Ísafold


Ísafold - 07.03.1914, Qupperneq 1

Ísafold - 07.03.1914, Qupperneq 1
Kemur út tviavar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 \ dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí eilendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD | ll■llll■^lll^lllt^nl|pllll^llll■llll■llll■llll■llll■llll»ll | Uppsögn (skrlfl.) ||| bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- ||| laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Rltstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XLI. árg. Reykjavik, laugardaginn 7. marz. 1914. 19. tölublað I. O. O P. 952279. AlþýðufóLbókaaafn Templaras. 8 kl. 7— Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 -3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og > -7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. AusturstrJ22 fstd 1 -8 tslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7f K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10 Alm. fundir fid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helj. tm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—6'/*. Bankastj. '2-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá -2 Land8fóhirbir 10—2 og B—6. Landsskialasafnió hvern virkan dag kl. -2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helgft daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Austurstr. 22 þd.ogfsd. 12 -1 Náttúrugripasafnib opib l'/t—21/* á sunnud, Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnnrrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagJ. Talsími Reykjavíkur Pósth.3 opinn daglengt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2 -8 Vífilstaóahælib. Heimsóki.a.rtimi 12—1 f*ióbmenjasftfni?> opib sd, þd. fmd. 12- 2 Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Sigffús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hambnrg 11. Inn- & utflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar islenzkar vörur seldar hæsta verði. Sfmnefni: Blöndahl. — Hambnrg. Shrifstoja Eimshipatéíags ístands Austurstræti 7. Opin úagiega kl. 5—7. Talsimi 409. Talsímanúmer ísafoldar v Afgreiðsla Isafoldar 48 ísafoldarprentsmiðja 48 Ólafur Björnsson ritstj. 455 Magnús TIi. S. Blöudahl. Skrifstofa |og sýnishomasafn. Lækjargata 6 B (uppi). Selur að eins kaupmönnum og kaupfélögum. Min ningar ritið um Björn Jóns8on, fyrra bindi með mörgum myndum, ier komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Frón. Það er eitt, sem oss bindur að elska vort land, fyrir ofan alt stríð, fyrir han'dan þess sand, með þess hlutverk í höndunum fáu. — Eins og straumar þess blandast, um láð, yfir lá, skal hér lífsstarf af samtaka þúsundum há, þar sem hafsbrún og tindar með tign yfir brá setja takmörkin fjarlægu, háu. « Hér er Norðurheims blóð bæði aldnast og yngst, eins og Austurvegs bylgjan féll léttast og þyngst, eins og sól hefir skift sínu skini. — önnur æðin bar Norðmannsins hvarma og hár, önnur hitaði vestrænu feðranna brár, en þær streymdu sem kvíslar til aleinnar ár fram í íslenzka þjóðbálksins kyni. — Vorra forfeðra sveit, hún steig norðrinu næst. Þeirra návíg við Hel stendur dáðanna hæst, gegnum aldir af óskráðum sögum. Undir vestrinu glitrar á gaddheimsins tröf — þar er Grænland, hin volduga, íslenzka gröf, sem er traðkað í áþján, sem hrópar um höf, unz vér helgum oss arfinn að lögum. Vorra segl náðu yzt — og þess orðstír reis hátt. Yfir öræfin bláu, í kveldbjarmans átt, eins og Hirðingjar hafsins þeir sóttu. Fyrir Vínlandi mikla þeir merktu vorn skjöld, þessir menn með hin íslenzku, fljótandi tjöld; og frá borðunum fornu, um eilífa öld, brenna eldar í gleymskunnar nóttu. Vora tungu þeir mæltu með harðari hljóm. Undir hversdagsins gervi hún ber enn þann óm. Látum hjörtu vor bergja þá brunna. Það er norræna andans aö uyggja þá brú, sem má binda i lífinu hugsun og trú. Þetta eðli ber Frónbúinn fyrrum og nú. Aldrei féllu þau vé hér til grunna. Hvílík örlög vors fólks gegnum elda og blóð! Þegar eigið þess sverð undir hjarta þess stóð, þá var stórsigur anda vors unninn. Þegar Snorri sló höndu á Helvega grind reis af haugpm og gröfum hin lifandi mynd — og um heiminn er setið við sögunnar lind, er af sál vorrar þjóðar er runnin. Veri blessað vort víðsýna, fámenna Frón. Hvílík framtið þess börnum með stórleita sjón yfir vélar og vinnandi hendur! Þeirra von standi hátt. Þeirra vegur er beinn. Þeim er veröldin opin, sem staðist gat einn. Það er einbúa viljinn, sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strendur. — Biðjum himnana vernda og leiða vorn lýð, svo hans ljós skíni bjart yfir ókomna tíð, þó það berist af börnunum fáu. Standi vættirnar fornu um lá og um láð, þar sem lífsverk af mikilli þjóð skyldi háð, þar sem tindar og höf benda trú vorri’ og dáð, á vor takmörk — hin fjarlægu, háu. Einar Benedihtssoa. Þingmannaefni Reykjavikur. Ekki er kunnugt, að þau verði fleiri en 5. Einn á báti rær hr. L. H. B. fyrir sinn ffokk, en Sambands- menn senda Jónana tvo, Magnús- og Þorláks-syni út af örkinni. Af Sjálfstæðismanna hálfu verða í boði þeir Sveinn Bjðrnssnn og Siqurður Jónsson. Það ætti ekki að vera vandasamt verk fytir Sjálfstæðismenn hér í bæ að velja milli þessara þingmannaefna, ef hugur fylgir máli um sjálfstæðis- stefnuna. Eitt þingmannaefnanna, hr. L. H. B., hefir marglátið uppi, að stefnu- skrá sín í sambandsmálinu sé Upp- kastið frá 1908, og muni hann taka þvi hvenær sem það fáist. Getur nokkurum Sjálfstæðismanni dottið í hug að fylgja slíkum manni og styðja hann með atkvæði sinu, þegar ann- arsvegar eru í boði 2 dugandi og vel metnir Sjálfstæðismenn ? Þá grunnhygni og flasfengni ætlum vér engum flokksmanni, sem veit hvað hann er að gera. Og sama er að segja um það, ef nokkur Sjálfstæðismaður færi að styðja þá Sambandsnafnana. Það er kunnugt, að fáir menn fylgja núv. ráðherra jafn-óhikað og eindregið eins og þeir. Það má ganga að því vísu, að eigi skilji þeir leið við hann í sambandsmálinu. Og allir vita hvaða kosti núv. ráðherra taldi oss unandi við, er hann var að halda »Grútnum< að oss í des. 1912. Vilja reykvískir Sjálfstæðismenn leggja Grútnum liðsyrði? Þá er bezt fyrir þá að kjósa Jónana, því að hvert atkvæði, sem á þá fellur, er « Grútar « -atkvæði. Stefna þessarra þriggja þingmanns- efna er svo ger-andstæð stefnu vor Sjálfstæðismanna, nð óhugsandi er, að nokkur Sjálfstæðismaður, með óbjagaðri dómgreind, geti léð þeim fylgi. Þar að auki er það svo um þá Sambands-nafna, cius og Isaýold hefir áður minst á, að hvorugur má í raun og veru þing sækja, veqna stöðu sinnar. Svo ilt sem það hefir verið hingað til fyrir höfuðstaðinn, að lögreglu- stjóri vor og dómari hefir setið á þingi og orðið að fela öðrum, veqna pess, mikilsverð embattisstörf — þá fer þó skörin fyrst að færast veru- lega upp í bekkinn, er dómari vor og lögreglustjóri fer að keppa um þingmensku, heyja snarpa stjórn- málaglímu — í sínu eigin lögreglu- stjóra og dómara-umdæmi. Það er alkunnugt hversu oft bæjarfógetinn hér hefir orðið að víkja dómarasæti vegna stjórnmála-afskifta sinna. Halda menn, að það bæti um, er hann gerist sjálfur þingmenskubiðill Reyk- vikinga? Það er einnig á vitorði Reykvíkinga, hve annamikið em- bætti bæjarfógetaembættið hér er — og að núv. bæjarfógeti hefir oft orð- ið að fá aðra til að dæma fyrir sig dóma, vegna anna. Þegar svo þess er gætt, hve tekjumikið þetta em- bætti er — mun það naumast lá- andi, þótt margir Reykvíkingar líti svo á, að þeir eigi heimting á öllum starfskröftum bæjarfógeta við em- bætti sitt. Kosningaróðurinn fyrir bæjarfóget- ann hefir fyrsta sinni fært oss að höndum áskoranafarganið. Stjórnar- menn hafa farið út um stræti og gatnamót og lagt hið mesta að mönn- um að »forskrifa« sig á áskorana- skjöl um þingmenskuframboð til bæjarfógetans. Það er mælt, að stjórnmálafélagið Fram hafi fyrir þessu gengist. En alt er þetta áskoranafargan í raun réttri gagn- stætt anda kosuingalaganna og ætti þessvegna ekki að eiga sér stað. Með leynilegum kosningum átti að hjálpa þeim, sem lítið eiga undir sér til að fylgja sannfæringu sinni um mál og menn. Við þenna anda laganna er gengið beint í bág með áskoranaróðrinum. Sú er eina bótin, að enginn er bundinn við slika undirskrift, þegar að kjörborð- inu kemur. Það er svo sem vitan- legt, að margnr maðurinn hér í bæ þykist eiga svo mikið undir lög- reglustjóranum og dómaranum, að hann megi ekki láta spyrjast það, að neitað hafi að skora á hann eða lofa honum styðningi. En svo feng- ið loforð verður að lúta i lægra haldi fyrir sannfæringunni, þegar inn í kjörklefann kemur. Um hitt þingmannsefni Sambands- manna, landsverkfrœðinginn, er hið sama að segja og hr. J. M., að staða hans gerir það í raun og veru ókleift, að hann sitji á þingi. Em- bætti hans var talið svo annamikið fyrir 2—^árum, að hann þurfti að fá aðstoðarmann. Síðasta þing veitti verkfræðingnnm|mikla launahækkun — auðvitað meðal annars vegna hins mikla starfa, sem á honum hvílir. Þegar svona stendur á verður mönn- um erfitt að skilja, að nú skuli lands- verkfræðingurinn alt í einu fá tíma til að sækja þing fyrir Reykvikinga. Það hefir verið fært þingmenskufram- boði landsverkfræðingsins til varnar, að þingið þyrfti svo oft að leita ráða hans. En sú ástæða er hégómi einn. Nokkurra daga návist hans hér mundi nægja i því efni og ef borin er saman þörf þingsins á návist hans og þörf þeirra fyrirtækja, sem verið er að kosta af landsfé, og honum er launað til að hafa eftir- lit með, þá verður eigi vafi á »hvar þörfin meiri fyrir er« ? Af þessu er auðsætt, að hvorugt þingmannsefni Sambandsmanna má á þingi sitja 'vegna stöðu sinnar, hversu heilbrigðar sem skoðanir þeirra væru. En er við bætist hin gergagnstæða stefna þeirra við Sjálf- stæðismenn, verður því meiri ástæða fyrir þá (Sjálfst.m.) að vinna ótrauð* lega að falli þeirra þ. 11. apríl — ekki síðnr en falli L. H. B.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.