Ísafold - 24.01.1914, Blaðsíða 1
| ii«iiiiiiiii%ffiniiimiii«iilr»iiiiiiiiiiim»iiiiiiiM«ii |
Kemur út tvisvar
í viku. Yerð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða ljdollar; borg-
istfyrirœiðjan júli
erlendis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
° er óglld nema kom-
|I| in só til útgefanda
I fyrir 1. oktbr. og
| só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri: Ólafur Björnsson.
Talsími 48.
XLI. árg.
Reykjavik, laugardaginn 24. jan. 1914.
6. tölublað
Veðdeildarlðgin.
Erindi flutt í Sjálfstæðisíél. 20. jan.
af Birni Kristjánssyni bankastjóra.
Háttvirta samkoma!
Nú þegar eg byrja á því að tala
um veðdeildarlögin á almennum fundi,
vil eg gera stutta grein fyrir því,
vegna hvers eg geri það, þrátt fyrir
það álit bankastjórnar Landsbankans,
að hún telur bankamál svo torskilin
mál, vandasöm og flókin, að eigi
geti átt við, að leggja þau undir al-
mennan fund.
Orsökin til þess, að eg þrátt fyrir
það tek til máls, er þessi:
1. Að mér gat ekki dottið í hug
að hr. fasteignasali Jóhann Jóhannes-
son sýndi almenningi þá ónargatni,
að leggja þetta mál óundirbúið undir
atkvaði eins almenns fundar, þar sem
hann sjálfur heíir lýst þvi yfir, að
þingmenn, kjarni pjóðarinnar, haíi
ekki getað skilið veðdeildarlögin á
þingi, þrátt fyrir 9 umræður þar.
En nú var þetta mál lagt undir at-
kvæði almenns fundar, og þess vegna
finst mér nauðsynlegt, að reyna að um
skýra málið, fyrst hér munnlega og
síðan láta prenta fvrirlestur þenna,
í von um að mér takist að skýra það
svo, að almenningur geti áttað sig á
málinu, þegar hann les hann með at-
hýgli.
Eg hefi því leyft mér að bjóðast
til þess að segja nokkur orð um
veðdeildar-fyrirkomulagið, ef ske mætti
að það gæti leitt til þess, að rokið gæti
burt eitthvað af því moldviðri, sem
þyrlað hefir verið upp um veðdeild-
arlög síðasta þings af manni, sem
sýnilega ber alt of lítið skjn á það
mál, og sem virðist heldur engan
vilja hafa til þess að vita hið rétta
og sanna i málinu. Eg tel allmikla
hættu geta stafað af því fyrir þjóð-
félagið, ef menn skyldu festa nokk-
urn trúnað á þessar ófyrirleitnu á-
rásir, og þess vegna vil eg skýra
málið svo einfaldlega, sem mér er
hlutafélög, verzlanir eða bankar, þess
vegna geta þær ekki byrjað á þeirri
starfsemi að lána fólki fé, fyr en þær
hafa fengið það að láni frá öðrum.
Af því veðdeildunum er ekki lagt
til neitt veltufé, þá verða þær að
haga sér likt og kaupmaður, sem
tekur t. d. að láni harmonium, og
semur um að borga það t. d. á 20
árum, og gerir það til þess, að út-
vega vini sínum þetta harmonium
með sem beztum kjörum. Kaup-
maðurinn lánar því vini sínum harmo-
níið með sömu kjörum og hann fekk
það, þannig, að það borgist á 20
árum. Og þar sem kaupmaðurinn
á svo mikið á hættunni, að vinur
hans standi i skilum, þá verður hann
að taka af honum tryggingu fyrir
því, að hann bíði ekki neitt tjón við
þessa hjálp.
Alveg eins fer veðdeildin að. Að
vísu fær hún ekki harmoníum að
láni til þess að lána viðskiftamönn
um sínum, heldur fær hún peninga
að láni, og gefur skuldabréf út
sjálfa sig fyrir láninu, sem verður að
vera svo trygt, að lánveitandinn vilji
lána fé, og með sem beztum kjör-
af lánsupphæðinni í verðbréfum, helm-
ingurinn í eldri bankavaxtabréfum og
íinn helmingurinniríkisskuldabréfum.
Peninga til þess að kaupa þessi
verðbréf fyrir, hefir ýmist bankinn
orðið að taka að láni eða landssjóð-
Eitt er athugavert við ríkis-
unt, svo að sem flestir skilji það.
Fyrir fjármálamönnum þarf eg ekki
að skýra þetta mál, eða að sýna fram
á, við hvað lítil rök árásirnar hafa
að styðjast, það er þeim öllum ljóst,
enda er mér kunnugt um, að þeir
eru standandi hissa á því, að nokk-
ur maður skuli leggja trúnað á þess-
ar staðleysur, sem farið er með gegn
lögunum.
Fyrst af öllu þarf maður að gera
sér ljóst, hvað er verið að gera, þeg-
ar verið er að búa til veðdeildarlög
hér á landi.
Því má svara á þann hátt, að ver-
ið sé að búa til vöru, til þess að
selja á útlendum markaði, svo hægt
sé að fá peninga til þess að geta
lánað þá út til eigenda fasteigna hér
á landi. Það er með slíkum lögum
verið að búa til skuldabréf (banka-
vaxtabréf), þau eru varan, sem selja
á, eða réttara sagt, sem tekið er lán
út á, því bankavaxtabréfin eru skulda-
bréj, sern veðdeildin og landsmenn
verða að leysa til sín aftur á sínum
tíma.
Veðdeildir þessar eru þvi ekki stofn-
aðar með framlögðu veltufé, eins og t.d.
Það sem löggjafinn verður því
Jyrst og jremst að hugsa um, er að
þessi vara, skuldabréfiu, eða banka-
vaxtabréfin, séu útgengileg vara, og
ekki einungis útgengileg vara, held
ur.’að þau seljist með sem hcestu verði.
Þess vegna verða veðdeildarlögin að
vanda pessa vöru, að gera banka-
vaxtabréfin svo trygg og arðberandi,
að útlendingar vilji kaupa þau, eða
að lána oss fé út á þau, helzt með
jafnfúsu geði, eins og þeir kaupa
satns-konar bréf heima fyrir.
Og ef bankavaxtabréf þessi eru
illa trygð, eða með of lágum vöxt
um, er engin von um að geta selt pau,
eða fengið peninga inn í landið fyrir
þau til útlána. Þess vegna dugar
oss ekki að einblína á það hvað oss
sjáljum pykir ceskilegast, pegar vír
verðum að sœkja peningana til útlanda
heldur verðnm vér í Jyrsta lagi að
búa bankavaxtabréfin svo út, að pau
séu seljanleg á útlendum tnarkaði svo
framarlega, sem okkur stendur ekki á
sama um, hvort vér Jáum paðan pen
inga að láni eða ekki, en undir því
er komið, hvort veðdeildin getur
tekið til starfa. Ej oss er al-
veg sama um pað, pá er alveg
rétt að fylgja þeim, sem hrópa hæst
um veðdeildarlögin, og einblina að
eins á aðra hliðina, en virðast ekki
vilja sjá hina.
ur,
Trygging bankavaxtabréf-
anna.
2. og 3. flokkur veðdeildar hafa
verið trygðir þannig i von um, að
bankavaxtabréfin seldust á útlendum
markaði:
1) með skuldabréfum þeim, sem
gefin eru út fyrir lánum veð-
deildarinnar, en þau eru eins og
kunnugt er trygð með fasteignaveð-
um, sem virt eru að minsta kosti
helmingi hærra verði en skuldabréf-
in hljóða upp á, þar eð eigi má
lána meira en í mesta lagi helming
virðingarverðs út á nokkra fasteign
2) Ennfremur eru sett að veði lja
skuldabréfin dönsku, sem eg vil
benda mönnum á, þau gefa að eins
3 V2 % vexti, en lánið, sem lands-
sjóður hefir tekið til að kaupa bréf
æssi fyrir, er með 4 % % vöxtum.
Landssjóður tapar því þar um 1 %
árlega. Bankinn tapar aftur á móti
jví, sem’um 3 % % vextir eru lægri
en útlánsvextir. Báðir tapa, þegar
ríkisskuldabréfin falla í verði eins og
nú vill reyndin á vera. Þar sem
hvorttveggja, landssjóður og bankinn
er þjóðareign, lendir tapið á almenn-
ingi. Þeir sem fasteignirnar eiga og
setja að veði fyrir veðdeildarlánum,
geta kært sig kollótta, því þeir njóta
alls hagnaðarins við góðu veðdeildar-
kjörin, en bera ekki nema að nokkru
leyti skaðann af tryggingarfénu.
Þeir sem eiga um sárt að binda
og fá ekkert i aðra hönd fyrir tap
ið, eru þeir sem ekki eiga fasteignir
til þess að taka lán út á. Með öðr-
um orðum, það eru fátaekling
arnir, sem að nokkru leyti bera
byrðina, til hagsmuna fyrir fasteigna-
eigendurna. Svo litur út, sem sum-
um sé kappsmál, að það sama ástand
haldist við. Eins tapar Laudsbank-
inn á bankavaxtabréfunum þeim, er
hann hefir orið að S'-tja að veði fyr-
ir veðdeildunum, og sem gefa y'j^jn
Á meðan útlánsvexiir eru 6 x/2 °/<
er tapið um 2 %.
3. Svo hefir landssjóður staðið
óbeinlínis í ábyrgðinni, þar sem
honum er skylt að innleysa rentu-
seðla veðdeildarinnar og útdregin
bankavaxtabréf deildanna, ef fé er
fyrir hendi, og
4) varasjóður veðdeildarflokkanna.
En þrátt fyrir þessar trygging-
ar var þegar fyrir árið 1907 ekki
hægt að selja eitt einasta banka-
vaxtabréf, af bréfum þeim, er bank-
inn átti þá, og því síður von um,
að bankavaxtabréf 3. flokks seldust
á útlendum markaði.
Fyrri bankastjórn fór því fram á,
við þingið 1907 að landið tæki 2
miljón króna lán, til pess að kaupa
fyrir kfwfcivaxtabréf 3. flokks, og
var það samþykt á því þingi.
Þetta sýnir ljóslega, að þetta fyr-
irkomulag reyndist ónógt til pess að
bankavaxtabréfin vceru seljanleg er-
lendis. Og hlaut það þá að liggja
i því, að annaðhvort þætti útlendum
fésýslumönnum tryggingin jyrir bréj-
unum of veik, eða vextirnir 4%%
of lágir eða hvorutveggja.
Samkvcemt pessarri reynslu var pað
alveg pýðingarlaust að reisa nýjan 4.
veðdeildarjlokk á sarna grundvelli.
Það er þvi nokkuð skoplegt að
sjá þá menn, sem eru að þyrla upp
moldrykinu vera að halda því fram,
að 4. veðdeildarflokk hefði átt að
stofna með sömu tryggingu og
kjörum eins og fyni flokkana.
Já, jafnvel án þess nokkur trygg
ing væri sett, nema fasteignarveðin
ein, þau væru næg trygging o. s. frv
Þeir vita ekki mikið um hvað
þeir eru að tala.
Nýi veðdeildarflokkurinn.
Þaðsegirsigsjálft, að það fyrsta sem
hugsa þurfti um, er stofna átti nýjan
veðdeildarflokk, var, að koma trygg-
ingunni þannig fyrir, að bankavaxta-
bréfin, eða skuldabréfin,sem deildin
gæfi út, yrðu svo vel trygð, að þau
gætu selzt á útlendum markaði fyr-
ir viðunanlegt verð, miðað við ann-
arra landa bréf. Taldi landsbanka-
stjórnin öll að eigi væri nokkur von
um að geta selt þar bréfin með
skaplegu verði, ef tryggingin væri
minni en í veðdeildarlögunum felst
En tryggingin er:
1. Veðskuldabréf þau, sem veðdeild-
in fær frá lántakendum.
2. Varasjóðurinn.
3. Sameiginleg ábyrgð lántakenda, er
nemi alt að io°/o af lánum þeirra
eins og þau voru á síðasta gjald-
daga, áður en taka þurfti til ábyrgð
arinnar.
4. Ábyrgð landssjóðs.
Til þess að borga kostnað við veð-
deildina og til varasjóðs átti lántak-
andi að greiða V2% ^ lánsupphæð-
inni á ári, af því sem eftir var af láninu
á hverjum gjalddaga. Þetta ákvæði er
sama og verið hefir við 2. og 3. veð-
deildarflokk, og ennfremur 1% af
láninu, þegar það var tekið, eða fyrsta
árið. Og loksins i°/o af láninu, ef
eigendaskifti yrðu við sölu, aj pví
sem pá stceði ejtir af því, er sala færi
fram. Út af þessari samábyrgð hef-
ir verið gerður hinn mesti hvellur
og l°/o gjaldinu við sölu, Reyndu
fasteignasalar að hafa áhrif á þingið
til þess að fella þessa i°/0 við sölu
burt. Það þótti þeim vera óþæg-
indi fyrir sig, því með þvi móti
voru þeir bundnir til að láta veð-
deildina vita um, ef þeir seldu fast-
eign eða keyptu, sem þeir ekki hafa
gert, svo veðdeildin veit oft ekki
íver veðið á, og verður þvi stund
um að auglýsa eignina til sölu til
pess að finna eigandann. Og þar sem
sumar húseignir seljast ef til vill á
hverjum degi, þá þótti þeim þetta
gjald við sölu þrándur í götu fast-
eignabrasksins. Eigi hafði þó bón
né bræði fasteignasalanna nein áhril'
þingið. Og þessvegna hamast nú
fasteignasalinn á bankastjórn Lands-
bankans, og sérstaklega á mér, sem
gerði þó ekki annað en flytja vilja
allrar bankastjórnarinnar og skoðun,
sem bygð var bæði á pekkingu og
reynslu.
Og auðvitað getur fasteignasalinn
ekki tekið þetta eina atriðí út úr til
þess að finna að því, heldur varð
hann að finna að fleiru, til þess að
fá fólkið til þess að trúa því, að að-
finslurnar eigi væru gerðar af eigin-
gjörnum hvötum, þessvegna er tek-
ið ýmislegt með, sem hefir staðið í
öllum jyrri veðdeildarlögunum, sem
enginn hefir að fundið, og engum
kotnið að baga. Og svo er gerður
þytur út úr samábyrgðarákvæðinu, sem
að sönnu er nýtt, í veðdeilaarlögum
vorum, en samskonar ákvæði hefir þó
verið í öðrum lögum vorum aiðan
árið 1907, og jafnvel talsvert harð-
ari samábyrgðarákvæði — í lögum
um lánsdeild fiskveiðasjóðsins.
Samanburður.
Til þess að menn geti komist að
sannri raun um, hvort veðdeildarfyr-
irkomulag þetta er örðugra fyrir ís-
endinga en erlendir fasteignaeig-
endur verða að búa við, þá vil eg
taka hér nokkur atriði upp úr reglu-
gerð eins stærsta fasteignalánsfélags-
ins í Kaupmannahöfn, »Statuter for
Kredit-foreningen af Grundejere í
Köbenhavn og Omegn« 19. maf
1882.
Lánsfélög þessi eru stofnuð af
fasteignaeigendunum sjáljum, í því
skyni að Já ódýr og hagkvcem lán.
Ríkið eða landssjóður par hjálpar pess-
um félögum ekki um neina tryggingu
ábyrgð eða hlnnnindi önnur en þau,
að leyfa að þau megi stofna, og
megi setja sér lög, hvorttveggja þó
með ýmsum skilyrðum. Lánsfélög
þessi gefa út skuldabréf, líkt og
bankavaxtabréf vor eru, sem þau
selja á innlendum og útlendum mark-
aði, alveg eins og veðdeildinni hér
er ætlað að gera.
1. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar
þessa lánsfélags, og lögunum er hún
byggist á, eru allir þeir, sem lán
taka f lánsfélaginu skyldir til að
standa í samábyrgð jyrir öllu pvi, sem
sá linsjiokkur (deild) skuldar, með
alla hina veðsettu eign sína
að veði ékkiaðeins /o°/0af iáns-
upphæðinni eins og hún
er á hverjum tíma, eins og
hér er um að ræða. Og í þessari
samábyrgð verða þeir að standa á
meðan nokkuð er ógreitt af láni lán-
takanda.
2. Samkvæmt 12. gr. nefndrar
reglugerðar verður hver lántakandi
að greiða minst 2% í varasjóð af
láni því er veitt er, um leið og
lánið er tekið.
3. Komist varasjóður flokksins
niður úr 1% af verðbréfum þeim,
sem flokkurinn gefur út, og í um-
ferð eru, verða allir, er skulda
flokknum, með 3 mánaða fyrirvara,
að borga eftir niðurjöfnun það sem
á vantar, i viðbót við þessi upphaf-
lega minst 2°/0 (sjá 14. gr.)
4. Samkvæmt 19. grein verður,
ef sala fasteignar fer fram, að greiða
z°/0 í varasjóð af þvi sem þá stendur
eftir af láninu, er salan fer fram,
nákvæmlega sama ákvœðið og er i
hinutn nýju veðdeildarlögutn, og sem
fasteignasalinn hefir gert mest veður
úr, og sem öllum gauraganginum
hefir hleypt af stað.
5. Ef einhver vill skifta á göml-
um verðbréfum flokksins, t. d. fá
10 hundrað-krónu verðbréf fyrir
eitt 1000 kr. bréf, þá verður hann
að greiða 50 aura í varasjóð fyrir
hverc þessara 10 bréfa.
6. Loksins er stjórn lánsfélaganna
áskilinn réttur til að halda verðbréf-
um þeim, er hún gefur út, þá er
hún veitir lán, og borga lánið I
peningum í staðinn fyrir með verð-
bréfum, með kauphallarverði, pó Idn-
takandi kynni sjáljur að ceskja eftir
að Já pau.
Berum nú þessi lánskjör saman
við lánskjör íslendinga eftir lögun*
um, semalt af er verið að ráðast á:
1. Samkvæmt fyrsta lið eiga ís-