Ísafold - 18.03.1914, Page 2

Ísafold - 18.03.1914, Page 2
84 I SAFOLD Fáninn. Við kvæði Ein.irs Benediktssonar hefir Sveinb. Sveinbjörnsson tónskáld samið nýjan söng. Fæst í Bókv. Isafoldar. í fjórða fyrirlestrinum kemst höf- undur að aðalefninu, sem er það, að sýna fram á, að Danakonungur hafi ekki átt rétt á að ráða rökjum á ís- landi eftir að hann afsalaði sér kon- ungdómi í Noregi, með þvi að ís- land og Noregur voru í samnings- bundnu konungssambandi innbyrðis, sem Danakonungur hafi ekki haft heimild til að rjúfa. Afleiðingarnar verða þá þessar, að Jullveldisréttur vor er enn pá óskertur, þrátt fyrir það, þótt vér höfum þol- að yfirráð Danakonungs í ioo ár með því að vér höfum mótmælt innlim- un, þegar það hefir komið til greína að gjöra slíkt formiega, t. d. 1871, er Danir sömdu stöðulögin og svo með þvi að hafna sambandslaga upp- kastinu 1908. í öðru lagi erum vér engum sáttmálum bundnir við Duna- konung eða niðja hans og í þriðja lagi ekki háðir neinum ríkisrétti, sem reyndar leiðir af hinu, að vér megum álíta oss fullvalda.----- Þetta er aðalinntakið í bók Bjaina. er hún skorinort rituð eins og hon- um er lagið og líkleg til þess að hafa þau áhrif sem henni eru ætluð, að staðfesta betur hugi þjóðarinnar í sjálfstæðiskröfunum. Það sem hefir bagað oss fyrirfarandi er of mikið fálm ókarlmannlegt reik um það hvers vér ættum að þora að krefjast. Þar af leiðir aftur hitt, að Danir hljóta að vera hinir hörðustu, á með- an þeir ekki vita, nema flokkar skift- ist þannig einn góðan veðurdag, að meiri hluti vor vilji gjöra aðalkröfu sína að verzlunarvöru og samnings- atriði. — Eg er oft að furða mig á því þegar menn eru að niðra Dön- um fyrir það, þótt þeir séu annað veifið dálítið einbeittir gegn oss. — Er nokkur von til þess, að þá langi til að skerða ríki sitt, sem þeirkalla svo, rétt fyrir það, þótt nokkrir menn ýfi sig, nokkrir »æsingapostular«, sem aðrir landar þeirra kalla þá ? Hví ekki að ygla sig dálítið á móti og vita að minsta kosti hvort þetta er nokkur alvara og hvort hinir verða ekki ofan á, sem vilja hlíta yfirráð- um þeirra ? — Eg get ómögulega neitað því, að mér finst Danir frem- ur meinlausir og að alt bendi á, að þjark þeirra gagnvart oss sé meira til málamynda en af því, að þeir hafi neina tröllatrd á rétti sínum yfir oss. Þeim er í rauninni vorkunn að þurfa að vera að fást við þjóð, sem aldrei virðist geta formað neinar þær úrslita- kröfur, sem hún trúir á eða er líkleg til að þora að standa við. En að því rekur nú samt, að vér þurfum að gjöra upp við samvizk- una og koma oss niður á eitthvað visst og skyldi þá hreint ekki undra mig, þótt það kæmi upp á teninginn, að það einmitt hafi verið happ vort, sem gjörðist fyrir 100 árum og að hægt verði að segja síðar að Dan- ir hafi bjargað okkur undan Norð- mannavaldinu til þess að viðurkenna síðan fult sjálfstæði vort, pegar vér vorum búnir að leera &i rneta paðl „ Hvort Bjarni er svona bjattsýnn á málið skal eg láta ósagt, en hvað sem því líður þá hefir hann unnið þarft verk með þessari iooáraminn- ingu og skal mönnum ráðlagt að eignast bókina og lesa hana, hvaða stjórnmála trúarjátningu sem menn Járnbrautarmálið og landsverkfr. Jón Porláksson. Frh. m. Flutningaaukning. í nefndaráliti mínu taldi eg átyllu- laust, að verkfræðingurinn gizkaði á, að flutningar milli Reykjavíkur og Þingvalla mundu verða »fyrstu árin« 500 smálestir, en voru taldir eftir umferðaskýrslu hans 291 smálestir, og á milli Reykjavíkur og Suður- lands undirlendis 3000 smálestir, sem í umferðaskýrslunni eru taldar 1600 smálestir. Eg gat enga skynsamlega ástæðu fundið hjá hr. J. Þ. fyrir þessari hækkun. Hann reynir því nú að bæta úr þessu með því að segja: að Þingvellingar geti fengið nóg hey með brautinni »neðan af undirlend- inu«, svo að búskapurinn þar taki »stórstökk áfram«. »Afnrðir þeirra hljóta þvi þegar að ankaat, en allir vita eine og hér hagar til nú, þá eru keyptar og fluttar heim erlend' ar nauðsynjar (byggingarefni m. m.) fyrir alt það, sem búin gefa af sér umfram til- kostnað heimafyrir*. Hagur gæti það eflaust orðið fyr- ir Þingvallasveitina, að »geta fengið nóg hey« með brautinni, »af undir- Iendinu«, en líti maður á hag allrar Arnessýslu, þá er alls eigi víst, að það yrði neinn hagur fyrir hana né fyrir landið í heild sinni. Hagurinn ætti þá að stafa af því, að á undir- lendinu væri aflað eða nsætti afla miklu meiri heyja, en bændur par hejðu pórf Jyrir. En mér er ekki kunnugt um að svo sé. Þvert á móti má í flestum hörðum árum gera ráð fyrir, að bændur þar þyrftu fremur að kaupa hey en selja. Og yfir höfuð mun hey gefa bóndanum meiri arð, að Jóðra fénað á pví en selja pað. Þeir einir mundu því vilja selja hey, sem ekki hefðu ráð á pví að eiga skepnur til að eta pað, og eg vona að þeir séu fáir. Eigi verður annað séð á orðum hr. J. Þ. en að hann trúi því fast- lega, að menn eyði öllu pví, sem peir afla, fyrir erlendar eða innlendar nauðsynjar, þó framleiðslan »taki stór stökk áfram«, eins og hann ætlar Þingvallasveitinni að gera. 2. Þá segir hann, að Þingvellir verði »mæsti verzlunarstaður« fyrir Þingvallasveitina, Laugardalinn, efri hluta Biskupstungna, og efstu bæja í Kjós og Borgarfjarðardölum. Og enn fremur að öll þungavara þessa verzlunarsvæðis verði flutt með braut- inni til Þingvalla. Þetta er ein af greinagerðunum fyrir því, að hann hefir slumpað á að 500 tons flyttust þángað, eða 209 tons meira en umferðarskýrsla hans getur teygt flutningsmagnið upp í- Eg geri ráð fyrir, að þegar hann var að ná þessum 291 tonnum saman á þessari leið, pá haji einmitt verið taldar með vörur pær, sem reynslan hefir sýnt, að fara pessa leið frá stöðvunum sem hann nejnir. Og menn mega ekki gleyma þvi, að hr. J. Þ. heldur fram, að þessi flutningaþörf, poo tons, verði »Jyrstu árim, til pess purji enga jramleiðslu- aukningu. Hvaðan á þá þessi 209 tons flutningsaukning að koma? Eg sé það ekki. 3. Sem þriðju ástæðuna tilfærir hr. J. Þ. þetta: »TiI Þingvalla mnn þegar i stað koma mikill ferðamannastranmur, vegna hinnar óvenjnlegu náttúrufegnrðar þw. •Allir eða flestir þeir útl. sem nú koma hingað og »ferðast« inn að Langnm eða inn að Elliðaám, mnndn vilja fara til Þingvalla«. Að þetta sé enginn smáræðisfjöldi, má marka af þvi, að það komu fyrir dagar i fyrra sumar, sem hér vorn staddir yfir 1000 ferðamenn, sem voru hér heilan dag eða lengnr — en gátn ekki kamist«. Gerir hann svo ráð fyrir að á Þingvöllum byggist gistihús með mikilii aðsókn, og •verðnr brantin að flytja efni i þan sjálf, og matvæli að miklu leyti handa þeim fjölda, sem þangað kemnr til lengri og skemri dvalar*. Fyrir öllum þessum ferðamanna- straum, að undanteknum þeim mönn- um, sem eigi komast vegna tima- naumleika, er hr. J. Þ. búinn að gera ráð fyrir í áætlun sinni í skýrsl- unni á bls. 13, þar sem talin er ijpp fólksumferðin til Þingvalla, 5,582 menn á ári. Þar eru því að eiras ótaldir þeir útlendir ferðamenn, að miklu leyti, sem dvelja hér einn dag eða skem- ur, og munu það vera þeir menu, sem verkfræðingurinn einkum á við, sem nú koma með hinum þýzku farþegaskipum á sumrin. Þau skip fara nú hingað 2—3 ferðir á sumri. Það er þvi í hæsta lagi ) dagar á árinu sem járnbrautin þyrfti að upp- fylla þeirra þörf. Sjálfsagt mundi sá tekjuauki fyrir járnbrautina muna dálitlu, ef hún yrði notuð, sem telja má vafasamt, því að slíkir ferðamenn mundu heldur kjósa að fara með bifreiðum, sem nú fjölgar óðum en mikið ójullkomnari járnbraut en peir eru vanir. Og þó einhver tekjuaukning yrði að þessum ferðamannaflutning um- fram það, sem verkfr. hefir gert ráð fyrir í áætlun sinni, þá má hann ekki gleyma að draga jrá áxtlun sinni pá fólksjcekkun jrá pvi sem nú er, sem fara mundi með brautinni Jyrir pá sök, að kaupstaðir myndast á Þingvöllum og víðar, eins og verk- frægingurinn gerir ráð fyrir, þvi tæplega mun hann þó ætlast til, að menn fari baði í pessa nýju kaupstaði — sem auðvítað mundu kaupa vör- ur sinar beint jrá útlöndum — og til Reykjavíkur. Verzlunin hgðist eðlihga frá Reykjavík. Samkvæmt þessu verð eg að álíta, að verkfr. hafi ekki tekist að hagga við þeirri skoðun minni, að eigi sé átylla til að áætla flutningsmagnið »fyrstu árin« til Þingvalla 209 smá- lestum meir en nú er talið að flytj- ist þá leið, og 1400 tonnum meira til Suðurlands-undirlendisins. 175 kýrfóðrin. Þá kvartar verkfræðingurinn yfir því, að eg held því fram, að nóg berist að af heyi til Reykjavíkur, þó eigi sé það flutt með járnbraul að austan. Hann segir því: »Þetta vita nú allir Keykvíkingar að ekki er rétt hjá honnm. Hér má rannar fá nokknrn veginn nóg af mýrarheyi, elt- ingarbornn, handa hestnm bæjarmanna i flestum árum fyrir hátt verð. En á kúa- heyi er megn þurð og alknnn«. Hvar ætlar nú verkfræðingurinn að láta Reykvíkinga kaupa kúaheyið af jörðum meðfram brautinni? Og meðjram br&utinni hlýtur pað að kaup- ast, því að annars getur engan veginn borgað sig að selja það. Eg þekki til flestra engjanna meðfram þessari braut, og veit ekki af neinum jörð- um þar, sem gæti sér að skaðlausu selt kúahty. Óg tiðuna af túnunmn m«mu menn ekki selja. Ef járn- brautin hefði átt að liggja syðri leið- ina nm Hafnarfjörð, Krisivík, Selvog, Þorlákshöfn og Ölves að Ölvesárbrú, þá var hugsanlegt, að eitthvað lítið af kúaheyi hefði fluzt með brautinni úr Fesfíir-Ölvesinu. Óg eflaust hefði verið hægara að halda brautinni hreinni á vetrum á þeirri leið, lagningin ó- dýrari, og meira að flytja, þó vegar- lengdin sé dálítið meiri. Það er líka eins og verkfr. viti ekki af því, að fyrir r/3 eyri á pund- ið má fá flutt hey til Reykjavikur jri hvaða höfn sem er á landinu, ef menn geta án heysins verið, ogfyr- ir minna verð mun járnbrautin ekki flytja það, ef hún ætlar sér að ná 1 kr. til jafnaðar í flutningsgjald fyr- ir hver 100 pd. «r hún flytur, eins og verkfræðingurinn áætlar. Mjólkurflutningurinn. Verkfr. er mér þó sammála um það, að söluverðið á mjólk muni falla ofan í 15 aura potturinn, ef mjólkurflutningur byrjar með braut- inni, en þar sem eg segi og sýni fram á, samkvamt reynslu um sölu- kostnaðinn, að bændur fái ekki, að frádregnum kostnaði, meir en 9,09 aura fyrir pottinn, þá reynir hann að pína kostnaðinn svo niður, að bónd- inn fái 10,35 aura fýrir pottinn. Dæmi hans er þannig: •SölnverÖ 100 potta . . . . kr. 15,00 •Flntningsgjald . . . kr. 2.40 »Vanhöld . . , . — 75 <Sölnlaun 10°/0 . . . — 1,50 --... kr. 4,65 Afgangs kr. 10,35 Mismunurinn liggur í tvennu, að hann segist hafa áætlað flutnings- gjaldið lægra, pó pað komi hvergi jram Jyr en nú, sem sé kr. 2,40 á 100 potta af mjólk með umbúðum, en eg reikna það eftir taxta þeim, er hann nefnir í skýrslu sinni, kr. 3,20. Svo færir hann hið almenna sólu■ gjald úr 2 aurum á potti niður í i1 /2 eyri, aj pví mjólkin lækkar l verði. Ef hann nú ætlar að halda áfram að tæra flutningstaxtann niður úr 1 eyri á pund, jafnótt og einhver vara er nefnd, hey ofan í r/2 eyri og mjólk með umbúðum -ofan í ®/4 eyri, hvaða vörutegundir eiga þá að bera hallann, svo að brautin fái til jafnaðar 1 eyri á hvert pund, sem flutt er?. Að lækka söluborgun á mjólk nið- ur úr því sem nú er, nær engri átt, því menn munu fráleitt þykjast of- haldnir af þeirri borgun, sem gerist nú. Eftir pað að verkjr. er búinn að setja pennan reikning Jram, ganga inn á að mjólkurverðið jalli ojan í iy aura, ej rneiri mjólk berst að Reykjavík en nú, ganga inn á pað, bæði i pessari ritgerð sinni og í fyrirhstri, er hann hélt nýlega fyrir fjölmenni í Iðnaðar- mannnfélaginu, þá ritar hann þessa einkennilegu klausu: »Þó er enn ótalin stærsta villan »hjá B. Kr. og hún er sú, að reikn- »ingurinn og ályktun sú, sem hann »dregur út af honum, mynda Jrá »byrjun til enda eina stóra hugsunar- »villu. Til þess að sjá þetta verða »menn að vita það, að mjólkurverð- »ið í Rvík. er ekki 15 aurar, heldur »20 aurar fyrir pottinn. Og það er »ekki útlit fyrir neina lækkun*. Er þetta ekki tjrá byrjun til enda ein hugsunarvilla)« Það stendur óhrakið, að það koma kaflar á árinu, eins og nú stendur í Rvík., að mjólk gengur ekki út fyrir 1 y aura potturinn. Þess vegna er engin von um að jirnbraut geti átt visa tekjuvon aJ nýjum mjólkurjlutn- ingi fremur en heyflutningi. Frh/ Björn Kristjánsson. Ingólfshöfði. Afskifti ráðherra og alþingis og afleiðiNgar þeirra. Það hefir verið mín regla, að skrifa ekkert í blöð, en vegna eftirfarandr málefnis er ekki rétt að þegja. Staðhættir valda því, að Öræfing- ar mega teljast fyrir utan landslög og rétt, og eru þeir einskonar úti- hgumenn þjóðarinnár og það á 20. öld. Hafa þeir hingað til orðið að sætta sig við olnbogakjör eyðimerk- urbúa. — öræfin munu lang-afskekt- asta sveit landsins. Þau eru milli langra eyðisanda. Um báða sandana renna straumþung stórvötn og eru þau illur farartálmi; og skilja það allir hvílíkar búsifjar „það eru, að bleyta hinar dýru kornvörur, er þær með mikilli fyrirhöfn hafa verið sótt- ar jafn langt. En þetta kemur þó stundum fyrir. Hin fjarlægu kaup- túti, Vík og Hornafjörður, eru næstu verzlunarstaðir. — Það mun nú lið-- inn hartnær mannsaldur síðan menn tóku að velta því íyrir sér, hvernig mögulegt væri að losast við flutn- inga yfir þessa torfæru óravegi. Eina Ieið hafa menn séð til þess, og eru nú liðin yfir 20 ár síðan málefninu var hreyft á þingmálafundi, en vegna meðferðar málefnisins á síðasta þingi tók eg pennann til þess að koma fram með eina leiðréttingu. Eins og mörgum mun kunnugtr er Ingólfshöfði innsveitis við sjóinn. Hann er sæbrattur, en uppi æði mikið graslendi, að mestu slétt — hið fegursta túnstæði. Við Höfðnnn' er á einum stað vik við sjóinn, neð- an undir þverhníptum hömrum, sem eru að hæð 47^/2 stikur. Vik þetta er ákjósanlegur lendingarstaður. En í landi er urð upp að bjarginu, all- stórgrýtt. Eini vegurinn til flutn- ingaumbóta er það, að geta notað* sjóveginn, en til þess þarf að sprengja sjógötu í bergið á nefndum stað. —- Margt ber til þess að ætla mætti, að verkið gæfi mikinn arð, auk bættra aðflutninga. — Hvergi við1 Island munu fiskgöngur jafn miklar og stöðugar. Sýna það útlendu botnvörpungarnir, sem eru hér árið um kring — og gengur fiskurinn oft alveg að landsteinum. Þar sem menn á hinum dýru mótorbátum verða að eyða 5 kl.tímum til þess að komast á fiskimið, t. d. í Bol- ungarvík, Hnífsdal, ísafirði o. s. frv. og framfleyta þó fólki sínu, ein- göngu með þessu, mundu þá ekki nokkrir menn betur settir í Ingólfs- höfða, þar sem ekki þyrfti nema 5 mínútur og að eins árabát til þess að komast á fiskimið. Öræfingar hafa oft leitað til fjár- veitingavaldsins utn styrk til verks- ins og hefir landsstjórnin tvisvar látið gera athuganir þar, Árni Zak- aríasson, Islands Falk af sjó. Einnig hafa Þ. Krabbe og Jón Þorláksson verið þar á sjónarbergi. Á síðasta þingi flutti þingmaður- inn 4000 kr. styrkbeiðni til fyrir- tækisins. Fjárveitingin komst gegn- um neðri deild, en var feld í efrí deild. En hvers vegna? Af því ráðherrann gaf rangar og villandi upplýsingar. — Þeim sem lcsa þing- tíðindin er það ljóst, að ráðherra virðist fyrirtækinú meðmæltur, en nú skal eg skýra frá þvi, hvernig hann samt varð banamaður þess á þessu þingi. — í þingræðu segir hann: »Mér er dálítið kunnugt um þenna stað, því að eg hefi sjáifur farið þar upp að

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.