Ísafold - 13.06.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1914, Blaðsíða 2
176 IS AFOLD Heildsöluverzlun. Magnús Th. S. Blöndahl Reykjavík. Kaupir allar islenzkar vörur. Framtíðartakmarkið. Þjóðin þarf að setja sér framtíðar- takmark. Það takmark þarf að vera hátt og göfugt, og ganga í þá átt, að í landinu verði ríkjandi réttlæti, frelsi, hagsæld og hamingja. Þessu takmarki þarf þjóðin, — bæði heild og einstaklingar — að keppa að eftir mætti, og varðveita sem bezt það, sem hún öðlast af þeim gæðum. Eg tel líklegt, að þjóðin geti að miklu leyti orðið sammála um tak- markið; en hinu get eg varla búist við, að menn verði sammála um ráðin til þess að nálgast það tak- mark. Astæðulítið væri að fást um það, þó einstaklingarnir hefðu hver sín ráð og færu hver sína leið, ef allir stefndu að takmarkinu, en vegna hins mikla mismunar á stefnu manna, er þörf á að ræða um þetta. Vegna þjóðarheildarinnar (kenslunnar, lag- anna, stjórnarinnar o. þ. h.) er einnig þörf á að finna hagkvæmustu og beztu leiðina að takmarkinu. Sennilega hugsa flestir eitthvað þessu líkt til framtíðarinnar, og flestir munu vilja halda í áttina að góðu takmarki. En hversvegna gengur mönnum þá svo illa að nálgast það ? Hversvegna ríkir ekki réttlætið og frelsið bæði hjá heild og einstaklingum ? Hversvegna er efnahagurinn bágborinn, skuldir að verða óviðráðanlegar, viðskiftin óheil- brigð o. f. frv.? Og hversvegna er sundrung og óánægja, en ekki hamingjusöm eining? Þessu þarf að leysa úr og finna ráðin, sem vænlegust eru til að bæta ástandið. Það er verkefni fyrir þjóð- ina á næstu tímum. Mín skoðun er, að næst liggi að auka skilnin^s-pekkinqu manna á fiam- tíðartakmarkinu og vilja á að keppa að því, og vil eg skýra það lítið eitt nánara. Þekking og vilji manna eru iöflin, sem athöfnunum stjórna; er því áriðandi að þessu sé nógu snemma beint í rétta átt og beitt réttilega. Þekking og vilji getur komið hvert af öðru og hvert með öðru. Viljinn er þó aðal framkvæmdarafl- ið, og fyrir viljann kemur oftast athugun og þekking í þá átt, sem viljinn helzt stefnir. Viljinn ræður því mestu. Undir vilja manna er mest komið hvernig ástand þjóðarinnar verður í framtið- inni með fjárhaginn og alla velgengni, réttlætið og frelsið. Fjárhagslega velgengni geta menn því mikið bætt, ef þeir vilja. Þeir geta sigrað flesta erfiðleika og eymd- arástæður í lifsbaráttunni. En viljinn verður að vera sterkur og trygður með þekkingu. Svo sterkur, að menn hiki ekki við að leggja hart á sig til að afla, og neiti sér um flest þægindi, til að spara. Svo sterkur, að menn forðist munaðar- vörunotkun, hégómlegt skraut og hverskonar óþarfaeyðslu. Svo sterk- ur, að menn hafi hagsýni með spar- semi hugfasta í hverri athöfn og geti lært bagsýnina. Alt til þess að nálgast framtíðartakmarkið. Þessi vilji krefst mikillar sjálfsaf- neitunar. Hann vantar því hjá flest- um svo einlægan sem við þarf. Menn eyða athugalítið því sem þeir afla og oft fvrir sig fram, og sumir mundu eyða margfalt meiru ef til væri. Arfar koma þvi að litlum framtíðarnotum. Af þessu leiðir, að bjargræðið fyrir menn og fénað vantar þegar eitthvað útaf ber með tíðarfar eða atvinnu og mest ríður á að það sé til. En meðan svo er, er ekki efni- legrar hagsældar að vænta. Þetta ástand hefir kvalið lífið, ekki aðeins úr fénaði, heldur einnig úr mörgum þúsundum manna eins og sagan sýnir. Við ættum ekki að vera valdir að því framvegis. Að visu er vorkunnarmál þó fjöld- inn hafi ekki lagt sig eftir hagsýni, því i kenningum voru menn oft fældir frá fjársöfnun og þessa heims gæðurn, án tillits til staðhátt- anna hér, og án tillits til þess hversu ráðvandlega fjárins var aflað )ijá mönnum. Þessi óheillakenning hefir svo átt sinn þátt í ástandinu. Lög- gjöfin er líka alt annað en holl fyr- irmynd að þessu leyti, eins og eg vík að bráðlega. Forsjónin hefir gefið okkur hæfi* leika okkur til hjálpar á lífsleiðinni og frjálsræði til að nota þá eftir vild, og þessvegna á eigin ábyrgð. Það má þvi ekki kenna henni um það, sem er sjálfum okkur að kenna. Hér á landi hefir forsjónin sett skóla, betri skóla en flesta fræðslu- skóla. Sá skóli er staðhættirnir: fjarlægðin, vetrarharðindin, atvinnu- brestur, hafís, eldgos og þ. h., og hún hefir oft bent okkur á að læra í þessum skóla, en við skeytum því lítið. Lærdómur í náttúruskólanum ís- lenzka og vilji á að hlýða bending- um hans gæti þó orðið okkur til mikillar blessunar. Það er vegurinn til almennrar efnalegrar hagsældar og vellíðunar. Héldum við þá leið, gæti smá- þjóðin íslenzka orðið fyrirmyndar- þjóð, sem aðrar þjóðir gætu dáðít að, en ekki kept við hvað þetta snertir. Þær hafa ekki skóla, sem knýr menn eins til að hugsa fyrir framtíðinni, sem alt veltur á hvern- ig gert er. Þær fá þvi ekki fjöld- ann til þess. Hann verður svo hugsunarlítill um framtíðina líkt og skrælingjar eða dýrin. En auðurinn safnast í fárra hendur, sem nota sér þetta. Réttlætið er jafnframt nauðsynlegt að menn læri, iðki og framfylgi í smáu og stóru. Kenslu i því efni er ábótavant. Fræðslan ein dugir ekki, og sizt meðan hún gengur út á flest annað, sem okkur íslending- um er ónauðsynlegra. Með góðri kenslu og viðleitni sjálfra manna geta flestir greint hið rétta. Glöggleiki i því efni mun koma smátc og smátt, ef alment væri farið að leggja stund á þetta. Aðalatriðin eru heldur ekki torskil- in, t. d. það, að vera strangur i reglu og réttlætiskröfum við sjálfan sig, en sanngjarn og vægari við aðra, að gjöra ekki það sem mönnum finst órétt og líða ekki öðrum mik- ið ranglæti, að koma fram við aðra líkt og þeir mundu vilja að fram- koma annara væri við sig o. s. frv. í þessu felst líka að tala jafnan hóg- værlega, að vera ráðvandur og hrein- skilinn, að efna loforð sin, að leið- beina hver öðrum með einlægni og bróðurhug og fl., sem réttlætisstefn- unni tilheyrir. Frelsið er dýrmætur réttur, sem menn eiga sjálfir. Hver maður er frjálsborinn og á rétt á að vera frjáls ef hann gerir ekki sér eða öðrum skaða og fullnægir að sann- gjörnum hluta brýnustu sameiginleg- um þörfum þjóðfélags síns. Onnur frelsisskerðing er ranglæti, og víð- tækur, valdboðinn strangleiki hefir ill áhrif á réttlætistilfinningar manna, viljaþróttinn og á fjárhaginn yfirleitt, og gagnstætt því sem leiðbeining i góðu og gagnlegu mundi gjöra. Með auknu frelsi vaknar ábyrgðar- tilfinning manna á gjörðum sínum bæði fyrir guði og mönnum. í framtíðinni væri æskilegt að réttlætistilfinningin yrði svo sterk, en ranglætið svo fyrirlitið, að lítið sem ekkert þyrfti á lögum, löggæzlu eða hegningu að halda og að þetta alt fari minkandi eftir þvi sem rétt- lætisstefnan stígur hærra. Ef ekki er hægt að kenna rettlætið þannig, að menn vilji framfylgja því, en forðast samvizkubit og fyrirlitningu ranglætisins, þá óttast eg að lög- gæzlan og valdstjórnin ráði lítið við það. Og sumt ranglæti er lögun- um að kenna og þeim sem með þau fara. Ekki má þó sleppa lögunum eða einföldum gildandi lífsreglum á ná- lægum tima. Svo er ranglætið ríkj- andi, en á göllunum þarf að ráða bót. Þeim göllum, að lögin eru meira og minna ranglát, farið í kringum þau og þau notuð vald- höfunum í hag. Ranglát eru lögin þegar þau beita misrétti við menn, þegar fjöldinn verður að líða bæði kostnað og léttarmissi vegna fárra einstaklinga, þegar Iagabáknið er of bung kostn- aðarbyrði fyrir smáþjóðitia o. s. frv. Kringum lögin fara menn oft, en einna mest mun kveða að því hjá eru stimpluð B. H. B. auk verksmiðjustimpilsins, gætið þess því vandlega að kaupa aldreí önnur blöð en þau ein, sem bera B. H. B. stimpilinn. 25 ára reynsla er fengin fyrir hinu óviðjafnanlega biti B. H. B.- blaðanna. Yerzlnn B. H. Bjarnason. áleitnum viðskiftaprönguium, sem villa þeim sýn með röngum fortöl- um, er þeir semja við, og hafa á þann hátt oft stórfé af öðrum. Mun- urinn á þjófum er sá, að þjófarnir fela sig fyrir líkamlegri sjón manna, en hinir fyrir andlegri sjón þeirra- Sumir halda svo að þetta sé mein- laust af því lögin ná sjaldnast til þess cg stæra sig svo af dugnaði sínum. Valdhafar brúka lögin sér í hag, þegar þeir hækka sjálfir laun sín, þegar þeir eyða fé, sem þeím er trúað fyrir, þegar þeir beita rang- læti til að tryggja sér völd o. fl.r en þeir hafa nær aldrei þurft að sæta ábyrgðar gjörða sinna og sízt með hegningu. Valdhöfum má sízt liða ranglæti, því með því er það innleitt í land- inu. Ranglæti í löggjöf er stærra mein en lýst verði. Gangi þetta ranglæti svo langt, að’ sumir valdhafar láti framtíðarréttindi og frelsi þjóðarinnr.r víkja fyrir eig- in hagsmunum, þá er skörin komin1 upp í bekkinn. Og ástæðulaust finst mér ekki að segja þetta vegna orða og athafna sumra þeirra i sambandsmáli þjóð- arinnar við Dani. Mér virðist að Danir eigi ekki: rétt yfir íslandi, heldur íslendingar sjálfir, að Danir hafi viljað ná i þenn- an rétt, en íslendingar hafi ekki' slept honum, að Danir hafi beitr íslendinga órétti og íslendingar lið- Vænt væri, ef _bað gæti nú orðið, að Skírnir kæmist með þessu skipi aftur. Skýrslur og reikninga tel eg vísl, og Félagsritin. Það væri gott ef þú vildir sjá til, að Deildinni yrði skrifað bréf um bækur þær sem sendar eru, tölu og verð þeirra, þvl ekkert bréf kom með þessum bókum sem nú voru sendar, og Jens hafði talið vitlaust, svo nokkur exemplör voru framyfir á Thors kvæðum og landhagsskýrslum. Deild- in hér ætti líka að fá áætlun um tillög 1871, og tilmæli um að senda okkar deild nokkur exemplör af orðskviðasafninu, sem okkur vantar. Heilsaðu kærlega kunningjunum og eg fel ykkur alt á hendur til beztu umsjónar. Með kærri kveðju til konu þinnar elskulegrar og þín sjálfs. Þinn skuldbundinn elskandi vin Jón Sigurðsson. Reykjavík 23. júlí 1871. Elskulegi vin. Kærar þakkir fyrir bréf þitt, og alla þína atorku með að koma fé- lagsbókum og Félagsritum hingað með þessari ferð. Það var ómögu- legt að gera það betur. Eg vil trúa því, að skuldakröfur hafi komið, en flestar voru þess eðlis, eftir því sem mig minnir, að þær gátu beðið um sinn. í rentutermininn áttum við eina 130 rd. i vændum og seinast í júni 50 rd., auk tillagspeninga og bókapeninga frá Gyldendalsveizlun. Um alþing er að vísu ekki full- ráðið, en ekki skil eg betur, en að meiri hluti manna sé á sömu skoð- un og fyr. Það sem villir þeim sjónir er það, að þeir setja hug- myndir sjálfra sín í staðinn fyrir uppástungur stjórnarinnar, og þykj- ast hafa fengið tilboð um sjálfsfor- ræði og fjárráð, þó hvorugt sé í boði, þessvegna eru þeir að tala um að maður megi til að taka því, sem bjóðist, og vera ekki að draga þetta lergur. Þeir embættismennirnir eru ekki betri en aðrir. Margir vita betur, en segja ekki. Margir eru nú farnir að komast uppá jarl, með ráðgjöfum, er hafi ábyrgðina, en þeim er sárt að missa nafn konungs Kristjáns eða Friðriks undan laga- boðunum, og þvi komast þeir í ei- lífar ógöngur, af því þeir eru í þeirri mótsögn, að vilja eiginlega hafa alla innlenda stjórn, en þó um leið sækja alt til Kaupmannahafnar. En þetta er nú í byrjun sinni, og kemst án efa smámsaman i gang. Eg held, að þó sumir, enda alþing- ismenn, vilji eða þykist vilja taka öllum >þolanlegum» kostum, þá verði þó endirinn, að uppástungur þeirra verði óaðgengilegar. Eg ef- ast varla um, að þeir heimti ábyrgð, liklega einskift þing, neiti fastri á- ætlun, og yfir höfuð að tala fari sem næst 1867, en afneiti »Iögun- um« 2. janúar. Greinin í Dagbl. hefir verið lesin hér. og eru sumir á því eins og þú, að höf. sé Hoskjær, og muni vera að præsentera sig undir öðru firma. Sumir halda greinin sé eftir Grím á Bessastöðum, aðrir eftir Clausen, og þar fram eftir. Hér hefir verið allrabezta sumar, grasvöxtur, fiski, nýiing, alt upp á það bezta, sannarlegt veltiár. Guð veit hvað menn vilja, þegar þeir geta ekki brúkað þetta nema kom- ast í skuldir. En það er gleðilegt að vita, að landar okkar eru veru- lega farnir að hugsa nokkuð betur um hag sinn en fyr, og komast úr skuldum einkanlega. Hér er yfir höfuð að tala allmikið niðri fyrir af áhuga og samtaka tilraunum, þó alt sýnist dauft á yfirborðinu. Berðu kæra kveðju konu þinni elskulegri, Skafta, Sigurði Jónassyni og Hansen og öllum kunningjum. Þinn elskandi vin Jón Siqurðsson. Um félagsskap okkar erum við nú að ræða, eitthvað verður ágengt, þó lítið verði að likindum. Khöfn 7. nóv. 1872. Elskule^i vin. Kærar þakkir fyrir þitt vinsamlega bréf með Diönu. Það gleður mig að heyra, að þú væntir að kunna vel við þig, og eg ímynda mér að þér muni falla allvel þegar þú ert nú kominn í lag. Héðan er ekkert nýnæmi núna. Thorsen karl vappar um kring, en gerir vist lítið sem stendur. Björnson er í óttalegu gati , hjá Dönum núna. Hann var hér á vinafundi eftir Grundtvig, og hélt þar ræðu, þar sem hann sagði að Danir mætti til að breyta merkjun- um og vingast við Þjóðverja. Þeir fengi þó heldur rétt sinn hjá þeim sem vinir en sem óvinir. Nú reis upp allur fjandafans, og þú getur nærri að Ploug var ekki seinastur, og skirptu bölvandi. Þjóðverjar aftur á móti segja nú að Björnson sé merkasti maður á Norðurlöndum. Það bezta er, að Danir telja það ragmensku að taka vináttu við Þjóð- verja, en þeir segjast alls ekki hata þá. Það verður þá þessi fýla, eins og í óþekkum krakka, sem sezt út í horn. Eigum við von á kvæðum og öðru skemtilegu frá þér, minn kæri, núna aftur með skipinu? Láttu sjá og komdu með eitthvað gott, helzt núna, en annars í vetur. Deildin gerir mjög óhyggilega í að vera að hleypa sér í jag við okk- ur, því hún þarf ekki að óttast neina mótspyrnu frá okkar hendi, ef hún getur gert nokkuð sjálf, en að láta' okkur vera varphænu handa sér það þarf hún ekki að hugsa meðan eg. má nokkru ráða. Það er slæmt, að Jón Þorkelsson er ópraktiskur þrá- kálfur og lætur þá hleypa sér uppr sem eru mólstöðumenn mínir. Hann getur verið viss um, að félagið tapar en vinnur ekki við þesskonar aðferðr og eg merki það nú strax, og það tapar í ár á því, að Rvíkurdeildin* er að terra fingurna eftir peningun- um, í stað þess að terra þá til að' gera gagn. Þú veizt hvað heppin deildin hefir verið með bækur sínar: Eðlisfr., Ilias Gröndals, Tölvísina, Hórazar bréfin etc. Mér lizt þeir hafi sig hæga, og láti sér falla við okkur hérna, og það vona eg þú leiðir þeim fyrir sjónir. Þeir skulu ekki taka það svo, að mig gildi ekki einu hvernig þqir hringla, en það er óforsjálegt félagsins vegna, og getur kostað það meira en margur hyggur. Samlyndi og samverkan er oss nauðsynleg, því við erum ekki ofmargir til þess að halda hóp, og höfum enda ekki ráð til að hafa flokkadrætti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.