Ísafold - 28.01.1914, Qupperneq 2
28
ISAFOLD
Carl Jacobsen bruggari.
Hann lézt þann n. jan. síðastliðinn, eins og simað var hingað þá..
Hafði verið á houutn ger holdskurður nokkrutn dögum áður og tekist vel,
en eftir á kom lungnabólga skæð til — og varð Jacobsen að bana.
Eftirmæli fær hann slik í Norðurlandablöðum, fyrir höfðingskap og
föðurlandsást, að fá eru þess dæmi. Dönsk blöð kalla hann »einn af
beztu mönnum þjóðarinnar<, »fyrsta borgara Kaupmannahafnar«.
A myndinni sést andlitsmynd af Jacobsen til vinstri. Efri hluti aðal-
myndarinnar er listasafnhúsið, er geymir öll hin mætu listaverk, er Jacob-
sen hafði gefið dönsku þjóðinni. Neðri hluti myndarinnar sýnir aðal-
stórhýsi Carlsberg ölgerðarinnar.
sem vér sækjum af nægiiega mikilli
staðfestu, fengið þvi framgengt, eða
skilnaði að öðrutn kosti, ef Danir
kjósa hann heldut«.
Svo lalaði E. H. 1911 fyrir munn
Sjálfstæðismanna.
Þessi orð E. H. eru fyllilega í
anda Avarpsins í hnust — enda annað
bragð að þeint en Lögréttu-skrifum
Skailagrims 1
Verzlunarþing
í vor komandi.
Eimskipafélagið er komið á lagg-
irnar. Fyrsta sporið er stigið á
grundvelli veruleikans — þess veru-
leika að stjórna þessu landi jyrir oss
sjálja. — Síðan vér fengum heima-
stjórn höfum vér aðeins stjórnað hér
verzlunarnýlendu fyrir aðra. — Vér
höfum að mörgu leyti gengið rösk-
lega fram í því að auka framleiðslu-
magn landsins fyrir aðra, fyrir þá
sem í raun og veru áttu landið með
húð og hári.
Nú er fylling timans í þessu efni
að færast yfir oss og vér höfum
stigið fyrsta sporið til þess að hefja
það áhlaup sem á að útvega oss
eignarhald á afurðum þessa lands —
áhlaup sem á að hreinsa af því ný-
lendunafnbótina.
Nú er alt ónýtt nema næsta spor-
ið sé líka stigið. Það er veigameira
atriði, erfiðara og flóknara viðureign-
ar, en liggur kjarna málsins miklu
nær en Eimskipafélags stofnunin.
Það var alls ekki ætlun þeirra sem
fyrst vöktu máis á Eimskipafélags-
stofnuninni að útvega fleytur fyrir
vörur Péturs eða Páls i Danmörku
eða Englandi og að vér ættum að
eiga það að miklu leyti undir þess-
um útlendingum hvað vér fengjum
að flytja. — Ætlunin var sú að vér
næðum líka tökum á sjálfum flutn-
ingunum til og frá.
Vér þurfum að ná tökum á sjáljri
verzlun landsins.
Það er sífelt viðkvæði, þegar þetta
berst í tal, að úr því að vér séum
búnir að tryggja oss skip, þá muni
verzlunin koma upp í hendur vorar
*aj sjálju sér« !
En þetta er heimskuleg bjartsýni
og bendir á að enn geri vart við sig
gamla úrræðaleysið og skortur á
þrautseigju. Oss hefir lengi verið
brugðið um það, að vér værum
snarpir á sprettinum, en vildum ein-
lægt sleppa tökum eftir fyrstu áreynsl-
una og telja oss trú um, að alt gangi
nú »af sjálfu sér«. Þeir sem þyk-
jast þekkja þenna galla vorn bezt
eru Danir, enda látast engir vera
eins innilega sannfærðir og þeir, um
það að vér »höldum aldrei neitt út«.
Og það versta er að mikill hluti vor
sjálfra er farinn að trúa á þetta.
Þess vegna þarf nú að nota það
haganlegasta augnablik, sem oss hefir
lengi hlotnast, og sigla í kjölfar eim-
skipafélagsstofnunarinnar nieð frekari
framkvæmdir i þess anda. Því að
eitt óhapp, eitt óaðgæslu-augnablik
— já, smámunir einir geta þegar
minst varir komið í opna skjöldu
og látið nývaknað hugrekki siga nið-
ur fyrir núllmarkið, ef nú er ekki
fylgt á eftir af afli.
Menn segja með réttu, að sel-
stöðu-viðskiftaveldinu sé að hnigna
hér og það kann að vera satt. —
En hvað rís á rústunum, ef sjálfur
hinn íslenzki áhugi liggur i cskustó
og ætlar að lofa öllu að verða »af
sjálfu sér«? Hvað verður af því áliti,
sem átti að skapa framtakssemi vora
09: stjórnsemi? Hvað verður af því
lánstrausti, sem átti að útvega land-
inu, ef viðskiftin eiga að fá að velt-
ast og brölta um alveg trmmlaust?
Sú landstjórn, sem engin tök hefir
á viðskiftum sins lands, eignast aldrei
lánstraust.
Sú þjóð, sem skeytir ekki um við
skifti sin, eignast aldrei neitt.
Á síðari tímum hafa viðskifti lands-
ins aldrei verið á annari eins ringul-
reið og nú. Aldrei hefir íslenzk
verzlun staðið í lægra áliti út á við
en einmitt nú, stjórnleysið á því
sviði hefir aldrei verið meira.
Selstöðuverzlununum var þó stjórn-
að, og sést það bezt á því, að þær
voru einvaldar hér í hálja old eftir
að verzlunin varð frjáls að lögum.
Nú eru þær fyrst að ffrissa tökin.
En hvar lenda svo þau tök, ef vér
sitjum með hendur í skauti ? Geta
ekki útlendingar stofnað hér miljóna-
félög á hverjum 5—10 árum rétt til
þess að hrifsa snöggvast i bein, sem
enginn vill hirða? Og gæti ekki
meira að segja hugsast, að eitthvert
þetta félag yrði stofnað af viti, ráð-
deild og dugnaði og dræpi alla inn-
lenda viðleitni og alt það fálm sem
á að koma »af sjálfu sér«.
Það veit þó hamingjan, að ef
nokkurn tíma er ástæða til að manna
sig upp, þá er það nú. Það verð-
ur of þreytandi i bráð og lengd að
streitast einlægt við að þrýsta meiri
og meiri framleiðslu út úr lands-
mönnum og láta hana svo fjúka út
i veður og vind og þjóðarauðinn
renna niður i sandinn.
Hvað á þá að gera ?
Þess er ekki að vænta, að vér svo
reynslugrannir og fákunnandi stígum
neitt stórt spor í einu vetfangi. —
En á einhverju verður að byrja. »Betra
er ilt að gera en ekki neitt«, er
það, sem á hér við. Það er margfalt
betra að byrja á einhverju vanhugs-
uðu, en að sitja aðgerðalaus. Eftir
ítrekaðar tilraunir eru þó líkindi til
þess að m-iður geti einhvern tlma
lært að byrja rétt. Kunnáttuleysið
er því ekki nægileg afsökun til þess
að hafast ekki að. Margar óþarfar
og ofboðslegar hreyfingar gerir mað-
ur, sem er að læra að synda, áður
en hann nær valdi á hreyfingum
sinum og réttum tökum í vatnið, og
þarf engan að undra þótt líkt kunni
að fara fyrir oss i þessu efni fyrst.
En huggunin er, að hér er alt að
vinna, en engu verulegu að tapa. —
Hér er Hka um það að gera, að
vinna sjálfa undirstöðuna undir þjóð-
megun vorri, sjálfan grundvöllinn
undir hinum atvinnuvegunum, en
þeir eru vonlaust strit, ef ekki næst
grundvöllurinn, og sjálfræði vort að
eins nafnið tómt.
»SjáIfstætt Iand« — og »útlend
verzlunarnýlenda* eru hugtök, sem
aldrei geta samrýmst.
Ferzlunarpinq verður að halda hér
strax í vor.
Hverir eiga að sækja það þing?
Reglulegir íslenzkir kaupmenn ættu
auðvitað með réttu sæti á slíku stofn-
þingi, sem hér er um að ræða. En
þótt fáir þeirra kærðu sig um, að
eiga þátt i slikum samtökum, eins
og sumir eru að spá, þá eru til hér
á landi ekki svo fá félög, sem hafa
verzlun og viðskifti á stofnskrá sinni.
Það eru hin svo kölluðu »samvinnu-
félög« kaupfélög, sláturfélög og fisk-
sölufélög.
Aðalmarkmið þingsins yrði það,
að sameina þessi félög i eina órjúf-
andi samvinnuheild.
Án þess að hér verði samin nokk-
ur dagskrá fyrir þetta fyrirhngaða
þing, þá skal í stuttu máli benda á
nokkur aðalatriði af verkefni þess:
1. Stofnun Verzlunarsambands Is-
lands.
2. Stofnun sameiginlegs viðskifta-
ráðuneytis fyrir alt landið með
skrifstofu í Reykjavík og skrif-
stofu erlendis (í hafnarbæ Eim-
skipafél. á Englandi).
3. Samsala íslenzkra afurða.
4. Samkaup á útlendri vöru og
væntanlegt vörubúr í Reykja-
vík og víðar.
5. Samvinna við Eimskipafélag ís-
lands.
6. Samvinna við landsstjórnina og
löggjafarvaldið.
7. Verzlunartímarit.
8. Fjársafn til bráðabirgða og und-
irbúningskostnaðar.
Hvort nokkur áþreifanlegur árang-
ur verður af þessu fyrsta viðskifta-
þingi þegar í stað, skal ósagt látið.
En þótt hann yrði ekki annar en sá
að veita kröftunum saman og stofna
til miðstöðvar, sem hugsanir manna
geta snúist um, þá er mikið unnið
og líklegt að menn komi þá betur
hugsaðir á næsta þingið.
Annars hefir fjárveitingarvald lands-
ins nú þegar stigið mikilvægt spor
í tþessa áttfmeð því að styrkja tvo
ráðunauta til sölu aíuiða lands og
sjávar.
Hvað sem kann að vera búið að
gera nú þegar til þess að hagnýta
þessa fjárveitingu, þá er hér þó mik-
ilsvert umtalsefni fyrir viðskiftaþing-
ið. Því að þær ráðstafanir, sem kann
að vera búið^að gera, hljóta aðjskoð-
ast sem aðeins til bráðabirgða, með
því að ekki Jgetur komið jtil mála
að fjalla um slíkt mál til fullnustu,
nema á alþjóðarfundi fyrir alla hlut
aðeigendur, "úr því að hér er um
opinbera fjárveitingu að ræða.j
Merkilegt umtalsefni og fullkom-
lega tímabært yrði samvinnan við
himskipajéla%Islands. Hvortsem fram-
kvæmdirnar verða fljótar eða seinar á
starfsemi fyrirhugaðs Verzlunarsam-
batids Islands, þá er það sýnilegt að
þessi tvö þjóðarfyrirtæki verða skil-
getin systkini ,og munu eiga svo
fullkomna samleið, sem frekast er
hugsanlegt. Hvorugt getur án ann-
ars verið, ef hvorttveggja á að geta
verið trygt, og væri meira að segja
eðlilegt, að þessi félög hefðu sömu
yfirstjórn. — Allir sjá, að ef ekkert
er gert til þess að tryggja Eimskipa-
félaginu fasta vinnu og fasta sigl-
ingaleið, þá verður það að byrja að
lifa|á útigangi og snöpum. Að hugsa
sér það, lil dæmis, að þurfa máske
að byrja á því að£sigla til þriggja
landa og tveggja af þeim all-fjar-
lægra, á aðeins tveimur skipum.^Það
er ruglingsleg og óálitleg byrjun.
Að neyðast til að fara að keppa við
Sameinaðafélagið um Kaupmannah.-
vörur þegar stærsta verzlunarland
heimsins liggur helmingi nær okkur,
það er satt að segja illbærileg hugs-
un, til þess að forðast enn verri orð.
— En til þess að tryggja hreinar'og
beinar, hraðar og greiðar ferðir parj
samtök og það strax, áður en skipin
byrja að sigla — strax í vorl Og
þótt ekki lægi hér dýpri hugsun til
grundvallar en sú að styrkja him-
skipajélagið, þá ætti það eitt að vera
nóg landsmönnum til þess að stuðla
nú að því af alefli, að þessi samkoma
geti orðið hér í vor.
Skal svo ekki fjölyrt um þetta
að sinni, en samvinnufélög út um
land eru beðin að athuga þetta mál
alvarlega og vera tilbúnin að halda
undirbúningsfundi með félagsmönn-
um sínum, ef forganga vinst að þessu
fyrirtæki og áskoranir verða sendar
út um i.md.
hj.
BúnaðarnámsHkeið.
Að Þjórsártúni var haldið búnað-
arnámsskeið dagana 12.—17. jan.
1914. Um 60 manns sóttu náms-
skeiðið að staðaldri. Hýsti Ólafur
læknir ísleifsson alt það fólk. Á-
heyrendm voru oftast 80—90, en
síðasta kvöldið (þ. 17. jan.) voru
undir 500 manns saman komin.
Eigi minna en 27 erindi voru
flutt á námsskeiðinu. Þessir fluttu:
Árni Pálsson sagnf. (6), Sig. Sigurðs-
son ráðunautur (6), Jón Jónatansson
(5), Jón Sigurðarson frá Kallaðarnesi
(2), Páll Bjarnason kennari frá
Stokkseyri (2), Ingimundur Jónsson
frá Holti (2), Ólafur ísleifssou læknir
(2), Koefod-Hansen (1), Þorfinnur
Þórarinsson (1).
Ánnað búnaðarnámsskeið verður
háð á Hvanneyri dagana 2.-—7. febr.
Þangað fara af hendi Búnaðarfélags
íslands Einar Helgason búnaðarráðu-
nautur og Jón Þorláksson landsverk-
fræðingur.
H i wi
Hafnargarðurinn skemdist
töluvert i nótt í útsynningsveðr-
inu. Yzti kaflinn út við Effersey
féll niður og vik komu í garðinn á
nokkrum stöðum.
Styrktar- og s.júkrasjóður
verzlunarmanna í Reykja-
vík hélt ' nðalfund sinn 12. þ. m.
Lagðir voru fram og samþyktir
reikningar sjóðsins fyrir árið 1913.
— Styrkur hafði verið veittur úr
sjóðnum það ár alls 1230 kr. Eign
sjóðsins var í árslok 43/44 krónur
og bafði aukist á árinu um c 1560
krónur.
Stungið var upp á hækka inn-
tökugjald og árstillag. Kosin 5
mnnna nefnd til að íhuga tillögur
þessar og aðrar breytingar á lögum
sjóðsins.
Stjórn endurkosin: Sighvatur
Bjarnason (formaður), G. Ólsen (fé-
hirðir), Jes Zimsen (ritari), G. Zoega
og Einar Árnason. — Endurskoð-
unarmenn kosnir: Helgi Zoega og
Jón Laxdal.
Sönglistarpróf
við sönglistarskólann í Khöfn hafa
þeir bræðurnir Eagert og Þór-
arinn Guðmundssynir tekið nýlega,
hinn fyrri i píano- og orgánleik,
hinn síðari í piano- og fiðluleix, —
báðir með beztu einkunn og sér-
stöku einróma lofi kennara sinna.
Ekknasjóður Reykjavikur
hélt aðalfund sinn 2. þ. m, —
Samkvæmt reikningi sjóðsins 1913,
er lagður var fram og samþyktur á
fundinum, var eign sjóðsins í árs-
lok 20//3 krónur og hafði sjóðurinn
aukist um 800 kr. á árinu. —
35 ekkjum var veittur styrkur
úr sjóðnum árið sem leið, 12 kr.
hverri. — Félagatal 272.
í stjórn sjóðsins eru Jóhann Þor-
kelsson dómkirkjuprestur (formaður),
Gunnar Gunnarsson kaupm. (féhirð-
ir), Sighvatur Bjarnason (ritari), Ás-
geir Sigurðsson og Einar Árnascn
kaupmenn.
Arstillag til sjóðs þessa er aðeins
2 kr. Fæstum því ofvaxið að ger-
ast meðlimir þessa nytsemdarsjóðs.