Ísafold - 07.03.1914, Page 2

Ísafold - 07.03.1914, Page 2
72 I SAFOLD En að því vinna Sjálfstæðismenn bezt með þvi að fylkja sér sem fastast utan um þá Sv. Bj. og S. J. — Það er eins víst og 2 og 2 eru fjórir, að þessi þingmannsefni verða kosin þ. ix. apríl, ef Sjálfstæðis- menn halda vel saman og sækja kosningar. Munið það, allir þér er sjáifstæðis- stefnunni fylgið, — það er hand- vömm ykkar að kenna, ef andstæð- ingar vorir, nokkur þeirra, kemst að hér í Rvík I Karl í koíi. Veðdeildarlögin og Jóh. Jóhannesson fasteignasali. Mér finst, að fasteignasalinn hefði átt að gera sig ánægðan með fyrir- lestur minn um veðdeildarlögin, er eg héit 20. janúar, og niðurstöðu þá, sem varð á þeim fundi, þó hún yrði alt annað en ákjósanleg fyrir hann. En svo er þó ekki, því enn fyllir hann Lögréttu með sínum alkunnu fúkyrðum í röksemda stað, og er nú flúinn í þingtíðindin. Prentar upp ræður, sem haldnar voru af nauða- lítilli þekkingu, eins og sýnt mun verða fram á, en passar að tilgreina ekki par rceður eða pau rök, sern unnu sigurinn í pinqinu. Alt gert til að villa lesendutn Lögrittu sýn. Honum finst, að hann endilega þurfi að bera sigurinn úr býtum, þó hann eigi al- gerlega rangt mál að verja. Fasteignasalinn mundi þó ekki sækja þetta svona fast, ef hann vissi, eða hefði veitt því eftirtekt, hvað vel eg fór með hann, er eg hélt fyrirlestur minn 20 janúar, par sem eq dró strik yfir allar hans stœrstu syndir í ritmenskunni um veðdetldar- lögin og bankastjórnina, En vegna þessarar þrákelkni fast- eignasalans, ætla eg mér nú að nefna að eins örfá dæmi, sem sýna, hvað mikið maðurinn botnar í því, sem hann þykist vera að rita um. í Lögréttu nr. 47 8. október byrj- ar fasteignasalinn aðal-árásina á veð- deildarlögin, en í 60. tölublaði Lög- réttu 17. des. birtir hann svo »upp- kast til veðdeildarlaga* eins og hann vill að pau séu. í 7. gr. veðdeildarlaganna frá síð- asta þingi er svohljóðandi kafli: »Svo skal lántakandi að minsta kosti á hverjum 5 ára fresti, meðan lánið stendur, sýna skírteini, sem banka- stjórnin tekur gilt, fyrir því, að veðið hafi eigi rýrnað í verði, svo að veð- deildarflokknum geti verið nein hætta búin. Láti lántakandi farast fyrir að senda bankastjórn Landsbankans þetta skírteini, má stjórn bankans láta skoðunargerð af innanhéraðsmönnum fram fara, á kostnað lántakanda«. Akvæði þetta er nýtt í veðdeild- arlögum vorum, en samskonar ákvæði hefir þó verið i söfnunarsjóðslögun- um frá stofnun Söfnunarsjóðsins. En fgsteignasalinn lítur þó hornauga til þessa ákvæðis, og vill sýnilega ekki að það standi í lögunum, því hann segir: »Hún þykir liklega vera meinleys- isleg á svipinn, en þó er hún, þegar að er gætt, þungbúin, illileg og merkt með gamla islenzka hálfgerða verkinu. Lántakandinn á að leggja fram skírteini fyrir að eignin sé í alla staði vel hirt, og ber að gera þáð fimta hvert ár. Hver á að und irskrifa skírteini þetta? Máske hann sjálfurll? Þótt mannskepnan, sem lán- ið fær, ræki þessa skyldu sina af mestu samvizkusemi, hefir það enga þýðingu, því bankastjórnin hefir áskilið sér rétt, sem hún vitanlega notar, og hann er sá, að þrátt fyrir áminst skírteini getur hún sent mann upp á kostnað lántakanda til að líta eftir viðhaldi og hirðingu eignarinn- ar. Mér finst þessi lagaþáttur æði loðinn og tvíeggjaður mjög«. Það þarf naumlega að skýra frá því, að þegar veðdeildin þarf að fá sér upplýsingar um, hvort veði sé viðhaldið, þá eru það venjulega virð- ingamenn hreppsins, kaupstaðarins eða bankans, eða þeir virðingamenn, sem upphaflega virtu eignina, sem gefa vottorð um ásigkomulag henn- ar, er þess er æskt, og hefir það svo verið síðan veðdeildin var stofnuð fyrir 13 árum. Það var því alveg ónauðsynlegt að tiltaka, hverjir ættu að undirskrifa slík skírteini, því eng- inn gat heldur fengið vald til að dæma nm gildi peirra nema banka stjórnin, og endurskoðendur bank- ans. Það segir sig sjálft. Samkvæmt þessum aðfinningum fasteignasalans hefði mátt búast við, að hann kæmi ekki með samskonar ákvæði í frum- varpi sínu, og að hann mundi al- veg létta þessari kvöð af lántakendum. En hvað gerir fasteignasalinn ? Hann kemur með svohljóðandi ákvæði í frumvarpi sínu í Lögréttu nr. 60, sem áður er vísað til: *Svo skal lántakandi, að minsta kosti á hverjum 5 ára fresti, meðan lánið stendur, sýna skírteini, uppá- skrifað af sýslumanni eða hrepp stjóra, fyrir því, að veðið hafi eigi rýrnað í verði, svo að veðdeildar- flokknum geti verið nein hætta bú- in. Láti lántakandi farast fyrir að senda bankastjórn Landsbankans þetta skírteini, má stjórn bankans láta skoðunargjörð af innanhérðas- mönnum fram fara á kostnað lántak- anda, og að því loknu skal eigandi eignarinnar hafa lokið sæmilegri end- urbót, ef eignin hefir rýrnað, innan þriggja mánaða frá því að þess er krafist, að viðlagðri uppsögn lánsins«. Hér á á hverjum 5 ára fresti á meðan lánið stendur, að »sýna skír- teini, uppáskrifað af sýslumanni eða hreppstjóra fyrir því, að verðið hafi eigi rýrnað í verði« o. s. frv. Hér drýgir hann alveg sömu synd- ina og hann er að finna að, að hann nejnir ekki hverjir skuli skoða veðið, en batir peirri kvöð við, að sýslumað- ur eða hreppstjóri skuli uppáskrija ? Já, hvað eiga þeir að uppáskrifa? Það er ekki nejnt. Hvort þeir eigi að votta uudirskrift skoðunar manna, eða votta um veðið eða hvað, um það veit enginn, en það dylst þó engum, að þetta er ný kvöð, að láta sýslumann eða hreppstjóra votta á þetta skirteini, nýtt ferðalag til þeirra, og nýr kostnaður. Og ofan á þetta bætist, að lántakandi á innan 3 mánaða að hafa lokið viðgerð, ef veðið hefir rýrnað, og þá auðvitað verður hann að senda nýtt skýrteini fyrir því, að viðgerðinni sé lokið, uppá skrifað af sýslumanni eða hreppstjóra. Og væri húseignin í sveit, skoðun færi fram í sláttarbyrj- un, þá gæti orðið dýrt fyrir eigand- ann, að hafa lokið viðgjörð innan 3 mánaða. Og eftir alt saman, ætlar fasteigna- salinn, að láta stjórn bankans ann- ast skoðunargjörðina ef þetta skir- teini er ekki sent alveg eins og veðdeildarlögin ákveða, hann ætlar henni að sendi mann upp á kostn- að lántakanda, »til að líta eftir við- haldi og hirðingu eignarinnar«. Sjáljur setur hann þannig í sitt eigið jrumvarp, þá kvöð, og hana jajnvel miklu harðari en þá kvöð, sem hann er að finna ,að í veðdeild- arlögunum. 10. gr. laganna. Þá finnur fasteignasalinn heldur óþyrmilega að ákvæði í 10. gr. sem hljóðar svo: »Veðdeildin hefir þó jafnan rétt til að greiða*lánin í peningum, með þeirri upphæð, sem hún getur feng- ið fyrir þau, að frádregnum öllum beinum kostnaði. Semja má um sölu bankavaxtabréfa Veðdeildarinn- ar fyrir fram í einu eða fleiru lagi, enda samþykki stjórnarráðið sölu- verðið*. Um þetta ákvæði fer fasteignasal- inn þessum ómjúku orðum í Lö^ réttu nr. 47, 8. október: »Til þess að ná í merginn, þarf að brjóta hnútuna. Svo er og með þessa grein. Mér er gefinn réttur til að fá peninga, en þar fylgir bögg- ull skammrifi, því í mig er kastað þvi, sem bankastjórnin á hverjum tíma fær fyrir * bréfin í útlendum kauphöllum og leyfilegt mun lika vera að geta þess til, að núverandi bankastjórn, eða sú, sem eftir hana kemur, sýndi ódugnað og vanhyggju við sölu bréfanna. En svo er um búið, að lántakandinn á að gjalda þess. — Alt er gert á hans ábyrgð .... Mergurinn er eftir. — Nú fæ eg lánið, eftir vanalegar bolla- leggingar, og segjum, að eitthvað af bréfunum sé óselt og mér sé eins og að undanförnu borgað með þeim. Tökum það dæmi, að bréfin standi í 89 %. Eg hefi komið með mann með mér í bankann, sem vill sam- stundis kaupa þau á 94 %. En hvað segja þessi nýju lög um það ? Þau veitn bnnkastjórninni ótakmark- aða heimild til að hrifsa bréfin og borga mér að eins 89 %, að frá- dregnum þeim kostnaði, sem hún hefir haft við tilraunasölu á þeim. Með þessu lagi er eg sviftur máske mörgum hundruðum króna, sem eg annars hefði beinlínis getað haft. Bankastjórnin með ótakmarkaða vald- ið réttir hér fram arm sinn, og spennir mitt eigið fé járngreipum. Er þetta ekki gerræði, sem mér vegna sárrar neyðar er þrengt til að beygja mig undir? Eða hefir heil- brigð skynsemi lagt hendur að þessu dæmalausa vansmíði ? Eða eru þess- ir herrar að storka þjóðinni af þeirri einn ástæðu, að hvergi fæst lán annarsstaðar ? Og illa er sú þjóð farin, sem verður að kyssa á slíkan vönd«. Þegar maður hefir nú lesið þenn- an harða dóm fasteignasalans, þá mundi maður segja hvern mann skrökva, sem segði, að samskonar ákvæði hefði fasteignasalinn sett i frumvarp sitt í Lögréttn nr. 60, 17. des., ef það ekki stæði þar svart á hvítu. Þegar fasteignasalinn sezt niður að semja frumvarp sitt, þá sér hann — eða sá er samdi frumvarpið fyrir hann — að þetta ákvæði er ómiss- andi. Hann hnýtir því svo hljóð- andi klausu aftan við sina 9. gr.: »Veðdeildin hefir þó jafnan rétt til að greiða lánin í peningum með þeirri upphæð, sem hún getur feng- ið fyrir þau. Semja má um sölu bankavaxabréfa deildarinnar fyrir fram i einu eða fleiru lagi, enda samþykki stjórnarráðið sölverðið«. Eins og menn sjá á stóryrðum fasteignasalans hér á undan, finnur hann átakanlegast að því, að banka- stjórninni er heimilað að halda banka- vaxtabréfunum, er hún veitir lán, og borga þau með því verði er hún getur fengið fyrir þau. Annað eins og þetta þarf ekki mikillar skýringar við, og eigi að furða þó menn horfi á slika rit- mensku með undrun, að maðurinn skuli fara svona hvað eftir annað í gegnum sjálfan sig. 11. gr. laganna. Sú grein byrjar svo: »Hver lántakandi skal greiða 1 % af lánsupphæðinni í varasjóð deild- arinnar um leið og hann tekur lánið«. Um þetta fer fasteignasalinn þess- um orðum: »Vel mætti una Við, að lántakandinn borgaði 1 % af lánsupphæðinni, ef hann (varasjóður) svo yrði sameiginleg eign lántakendanna á eftir. En það er nú öðru nær. Viðskiftamennirnir hafa alls enga blutdeild í honum, og fá ekkert um hann að vita. Hér er sem jyr hagur bankans eingöngu hajð- ur fyrir augum. Þetta er pví i raun og veru 1 % harri vextir aj láninu jyrsta árið en áskilið er. Ln petta pykir fínni(U) aðjerð við okkur, skiln- ingslitla lántakendur* Svona dæmir fasteignasalinn um þetta ákvæði. En hvað gerir hann svo sjálfur i Lögréttu nr. 60, 17. desember? Þar setur hann svo hljóðandi gr., sem þar er talin 10. gr.: »Hver lántakandi skal greiða 1 % af lánsupphæðinni í varasjóð deild- arinnar um leið og hann tekur lánið«. Svo er greinin búin. Hér sjá allir, að það er nákvæmlega sama atriðið orðrétt, sem hann er að víta. Hann hnýtir i að lántakendur fái engan þátt i varasjóðnum, en sjáljum dett- ur honum ekki í hug, í sínu jrum- varpi að láta lántakendur verða slíkra hluttöku aðnjótandi. Svona má halda áfram að telja, og sýna fram á þetta athæfi fast- eignasalans. Á siðari tímum er fasteignasalinn farinn að flýja i þingtiðindin, og velur sér þar órökstuddustu ræðurn- ar í veðdeildarmálinu sér til varnar. Hann gerir t. d. landlækninum þann bjarnargreiða, að taka upp ræðu hans i sameinuðu þingi, 13. sept. f. á., er hún i Lögréttu nr. 8, 11. febr. Kafli úr henni hljóðar svo: »Það er nú svo komið, að búast má við, að ekki fáist nema 92 kr. fyrir hvert 100 kr. bankavaxtabréf, og ekki að vita nema þau falli enn meira. Því það er eitt af afrekum hinnar nýju bankastjórnar, að bréf bankans hafa alt af verið að falla síðan hún tók við. En þó ekki falli þau meira en svo, að merja megi þeim út fyrir 92 %, þá er ekki glæsilegt, að«þurfa að taka lán upp á þá kosti. Setjum svo, að bóndi, sem á jörð virta á 4000 kr., komi í bankann og vilji fá út á hana veðdeildarlán. Hvað fær hann svo þar? Við skulum gera ráð fyr- ir, að hann eigi að fá lán út á hálft virðingarverð hennar, eða 2000.kr.; en hvað gengur svo frá þessum 2000 kr. Fyrst eru það 8 % afföl á bankavaxbréfunum, því næst 1 % af lánsupphæðinni í varasjóð, og loks vextir greiddir fyrirfram fyrir fyrsta árið minst 5 %: þetta er minst 14 %, og svo bætist þar við lántökukostnaðurinn, sem oft er yfir 1 %. Það getnr því hæglega farið svo, að fyrsta árið verði hann að borga 15% eða þaðan af meira a: þessu ó-láni, sem hann fær í veð- deildinni*. Hér rekur ein vitleysan aðra, sem fasteignasalinn skilur ekkert í. Fyrst er það, að verð veðdeildarbréfanna hafa aldrei komist niður fyrir 94 % í Landsbankauum, og er það sama verð og verið hefir á sumum dönsk- *) Leturbr. min. B. K. um verðbréfum af sama tagi. í annan stað eru vextir af veðdeild aldrei teknir Jyrirjram, hvorki hér né erlendis, og í þriðja lagi kemur iað ek'ki veðdeildiuni við, þó ein- íver láti málfærslumann taka fyrir sig lánið í staðinn fyrir að gera það sjálfur, og greiði fyrir það 1 %, ^ántakandi gæti alveg eins lagt þetta gjald á sig, er hann væri að útvega sér annarskonar lán, t. d. víxillán. Og þinglestrargjaldið nær ekki frem- ur til veðdeildarlána en annara lána. Og loksins veit landlæknirinn ekki iað, að verð á slíkum bréfum á árinu 1913 var yjirleitt lágt vegna hinna háu vaxta; dönsk ríkisskuldabréf t. d. voru niður í 84%, sem almenn- ast eru 94% virði. Eins og málið og markaðsástandið var, er landlæknir hélt ræðuna, gat ætta gjald við lántöku eigi verið meira 1. árið en 7%, það er 6% afTöllin, og 1 % í varasjóð. Og >etta gjald er greitt í eitt skifti fyrir öll, skiftist þannig niður sem við- bótarrentubrot á alt að 40 ár, eftir því sem lánið er veitt til langs tíma, Þessi ræðustúfur er því meira en að helmingi ósannindi. Og halda menn að fasteignasalinn hafi verið að rannsaka sannindin í þessu, er hann tók ræðuna upp í grein sína og gerði hana að sínum rökum? Nei, nei. Hann bara undirskrifar. Þegar maður lítur til þessarar af- armiklu ósamkvæmni fasteignasalans milli ritgerða hans og frumvarpsins, og athugar hvernig hann hefir tekið ræðustúf landlæknisins alveg ómelt- an, eins skakkur og hann er, þá er ekki annað að sjá, en að mest af þessu rusli í greinum fasteignasalans sé »aðsent«, og að fasteignasalinn sé nokkurskonar móttökuvél til þess að taka á móti öllu þvi, sem i hana er látið og til að undirskrifa það, Og það er þá ekki nema eðlilegt, að sumir geti látið í þessa móttökuvél eitt og annað beinlínis af hrekk, eins og gengur. Bjórn Kristjánsson. Veðdeiltlarlögin. Jóh. Jóhannesson hélt langa ræðu um veðdeildarlögin og peninga hér í Hafnarfirði á mánudagskvöldið var. Hélt hann því fram, að öll velsæla þessa heims bygðist á því, að ná í sem mesta peninga. Ekki virtist honum fljúga neitt í hug i þá átt, »að maðurinn lifi ekki af einu saman brauði*. Lögrétta segir frá, að hann hafi skrafað mikið um veðdeildar- lögin og er það satt, því mikið 63 á honum eins og vant er. Bar fiann í umræðulok upp tíllögu um að breyta veðdeildarlögunum á næsta þingi, en Hafnfirðingar höfðu enga lyst á að greiða atkvæði um hana, og var hún þannig borðlögð, eins og líka skynsamlegast var. Sagt er að Jóh. Jóhannesson ætli að halda eltingaleiknum áfram við landsbankastjórnina, og er vonandi, að allir taki honum að verðleikum, eins og við Hafnfirðingar höfum gert. Fundarmaður. Tunnuverksmiðju eru Akureyringar að ráðgera að koma upp. Hefir Björn Líndal lög- maður um það mál ritað í norðan- blöðin. Stofnkostnað áætlar hann 60.000 kr., og á verksmiðjan að geta búið til 20—30 þúsund tunnur á ári.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.