Ísafold - 04.10.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.10.1913, Blaðsíða 2
312 ISAFOLD ins Tuliniusar og afhjúpun sú, er í því felst hlýtur að vekja eftirtekt mikla um land alt. Það hefir lengi verið haft orð á því — þótt ekki hafi það farið hátt — að ekki væru reikningar þeir, sem fylgja vörusend- ingum hingað til lands, jafnan sem ábyggilegastir. í þessu sambandi hafa verið nefnd ýms verzlunarhús í K.höfn og nokkrir manna þeirra, sem þar reka umboðsverzlun fyrir íslendinga. En að Ad. Trier & Goldschmidt og umboðsmenn, sem við þá verzla, hafi um lengri tíma — eins og hr. Tulinius kemst að orði, »dregið af íslendingum fleiri þúsundir króna á ári«, eru svo stór- miklar nýjungar, að vekja hljóta undrun kaupmannastéttar vorrar. Oss er kunnugt, að mestöll nýlenduvara sem hingað flyzt er frá hinum feikna- miklu birgðahúsum Ad. Trier & Goldschmidts í K.höfn og það væri því eigi óhugsanlegt, ef svona er alt í pottinn búið, sem hr. Tulinius lýsir hér að framan, að fúlgan, sem af oss er höfð, væri mun stærri, en hann telur hana. Vér munum síðar athuga mál þetta ítarlegar. Haeyksli næst gengur það, hve skammarlega vondur vegurinn austur yfir Hellis- heiði er á köflum. Það er vafalaust lang-fjölfarnasti vegurinn á öllu land- inu — annar en Rvíkur-Hafnarfj.- vegurinn, en svo illa haldið við þó, að ókleift má heita að koma vögn- um um hann sumstaðar i þeirri ágætu færð, sem annars er nú um alla vegi. Verstur er vegurinn frá Svínahrauni og upp fyrir hverina hérna megin Hellisheiðar. Þar er vegurinn óslit- inn leðjuelgur, sem heita má ófær vögnum. Nú, er bifreiðar fara að tíðkast um þessa slóð, er hrein líýsnauðsyn að fá bót vegarins um þennan kafla og yfirleitt betra viðhald, því að ella má ef til vill búast við, að þau ágætu farartæki eigi sér stuttan aldur. Bif- reiðarnar þola alls eigi það hnjask, sem þær hljóta að verða fyrir á slikum óþverra-vegi. Það má eigi minna vera en að þessi aðal-braut að höfuðstað lands- ins sé eigi til stór-skammar og skaða, sízt þegar eigi kostar meira að lappa upp á hana en hér — að sérfróðra manna sögn. erson helzt til auðunnin með því vopni sem skáldið fær honum á hreppstjórann, en hvað sem því líð- ur, þá er Anderson hreinasta gersemi og leitun á jafn skemtilegum manni. — »Óskin« er saga af ofurlitlum engil-smælingja sem hafði gert eitt- hvað fyrir sér og varð að vera nokk- urn tíma niðri í mannheimum, »því mannheimar eru betrunarhús himna- ríkis«. Hann mátti borga fyrir sig með einni ósk. Þá ósk veitti hann að lokum munaðarlausri stúlku, sem hafði hjúkrað honum. En hún ósk- aði sér þess að barnið sem hún gengi með hefði æfinlega yndi af allri áreynslu, og er óvísl að aðrar mæð- ur hefðu kosið betur. Eg hefi haft yndi af öllum þessum sögum. Það er gróandi í þeim og bjart uppi yrir, eins og eldi af betri dögum. Þar andar heilbrigði og trú á mátt þess sem gott er i mönnunum. Mér kemur ekki á óvart, að Ein- ar Hjörleifsson skrifar leikrit og að hann gerir það vel. En eg hafði altaf búist við að hann tæki nútíðar efni til meðferðar. Hann skrifar um Lénharð fógeta, Torfa í Klofa, Ey- Molar. Eftir sfra Matth. Jochnmsson. II. Síra Campbell um Spíritismann. Eftir »Light«. »Þótt eg sé að mestu ókunnugur fyrirbrigðum Spiritismans, sem al- gervir vísindamenn, eins og þeir sir Olliver Lodge og sir W. Barrett hafa verið að rannsaka árum saman, er eg fullkomlega sannfærður um sannleik fyrirbrigðanna. í raun réttri koma þau alveg heim við allar sög- ur um yfirnáttúrlega hluti og at- hafnir, sem N-testamentið fræðir oss um í guðspjöllunum viðvíkjandi Drotni vorum, bæði lífs og liðnum. Því samskonar er sýnt og sannað að nú komi fyrir undir vissum skilyrð- um; að upprisa Krists og himnaför sé nokkuð út af fyrir sig, skal eg játa, en eg trúi því, að vér höfum af staðhöfnum að segja, sem gera oss auðið að skynja að sumu leyti þá helgu atburði. Fullyrt er t. a. m., og röklega sannað í viðbót, að heilir hlutir geti farið gegnum heilar, jafnvel luktar dyr. Það er orðinn barnaskapur að neita lengur slíkum fyrirbrigðum, eins og t. d. vitnis- burði sir W. Crookes eða hins fræga A. R. Russels. Báðir þeir hafa sett virðingu sína í veð (og þar með sjálfra vísindanna) fyrir sannleik slíkra óskiljandi fyrirbrigða, enda dirfist enginn Englendingur að tortryggja þá menn. Smámsaman er saman- komið slíkt safn af óyggjandi vitnis- burðum, að slíku verður að trúa. Efnið eða materian er eigi svo þétt- ur og óbreytanlegur hlutur eins og það virðist vera fyrir skilningarvit- um vorum, enda megna nú vísindin sjálf að uppleysa sjálf frumefnin, unz þau hverfa sjónum vorum. Katólska kirkjan hefir verið hygnari og gætn- ari en svo, því hún kennir að krafta- verk og alls konar tákn gerist enn, þar sem nóg trúarskilyrði séu fyrir«. Látin er hér í bænum á mánudaginn var ekkjufrú Margrét Egilsdóttir, ekkja Halldórs Bjarnasonar sýslumanns, dóttir Egils bókbindara Jónssonar, komin hátt á sextugs aldur. Bana- mein hennar var krabbamein. Frú Margrét var »myndarkona hin mesta, góð í sér og göfug«, segir kona ein, sem þekti frú Margréti vel. stein úr Mörk, sækir persónur aftur í byrjun 16. aldar. Utn Lénharð er það helzt kunnugt, að hann var fó- geti á Bessastöðum og gjörði margt stórlega. Hann hafði sezt með ráni á Arnarbæli og heitast við að drepa Torfa í Klofa. En Torfi fór að hon- um á Hrauni í Ölfusi við marga menn 1502 og lét drepa hann. Torfi er kunnur sem yfirgangsmaður og ráðríkur höfðingi í fornum stíl, og Eysteinn að hreystilegri vörn, þegar Lénharður var tekinn. í Heklugos- inu x 31 o flúði hann með konu sína og maður með honum; »maðurinn drapst á flóttanum, en hann kom konunni undir stórann melbakka, og breiddi yfir hana föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengi til bæja, en þó mjög barinn og stirð- ur«. Og 1527 gengur hann fyrir Ögmund biskup á hólm á alþingi við Atla, mann Jóns biskups Arason- ar, og ber sigur úr býtum, þá 42 ára gamall. — Þetta er hið helzta sem menn vita um þessa menn og er það nægilega lítið til þess að skáldið hefir sæmilega frjálsar hend- ur til að gera úr þeim hvað sem Qfan ur SYeitnm, Herra rit stjóri! Af þvi mér skilst svo sem þér í síðasta nr. blaðs yðar eignið mér eina eða fleiri af stökum þeim, sem tilfærðar eru í grein minni »Ofan úr sveitum« í síðasta hefti Skírnis, þá vil eg benda yður á það, að þar sem stökur þessar eru, eins og eg tek fram í niðurlagsorðum greinar minnar, óskilafé, þá er með öllu ástæðulaust að draga þær í minn dilk, fremur en annarra vestfirzkra kvenna. Rvík 8/10. Theodóra Thoroddsen. Pistill úr Mjóaflrði. 6. sept. Hóðan að frétta sumarblíðuna og er ekki aunað hægt að segja en að hór hefir verið mesta árgæzka. Fyrir og um jólin í fyrra nokkur frost, en svo úr nýári að telja bezta árferði að undantaknu vorhretinu frá því um 10. maí til hins minnisstæða 12. júní, veifuránsdagsins alræmda, sem varð Dönum til lítillar sæmdar, en tolu- verðrar skapraunar, og ekki útsóð enn, að eg hygg hvað djúpar rætur það hefir grafið sór í hjörtum þjóðarlnnar. Heyfengur. Síðan hafa verið stöð- ug blessuð blíðviðri, heiðríkja og hitar; varla að kalla má fallið deigur dropi úr lofti, en þó hefir hór sprottið vel eystra svo í annan tíma mun eigi hafa betur sprottið. Há eða seinni siægja á túnum óvenjulega mikil og birðing ágæt; alt hey hirt hór svo að kalla af ljánum alveg hrakningslaust. Svo hey munu vera hór eystra með mesta og bezta móti. Fiskiveiðar allgóðar víðast hvar bæði á mótor- og róðrarbáta, einkum hina síðartöidu að róttu hlutfalli. Fisk- ur stendur hér í mjög háu verði t. d. Labradorfiskur, fyrir hann er nú borg- að hór 37 aura tvípundið. M i k 1 i r h i t a r. Eina sem fund- ið hefir verið hór að tíðinni, eru bless- aðir sólarhitarnir. Þeir hafa oftast ver- ið dag eftir dag frá 22 til 25 stig og upp í 30 stig á Selsíus. Skapbráðum útvegsmönnum hefir legið við að renna stundum í skap, þegar þeir hafa að morgni dags breitt fisk til þerris stundum með flóðgolu, en stundum vonast eftir henni, að hún myndi renna á þá og þegar, en þá hefur alt í einu lygnt eða aldrei kom- ið hin eftirþráða hafræna, og þá orð- ið svo heitt að breiddi fiskurinn hefir honum sýnist, og varla munu þeir ganga aítur, þó hann hafi ef vill gert þá eitthvað göfugri en efni voru til, Lénharð t. d. veikari fyrir kven- legri tign og andríki en ætla mætti um »svodan stórbrotamann«. Aðal atriðið er að skáldið sýni oss lifandi sálir klæddar holdi og blóði, og það hefir hann gert. í fyrsta þættinum koma fram að- al-persónurnar: Ingólfur bóndi á Selfossi, Guðný dóttir hans og biðl- ar hennar: Magnús fósturson Stefáns biskups og Eysteinn úr Mörk, síðan Torfi i Klofa og Lénharður. Hér kemur flækja á örlagaþræðina. Guðný vísar Eysteini frá sér í bili, sakir ofsa hans, og Eysteinn gerist liðs- maður Lénharðs. Lénharður fær hug á Guðnýju og byrjar ýfingar viðTorfa. 2. þáttur gerist iKIofa: samtök um aðför að Lénhirði. Þriðji þáttur aftur á Selfossi og endar með því að Lén- harður hefir Guðnýju á brott með ofbeldi. 4. þáttur fer fram á Hrauni — viðureign þeirra Guðnýjar og Lén- harðs og endar með þvi að Torfi og menn hans taka Lénharð og Eystein höndum. í 5. þætti fellur alt í ljúfa stiknað, því þegar búið er að breiða fisk og þá alt í einu hitnar ofmikið skyldi varast að rífa þá saman í skynd- ingu með hitanum í sór, það er að bæta gráu ofan á svart, því að það er þráreynt, að þá stiknar hvað af öðru í stakknum, og stiknar oftast miklu ver en ef fiskurinn er látinn liggja allan daginn til kvölds og hann kælist. Labrador-fiskur þolir minstan hita oghelzt stiknar nýþveginn fiskur breidd- ur í fyrstá sinn. Já, það er töluvert sem sumir hór hafa steikt i sumar af fiski, en auð vitað fyrir bráðræði og óforsjálni, ver- ið of veiðibráðir. Enn (6. sept.) er hór sama indælis sumartíðin, svolítil hafræna og hvergi ský á lofti. - .— ------- Konur. Ef þið viljið lesa góðar bækur, eða ef þið viljið styðja að því, að aðrir geti það, þá ættuð þið að gauga í Lestrarfélag kvenna Reykjavikur, er hehr bækistöð sína I Thorvaldsens- stræti 2 (gamla kvennaskólanum). Fé- lagið gerir sér far um að kaupa að eins góðar bækur, bæði skemti- og fræðibækur og einu sinni á mánuði heldur félagið fundi til þess, meðal annars, að rekja- og ræða efni nokk- urra hinna helztu bóka. Á fundum er og lesið blað, er félagskonur rita. Útlán bóka fer fram 4 daga vik- unnar: sunnudaga, kl. i1/^—3 og mánudaga, miðvikud. og föstud. kl. 6—8 síðd. Á lestrarsalnum liggja blöð bækur og tímarit til aflestrar. Bókaeignin er orðin hátt á jta hundrað bindi og er félagið þó að eins tveggja ára gamalt. Félagar eru 100 að tölu, en ættu að skifta hundr uðum í jafn fjölmennum bæ og Reykjavik er. Gjaldið er kr. 3.00 um árið, eða sem svarar verði einn- ar bókar. Stúlkur, er stunda nám hér ættu ekki að sitja sig úr færi að ganga í félagið; þeim er heim- ilt að vera í því einn mánuð í senn gegn 50 aura gjaldi um mánuðinn. Auk þessa heldur félagið opinni lesstofu fyrir börn bæjarins. Þar geta börnin lesið lexíur sínar og feng- ið að láni, á lestrarsalnum, ýmsar bækur til stuðnings skólanámi sínu, ennfremur sögubækur og æfintýri. Barnalesstofan tekur til starfa fimtu- daginn 16. okt. og verður opin alla virka daga — eða mánud., miðvikud. löð. Eysteini gefnar upp sakir fyrir veglyndi meðbiðils hans. Guðný fær sjálf að leysa hann úr böndunum. Og Lénharður tekur dauðadómnum eins og glæsimaður og telur sér ekk- ert að vanbúnaði þegar hann hefir beygt kné fyrir Guðnýju. AUur er leikurinn léttstígur, hvergi ládeyða, og fer eflaust vel á leik- sviði, ef leikendur eru góðir. En hæst kemst list höf. í 4. þætti. Þar er þungamiðja leiksins: Konan, sem fellur í tröllahendur og teflir um lífið og dauðann. Konan, sem með yndisleik sinum og andríki smám- saman fær vald yfir ofbeldismannin- um, unz hann hlýðir henni eins og gott og þægt barn, Samtal þeirra Guðnýar og Lénharðs er snild frá upphafi til enda, og þar skilst fyrst hvernig höfundi gat komið í hug að gera eins óskáldlegan mann og Lén- harður er, eftir heimildunum, að aðal- persónu í leikriti: Hann vildi sýna mátt konunnar til að leysa úr álög- um. Þess vegna munu afdrif þessa leiks á leiksviðinu fyrst og fremst verða undir því komin, að Guðný sé leikin svo vel, að vald hennar og föstud. kl. 4—6 síðd. og þriðjud., fimtud. og laugard. kl 5—7 síðd. Aðgöngumiðar fást á lestofu fé- lagsins og kosta 10 a. um mánuðinn. Styðjið góða viðleitni með því að ganga í félag þetta. Nánari upplýs- ingar á lesstofunni. Stjórniu. ReykjaYíkur-annáll. Brunabótavirðingar nýlegar, samþyktar af bæjarstjórn. Hús Starin Jónss. við Hvg. . kr. 27,645 — JÞorst. Þorgilas. Kárast. 14 —- 7,177 — Gaðbj. Guðbjartss. Brbst. 33 — 4,681 — Sigr. Einarsd. við Grettisg. — 5,544 Húsið nr. 12 við Skólavörðust. — 9,070 Hús Guðna GHslas. Ránarg. 26 — 12,125 — Magnúsar Árnas. Framnv.10 — 5,168 — Jóns Teitssonar Spitalast. 8 — 10,512 — Brynj. Björnss. v. Hverfisg. — 20,766 — Sig. Jóbanness. v. Skólavst, — 8,178 Húsið nr. 11 við Laugaveg . — 23,682 — nr. 36 B við Njálsgötu . . — 3,202 Dánir: Arndís Jóhannsdóttir Nýlendu- götu 23, 58 ára. Dó 3. okt. Fisksalan til Englands. Eggert Ólafsson hefir selt sinn fisk fyrir 380 sterlingspund (6,840 kr.) og Ingólfur Arnarson sinn afla fyrir 409 sterlingspund (nál. 7,400 kr.). Guðsþjónusta á morgun i dómkirkjunni kl. 12 sira Jóhann Þorkelsson (altarisg.). Kl. 5 sira Fr. Fr. í frikirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafsson. Hjúskapur: Helgi Hallgrimsson kenn- ari, frá Grímsstöðum á Mýrum og ym. Ólöf Sigurjónsdóttir, Skólavörðustig 14. Gift 2. október. Grimur Kristinn Árnason trésmiður, á Austurbakka og ym. Dýrleif Jónsdóttir, Yestnrgötu 41. Gift 3. okt. Skæringur Hróbjartsson frá Vestmann- eyjum og ym. Valgerður Guðrún Hall- dórsdóttir. Gift 2. okt. Ókeypis kenslu i barnaskólanum hefir bæjarstjórnin veitt 181 barni á 8—9 ára aldri, með þvi skilyrði, að foreldrarnir séu búsettir bér i bænum og húsrúm skól- ans leyfi. Sumarið vilja ýmsir hér i bæ telja, að byrjað hafi þ. 1. okt. Siðan veríð sól og heiðríkja og funheitt, allan sólargang- inn. — Flestir voru húnir að senda hesta Bina i sveit, en dauðsjá nú eftir. Hugga sig þá heizt með þvi að bregða sér í bifreiðunum eitthvað út fyrir bæinn. Skinandi skemtilegt er t. d. að skreppa austur á Kambabrún og horfa á Suður- landsundirlendið með hiuum ljómandi fjallakranzi i kritg i allri haustfegurð- inni, þegar jafn-heiðskirt er og þessa dagana. Þangað fer bifreiðin á nál. 2 klst. i þeirri vegleysu, sem nú er kring- um Kolviðarhól, en mundi fara á mun styttri tima, ef vegnr væri bærilegnr. Sundlaugin. Páll Erlingsson sundkenn- ari hefir farið fram á það við bæjarstjórn, að ibúðarhús verði reist við Sundlaugina. Málinu visað til vega- og fjárhagsnefnda. yfir Lénharði — og Eysteini — og Magnúsi — verði skiljanlegt. — Á siðasta þingi voru nokkrir menn að reyna að rétta við fjárhag lands- ins með því að klípa 200 krónur af skáldlaunum Einars Hjörleifssonar og hins vegar að gefa það í skyn að hann mætti ekki eiga neina vissa von á þeim framvegis. Hún er ná- kvæm gullvogin þeirra, blessaðra, þegar um andans menn er að ræða og ekki sjálfa þá. Það gekk þó ekki fram. Og svo mikla trú hefi eg á íslenzkri alþýðu, að hún kunni að meta aðrar eins bækur og þessaf eru, sem eg nú hefi minst á, og gjalda höf. þökk fyrir, en óþökk öll- um þeim fulltrúum sinum, sem gera henni þær getsakir, að hún vilji til einkis kosta nema munns og maga. Guðm. Finnhogason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.