Ísafold - 19.11.1913, Page 3

Ísafold - 19.11.1913, Page 3
ISAFO L D 365 glæp eins og þessum — til þess að skapa eftirminnilegt varuðardæmi fyr- ir aðra. Eftir strangasta bókstaf laganna, sem hér eiga við, mun þó eigi farið, því að þá ætti glæpurinn að varða líflati samkv. 191. gr. hegningarlag- anna, er svo hljóðar: Hver sem tekur annan mann aj lífi með rdðnum hug, hefir jyrirgert lífi sinu. Samkvæmt langri venju vorra tíma mun í stað lífláts koma æfilangt, þ. e. 16 ára fangelsi. Það er mælt, að embættismanm þeim, er fyrstur fjallaði um þetta eiturmorð, hafi falhð það afarþungt, hafi verið sífelt að óska þess við störf sín, að grunurinn um morð reyndist ástæðulaus. Svo mun öllum góðum mönnum hafa farið. Enginn er svo harðbrjósta að óska þess, að slíkt voða-ólán lendi á nokk- urum manni. En í hina röndina verður og að horfa framan í sannleikann og taka afleiðingunum, fyrir hönd þeirra erfyr- ir þeim verða, hversu mjög, sem til rifja rennur. Til sifjaliðs hinna seku á samúðar- tilfinning vor þó fyrst og fremst að hverfa, til barnsins, sem munaðar- laust er orðið, til hinna, sem eldri eru' og lostnir eru þessum óvæntu og þungu raunum. Enginn lítur þá hornauga — allir finna til samúðar með þeim. Söng-skemtun, í gærkveldi söng frú Laura Fin- sen fyrsta sinni fyrir Reykvíkinga. Sú viðkynning varð á þá lund, að ef bœjarbúar mega ráða, munu þar á eftir fara margir »kvöldsöngvar«. Það mátti segja um viðtökurnar, sem frúin fékk í gærkveldi, með ör- litilli hreyting frá orðum skáldsins, að þær: »byrjuðu sem blærinn, er bylgju slær á rein, en brutust loks sem stormgnýr, svo hrikti í grein«. I byrjun var það, sem nokkuð skorti á samrunabandið milli hennar og áheyrenda. En eftir því sem leið á söngskrána »þiðnuðu« áheyrendur og lófatökin uxu með hverju lagi og að síðustu endurómaði húsið af lófa- taki blönduðu fagnaðarópum. Og þá takast skemtanir vel, er samúðin vex milli þeirra, sem veita og þiggja, eftir því sem á líður. Eg ætla nú ekki að fara að hlaða frúnni neinn turnháan lofköst, enda væri það henni fjarri skapi, en satt verður þó að segja. Og sannleikur- inn er, að þetta var óvenju ánœgju- leg sóngskemtun. Rödd frú Finsen er ekki mikil, en eitthvað bjart og létt ýfir henni, eitt- hvað sem smýgur með sarnúð inn í hugskotin. Og þegar saman við svo hlýja og vel stilta rödd fer af- bragðs góð meðferð á efninu, á Ijóð- unum, sem farið er með, — látlaus framkoma, sem bezta þokka býður — þá verður heildarsvipurinn á söngn- um ekki slakur. En svo var það um frú Finsen og söng hennar. Eg er eigi söngfróður og ætla mér því eigi þá dul að fara að gagnrýna einstök lög á söngskránni, en þá er eg samt illa svikinn, ef fólki yfirleitt þykir eigi.unun og ánægja að heyra frúna syngja. Bezt tóku áheyrendur síðustu lög- unum á söngskránni, Griegslögun- um og þá eigi sízt hiaum stórhress- andi morgunsöng (God morgen) þar sem þeir Grieg og Björnson hafa lagt saman og búið til tilgerð- arlausan, en þó dillandi 'ofgerðaróð, í tónum og orðum til hins kvikn- andi, vaknandi, dýrðlega dags, til dögunar með sólina í fanginu, rek- andi burtu alt leitt og óljúft 1 Og frú Finsen var i söng og sýn lif- andi mynd listaverks B)örnsons og Griegs. A eftir lögunum á söngskránni söng frúin Sólskríkju Laxdals á ís- lenzku með óvenju góðum framburði. Var þeirri kurteisi við íslenzka áheyr- endur og tónskáldið. sem sjálfur var viðstaddur, auðvitað tekið með fögn- uði. hgo. Landar erlendis. Pétur Jónsson söngvari hefir ný- lega verið ráðinn í fasta stöðu við söngleikhús í Kiel á Þýzkalaudi til þriggja ára, frá ij. sept. 1914 til rj. sept. 1917, með góðum launum. Sem stendur er Pétur í Berlín og hefir sungið þar all-mikið. Fjalla Eyvindur var leikinn í Karls- krona í Svíþjóð þ. 20. okt. Daginn eftir flntti blað Lundborgs: Karls- krona-TidningenemVzr ítarlega og góða grein um leikinn og höfund hans með mynd af Jóhanni og leiksviðs- mynd úr Fjalla-Eyvindi. Leiknum var mikið vel tekið í Karlskronu. 4°/o - málið. Frá hr. Þórarni Tuliniusi hefir Isajold norist svofeld yfirlýsing: »Út af símskeyti því, frá hæsta- réttarmálflutningsmanni C. B. Flenri- ques til ísafoldar þar sem hann segir, að skýrsla min til ritstjóra blaðsins feli í sér keðju af ósannindum, skora eg hér með á hann að koma fram með sannanir fyrir þeirri staðhæfing, en lýsi hann ella hér með óáreiðan- legan mann«. Siðar verður vikið nánar að þessu máli. Minning Stgr. Thorsteins- son. Sira Friðrik J. Bergmann ritar i Breiðablik, septemberheftið, einkar fallega og hlýja grein um hið látna þjóðskáld »vitsmunamanninn mikla í hópi islenzkra skálda«, er hann kallar hann. Lénharðnr fógeti Langur ritdómur er um hann i Breiðablikum septemberheftinu eftir ritstjórann. Ritdómurinn endar á þessum orðum: »En hvað er skáldið að kenna ? Hverju ætlast hann til að lekritið komi inn i huga þjóðarinnar? Sjáljstœðistilfinningunni. Afdrif Lénharðs voru svar þjóðar- iunar á 16. öld upp á þá spurningu, hvernig fara ætti með danska valdið í landinu. Hvert -er svar tuttugustu aldar? Er það ekki eins hættulegt nú eins og þá? Er það ekki miklu háskalegra nú? Er ekki sjálfstæðis- tilfinningin öllu máttlausari nú en á 16. öld? Á ísland nú nokkurn jafn- ingja Torfa í Klofa að sjálfstæðis- hug? Samanber fánamálið og með- ferð síðasta þings á þjóðmálum yfir- leitt. Það er léttur leikur að eiga við einn Lénharð og hann danskan. En leikurinn er torsóttari þar sem úir og grúir af Lénhörðum — og þeim íslenzkum. Látin er nýlega norður á Akureyri Guð- riður Jónsdóttir, ekkja Jónasar læknis frá Tunguhálsi, en móðir Jónasar sagnaskálds Jónassonar frá Hrafna- gili Kvenréttindabaráttan. Kringum hnöttinn. Brezk hefðarkona ein, lady Grace Westmore, er um þessar mundir að le?gja í ferð.il.tg kringum hnöttinn, t:l þess að s ifna undirskriftum undir áskoranir um að veitl komnn kösn- ing.in étt. Hún hefir sett sér það mark, að safna 1 miljón undirskriíta og þegrr bru Grace IVestmore því er lokið að afhei d ut.inrikisráð- herra Breta skjölin. Frú Westmote er af grfugustu ættum. Hún er móii »Suff'agettu« hreyfingunni, en sækir mál sut á strætum stundum, en annars við hljómleika — hún leikur sjálf for- látavel á fiðlu — og að hljómleik um loknum biður hún fólkið undir- skrifa. Hver veit, nema vér íslendingar eigum heimsóknarvon, þar sem er frú Westmore? Síldveiðin 1913, Samkvæmt skýrslu frá Akureyri hefir síldveiðin verið vel aiðsöm þetta ár. Síldin kom seinna að strönd- um landsins en áður, eða eigi fyr en í júlílok. En þá fyltist líka sjórinn milli Langaness og Horns. Síldin er talin verið hafa óvenju feit og góð. Alls voru fluttar út rúm 198.000 tn., aðallega til Gautaboigar, Stokk- hólms og Hamborgar, en nokkuð til Khafnar. Síldaraflinn útflutti skiftist þannig á þjóðirnar, sem stundað hafa síid- veiði: Norðmenn Islendingar Sviar Þjóðverjar Danir hafa veitt 106.171 tn. — — J6.243 — 17.144 — — — 10.992 — — — 7.J40 — Auk þess hafa síldarolíuverksmið- jur nyrðra keypt óhemju af síld eða nál. 12J.000 tn., eftir þvi sem til telst. Meðan mest veiddist í sumar, var á öllum sildveiðistöðvum leyft að hirða svo mikið af síld, sem menn vildu til heimilisþarfa. Þetta notuðu því nær allir sér, og er mælt, að á hvert heimili muni hafa farið 1 tn. Sildarolíuverksmiðjunum fer sí- fjölgandi. Hin stærsta þeirra er á Krossanesi við Eyjafjörð. Þýzkur verkfræðingur, Schrezenmeier, stjórnar henni. Sagt er, að hún hafi kostað 600,000 kr. Kirkja í Keflavík, Keflavíkursöínuður er að reyna að að koma sér upp kirkju. Þá rausn hefir Ólafur Á. Ólafsson kaupm. sýnt, að lofa alt að 10 000 kr. til kirkjusmíðinnar, ef á þarf að halda. Nýr umsækjaudi um Akureyrar-embættið er sagður Steingrímur Jónsson Þingeyingasýslu- maður. Lýöskóliun í Hjarðarholti í honum eru nú um 20 manns., Slys vildi til fyrir skömmn norður í Eyjafirði. Maður einn Benedikt frá Ársgerði dó voveiflega á rjúpnaveið- um. Sköfnung-ur. í 47. tbl. ísafoldar þ á. et getið um nýtt jarðyrkjuverkfæri, sem Sig- urðut Þ. Johnsou hafi látið smíða og ætlað sé til þess að rista ofati af tneð hestum. Verkfæri þetta nefnir hitin Sköfnung. Heíir hann unnið með því i haust í Borgarfirði og á Seltjarnarnesi, og jafnframt endur- bætt það. Hefir hann skorið ofan af með því á sléttu ou lágu þýfi 02 tekist mjög vel. Á mjög stóru þýfi hefir þuð ekki verið reynt. Verk- færið er mjög létt í drætti fyrir tvp hesta, og auðvelt að stjórna þvi. — J.fnframt má nota það sem plóg. Þ.tnnig farast þeim orð um verk- færið, sem Sigurður hefir unnið hjá, einnig hr. Jósef Björnssyni á Svarf- hóji, sem hefir reynt það: Sigurður Þ. Johnson hefir dvahð hjá tnér nokkra daga tneð hið nýja ofanafristuáhald sttt. Hann hefir rist ofanaf dagsláttu t þýfðum valllendis- móa utan túns. Þar eð eg eiei hafði vana plóghestn gekk verkið nokktið skrikkjótt í byrjun, en rftir því sem hestarnir vöndust, gekk verkið betur. Þökurnar trrðu alt eins eóðar eins og ristai hefðu verið með venjuleg- um handristuspaða. Þótt Sigurði hafi tekist allvel þessi tilraun, þá er hann alls ekki ánægð- ur með verkfærið, og hefir 1 hyggiu að gera ýmsar umbætur á því. Að tninu áliti getur áhaldið eins og það nú er, komið að miklum notum, en takist Sigurði að gera þær endur- bætur á því, sem hann talar um, þá er víst, að áhaldið verður ómissandi hverjum þeim, sem við túnasléttur fæst, og teldi eg þeim peningum vel v.arið, sem Sigurður væri styrktur með til þess að halda tilraunum þess- um áfram. Ferjukoti 9 sept. 1913. Sigurður Fjeldsted. Eg hefi skoðað áhald það, sem Sigurður Þ. Johnson hefir látið smíða til ofanafristu, og jafnframt reynt það nokkuð, og er það sannfæring mín, að áhald þetta eigi sér mikla framtíð hér með núverandi ræktunar- aðferðum. Það ristir ofan af óað- finnanlega vel á sléttu og öllu ávala þýh, jaftivel þó það sé nokkuð stórt, og eins á okkar stóra túnþýfi hugsa eg megi nota það að miklu leyti, r.ð minsta kosti til að rista ofan af þýf- unum, en kröppum gjótum nær það vitaftlega ekki. Þökurnar verða all- vel jafnþykkar og engu lakari, að eg álít, en venjulegaar handristudökur. Eins vil eg taka það fram, að auð- velt er að stýra þvi, alls ekki meiri vandi en plóg. Það er létt í drætti fyrir tvo hesta, miklu léttara en p'ógur, og mundi þvi mega rista of- an af með því — þegar sett hefir verið á það veltifjöl, sem í ráði er — alt að dagsláttu á dag, með að eins tveimur mönnum og tveimur hest- um, og nær það því litlum saman burði við gömlu aðferðina. P. t. Ferjukoti, 9. september 1913. Jósej Bjórnsson á Svarfhóli. Mér til ánægju læt eg það í ljósi að hr. Sigurður Þ. Johnson hefir unnið hjá mér með sínu nýja ofan- afristuáhaldi með mjög góðumárangri. Hann vann í 11 klukkutíma og risti ofan af hér um bil 6jo—700 fer. föðmum. Til notkunar hafði hann 2 hesta og 1 mann. Jörðin, sem unnin var, var að mestu leyti slétt, en þó ávalaþýfi á stöku stað. Ódýr- ari vinnu hefi eg aldrei fengið. Nesi, 23. sept. 1913. Kristín Olajsdóttir. Herra Sigurður Þ. Johnson hefir skorið ofan af hjá mér part úr degi með hinu nýja ofanafristuverkfæri sínu, og hefir það reynst, að minu áliti ágætt. Með verkfæri þessu, tveimur hestum og einum manni sér til aðstoðar, virðist mér hann rista ofan af d : 60 fer. föðmum á klt., ef jörðin er ekki mjög grýtt og fremur greiðfær. Að öðru leyti, hvað verkfæri þessu viðvíkur, virðist mér það þurfi að vera traustara að öllum frágangi. Nýjabæ, 23. sept. 1913. Guðm. Olajsson. Herra Sigurður Þ. Johnson hefir unnið hjá mér undirrituðum með sinu nýja ofanafristuverkfæri í 8 tíma og risti ofan af 4J0 fer. föðmum. Er mér sönn áttægja að votta, að eins ódýra vinnu hefi eg ekki fengið áður, þar sem það munar helming að kostnaði, þó hestar og menn séu reiknaðir fullu verði. Ráðagerði, 23. sept. 1913. Oddur Jónsson. Rangt með farið er það hjá systur Líigr. á laugardaginn, að nokkuru tima hafi i Tafold staðið, sð þjóðin »treysti engum soaa sinna betur tii þes5, engum jafnvel eins vel og H. Hafstein* að taka við r&ð- berraembsettinu. I greij þeirri, sem Lögrétta visar til, eru þessioið — með frekari skýringum — hiifð t sambandi við að ná betri sambandskostum í Danmörku, en a 1 1 s eigi við ráðherruhæfileika hans yfirleitt. En þótt svo vaeri, gæti Lögr.eigi núið ritstjóra Isafoldar þessu um nasir, af þvi að bún v e i t, að i þann tíð var það ann- ar maður, hr. Sig Hjörl., sem var aðallega stjórnmálaritstjóri bUðsins, og oiðaði þvi allar slikar greinar. Hér er þvl eigi um annað að tefla en ver.julegt, Lögréttuhögg, þ. e. v i n d h ö g g. Sömuleiðis er þvi slegið frain út I loftið, að Isafold bafi nokkurn tlma gert nig seka utn slíka »fjarskafergni« i lofi um nokkurn mann, eins cg kemur fram i hinni laiidsfrægu tillögu, sem »Pram«-fólkið var látið samþykkja, og kölluð befir verið »óbæfust fundarályktun fyrir þroskaða menn, sem nokknr núlifandi Islendingur hefir nokkru sinni upp borið«, (1 bréfi til ritstj. Isaf.). Reykja¥ikur-aDDáll. Ailir stúdentar i Reykjavik eru boðnir á fund Stúdentafélagsins, sem haldinn verð- ur næstkomandi föstudagskvöld kl. S'/j í Dauða-slys. Á mánudaginn beið ung Btúlka hér i bænum bana með þeim hætti, að hún féll út um glugga á þriðja lofti. Hún bétDýrleif Guðmundsdótt- i r, ættuð ofan úr Borgarhreppi, b4 ára að aldri. Bjó hjá systur sinni i Bergstaða- stræti 45. Hún var biluð á geðsmunum og er gizk- að á, að hún hafi fleygt sér út um glugg- ann i geðveikiskasti. Hún lenti á sima- þráðum, sem tóku af henni fall, en þó meiddist hún svo mikið, innvortis, að eigi lifði nema 2 klukkustundir eftir fallið. Fisksalan til Englands. Ingólfur Arnar- son hefir nýlega selt afla sinn (750 kitti) fyrir tæp 10.000 kr. Jarðarför Eyólfs Jónssonar, hins myrta manns, fer fram á morgun kl. 1 frá dóm- kirkjunni. Ryskingar, all-alvarlegar, urðu á laugar- dagskvöldið síðastliðið milli nokkurra ís- lendinga og háseta af Yalnnm. Lenti sam- an i veitingahúsi inni á Laugavegi — fyrst I orðasennu, en siðan i verstu áflognm. Enduðu þau með þvi, að einn Daninn rak knif á kaf i Pálma nokkurn Pálsson. Hlaut hann af áverka mikinn og varð þegar að vitja iæknis. Mörgpróf hafa verið haldin i máli þessu, en þó eigi tekist að komast fyrir, hver upptökin átti þessarrar deilu. Vals-hásetinn fær hegningu fyrir hinn veitta áverka, en eigi þó fyrir dómstóli hér, heldur á skipsfjöl. Skipafregn. S t e r 1 i n g kom frá útl i gærmorgun. Meðal farþega var Guðm. Böðvarsson kaupm. Auk þess um 60 Pær- eyingar til að sækja hinn nýja þilskipa- flota, sem Gunnar Hafsteiu bankastjóri keypti um daginn fyrir þeirra hönd. Til útlanda eru nýfarnir sira Priðrik Priðriksson. forstöðum. K. P. U. M. og Gisli Guðmundsson gerlafræð- tngur. Sira Priðrik fór til Vesturheims, til dvalar þar 2—3 missiri, í þvi Bkyni að stofna kristileg unglingafélóg meðal landa vestan hafs. Gísli fór til að nota styrk þann, er al- þingi hið siðasta veitti honum til frekari fullkomnunar i fræðigrein sinni. Er för hans heitið til Parísar, Vinar, Berlinar og viðar. Ungur verzlunarmaðnr sem hefir verið við verzlun í og utan Reykjavíkur og er þaulvanur verzlunarstörfum, óskar eftir atvinnu í vor. Ágæt meðmæli frá þektum mönn- um til sýnis, ef óskað er. Frekari upplýsingar gefa þeir kaupmaður Jón Laxdal og bókhaldari Theodor Jensen. Duglegur umboðsmaður óskast i öllum stærri kauptúnum til þess að bafa auka-atvinnu af þvi, að selja reiöhjól, hjólagúmmi, saumavélar, talvélar, úr, bækur 0. fl., gegn afhorgun eða út i hönd. Sannanlegur, talsverður og varan- legur ágóði fyrir mann i fastri stöðn. A/S De forenede Cyclefahriker, Mariendalsvej 47, Köbenhavn F.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.