Ísafold - 07.01.1914, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.01.1914, Blaðsíða 4
8 I SAFOLD aé ÍilRynnist ndr msó Rcióruóum viósRifíavinum, aé vár Rœtíum aé saífa sícinoíiu á Brúsum, þcgar Jrá 1. Janúar þcgar vár íöRum vié stcinoliuvarzlun~ inni. dtcyRjaviR, 31. écsör. 1913. Hið íslenzka steinolíuhiutafélag. J>ola bezt vætu, slokna glóðarlaust, eru því öllum öðrum betri. Aktietændstikfabriken Köbenhavn. Verzlunaratvinna. 2 vanir og reglusamir verzlunarmenn geta fengið fasta stöðu frá x. apríl næstkomandi, annar við afgreiðslu í sölubúð, en hinn við utan- búðarstörf. Eiginhandar umsóknir sendist undirrituðum fyrir i. febr. næstk. ásamt meðmælurn frá fyrverandi húsbændum. I umsókninni sé tekið fram, hvaða kaups krafist sé. Reyðarfirði 23. nóvember 1913. R Johansen. P R « M A SIKKERHEÐS TÆNDSTiKKER AKTIETÆNDSTIKFABRIK: ..6L0DEFRI” K0BENHAVN. ' Það yrði þá lögmál, og vér værum þrælar; vér yrðum að trúa því. Hér við bætist svo mikilvæg stað reynd, sem sízt er nægilega gaumur gefinn. Sé guð sá, er heiminum stjórnar og viðburðum sögunnar, þá hlýtur insti kjarninn í andlegu lífi hvaða tímabils sem er, að vera guð- dómlegur sannleiki, hve mikið sem kann að hafa hlaðist utanum hann af mannlegum ósannindum. I and- legu lifi, hvaða tímabils sem er, hrærast guðdómlegar hugsanir, sem heimta og eiga heimting á að kom- ast fram i dagsbirtuna. Þessar hugs- anir eru í ætt við fagnaðarerindið, af því að þær eru guðs hugsanir. Þær eru áframhaldandi opinberun hans öld eftir öld. Því er kirkjunni skylt að gefa gaum að þeim, tileinka sér þær, hreinsa þær af ósannindum þeim, sem utan um þær hafa hlað ist og láta þær renna saman við fagnaðarerindið Með þeim hætti verður timinn kristilegur og kristin- dómurinn tímabær. Sé nú þetta rétt, er sízt ástæða til að furða sig á, að slikt djúp er staðfest milli þess, sem vér höfum kallað »gömlu trúna* og »andlegt iif á vorum tímum*. Þetta djúp er nauðsynleg og eðlileg afleiðing þróunarinnar. Það sem vér nefn- um »gömlu trúna«, á rót sína að rekja til utnliðinna tíma. Hún er það sem kristnir menn 16. og 17. aldar fundu í fagnaðarerindinu og hafa gert grein fyrir í játningarrit- um og kenningarkerfum. í því er mikið af hreinu gulli) setn hverju eftirfarandi tímabili er skylt að færa sér í nyt. En hið andlega líf vort hefir tekið gagngerðum umskiftum síðan. Þessi umskifti ná einnig til trúmálannt. Trúarlegu spurningarn- ar eru öðru vísi sniðnar nú en þá. Trúarþörf mannsins veit nú öðru vísi en þá, hvað til síns rriðar heyr- ir. Trúarhugsunin hefir rutt sér nýjar brautir. Þess vegna getur sú boðun fagnaðarerindisins, sem í að- alatriðunum flytur oss guðfræði 16. og 17. aldarinnar, með engu móti fullnægt mönnum á vorum timum. Eigi þeir réttilega að dragast að fagn- aðarerindinu, verður að flytja þeim það á þá leið, er bezt samsvaiar því, hvernig þeir sjálfir hugsa, skynja og tala. Verkefni kirkjunnar á vorum tímum er ekki það, að endurfram- leiða »trú« og kenningu liðinna tíma. Verkefni hennar er að sökkva sér niður í fagnaðarerindið, tileinka sér fjársjóði þá, sem þar eru fólgn- ir, og gera grein þeirra með hlið- sjón á andlegu lífi vorra tíma. Þetta verkefni fær kirkja vorra tima ekki af hendi leyst, nema hún njóti til þess aðstoðar guðfræðinnar. Með aðstoð sinna tíma guðfræði, tókst fornkirkjunni, miðaldakirkjunni og elztu kirkju mótmælenda að flytja samtíð sinni fagnaðarerindið i þeim búningi, er bezt átti við and- legt líf hennar. Guðfræðin hefir ávalt verið »ný« (»modern«) þ. e. hún hefir ávalt starfað í fullri sam- kend við gervalt hið andlega líf timans. Með þvi hefir hún stutt kirkjuna i þeirri viðleitni hennar, að flytja mönnum hvers tímabils fagn- aðarerindið, eins og sá timi þurfti þess með og gat veitt því viðtöku. Á þessu ríður einnig á vorum tím- um. Kirkjan parfnast nýrrar quð- ýrœði. Frh. (J. H. þýddi). a Hesta-innflntniugnr til Bretlands. Nú er búið að nema úr gildi malleinrannsókn á hestum í Bretlandi, sem þar var lögleidd árið 1912, eins og skýrt var frá þá hér í blaðinu. Um það mál segist Lögbirtingi svo frá þ. 2. jan.: Með lögum frá 1912 var bannað- ur innflutningur hesta til Bretlands, nema til þess fengist sérstakt leyfi í hvert skifti, og hestarnir væru rann- sakaðir við landtökuna með malleini. Nú eru lög þessi afnumin, og önnur komin í staðinn, er gengu í gildi 1. okt. síðastliðinn. Með þeim lögum er leyfður óhindr aður innflutningur, en fylgja skal hestunum dýralæknisvottorð um, að þeir hafi ekki nein einkenni eftir farandi sjúkdóma: Glanders (inclu- ding farcy) [sníf], epizootic lymphan- gitis [næm vessaæðabólga], ulcerative lymphangitis [næm vessaæðabólga með átusárum], dourine [uæm kyn- færasýki], horse-pox [hestabóla], sar- coptic mange [grafmaura-kláði], in- fluenza, ringworm [hringormur], strangles [næm kverkabólga með ígerðum]. Miljónarfélagið. Greiðslufall hjá því. Á mánudaginn barst það út um bæinn, að Miljónarfélagið væri hætt að greiða reikninga sína, og reyndist það rétt við nánari fyrirspurnir. Hvort þetta er að eins bráðnbirgða- ráðstöfun, eða hvort algert gjaldþrot verður úr, er eigi hægt að segja að svo stöddu. En nú hefir verið kvatt til aðal- fundar í félaginu þ. 29. þ. mán. í Khöfn, Og mun þar verða tekin ákvörð- un um hvað gera skuli. Veltur þá auðvitað alt á því hvað bankarnir, sem hjá félaginu eiga,leggja til málanna. Mannalát. Hinn 24. nóv. síðastliðinn andað- ist í Kaupmannahöfn merkiskonan Máljríður Kristín Þorláksdóttir, nær 74 ára að aldri. Hún var ekkja Sí- monar Alexíussonar, er lengi var á ísafirði, en dó í Khöfn fyrir rúmum 4 árum. Dóttir þeirra dvelur nú í Kaupmannahöfn. Málfríður var hvervetna þar, er hún dvaldi, virt og mikils metin, og talin sómi stéttar sinnar. Látinn er í Vífilsstaðahæli í fyrra- dag Jón Jónasson kennari frá Hafnar- firði, fyrrum ritstjóri Fjallkonunnar, greindur maður og góður. Var yfir- kominn af tæringu síðasta árið. — Verður nánara minst síðar. Ingólfur Arnarson botnvörpungurinn er nú komiun fram. Kom inn á Flateyri í morg- un. Hafði hleypt norður úr ísnum, er til hans sá og veiddi þar mikinn fisk. Stúlka hvarf á Siglufirði í fyrri viku, og vita menn eigi um afdrif hennar. Leitað hefir verið að henni dauða- leit, en árangurslaust. Nýr ritldari er sagður aðeins óhlaupinn af stokkunum. Það er hið nýja stjórnar- þingmannsefni Vestmanneyinga Hjalti Jónsson skipstjóri. Skáldalaunin. í aðsendri grein með þeirri fyrir- sögn í síðasta bl. segir, að heyrst hafi, að ráðherra hafi gert Guðm. Magnússon skáld að eftirmanni Þorst. Þorsteins- sonar cand. polit. á 3. skrifstofu stjórnarráðsins. Þetta er eigi ná- kvæmt, eftir því sem ísafold hefir spurt sig fyrir um hjá skrifstofustjór- anum þar, heldur er Guðmundur orðinn skrifari þar með 3 klst. vinnu á dag, og eins kveðst skrifstofustj. hafa um þetta vitað fyrirfram. Enn höfum vér fyrir satt, að hr. E. H. sé eigi ráðinn Jastur meðritstj. Lögr. heldur til að rita um stjórn- mál öðru hverju. En um sannleik- ann í þessu efni mun málgagnið sjálft vafalaust fræða oss í dag. Látin er í Landakotsspítala 31. f. m. frú Elinborq Hansdóttir, dóttir Hans Hoff- mann, er lengi stundaði sjómennsku á Búðum á Snæfellsnesi. Elínborg sál. var fædd 1840. Giftist í fyrra sinni 1862 Jóni syni Sveins Niels- sonar prófasts á Staðastað, en misti hann eftir fárra ára sambúð. Þau eignuðust eitt barn, síra Hans Tóns- son, prest á Stað í Steingrímsfirði (t 1906). Annað sinni giftist hún 1871 Jóni Jóhannessyni frá Selvelli í Breiðuvík og eignuðust þau 8 börn; m. þ. er Kristjana kona Kristins Magnússonar f. vfirfiskimatsmanns. Þau hjón bjuggu lengi frameftir á Selvelli og Búðum. En fluttust á seinni árum til síra Hans á Stað og er hann lézt, fluttust þau til Rvikur, til barna sinna. Átti Elinborg löngum við van- heilsn að búa, er ágerðist skömmu fyrir jól og fekk hún aðkenning af heilablóðfalli. Var þá flutt i Landa- kotsspitala og lézt þar á gamlárs- kvöld. Bæjarstjórn Akureyrar. Á laugardag (3. jan.) voru 4 menn kosnir í bæjarstjórn Akureyrar. List- ar voru 5. Af þrem þeirra komst enginn að, en tveir af hvorum hinna: Ásgeir Pétursson kaupm., Bjarni Einarsson skipasmiður, Otto Tulinius kaupm. og Björn Jónsson ritstj. Norðra. ReykjaYíknr-aDDálL Grasstöðin. Þ. 17. des. var gasstöð in búin að fraraleiða 1 miljón tenings- stikur af gasi. Teningsstikan er seld á 17 aura, svo að tekjur gasstöðvar- innar af gasi hefðu því átt að vera til þess tíma 170.000 kr., ef ekkert hefði farið til spillis. Mesta gasframleiðsla í sögu gasstöðv- arinnar á einum degi bar upp á Þor- láksmessu síðastliðna. Þá var fram- leitt 2500 teningsstikur. Gasgeymir- inn tekur 1500 og þurfti því að fylla hann að mestu tvisvar þann dag. Innbrot var enn framið hór í bæn um aðfaranótt sunnudags, brotist inn í sælgætisbúð Cörlu og Irmu Olsen 1 Austurstræti. Peninga klófestu þjóf- arnir enga, eu gerðu sór til góða á sæl- gætinu. Nú hefir komist upp að tveir drengir um fermingu eru valdir að þessum innbrotum og eru þeir nú undir umsjón lögreglunnar. Matgjafir handa fátæklingnm. Á morgun byrjar Umdæmisstúkan að gefa mat, þeim er fátækir eru og matar- þurfi. Skemtanir fyrir fátæk börn hafa Verzlunarmannafólagið og Thorvald- sensfólagið haft um jólin, eins og að undanförnu, jólatró og annan glaðning. Þrettándinn var í gær. Guðsþjón- usta í dómkirkjunni kl. 6. Sigurbjörn Astvaldur prédikaði. Eu um kvöldið glumdi allur bærinn fram um miðnætti af »púðurkerlingum«. Hurðarfjaðrirnar óviðjafnanlegu og stigu-látúnsþynnurnar, sem aldrei kemur nóg af, fást enn þá í verzlun B. H. Bjarnason. Sá, sem kynni að hafa orðið var við dökkrauðan, feitan, ungan, ójárn- aðan hest, nýsloppinn úr húsi, er beðinn að gera viðvart í afgr. ísf. I»eir kaupendur Isafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Dynamit, kvellhattur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Aggerbecks Irissápa er óviðjafnanlega góð fyrir húóina. Uppáhald allra kvenna. Bezta barnasápa. Biðjið kaup- menn yðar um hana. Eg undirskrifuð flyt öllum hér með innilegt hjartans þakk- læti mitt fyrir þá hluttekningu og velgerðir, sem mér hefir verið auð- sýnt síðan eg varð einstæðingur, sem var 15. október síðastliðið haust, er eg misti minn heitt elskaða eigin- mann, Baldvin Kristjánsson. Mér finst því að það vera skylda mín að minnast með hrærðu hjarta þeirra velgerða, sem mér hafa verið veittar. Samt þakka eg sérstakl. Oddi Jónssyni hafnsögumanni. Eg bið heitt og innilega algóðan guð að launa þeim sem hafa gert miskunnarverk á mér; eg óska þeim og öllum vinum og velgerðamönnum mínnm gott og blessað nýtt ;ir. Með þeirri ósk enda eg þessa stuttu grein. Guðbjórq Inovarsdóttir, Laugaveg 62. Reykjavík. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að minn elskaði eiginmaður, Ólafur Magnússon bókhaldari, andaðist á Landa- kotsspítala 2. þ. m. Jarðarförin ler fram á fösíudag 9. þ. ui. kl. II1/, frá Landakotsspítala. Helga Jónsdóttir, frá ísafirðl. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönn- um, að jarðarför Elinborgar Hansdóttur fer fram á laugardaginn þ. 10. jan. frá heimiii hinnar iátnu. Aðalstræti 18. Hus- kveðjan byrjar kl. II ‘/, f. h. Kristjana Jónsdóttir. Kristinn Magnússon. Hér með tilkynnist, að Eyólfur Eyólfs- son andaðist 3. þ. m. að heimili sinu, Vesturgötu 28 i Hafnarfirði. Jarðarförin er ákveðin 9. þ. m. og byrjar með hús- kveðju kl. II. Börn og tengdabörn hins látna. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun fóns frá Vaðnesi á Laugavegi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.