Ísafold - 03.01.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.01.1914, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1J dol lar; borg- ist i'yrir miðjan júlí eilendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjópi s Ólafuir Björnsson. Talsimi 48. niinnnn«iin«niHiimiinmiinininn«iimini«n | Uppsögn (skrifl.) bundinvið áramót, | er ógild nema kom in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld laus við blaðið. lillll'«lili«illHlllHlllHllll«llilllill«lllHlllnnli>TÍ I XLI. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. jan. 1914. 1. tölublað Hér með eru þeir, sem eiga ógreidd árgjöld til veðdeildar Landsbankans, er féllu í gjalddaga 1. októbermán. siðastliðinn, ámintir um að greiða þau ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Stjórn Landsbankans. Erlendar símiregnir 1311111 Khöýn, i. jan. 1914. Frost í allri Norðurálju. Hríð og eignatjón. I. O. O F. i 5199. Alþýðnfól.bókasaln Templaras. 8 kl. 7— Angnlækninfc ókeypis i Lækjarg. 2 myd. 1 -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 13 8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og * -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—8 og > -7 Eyrna- nef- hAlslækn. ók. Anatnrstr.22 fstd • -8 íslandsbanki opinn 10—2V* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 iód. Alm. fundir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Gnósþj. 9 og 6 á hel> .im Landakotsspitali f. sjúkraviti. 11—1. Xandsbankinn 11-21/*, B1/*—61/*. Bankastj. I í 2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá ' 2 Landsféhiróir 10—2 og B—6. Landsskialasafnió hvern virkan dag kl. iJ 2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknin? ókeypis'Austurstr. 22 þd.ogfsd. 12 -1 Náttúrugripasaf niö ©pið l1/*—21/* á sunm d, Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglengt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2 -8 Vífilstaðahælið. Heimsóki.a.rtimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið sd, þd. fmd. 12—2, Nýja Bié sýnir á morgun og næstu kvöld: hiðja síórveldið. Sjónleikur í 3 þáttum. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval i bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisverði eru Bostanjoclo cigarettur seldai í tóbaksverzlun R. R. L%sví. Veröið er langt fyrir neö- an það, sem áður hefir þekst. Magnús Th. S. Blöndahl. Skrifstofa og sýnishornasafn. Lækjargata 6 B (uppi). Selur að eins kaupmönnum og kaupfélögurn. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondinle og Nr. 3 eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá þvi. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levís tóbak-sverzlunum. Sigfús Blöndahl Rödingsmarbt 57, Hamburg 11. lnn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Slmnefní : Blöndahl.5’— Hambnrg. Eimskipafélagið. 17. janúar — að réttum hálfum mánuði liðnum — verður væntan- lega stofnað endanlega Eimskipafélag Islands. Dagurinn 17. janúar verður þar með ritaður á söguspjöld okkar ungu þjóðar, sem á styttri sögu flest- um öðrum þjóðum, og færri daga skráða á söguspjöldin. Það var um þetta leyti fyrir ári síðan, að menn fengu að vita um samninginn góða, sem var gerður siðast við Sameinaða félagið, og það var um þetta leyti, sem sá fornvin- ur vor íslendinga flutti oss sem ný- ársgjöf hækkuðu fargjöldin og flutn- ingsgjöldin. Eins og von var á, var urgur i mönnnm alment. Menn töluðu um sín á milli, að nú þyrfti að hefjast handa, nú yrðum við að gera eitt- hvað. Fjölmennur fundur var hald- inn i Stúdentafélaginu nm málið. Ræður ypru margar og hneygðust allar að þeirri spurningu: Hvenær eigum vér sjálfir að taka í vorar hendur þessar samgöngur ? Og öll- um bar saman um, að þá fyrst kæm- ist lag á það mál, er vér tækjum sjálfir siglingarnar. Þá var það, að kaupmaðnr einn hér í bænum stóð upp og skýrði fundinum frá þvi, að nokkrir menn hér í bænum hefðu þegar um nokk- urn tíma haft með höndum undir- búning að stofn; n ís'enzks eimskipa- félags, og vænta mætti þá bráðlega, að almenningi yrði gerður kostur á hluttöku í slíku félagi. Óhætt mun að segja, að tíðind- um þessum hafi alment verið tekið með fögnuði, enda hefir reynslan sýnt síðan, að ekki var að eins fögn- nður almennings yfir þvi að málinu var hreyft, heldur og alvaia á bak við, alvara, sem kom fram er til pyngjunnar átti að taka til fyrirtæk- isins. í marzlok, eða fyrir þrem árs- fjórðungum síðan, birtist svo hluta- útboð frá 60 borgurum bæjarins af öllum stéttum, flestum af þeirri stétt- inni, sem málið lá næst, kaupmanna- stéttinni. Útbjóðendur höfðu kosið sér bráða- birgðastjórn 7 manna, sem siðan hefir annast hlutasöfnun og annan undirbúning málsins. Málinu var hvervetna vel tekið. Þegar tók að safnast hlutafé. Og brátt kom það í ljós, að áhuginn fyrir málefninu var engu síðri hjá smælingjunum en þeim efnaðri. Fátækir einyrkjar, daglaunamenn, iðnaðarmenn, sjómenn — og jafnvel ungir drengir — allir vildu þeir leggja sinn skerf, þótt eigi væri nema 25 krónur. Bræður vorir og landar í Vestur- heimi tóku málinu mjög vel og vildu til þess leggja fé af rækt við sína gömlu móður. Þeir sendu nokkra af hinum beztu mönnum sinum heim í sumar og fólu þeim að kynna sér málið. Þegar vestur kom, lögðu þeir vel með málinu við landa vora vestra. Nú hafa þeir sent fulltrúa sinn hingað til að mæta fyrir sina hönd á stofnfuudinum 17. þ. m. Alþingi gerði sitt. Það hét félag- inu landssjóðstyrk og bauð því mjög myndarlega hlnttöku i félaginu af landssjóðs hálfu, ef strandferðir væru teknar með. Nú er svo komið málum, að hér á landi hefir þegar safnast i loforð- um rúm 320.000 krónur, eða að eins sjöttung vant í þá upphæð, sem talið var í byrjun að til fyrirtækis- ins þyrfti. Flestir töldu ókleift með öllu að safna hér á landi þeirri fúlgu allri, 385 þús. krónum; margir töldu barnaskap að hugsa sér, að nokkuð gæti safnast hér í áttina til slíkrar upphæðar. En þetta langt erum við komnir. Og enn vantar algerlega fréttir frá einstöku safnanda og frá nokkuð mörgum fréttir um hvað við hafi bæzt, síðan þeir áður sendu tilkynn- ingar stnar um söfnunina. En svo mun vera, að hjá allflestum hefir bæzt eitthvað við. Enn er hálfur mánuður til stofn- fundar. Vér getum eigi varist þeirri hugsun, að pá vœri Jyrst vel, ej vér Islendingar, sem á Islandi húurn, gœt- utn náð pví að leggja til upphaðina, er upprunalcga var áœtluð. Ráð mun fyrir gert að hafa skipin betri og vandaðri en upphaflega var áformað. Fer því eigi hjá því, að upphæðin, sem féiagið þarf, verði nokkuð hærri. Því sirfnast aldrei of mikið og mun koma sér vel hlut- takan, sem væntanleg er frá Vestur- íslendingum. Það getur og, ef tals- vert verður að mun, sem ekki er kunnugt um enn, hjálpað félaginu um svo afar-æskilega skipabót sem lojtskeyti, og auk þess grynt á þvi, sem taka þarf að láni, og þar með treyst enn betur grundvöll félagsins. EJ að við gætum lagt upphæðina, 385 þús., fram hér á landi, þá væri vel gert. Það or liægt, enn þA. A vantar 60—65 þús. krónur. Það eru 5 krónur á hvern mann í Reykjavík eða einn 25 króna hlutur á 3. hvern mann, eða á hvert meðal heimili. Vitaskuld eru heimilin mörg, sem engan hlut eru fær um að taka. En hin eru lika mörg, sem geta það, en eiga það eftir. Og þau eru líka mörg, sem geta batt við sig. Og heyrt höfum vér sagt, að enn séu eftir nokkrir kaupmenn og em- bættismenn, sem geta tekið marga hluti, fyrir hundruð eða jafnvel þús- undir króna, en eiga þnð ógert eða hafa að eins skrifað sig fyrir lítil- ræði einu. Reykvikingar og pið aðrir Islending- ar, sem tœkifœri eigið á, sýnið mí pað sómastrik, að enda happaleið pessa pjóð- prijamáls með pví að jylla tóluna 384 púsund krónur jyrir 17. janúar. Þið getið pað, ej pið viljið. Vikið hefir verið að því, að mikii þörf sé á að vanda sem bezt stjórnar valið fyrir félagið. Það er meira en rétt, að þ.ið er eitt af lífsskilyrðum félagsins, að sem bezt sé vandað til stjórnarinnar. Hana þurfa að skipa menn, sem eru ötulir, áreiðanlegir, vandaðir og með glöggu auga fyrir umsýslu. — Ættu menn að hugsa það mál sem rækilegast. Væri ekki úr vegi að skotið væri á almennum fundi með- al hluthafa hér í bæ, fyrir stofnfund, til að ræða það mál. Gætu menn þar stungið upp á mönnum og heyrt undirtektir hluthafa. Það gæti og orðið til þess, að stjórnarkosning tækist betur þegar til stofnfundar kæmi, atkvæði dreifðust síður. Ætti þetta að mega takast æsingalaust með öllu. Mál þetta hefir til þessa synt óskaddað framhjá ölium skerj- um æsinga- og stjórnmálasundur- þykkis, og mun eflaust gera héreftir sem hingað til. Ingólfshúsiö. Dregið var um Ingólfshúsið 2. jan. i bæjarþingstofunni hér. Voru þar ýmsir menn viðstaddir, þeir er húsið vildu gjarnan hreppa. Dregið var út númer 8665, og var þá ýms- um getum leitt að því, hver mundi eiga kofann. Síðar um daginn frétt- ist það. Var það þá biskup Þór- hallur Bjarnarson, sem happið hlaut. Innbr o tsþj ófn aður. Það fer að verða ófrávíkjanleg regla, að innbrot og gripdeildir séu hér um áramótin. Hefir víða verið farið inn í hús og búðir, en gripir og peningar hafa horfið. Á nýárs- kvöid urðu tveir strákar uppvísir að því að gera tilraun til þess að brjót- ast inn í Smjörhúsið i Hafnarstræti. Var þar fyrir stúlka einmana og gengu fuglarnir úr greipum hennar áður en hún gæti náð í lögregluna. í Klúbbhúsið gamla, þar sem nú er Lækjartorgsbazarinn, var brotist inn á tveim stöðum og stolið þaðan peningum þeim er þar voru, en það var nær 20 kr. ísland í augum Svía. í ferðasögu sinni frá íslandi seg- ir listamaðurinn sænski, Albert Eng- ström, á einum stað svo: >ísland á enn þá engan listamann með fjandann i búknum. Útlend- ingum getur virst það undarlegt, að slíkt land skuli ekki hafa borið einn Michel Angelo eða marga af því tagi. En Islendingar.hafa bersýnilega ekki uppgötvað land sitt enn þá, hafa ekki Iært að gagnhrífast nægilega af hinni voldugu, stórfenglegu fegurð þess. Eg held líka að ættjarðarást þeirra eigi enn minni rætur í sögunni. En þegar þeir einu sinni hafa uppgötv- að Evrópu, munu þeir snúa aftur heim með gleði, þakklæti og stoltí, og heimurinn mun fá að sjá list — I Vér sjáum einnig að nútíða skáld þeirra eru ekki enn farin að slíilja hið ómetanlega verðmæti fegurðar, sem landið hefir að geyma. Að vísu elska þau, en framsetningin á ást þeirra er hversdagsleg, viðkvæm, leiðinleg upptalning á jarðfræðisleg- um einkennum, veðurlagsafleiðing- um, áhrifum sólar, tungls, lofts, vatns og íss, hlutir, sem bragarbræður þeirra suður i Evrópu leika fram uppi í hanabjálkakitrum sínum, með út- sýni yfir verksmiðjureykháfa — og leika mun betur fram. En látum oss vona að þetta breyt- ist, er samgöngur við umheiminn aukast, er. þau fara að umgangast aðra náttúru og önnur skáld. Þá mun heimurinn fá að sjá fagr- an skáldskap, poesi —--------1« Engström ferðaðist hér sumarið 1911, en bók hans kom út í haust. Henni hefir veri vel tekið í Svíþjóð, svo sem vænta mátti, því höfundur- inn er vel þektur, enda er bókin með afburðum skemtilega skrifuð. Hún er gefin út af E. Lundquists bok- förlag, hinum sama sem gefur út »Strix«, blað Engströms. Ytri frá- gangur bókarinnar er hinn snyrti- legasti og margar myndir í henni, eftir ljósmyndum og teikningum eft- ir höf. Er ekki ólíklegt að margan íslending fýsi að lesa þessa áreiðan- lega langskemtilegustu ferðasögu frá íslandi. A. A. Símfréttir. Akureyri 1. jan., kl. 6 síðd. Stórkostlegur bruni. í gærkvöldi kviknaði í símastöðinni og pósthúsinu á Siglufirði. Það hús var áður barnaskóli. Brann það upp til kaldra kola og varð engu bjargað af reikninguin eða áhöldum. Óvíst er um upptök eldsius með öllu. Símstöðvarstjóri er Jósef Blöndal. Skaðinn, sem landsíminn hefir beðið, er eigi minni en 2000 krónur. Patreksfirði i gar kl. 6 síðd. Skipshrakningar. Hingað kom í dag botnvörpuskip brezkt, Emeralde frá Grimsby, brot- ið mjög í báðum hliðum. Hafði skipið verið við veiðar fyrir Vestur-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.