Ísafold - 05.09.1914, Page 2

Ísafold - 05.09.1914, Page 2
268 ISAFOLD Nýmæli. Frh. VIII. Nýtt stjórnarfyrirkomulag. Hið háa stjórnarráð. Fyrst að við erum nú orðnir svo nákunnugir, lesari góður, dettur mér í hug að sýna þér landsins æðstu stofnun, hið háa stjórnarráð, sem hefir aðsetur í stóra hvíta húsinu hétna rétt fyrir neðan mig. Það er lágt í loftinu að sjá ofan af svölun- um hjá mér. Hesthús og vagnskýli byrgja nokkuð af bakhliðinni. Norð- an undir gaflinum sjáum við tvo klára á beit, brúnan og skjóttan, en lítill mun haginn, því þarna vex mestmegnis njóli og annað landsins illgresi, rétt við virðulegustu götu bæjarins. í norð vestur hcrni bletts- ins rís hin ódrepandi hvönn, sem ekkert landsins hirðuleysi getur unn- ið á, há eins og heill trjárunnur. Sennilega er ekki tekið til muna af rótunum til þess að hafa í brenni- vín. Væri ekki réttast að skreppa nið- ur í bæ og líta betur á þennan virðulega stað. Þú hefir gaman af að líta inn til þeirra höfðingjanna sem landinu stýra, að minsta kosti meðan þingið stendur ekki yfir. Það er ekki á hverjum degi sem þið eigið þess kost, sveitamennirnir. •— »Sjálfsagt kostar það nokkuð á ári hverju stjórnarráðið okkar« spyr þú á leiðinni. fá víst kostar það nokkuð ov miklu rneira en á döqum landshöfðingjans. Þá gengu til >æðstu stjórnarinnar* eitthvað 15—xéooo kr. á ári, en nú eru framfarir í þessu sem öðru, og árskostnaðurinn er nú 5 3 þús. krónur. Hann hefir hlaupið þetta fram á 10 árum síðan við fengum innlendu stjórnina. Nú sér þú að húsið er myndar- legt og snoturt þó gamalt sé, er framhliðin blasir við og hið háreista líkneski jóns Sigurðssonar. í stað- inn fyrir gömlu trégirðinguna er nú komin myndarleg járngirðing og járngrind mikil í hliðinu. Ekki man eg hvað mörg hundruð krónur hún kostaði, en þó eru laufin þarna úr næfurþunnu pjátri sem beygja má með fingri. Við skulum vona að alt þetta járn ryðgi ekki sundur á fám árum af hirðuleysi eins og vrð- ast fer hér i bænum. ------Þér þykir ekki bletturinn nein fyrírmynd. Satt er það. Hann gæti verið ólíku fallegri og væri það eflaust ef Thor Jensen eða Sturl- ungar ættu hann. Það átti að prýða hann þegar kongurinn kom hér um árið og voru tré gróðursett meðfram húsinu og stignum. En sum dóu eðlilegum dauða, hin af hirðuleysi þrátt fyrir alla skógrækt og brotnir lurkarnir stóðu eftir svo árum og ráðherrum skifti. Loks hurfu þeir þó til allrar hamingju. Síðan er bletturinn eins og Guð og Tryggvi gerðu hann. En þau afskifti hafði Tryggvi Gunnarsson af blettinum, að hann gerði hinn mikla hól undir líkneski Jóns Sigurðssonar. Þarna yfir dyrunum sér þú >merki íslands* blátt með hvítum sitjandi val. Oss þótti það breyting til bóta er Albertí og kóngurinn gáfu oss það óbeðið sællar minningar í staðinn fyrir þorskinn og það var þá sett í þetta heiðurssæti yfir húsdyr- unum. En merkið er nú að vísu með sömu gerð og dönsk bæja- eða héraðamerki og táknaði þannig inn- limun eina er að var gáð. Það stendur nú þarna óbreytt, en vex einhvern veginn og breytist á öðr- um stöðum. Yfir dyrum pósthúss- ins og landsbókasafnsins er konungs- kóróna komin yíir alt saman og úr danska héraðsmerkinu er orðið all- sæmilegt ríkismerki. Svona hefir sjálfstæðisstefnan gripið alt dantt og lifandi á laudi voru. Við lítum inn í húsið. Forstofan er af helzt til skornum skamti og oftast full af höttum og gönguprik- um, því mannkvæmt er hér oftast. Til hægri handar er dómsmálaskrif- stofan. Þar ríkir Eggert Briem skrif- stofustjóri yfir ýmsum aðstoðarmönn- um, stundum þur á manninn, en góður i raun. Hinum megin er atvinnumálaskrifstofan, og ekki er þar minna um að vera. Húsbónd- inn á þessu heimili er Jón Her- mannsson skrifstofustjóri, gjörvileg- ur maður og hinn alúðlegasti. Þú sér að það eru engar smáræð- isskruddur sem þeir skrifa hér i, næstum því hálf alin, stika vildi eg sagt hafa, á þykt. Sumar eru regist- ur yfir öll þau óteljandi bréf bg er- indi sem hingað berast eða hér eru samin og öll eru þau geymd á vís- um stað, nema uppdrátturinn af Arn- arhólstúni með öllum framtíðarbygg- ingum þar. Hann er týndur og tröllum gefinn og þykir eindæmi, því allur annar pappír er í beztu hirðu. Uppdrátt þennan hafði Kjörboe húsafræðingur gert af mikilli list og voru á hann dregnar allskonar opin- berar byggingar og götur á Arnar- hólstúni. Ef þú fer upp stigann lendir þú uppi í fjármálaskrifstofunni hjá Ind- riða Einarssyni skrifstofustjóra og skáldi. Það er einkennilegt i fari hans, a§ hann er sí glaður og sí- ungur, þrátt fyrir alt það tölu- og reikningsmoldviðri, sem hann lifir og hrærist í. Það er ekki svo ómerki- legur reikningssnepill sendur land- inu, að hann sé hér ekki óðara marglesinn, athugaður og endurskoð- aður, til þess að sjá hvort nokkuð sé of- eða vantalið, hvort rétt sé lagt saman, hvort alt sé áreiðanlega með feldu. Hér eru athugaðir allir reikn- ingar sýslumanna, allar verðlagsskrár og hver veit hvað. En inni í her- bergi húsbóndans er ramgjör pen- ingaskápur, sem ekkert fær grandað, fullur af dýrmætum verðbréfum. Eins og þú sér eru hér allir að vinna, allir að skrija. Sumir skrifa með miklum fingraflýti á skrifvélar, aðrir með penna upp á gamla móð- inn. Við lítum á eitt af þessum skjölum. Það er eins og þú sér langt mál um innflutning á hundi. Já það er margt sem þeir hugsa um hér í stjórnarráðinu. Það sleppur ekki einu sinni seppi inn í landið nema það gefi leyfi til. Þú spyr um ráðherrann. Það er hér eins og í musteri Salómons að hið allra-helgasta er greint frá al- menningnum. Fyrir innan ytri for- stofuna tekur önnur veglegri við og út frá henni ganga herbergi land- ritarans og ráðherrans. lláðherrann býr auðvitað til hægri en hinn til vinstri. Inn til þessara stórhöfð- ingja sleppur enginn nema að koma hans sé boðuð fyrirfram og hann hafi fengið sérstakt leyfi. Þarna sérðu stóreflis slökkvtvél í forstofunni. Með henni má slökkva eldinn ef kvikna skyldi í öllum pappírnum og bréfabunkunum. Það kann og að þykja varlegra að hafa hana þegar stjórnmálahitinn er sem mestur og nærri liggur að kvikni í sjálfum mönnunum. Mér sýnist hurðin standa í hálfa gátt hjá landritaranum. Við lítum gegnum rifuna. Þarna situr Klem- ens Jónsson við tröllaukið skrifborð og skrifar líka af miklu kappi. Hvernig sem stjórnin byltist og ráðherrarnir fjúka, þá má ganga að honum vísum á sinum stað. Hér er nokkurskonar miðstöð allra skrif- stofanna og fjöldi mála afgreiddur þó undir ráðherrans nafni sé og á hans ábyrgð. Þó landritarinn sé ekki friðhelgur eins og konungurinn, þá er hann ábyrgðarlaus eins og hann, jafnvel þegar hann gegnir ráðherra- störfum í fjarveru ráðherrans, að minsta kosti ábyrgðarlaus gagnvart þingi og landsdómi. Nú langar þig til að sjá sjálfan ráðherrann. Eg átti á þessu von. Við skulum biðja dyravörðinn að boða komu okkur þvi þér mun þykja lítilfjörlegt að horfa gegnum skráargatið á hans hágöfgi. Já það fór eins og eg vissi. Þér þykir Sig. Eggerz ekkert smásmíði og vel gert af hestum Skaftfellinga að bera hann yfir allar torfærur til Reykjavíkur. Þér fellur vel við hann og finst hann ekki stórbokkalegur. Það er aldrei nema satt. Hann er hinn al- úðlegasti i viðmóti. Svo er sagt að hann sé skáld þó lítið beri á og er það ekki undarlegt að þessari siyrkj- andi þjóð hætti við að fá skáld fyr- ir ráðherra. Em það þykir mér óvið- kunnanlegast í fari hans, að hann skuli yrkja á dönsku, sjálfstæðisráð- herrann, en það fullyrti þó eitt af blöðunum á dögunum. Eg veit ekki hvort það er satt eða logið. Hannes Hafstein yrkir þó á íslenzku, og ágætis kvæði, en beinakerlingavisur kvað hann yrkja á dönsku. Væri Dönum skylt að gefa þær út sem sérstaka bók á rikiskostnað, því beinakerlingavisur eru annars ekki til í dönskum bókmentum, svo vel má það rikisnauðsyn heita að fylla þessa eyðu. Nú hefir þú séð Sigurð Eggerz ráðherra. Það er óvist þú sjáir hann er þú kemur næst til Reykjavíkur. Þessir ráðherrar eru alveg eins og draugarnir. Þeir myndast svona upp úr þurru og eru »séðir af mörg- um«, en hverfa svo er minst von- um varir út í bláinn. Landið held- ur einskonar galdramessu (seance) við hverjar kosningar, þjóðin fellur í millbilsástand og sé sú »kveðandi nógu fögur« birtist nýr ráðherra í stjórnarráðinu. Nú hefir þú séð landsins miklu stjórnarvél, hið háa stjórnarráð, og ert ekki alveg ókunnugur. Við skul- um næst hyggja betur að kostum hennar og löstum, hvort ekki megi breyta henni eitthvað til batnaðar, úr þvi við erum á annað borð að laga alt í landinu. Duiarfull fyrirbrigði i stjórnarráðinu. Á hurðum stjórnarráðsskrifstofanna eru fest upp spjöld mikil og á þau er prentað langt registur yfir öll þau mál, sem hver skrifstofa hefir undir sinni umsjá. Þetta er hyggi- leg leiðbeining fyrír hvern sem hefir erindi að reka og er ekki öllu kunn- ugur. Það er ekki annað en lesa þessi registur með þolinmæði, þá má finna hvert skal snúa sér. Það kemur t. d. læknir í ein- hverjum heilbflgðismála erindum. Hann les á dyrnar, hvar sé að leita að læknamálum og finnur að þau hafast við i dómsmálaskrifstofunni. Honum er tekið þar vel og kurteis- lega, en hafi hann búist við því að hitta lækni eða sérfróðan mann í heilbrigðismálum, þá er ekki því að heilsa. Hann hittir löqjrœðing. Nú kynni honum að detta í hug að skýra frá því, að erindið hafi ekki verið beinlínis að fara í mál eða fá lögskýringar. Hann hefir t. d. við eitthvert faraldur að stríða i héraði sinu og hefir gert bráða- birgðaráðstafanir sem hann vill tala um eða fá samþyktar til fullnustu. í fljótu bili sýnist það kynlegt, að lögfraðingurinn skuli geta úr þessum vanda leyst, blátt áfram ósennilegt að hann geti haft nokkurt vit á þessu. Nú er fróðlegt að sjá bvernig sá lögvitri maður fer að komast út úr vandanum. Hann segir væntanlega komumanni að skrifa stjórnarráðinu erindi um málið. Á sínum tíma kemur langt bréf frá lækninum og lögfræðingurinn tekur til starfa. Hann skrijar landlakni að læknirinn hafi sent stjórnarráðinu bréf um þetta faraldur og að það háa ráð æski umsagnar hans. Nú sest land- læknir niður og skrifar stjórnarráð- inu langt svar, segir hversu að öllu skuli fara og sendir það síðan stjórn- arráðinu. Nú er lögfræðingurinn sloppinn úr öllum vanda. Hann skrifar auðvitað lækninum að stjórn- arráðið hafi leitað umsagnar land- læknis og fallist á að hans ráðum yrði hlýtt. Þetta hefir þá greiðst með 4 bréfum og alllöngum tíma, bréfin eru færð inn í hinar þykku skruddur og síðan raðað á sinn stað í hið sívaxandi bréfasafn. Nú ber annan mann að garði. Það sem hann hefir á samvizkunni er einhver flækja um vegamálin í hans sveit. Hann les á hurðina og finnur að vegamálin hafast við i samgöngu- og atvinnumálaskrifstof- unni. Hann ber að dyrum og alt fer á sömu leið. Hann rekst þar líka á lögjræðing. Auðvitað getur hann ekki greitt þessa flækju um vegamálin, en tekur það viturlega ráð, að skrifa landsverkfræðingnum um málið. Hann greiðir flækjuna, skrifar stjórnarráðinu og það svo aftur manninum, að ráðið hafi leitað umsagnar verkfræðingsins og fallist á tillögurnar. Enn á ný hafa 4 bréf verið skrifuð, verið skráð í þau miklu registur og raðað í hið ógur- lega bréfasafn. Svona fer fyrir fleirum og oftast á sama veg. Allir sem koma hitta lögjrœðinga hvert svo sem erindi þeirra er. Ef ekki er um lögfræði- leg efni að ræða, er ætíð gripið til hins sama ráðs, að leita álits mann- anna sem sérfróðir eru, alt af farið í smiðju. Ef um fræðslumál er að tala, er leitað til fræðslumálastjórans, í búnaðarmálum til Búnaðarfélags íslands, i heilbrigðismálum til land- læknis, vegamálum til landsverkfræð- ings, I fiskiveiðamálum til Fiskifé- lagsins, í landshagsmálum til Hag- stofunnar o. s. frv. Öll embælti stjórnarráðsins eru skipuð lögfræðingum, að einu und- anteknu, ef skrifararnir eru ekki taldir. í ókunnugra augum er það dularfult fyrirbrigði, hversu peir geta ráðið fram úr öllum málum, þó ekk- ert eigi þau skylt við lögfræði. En það er með þetta eins og list- ir sjónhverfingamannanna. Galdur- inn er auðskilinn ef hann er eitt sinn skýrður. Það sýnist og í fljótu bili oskilj- anlegt, hvern þremilinn allir þessir menn skrifa sýknt og heilagt. Nú er það fljótséð hversvegna allar þes- ar skriftir eru nauðsynlegar og öll þau ótal bréf. Þau standa að miklu leyti í sambandi við það, að sifelt þarf að fara í smiðju, skrifa fram og aftur um fjölda mála. SkrifstofurnaT endurbættar. Ósjálfrátt dettur manni í hug, að það sé eitthvað bogið við þessar stjórnarráðsskrifstofur og alt þetta fyrirkomulag, þó meunirnir sem fyr- ir þeim standa séu góðir menn. Það er að vísu erfitt um þetta að dæma fyrir þá, sem ekki hafa tekið þátt í störfunum og eru öllu ó- kunnugir, en ekki getur það neinu spilt þó drepið sé á þær endur- bætur, sem mörgum hafa eflaust dottið í hug. Þrjár endurbætur blasa beint við þeim, sem líta á málið með almenn- ingsaugum. a) Fækkun óþarfra milliliða. Það sýnist sjálfsagt að öll mál gangi beina leið til mannanna sem þekkja þau og geta ráðið fram úr þeim. Mál sem eru lögfræðislegs efnis eiga að sjálfsögðu að ganga til lögfræð- inga og tveir lögfræðingar í stjórn- arráðinu væru eflaust nóg til þess. Heilbrigðismál gengju til landlæknis, vegamál til landsverkfræðings, flest kenslumál til fræðslustjóra, fiskiveiða- mál til Fiskifélagsins, búnaðarmál til Búnaðarfélags íslands o. s. frv. Eðlilegast væri að þessir sérfróðu menn hefðu ákveðinn- skrifstofu eða afgreiðslutima í stjórnarráðinu, en hitt gæti og komið til tals, að þeir störfuðu á skrifstofum sínum heima eins og nú gerist. Nú er það auðvitað, að eftir sem áður yrðu öll mál að ganga gegn- um stjórnarráðið og hendur ráðherr- ans, mannsins sem ber ábyrgð á öll- um stjórnarathöfnum. Fram úr þessu má greiða á einfaldan hátt: Sérfróðu mennirnir sendu þá ekki tillögur sínar beint til þeirra er hlut eiga að máli, heldur til stjórnarráðs- ins. Ef það telur þær góðar og gildar, þyrfti ekki annað en rita samþykki þess á þær og senda þær síðan. Ef nauðsynlegt er að breyta einhverjum atriðum, má taka þau fram í stuttu máli. b) Mínni skriffinnska og manna- hald. Þetta virðist bein afleiðing af því að milliliðum fækkar. Skriftir ættu að sparast um allan helming. c) Aukin þekking i sjálfu stjórn- arráðinu. Ef sérfróðu mennirnir eru þar til viðtals, geta allir hitt mann, sem óðara hefir svör á reiðum hönd- um, og vel veit öll deili á því sem um er rætt. Þá mætti líklega telja þann kost i ofanálag, að með þessu lagi ætti öll ajgreiðsla að vera jijótari en óþarfir milliliðir falla úr sögunni. Þetta erindi áttum við þá i stjórn- arráðið, lesari góður I Við erum búnir að umturna öllum skrifstofun- um. Hið háa ráð er nú ekki leng- ur fult af lögfræðingum og óþörf- um milliliðum, heldur er það fult af landsins fróðustu mönnum í hverri grein. Skriftirnar verða að vísu minni, hinar þykku skruddur endast miklu lengur og hið geig- vænlega bréfasafn vex ekki eins ört, en bættur er skaðinn. Mannahald höfum við sparað, sparað fé, sparað ótal mönnum tíma og fyrirhöfn og gert ráðið fróðara en fyr. Þetta erindi áttum við á skrif- stofurnarl Hafa þær ekki batnað? Það er nú mikli munurinn I segir þú, lesari góður. En hvað heldur þú þá að þú segir, þegar við tökum okkur næst eldhúsdag þarna innar af ytri forstofunni þar sem stórveldin búa: slökkvivélin, ráðherrann og landritarinn. Þá gæti eg trúað að þér fyndist eitthvað fara að lagast tií muna í landinu 1 Frh. Guðtn. Hannesson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.