Ísafold - 03.01.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.01.1914, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD landi og lent í ís. Skipið er lekt Og bíður yiðgerðar- Páll. Is kvað nú vera nær landfastur við Bolungarvík. Afli dágóður þeg- ar á sjó gefur. -------------------- Leikmót alls landsins 1914. Það verður í Reykjavik, og ráðgert að hefjist 17. júní. Samband U. M. F. í. gengst fyrir því, eins og 1911. ' Þeir einir eiga þar þátttökurétt, sem eru í félagi, er íþróttir hefir með höndum, þó menn úr þeim félögum einum, sem eru i í. S. í (íþrótta- sambandi íslands). Leikreglum í. S. í. verður fylgt að öllu, og leikmótið háð undir þess yfir-umsjón. Forstöðu- og undirbúningsnefnd er skipuð þessum mönnum: Birni Jak- obssyni, sem er formaður, Areboe Clausen, Agli Guttormssyni, Guðm. Kr. Guðmundssyni og Guðbrandi Magnússyni. Leikreglur allar og annað það, er menn þurfa að vita við iþróttaiðkanir undir leikmótið, verður sent íþrótta- og Ungmennafélögum þegar er þau plögg verða fullgerð. Þá verður einnig sagt frá þvi, hvar og með hverjum kjörum menn geti fengið nauðsynleg íþróttatæki. Lagt verður kapp á að fá lækkuð fargjöld með skipum fyrir alla íþrótta- menn, er keppa á mótinu, og að koma. Töluverður þróttur var í leikmót- inu 1911. Þar voru að leikum alt að hundrað manns, karlar og konur. Og táp og fjör var í þessu fólki, enda erum við íslendingar alls ekki illa farnir líkamlega, og getum náð okk- ur fljótt, ef við að eins viljum, náð okkur svo, að við þar verðum í engu eftirbátar þeirra þjóða, sem lengst eru á veg komnar um líkamlega at- gjörfi. Siðan eru þrjú ár, og altaf verið haldið í þá áttina, að fá sem flesta til að leggja stund á hollan og fagr- an ieik. í sumar eigum við að gera skilagrein, láta á sjá, hvort heilræði og hvatningar hafa orðið að tilætluð- um notum. Stórt spor hefir verið stigið i rétta átt á þessum árum, Iþróttasamband íslands stofnað I Allir íþróttavinir verða að vinna saman, til þess að sem mestu verði áorkað. Og því verðnr ekki betur náð með öðru en félagsskap. Þaðan koma svo fyrir- mæli um það, hverjar íþróttir séu nytsamar og hvernig eigi að fara að um hverja þeirra. Allir fara að sömu reglum, fara eins að, og þá kemur samanburður á leikmótum að fullum notum, en samanburður og samkepni fleyta hér lengst, eins og annarstaðar. Það mörg félög eru þegar gengin í 1. S. 1, að sjálfsagt er 'óllutn félög- um í það að ganga, sem iþróttir hafa með höndum, því að reglur þess eru strangar, mönnum innan og utan sambandsins ekki leyft að vera sam- an að opinberum leik. Hingað til er eins og hálfgert hik hafi verið á um alla ij>róttastarf- semi í landinu. Enda eðlilegt. Heilbrigðar skoðanir eru oftast lengi á leiðinni, — langur tími frá því að þær lögðu af stað, og þang- að til að allir höfðu aðhylst þær. Og þannig er þvi farið hér. En úr þessu má það ekki dragast lengi, að menn láti sér skiljast það, að drengilegur leikur og holl líkams- æfing eru leið, sem öllum er fær, til þess að gera sér sterkan þátt í heil- brigða sál og hraustan líkama: sœlla líj! Við höfum tvívegis sent menn á alheimsleikmót, Ólympíuleikana. Höldum þvi áfram. En sé þjóðinni allri það eigi al- vara, að láta það, sem þeir menn áorka, vera sem sannasta mynd af því, sem alment er heima fyrír, þá eru það að eins ljót látalæti og skrum. Guðbrandur Magnusson. Verzlunarskólinn. í tilefni af deilum þeim, sem urðu í Verzlunarskóla íslands milli skóla- stjóra og pilta, hafa skólastjóranum, hr. Ólafi G. Eyólfssyni, borist eftir- farandi - samúðarskeyti: Kaupm.höfn, 15. des. 9.50. Innileg samúðarkveðja. Kær þökk fyrir ágæta kenslu og framkomu frá skólaárunum. Björgólfur Stefánsson. Guðm. Guðmundsson. ísafjörður, 24. des. i2,45. Um leið og við undirritaðir, fyrr- um nemendur Verzlunarskólans, óskum yður og fjölskyldu yðar gleðilegra jóla og hamingju á kom- andi ári, viljum við, út af uppþoti því, er varð í Verzlunarskólanum fyrir skemstu af hálfu nemenda, ekki láta hjá liða að votta yður al- úðarþakkir fyrir vel unnið starf við skólann, og lýsa fullu trausti á yður sem kennara og skólastjóra Verzlun- arskólans. — Mætti skólinn sem lengst njóta yðar. ísafirði: Jón S. Edwald Elías J. Pálsson Guðm. Bjarnarson, Hólmavík Stefán Sigurðsson, Aðalvík Gísli H. Sigurðsson, Súðavik Tómas Brandss. Sigurjón Sigurðss. Grímur Jónsson Sigmundur Jónsson, Þingeyri Oddur Guðmundsson, Bolungarvik Hnifsdal: Þorvaldur Sigurðsson Valdimar Vaidimarsson Guðmundur Salómonsson. Suðureyri: Kr. A. Kristjánsson. Hesteyri: Kristín Þorvaldsdóttir Ingibjörg S. Guðbjartsdóttir. Þakklæti sendi eg öllum þeim, sem gáfu í jólapotta »Hjálpræðishersins«. Inn komu 266 krónur og 56 aurar og voru þær í þessum myntum: 171 eineyringar, 1070 tvíeyringar, 524 fimmeyringar, 415 tíeyringar, 229 tuttugu og fimmeyringar, 23 fimtíu- eyringar, 58 krónupeningar, 14 tveggja krónupeningar og 4 fimmkrónuseðlar — eftir þessu voru gjafirnar smáar en margar — samt höfum við enn- þá sönnun fyrir því að góður vilji dragi stórt hlass. Eins og áður hef- ir verið skýrt frá, voru haldnar jóla- hátiðir fyrir milli 4—500 fullorðna og börn og voru nokkrar krónur gefnar í peningum til fátæklinga. Vér látum þakklæti þiggjanda halda áfram til þeirra sem létu gjafirnar af hendi rakna. Gleðilegt nýar. N. Edelbo stabskapt. Nýárssundið. Það var þreytt nú í fimta skifti, kappsundið um »Nýársbikar Grettis«. Erlingur Pálsson hafði unnið bik- arinn tvisvar, 1912 og 1913. Þótti það auðsætt flestum mönnum, að hann mundi ekki heldur láta dýr- gripinn sér úr greipum ganga í þetta skifti, enda varð og sú raunin á. Lagðist hann 50 stikurnar á 33 Vb sekúndum, en það er hið hraðasta sund, sem menn vita dæmi til hér á landi. Til samanburðar má geta þeSs, að árið 1912 svam Erlingur þessa vegarlengd á 37 sek- úndum og árið 1913 á 38 */4 sek- úndum. Stefán Ólafsson, sá er bik- arinn vann fyrstu tvö árin, svam 50 stikurnar á 46 sekúndum árið 1910 og árið 1911 á 42 sekúndum. Næstur Erlingi gekk Sigúrjón Sigurðsson 45 a/5 sek., þá Stein- grímur bróðir Erlings 4 5 8/s sek., þá Sigurður Gíslason 46 sek., Jón Jónsson 57 sek. og Guðmundur Pétursson 59 sekúndur. Að loknu sundinu mælti dr. Helgi Péturss nokkur orð til áhorfenda og afhenti sigurvegaranum bikarinn til æfinlegrar eignar, því svo hafði gef- andi umjmælt, að sá, er bikarinn ynni þrem sinnum í röð, skyldi réttmæt- ur eigandi hans. Guðjón hefir þegai heitið því að gefa annan bikar, sem þá verður kept um í fyrsta sinn næsta nýjárs- dag. Erlingur fer utan á sumri komanda til þess að nema sundíþróttir af fær- ustu sundmönnum Breta. Veitti al- þingi íþróttasambandi íslands styrk i því skyni, og er því fé sizt á glæ kastað, sem veitt er til þess að styrkja efnilega iþróttámenn. En af Erlingi er mikils góðs að vænta. Skáldalaun. Hannes Hafstein hefir jafnan verið einlægur og ötull stuðningsmaður skáldanna á alþingi er um skáldalaun hefir verið að ræða. Að líkindum hefir honum þótt alþingi síðast skera um of við nögl sér það, sem það veitti í skáldalaun tveim höfuðskáld- um vorum — og máske fleirum. Eg hefi frétt, að hann hafi nú um nýárið bætt þeim Einari Hjörletfssyni og Guðmundi Magnússyni upp ná- nasarskap þingsins. Hafi gert Einar að meðritstjóra Lögréttu með föst- um launum, en Guðmund að aðstoð- armanni á 3. skrifstofu stjórnarráðs- ins í stað Þorsteins Þorsteinssonar cand. polit., sem tekur við forstöðu Hagstofunnar nú uni nýárið. Hvort satt er um Einar veil eg eigi með vissu, en í fyrsta blaði Lögréttu eftir nýárið eru tvær grein- ar með undirskrift »Skalla-Gríms« og bera þær heldur með sér að höfundur vilji láta menn skilja, að hann sé ekki óviðriðinn »stórskota- lið sannleikans«, sem Einar hefir jafnan viljað telja sig til. Enda leynir' sér tæplega fiskurinn undir steininum. Hitt er áreiðanlegt, að Guðmund- ur er settur á 3, skrifstofu stjórnar- ráðsins. Hann kom þar nú um ný- árið, alveg flatt upp á skrifstofu- stjóra og landritara, að því er sagt er. — Það er fyrsta afleiðingin af því að flytja Hagfræðina úr stjórnarráð- inu. Já, margt er gott um blessuð skáldin — og það ekki sízt hve ójeitnin skáldin eru, hvort sem þau eru hátt eða lágt i mannfélagsstig- anum. Leirskáld. Fundargerð Dagana 7. og 8. nóv. 1913 var á Flateyri í Önundarfirði haldinn 15. þing og hóraðsmálafundur Vestur-ísa- fjarðars/slu. Mættir voru 13 fulltrúar, úr öllum hreppum sýslunnar. Fund- arstjóri var kosinn: hreppstj. Guðm. Á Eiríksson, varafundarstj. alþingism. Matth. Ólafsson og ritari síra Böðvar Bjarnason. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Stjórnarskrármál. Svo hljóðandi tillaga samþ. í einu hljóði: Fundurinn aðhyllist stjórnarskrárbreytingu síðasta þings og álítur, að þá eina eigi að kjósa til alþingis, er lofa að greiða henni atkvæði óbreyttri. 2. • Samgöngumál. Þessar tillögur samþyktar: a) Jafnframt og fundurinn skorar á hóraðsbúa að styðja Eimskipafólag íslands með sem ríflegustum hluta kaupum, vill hann beina þsirri áskor- un til hreppsnefnda og bæjarstjórna, að íhuga, hvort þær eigi sjái hreppun- um og bæjunum, sem sveitarfólögum, fært að taka hluti f Eimskipafólaginu, og 8Ó svo, þá að styðja fólagið á þann hátt. b. ) Fundurinn skorar á kaupmenn landsins og kaupfólög að styðja Eim- skipafólag íslands einnig með því að láta það sitja fyrir flutningum þegar að því kemur. c. ) Fundurinn álítur, að ekki só, enn sem komið er, heppilegt að landsjóður leggi fó til hinnar fyrirhuguðu járn- brautarlagningar. 3. Fiskiveiðamál. í því máli samþ. svohljóðandi tillaga. Að gefnu tilefni leyfir fundurinn sór að skora á þing og stjórn að taka til rækilegrar íhug- uuar hvernig tryggja megi seut bezt líf sjómanna á vólarbátum og opnum bátum, og vill benda á, að þeir einir ættu að geta fengið leyfi til formensku, sem að vitni tveggja valiukunnra for- manna, sem hafa haft formensku á hendi um ákveðinn tíma, álítast færir um, hvað gætni og sjómenskuhæfileika snertir, að hafa á hendi jafn-vandasam- an og ábyrgðarmikinn starfa. 4. Stefnur og horfur. Samþykt í einu hljóði svo hljóðandi tillaga: Fundurinn lýsir fylgi sínu við stjórn- málastefnu þá i sé^málum landsins, sem kemur fram i ávarpi frá stjórn sjálfstœðisflokksins i síðastl. okt., og skorar á alþingiskjósendur að styðja þau ein þingmannsefni, sem fylgja þeirri stefnu, og tekur jafnframt fram, að hann álítur að ekki eigi að hreyfa sambandsmálinu, meðan ekki vænlegri horfur en nú eru á því, að viðunandi sambandslög fáist. 5. Tollmál og skattamál. Samþykt svo hljóðandi tiilaga: Futtdurinn er hiyntur skattalaga frumvarpi skattamálanefndarinnar og álítur yfir höfuð beina skatta eðlilegri en óbeina. 6. Almenn lífsábyrgð: Fundurinn skorar á stjórnina að undirbúa sem fyrst og leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um stofnun almenns iífsábyrgð- arsjóðs, og só ölium tvítugum körlum og konum gert að skyldu að vátryggja lif sitt fyrir hæfilega lága upphæð. Tillagan samþykt. 7. Lánsstofnun. Svohljóðandi til- laga samþ.: Fundurinn telur nauðsyn- legt að næsta alþingi breyti lögum um hina 4. veðdeild Landsbankans þannig, að meira verði lánað út á jarðeignir en þessi lög ákveða, samanborið við virð- ingarverð. 8. Tóbaksnautn. Samþ. eftirfarandi tillögur, sú fyrri með 6 atkv. mót 2, sú síðari f einu hljóði: a) Enda þótt fundurinn telji tóbaks- nautn unglinga mjög skaðlega, álitur hann sölubannsaðferðina óheppilega, tel- ur heppilegra að auka fræðslu á skað- semi tóbaksins. b) Fundurinn telur æskilegt, að upp só tekin í barnaskólum fræðsla um skaðsemi tóbaksnautnar. 9. Vitamál. Samþ. svohljóðandi til- laga: Fundurinn skorar á landstjórn- ina að láta rannsaka vitastæði á svæð- inu frá Stigahlið til Kópaness. 10. Breyting fundartíma: Fundur- inn ályktar að flytja fundartímann til tímabilsins frá 15. febr. til 15. marz. Skrifsfofa Eimskipaféíags Ísíands Austurstræti 7. Opin dagíega kl. 5—7. Talsími 409. 11. Sími til Súgandafjarðar. Samþ. svohljóðandi tillögur: a) Fundurinn skorar á sítnastjórn- ina að leggja símalínu til Súgandafjarð- ar hið allra bráðasta. b) Fundurinn skorar á sýslunefnd Vestur-ísafjarðarsýslu, að leggja af sýslufó til símalínu til Súgandafjarðar það, sem símastjórnin á sínum tíma kann að gera kröfu til, sem tillag ann- arstaðar frá. 12. Hafnarstæði. Fundurinn skor- ar á landstjórnina að láta mæla Súg- andafjörð upp og ákveða hafnarstæði þar ; samþykt. 13. Iðjuleysi og óvirðing fyrir vinnur Fundurinn telúr æskilegt, að virðing fyrir líkamlegri vinnu væri sem bezt brýnd fyrir börnum og unglingum við allar menningarstofnanir Iandsins, og væntir að kennarafundir taki málið til rækilegrar íhugunar. Samþykt í einu hljóði. 14. Fánamál. Svohljóðandi tiliaga samþykt með 11 : 2 atkv. að viðhöfðu nafnakalli: Fundurinn skorar á auka- þingið aðsamþykkja fánalögfyrir ísland. 15. Alþingiskosningar: Fundurinn mótmælir harðlega því gerræði, sem héraðsbúar hór í kjördæminu vorui beittir við síðustu alþingiskosningar, með þv/ að láta flytja atkvæðakassana og telja upp atkvæði í öðru kjördæmi, og skorar á stjórnina að láta ekki slíkt koma fyrir aftur; en verði það endur- tekið að ráði stjórnarinnar, þá skorar fundurinn á þingmanninn að fytja van- traustsyfirlýsingu til ráðherra út af því. Tillagan samþ. í e. hlj. 16. Fræðslumál. Svo hljóðandi til- laga samþ.: Fundurinn skorar á þing- ið að breyta fræðslulögunum þannig, að hver hreppur só sameiginlegt skóla- og fræðsluhórað, þannig að allur fjár- hagur só sameiginlegur, og að eins ein 5 manna fræðsiunefnd í hreppi, kosin þannig, að hreppsnefnd kýs 2, en al- mennur sveitarfundur 3. Svo sem fundarsköp mæla fyrir, fóru fram tvær umræður um hvert mál og úrslita atkvæðagreiðsla að lokinni síðari rmræðu. Að lokinni síðari umræðu um 8. Tóbaksnautn. Samþ. svo hljóð- andi tillaga: Fundurinn beinir þeirrr ósk til barnakeunara landsins, að þeir, jafnframt því með fræðslu og öðrum ráðum að leitast við að sporna á móti tóbaksnautn barna og ungliuga, leggi alvarlega stund á að afnema sína eig- in tóbaksnautn, og gefa þannig nem- endum sitt eigið eftirdæmi. Til að boða til næsta fundar var kosinn hreppstj. Jóhannes Ólafsson á Þingeyri. Til að birta útdrátt úr fundargerð- inni kosnir : alþingism. Matth. Ólafsson og prófastur Þórður Ólafsson. Fleira eigi tekið fyrir. Fundi sitið- Guðm. A. Eiríksson. Böðvar Bjarnason, ---- ----------------------------- ,Járnbrautarmálið ogminnihlutinn* Leiðrétting. Prentviilur hafa nokkrar orðið, er ináli breyta: í fyrra blaðinu : 1. d.: þorra f. þeirra héraða, 2. d. efst tvisvar: hvar f. hver, sama d. neðst: ritningin f. setningin, 3. d. ofarlega: uppfylst, áður f. uppfylt áður, 4. d. neðarl.: alt 9 f. alt að 9, 5. d. oft f. hve mikið afl má leysa úr læð- ing, sama d.: vera f. hlýtur að verka mest, sama d. neðarl.: -leysið f. mjólkur- markaðsíaptd, við tvo kafla, sem teknir ern upp úr minnihluta álitinu, i 2. og 3- d., vantar npptaksmerkið (»«). í síðara blaðinu, bls. 405 3. d.: býlum fjölgar, fleiri ækis- f. öífum fjölgar fleir. œkissvagnar, 4. d. efst: sveium f. sveitum sama d. neðanmáls: þeirri f. fyrri skoð- un hans. Fallið hafa orð úr handritinu i fyrri kaflanum, en ekki breytir það máli. B. B.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.