Ísafold - 22.11.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.11.1913, Blaðsíða 3
TSA FO LD 369 Framleiðslu-nýung. Islenzkur Roquefort-ostur. Vér minnutnst þess að hafa all-oft heyrt þessa spurningu: Ætli það sé ekki hægt að gjöra Roquefort-ost hér heima? Og einnig höfum vér séð hana á prenti, einkum í búnaðarrit- unum. Því fer óðum fjölgandi, sem vér íslendingar viturn að vér getum gert sjálfir, en sem fæstir eða engir trúðu oss til fyrir fáum áratugum. Og nú er Roquefort-ostur að bæt- ast í hópinn. — Ungur maður, Jón Guðmundsson frá Þorfinnsstöðum í Onundarfirði, fór utan fyrir rúmum tveim árum, til þess að nema fjárrækt af Skotum. Þar var hann þrjú missiri. En hann ætlaði sér lengra. Meðan hann var í Skotlandi, lagði hann mikla stund á að nema frakkneska tungu, og þeg- ar því var lokið sem þurfti, brá hann sér til Roquefort á Frakklandi, þang- að, sem hinir heimsfrægu ostar eru gerðir. Og erindið var að reyna að fá að sjá alt með eigin augum, sem að ostagerðinni lyti, og kynn- ast henni sem bezt. En að þessu er ekki auðhlaupið, og er oss óskil- janlegt, hversu Jóni hefir tekist að kynnast öllum þessum leyndardóm- um. Jón kom heim i vor. Útvegaði sér það, sem helzt þurfti til ostagerð- arinnar, þó fátæklegt sé í samanburði, vtð það, sem Frakkar nota. Settist að hjá föður sínum, Guðmundi hrepp- stjóra á Þorfinnsstöðum, og tók að gera ostinn. Fyrsta tilraunin hefir verið i all-stórum stíl, því um tíma í sumar keypti hann sauðamjólk frá nágrannabæjunum, en hún er ein- göngu notuð. Og nú er íslenzkur Roquefort-ostur kominn á markað í Reykjavík I Og ljúffengari ost höfum vér eigi bragðað. Oss þykir hann betri en sá frakkneski, bragðbetri og lystugri. Ekki er þó óltklegt að einhverjum þyki hann lakari. En það er auka- atriði. Hitt er aðal-atriðið, að hann er margfalt betri en nokkur ostur annar, sem oss hefir tekist að gjöra, — mun- urinn þar eins mikill og á tólg og bezta kúasmjöri — og er því líklegur til að auka afurðir sauðfjárræktarinn- ar að miklum mun, ef skynsamlega er á haldið. ingur sé sama sem að vera trúaður maður og sálgæzlusnillingur, sem þó varla er ráð fyrir gerandi, enda pótt frúin virðist ætla að það að vera ný- quðjrœðinqur sé sama sem að vera vantrúarmaður og ónýtur til allrar sálgæzlu! Eg þori að fullyrða, að trúaður prestur af nýju stefnunni með nokk- urn veginn sálgæzluhæfileikum hefði staðið sig betur en síra Björn í sliku tilfelli. Það er að vísu áreiðanlegt, að hann mundi ekki tala við sjúk- linginn eins og frúin virðist gera ráð fyrir að tala eigi við slíkt tækifæri. Hann mundi aldrei segja við mann eins og Guðmund: »Ef þú trúir að Jesús hafi verið guð og dáið í stað- inn fyrir þig og fullnægt með því heil- ögu refsandi réttlæti guðs, þá er ekk- ert að óttast; allar þínar mörgu synd- ir eru þá afmáðar í blóði Jesú, sem hreinsar oss af allri synd, himininn opinn þér og eilíf sæla reiðubúin þér«. Svo mundt prestur af nýju stefnunni aldrei tala. En sýnir það ^kki einmitt vantrú hans? — kann frúin að spyrja. Nei, það sýnir annað. Það sýnir, að presturinn af nýju stefnunni er kunnugri því, — Enginn vafi er á því, að Jón Guðmundsson hefir hér fundið nýja leið — riðið á nýtt vað til hagsældar íslendingum, og er hver sá maður lánsmaður, er það tekst. Ef viturlega er að verið, getur þetta orðið árlegur þúsundaliðurí tekjugrein þjóðarinnar, þegar stundir líða, því að vér gerum ráð fyrir, að Jón gefi þjóð- inni þátt í þessari ftamtakssemi sinni. Meðan verið er að komast á rétt- an rekspöl i þessari nýju ostagerð, heldur Jón aðferðinni fyrir sig, en nota ætti hann aðstoð Gisla Guð- mundssonar gerlafræðings. Og þá fyrst, er viðunanleg reynsla væri þannig fengin, mætti færa út kviarnar, hvort sem fyrirkomulagið yrði þá eitthvað svipað smjörbúafyrir- komulaginu eða ekki. En um fram alt má ekkert kdk komast að. Alt sem gert yrði að þessu á vegum almennings, yrði að vera undir umsjón Jóns og gerla- fræðings, og ef til útflutnings kæmi, yrði fullkomið eftirlit að eiga sér stað, eigi síður en með fiski og kjöti,því með því einu móti gætum vér gert oss voti um góðan markað hjá erlend- þjóðum. Frakkneski osturinn er seldur hér heima á kr. 3.60 kilóið, Og svipað mun verðið vera annars- staðar. Er hagnaðarvonin þvi auðsæ, þótt þriðjungurinn sé álögur kaup- mannsins. — Osturinn er afbragð, og viljum vér ráða sem flestum að bragða hann sem fyrst, en þá verður að hafa hrað- an við, því að þessar fyrstu birgðir eru á þrotum. — Væri það ekki heillaráð, ef eftir- spurnin yrði mikil strax, sem vér vonum að verði, að Jón flytti sig í eitthvert aðal-fjárræktarhéraðið, t. d. Fljótsdalshérað, Þingeyjarsýslu eða Borgarf jörð. Mestur jarðabótamaöur á landinu nú í ár, er óefað Gestur Einarsson bóndi á Hæli i Gnúpverja- hrepp. Hann hefir nú í sumar látið vinna rúm 1200 dagsverk í jarðabót- um. Eru þar af túnsléttur og ný- yrking um 6 dagssláttur. Flóðgarð- ar 1719 m. Vatnsveituskurðir 2960 m., hitt girðingar. Allar jarðabætur Gests prýðisvel unnar. Auk þessara jarðabóta hefir hann í sumar komið upp stórum og snotrum trjágarði heima við hús sitt; er steinsteypu- hvað er sannur kristindómur, en frú- in. Hann veit það, sem frúin ekki virðist vita, að slikt tal sem þetta Jœri algerlega í bága við kenningu Jesú sjáljs. Og mundi frúin ekki vera mér sammála um, að það sem fer i bága við kenningu Jesú, getur aldrei verið sannur kristindómur? En fer þá kenningin um friðþæg- ingar-dauða Krist í vorn stað, í bága við kenningu Jesú sjálís? Já, hún gerir það með jafnáreiðanlegri vissu og að 2 og 2 eru 4. Eg get full- vissað frúna um, að eg er mér þess fyllilega meðvitandi hver ábyrgð fylg- ir orðum mínum. Eg get og fullvissað frúna um, að mér er það enginn leikur, að tala opinberlega gegn kenningu, sem um margar aldir hefir innan kirkjunnar verið í hávegum höfð svo sem sjálft hjartablað kristnu trúarinnar, og er það enn af fjölda manna viðsvegar um kristnina. Það kann vel að vera, að eg hefði ekki gert það, ef öðru vísi hefði á staðið. En þegar eg sé hvernig farið er að halda þessari kenningu fram af ákveð- inni trúmálastefnu hér innan lands, stefnu, sem gerir þessa kenningu að A og Ó kristinnar trúar, þá álit eg girðing um garðinn, járngrindur í hlið. Sreinsteypustéttir hefir hann gert meðfram húsinu ofl. ofl. Þessar jarðabótaframkvæmdir á einu ári munu vera fágætar og er mikils vert um slíkar framkvæmdir. Mundi ræktun landsins þá skila drjúgum áfram, ef svo færi saman hjá mörg- um getan og áhuginn sem hjá Gesti. (Eftir Suðurlandi). Fengsæld Valsins 1913. Valitrinn hélt áleiðis til Danmerk- ur í fyrrakvöld, eftir vel unnið »dags- verk« við strandgæzluna. Aldrei hafa jafnmargir botnvörp- ungar verið handsamaðir, eins . og þetta ár, og aldrei jafnmikið fé runn- ið í landssjóð eins og nú. Hér fer á eftir dálítið yfirlit yfir starfsemi strandgæzluskipsins á þessu ári. í marz voru handsamaðir 5 botn- vörpungar: Valur, Garðar landnemi, Max, Venus og Ludwig. Sektit' og söluverð afla og veiðarfæra þessara botnvörpunga námu nál. 11.000 kr. (10927 kr.). í apríl tók Valurinn 8 botnvörp- unga, alla útlenda. Afrakstur fyrir landssjóð nam rúmum 17700 kr. (17728 kr.). í maí voru teknir 3 botnvörpung- ar. Afrakstur landssjóðs 9623 kr. í júní náðust 5 skip í landhelgi. Landssjóður fekk nær 13000 kr., (12924 kr.). I jt'dí voru 2 skip tekin. Tekjur af þeim 5705 kr. í ágúst var Valurinn nyrðra og tók þar 2 sildveiðiskip, sem borguðu i sektir 1700 kr. alls. í sept. veiddust 3 skip, sem af sér gáfu 6009 kr. í nóv. loks 2 skip með 8318 kr. afrakstri. Þenna mikla dugnað og skyldu- rækt Rothe höfuðsmanns ber lands- mönnum að meta að verðleikum. Þótt mikið bæri i milli i vor út af fána-afrekinu fræga, og það verði al- drei fóðrað, — er og jafnskylt að minnast hins, láta skipstjórann njóta sannmælis. Það er og verður þeim mönnum, er kynnast Rothe höfuðsmanni, al- gerlega óskiljanlegt, hvernig á þvi get- ur staðið, að hann skyldi verða til þess að ljá því tiltæki nafn og ábyrgð. Svo hefir hann að öllu öðru leyti mér skylt að kveða upp úr með það, sem eg veit, sem aliir nýguðfræð- ingar vita og fjöldi gamal guðfræð- inga, að þessi kenning fer í bága við kenningu Jesú Krist sjálfs og á því engan rétt á sér sem hjartablað þeirrar trúar, sem byggir allan til- verurétt sinn á Jesú Kristi. Þegar eg heyri, eins og eg heyrði í sumar, hér í dómkirkjunni af einum mæt- asta manni þessarar stefnu jafn- ókristilegt tal og þetta: »Hafi Jesús ekki friðþægt fyrir mína synd og úthelt sínu blóði fyrir mig, vildi eg alveg eins vera afhrak allra manna, guðníðingur og glæpamaður, því að glötunin er mér jafnvís þótt eg reyni að lifa því fegursta og kristilegasta lífi, já þótt allir dáðust að guðrækni minni og dygðum«, — þá veit eg, að satt má ekki lengur kyrt liggja ef ekki á að brjála kristnu trúna fyrir öllum almenningi. Þessi kenning, sem bók frú Guð- rúnar hefir að hjámiði (ef ekki meg- inmiði) að halda að mönnum, er ekki bygð á kenningu Jesú, heldur fer beint í bága við hana. Hvernig hún er tilkomin — út i það skal ekki farið hér; en hinu verð eg stuttlega Jarðarför móður minnar, Guðrúnar S. Quðmundsdóttur, fer fram miðvikudaginn 26. þ. m., frá heimiii hinnar látnu, Lauga- veg 76, og hefst með húskveðju kl. ll'/2. Reykjavik 21. nóv. 1913. Carl Ólafsson. Jarðarför systur okkar, Oýrleifar sál. Guðmundsdóttur, fer fram frá Frikirkjunni mánudaginn 24. þ. m. kl. IIl/a f hád., og byrjar með huskveðju í Bergstaðastr. 45. Guðrún og Margrét Guðmundsdætur. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönn- um, að móðir min, Sigurbjörg Þorkelsdóttir, andaðist í Landakotsspítalanum 21. þ. m. Jarðarföiin fer fram frá spitalanum 27. þ. m., kl. IP/2 árd. Guðm. E. J. Guðmundsson bryggjusmiður. komið óvenjuvel frern í garð lands- manna, svo að hiklaust má segja, að enginn þeirra. er strandgæzlu hafa stjórnað hér. hafi getið sér betri orðstír. Árvakurs-ritstjórinn hr. Pétar Zophoní- usson hefir gert útgefanda sínum hr. L á r- usi, Kristjáni, Ingivaldi, Há- konarsyni Bjarnason, þann vonda bjarnargreiíTa, afl h'eypa einhverj- um yfirtaks misvitrnm nöglum að i dálka blaflsins undir fornafnastöfum útgefandans. K. I’o 1 K H. kalla þeir sig, — K. I., sem svarar til efri miðpartsins af nat'ni útgef. — fárast yfir þeirri goðgá, að nokkurir bæjarbúar þágu boð i Fálkannm um helg- ina. Að fara að gera það að »pólitisku núrneri* er svo skringilega naglalegt, að fá eru þess dtemi. En þar sem höf. er að geta þess til, að ritstj. Isafoldar mnni hafa »þakkað trakteringarnar 12. j ú n i « , — skal hann látinn vita, að þær traktering- ar hefir Isafold »þakkað« á sínum tima, eins og vera bar, og tekur þvi eng- um áminningum, i þvi efni frá neinum f á n a - 1 a 11 a með fánann á vör- unum, og »blátt og hvítt í barmin- u m « — en minna inni fyrir ! Enn broslegri en K. I. er þú K. H., sem reynir að gera áflog og ryskingar Dana og íslendinga »við skál«, að afar-hátlðlegu, pólitísku miskliðarefni: Danskur hnif- ur íislenzkuholdi — súer fyrir- sögnin. Hugsið yður, að i Khöfn kæmu fyrir áflog milli landa og Dana og landinn væri kendur og beitti hnífi. Ef svo kæmi grein í Khafnarblöðum daginn eftir með fyrir- sögn: Islandsk Kniv í dansk Ködl! Hvorttveggja er jafn-broslegt! Mjög nytsöm hugvekja er grein hr. Ólajs Gunnarssonar læknis i Isajold í dag. Viljum vér ráða öllum til að lesa hana með at- hygli, en eigi sízt foreldrum, sem bækluð börn eiga. að gera grein fyrir, hvernig hún fer í bága við kenningu Jesú, því að þess hefir almenningur ekki gert sér grein fremur en frúin. Sá guð, sem Jesú opinberar oss í allri kenningu sinni, í öllu lífi sínu og að síðustu t dauða sínum á krossinum, er mis- kunnsamur Jaðir. Hann er ckki orð- inn það sökum fórnardauða Jesú, heldur hefir hann verið það frá eilífð. Hann var það er hann í vísdóms- ráði sínu ályktaði, að senda son sinn í heiminn, hann var það þegar hann lét hann fæðast, hann var það þegar hann lét hann deyja á krossinum og hann er það enn fyrir sérhvern þann sem iðrast synda sinna og biður af hjarta fyrirgefningar. Einmitt þetta er sjálfur fagnaðarboðskapurinn, sem Jesú hefir flutt heiminum. Og svo ætti guðs miskunnsemi að vera því skilyrði bundin, að Jesús hafi full- nægt kröfum guðs endurgjaldanda réttlætis í vorn stað! Nei, Jesús hefir aldrei tæptað á öðru skilyrði fyrir fyrirgefningu guðs, en þessu gamalkunna huglæga (subjeetiva) skil- yrði: Takið sinnaskiftum og trúið fagnaðarerindinu! Þá, sem efast um að þetta sé rétt, vildi eg mega biðja ReykjaYlknr-annáll. Alþýðufræðslan. Árni Pálsson sagnfr.. endurtekur eriudi sitt um: verndnn íslenzk- unnar sérstaklega í skólunum, á morgun kl. 5. Er það gert samkv. áskorun margra m inna. Fisksalan. Skúli fógeti hefir nýlega selt afla sin í Englandi fyrir rúmar 8000 kr. Fundir í kvöld. Fiskifélagið heldur fund í kvöld kl. 8 í Bárubúð, og Fram aftur fund út af félagsmálum. Guðsþjónusta á morgun I dómkirkjunni kl. 12 síra Bjarni Jónssvn (altarisganga), kl. 5 sira Jóh. Þorkelsson. í frikirkjunni kl. 12 sira 01. 01. Jarðarför Eyólfs Jónssonar, hins myrta manns, fór fram i gær frá dómkirkjunni. Var hún all-fjölmenn, en mest kvenfólk. Sira Bjarni Jónsson dómkirkjnprestur tal- aði i kirkjnnni. Enginn fáni sást á stöng um allan bæ, og má það heita meira samúðarleysið. Leikhúsið. Vegna hins vonda veðurs hefir leikfélagið ákveðið að leika ekki í kvöld, heldur annað kvöld. Lýsisbræðslan í Örfirisey. Geir Zoiiga kanpm. hefir verið heimilað að bræða grút i Örfirisey til ársloka 1914 gegn 200 kr. árs-leigugjaldi — minst. Trú og heimili, hið nýja leikrit, sem Leikfél. Rvíkur leikur annað kvöld fyrsta sinni,er mjög áhrifamikill leiknr, er segir frá ofsóknnm þeim, er beitt var i byrjun gegn lúter8trúarmönnnm. Aðalhlutverkin leika Jens B. Waage, Helgi Helgason, Guðrún og Emilia Indriða- dætur, Jakob Möller, Árni Eiriksson og Herbert Sigmnndsson. En allir beztn leikendurnir sýna sig. Vatnssalernaskattur. Hann var færður úr 6 kr. niðnr i 2 kr. á siðasta bæjarstj.- fundi. ■ Alls konar íslenzk frimerki ný og gömul kaupir ætið hæsta verði Helgi Helgason, hjá Zimsen. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega.. Aígreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. um að lesa guðspjöllin með athygli og síðan athuga þessar spurningar mínar: Hvar minnist Jesús á hlut- læga (objectiva) friðþægingu í allri kenningu sinni svo sem skilyrði fyrir fyrirgefningu guðs? Hvar minnist hann á hana í frásögum þeim, er skýra frá því, hversu hann huggar mædda með fullvissunni um fyrir- gefning syndanna? Hvar er minst á hana í dæmisögunum um glataða soninn eða skulduga þjóninn? Hvers vegna kennir Jesús lærisveinum sín- um að biðja: »Fyrirgef oss vorar skuldir*, án þess að minna á nokk- urt annað skilyrði en hið huglæga (subjectiva), sem felst í þessu: »Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum«? Lg og allir nýguðfræð- ingar með mér munum ekki vera i vandræðum með svarið. En hvað segir frúin? »En-þá afneitið þið nýguðfræðing- ar krossi Krists« — kann einhver ef til vill að segja. Nei, við gerum það ekki. Kross Krists er hinn stór- feldasti virkileiki í veraldarsögunni fyrir trúaða nýguðfræðinga, engu sið- ur en fyrir gamalguðfræðinga. Þvi að þótt Jesús hafi hvergi talað um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.