Ísafold - 20.09.1913, Page 1

Ísafold - 20.09.1913, Page 1
Kemur út tvisvar I | í viku. Verð arg. I | 4 kr., erlendis 5 kr. | I eða l^dollar; borg- | 1 ist fyrir rniðjan júli I 1 erleiiíis fyrirfram. ! 1 Lausasala 5 a. eint. 1 I I ■ ................... ■ XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 20. sept. 1913. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 75. tölublað I. O O F. 949269.______________________ Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Angnlækning ókeypis l Lækjarg. 2 myd. 2 -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i 7 Bœjargjaldkerinm Laafásv. 6 kl. 12—8 og 4—7 Kyrna- naf- hAlslækn. ók. Pésth.str. 14A —8 íslandsbanki opinn 10—2>/« og i1/*—7. K.F.U.M. Lastrar-«g skrifstofa tárd.—10 Alm. fmmdir flt. mg sá. •*/« sibd. Landakotskirkja. Oubsþj. 9 og 6 á hel»a n. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—61/*. Bankastj. t2*2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá .12— 2 LandsféhirBir 10—2 og B—6. Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12 -2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 1‘—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* & sunntd, Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6. StjórnarráBsflkrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Tal9Ími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglengt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. ÍAB md. 11-12 Vífilstabahælib. Heimsóki. Jirtimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib á hverjum degi 12- 2. Nýja BI6 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Dóttir kölska. Norræn listmynd í 2 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Frú Elsa Frðlich og Robert Dinesen. Ath. Orkesterspil frá kl. 8—9 á morgun (sunnud.). B e z t u vindlarnir í b æ n u m eru: Nam Nam, Times, Silvia, Bridge, og Politicos. Allar þessar ágætu vindlategundir selur verzlun P. Þ. J. Gunnarssonar á Hotel Island. Þar fást ekki neinir Levítar með gyðingsverðil Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie &. Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prince of Waíes, JTlandiate og Tlr. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir- um, fást í tóbaksverzlun Æ c? JSavi. Erl. simfregnir. Khöfn 19. sept. 1913 Fullnaðar-friður! Fullnaðarfriður er gerð- ur milli Tyrkja ogBúlgara. Tyrkir fá að halda Adria- nopel og Kirk-killsse. Vegurinn til sjáifstæðis! Ef rakin væri rækilega framsókn vor íslendinga á þvinær öllum svið- um siðasta mannsaldurinn, mundi sú ritgerð færa öllum heim sanninn um, að þjóð vor er fjarri því að úrætt- ast, missa dug, deyja út. Sá ritbálkur, er sannfróðleik flytti um þau efni, mundi kjarkveita reyn- ast meiri en mörg, mörg hvatningar- orð og staðhæfingar um aukna dáð og dug. Sennilega gerast fá stað- betri vitni þess, að farsælast sé, að þjóðin eigi með sig sjálf en fram- farir íslands frá þeim tíma, er vér fengum stjórnarskrá (1874). í fiskiveiðnm, í landbúnaði, í iðn- aði, í vísindum, í listum — allsstað- ar má benda á óðfluga framsókn á þessum rúma mannsaldri — meiri framsókn en öldum saman áður. Og gott er til þess að vita, að síðustu tvo áratugina má segja að biýreiðar- flýtir hafi á framsókninni verið, bor- ið saman við fyrri tíma. I þessu efni nægir að benda á botnvörpungana, á túnasléttur og aðrar jarðabætur, girðingar og áveit- ur, á vélareksturinn, vélasmiðjurnar, á steinsteypuaðferðina í húsasmíði, á hinar stórbættu járnverksmiðjur, vega- bætur, og í listum á þann málara, myndhöggvara, söng- og músik-gróð- ur sem aldrei hefir líkur verið þvi, sem nú er. Er þetta til tínt af handahófi, eftir því sem minnið segir til, en ótvírætt er það alt á eina lund. Kunnáttan hefir verið sótt út í heim af íslendingum, og verið gerð vort eigið óðal. I þá átt stefnir nú hjá oss að komast jafnfætis öðrum menningarþjóðum, dragast ekki aftur úr, né vera að öllu leyti upp á aðra kominn. Nýjasta og stórvægilegasta merki þessarar framsóknar er að sjálfsögðu það, sem Isaýold verður aldrei þreytt á að minnast á og styðja af fremsta megni: tilraunin til að ná samq'ónq- unum i vorar eigin hendur! Það er áreiðanlegt, að aldrei hefir þjóð vor sýnt eins vel, að hún er á veginum til sjálýstceðis eins og með hinni einróma samúðarhluttöku í því verki að gera samgöngur vorar inn- lendar. ♦ Og það mun sannast, að siðar meir verður árið 1913 heiðursár í sögu vorri einmitt fyrir það, að í skauti sínu fól annað eins úrslita- skreý á sjálýstœðisbrautinni og Eimskipa- félagsstoýnunina. Stofnun félagsins virðist nú með öllu nægilega trygð eigi sizt, ef að vonum lætur sú hluttaka V.-íslend- inga, sem hafin var með þrímenninga- rausninni og gert er ráð fyrir fram- haldi af sbr. grein þá úr Heims- kringlu, sem birtist hér í bl. í dag. En það vildum vér að þessu sinni leggja landsfólkinu á hjarta, að eigi er alt ýengið með stoýnun ýélagsins. Þjóðin verður að halda fast utan- um félagið, þegar það er komið á fót. Heiður hvers Islendings á það að verða, að félagið blómgist og dafni. Og það er nauðsyn allrar þjóð- arinnar! Þá reynir mest á kappana, kaup- menn vora, þegar skip félagsins fara að sigla, að þeir láti þá eigi stundar- fagurgala og lækkunar-loforð á farm- og far-gjöldum — ginna sig eins og þursa til þess að vinna þjóðarinnar eigin fyrirtæki tjón — með þvi að skifta eigi við pað. Það verður eigi of snemma byrj- að á að brýna þessi boðorð fyrir oss öllum! Þjóðin eigi of snemma hvött til þess að hafa vakandi auga á þessu! Ella er torfæru-hætt á þeim sjálf- stæðisvegi, sem verið er að leggja út á nú. Ýms erl. tlðindi. Harry Thaw heitir amerískur milj- ónaeigandi, er vann sér þaS til frægð- ar fyrir nokkurnm árum, að myrða nafnkunnan byggingameistara amerísk' an, Stanford White, skaut hann í leikhúsi. Hélt Thaw að hinn væri að tæla uuuustu sína. Harry Thaw var þá talinn vitskertur og komið fyrir Harry Thaw. í geðveikrahæli. Um daginn fekk hann flúið úr hælinu fram hjá gæzlumanni er stóð við girðingarhlið hælisins og upp í bifreið, er beið hans þar. Komst Thaw í bifreiðinni út fyrir landamæri Bandaríkja, en var höndum tekinn í bæ einnm í Kanada og fluttur aftur í geðveikrahæli. Plótti Thaws var mikið umræðuefni i öllum heimsblöðunum. Bankarán óvenjufífldjarft var um daginn framið í Kaupmanuahöfn í spari- sjóði einum. Um hábjartan daginn ruddust 2 bófar inn í afgreiðslustofu sparisjóðsins, hittu þar tvo aðstoöar- menn, létu hlaðna skammbyssukjafta gítta við ásjónu þeirra, svo að þeir áttu eigi annars úrkosta en að hreyfa sig hvergi eða missa lífið. Yoru þeir síðan fjötraðir, en bófarnir rændu öllu því fó, er þeir fundu handbært. Það voru nál. 9000 kr. Síðan höfðu þeir sig á braut. Bankamennirnir höfðu sig um síðir úr fjötrunum og fengu gert lögreglunni viðvart. Hófst síðan margra daga eltingaleikur og leit eftir söku- dólgunum. Um síðir tókst að hneppa annan þeirra, þ/zkan pjátursvein, G ú 11 i g að nafni, en hinn, danskur maður, L e n d o r f-L a r s en, náðist eigi lifandi! ITaun íyrirfór sér í Lstigarðs- ánni í Khöfn, er hann átti engrar björgunarvon lengur. Þetta glæpamál vakti eindæma athygli um Danmörku, svo einstakt þótti það í sinni röð. Átján manna bani varð skólakenn- ari einn í þorpinu Múhlhausen á Þýzka- landi þ. 5. sept. Morðinginn heitir Wagner. Fyrst drap hann konu sína og 3 börn, öll með hnífstungum, síðan 10 menn aöra með Bkamm- byssu, er þeir ætluðu að handsama hann, en særði fjölda manna. Hjá Wagner hefir fundist skjal 6 ára gam- alt, þar sem hann gerir nákvæmlega grein fyrir, hvernig hann ætli að myrða konu og börn. Ástæðuna segir hann vera óslökkvandi hatur til konu sinnar, af því hann hafi verið neyddur til að eiga hana. Múhlhausen er aöeins lítið þorp og flestar fjölskyldur bæjarins eiga mjög um sárt að binda vegna þessa óstjórnlega, d/rsæðislega mann- dráps. Skiftar skoðanir eru um, hvort Wagner só vitskertur eða ei — álit lækna þó heldur, að hann só alls ekki geðveikur. Yestnr-ísIeMinga-aimáll. Mannalát. Friðbjórn triðriksson f. kaupm. í Glenboro 64 ára. Lézt 17. ágúst Er i Lögbergi talinn einn hinna merkustu V.-íslendinga. Ætt- aður úr Þingeyjarsýslu, fluttist vest- ur 1873. Ein dóttir hans er gift Thomas H. Johnson þingmanni. Halldór B. Halldórsson ritstjóri blaðsins Souris Messenger í Norður- Dakóta, 38 ára. ióhannes iósefsson íþróttakappi kom til Winnipeg seint í júli og sýndi iþróttir ‘sínar. Var honum forkunnarvel tekið af löndum þar, ger fyrir hann veizla, þar sem síra F. J. Bergmann talaði fyrir minni hans, og flutt tvö kvæði eftir þá Þ. Þ. Þ. og M. Markússon. Jóhann- es er bundinn nú tveggja ára samn- ingi við eitthvert helzta leikhús-félag Bandaríkja, sem á leikhús víðsvegar um öll Bandaríkin. Vilhjálmur Stefánsson norðurfari lét síðast frá sér heyra þ. 31 júli — frá Alaska. í leiðangri hans eru 15 visindamenn, og 22 manna skips- höfn, alls 37 og skifta sér aðallega á 2 skip, sem heita Karluk og Mary Sach. Vilhjálmur gerir í síðasta skeytinu ráð fyrir, að fyrstu fréttir af sér komi til mannabygða í októ- ber með hvalveiðaskipum. íslenzkt verzlunarblað. Svo heitir blað eitt, sem farið er að gefa út í Khöfn. Ritstjórí og útgefandi heitir C. Thureson, og vit- um vér engin deili á honum. Tvö blöð eru hingað komin. Má það beita meira öfugstreymið, að islenzkt verzlunarblað skuli gefið út af dönskum manni í Kaupmanna- höýn. | ÁjFramtíðarvon hér á landi getur slíkt blað ekki átt. Sennilega er hér að eins um að tefla auglýsinga-fyrir- tæki, sem eigi á sér langan aldur. Hið eina góða, sem af þessu gæti leitt er það, að hin íslenzka verzlun- arstétt rumskaði og sæi svo sóma sinn að koma sjálf upp hér í landi sæmilegu verzlunarblaði. Góð barnabók. Sigurbjörn Sveinsson: Bernskan: I. Bernika- minningar. II. Barna- «ögurv önnnr ntgifa ank- in. Iaafoldarprentamihja 1912 og 1913. Eg hefi lofað Sigurbimi Sveins- syni barnakennara því fyrir löngu, að skrifa nokkurar línur í ísafold um »Bernskuna« hans, er hún kæmi út annað sinn. Um leið og eg efni það heit, greiði eg ofurlitið af þakkarskuld, sem eg er í við hann vegna elztu barnanna minna. Þegar þau höfðu okið við stafrófskverið, var eg i mestu vandræðum með hæfilega bók tanda þeim. Fyrsta hefti Lesbókar- innar fanst mér mikils til of þungt. Þá var mér bent á »Bernsku« Sigur- bjarnar Sveinssonar. Eg fekk mér rana, og sjaldan hefi eg gert betri taup handa heimili mínu. Börnin hlustuðu hugfangin á sög- urnar, er þær voru lesnar fyrir þeim, og tóku því næst að lesa þær sjálf. Af því að þær eru svo barnslega einfaldar, var engin tregða á, að fá þau til að lesa þær. Þau lágu yfir þeim öllum stundum, og sumar lásu þau þar til er þau kunnu þær utan bókar. Þeim þótti svo gaman að þeim, að leiðindin við að læra að lesa hurfu með öllu. Eg veit með vissu, að það er mest þessari litlu bók að þakka, hve ljúft þeitn varð lestrarnámið á frumskéiðinu. Eg hlýddi eitt sinn á vorpróf í einum af neðstu bekkjum Barnaskól- ans. Börnunum var gefinn kostur á að velja sjálf, hvort þau vildu heldur lesa i Lesbókinni (1. hefti) eða »Bernskunni«. Hvoratveggja bókina höfðu þau lesið vandlega í skólanum um veturinn. En börnin völdu öll »Bernskuna« — þau er eg hlustaði á. Það sýndi bezt, hve kær hún var þeim og sögurnar i henni þeim minnisstæðar. Lika reynslu og þessa veit eg að margir hafa haft af þessari barnabók, enda seldist fyrsta útgáfan upp á fá- um árum. Nú eru bæði hefti »Bernskunnar« komin út annað sinn, og er þessi síðari útgáfa fallegri og vandaðri en hin fyrri; myndirnar eru miklu betri og fleiri (nú 24 alls, áður 7), og höfundurinn hefir bætt við fimm nýjum sögum í hvort hefti, svo að nú eru þær alls 80, fjörutíu smá- sögur í hvoru. Auk þess eru fjög- ur smákvæði í bókinni, tvö í hvoru hefti, fremst og aftast. Bókaverzlun ísafoldar hefir gefið út. Verðið er 85 aurar, hvort hefti, innbundið. Má það heita ódýrt, ekki sízt ef borið er saman við fyrri útgáfuna: þá kostaði hvort hefti 75 aura óbundið, en bæði heftin bundin saman 2 krónur. Var þó bókin þá mun styttri og myndirnar lakari og miklu færri. En höfundurinn hefir ekki að eins aukið við bókina, hann hefir og fegr- að málið og lagað á eigi allfáum stöðum. Allar eru sögurnar sannar — aðal- atriðið í þeim — og allar af börn- um. En höf. hefir fært þær í stíl-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.