Ísafold - 29.07.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.07.1914, Blaðsíða 3
I S A F O L D 229 Uppboð á saltkefi á annað hundrað tunnum frá siðastliðnu hausti, af dilkum og vetur- gömlu fé, frá Vík í Mýrdal, verður haldið hjá Sláturhúsinu í Reykjavík, laugardaginn þ. 8. ágúst kl. n f. h. Sláfurfél. Suðurlands. helzta skilyrðið lil þess, að embætt- ismannastéttin njóti samúðar og sanngirni hjá þjóðinni er það, að embættismennirnir ekki berji blákalt fram sínar, að mörju leyti, einhliða skoðanir á kjörum sínum og rétt- indum, því blindur er hver í sjálfs síns sök, heldur að þeir taki hönd- um saman við aðrar stéttir landsins, til þess að krefjast hlutdrægnislausr- ar og ítarlegrar rannsóknar á deilu- málunum. Þá er von um, að gjáin hverfi. Af þessum ástæðum tel eg það mjög æskilegt og skemtilegt afspurn- ar, að þessi br.till. nefndarinnar verði samþ. í e. hlj. hér í deildinni. Júl. Havsteen hreyfði andmælum gegn tillögunni en aðrir töluðu eigi. Var tillagan síðan sampykí með 12:1 atkv. (Júl. H.) og send til Neðri, deildar. Borgarstjórakosning. Frv. um að kjósendur í Reykjavík skuli kjósa borgarstjóra var samþykt í gær við 3. umræðu í efri deild og er þar með orðið að logum Jrá alpinoi. Háskólakensla í klass- iskum fræðum. Það frv. var til 2. umræðu í efri deild i gær. Rökstudd dagskrá kom fram frá Guðm. Björnssyni, svohjóðandi: Ðeildin skorar á stjórnina að leita til háskólaráðsins og engu siður til íslenzkra fræðimanna i þeim fræð- um, sem ekki eru enn þá kend i háskólanum, og afla sér álitsallra þeirra merkustu islenzku fræðimanna um það hvaða háskólafræðigreinar þeir telji nauðsynlegastar hér á landi af þeim, sem enn eru ekki kendar i háskólanum, og hver tök muni vera á því, að kenna þær greinar, sem rök benda til að eigi að sitja i fyrir- rúmi, þegar á alt er litið, mentalif og bjargræðisvegi þjóðarinnar, og tekur því deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Var hún feld með 6 : 6 atkv. Með henni voru: Bj. Þorl., G. B., Guðm. Ól., Kr. Dan., Sig. Stef. og Eir. Br., en Hákon greiddi eigi atkv. Málinu síðan visað til 3. umr. Ófriðuu arna. Frv. um ófrið- un arna hefir Bjarni frá Vogi flutt inn á þing eftir áskorun þingmála- fundar eins i Dölum. Urðu um þetta frv. miklar umræður á laugar- dag í neðri deild. Voru þær þann veg, að friða þyrfti alþingi fyrir öðr- um eins, þvi að þær voru likastar örgu baðstofuhjali og sízt sæmandi þjóðfulltrúadeild alþingis, enda fann forseti ástæðu til þess að skíra þær í umræðulok: — viðvörunardæmi, en eigi eftirbreytnis. Síðan var frv. látið lifa upp úr neðri deild með 11 : 10 atkv. — Mun mörgum mann- inum hér á landi þykja sjónarsviftir að, ef örninn er gerdrepinn — svo fáir sem nú eru eftir i landinu, eitt- hvað 14 arnahreiður alls. Mættu tr.enn muna grein þá, er brezki fuglafræðingurinn Selous reit í ísa- fold í fyrra um ernina. Lávarðarn- ir miskunna sig væntanlega yfir fuglakonunginn og lofa honum að lifa. Skoðun á ull. Neðri deild hefir samþykt þingsályktunartillögu um að lögskipa á skoðun þeirri ull, sem út er flutt. Ráðherra-eftirlaun. Það frumvarp var til 2. umræðu i neðri deild á mánudag. Nefndin hafði kloinað. Meiri hluti vildi veita ráð- herra eftirlaun 2 ár eftir lausn hans, en minni hluti (Guðm. Egg. og Þór. Ben.) afnema eftirlaunin með öllu. En tillaga meiri hl. var feld með 16 atkv. gegn 5 (Eggert P., Einar Arn., Jóh. Eyj., Magn. Kr. og Matth. Ól.). Seðlaaukning íslands- banka. Það frv. kornst til neðri deildar í gær. Var því vísað um- ræðulaust til 7 manna nefndar og í hana kosnir: Einar Arnórsson, Þorl. Jónsson, Hjörtur Snorrason, Hannes Hafstein, Björn Kristjánsson, Pétur Jónsson og Sig. Gunnarsson. Ráðherrann nýi. Sif’urður Eqqerz er væntanlegur heim til landsins i dag, á botnvörpu- skipi frá Hull. Slys á Akureyri: Svarta þoka var um Eyjafjörð á sunnudag. Sex manna hópur, sem ætlaði yfir Eyjafjarðará, lenti of fram- arlega vegna þokunnar og fór fram af marbakkanum. Druknuðu þar tveir menn: Jón Kristjánsson kaupam. frá Glerá og Gestur Kristjánsson frá Krossaneai. Ófriðurinn. í gærmorgun bárust hingað (til ísaf. og Morgunbl.) fyrstu greini- legu fréttirnar um ófriðinn og flugu þegar í fregnmiðum um allan bæ og vöktu, sem geta má nærri, óhemju- athygli. Síðasta simskeytið (i morg- un) var og sent út i fregnmiða og mun svo gert áfram, meðan þessi miklu úrslita tiðindi eru á ferðinni. Reyk]aYíknr-annáIl. ADRomumenn : Síra Árrii Þórarins- son frá Miklaholti, síra Þorsteinn Bene- diktsson úr Landeyjaþingum, Guðjón (íaðlaugsson f. alþm. frá Hólmavík. Sigfás Einarsson tónskáld fer ut an á Ceres næstkomandi laugardag til þe,ss að kynna sér nýustu framfarir í gönglist. Fer hann fyrst til Khafnar, þá til Þýzkalands: Berlín, Dresden og Leipzig og loks til Stokkhólms. Ætl- ar hann aðallega að kynna sór kirkju- söng hjá ÞjóSverjum, en kóisöng hjá Dönum. Sigfús hafði aótt um utanfararstyrk til alþingis, en fókk eigi vegna þess, að fjáraukalögin voru feld. En þá urðu söngfélagið 17. júní og einn ein stakur maður, sem bannaði að láta nafns síns getið, til þess að tryggja Sigfúsi nauðsynlegan utanfararstyrk. Slys á íþróftavellinum. Á sunnu- dag voru veöreiðar háðar á íþrótta- vellinum fyrir þýzku skemtiferðamenn- ina. Að þeim loknum voru nokkrir skátar að ríða sór til skemtunar kring um völlinm En þá bar það við, að 2 menn fóru á sprett úr gagnstæðri átt. Skátarnir viku róttu megin, en hinir eigi, að því er ísafold er tjáð. Runnu hestarnir saman á harðaspretti. Skullu þ«r 4 flatir. Drapst einn þegar, háls- brotnaði, annar nokkru síðar, en tveir meiddust mjög. En drengirnir meidd- ust lítið og mátti heita hin mesta mildi. Þýzkt skemtiskip frá Bremenfó- laginu Norddeutscher Lloyd kom Uing- að aðfaranótt sunnudags og dvaldist hér þangað til um miðnætti um kvöld- ið. Skip þetta er hið stærsta, er hingað hefir komið (17300 smál.). og heitir Prinz Friedrieh Wilhelm. Yeður var eitthvert hið bezta, sem þýzkir skemtiferðamenn hafa hrept hér — sólskinsbliða og heiðskíra allan daginn, enda lótu þeir hið bezta yfir náttúrufegurðinni og allri dvöl sinni hór. Um kvöldið var söngskemtun fyrir þá á skipsfjöl og hefir líklega aldrei verið jafnvel tekið íslenzkum kórsöng og þar. Voru ýmsir söngmenn á skipsfjöl fram undir miðnætti og mik- ið um söng. Að lokum gullu við húrrahróp ferðamanna fyrir íslandi, er íslendingabáturinn hélt í land, en á móti kvað við söngur og velfarnaðar- hróp til ferðamanna. Þjóðhátíðin. Annað kvöld mun fyrir- komulag hennar fullráðið. Líklega verður guðsþjónusta f Fríkirkjunni kl. 10 á sunnudagsmorgun og þar sór- staklega minst þjóðhátíðardagsins ; kþ IU/2 mun standa til, að menn safnlst saman á Auaturvelli og haldi þaðan í skrúðgöngu út á íþróttavöll og hefjist hátíðin þar ki. 12. Er þessa dagana verið að vinna að því af miklu kappi að gera sem vistlegast úti á Yelli. Er verið að reisa ræðustól, hljómleikapall, danspall o. s. frv. Völlurinn verður skreyttur eftir því sem föng eru á og sóð um sæti handa fólki, svo að eng- inn hörgull verði á. Grasblettir eru tveir á vellinum — svo að eigi er hægt að segja, að túnblæinn skorti með öllu, auk þess sem hægt er að liggja á öllum grasjaðrinum meðfram velliuum. — 1 næsta blaði mun ná- kvæmlega sagt frá öllu fyrirkomulagi hátíðarinnar. Gúnther Homann, hinn þýzki píanó- snillingur ætlar að efna til hljómleika í Gamla Bíó föstudagskvöld næstkom- andi. Söngfróðir menn, sem kost hafa átt þess að hlýða á píanóleik, hans róma hann mjög. Oss hinum, sem elgi megum í þeirri stótt teljast, finst þessi maður leika ákaflega látlaust og þykir t. d. méga við bregða, hversu ágætlega hann fer með smálög, alþýðu- lög og þess háttar, svo að unun hlýt- ur að vera hverjum þeim, sem eitt- hvað hefir gaman af hljómleik. — Viðfangsefni þau, er hann hefir vallð sór, eru úrvalslög. Bifreiðafél. Ryíkur Vonarstræti. Fyrst um sinn verða farnar fast- ar ferðir frá Reykjavík austur yfir fjall mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Lagt af stað frá Reykjavík kl. 9 f. h. Pöntunum austanfjalls verður veitt móttaka við Ölfusárbrá hjá stöðvar- stjóranum þar, en f Reykjavik á skrifstofunni. G. Trolle Hverfisgötu 3 A. Talsími 235. Bruna- og sjó-vátryggingar. Miðlari Annast kaup, sölu og byggingu á skipum. AXA Áð komast í kynni við Axa-hafia- grjón er sama sem að vilja ekki án þeirra vera. Alþýðuskóli Húnvetninga byrjar 1. nóv. og stendur yfir 6 mán. Aðg. fá bæði piltar og stúlk- ur 16 ára minst. Aðainámsgr : ísl., reikn., saga, náttúrufr., landafr., leik- fimi og hagfræði. Aukanámsgr.: (fyr- ir þá, sem vilja), skrift, teikning, hannyrðir, söngur og 1 útl. mál (enska eða danska). Skólagjald 15 kr. Heimavist — hún kostaði síð- astl. vetur 130 kr. fyrir pilta, en 98 kr. f. stúlkur. — Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst. Hvammstanga 20. maí 1914. Ásgeir Magnússou. Bifreiðar hvort sem vill frá Englandi eða Ameriku (þar með »Ford<), útvega eg hverjum sem er, með verk- smiðjuverði, — án framfærslu — að viðbættum flutningskostnaði. Þær kosta hér komnar 1000 kr. og þar yfir (alt að 8000 kr.). Hafa 6—50 hesta afl., og sæti fyrir 2—7 menn. Stetán B. Jónsson Reykjavík (hólf 15 A). Tlýar karföflur og ágætar gamlar kartöflur komu með Sterling til kartöfluverzl- unarinnar á Klapparstíg 1 B. Sími 422. I*eir kaupendur Isafoldar hér i bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins svo þeir fái blaðið með skilum. Aggerbecks Irissápa er ÓTfójatnanlega gó» fyrir hóftina. Uppáhaid *llra krenns. Beeta harnasáps. BiDjiS kanp- menn yhar nm hana. Ber meira á þessari nákvæmni hans i Hákonarsögu en Stnrlungu. Hann er að því leyti gerólíkur Ara fróða, að hann greinir ekki milli aðalatriða og aukaatriða. Þessi mikla nákvæmni hans hefir þann stórkost i för með sér, að við kynnumsl betur hvers- dagslífi forfeðra vorra en ella mundi, ef hann hefði farið fljótar yfir sögu. En þess er ekki að dylja, að hann á það til að vera þurr og þreytandi (einkum í Hákonarsögu). En þó verður stundum vart hita undir ró- semdarskorpunni, ef vel er kannað, t. d. er hann segir með venjulegri nákvæmni frá Sauðafellsför og fær þá í miðri frásögninni ekki varizt þess- ara aumkunaryrða, er hann hermir frá þeim ósköpum og hryðjuverkum hryllilegum, er þar voru unnin: »Þar var aumlegt að heyra til kvenna og sárra manna*. Hann getur líka verið gamansamur og kíminn, þótt hann fari vel með það. Honum þykir bersýnilega gaman að glettni Sighvats gamla föðurbróður síns, er hann bregður á glens við Sturlu son sinn um Bæjarför hans. Það mun vera i föstu samhengi við rósemd hans, að hann er óhlut- drægur með afbrigðum. Það fer ekki hjá þvi, að nútíðarlesendur hans furði sig hvað eftir annað á þessari óhlutdrægni, sem aldrei bregzt, hversu grimmir fjandmenn hans sem eiga i hlut. Björn próf. Ólsen telur hann hlutdrægan i garð Giz- urar Þorvaldssonar í frásögunni af því, er hann vann á Sturlu Sighvats- syni á Örlygsstöðum, en eg fæ ekki fallist á þá skoðun hans. Hann hlífir ekki frændum sínum nánum í lýsingum sinum, t. d. Sturlu Sig- hvatssyni. Ofsi hans, óbilgirni, ger- ræðisverk og fyrirhyggjuleysi koma svo vel I ljós, að ekki verður betur á kosið. Og ef þessi lýsing á Giz- uri ber vitni um hlutdrægni, má halda Hku fram um frásagnir af Sturlu Sighvatssyni. Vísindáleg sam- vizkusemi er sýn á hverri síðu i ritum hans. Hann getur þess, er frásögnum og heimildum ber ekki saman. Það held eg hiklaust, að enginn núlifandi íslendingur gæti ritað sögu þessara líðandi tima með nándar-nærri líkri óhlutdrægni og sannleiksást. Og ef hann færi að reyna slíkt, er mér nær að ætla, að svo göfug viðleitni gæti sér lítinn orðstír, svo örir sem menn eru á að eigna þeim annar- legar hvatir, er benda þjóð sinni á það, sem vel er um samtiðarmenn vora og verk þeirra. Sturla dæmir ekki. Hann heldur sig nær því alt af fyrir utan efnið. Einstöku sinn- um talar hann í fyrstu persónu, t. d. er hann getur ekki stilt sig um að dást að líkamsatgervi Sturlu Sighvats- sonar (»hygg eg, at fáir munu sét hafa rösklegra mann«). Útlendur rithöfundur, ágætur og heimsfrægur, Frakkinn Taine, lýsti aðferð sinni og þeirra, er rituðu sem hann, við samning æfisagna og mannlýsinga á þá leið, að þeir litu á manninn, er þeir ætluðu að segja frá, að eins sem rannsóknar- eða lýsingarefni, vildu að eins leiða f ljós þær tilfinningar, er bærðust i hug honum. Þeir gerð- ust ekki dómarar hans. Takmarkið væri að sýna lesendunum manninn og eigindir hans. Sturla Þórðarson gætir þeirrar reglu að dæma ekki, svo að Taine hefði vart getað æskt sér betra þar, skýrir að eins sann- sögulega frá málum og atburðum. Og hann blandar ekki frásögnina guðrækilegum hugleiðingum né sið- ferðisprédikunum, sem Saxó Gramma- ticus hinn danski. Og af þessum rökum — og fleirum — er fullkom- in list í frásögu hans. Hann lætur mennina sjálfa lýsa sér í orðum sínum og athöfnum og ferst það einatt snildarlega. Hann segir yfir- leitt ekki almennt frá, heldur greinir einstök atvik, sem eru svo dæmi og imynd hins almenna, og er slíkt listarinnar einkenni. Hann segir, að eg ætla, hvergi berum orðum, að samfarir Sturlu Sighvatssonar og Solveigar Sæmundardóttur hafi verið góðar, en við getum ráðið það af því, er hann segir, hvernig Sturlu hafi brugðið við, er honum var hermt frá Sauðfellsför Þorvalds- sona: »SturIa spurði, hvort ekki var gjört til Sólveigar. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einkis«. Þótt sumum knnni að þykja þetta lítilfjörlegt, ber það á sér auðkenni sögulegrar listar. Það er næsta erfitt — eins og alt af í þess konar efnutr. — að gera sér ná- kvæmlega grein fyrir áhrifum Sturlu Þórðarsonar og verðleikum hans. Langt og vítt ná afleiðingarnar af verkum slíkra manna, og enginn veit', hvar og hvenær þær þrýtur, að svo miklu leyti sem segja má, að þær þrjóti. Og enginn veit, hvað óunnið væri, ef þeirra hefði ekki við notið. Hann hefir unnið vel að því, að þjóð vor muni sjálfa sig. Hann hefir aukið og auðgað hið andlega þjóðmenjasafn vort. Frá honum eru oss komin dýrmæt gögn til skilningsauka á sjálfum oss, sögu vorri og menning. Ófæddir vísinda- menn eiga eftir að leiða ýmsar merkar ályktanir af ritum hans, þær er bregða birtu yfir myrkur það, • er enn grúfir yfir mörgu sögu- legu samhengi. Að lokum má og minna á, að enginn veit, hve marg- ir, bæði lifs og liðnir, bæði utan lands og innan, eiga honum þakkir að inna fyrir margan frjóvan fróð- leik og göfgar andlegar nautna- stundir. Og enginn getur reiknað, hve mikla skuld þjóðerni vort og. tunga eiga honum að lúka. Siourður Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.