Ísafold - 29.07.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.07.1914, Blaðsíða 2
228 ISAFOLD Frá alþingi. Embættaskipun og eftir- laun. Þingsályktunartillagan um að skipa milliþinganefnd til að rann- saka það mál, var til umræðu í efri deid í gær. Framsögumaður nefnd- arinnar var Magnás Pétursson þm. Strandamanna. Birtist framsöguræða hans hér. Ræða Magn. Péturssonar. Þegar þessi þingsál.till. var til um- ræðu hér í deildinni, þá var þsim mótmælum helzt hreyft gegn henní, að það væri tilgangslaust að sam- þykkja hana, vegna þess að ógern- ingur væri fyrir stjórnina að rnnn- saka og undirbúa þetta mál á svona skömmum tíma svo vel að hún gæti lagt frumv. um afnám lögákveðinna eftirlauna fyrir næsta alþingi. Eins og nefndarál. á þgskj. 194 ber með sér hefir nefndin einnig komist að þessari niðurstöðu og við nefndarmenn höfum jafnvel gengið enn lengra, þar sem við með breyt- ingartiil. á þskj. 193 óbeinlínis gef- um í skyn, að stjórninni einni sam- an væri ofætlun að rannsaka þetta mál nógu ítarlega, þó hún hefði lengri tima fyrir sér. Okkur kom því saman um, að ráða háttv. deild til þess að samþykkja breytill. þess efnis að skipuð verði milliþinganefnd til þess að íhuga og rannsaka þetta mál o. fl. Það eru sjálfsagt allir á því, að mjög varfega sé í það farandi að skipa milliþinganefndir, því þær hafa ætíð mikinn kostnað í för með sér og gagnið ekki afinlega að sama skapi og ætti því aldrei að eiga sér stað nema brýn nauðsyn bjóði. Það verður þá fyrst að íhuga hvort slík nauðsyn sé hér fyrir hendi. Eins og brt. ber með sér á þessi fyrirhugaða nefnd fyrst og fremst að íhuga rækilega óskir þjóðarinnar um afnám eftirlauna. Það játa allir, að með eftirlauaa- lögunum frá 4. marz 1904 hafi verið gerð mikil bragarbót, enda voru raddir um afnám eftirlauna og lækk- un eftirlauna orðnar allháværar alt frá þinginu 1889 þegar fyrst kom til tals að afnema öíl eftirlaun. Þó þessi lög væru til mikilla bóta, þá leið ekki á löngu áður en raddir fóru að heyrast aftur um afnám eft- irlauna. Eg segi, fóru að heyrast aftur, en það er víst vafasamt, hvort þær hafa nokkurn tíma þagnað. En svo mikið er víst, að fljótt fór að bera talsvert á þeim og á þinginu 1909 kom fram tillaga um að skora á stjórnina að leggja fyrfr þingið frv. til laga um afnám eftirlauna. Var þessari till. vísað til sambands- laganefndarinnar. Á þinginu 1911 var samþ. þingsál.till. sama efnis og afgreidd í því formi frá neðri deild. höftum og böndum, enginn hefir neina gát á þeim og þeim er leyft að vinna hverskonar spell og hryðju- verk. Menn týna allri siðferðislegri sjálfstjórn, sem títt er, þá er stór- strið og stjórnbyltingar geisa. Á slíkum tímum sést vel, hvílík rán- dýr búa í mannlegum hjörtum, og af því að Sturlunga segir frá slíkri öld, getur enga íslenzka bók, sem er girnilegri til fróðleiks en hún. ------»Bræðr munu berjask------------- hart es í heimi — hórdómr mikillc, má segja um þá öld. Grið eru rof- in, menn blindaðir, pyndir og pínd- ir, konur meiddar, bæir brendir, em- bættismenn landsins gerast ræningj- ar og rjúfa eiða sína upp í opið geðið á alþjóð manna. Og var þá engi hlutur óttalaus. Sturla Þórðar- son vann þann sigur, að gerast aldr- ei ódrengur á ódrengskaparöld. Þótt allir samtíðarmenn hans beiti svik- um, svíkur hann engan. Hann rýf- ur enga eiða, meira að segja ekki nauðungareið, er hann hafði svarið Kolbeini unga. Á grimmdar- og Hafði á því þingi áður verið borið fram frv. til nýrra eftirlaunalaga, sem fór fram á meiri jöfnuð á eftirlaun- unum en nú er. Það frv. náði að vísu ekki fram að ganga, en árang- urinn varð þó þessi þingsál.till. Þá sýnir stj.skr.frv. það, sem nú liggur fyrir, ljóslega, að þingið hefir ekki álitið ráð að skella skolleyrum við óskum þjóðarinnar um afnám eftirlauna, þar sem slagbrandurinn fyrir algerðu afnámi eftirlauna (með einföldum lögum) er feldur burt úr stjórnarskránni. Og það er vitanlegt, að mikill fjöldi kjósenda um land alt telur það einn af höfuðkostum frum- varpsins að þetta á að fellast úr stj. skránni. Og menn búast við að þar sé á eftir fylgt og ekki látið dragast lengi að nota sér af þessu. Jafnvel mun það teljast sem óbeinlínis lof- orð um afnám eftirlauna, að þau eiga ekki lengur að standa i stjórnar- skránni. Fjöldi þingmáiafunda á síðustu ár- um og margir þingmálafundir á þessu ári hafa samþykt tillögur um afnám eftirlauna. Margt fleira mætti telja, sem bend- ir til þess, að það hafi verið og sé vakandi vilji meiri hluta þjóðarinnar og það vaxandi meiri hluta þjóðar- innar, að fá afnumin öll eftirlaun embættismanna. Það dettur þess vegna víst fáum í hug að bera brigður á, að mikill meiri hluti þjóðarinnar óski, að eftir- launin séu afnumin. Og þó að ein- hverir yrðu til þess að vefengja slíkt, þá veit eg, að enqinn vefengir að öll þjóðin vill fá að vita, hvort ejtirlaun embœttismanna eru réttlát, horin saman við kjör annara stétta, hvort peir ekki geta sjálfir séð jyrir sér á elliárunum án peirra, og síðast, en ékki sizt, hvort pað er hagur fyrir pjóðina fjárhagslega séð að ajnema öll ejtirlaun embattismanna og taka upp annað Jyrirkomnlag, er tryggi embœtt- ismenn fyrir pví að komast á vonar- völ að loknu embattisstarfi. Og þjóðin á heimtingu á að vita þetta. Hún fær aldrei að vita þetta nema með ítarlegri og hlutdrægnis- Iausri rannsókn. Það er alveg gagns- laust að vera að þrefa og kappræða um það fund eftir fund og þing eftir þing. Og sú ramisókn Jast aldrei svo að gagni sé, nema með millipinga- nejnd. Nú heyri eg suma segja eitthvað í þessa -átt: Það er að vísu satt, að þjóðin vill fá afnumin eftirlaun eða að minsta kosti fá rannsókn um það efni, en þessi þjóðarvilji er alveg marklaus og að engu hafandi, þvi haan er tilorðinn fyrir æsingar og orðaskrum einstakra manna, sem vilja ná sér lýðhylli með slikum glósum. Þetta álít eg alls ekki rétt. Það er auðvitað svo um þetta mál eins og svo mörg önnur, að einhver eða einhverir verða fyrst til þess að vekja máls á því, og síðan kemur það, að ef málið hefir einhvern sann- leik í sér fólginn, þá verða þeir og fyrirhyggjuleysistimum kemur hann hvarvetna fram með góðmensku og gætni — er rósemdin sjálf og stillingin í Hrunadansi samtíðar sinn- ar og aldar. Góðmennsku hans var það að þakka eða kenna, að land- ráðamaðurinn Þorgils skarði var ekki fyrr drepinn en raun varð á. Hon- um svipar til Gizurar Þorvaldssonar um gætnina og varygðina. Það at- vikast einhvern veginn svo, að hon- um koma oftast njósnir af óvinum slnum, er þeir eru i nánd, og þvi sleppur hann úr greipum þeirra. Og góður íslendingui var hann. Að visu var hann í liði Sturlu Sig- hvatssonar í Apavatnsför og á Ör- lygsstöðum. En þá heflr hann vart haft nokkurt hugboð um, hvert stefndu róstur þær hinar miklu, er frændi hans og nafni Sighvatsson hóf. En þá er glögt varð, hvað konungur vildi, vann hann á móti honum og ráðagerðum hans. Segir berum orð- um að hann hafi reynt að draga Þorgils skarða af konungs trúnaði, þótt þær tilraunir kaemi fyrir ekki. fleiri og fleiri, sem berjast fyrir því og þannig vex fjöldinn því til fylgis. Með þessum orðum ætla eg þó alls ekki að neita því, að til sé enn nokkuð af mönnum, sem láta sér sæma að stækka eða halda opinni þessari glufu, sem enn virðist stund- um vera milli alþýðu og embættis- manna, og það jafnvel menn meðal sjálfra embættismannanna. Þetta álít eg mj&g illa gert. Það þykir hvergi fagurt að rægja hjúin við húsbændurna eða vekja kala þar í milli. En alveg það sama hafa þfeir fyrir stafni, sem reyna að vekja kala hjá alþýðunní gegn embættis- mannastéttinni yfirleitt. Eg hélt satt að segja að þetta væri að smáhverfa úr sögunni, en það er ekki mjög langt síðan að eg heyrði það á opinberum fundi hjá einum bændaflokksmanni — að eitt af markmiðum þess flokks væri að vernda albýðuna gegn embattismönn- unum. fá, þannig var það. — Eru þá embættismennirnir virkilega þess- ir skaðræðisgripir allir upp til hópa ? Þessu hefi eg verið að velkja fyrir mér síðan, en ætla lítið að svara þeirri spurningu núna. Það á hin fyrirhugaða milliþinganefnd að gera. En eg vona að þessi maður hafi talað þetta einungis frá sinu eigin brjósti og að það sé ekki skoðun heils flokks manna. Því eg verð að telja það mjög illa farið, ef alþýðu manna er talin trú um að bindast þurfi samtökum gegn embæítismönn- unmr. Eg er hér á hálfgerðum útúr dúr og bið eg hæstvirtan forseta og hv. deild að afsaka það, þótt eg haldi honum ofurlítið áfram. Því hvað eru flestir embættismenn- irnir annað en alþýðumenn. Alþýðu- menn sem alist hafa upp í sveitun- um og notið sérmentunar i nokkra vetur til þess að gera sig hæfa til að vinna ákveðin verk fyrir þjóðfé- lagið. Og svo setjast þeir oft aftur að innan um uppeldisbræður sina eða þeirra líka og taka þátt í þeirra kjörum. Eg ætla ekki að staðhæfa að það sé undantekningarlaust þann- ig, en oft er það og ætti að vera. Því gjáin — þessi tilbúna eða ímynd- aða gjá milli embættismanna og al- þýðu, hún þarf ekki einungis að brúast, heldur að fyllast eða síga saman. Fyrsta skilyrðið til þess er að hvorir skilji aðra. Alþýðunni þarf að skiljast, að embættiemennirnir séu reglulega þarfir meðlimir þjóðfélags- ins, sem vinni verk sin með skyldu- rækni og krefjist ekki meiri launa en sanngjarnt er, og embættismönn- unum þarf að skiljast það, að þeir eigi enga heimtingu á nokkurum einkaréttindum fram yfir aðrar stétt- ir. Er ekki von, að alþýða manna hugsi á þessa leið eins og heyrist svo oft: Embættismennirnir eru vinnumenn og öll þjóðin húsbóndi þeirra. Hvers vegna þurfa þessir vinnumenn allrar Fór þó svo að lokum, að hann sór Hákoni konungi trúnaðareið sem aðrir höfðingjar landsins. Öll mót- spyrna gegn valdi konungs hefir þá virzt árangurslaus. Áður en þessi miklu tiðindi gerðust, varð hann lendur maður Gizurar jarls. Um þær mundir setn ísland gekk í sam- band við Noregskonung, var hann flæntdur úr landi og fór þá á kon- ungsfund. Komst hann i mikla kærleika við Magnús konung Há- konarson og varð lögmaður yfir ís- landi. Af ýmsu virðist mega ráða það, að hann hafi rækt embætti sitt með litlum skörungsskap. Hann lézt 30. júlí 1284. Þótt hann væri góður borgari og vandaður maður, hafa þessir kostir ekki skipað honum á bekk með merkustu sonum lands vors. Það er eingöngu vegna ritstarfa hans, að oss er skylt að minnast hans. Merkilegust rit hans eru sögubálk- ur sá hinn mikli, sem hann á i Sturlungu, og Hákonar saga. Hann þjóðarinnar að hafa sérréttindi fram, yfir vinnumenn einstaklinganna. Þessi sérréttindi eru eftirlaunin. Eg býst hvort sem er ekki við að nokkrum detti i hug að bera ellistyrktarsjóð- inn saman við eftirlaun embættis- manna, enda tel eg líklegt að alþýða manna yrði harðánægð, ef eftirlaun- unum yrði breytt þannig, að þau yrðu með líku fyrirkomulagi, eða eitthvað á líkum grundvelli. Eg get um leið bent á það, sem að margra áliti hefir gert eftirlaunin óvinsælust.' Eg held það sé aðallega þrent. Miaréttið sem eg áður hefi minst á, misbrúkun á þeina, þegar ungir menn sem um stundar sakir ekki hafa getað gegnt embættum sakir einhvers lasleika, fara æfilangt á eftirlaun, og svo í þriðja lagi það, hve misjöfn eftirlaunira eru. Eg á við það, að hæst launuðu embættis- mennirnir fá einnig hæst eftirlaun. Annars ætla eg ekki að fara að kappræða um þ«Ö nú, hvort það sé rétt og haganlegt að afnema eftir- laun, þó það sé mitt álit og sann- færing að svo muni reynast. Það gagnar ekkert þó kapprætt sé um það ár eftir ár og þing eftir þing, meðan það er órannsakað. Hér er að eins um það að ræða, hvort hv. deildarmönnum þykir málið og óskir þjóðarinnar þess vert að tillit sé tekið til þeirra á þennan hátt. Þá kem eg að öðru verkefni hinn- ar fyrirhuguðu milliþinganefndar, að rannsaka launaijör embættismanna og þá sérstaklega i sambandi við af- nám eftirlauna. Allir kannast við, að þrefið um laun embættismanna hefir verið, sér- staklega á siðustu Arum, að velkjast, innan um stjórnmáladeilurnar. Þí muna allir vist líka eftir launafrv. þeim sem lágu fyrir seinasta alþingi og sem eg held að óhætt sé að segja, að voru litt rannsökuð bæði af stjórn og þingi. Sumir embættismenn kvarta undan þvi, að laun þeirra séu alt of lág, en enginn undan þvi að þau séu of há. Aftur á móti kvartar alþýða manna um, að laun aumra embættismanna séu of há, en kannast einnig við að laun sumra séu ef til vill of lág. En sérstaklega kvartar þjóðin þóyfir því, hve há ðll launafúlgan er. Hér eru því einnig tveir málsaðilar að deila og fæst aldrei endir bundinn á þeirri deilu fyr en itarleg og nlut- drægnislaus rannsókn fer fram á deiluefninu. Þjóðin vill svelta starfsmenn sína segja sumir. Þetta er alveg áreiðan- lega rangt. Það munu ekki vera fleiri sem vilja svelta embættismenn eða láta þeim liða illa, heldur en þeir eru, sem svelta vilja hjú sín og fara illa með þau. Og eg býst við að flestir verða samdóma um, að þeir séu sárfáir. En þjóðin vill fá að vita hvað embættismennirnir þurfa og hún vill ekki gjalda þeim meira. Hún vill vera viss um að einstakir embættismenn hafi hana ekki að fé- ritaði og sögu Magnúsar konungs lagabætis. Auk þess fékkst hann við Landnámu, en á víst ekki neinn frumþátt í henni, hefir að likindum að eins aukið hana smásögum og ættartölum. Hann þótti og skáld gott. „Lögmann Stnrla, stærsta skáld stærðn visindin11, kvað Eggert Ólafsson um hann. Menn vita ekki með vissu, hve mikinn kafla Sturfungu hann hefir samið. En Björn prófessor Ólsen, sem manna bezt og skarplegast hefir rannsakað þetta efni, (i »Safni til sögu íslands«, 3. bindi), ætlar, að saga hans nái frá 1184 og til 1242, lítið eitt fram fyrir vig Snorra Sturluson- ar. En menn greinir samt nokkuð á um þetta efni. Er efnið saga ættar hans á þessu tímabili og um leið saga íslands, enda kallast rit þetta líka íslendingasaga. Hér er ekkert rúm til að skýra frá efni sögu þessarar, sem er full af fróðleik um lif og stríð, menning og háttu feðra vorra á þeim tíma, sem hún tekur yfir. þúfu. Og einkanlega vill hún ekki hafa fleiri vinnumenn á þjóðarbúinu en hún nauðsynlega þarf. Og til þess húu fái að vita þetta parf rann- sókn. Það heyrast oft raddir um það á mannfundum að fækka megi embætt- ismönnum og sérstaklega sýslumönn- um. Eins og hv. deild er kunnugt hafa miklar umræður spunnist út af þessu í hv. neðri deild. Varð nið- urstaðan af þeim umræðum þingsál.- till. um, að skora á stjórnina að íhuga rækilega hvort unt sé að aðskilja umboðsvald og dómsvald og fækka sýslumönnum að mun. Mér er því eitt alvarlegt rannsóknarefni, sem snertir mikið þessi atriði, sem eg hefi drepið á og teljum við nefndarmenn því sjálfsagt, að þessi fyrirhugaða milliþinganefnd taki það einnig til rannsóknar, því að eg álít að það sé of stórt viðfangsefni til þess að stjórn- in geti leyst það vel af hendi á svo skömmum tíma sem þingsál.till. hv. neðri deildar fer fram á. Enn er það eitt, sem mér finst að þessi milliþinganefnd ætti að geta komið fram með tillögur um, að því máli rannsökuðu. Það er laknaskip- unin. Á hverju þingi koma fram óskir um stofnun nýrra læknishér- aða og getur það eflaust gengið lengi, ef það á að halda áfram þangað til allir landsmenn hafa fengið lækni eins nærri sér og þeir helzt vilja. Þessi milliþinganefnd finst mér ætti að geta rannsakað hvar þörfin í þeesu efni er brýnust og svo yrðu settar skorður við að ekki yrði lengra farið I þeim sökum fyr en þá, að svo mikið er orðið af læknum, að þeir gangi atvinnulausir. Enda þýð- ingarlítið að vera alt af að búa til lög, sem um langan aldur eða ef tif vill alt af verða að eins pappírsgagn. Og svo vtrður pað að minsta kostl meðan laun lækna eru jöfn. Ef nú þessi milliþinganefnd gæth rannsakað til hlítar og hlutdrægnis- laust óskir þjóðarinnar um afnám eftirlauna, launakjör embættisrnanna' og embættaskipunina og komið fram með tillögur um þau efni, tillögur sem þjóð og þing aðhylfist, þá værm miklar líkur til að þau mál yrðœ tekin út af dagskrá þjóðarinnar um> margra ára bil. Eg efast ekki um að allir sjáir hvílíkt stór-happ það væri, að losna við þetta úr flokkadeilunum í stað þess að vera alt af að þrefa og þrátta um það árangurslaust, einung- is til að vekja úlfúð. Það tel eg að minsta kosti áreið- anlegt, að ef þessi milliþinganefnd yrði skipuð, þá væru þessi deilumál útilokuð frá þvi, að um þau yrði rifist fyrir næstu kosningar. Og það eitt teldi eg strax mikinn feng, Nógu munu deiluefnin samt. Að endingu skal eg lýsa þeirrí von minni, sérstaklega á þeim embættismönnum, sem eiga hér sætí í deildinni, að við greiðum allir þessari tillögu atkvæði. Fyrsta og Er það ekki lítils virði að eiga svo nákvæma sögu eftir sannorðan sjón- arvott af t. d. Apavatnsför og Ör- lygsstaðabardaga og vigunum á Mikla- bæ á eftir, að vér sjáum atburðina I huganum, næstum því eins og vér hefðum horft á þá með eigin aug- um. Er þess getið, að »marga hluti mátti hann sjálfr sjá ok heyra, þá er gerðuz á hans dögum til stórtíð- inda«, en aðrar heimildir hafi hann haft af fróðum mönnum, þeim er , lifðu á »ofanverðum dögum hans* og úr bréfum, er rituðu samtíðar- menn þeirra, er saga hans segir frá. Á líkan hátt er farið um heimildir hans að Hákonarsögu. í ritum Sturlu sjást sömu einkenn- in og á skapferli hans og líferni, Furðuleg ró hvílir yfir frásögninni á hverju blaði. Hann fer sér aldrei óðslega, liggur aldrei á. Hann tlnir til ýmsar staðreyndir, sem ekkert sögulegt gildi hafa. Hann færir í letur skýrslur um þá, er fallið hafa i bardögunum, er saga hans segir frá. Hann vill, að ekkert týnist.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.