Ísafold - 31.01.1914, Page 2

Ísafold - 31.01.1914, Page 2
32 IS A F 0 L D Með því að aukafundur sá, sem haldinn var .29. janúar 1914 í h/f P. I. Thorsteinsson & Co., varð eigi svo fjölmenn- ur, að hann væri lögmætur til þess að taka ákvörðun um mál þau, er voru á dagskrá, er hér með samkvæmt 14. gr. félagslaganna boðað til nýs aukafundar í félaginu, sem haldinn verður á skrifstoíu félagsins í Kaupmannahöfn, Dronningens Tværgade 5, laugardaginn 7. febrúar 1914, kl. 2 e. h. til þess að taka ákvörðun um eignasölu og skuldalúkning (Li- kvidation) félagsins og að kjósa framkvæmdarnefnd þar að lútandi (Likvidatorer). Verður málum þessum samkvæmt tjeðri grein félagslaganna ráðið til lykta á fundinum hvort sem margir eða fáir hluthafar sækja hann. Aðgöngu- og at- kvæðamiðar til fundarins verða afhentir á ofangreindri skrif- stofu félagsins. Féíagssfjórrtin. Ársfundur Fiskifélags íslands. Þriðjudaginn hinn 3. febrúar n. k., kl. 81/2 síðdegis, verður haldinn Arsfundur Fiskifélags íslands.og verður þá tekið fyrir: Gjörð grein fyrir starfi og högum félagsins á liðnu ári. Ennfremur þessi mál: Um verðlaun fyrir björgun úr sjávarháska. Um fiskimat. Um stofnun hlurafélaga. Um stjórn á skipum. Um skipströud hér við land, og fleiri mái, er upp kunna að verða borin á fundinum. Fundurinn verður haldinn í húsi K. F. U. M. uppi. frá Hunaflóa að Langanesi, fremur góður afli hvaðan sem spyrst. ' A?úst. Sömu ástæður við fiskveið- arnar og í júlí. Þessi mánuður reyn- ist oft einn af afladrýgstu mánuðum ársins. September. Um lok mánaðarins hættir síldveiðin að mestu, og öll þilskip jð heita má bæði á Suður- Vestur- og Norðuriandi, þau sem ekki hafa hætt í byrjun mánaðarins, en það er hið algenga bæði á Vest- ur- og Norðurlandi. Botnvörpungar rem fengist hafa við síldveiðar byrja aftur á botnvörpu- veiði, og selja þá afla sinn til Eng- lands varðan í ís. Október. Þá er fiskveiðunum svo háttað: Botnvörpungarnir dreifa sér jafnt kringum alt landið. Róðrar á Vestur- og Norðurlandi að mestu hættir að undanteknum einstöku stöðum. A Austurlandi eru það helzt heim- ilisfastir menn, sem fara til veiða þegar gefur. A þessum stöðum eru veiðar rekn- ar alt árið: við ísafjarðardjúp, Ólafs- vík og Sand og við Garðskaga. Þetta ár var haustið aflasælt hvar sem til spurðist og með hvaða lagi sem veiðin var stunduð, en þó eink- um hjá botnvörpuveiðunum út af Vesturlandinu. í nóvember og desember haldast veiðihlutföllin hin sömu og í októ- ber, en róðrar eru þó strjálari sök- um gæftaleysis. Til skýringar útveg vorum má geta þess að árið 1912, gengu hér á landi eftir skýrslum vátryggingar- sjóðsins skip fjórróin eða stærri. Skip menn Þilskip rS4 2895 Mótorbátar . . . 236 1951 Róðrabátar .... 321 2427 Botnvörpungar . . 17 S78 Samtals 728 7848 Nl. Heimspekisprófi hefir lokið þessa dagana í Khöfn Valtýr Stefánsson frá Akureyri. Mentaskólinn. Fjörugar umræður urðu um fyrir- komulag hans á Stúdentafélagsfundi í fyrrakvöld. Frummælendur voru Árni Pálsson og Bjarni frá Vogi. Að lokum var kosin 7 manna nefnd til að íhuga málið, Eldsvoði á Husavík. Tveir menn brenna inni. Hörmulegan eldsvoða hefir í fyrri nótt borið að höndum, á Húsavík og kostað tvö mannslíf, á átaknnlegasta hátt. Þriggja ára drengur verður efrir inni í eldinum. Faðir hans freistar að bjarga honum, en feðgarnir farast báðir í eldinum. — Nánari atvik voru í gær sím- uð Morgunblaðinu og eru á þessa leið: Klukkan eitt í nótt kom upp eld ur í húsi hér á Stangárbakkanum, er Sunnuhvoll hét. Áttu það hús bræður tveir, Hjálmar og Friðgeir, Magnússynir, og bjuggu þeir þar báðir. Auk þess bjó þar einnig Óli Kristjánsson smiður og var hann ekki heima er slysið bar að hönd- um. Kona hans, Hólmfríður Þór- arinsdóttir, varð fyrst eldsins vör, en þá mátti kalla að húsið stæði í björtu báli og léku logarnir um svefnherbergi þeirra hjóna. Hún brá þegar við og hljóp á nærklæð- unum upp á loft til þess að vekja fólkið, sem þar svaf. Brendist hún þá nokkuð. Má svo að orði kveða, að hefði hún vaknað fáum mínútum síðar, þá mundu allir hafa brunnið inni, þeir er í loftinu sváfu. Hjálmar Magnússon greip barn, sem hann átti og hljóp út með og fyigdu þeir á eftir er það gátu. En sonur hans þriggja ára gamall varð eftir í eldinum. Réðst þá Hjálmar til inngöngu aftur og ætlaði að freista þess að fá bjargað barninu. En hann kom aldrei aftur úr þeirri för og biðu þeir báðir bana þar í eldinum, feðgarnir. Flestir þeir er i húsinu voru brunnu meira eða minna á andliti og höndum. Engu varð bjargað úr húsinu og voru allir munir óvátrygðir. Húsið brann til kaldra kola á einni stundu. Síðar í dag hefir verið grafið i rústunum og ieitað að lik- um þeirra feðga, en ekki fanst ann að en nokkrir partar af þeim. Var eldhafið svo mikið, að þeir hafa nær brunnið upp til ösku. Um upptök brunans er mönnum ókunnugt. Er helzt getum að því leitt, að kviknað hafi út frá ofn- pipu í eftri hluta hússins. Landsbankinn. Löqrétta er sifelt að reyna að hnýta eitthvað í stjórn Landsbankans, at vilja miklum, en mætti litlum. Sið- ast er hún að fjargviðrast út af því að manni einum hafi verið neitað um 800 kr. kÞ', þótt í boði hafi verið mikil trygging m. a spatisjóðs- bók að handveði tneð nærri allri fjárhæðinni innlagðri. Isajold hefir leitað sér skýrslc um, hvernig þessu er farið og eins og alt það mál er í pottinn borið, mun sízt ástæða til að væna Landsbankastjórnina um ranglæti. Munum vér siðar minnast á sparisjóðsbókar-handveð af líku tagi og þetta kvað verið hafa. Prestskosnint? fór fram á Sauðárkróki i fyrradag Kosningu hlaut sírr Hálfdan Guð- jónsson prófastur á Breiðabólsstað með 159 atkvæðum. Hinn setti prestur Björn Stefánsson fekk 119 atkv. Ofveðrið aðfaranótt miðvikudags gerði all- mikinn usla við Grandagarðinn, en þó eigt meiri en svo, að lagfært mun nú að mestu. Tjónið metið nokk- ur þúsutrd krónur. En á Akranesi kvað meira að skemdunum, því sjógarðar skemd- ust mjög, og fiskpallur, Haralds Böðvarssonar gerskemdist. Svo var brimið mikið hér í bæ, að sjóinn bar langt upp á stræti borgarinnar. Er gangfæri afleitt á þeim götum, sem snjórinn og sjávar- seltan hafa »blóði blandaðc. ReykjaYíkar-aDDáll. Ármannsglíman var háð í gærkvöldi i Iðnaðarmannahúsinn. Skjöldinn bar nú sem fyrri hr. Sigurjón Pót- u r s s o n, sem er að verða ósigrandh Næstur honum dugði Guðm. Kr. Guð- mundsson. Alls glímdu 12 manns. Formaður í. S. í. Axel Tulinius af- henti Sigurjóni skjöldinn. En ætla íslenzkir glímumenn að hlaða Sigurjón skjöldum Ármanns ? Væri elgi vaskara fyrir ykkur að gera heit — og linna eigi látum fyr en Sigurjón er feldur. Þá væri framsókn í /slenzkri glímu. »Einasta og bezta kappglíma vetr- arins«, — auglýsti stjórn Ármanns! En við hvaða aðrar glímur bera þeir hana saman? Hringurinn, eitthvert helzta góð- gerðafélag kvenna hór í bæ efndi til afmælisfagnaðar / Hótel Reykjavík í hugði það eintóma tímaeyðslu að reyna að fræða þá menn, sem höfðu augu, en vildu ekki sjá, eyru, en vildu ekki heyra. En er kominn tími jyrir víðtceka athys’li ? Það er augljóst að sumir, og þar á meðal Sir Oliver Lodge, líta svo á, að »það sé vafasamt, hvort málið sé þroskað fyrir viðtæka almennings- athyglic. (Sjá bréf hans til London Magazine, okt. 1913, bls. 289). Þar um er eg honum ekki sam- þykkur. Mér virðist að hin einlæga og sivaxandi löngun eftir fræðslu um þetta í insta eðli sínu mikilsverð- asta málefni ætti að vera hvatning fyrir þá, sem öðlast hafa þekkingu á því, til þess að birta alt, sem þeir hafa lært að þekkja um lífið fyrir handan gröfina og um annan heim, til gagns fyrir þá af meðbræðrum þeirra, sem hyggja — eins og því miður margir gera — að hið mögu- lega sé einungis það, sem fellur inn- an ærið þröngra takmarka þeirra eig- in skilnings. Hvernig mér birtist jyrsta Ijósið. Frá þvi er eg var mjög ungur að aldri hefi eg trúað því, að til væru andlegar verur meðal vor. Eg var um það bil 10 ára þegar eg, árla á sumarmorgni, leyndist út úr húsi afa míns með félaga mínum, nokkr- um árum eldri, niður til árinnar Med- way, til þess að veiða. Bakkinn var mjög brattur og vatn- ið djúpt, þar sem eg var að dorga, og þegar eg laut áfram t-1 þess að greiða flóna úr línunni, féll eg í vatnið. Það sem þá gerðist er jafn- ljóst i huga mínum eins og það hefði gerzt í gærdag. Eg barðist stuttri en harði baráttu fyrir lífslofti og lífi. Þá var sem eg rynni öllu heldur, en flyti yfir um ána að hinum bakkanum. Upp frá honum lá undarlegt land, þar sem sólin skein fagurlega á garð, fullan af fögrum blómum og unaðslega syngjandi fuglum. Á bakkanum, sem að mér vissi, voru þrjár verur í hvít- um hjúpum, og eg mun aldrei gleyma hinum góðlegu, samúðarfullu ásjón- um þeirra. Heldur snemt að Ijúka ferðinni. Mér þótti sem eg rétti út hendur mínar til þeirra, en þær tóku ekki á móti. Rödd hvíslaði að mér: »Ekki enn, ekki enn«. í sama bili misti eg alla meðvit- und. Þegar hinn reikandi andi minn hvarf aftur til jarðar, komst eg að því, að eg hafði verið dreginn með- vitundarlans að landi og síðan lífg- aður. Oft og mörgum sinnum hefi eg séð þessa þrjá anda í draumum mínum, og oft hefi eg óskað, að það hefði ekki verið of snemt. En allir höfum vér vorn ákveðna tíma og vort ákveðna verk, og ekki dugar að láta sigrast af slikum til- finningum. Eg veit það með vissu, að þegar minn tími kemur, muni það verða þessir þrir andar eða engl- ar, sem taka á móti mér fyrir hand- an landamærin, og þá mun engin rödd segja: »Ekki enn*. Það er engum efa bundið, að margir, ef ekki flestir, muni útskúfa þessu sem einskisverðri hugmynda- blekkingu (phantasmagnria), innan að komandi og framleiddri í heila, sem var í mjög óreglulegu ástandi vegna hinnar skyndilegu baráttu við dauð- ann. Eg lít þar öðruvísi á, og það þvi fremur sem oft hefir verið vikið að þessu atviki af öðrum öndum, sem eg hefi í seinni tíð verið i sam- bandi við. Mörgum árum siðar var eg fyrsta sinni viðstaddur tilraunafund. Hann var haldinn í ibúðarhúsi, og allir möguleikar fyrir sviksemi voru úti- lokaðir. Hálfmyrkur var i herberg- inu, en sjá mátti miðilinn í klefan- um allan tímann. Nokkrar fullkomlega holdgaðar ver- ur komu frá kiefanum, gengu í kring og töluðu við þá, sem viðstaddir voru. Allar voru þær ókunnar mér, og eg hafði ekkert persónulegt samband Upp frá því slepti eg engu tæki- færi til þess að rannsaka andaheim- inn. Eg hefi haft óteljandi tilrauna- fundi í minu eigin húsi. í fyrstu var árangurinn aðallega líkamlegs eðlis, viðburðirnir slíkir sem þeir, er Crookes og Lombroso hafa lýst svo greinilega, en smámsaman viku þeir fyrir fyrirbrigðum, sem voru hærra eðlis. Illir andar komu sömuleiðis ekki svo sjaldan, en allir hafa þeir horfið, orðið að lúta fyrir voldugri öflum. Aðgerðir einnar af þessum illu ver- um neyddu oss einn dag til að slíta fundi. Andinn birtist ekki sýnilega, en gerði mjög áþreifanlega og óþægi lega vart við sig. Með því að vera fyrir aftan stól, sem kona ein, mjög sterkbygð, greip hann um háls henn- ar. Hún hljóðaði og eg brá upp ljósinu. Hún var þá svo eftir sig að hún varð að fara út. Ekkert gerðist fyr en hún kom aftur og settist meðal viðstaddra. — Miðillinn sat í þungum eikarstól. Eftir fáar mínútur var hann, ásamt stólnum, hafinn á loft og varpað til jarðar. Eg brá óðara upp ljósinu og sá að hann var í millibilsástandi ennþá í stólnum, sem lá ftatur á gólfinu. Þótt undarlegt sé, var hann ómeiddur. Hin eina ógeðjelda reynsla mín. Mrs. Besant, sem var viðstödd, sagði, að þar sem slík ill öfl væru verkandi, væri ekki viðlit að halda tilraunafuudinum áfram. Eg hefi aldrei haft verulega ógeðfelda eða hættulega reynslu á tilraunafundi, nema þetta eina skifti. Eina nótt vaknaði eg og varð þess var, að hálfbjanni var í herberginu mínu. Uppi yfir mér sveimaði vera i svörtum hjúpi. Eg varð kaldur sem nár, og gat hvorki hreyft legg né lið. Svipurinn horfði á mig og hvarf smámsaman. Fyrsta hugsun mín var, að eg væri kominn yfir landamærin, eti eðlilegur líkamshiti minn kom smátt og smátt aftur. Eg hefi aldrei á neinn hátt getað gert mér grein fyrir þessum fyrir- burði. Eg hafði alveg nýskeð orðið fyrir þungbærum missi. Nokkurum nóttum síðar birtist við rúmstokk minn andi hennar, sem eg hafði mist, eða öllu heldur hennar, sem farið hafði á undan mér, og á augabragði gerðu áhrif af jarðnesku eðli vart við sig milli okkar. Eg rétti út hendur minar til þess að hrinda svipnum í burtu. Fyrir þeim varð ekkert, en svipurinn hvarf. Gráskeggjaði vörðurinn. Aðra nótt birtist hún mér, og í sama bili birtist við fótagaflinn á rúminu gráskeggjaður maður, líkur munk, eins og til þess að halda ill- um áhrifum burtu. Aðra nótt vaknaði eg og varð þess var, að albjart var í herberginu, og sami andinn í hvitum hjúpi eins og fyr, en geislandi björtum, kinkaði hvað eftir annað kolli til mín, og leið svo burtu. Eg hefi mörgum sinnum séð hana á tilraunafundum síðan, en aldrei hjá mér einsömlum. Hún hafði mikið yndi af blómum, og eg var vanur að færa henni blómvönd á hverjum tilraunafundi. Þenna blómvönd fór hún altaf með í burtu, þangað til einn dag, er hún hætti því, og sagði

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.