Ísafold - 07.03.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.03.1914, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 73 Erlendar símiregmr Þingrof í Svíþjóðu. Kauþmannahöfn í gœr kl. j. Svíaþing hefir verið rofið. Berjast nú flokkarnir með hnúum og hnef- um að undirbúningi nýrra kosninga. Hefir aldrei i manna minnum verið neytt þar í landi slíkra asinga sem nú. Pingmenskuframboð. í næstu viku (laugardag 14. marz) er lokið íramboðsfresti til alþingis. Fullvíst er ekki enn um framboðin öll. En eftir þvi sem næst verður komist mun þingmannalistinn verða á þessa leið, og eru þeir skáletraðir, sem Sjálfstæðisflokkurinn styður. í Reykjavík: Sveinn Björns- son og Sigurður Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Jón Magnússon og Jón Þorláksson. Gullbringu- og Kjósar- s ý s 1 a: Björn Kristjánsson, Krist- inn Daníelsson. Ekki heyrzt um aðra frambjóðendur þar. Árnessýsla: JónJónatansson, Sigurður Sigurðsson og Þorfinnur Þórarinsson. Rangárvallasýsla: Jónas á Reynijelli, Tómas Sigurðsson á Barkasföðum, stra Eggert Pálsson Og Einar Jónsson á Geldingalæk. Vestmanneyjar: Karl Ein- arsson sýslum., Hjalti Jónsson skip- stjóri. Vestur-Skaftafellssýsla: Sigurður Eggerz sýslum. Mælt að enginn muni við hann keppa. AusturSkaftafellssýsla: Þorleifur fónsson, Sigurður Sigurðs- son cand. theol. Suður-Þingeyjarsýsla: Sigurður Jónsson á Arnarvatni, Pétur Jónsson á Gautlöndum. Norður-Þingeyjarsýsla: Benedikt Sveinsson, Steingrímur Jóns- son. Eyjafjarðarsýsla: Krist- ján H. Benjamínsson Tjörnum, Hann- es Hafstein, Jón Stefánsson ritstj., Stefán í Fagraskógi. A k u r e y r i: Asgeir Péttirsson kaupm., Magnús Kristjánsson kaupm. Skagafjarðarsýsla: JóseJ Björnsson, Olajur Briem Líklegt að eigi verði aðrir í kjöri. Húnavatnssýsla: Guðm. Hannesson prófessor, Guðm. Ólajs- son, Ósi, Björn Þórðarson sýslum., Tryggvi í Kothvammi, Þórarinn Jónsson. Strandasýsla: Magnús Pét- ursson læknir, Guðjón Guðlaugsson. Norður-lSafjarðarsýsla: Skúli Thoroddsen einn. ísafjörður: Magnús Torfa- son, Sigurður Stefánsson. Vestur-ísafjarðarsýsla: Sira Þórður Olajsson, Matthias Ó- lafsson. Barðastrandasýsla: Há- kon Kristójersson, Snæbjörn Krist- jánsson. D a 1 a s ý s 1 a : Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Magnússon síma- stjóri. Snæfellsnessýsla: Sigurð- urður Gunnarsson prófastnr, Halldór Steinsson héraðslæknir. Mýrasýsla: Sveinn Nielsson á Lambastöðum, Jóhann Eyólfsson Sveinatungu. Borgarfjarðarsýsla: Hjörtur Snorrason, Skeljabrekku, Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri. Skeyti, sem ísafold átti von á um framboð í Múlasýslum og á Seyð- isfirði var ókomið, er blaðið var tek- ið til prentunar. Skallagrímur upp til sveita. Úr einni nærs/slunni er ísafold rit- aS á þessa leiS um landsmálabjástur Skallagríms: Landsmái verður mönuum talsvert tiðrætt um nú, sem eðlilegt er svona skömmu fyrir kosningarnar. Varla minnast menn svo a þessi mál eða bloðin að ekki só talað um greinar Skalla Gríms í Lögróttu og mann- inn sem dylst á bak við þá skalla- grímu. Margir eiga bágt með að trúa, þó þeir v e r ð i að gera það, að þar só gamall Sjálfstæðismaður kominn. En eyrun segja til sín. Framkoma þess manns í seinni tíð hefir vafaiaust vakið vantraust, og tortrygnin eykst að trúa nokkrum úr því hann gat brugð- ist því málefni, sem hann var svo lengi ótrauður talsmaður fyrir. Skalla-Grímur gerir sér mikið far um að telja þjóðinni trú um, að Sjálf- stæðisflokkurinn só genginn frá sinni stefnuskrá í sambandsmálinu og að hann berjist fyrir völdum, en ekki fyr- ir málefninu nú við kosningarnar. Eink- um verðuð houum tíðrætt um þetta í Lögróttu 10. tbl. núna síðast. Hann þykistekki sjá það djúp, sem staðfest só á milii Sjálfst.flokksius og Sambands- flokksins. Jafuvel vill hann halda þvf fram að allir flokkar geti skrifað uud- ir ávarp Sjálfstæðismanna. Þetta er furðu kynleg skoðuu, ef um skoðun er að ræða, þegar litið er á stefnuskrá beggja flokka. Að visu er stefnuskrá Sambandsflokksins óskrifuð, en hún er þó fullljós og skýr þeim sem augun hafa opin. Hún er aðeins í tveimur liðum: 1. að leiða sambandsmálið til lykta, eins og það horfir nú við og 2. að halda i völdin! Eins og öllum er kuunugt myndað- ist Sambandsflokkuritin vegna bræð- ingsins. Nú hafa Danir ekki iitið við þeim kröfum, en í þess stað hafa þeir sent okkur þá sendingu sem nefnd hefir verið »Grútur«. Danir hafa með þessu svari sínu dauðadæmt Sambauds- flokkinn á grundvelli »Bræðiugsins«. Þrátt fyrir það heldur flokkurinn sam- batidsnafninu og í því felst ótvírætt stefnuskrá flokksins. Hann vil auðsjá- anlega fá sambandsiög undireins, hvað sem kostunum iíður. Hann vili ekker bíða með að leiða sambandsmálið til lykta. Þar er hann þó á gagnstæðri skoðun, því sem sjálf stæðism. eru og Skalla Grímur ámælir þeim fyrir kröftuglega. Eu hvernig er þá þessu sambandi varið sem við eig urn kost á nú? Jú, það er »Grúturinu« og ekkert annað. Allir vita að það er hann sem Danir hafa boðið okkur. En hvorki Skalla Grímur eða tteinn annar Sambandsflokksmaður hefir ymprað á þvi minstu vitund, að anuað væri í boði eu hann. Það þarf því enginn að ganga að því gruflandi hvað fiokkn- um er fært að framkvæma í sambands- málinu nú sem stendur og sjálfsagt nokkuð lengi fram 1 tímann. »Grút- urinn« er síðasta orð Dana í því máli utn óákveðinn tíma, og Sambandsflokk- urinn hefir því ekkert annað að bjóða en hann í sambandsmálinu, sem hann vili svo ákaft leiða til lykta. — Bágt á eg með að trúa því, að Skalla Grím- ur só svo sljóskygn. að hann sjái ekki niður í það djúp, sem í þessu máli skilur flokka og að það djúp er með öllu ófært þeim, sem af heilum hug unna sönnu sjálfstæði þessa lands. Óneitanlega væri þjóðinni hollast að Samb.menn legðu leið sina yfir það djúp, sem þeir hafa sjálfir grafið með Dönum og skildu »Grútitin« eftir hinumegin. Þetta eina mál er eitt nóg til að sanna, að það eru mál, en ekki menn, sem skilur flokka nú við kosningarnar, og er þó enginn hörgull á málum, öðr- um, sem skilja þá og benda mætti á, ef þörf gerist. Minsta kosti er Sjálfstæðismönnum það ljóst hvaða mál það eru sem skilja flokka nú. SkaftáreldhraunsYegnrinn. Líklega er hann einn af þeim vegum, sem orðið hafa til þess, að gefa landsverkfræðingnum þá dýrmætu reynslu, er hann segir meðal annars frá í hinni heimsfrægu skýrslu sinni til Stjórnarráðs íslands, um rannsókn á járnbrautarstæði frá Reykjavík austur í Rangárvallasýsla. Þar segir verkfræðingurinn: »En nú er reynsla fyrir því, hér frá vegunum, að þar sem þeir eru niðurgrafnir, leggjast á þá skaflar, en þar sem þeir eru upphleyptir eru þeir nærfelt snjó- lausir allan veturinn, nema á fjöll- um uppi, að minsta kosti á Suður- landi«. Að enginn skuli fyrri en verkfræðingurinn nú hafa tekið eftir lessu: að snjór safnast í skurði, traðir og aðrar lægðir, en fýkur af hæðunum. Reyndar hygg eg að Síðumenn hafi eitthvað nefnt þetta í skjali sem þeir sendu Stjórnarráð- inu, eftir að nýlega var byrjað á að leggja hraunveginn. Þar munurn við hafa farið fram á, að hann yrði agður hærra, það sem eftir var af honum, en spotti sá, sem þá var búið að leggja. Við höfum liklega haft einhverja óljósa hugmynd um, að traðir um hraun mundu verða fengsælar með snjó á vetrum. Þá hefir verkfræðingur landsins ekki verið búinn að sannfærast um að snjórinn væri svona undarlegur, að safnast frekar i lægðir en á hæðir. En að fara að taka þetta trúanlegt af nokkrum bændaræflum, þó kunn- ugir þættust vera, var ekki samboðið verkfræðing landsins. Samt sem áður álitum við enn, að réttara hefði verið af verkfræð- ingnum að taka meira tillit til mála- leitunar okkar en hann gerði þá, svo sauðþráir erum við, og hjálpar það eflaust til, að við erum eins og verkfræðingurinn nú, að fá áþreifan- lega reynslu fyrir því, að vegur þessi hefði átt að leggjast hærra. T. d. fór eg undirritaður ásamt öðrum manni vestur yfir hraunið þann 17. þ. m., hafði þá um nær háltan mánuð næstliðinn verið ágæt- ur þeyr, svo að hér á Síðu og Landbroti var nær allur snjór horf- inn, nema úr giljum og öðrum djúpum lægðum, var þvi hestfæri hið bezta vestur að hrauninu, en í því urðum við að fara af baki hest- unum, hvað eftir annað á meðan þeir voru að brjótast um í sköflun- um. Með öðrum orðum, vegurinn var ófær hestum með burði og ill- fær lausum. Þegar í Skaftartunguna kom, var hún hin bezta yfirferðar, mj®g lík færð þar og austan við hraunið. Og Mýrdalssandur — snjó- kistan sjálf — var vel reiðf.er lítið eitt sunnar en efri leiðin. Vestan Hafurseyjar var hann alstpólaus. Reynslan var þvi þesst: að ol leiðin, þar sem vegurinn að mestn I vfi ei til orðinn af náttúrunnar , tr góð yfirferðar, en kaflinn yn n un- ið illfær. Því er ekki bót mælandt a þess- ari framfaraöld, að slík vegagerð og þessi skuli eiga sér stið, þar sem efni í veginn er jafngott og það er í hrauni þessu ’— gnægð af lausu grjóti allsstaðar við hendina. Sjá- anlegt er það, að svona verklag sem þetta, er gersamlega laust við alla hagsýni og sannan sparnað. Að því hlýtur að reka áður en langt um liður, að veginn ýerður að hækka, og kemur þá að því, að aðalverk hans — yfirborðið — ónýtist og verður þá af nýju að myija hraun- grjótið i yfirborði vegarins. Notin af veginum hefðu frá byrjun orðið að miklum mun betri, ef hann hefði strax verið lagður þannig, að hann hefði getað talizt forsvaranleg þjóð leið, en það er hann ekki og verður ekki á vetrum, fyr en búið er að hækka hann allan — riðja ofau í traðirnar — og brúa Ásakvíslar. Þessau til frekari sönnunar má benda á það, að pósturinn er ennþá látinn fara syðri leiðina, einmitt vegna þess, að það er kunnugt. að hraunvegur- inn er ófær hvenær sem nokkur snjór er á jörðu Sýnist þá vera kominn tími til þess að leggja niður leiðina yfir Kúðafljót. Með því mundu hest- arnir okkar mæla öfluglega, ef þeir ættu kost á því. Kirkjubœjarklanstri 27. jan. 1914. Jjírus Helgason. Bökarfregn. Eimreiðin, 20. árg. 1. hefti, er nýkomið út. Fyrsta greinin (eftir Ólaf Friðriksson) er um fánagerðina íslenzku. Virðist höf. hallast að Þóismarki í fánann í stað krossins. Þorvaldur Thoroddsen segir frá ósanngjörnum áómi um íslendinga, sem Grænlandsfarinn Quervain ritar í feiðasögu sína fiá Grænlandi. Enn- fremur ritar Þ. Th. um aldarminn- ing Japetusar Stenstrups, hins danska vísindamanns, er ferðaðist um ísland árin 1839—1840, með Jónasi Hall- grímssyni seinna árið. Þá eru þar kvæði eftir Jakob J. Smára, sonnetta og skáldsaga eftir Gunnar Gunnars- son, minningar frá æskuárunum eft- ir Önnu Thorlacius, grein um Hel- enu Keller eftir Björgu Þ. Blöndal. Sú greinin er mesta mun athygli vekja er samt ritdómur dr. Valtýs um Hrannir Einars Benediktssonar. Er hann langur mjög og stingur alveg í stúf við alt annað, sem um kvæðabók E. B. hefir verið, ritað svo mjög er hún »sneypt« af dr. V. G. og ekki laust við, að ritstj. Skirnis fái og »á baukinn« fyrir lof- leg ummæli sín um Hrannir. Árnes- og Rangæingar búsettir í Reykjavík höfðu hóf allmikið i gildaskála á Hotel Reykja- vík, laugardag 28. f. m. Voru þar saman komnir 230 manna. Bryn- jólfur Björnsson tanniæknir bauð gestina velkomna með nokkrum vel völdum orðum og stýrði síðan sam- sætinu. Fyrir minni héraðanna tal- aði Sigurður Jónsson kennari. ís- lands mintist Þorsteinn Erlingsson skáld. Þá tók Gunnar Sigurðsson stud. jur. frá Selalæk til máls og hrelf samkomuna með skáldlegri orðsnild og fjöri um fegurð og blíðu kvenna. Bjarni Jónsson (frá Vogi) alþm. signdi full forstöðunefndar mótsins. Arnaðarskeyti bárust mót- inu frá »húsfólkinu« á Eyrarbakka og sira Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti, sem var einn þeirra er undirbúið höfðu mótið, en gat ekki tekið þátt í því sökum lasleika. Velort og skemtilegt kvæði var sungið eftir Guðm. Guðmundsson skáld. Frú Valborg Einarsson skemti mönnum nokkra stund með söng og hljóð- færaflokkur Bernburgs fiðluleikara spilaði fyrir dansi. Menn skemtu sér hið bezta við dans og ýmsan gleðskap fram eftir nóttu. Árnað- arskeytunum var svarað og þar að auki var kveðjuskeyti sent til Einars Jónssonar listamanns frá Galtafelli. Viðstaddur Alþýðnfræðsla Stndentafél. Dr. Guðm. Fintibogason flytur eriudi um: Kveðjur, sögur þeirra og sálarfræði sunnudaginn 8. marz, kl. 3 síðd. í Iðnarmannahúsinu. Inngangur 15 auia. Shíðin Qóðu úr hickory-viði, sem kosta í raun og veru 14 kr., fást enn á 12 kr. hjá Bjarna Magnússyni Skólav.st. 4. Menn ættu að fá sér þau sem fyrst, því að öðrum kosti verða þau send í annan landsfjórðung. Reykiavikur-annáll. Alþingiskosningarnar. Á bæjar- sfcjórnarfuudi síðast voru þeir Eg g e r t B r i e m skrifstofustj. og S i g h v a t- ur Bjarnason bankastjóri kosnir í yfirkjörstjórn fyrir Reykjavík viö kosningarnar 11. apríl. Bæjarverkfræðingnr Reykjavíkur vill enginn vera meö þeim kjörum, sem nú eru boðin. Umsóknarfresti var lokið um mánaðamótin síSustu, en enginn sótti. í vandræðum sínum kaus bæjarstjórn sórstika nefnd á fimtudaginn til þess að ráða fram úr þessu. Nefndina skipa: Jóh. Jóhann- esson, Knud Zimsen og Sighvatur Bjarnason. Hjónaefni. Guðm. Ólafs&on yfir- dómslögmaður og jungfrú Sigríður Grímsdótfcir frá ísafirði. Messnr: í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónsson, kl. 5 síra Jóhann Þorkelsson. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafss. Skíðafélagið er þegar tekið til starfa. Það biður drengjum ókeypis skíðakenslu núna um helgina. Kenn- arinn er hr. L. M ú 11 e r verzlunar- stjóri. Líklegt að margir verði til að nota þetta ágæta færi til að læra á skíðum. Skipasiníði. Nýlega er nýtt skip hlaupið af stokkunum hór í bæ, Heit- ir það H r a f n S v e í n b j a r n a r- s o n. Eigandi er Bjarni Ólafsson skipstjóri á Akrauesi. Skipið er smíð- að í Völundi og yfirsmiður hinn sami og er smíðaði Heru í haust, Magnús Guðmundsson. H r a f 11 er 20 smál., 32 fet á lengd, 13 á breidd. Eimskipafélagið. Stjóruin íslenzka hefir skipað hr. Olgeir Friðgeirsson, fyrrum verzlunar- stjóri Örum & Wulffsverzlunar á Vopnafirði fullttúa sinn í stjóm Eimskipafélags íslands. Samgöngumála-ráðunaut- ur er nýskipaður af stjórninni Olgeir Friðgeirsson frá Vopnafirði. Fær hann 4000 kr. fyrir það starf. Tbore-Ingólfi hlekkist á. í gærmorgun lagði Thoreskipið IngolJ á stað frá Húsavík áleiðis til Akureyrar. En er skipið var komið dálítið út á Skjálfanda bilaði eitthvað i vélinni snögglega og komst skipið hvergi, heldur varð að leggjast við akkeri, þar sem það var komið. Reynt var að ná farþegunum i land, en tókst ekki. Kong Helge sem staddur var á Dýrafirði í gær, fór þaðan kl. 8 í gærkveldi norður til hjálpar Ingólfi. í morgun fréttist, að Ingolf hefði komist á stað kl. 6 árd. og haldið til Akureyrar, svo að kleift hefir skipverjum verið að gera við vélina, — minsta kosti til bráðabirgða.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.