Ísafold - 11.03.1914, Page 3

Ísafold - 11.03.1914, Page 3
I S A F 0 L D 77 Brlendar símiregnir Stórbruni í Khöfn. Khöjn 7. tnarz, kl. 4,10 síðd. Cirkusbyggingin á horninti á Farimagsqade og Jœrnbanegade brann til kaldra kola í nótt. Lldsins varð vart kl. 2 um nóttina og tveim stundum siðar var byggingin brunnin. Manntjón varð ekkert við brunann. á leiksviðinu, en cítir bví sem hann fór með þetta hlutverk, lítur út fyrir að hann geti orðið Leikfélaginu nýtur leikari. Það sem helzt mátti að leik hans finna, var of fljótur eða óskýr framburður, svo að síðustu orð setn- inga heyrðust eigi altaf. En annars var látbragð hans eða andlits-leikur, ef svo má að orði kveða, mikið góð- ur og margar setningar, sem honum eru lagðar í munn, hæðni-yrði cg gaman yrði, fór hann mjög vel með. Auk þess »tekur hann sig út« á leiksviðinu. Smærri hlutverk leika þær systur Emilía og Evfemía Indriðadætur, Helgi Helgason, Stefán Runólfsson og Þorfinnur Kristjánsson. Var það alt laglega af hendi leyst. Loks léku tveir drengir, Indriði Jensson og Ásmundur Árnason, og var gaman að þeim. Leikritið er þýtt á lipurt mál (af E. H ) og ytri frágangur allur í góðu lagi. Leikfélagið hefir sóma af þessari leiksýningu. Reykvíkingar eiga eftir að sýna, að þeir kunni að meta hana að verð- leikum. Ego. „Birkibeina“-stefnan. Sira Matthías Jochumsson sendi ísa- fold nýlega eftirfarandi »bréf« til Bjarna Jónssonar frá Vogi og hefir ísafold sýnt Bjarna það, svo að hann gæti svarað því þegar. Bréf síra Matthíasar. »Höfumst við orð; þér munuð nú ráða skiftum vorum«, sagði Sighvat- ur gamli Sturluson við Kolbein unga i þvi er hann vóg að karli hálfdauð- um. Það var nú á Sturlunga öld. En eg segi afgamall við þig, unga Mjölnir: höfumst við orð, ef þér viljið ráða skiftum vorum I Eg hefi aldrei þótt' harður í sóknum, enda jafnan mikill vinur sátta og samúðar í tillögum, og veit eg, að þú kann- ast við það, og leyfir mér orð við þig litla stund. Vil eg fyrst geta þess, að eg uggi stórum ykkar stefnuskrá, sem ein- dregið ætlið að verja stjórnfræðilega ríkisréttarkröfur þjóðar vorrar, sam kvæmt ályktunum og rökum þeirra Einars og Jóns eða Bjarna frá Vogi. Það er einkum kenningar skáldsins og listamanns síðastnefnda, sem »irrí- tera« mig — eins og allir oddar og broddar á kápulafi »Birkibeina« hans hóti mig lifandi að drepa — eins og eg væri Sighvatur, og .Kol- beinn miðaði á mig spjóti sínu — hinu »oddbrotna«. Því þótt vér hinir gömlu séum þegar vill fallnir f valinn og ekki þurfi nema odd- brotin vopn til að vinna á oss til fulls, þá sjáum vér þó aldrei betur en þá, við sjálfan viðskilnaðinn, hve grimmur og gegndarlaus sé vopna- dómur blindrar heiftar og ofstopa, því skamma stund verður hönd höggi fegin. En það er til Bjarna og um hann sem eg vildi tala. Bjarni á inni hjá mér mikla viðurkenning, sem duglegur rithöfundur og ein- hver vorra færustu manna, er nvorki skortir skarpleik né orðfæri á við flesta aðra menn, sem nú eru uppi á íslandi. Og þó finst mér minni blessun fylgja hans anda, en ýmsra miður gáfaðra manna. Mér finst sem hann sé fæddur norður undir »stjörnu« fyrir norðan Greipur, svo stuttur er hjá honum, að mér finst, sólargangur samúðar og sáttgirni, hefir hann og oftlega á beizku bitið og ekki með réttu. En réttu vill hann fylgja og einkum rétti ættjarð- ar sinnar. En það er hajístrygð í minurn augum, og rök hans hnífrétt eins og norðan átt og norðan straum ar. Su^anan átt eða golfstrauma kannast hann hvergi við. Hann situr járnfastur og járnkaldur við sinn keip og knör hans stefnir jafnt og þétt i Dumbshaf með ættjörð sina i togi. H.ann er garpur í skapi og hirðir lítt um smáskvettina; feli is eða stormur stjörnuna, raular hann fyrir muuni sér vísu Snæbjarnar: Hvatt kveða hræra Grotta hergrimmastan skerja út fyrir jarðaskauti eylúðrs níu brúðir. Ilöksemdir hans eru jafn rammar og afsleppar eins og Gamli-sáttmáli, en »jarlinn« vill hann ekki. Ög það er á því dókumenti, sem hánn og lagsmenn *hans grnndvalla vorn eilifa ríkisrétt, þrátt fyrir það, þótt sá sáttmáli, að þvi er oss sýnist, væri i öndverðu afsals og uppgjafar- bréf, eða reyndist svo að vera alls lands vors sjálfstæðisréttar. En aftur leggja þeir litla áherzlu á náttúru- rétt vorn, sem vér trúum að sé miklu vænni til sigurs í nútið og framtið, ef þjóð vorri vex fiskur um hrygg. Eg man svo langt, þótt mörg ár séu siðan liðin, að eg las þau orð eftir Salisbury lávarð, að enginn stjórn- málaflokkur mætti lengur vera whig eða tory, það er hvorki stjórnfylgis- maður eða lýðveldis; nú yrðu allir að fylgja þeirri stefnu, sem kölluð er upportúnismi, þ. e. rás tíma og tækifæra. Það reynist spaklega mælt, enda þótt enn sé alt í veði, meðan »vopnaði hnefinn* er látinn ráða viðskiftum, En lil hans kemur vart hjá oss, og þá er regla Salisburys góð og gild. Tak Þór úr stafni, vinur Bjarni, og legðu niður grelur Birkibeinanna, hinna gömlu, norsku markamanna; látum oss i friði vinna virðing og vinsæld vorra viðskifta- manna; sleppum ekki sýnum og sjálfsögðum rétti, en höldum fastar fram náttúrurétti vorum, en viðsjál- um ríkisrétti frá 13. öld. »Lands- rétt hefir guð settan«. Og þann rétt viðurkennir Knútur hinn danski; og er þó engu nær í réttarrekstrin- um en vér, þótt mörgu sé meira skrökvað en því að vor mörgu réttar- skjöl séu nálega jafn neikvað sem jákvað — eins og Gamli-sáttmáli sjálfur. Eða sérðu nú ekki, bróðir Bjarni, hve drengilega »höfuðstaðar«- blað Dana réttir oss óvænt sína bróðurhönd, segir oss að kjósa oss sjálfir alt það fullveldi, er vér viljum, og meira til, vera lausir allra mála i>egar vér viljum I Er nú vert að ýfa ófyrirsynja slíka menn ? Og þeir fara fjölgandi. Þór úr stafni! Og vertu bless aður og sæll, Bjarni frá Vogi. Matthias Jochumsson. Svar Bjarna frá Vogi. Kunnasta þjóðskáld þessa lands gerir Birkibeinum mikinn heiður með bréfi þessu, og kann eg honum því þakkir fyrir. En ísland kann honum óþökk fyrir: 1. Að sáttfýsi hans er svo mikil, að hann vill gefa yfirgangsmannin- um réttindi ættjarðar sinnar til sátta. En mundi skáldið þá verða lengi sáttur við eigendur þessara réttinda, landa sína? Og hvað mundi hann þá hafa ao gefa þeim til sátta? Alis ekkert. Þá mundi seint að iðrast eftir dauðann. 2. Ummæli hans um Gamla-sátt- mála. Þó er það rétt, er hann segir að »sá sáttmáli væri í öndverðu af sals- og uppgjafarbréf*. Því hvílir á Gizuri og öðrum þeirrar aldar þjóð níðingum svo þungur þjóðardómur, að honum mun aldrei létta af rninn- ing þeirra. Þvi kvað Arneyjar- Sveinn: Gizur og Hákon binda á band báða þá eg saman vil. Þessir sviku þegna og land, þeirra prís er enginn til. En landið kann skáldinu óþökk fyrir að segja um Gamla sáttmála, að hann væri afsal »alls lands vors sjálfstæð- isréttar*. Því að landið var eftir þeim sáttmála engu öðru riki háð, heldur fullvalda konungsriki, og svo er enn að réttum lögum. Þessi orð þjóðskáldsins, jábróðurorð Dana, svifta þvi, að svo miklu leyti sem þau megna nokkuð, þjóðina trú á skýlausum rétti sínum. ÞaV sem skáldið kveður svo að orði, nð þeir (þ. e, Einar, Jón og Bjatni frá Vogi) leggi litla áherzlu á náttúrurétt vorn, þá er það gersamlega rangt. Ástund un vor hnígur einmitt öll að því, að sanna, að ejtir sögunnar og lag- anna dómi eigum vér óskertan eðlis- rétt vorn til fullveldis, að vér höfum aldrei afsalað oss þessum rétti og aldrei samþykt aldargamlan stuld, sem á honum var framinn. En hvi vill skáldið meina oss að beita frem- ur því vopninu, sem betur bítur? Hefði hann nú lesið þingtíðindin siðustu, þá hefði hann sparað sér þessa athugasemd um náttúruréttinn. Þar lét eg þess einmitt getið, að vér yrðum að hafa sögunnar og laganna vitnisbuið um óskertan fullveldis- rétt vorn á oddinum, af því, að hann yrði fremur viðurkendur, þar sem margar þjóðir misbjóða nú á dögum eðlisréttinum heima fyrir og mundu því eigi ljá oss orðafulltingi, ef vér hefðum eigi annað á að byggja. Þetta er »hnifrétt«, hvort sem skáld- inu þykir það kalt eða eigi. Mun eg því bera hér fyrir mig orð leik- hússstjórans hjá Goethe: Þau brigzl ei geta bitið hót á mig; því að búi menn til þrautavinnu sig, þeir verkfærin sér vönduð þurfa að fá. Þú veizt að seigan drumb hér kljúfa á . . . Og ekkert verkfæri er betra ti þess að kljúfa yfirráðadrumb Dana, með öllu hans umviði af danskri heimtufrekju og íslenzkri lítilþægni, en einmitt þessar ljósu sannanir þess, að sagan og lögin dæma oss alger- lega í vil. Jóni Sigurðssyni, Jóni Þorkelssyni, Einari Arnórssyni o. fl. verður því aldrei fullþakkað þeirra mikla og góða starf. Væri þjóð- skáldinu sæmra að yrkja um þá lof- kvæði, en að senda þeim hnútur fyrir Gamla-sáttmála og það, er þeir halda því fram, að g.imall réttur sé betri og máttugri en nýr óréttur. En er höf. segir, að kenningar rnínar komi illa við sig, — eins og allir oddar og broddar á kápulafi »Birkibeina«, ætli hann lifandi að drepa, þá er mér að því hin mesta gleði. Vildi eg óska að þar væri ekkert oddbrotið, er »Sighvatar« nú- tímans freista að halda íslandi undir vnld annara ríkja. Annars ber Matth- ías svo mikið lof á mig í lýsing sinni, að eg má vel við una. En margt er þar um of; minn höfuð- veikleiki hefir ætíð og er enn of- mikil samúð við einstaklinga og of- mikil sáttfýsi. Fyrir því er það of- of er hann segir mig fæddan norð- urundir »stjörnu« o. s. frv. En hirð eigi þú, þjóðskáld, hvort eg em heitur eða kaldur. En búst þó við þvi, að menn kunni að brenna sig á minum ís. Þú skalt og eigi óttast að eg fæli danska menn drenglundaða frá vinnu sinni ’yrir réttu máli, þótt eg reyni að gera slíkt hið sama. Þvert á móti mun þnð herða á þeim, er þeir sjá nð fyrir menn er að vinna, en ekki fyrir þræla kaghýdda langt fram i ætt. Að hinu skyldir þú hyggja, hvort þér sé eigi ófærir allir vegir með þinni stefnu bygðri á »rás tíma og tækifæra*, og hvort min stefna muni eigi réttari. Verður þér þar hægra um vik, ef eg geri þér ljósan mun- inn: Þú lætur rás tírna og tækifæra ráða stefnu og þá breyta eftir því sem orsakir renna til. Eg reyni að breyta rás tíma og tækifæra íslandi í hag með minni stefnu. Þú vilt kaupa frið við réttindum landsins, en eg vil gera frið, þá er vér höf- um náð þeim úr hershöndum. Þórr skal framvegis verða stafn- búi minn og engum skal verða dælt að ganga fyrir odda vor Birkibeina, því að þótt vér föllum, þá mun þangað heyra, er vér verðum heygðir, sama sem stendur i Æneasarkviðu Virgils, Lib. III, 45—46: »Hic con- fixos ferrea texit telorum seges, et jaculis increvit acutis«. Þú mátt láta loga betur á týrunni þinni, þjóðskáldið mitt, ef þú ætlar að bræða mína hajístrygð, er þú svo nefnir. Cura ut valeas. Bjarni Jónsson frá Vogi. Þingmenn Reybvíkinga. — ísafold hafa borist þakkir fyrir andmæli sín gegn þingmenskufram- boði þeirra bajarfógetans og lands- verkjraðingsins úr öllum áttum. Þeir munu fáir, sem inst inni finni ekki til þess, hversu misráðið er að hafa þessa annaríku menn á þingmensku- framboðs-oddi í höfuðstaðnum. Þetta sýnir þroska kjósendal Þeir sjá, að það er ekki nokkurt vit í að bata við starf bæjarfógeta og landsverkfræðings. Og Reykvík- ingar finna áþreifanlega til þess, að sízt er leikur að því gerandi, að láta bæjarfógeta hafa eins mikið að gera, utan embættis eins og hann hefir haft síðustu ár. Það er lífsspursmál fyrir Reykja- vík — að sporna við því, að lög- reglustjóri, dómari, tollheimtumaður o. s. frv., sé að blanda sér í stjórn- mál. Úr því að bæjarfógetinn — því miður — lætur hafa sig til þess að þekkja ekki sinn vitjunartima — verða reykvískir kjósendnr að taka í taum- ana. Fylgi þeim heill á þeirri braut. Karl i koti. Reykjavíkurkosaingin. Hr. ritatjóri! Eg er alveg á sama máli og ísafold um, að ekki dugi með nokkuru móti, að b æ j a r f ó g e t i n n sé að vasast í stjórnmálum, og þá sízt í sínu eigin lögsagnarumdæmi. Eg er vel kunn- ugur því, hve annasamt embætti hans er. Mór er og kunnugt um, að lög- reglueftirlitinu er á ymaum sviðum ábótavant. Mór er enn kunnugt um, að dómarastörf sín hefir bæjarfógetiun orðið að fela öðrum þrásinuis — sum- part vegna þingsetu, sumpart vegna stjórnmálxafskifta. Euginu lögreglu- stjóri landsins eða undirdómari þarf að vera jafn óháður í sínu umdæmi og bæjarfógetinn hór. En getur hann verið það sem þingmensku biðill ? Eng- inti er sá maður í bænum, sem kjós- endur eiga jafnmikið undir á ýmsan hátt, eins og bæjarfógetinn. Þar af áskoranirnar, sem raunar kváðu hafa marga ókosningabæra meun undir- skrifaða. Þegar litið er á alt þetta, má það vera ljóst, hversu afaróheppilegt, já ótækt það er fyrir Reykvíkinga almeut, að bæjarfógeti þeirra skuli af flokks- ástæðum láta hafa sig út í stjórnmála- glímuna hór í bænum. En mór þykir líklegt, að Reykvíkingar sýni honum, að þeir kunna því ekki, með þvi að kyrsetja hann sem rækilegast við kosn- ingartiar 11. apríl. En er það annars ekki furðulegt, að stjórnarflokkurinn skuli einmitt velja þá tvo mennina til framboðs, sem af tilliti til starfa þeirra í almennings- þarfir, mega allsekkiáþingi s i tj a? Það sýnir ekki mikla virðingu eða umhugsun fyrir hagsmunum þjóðfó- lagsins í heild, að hafa flokkshagsmuni svo mjög í fyrirrúmi. B o r g a r i. -------------------------- I»ingmensku-framboð. Það mishermi hefir verið flutt í einu blaði bæjarins, að þeir JóseJ Björnsson og Ólajur Briem, þing- mannaefni Skagfirðjnga hafi lýst yfir eindregnu fylgi sinu við núverandi stjórn. ísafold átti í gær tal við mjög skilagóðan mann á Sauðárkróki og tjáði hann oss, að þetta fari al- veg milli mála. Orð þeirra hefðu fallið í þá átt, að þeir vi!du eig steypa þessarri stjórn, nema ein- aver önnur betri kæmi í staðinn. Skildu menn orð þeirra svo, að þau aefðu lotið að þing-ástandinu í sumar að líklegast hefði verið, að L. H. B. sæmist í ráðherrastöðu, ef H. H. væri steypt og að slík skifti vildu þeir ekki. Hinsvegar fylgja þeir al- veg stefnu sjáljstaðismanna í aðal- málunum, þótt Bandajiokkinn fylli. ÍNorður-Múlasýslu bjóða sig fram: Jón Jónsson á Hvanná og Björn tíallsson á Rangá, báðir fylgj- andi sjálfstæðisstefnunni, en af Sam- bandsmanna hálfu þeir: Einar pró- fastur Jónsson og Ingólfur Gíslason læknir á Vopnafirði. Jóhannes sýslu- maður er sagður munu vilja hvíla sig. Á Seyðisfirði eru í boði: dr. Valtýr og Karl Finnbogason. Um Suðurmúlasýslu enn ófrétt. í A u s t u r - S k a f t a f e 11 s - s ý s 1 u er mælt að Sigurður Sigurðs- son cand. theol. bjóði sig fram gegn Þorleifi i Hólum. En sá er ljóður á ráði frambjóðanda, að hann kvað ekki kjörgengur, með því að hann er eigi þrítugur fyr en um jafndægur i haust.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.