Ísafold - 01.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.10.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 309 Vátryggið eigur yðax* (hús, húsgögn, vöfup o.fl.) 1« i , i brunabótafél. „Genera , stofnseit 1885. Aðalumboðsmaður fyrir Island: Sig*. adjunkt Thoroddsen, Fríkirkjuvegi 3. Venjulega heima 3 — 5. Telefon 227. Umboðsmaður á ísafirði: Jón Hróbjartsson, verzlunarstjóri. —í Vestmannaeyjum: Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður. Duglegir umboðsmenn óskast A Eyrarbakkn, Stykkishólmi, Akranesi, Þingeyri og víðar. 0E=SDE 3GQ m Varanlegastar og beztar, verð kr. 22,50. Verzl. B. H. Bjarnason it=ini mr=ii-----= Ef einhvern vantar ennþá hús- næði, sem gæti lagt fram ofurlitla fjárhæð, eða sett góða tryggingu; ætti hann að leita ' upplýsinga á Bergstaðastræti 42 kl. 3—4 og 8 - 9 síðdegis. Áburður til að bera á svartar regnkápur fæst í verzlun G. Zoega. Vönduðust og beztl Verð kr. 4.60. Verzl. B. H. Bjarnason. Nyjar simastöóvar. 3. flokks landssímastöðvar eru opnaðar á Staða- stað og Buðum og 2. flokks landssímastöð í Olafsvík. Eftir nál. viku verður opnuð 3 flokks landssímastöð á Saudi. — Allar i Snæfellsnessýslu. Reykjavík, 30. september 1913. Forberg. Kenslu í aliskonar hannyrðum veitir Inga Lára Lárusdóttir, Miðstræti 5. Til sölu eru góðar og ódýrar lóðir undir hús, á góðum stað í bænum, og hús ef óskað væri. Afgr. vísar á. Franskt netagarn sem margra ára reynsla er fyrir að er hið bezta netagarn, sem til lands- ins flyzt, fæst í verzlun G. Zoega. Herbert George WeSls. Herbert George Wells, höfandur neðan- málssögnnnar sem hefst í Isafold í dag, er fæddnr 1866. Hann reyndí sitt af hverju í nppvextinum og varð saemma að sjá um sig sjálfur. Um nokkurn tima stund- aði bann nám við kennaraskóla, en var síðan 3 ár við verzlun. Að þeim liðnum komst hann í minniháttar kennarastöðu, en tók jafnframt að halda fyririestra og geta sig við hlaðamensku. Frumspekilegar (metafysiskar) hugleiðingar sem birt- ust í * Fortnightly Review«, 1890, munu hafa verið hið fyrsta, sem eftir hann sást á prenti. Siðan hefir hann ritað ósköpin öll og um fjölmörg efni. Um eitt skeið var hann samverkamaður W. T. Steads við t>Pall Mall Gasette«. Arið 1895 hirtist eftir hanu kvæðið »The Time Machine*, sem gerði hann þegar frægan, og sama ár komu út fyrstu sögur hans, Frá þeim tíma hefir bann ritað kynstur af sögum og eru sumar þeirra taldar meist- araverk, enda er hann nú af flestum tal- inn fremstur núlifandi skáldsagnahöfunda á Englandi. Einkun þykir það fráhært hve ljóst og með miklu samræmi haun málar þjóðfélagslif framtíðarinnar. Hug- arflugið í ritum hans er geysilegt, en alt um það eru þau svo hugsanrétt sem frek- ast má vera. Náttúruvisinda gætir mjög i sumum sögnm hans, eínkum hinum eidri, en síðar ná þjóðfélagsmálin yfirtökunum, enda er Wells einn á meðal hinna fremetu ]afnaðarmanna á Englandi. Smásaga sú, er ísafold byrjar að flytja i dag, mnn vera hið fyrsta sem þýtt er eftir H. G. Wells á íslenzku. Tíð mannalát. í vor hirtist í ísafold grein með þeirri fyrirsögn, og var hún aðallega æfiminning fjögurra gamalmenna, er létust i fyrra í Eyleifsdal i Kjós. Margt er rétt og makiega sagtumheið- ursfólk það, er í hlut átti. En ut af því, að hnjóðað er dálitið í konu eina hér í hæ i sambandi við eitt þessara gam- almenna Gróu Jónsdóttir hið'eg fyrir þessa athngasemd: Höf. segir um dóttur henD- ar, að hún hafi horist til Kvíkur, gifst þar og eigi reynst aflögnfær — og brugð- ist vonum móður sinnar, svo hun hafi orðið þnrfamaður vandalausra. Héf er rangt hermt. — Þessi dóttir Gróu misti unnusta sinn í mislingunnm 1882, þá eigi heil, varð að vinna fyrir harni lengi fram eftir, giftist 1891 og fluttist til Rvíknr 53 ára, en fyr eigi. Hún bauð móður sinni til sin þegar þá og eins síðar, en gamla konan vildi helzt vera kyr á sama stað, enda húshændnr hennar eigi hrekja hana frá sér. Sýndi dóttir Gróu henni jafnan alla nmhyggju, sem hún gat, þótt eigi gæti hún lagt henni til annarra. Það er því eigi viðvörunarverð gata heldur eftirbreytnisverð, sem hún hefir gengið. A. Atlis.: Þessi leiðrétting hefir fyrir vangá beðið nokkuð lengi birtingar. Nokk- nr önnnr atriði, sem greinarhöf. minnist á fara svo í sömu átt, sem fyrri greinin, að eigi þykir áatæða til að taka þau með, þegar rúm er lítið. Ritstj. Meira segir verkfræðingurinn ekki, og gæti maður af því skilið, að það væru að efns ríkisbrautir, setn ekki borguðu sig, hinar bæru sig sæmi- lega eða vel. En af skýrslunni nt. 2 geta menn séð, að einkabrautirnar bera sig engu betur en hinar, og eigi er hægt að sjá, hve miklu þær tapa. Og loksins virðist mér vanta hjá landsverkfræðingnum, að hann f þessu samba' di gefi upplýsingar um, hvers vegna ríkisbrautimar hækka ekki svo taxta sina, að þær fái meiri arð en 2,22°/0 af stofnfé sfnu, og enn frekar virðist þurfa skýringar á því, hvers vegna einkabrautirnar, sem engan arð fá, eða jafnvel líða stórtap, ekki hcekka taxta sína. Eg sé enga sennilegri ástæðu fyrir þvi, að taxtarnir eru ekki hækkaðir, að minsta kosti á einkabrautum, en þá, að eý járnbrautirnar hækkuðu taxt- ana, pá jœri almenningur að flytja vörur sínar sjáljur upp á gamla mát- ann, sjóveg til nœstu hajna, og paðan á hestuni og v'ógnum, sem þá borg- aði sig betur. Öldungis eins og eg sýndi fram á hér að framan, að járnbrautinni okkar mundi verða erf- itt að keppa við Flóamanninn, þeg- ar hann leggur á stað með hesta sína Og vagna. Einkaleyfið. Eigi ætlast flutningsmenn frum- varpsins til, að járnbrautaifélagið fái að eins einkaleyfi til að leggja járn- braut á þessu svæði, sem áætlun hefir verið gerð um, heldur »for- »gangsrétt fyrir öðrum, aö öðru jöfnu, »til þess að leggja aðrar járnbraut- »ir í sanibandi við járnbraut þá, er »hér ræðir um, í framhaldi af henni »eða til hliðar við hana«, ef lands- sjóður leggur ekki brautina sjálfur. í fljótu bragði getur mönnum, sem eigi eru slikum samningum vanir, þótt þetta ákvæði meinlitið, en þeg- ar betur er að gætt, er þetta ákvæði fuilkomið einveldi yfir öllum járn brautarlagningum hér á landi öld- ungis eins og einokunin. sem ísland átti áður við að búa. Öll samkepni er útilokuð. Þetta liggur i því, að ómögulegt er að bjóða í járnbraut- arlagningu, nema að dýr eigin rann- sókn hafi farið frant á svæði því, sem járnbrautin á að leggjast yfir, og þar sem þetta fébg á að hafa samkvæmt lögum Jorgavgsrétt "ð öðru jöjnu til að leggja allar járnbrautir hér á landi, þá dettur auðvitað eng- um í hug, að kosta neinu til slíkrar rannsóknar, eða að bjóða nokkurt boð rannsóknarlaust, pví hann veit að járnbrautarjélagið hefir jorgangs- réttinn, og að pað jær réttinn. þegar það býður sömu kjör. Því þó ein- hver bjóði lægra boð en félagið, þá þarf það ekki annað en að færa boð sitt niður í það verð, sem keppinaut- urinn bauð, pá á það réttinn. Það dettur því engum óvitlausum manni i hug að samkeppa, þegar svo er í garðinn búið. Kaupréttur landssjóðs. Gert er ráð fyrir því í 4. grein frumvarpsins á þingskj. 113, »að »landinu skuli áskilinn réttur til þess, »þegar ro — tiu — ár eru liðin frá »því, er rekstur járnbrautarinnar byrj- »aði á öllu svæðinu frá Reykjavík »austur að Þjórsá, að taka við járn- »brautinni með öllu, sem henni fylg- »ir og tilheyrir, ásamt skuidbinding- »/um þeim, er á henni hvila, gegn »því að greiða upphæð, sem sam- »svarar því fé, er sannanlega hefir »verið varið til byggíngar og útveg- »unar á brautinni með öllu til- »heyrandi*. . í þessu virðist mér eneinn kaup- réttur felast, eins og hér á stendur, nerna á pappírnum, með því að það yrði í fyrstu röð al veg undir dönsku fjármálamönnunum komið, sem leggja eiea frain féð til fyrirtækisins, hvort þeir vildu útvega landinu svo margra míljóna króna lán til að kaupa alla járnbrautina fyrir. En út fyrir Dan- mörk nær lánstraust landsins ekki enn sem komið er. Svo hefir ver- ið fyrír séð. I öðru lagi á kaupréttur landsins til járnbrautarinnar ekki að ná yfir stærra svæði en frá Reykjavik aust- ur að Þjórsá, enda þótt félagið eigi að fá skilyrðislausan rétt til að leggja brautina austur að Jökulsá og for- gangsréttýil allra annara járnbrautar- lagninga. I þessu er mikilósamkvæmni, sem eflaust er óviljaverk. I þriðja lagi tel eg það óframkvæmanlegt fyrir nokkra stjórn, að geta vitað um, hvað sannanltgz hefir verið varið til járnbrautarlagningarinnar með öllu tilheyrandí, enda engum einum manni jelandi að meta pær 10 ára g'ómlu sannanir, setn Jram yrðu lagðar. Og i fjórða lagi mundi landssjóður eigi hafa mikla hvöt til að taka að sér fyrirtækið, þegar reynslan væri. feng- in fyrir tapinu, sem af því leiddi, nema þá í því skyni, að leggja járn- brautina niður til að firrast hið ár- lega reksturstap. Verðhækkunargjald út af járnbrautarlagning. Forgöngumenn þessa fyrirtækis hafa gert sér vonir um, að eigi all- litlar tekjur kæmu í landssjóð út af verðhækkunargjaldi af jörðum, sem kæmu til að stíga í verði meðfram járnbrautinni. En, eins og eg hefi áður bent á stendur hinn almenni ejnahagur tnanna og aflleysi bankanna því í vegi, að járnbrautin geti haft til muna áhrif á, að jarðir næst biaut- inni stígi í verði. Tekjur virðast þvi eigi geta komið að neinum mun úr þeirri átt, samanber það sem sagt er um jarðirnar nálægt Reykjavík hér að framan. Þar af leiðandi verð eg að skoða þetta frumvarp á þiug- skjali 187 ekki til þess fallið að tryggja landssjóði tekjur. Samauburður. Það virðist ekki vera þýðingar- laust í þessu máli, að bera saman, hvað hið fyrirhugaða flutningstæki kostar í samanburði yið sennilegt verðmætí allra jarða í Arnessýslu og Rangárvallasýslu og alls leigubærs búpenings þeirra sýslna. Eins og sýnt var fram á að fram- an, mundi járnbrautin alla leið kosta minst kr. 6,631,250,00. En verð allra jarða og búpenings í þessum sýslum samkvæmt sérstakri áætlun, er eg læt prenta hér með sem nr. x, mun nema um kr. 4,750,701,32. Jarðarverðið út af fyrir sig mundi nema.........Kr.2,353,455,00 Og búpeningur allur ■ ■ ■ — 2,397,246.32 Samtals: Kr. 4,750,701,31 5°/0 eftirgjald eftir allar jarðirnar mundi nema . . — 117,672,75 Verðmæti á kúmnem- , ur nm kr. 506,102,00 A ám með lömbumum— 451,236,54 A hestum 4 vetra og eldri um — 516,240,00 Kr. 1,473,578,54 15°/0 arðnr af þvi mundi nema...................Kr. 221,036,78 SamtaU: Kr. 338,709,53 Af öðrum fénaði fæst ekki neinn arður fyr en hann er uppalinn, eða á söludegi. Og auðvitað fullhátt að áætla arðinn af kúm ám og hestum 15%, jafnvel þó miðað sé við venju- lega leigu af slikum fénaði, (eftir kú 12 kr., eftir á 2 kr., og eftir hest 12 kr.). Allar pessar tékjur aý eign beggja sýslnanna mundu hvergi nærri nægja til að borga tekjuhallann aj járnbraut- inni, ef hún næði alla hina fyrirhug- uðu leið samkvæmt frumvarpinu. Eg vona, að eg hafi nú nægilega sýnt fram á, að viðskiftalega skoðað getur ekki komið til mála að leggja þessa járnbraut. Skyldi eigi að síð- ur takast að koma fíessu máli í gegn um þingið, þá er ekki ólíklegt, að það gæti þá líka tekist að nokkrum árum liðnum, að leggja járnbraut, norður á Akureyri, t. d., hversu mikið sem það kostaði landssjóð. En þnngað er símaleiðin 36o,6km. Járn- brautarleiðin yrði sennilega miklu lengri, um 400 km. Það segir sig sjálft, hvernig lands- sjóður yrði þá staddur, og hvaða útgjaldabyrði yrði að leggja á þjóð- ina, til að standast alt það tap af járnbrautinni. Aggerbecks Irissápa er óviðjaínanlega góö fyrir húóina. Uppóhald allra kvenna. Bezta barnasópa. Biðjiö kaup- menn yðar nm hana. geta 4—5 reglusamir menn fengið nú þegar í Bankastrætí 14.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.