Ísafold - 27.06.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.06.1914, Blaðsíða 2
192 IS A F Ö L D TJfvintiu við síldarveiði geta 10—15 duglegir sjómetm fengið á Eyjaflrði í sumar. Upplýsingar gefur Jón JTtagnússon, Holtsgötu 16. Brezki skemtileiðangurinn. Skemtiskipið Ermine frá Glasgow heldur heimleiðis aftur í kvöld. Það er synd að segja, að hinir brezku ferðamenn hafi verið hepnir með veður. Því er miður. Sólin hefir eigi sýnt sig þessa 5 daga, sem þeir hafa verið hér, fremur en sólarlaust land væri með öllu, fyr en loks í dag. Rigning og kuldi hafa í miklu bróðerni unnið saman og dregið úr ánægjunni. Sjálfir ferðamennirnir kvarta þó lítið, segjast eigi að síður hafa skemt- un af förinni og hressing. Hefir ritstj. átt tal við ýmsa þeirra og ljúka þeir einum munni upp um góða viðkynning við landsmenn. En þeir höfðu og á orði sitthvað sem miður færi i ferðamannalandi — landi, sem vildi og ætti að auka sem mest það gæti ferðamannastraum- inn. Einkum var það alt fyrirkomu- lagið á höfninni og á bryggjunum, sem vakið hafði gremju hjá þeim, of langt í land, skipið eigi fengið að liggja nær, tómir bátar sem vöfðust fyrir þeirra eigin bátum, svo að farþegar urðu að klifa yfir þá og slösuðust sumir i þeirri »leikfimi«. Þá þótti þeim og ábótavant fylgdar- mönnum í landi, hve lítið þeir gætu sagt um staði þá, er þeir væru að sýna. í öðrum ferðamannalöndum, t. d. Noregi sé venja að gera miklu meira i þá áttina, til þess að ryðja burt slíkum ásteytingarsteinum. Og það töldu þeir nauðsynlegt að gera hér á landi til þess, að bærilegt orð færi af því sem ferðamannalandi. Þar sem þetta eru í raun og veru smámunir, sem fundið er að, ætti að vera hægt að lagfæra þá, t. d. gefa út á ensku stuttan leiðarvisi um helztu staði og hús, sem sýnd eru í höfuðstaðnum og í grend. Og mundi eigi einn lögregíumanna bæjarins mega vera á bæjarbryggj- unni þá daga, er skemtiskip koma hingað, til þess að stjórna bátalend- ingunni? Það er vonandi, að réttir hlutað- eigendur taki þetta til íhugunai og reyni að lagfæra. í alla staði er oss nauðsynlegt, að erlendir ferða- menn fari heim aftur með ljúfar endurminningar um land og lýð og megum vér því eigi Játa smámuni spilla þvi. Vonandi tekst að halda áfram þess- um Ermine-ferðum hingað til lands á vorin, eins og ísafold mintist á, er skipið var hér fyrra. Þeir mega vita það, hinir brezku ferðamenn, að þeir eru velkomnír hjá oss, og hafa þeir væntanlega fundið það. Sumir þeirra er komu í fyrra voru einnig með í þetta sinni. Ferðamennirnir höfðu boð inni á Hotel Reykjavík í gærkvöldi og buðu til ýmsum bæjarbúum, Var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. í hátiðarlok flutti Ásgeir konsúll Sig- urðsson þakkir islenzku gestanna og góðar óskir, en af hálfu ferðamann- anna þakkaði Mr. Douglas frá Edin- borg góðar viðtökur. Skipstjórinn á Ermine, Mr. Bogg- an gerði ráð fyrir, að skipið kæmi aftur næsta vor um sama leyti. Góðrar ferðar óskar ísafold hinum brezku ferðamönnum. Velkomnir næsta ár. Eeiðrétting. í greininni um Efnabag íslands i síð. bl. hafði fallið úr 3 orð í 11. 1. a. n. á 2. dálki 2. bls. i ísaf. Þar stóð 1 peso = 1 pd. st., en átti að standa: og 5 peso = 1 pd. st. Fáninn. Eins og konum er títt, þagði eg, er gefinn var kostur á að senda fánanefndinni tillögur um gerð fán- ans, en nú get eg ekki lengur þag- að. Það sem kemur mér til að taka penna í hönd er gleði yfir þvi, að fyrri tillaga fánanefndarinnar er flagg með rauðum, hvítum og bláum litum, og sú von, að alþingi aðhyll- ist hana, þrátt fyrir megnan mót- blástur, sem nú bólar á. Menn segja : íslenzku litirnir eru blátt og hvítt, og þykir það ærin sönnun fyrir því, að sá rauði eigi þar ekki heima. En eg skil aidrei hvað meint er með þeirri staðhæfingu. Eg get ekki bet ur séð en að með sama rétti mætti segja: íslenzku litirnir eru hvítt og rautt eða gult og grænt. Þá fyrst getum við talað um okkar þjóðar liti, er við höfum kosið okkur fána- gerð og fengið fánann löglega sam- þyktan, að minsta kosti af fulltrúum þjóðarinnar á alþingi. Sumir kunna nú að segja, að hvita og bláa flagg- ið hafi verið samþykt af þjóðinni. En eins og mönnum er kunnugt, var enginn frestur gefinn til yfir- vegunar, þegar það mál var rætt og gengið til atkvæða um gerðina eftir tillögu Stúdentafélagsins, því var að- eins haldið fast að mönnum bæði í ræðum og ritum, að ef sú gerð, sem Stúdentafélagið kom sér saman um, yrði ekki samþykt, væri málið dauða- dæmt. Þvi trúðu flestir og með því að þeir vildu ekki vinna málinu mein, féllust þeir á tillögur Stúdenta- félagsins í Reykjavik. Barnalegt virðist mér það, þegar rauða litnum er fundið það til for- áttu, að hann sé danskur litur. Það hlýtur að vera af hugsunarleysi að menn segja þelta; má ekki alveg með sama sanni segja, að hann sé norskur eða enskur litur, og má ekki með jafnmiklum sanni segja að hvítt sé danskt eða minni á fána Dana. Ef rauði liturinn væri nokkurrar þjóðar litur, þá væri það helzt þeirr- ar, sem fyrst fann upp samsetning hans og að lita hann. Hvaða liti skyldi skáldið hafa kosið í íslenzka fánann, sem kvað: »Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná, bægi, sem Kerúb með sveipandisverði, silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.c Það er engum efa bundið, að það lefði kosið þrílitu gerðina, rauða, ívíta og bláa fánann. Þessir þrír litir eru oft látnir tákna cærleika, sakleysi og gleði. Á alt þetta getur íslenzki fáninn mint okkur, undir honum viljum við í sameiningu vinna að þvi að efla þetta þrent hjá þjóð vorri. Þökk sé fánanefndinni fyrir tillög- una og alþingi fyrirfram fyrir vænt- anlega samþykt. Skrifað á jónsmessukvöld 1914. Brynhildur. ---------------------- Háskólapróf. Embættisprófi i lögum hefir lokið 24. þ. m. Skúli Skúlason Thoroddsen með I. einkunn (125 stig). Læknaprófi luku 5 læknaefni á miðvikudag: flalldór Hansen með I. eink. 200 st. ónas Jónasson » I. — 181 st. Bjarni Sjæbjörnss. » II. b. e. 148 st. Guðm. Ásmundss. » II. — 138 st. ón Kristjánsson » II. — 101 st. ReykjaYíkflr-annálI. Aðkoniumenn fjölmargir eru nú í bænum, og mest um klerka, er synodus sækja. Dularfull fyrirbrigði. Mikla at- hygli vakti myndasýning sú af dular- fullum fyrirbrigðum í gærkvöldi. Sam- kvæmt áskorun margra bæjarbúa verð- ur hún endurtekin annað kvöld. Þinginenn margir korau með skip- unum Ceres og Yestu : Guðm. Eggerz, Þórarinn Benediktsson, Karl Finnboga- son, Björn Hallsson, Jón Jónsson frá Hvanná, Pétur Jónsson, Steingrímur Jónsson, Stefán Stefánsson skólameist ari, Magnús Kristjánsson, síra Sigurður Stefánsson og síra Sig. Gunnarsson. Knattspyrnukappleikur var háður á íþróttavellinum í fyrrakvöld milli íslendinga (Fram fól.) og Englendinga frá skemtiskipinu Ermine. Fóru svo leikar að landinn bar míklu hæstan hlut frá borði, vann 13 sinnum, en Bretinn aldrei! Björn Sigurðsson bankastjóri hefir verið kösinn í einu hljóði erindisreki Sláturfólagsins erlendis — samkvæmt umsókn hans. Má því búast við bankastjóraskiftum í haust eða sumar. Látin er 1. júní að heimili sínu Hverfisgötu 18 C„ húsfrú Sveinbjörg Björnsdóttir, kona Eggerts Snæbjörns- sonar deildarstj. hjá H. Th. A. Thomsen Daginn áður mistu þau hjón yngsta son sinn Njál úr lungnabólgu, hann var á öðru ári. Hún var kona á bezta aldri, fríð sýnum, bráðskynsöm og hin ágætasta eiginkona. 4 börn eiga þau þau hjón á lífi, Jóhann Viggó 9 ára, Unni 8 ára, Huldu Sigríði 6 ára og Snæbj. Hrólf 3 ára. Kunnugur. Ermine-farþegarnir eru um 70 alls mestalt Skotar og Englendingar. Einn farþega er mörgum Islendingum kunn- ur. Það erThoralf Endresen, Norðmaður, einn eigandi hinnar miklu kolaverzlunar Burns & Lindemann í Glasgow, sem verzlað hefir mörg ár með kol víðsvegar á Is'andi, með milli- göngu 0. Johnson & Kaaber. Hjá þessari verzlun keypti t. d. Björn heit. Guðmundsson öll sín kol. Messur á morgun: í dómk. kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson. I — — 5 síra Bj. Jónsson. í frík. kl. 12 síra 01. Ólafsson. í — — 5 próf. Har. Níelsson. Skipaf regn: C e r e s kom í fyrrakvöld frá útl. kiingum land. Farþegar auk alþing ismanna voru m. a.: Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, mag. Jakob Jóhannes- son, Sig. Pálsson verzlunarstjóri frá Hesteyri, Sig. Hjörleifsson læknir og bankaráðsmaður og síra Sig. Guð- mundsson frá Ljósavatni. Ólfaur John- sen f. yfirkennari Vesta kom í gærmorgun. Meðal farþega voru: Sig. prófastur Gunnars- son, frá Stykkishólmi, síra Jón Brands- son frá Felli og jungfr. Laufey Valde- marsdóttir. Prestastefnaa 1914. Hún hófst á hádegi í gær með guðsþjónustu i dómkirkjunni og prestsvígslu. Að lesinni messugerð gengu klerkar í alþingishúsið til fundarhalds. Stefnuna sækja um 20 prestar — sumir langt að. Biskup mintist fyrst látinna presta á árinu, en sið- an voru venjuleg synodusmál tekin fyrir (prestsekknastyrkur o. s. frv.). Síðari hluta dags flutti biskup sérstaka minningarræðu um séra Jón heit. Bjarnason, en þar á eftir var rædd tillaga frá sira Guðmnndi Einarssyni um biskupskosningu. Prestastefnunni verður lokið i dag. f í»órður Finsen verzlm. lézt hér i bænum i fyrradag eftir langvinna vanheilsu, 36 ára að aldri (f. 26. júní 1878). Hann var sonur Óla heit. Finsen póstmeistara og konu hans Maríu. Þórður var dreng- ur góður og lipurmenni, en naut sin eigi sem skyldi vegna heilsuleysis t Kolbeinn Eyólfsson bóndi í Kollafirði lézt í fyrradag í Landakotsspítala, úr lungnabólgu, hálfáttræður að aldri. Kona hans lézt fyrirj’jskömmu, svo að eigi varð langt milli hjónanna. Nánara minst síðar. Embættislausn. Sigurður Þórðarson sýslumaður í Arnarholti hefir sótt um lausn frá embætti vegna heilsubrests. Hann mun vera annar elzti sýslumaður landsins, næstur Sigurði Ólafssyni Árnesingasýslumanni. Biskupsskeytið til Noregs. Biskup vor sendi biskupnum i Niðarósi svofelt simskeyti á aldar- afmælinu 17. maí: Biskup Islands heilsar tnóðurkirkjunni. Þakkarsvar féklc svo biskup bréf- lega með næstu ferð og las hann svarið upp á prestastefnunni i gær. Það hljóðaði svo (í þýðingu) : »Fyrir hönd norsku kirkjunnar sendi eg hjartanlegt þakklæti fyrir kveðju þá,%er kom frá biskupinum fyrir hönd vorrar fornu dótturkirkju, við kirkjuhátið vora 20. maí. Eg skýrði frá kveðjunni við hátið þá, er haldin var eftir guðsþjónust- una og voru þar viðstaddir konung- ur Norðmanna, stórþingið og stjórn- in. Hún vakti rnikinn fögnuð og var henni tekið með lófataki. Blessi guð hina íslenzku kirkju og þjóna hennar. Með bróðurlegri kveðju. F. Börkmann. Látinn Dani. Þ. 13. júní lézt Andew Nielsen, kunnur stjórnmálamaður danskur úr flokki vinstrimanna. Hann var um nokkur ár landbúnaðarráðherra og jafnan hægri hönd I. C. Christensen. Er hann mörgum íslendingum kunn- ur frá Danmerkurför þingmanna. Aðalfundur Sláturfél. Suðurlands. 1914, 23, júní 10. fundur. Settur að líðandi hádegi. Mættir allir stjórnarnefndarmenn nema úr Borg- arfj.s., hinir sömu og áður, nema f. Rangárv.s.; þar nýkosnnir: Guðjón Jónsson, Ási og Jónas Árnason Reyni- felli. Auk þess mættir Vigfús í Eng- ey framkv.nefndarmaður, Ólafur ÓI- afsson endurskoðari, Lárus Helgason eftirlitsmaður við slátrun, og Pétur Þórðarson Hjörsey deildarstj. Hraun- hrepps. 1. Form. las reikninqa fél. f. næstl, ár. Hófust þá umræður um þá. Pétur i Hjörsey hreyfði því, og skýrði með ástæðum, að gleggra mundi fyrir félagsmenn, að aðalreikn. væri saminn í nokkuð öðru formi, en tíðkast hefir. Lagði til að sérstök nefnd væri sett til að athuga það at- riði. V. G. studdi till. og að 3 m. nefnd væri kosin. Nokkur ein- stök atriði i reikn., eins og þeir liggja fyrir, vóru síðan rædd og upplýst. Reikningarnir síðan samþyktir í einu hljóði. Síðan kosin 3ja manna nefnd samkv. till. P. Þ. Kosning hlutu H. Thorarensen, Ólafur Ólafsson, Vigfús Guðmundsson. (Samvinna við P. Þ. áskilin). 2. Erindsrekastarfið. Form. skýrði frá, hvað gerst hefði í því máli til þessa. Síðan lesið umsóknarbréf þeirra, sem sótt höfðu um stöðuna, ásamt meðmælum er þeim fylgdu. Þeir vóru 7 er sótt höfðu: Björn Sig- urðsson bankastjóri, Ditlev Thomsen ræðismaður, Einar Markússon spítala- ráðsmaður, Friðrik Gunnarsson verzl- unarumboðsmaður, Jón Þ. Sivertsen verzlunarskólakennari, Matthías Matt- hiasson káupmaður, Oddur Jónasson verzlunarmaður. 8. umsækjandinn: Olgeir Friðgeirsson verzlunarstjóri hafði telcið umsókn sína aftur. Fundurinn kaus í einu hljóði Björn Sigurðsson með þeirri von, að Sam- band islenzkra samvinnufélaga einnig muni greiða honum sín atkvæði. En náist eigi samþykki S. I. S. til þessarar kosningar, var einnig í e. hlj. ákveðið, að Sf. Sl. legði ekki fé- til erindrekastarfsins þetta ár. 3. Lesnar fundargerðir deildarstj.- funda. Ut af þeim var 4. Tillaga Þjórsárbrúarfundar um að uppbót Jyrir sláturýé við sláturhús- ið í Reykjavik að upphæð kr. 974.25; yrði í þetta sinn greitt af sameigin- legu fé félagsins. Samþ. 6 : 1. 5. Tillaga Borgarnesfundarins um afnám ákvæðis frá aðalfundi 19. júní 1911, um stofnfjárviðlag i°/0 af við- skiftum, feld með 5 : 2 atkv. 6. Önnur tili. frá sama fundi um beint stofnfjárframlag xjJ>lo við- skiftaupphæð árl., feld í e. hlj. 7. Tillaga frá sama fundi um verðlag sauðakjöts, vísað til fram kvæmdarnefndar. 8. Slátrun í Vík með sömu skil- yrðum og i fyrra, samþ. í e. hlj. 9. Samkvæmt tillögu deildastj.- fundar Skaftfellinga o. fl. var i einu hljóði samþykt að auka laun forstjóra um kr. 500.00 árl., með tilliti tii aukinna starfa við félagið o. fl. ástæðna. 10. Innlausn stofnbrtfa: dánarbúa, fluttra af félagssvæðinu, sjúkra og félausra, fluttra til kaupstaða, samtals kr. 207.89. Samþykt. 11. Lesið bréfBj. Bjarnarsonar um að aukaútsvarsálag Rvikurbcejar á Jt- lagið mundi að mestu leyti vera ranglátt og jafnvel ólöglegt. Fundur- inn félst á aðalefni bréfsins, lét í jósi óánægju sína yfir útsvarinu, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.