið kemur ganga. kaupin misjafnt, en þingmaðurinn lætur það sjást i þingtíðindunum, að hann hafi ekki otað öðrum gjaldeyri fram, en ávísunum á útbúið, og þá er það ekki honum að kenna, þótt hann fái stundum lítið fyrir þær og verði að fara í hrossakaup til að hafa eitthvað upp úr krafstrinum. — Þetta flaug mér í hug þegar eg las »Nefndarálit um frumvarp til laga um breyting á lögum 15. október 1875 um laun ísíenzkra embættis- manna. (Frá meiri hluta nefndar- innar).*1) Eg get ekki stilt mig um að athuga það lítið eitt, svo undar- legt finst mér það að fjórir þ/óð- fulltrúar skuli setja nöfn sin undir annan eins samsetning. Nefndin ræður til að fella frum- varpið. »Astæður nefndarinnar eru í stuttu máli þessar: Nefndin telur laun alls þorra þeirra manna, sem teknir eru upp í frumvarp stjórnar- innar, nægilega há nú, móts við hag þjóðarinnar og annara starfsmanna, svo að ekki beri bráða né brýna nauð syn að breyta þeim. Verður á það að líta, að flest þessi störf eru ekki mjög erfið, en allmjög eftirsótt, ef eitthvert þeirra losnar, og enn, að margir starfsmennirnir hafa góðar aukatekjur, sumir jafnvel svo miklar, að margir mundu telja sig fullhaldna af þeim einum«. »A hinn bóginn neitar nefndin þvi ekki, að laun einstakra manna, sem taldir eru í frumvarpinu, þurfi lagfæringar við, og að svo muni vera um Iaun fleiri starfsmanna þjóðar- innar«. Þessar setningar, byrjun nefndar- álitsins og að.il-mergur þess, eru eitt hið fullkomnasta dæmi sem fundið verður upp á »loðinn« rithátt. Enginn getur vitað hvað átt er við í hvert skiftið: Laun alls þorra þeirra manna, o. s. frv.«. Hverjir leljast til þess ‘) I honum eru Q-. Eggerz (formaður), Sigurður Sigurðsson (skrifari), Benedikt Sveinsson, Olafur Briem. — Magnús Kristjdnsson er i minnihlutanum. flokks? Nefndin segir það ekki. Hví gat hún ekki nefnt þá sem hún taldi nægilega hátt launaða? »Móts við hag þjóðarinna og nnnara starfs- manna«. Hvaða mælikvarða hefir hún notað á hag þjóðarinnar ? Hverjir eru þessir aðrir starfsmenn? Hún segir það ekki. »Að flest þessi störf eru ekki mjög erfið« o. s. frv. Hvaða störf? »Margir starfsmenn- irnir hafa góðar aukatekjur«. Jú, en hverjir? »sumir jafnvel svo miklar að margir mundu telja sig fulhaldna af þeim einum«. Hverjir eru þessir »sumir« oghverjireru þessir »margir«? Laun einstakra manna sem taldir eru í frumv. stjórnarinnar og fleiri starfsmanns þjóðarinnar þurfa lag- færingar við, en nefndin forðast að segja hverjir það séu. Er það ekki undarlegt að slíkt »hárgreiðusmér« skuli koma frá rjómabúi þingsins? Nefndin hefir þó, þrátt fyrir alt, viðurkent, að ekki eigi eitt við alla sem taldir eru í frv. og að sumir þeirra hafi rétt á því að kjör þeirra séu bætt. Ætla mætti þá, að hún vildi veita þeim einhverja úrlausn, að hún tæki þá út úr, að minsta kosti i sérstöku frumvarpi, ef hún kemur sér ekki að því að nefna þá í nefndarálitinu. Hefir hún gert það? Nei, hún lætur sér nægja að hugga þá með þessum orðum: »Mætti drepa á það, að þegar fram í sækti, mætti bæta kjör margra hinna lágt launaðri starfsmanna, ef varið væri til þess þótt ekki væri meira en helmingi þess eftirlauna fjár, sem nú gengur til fátækra og ríkra, verðugra og óverðugra, liggur oss við að segja«. Þarna kom þjóðráðið: afnám eftir- launa. Hvernig hugsar nefndin sér þetta ? Ætlast hún tii að eftirlaun séu tekin af þeitn sem nú njóta þeirra samkvæmt stjórnarskránni og öðrum gildandi lögum? Heldur hún að unt sé að afnemaeftirlaun án þess að hækka um leið laun embættismanna, svo að þeir fyrir þá hækkun geti trygt sér ellistyrk er sé á borð við eftirlaunin ? Hefir hún reiknað út bvað landið mundi græða eða hverju það mundi tapa á því fyrirtæki? Nei, hún hefir ekki gert það, og enginn af þeim sem verið hafa að blaðra ár eftir ár um afnám eftirlauna hefir reiknað það út. Skrifari nefnd arinnar, Sigurður Sigurðsson, sem mestur vindur hefir staðið af í þessu máli, sagði sjálfur á þinginu 1911: »Það er spurning um það i fjárhags- legu tilliti hvort nokkurt gagn yrði að því að afnema öll eftirlaun, ef það hefði i för með sér mikla hækk- un á launum embættisnianna lands- ins«. Alþ.tíð. 1911 B. II. 1476. Jón heitinn í Múla, setn var skýr maður, sagði við sömu utnræður, að það væri »hinn mesti misskilningur að þjóðinni yrði nokkur sparnaður að þessu; því að ef eftirlaun yrðu afnumin, þá yrði samstundis að hækka laun embættismanna«. Um leið og nefndin segir að þetta launa- og eftirlaunamál sé »svo ger- samlega óundirbúið til nokkurrar hlítar«, og þó það sé vitanlega alveg órannsakað mál, hvort þjóðin muudi græða nokkuð á afnámi eftirlauna, og skrifari nefndarinnar hafi viður- kent það á þingi, þá hyggur nefndin »að það væri hagfeldara þjóðinni í heild sinni, að eftirlaun væri afnumin, bæði*af því að við það sparaðist stór- fé, eftirlaunalöggjöfin væri ekki mis- brúkuð, sem helzt til oft þykir við brenna, og við það mundi samhug- ur almennings og embættismanna verða meiri og betri en áður«. Hvernig stendur nú á því að menn- írnir bera þetta á borð ? Þeir bera fyrir sig þjóðarviljann. »Þjóðin er um fátt betur sammála en það, að lækka beri eftirlaun embættismanna, eða helzt afnema þau með öllu«. (Þeir vita ekki almennilega hvort held- ur, og er það þó tvent ólíkt). En mér er spurn: Eiga þingmenn ekki að hugsa sjálfir? Eiga þeir ekki að rannsaka málin og fylgja þvi fram, sem ítarleg rannsókn og rökrétt hugsun sýnir, að þjóðinni muni verða hollast? Er það ekki undarlegt að ætlast til þess, að al- þýðan, þó hún sé góðum gáfum gædd, hafi beztan tímann og föngin til að skoða hvert mál ofan í kjölinn, svo að þingmenn þurti ekki annað en henda augnabliksskoðanir hennar á lofti og gera þær að grundvelli nýrra laga? Og er það ekki hart að sjá þingmenn flytja mál inn á þing og skora á stjórnina að taka það til íhugunar og meðferðar, án þess þeir virðist botna minstu vitund í því sjálfir hvað þeir eru að flytja? En svo hefir verið um þetta eftirlaunamál. Eins og til þess að sýna einhvern lit á því að afsaka að hún tekur enga af tillögum stjórnarinnar um launahækkun til greina, ber nefndin það loksins fyrir, að ef nokkrar veru- legar breytingar eigi að gera, verði fyrst »að taka fyrir í einu til rann- sóknar launakjör allra opinberra starfs- manna þjóðfélagsins*. Að koma fram með slíkar ástæður, er létt verk og löðurmannlegt. Hvenær sem ný uppástunga um breytingu kemur fram, má drepa hana með því að segja að alt verði að gera í einu. En eins og Magnús Kristjánsson hefir tekið skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans, er það ekki í samræmi við gjörðir þingsins að undanförnu. Það hefir gefið lög um laun fyrir hverja stétt um sig, svo sem lækna, presta, háskólakennara o. fl. Mundi það vera svo ógnarvandasamt að ákveða t. d laun kennaranna við mentaskólann í hlutfalli við hin nýju laun háskólakennaranna ? Mér finst stjórnin hafi þar borið fram mjög sanngjarnar tillögur í frv. sínu. Eng- inn, sem beita vill sanngirni, getur neitað því, að launakjör kennaranna við mentaskólann eru orðin blátt áfram óhæfilega ill, þar sem launin, sem varla voru ofhá þegar þau voru ákveðin 1889, hafa nú lækkað í gildi um 35—40%. eins og sýnt hefir verið fram á með rökum er ekki hafa verð hrakin. Verst er þó farið með tvo yngstu kennarana við skól- ann, sem báðir munu vera ágætis- kennarar og kenna alla leið til burt- fararprófs nýju málin, dönsku, þýzku og ensku, sem mjög ríður á að vel séu kend. Annar fær 3/6 og hinn 4/5 af lægstu adjunktslaunum fyrir sama stundafjölda og adjunkt er ætlað að kenna. Báðir þessir menn mundu eflaust nú vera orðnir ad- junktar í Danmörku, ef þeir að loknu prófi hefðu sezt þar að, eins og sumir íslenzldr námsbræður þeirrá hafa gert. En þeir hurfu nftur heirn til fósturjarðarinnar, og þess mega þeir gjalda. En nefndin (meiri hlutinn) hefir ekki fundið ástæðu til að gefa gaum að þessum ástæðum né öðrum og hefir ekki einu sinni minst sérstak- lega á laun mentaskólakennaranna, þó einn nefndarmaðurinn (M. Kr.) haft gert vel rökstutt ágreiningsatriði um þá. Um frv. til laga um breyting á lögum nr. 56, 22. nóv. 1907, um stjórn landsbókasafnsins, hefir hún samið sérstakt nefndarálit. Hún segir að þau lög geti varla verið orðin mjög á eftir tímanum þar sem þau séu ekki í ára gömul. Það er skarplega ályktað, en ætli þau hafi ekki verið á eftir tímanum þegar þau voru gefin ? Þeir segja, að aldrei hafi verið hörgull á sæmilegum mönnum í þessar stöður, ef einhver þeirra hafi losnað, en nm hitt þegja þeir að þessir sæmulegu menn hafa hver á fætur öðrum farið frá safninu undir eins og þeim bauðst eitthvað skárra og að slíkt hringl er til stórskaða fyrir safnið. Sá sem nú er 1. bóka- vörður við safnið, tók það starf að eins vegna þess, að hann ætlaði að biða hér nokkra stund og sjá hvort nokkuð rættist úr fyrir honum, eða hvort hann neyddist til að fara og leita sér atvinnu erlendis, enda munu allir skynbærir menn skilja að 1500- kr. laun fyrir 6 stunda vinnu á dag, með hálfsmánaðar sumarfríi eru kjör sem enginn sæmilega mentaður mað- ur vill lúta að til lengdar. Eg skal svo ekki fjölyrða meir um þetta nefndarálit. Eg hefi tekið það til meðferðar af þvi mér finst hrapallegt að sjá fulltrúa þjóðarinnar kinnroðalaust bera slíkan hugsana- graut á borð. Slík nefndarálit verða ekki skrifuð, ef íslenzk þjóð ein- hverntíma fær þann þroska, að hún í alvöru segir með olafi pá: »Þát vil ek, at þeir ráði sem hygnari eru«„ Guðm. Finnbogason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.