Ísafold - 14.10.1914, Blaðsíða 2
314
ISAFOLD
Lurkur sálugi var annálaður, en hann
koiu ekki fyr en 13. des. og fór
um mailok. Þeir sem eiga skemd
hey þurfa að fá sér lýsi eða hrossa-
feiti, sama hver feitin er, til þess
að gera fóðrið holt og kjarngott.
En hætt við að nóg lýsi fáist eigi.
Á skógarjörðum geta menn drýgt
fóðrið með hrísi og lyngi, á sjávar-
jörðum með þara og þangi og svo
má í mestu harðindum gefa hross-
um jarðarsvörð, torfjörð, tætta í
sundur og hreinsaða, þíða hnausana
í fjósi, 1 handa hverjum hesti á dag
með heyi. Þetta gert í síðustu lög.
Eg býst við, að um fóðurbæti sé
eigi að ræða.
Áríðandi er að láta fé ekki leggja
mikið af framan af vetri, það sparar
fóður. Þessu gleyma menn oft.
Af því drakk margur síðastliðið vor.
Hregqviður.
Þýzk hryðjuverk
i ófriSnum.
Blaðið Scotsman í Edinborg flytur
eftirfarandi grein þ. 30. sept.
New York, 28. september.
Herfilegar frásagnir af þýzkum
hryðjuverkum eru birtar í New-York
blaðinu »Sun« í dag, og eru þær
hafðar eftir hr. H. Copeland, er
starfaði í þjónustu amerikska sendi-
herraráðsins í London að þvi, að
koma Ameríkumönnum burt frá
Paris. Hr. Copeland fór frá heimili
sínu í Sviss til Parisarborgar skömmu
eftir byrjun ófriðarins, og vegna
þess að hann kunni bæði frönsku
og ensku til fuilnustu, voru honum
falin yfirráðin yfir eimlest þeirri, er
flutti marga ameríkska flóttamenn.
Ferðin til Parísar stóð yfir 28 stund-
ir í staðinn fyrir 10 stundir, og olli
þessum töfum mikill fjöldi særðra
frakkneskra hermanna. í bréfi einu,
sem ekki var ætlað til birtingar og
sem ritað var til hr. H. M. Sewell,
er áður var General-konsúll Banda-
ríkjanna á Samóa og varakonsúll í
Liverpool, segir hr. Copeland að
sér hafi, sökum hinnar opinberu
stöðu sinnar, verið leyft að koma
til hinna særðu frönsku hermanna
og að tala við þá eftir vild.
»Eg hafði hugsað mér«, segir hr.
Copeland, »að þessar skýrslur um
þýzk hryðjuverk væru ýkjur einar,
en hvorki þér eða neinn annar
mundi hafa talað lengi við þessa
menn án þess að sannfærast um,
að alt það, sem vér höfum lesið
í blöðunum um þessi grimdarverk,
gefur ekki einusinni Ijósa hugmynd
um hinn raunverulega, hræðilega
sannleika. Eg spur^ist frétta hjá
hverjum hermanninum eftir öðrum,
og bað þá altaf að segja mér það,
s^m þeir hefðu nákvæmlega séð með
sínum eigin augum, en ekki það,
sem þeir hefðu heyrt eftir öðrum.
Eg segi yður það satt, að alt það,
sem eg heyrði allan liðlangan dag-
inn og nóttina um grimdarverk
framin á konum og ungum stúlk-
um, er herfiiegra en svo að hægt sé
að lýsa því. Allur sá fjöldi einstakra
viðburða og smáatriða, sem mér var
skýrt frá af sjónarvottum, er lágu
fyrir dauðanum í vögnunum, og
daginn eftir af þeim mönnum, sem
lágu í löngum röðum í rúmum sín-
um á spítölunum, sem eg kom inn
á í Dieppe, gat ekki verið tilbún-
ingur eða uppdiktur.
Hver einstök frásaga þessara manna,
svo blátt áfram og hispurlaus sem
hún var, gat ekki annað en borið
Ijósan vott um sannleika þeirra at-
burða, sem frá var skýrt. Allir þess-
ir særðu hermenn komu frá her-
stöðvunum í Belgíu eða við Meuse,
og komu þeir oft í borgir og þorp,
sem Þjóðverjar höfðu yfirgefið f rúst-
um og mátti stöðugt sjá þar lík
kvenna og barna. Fyrst héldu her-
mennirnir að þessar konur og börn
hefðu dáið af slysum, vegna þess að
þær hefðu orðið fyrir kúlum frá ó-
vinunum, en sárin voru altof oft af
byssustingjum eða sverðum.
Þegar Þjóðverjar höfðu náð Lyttick
á vald sitt, réðust hermenn þeirra
hungraðir og æðisgengnir inn í
Belgíu, ærðir af þorsta eftir blóði og
áfengi. Þjóðverjar þeir, sem þú og
eg þektum fyrir 25 árum, höfðu að
einkunnarorði: »Óttastu .guð og
gerðu rétt«; en fyrir áhrif hins kalda
tilfinningarlausa guðleysis hins nú-
verandi prússneska heranda, virðist
þessu einkunnarorði þeirra hafa ver-
ið breytt í: »Ottastu keisarann og
breyttu eíns og þér sýnist«.
Þegar Mr. Sewell bað blaðið »New
York Sun« að birta bréf hr. Cope-
lands, bætir hann þessum orðum við:
— »Eg þekki engan mann, sem bet-
ur er trúandi til að segja satt og
rétt«. í ritstjórnargrein, þar sem
blaðið »New York Sun« gerir þess-
ar herfilegu skýrslur hermanna að
umtalsefni, stendur þessi umsögn
ritstjórans: »í þessu tilfe'li höfum
vér þessar ægilegu frásagnir endur-
teknar af hlutlausum Amerikumanni,
sem hefir heyrt þær frá sjónarvott-
um, og neyddist hann til. að trúa
þeim þótt hann áður hefði verið
þeirrar skoðunar, að slíkt geti eigi
átt sér stað; það er nægilegt ábyrgð-
artilfinningu þessa manns, og hann
hefir — að þvi er vér getum séð
— enga ástæðu til — af flokka-
ástæðum — að kenna neinni af þeim
stjórnum, sem nú eiga í ófriði, rang-
lega um þau grimdarverk, sem hér
ræðir um«.
--------»»<-»--------
Landsíminn.
Símabandið við Austurland hefir
stórbatnað í sumar fyrir það, að lögð
hefir verið ný símalína frá Akureyri
til Breiðumýrar.
ísafold átti f gær símtal við Seyð-
isíjörð og heyrðist þá jafnvel i milli
eins og milli Akureyrar og Reykja-
vikur.
Er nú komið svo, að símtala mun
mega um land alt, þar sem sími er
á annað borð.
Fimtugsafmæli
átti Guömundur Björnsson land
læknir á mánudaginn. Barst hon-
um, sem nærri má geta, fjöldi heilla-
óska þann dag.
G. B. er einbver mesti og fjöl-
hæfasti starfsmaður, sem nú er uppi
með þjóð vorri, sihugsandi um hagi
landsins og sístarfandi að þeim.
Vinnuþol hans og elja er svo mikið,
að fádæmum sætir. Slikir menn eru
þarfir vekjarar í þjóðfélagi voru og
er vonandi, að G. B. endist lengi
aldur með starfsþreki. Þótt ísafold
og hann hafi sumtgreint á, hikum vér
eigi við að telja G. B. með þjóð-
nýtustu mönnum þessa lands.
Látin
er í hárri elli suður á Útskálum
þ. 6. f. mán. ekkufrú Jakobina Sojía
Magmísdóttir, ekkja síra Daníels
prófasts Halldórssonar, siðast prests
á Hólmum en móðir Halldórs yfir-
dómara, Kristins prófasts og þeirra
systkina.
Ennfremur er látin í sumar Þor-
björg Guðmundsdóttir, ekkja Erlends
Gottskálkssonar í Garði i Kelduhverfi,
en móðir Valdimars læknis, sem nú
er i Friðrikshöfn í Danmörku.
Spádómar
um
heimsstyrjöldina.
Fyrir 8 árum átti Vilhjálmur keis-
asi tal við frakkneskan blaðamann
og lét þá meðal annars í ljós, »að
það kæmi sér ekki á óvart þótt Jap-
anar færu að skifta sér af deilum
Norðurálfunnar*. En naumast hefir
keisarinn þá búist við, að það yrði
á þann hátt, sem nú er fram komið.
Einn af stórmennum andans, Leo
lolstoi, hefir og sagt fyrir þessa
heimsstyrjöld, er nú geysar. Árið
1910 las hann dóttur sinni fyrir
spádóm þann, er hér fer á eftir:
»Eg sé stóra skuggamynd af kven-
manni. Fegurð hennar, gimsteinar
hennar og prýði öll eiga engan sinn
líka. Allar þjóðir veraldar keppast
um að vinna hylli hennar. En hún
gefur öllum undir fótínn, Yfir höfði
hennar glitrar á bókstafi, gerða úr
gimsteinum: Kommercialismus (verzl-
unarstefnan). Svo fögur sem hún
er, þá fylgir eymdin fótsporum henn-
ar. í rödd hennar er hljómur af
gulli, augnráðið er græðgislegt og
verkar eins og eitur á þjóðir þær,
er hún nær tangarhaldi á.
Hún ber 3 blys, er kveikja munu
heimsbál:
Ojriðarblysið, sem hún ber bæ úr
bæ og land úr landi.
Þróngsýnis blysið, er kveikir altaris-
ljósin og ber i sér frækorn falsins,
finnur barnið i vöggunni og fylgir
manninum til grafar.
Laganna blys, hina hættulegu und-
irstcðu hins rangláta réttlætis, er
hefst innan fjögurra veggja heimil-
anna og grefur um sig þaðan í bók-
mentum, listum og vísindum.
Hið mikla veraldarbál mun hefjast
árið 1912 og vakna fyrst í Suður-
Evrópu. Þessu næst sé eg alla Norð-
urálju í blóði og eldi.
En kringum árið 19x5 mun koma
furðulegur maður frá Norðurlöndum
nýr Napóleon og hann mun hafa
mikil afskifti af þessum blóðuga hild-
arleik. Hann virðist ekki einkar-kunn-
áttumikill um hernað, frekar rithöf-
undur eða blaðamaður. En honum
mun mestöll Evrópa lúta þangað
til árið 1925.
Hin mikla styrjöld mun marka
nýtt stjórnmálatímabil i hinum gamla
heimi og mun myndast nýtt samband
líkt og Bandaríkin nú og í því sam-
bandi verða 4 risar: Engilsaxar,
Romanar, Slafar og Mongólar.
Eftir 1925 munu trúarbrögðin
breytast.
Annað blys konunnar, mun valda
falli kirkjunnar. Siðgæðishugsjónin
er týnd, siðferðishugmynd mannanna
að engu orðin.
En þá kemur siðbótamaður mát-
tugur til sögunnar. Hann er þegar
fæddur, en þekkir enn eigi köllun
sína. Hún er sú að ryðja algyðis-
trúnni (Pantheismus) rúm.
Styrjaldir þjóða milli, kynflokka
eða stétta munu þá hætta. Á miðri
öidinni mun renna upp ný gullöld
í listum og bókmentum.
Smátt og smátt munu þjóðirnar
vaxa að vizku og sjá, að konan með
blysin, sú er tældi þá var í rauninni
glapsýn.
Því verður eigi neitað, að spádóm-
ur Toistois hefir ræzt fullkomlega
það sem af er. Verður nú fróðlegt
að lifa næsta ár og sjá þann nýja
Norðurlanda-Napoleon — ef sá hluti
spádómsins rætist einnig.
Erlendar simfregnir
frá Norðurálfuófriðnum.
London 10. okt. kl. 6 e. h.
Eftir geysilega skothríð Þjóðverja á Antwerpen yfirgaf lið
Belga borgina í gær.
Þjóðverjar tóku borgina.
Þjóðverjar notuðu 200 fallbyssur 11, 12 og 1672 þml. á vídd.
Eftir fyrstu skotin greip felmtur íbúana. Tíu þúsund ruddust
niður að skipakvínni til þess að fá far á tveim gufuskipum til
Ostende. En skipin rúmuðu að eins 1600 manns.
Þúsundir flýðu til Bretlands og Hollands.
Það er sagt að af skothríðinni hafi hlotist voðalegt tjón. Margir
borgarar biðu bana og varla nokkur hluti bæjarins komst hjá
skemdum af sprengikúlum eða eldi.
50 olíugeymar er sagt að standi í ljósum loga.
Orusta heldur áfram á línunni Lens—Arras—Bray sur Somme
Chaulne—Roye—Lassigny.
Bandamenn tóku 1600 fanga i tveggja daga harðri orustu.
Nálægt landamærum Austur-Prússlands hafa Rússar tekið Lyck
og segjast þeir enn hafa tekið af Þjóðverjum 10 þúsund fanga og
40 fallbyssur. R e u t e r.
Lyck er borg í prússneska héraðinu Allenstein og stendur við vatn
og á sem hvorttveggja er bænum samnefnt. Þar er miðstöð járnbrautar-
innar milli Königsberg og Prostken. Ibúar 12 þúsundir. Borgin er
óvíggirt, en setulið var þar.
London 11. olít. kl. 6 síðd.
Belgar brendu sjálfir olíugeymana í Antwerpen og eyðilögðu
alla steinolíu.
Ennfremur brendu þeir kornhlöðu og önnur vörubyrgi, sem
komið gátu Þjóðverjum að notum.
Þar eð belgiska hernum tókst að komast undan er hertaka
borgarinnar álitin að hafa litla hernaðarlega þýðingu fyrir óvinina.
Flotamálastjórnin kunngerir, að sem svar við beiðni Belga hafi
brezkt sjóherlið tekið þátt í síðustu vörninni við Antwerpen. Þeir
mistu tæp 300 manns.
Eftir að borgin var yfirgefln héldu þeir aftur til Ostende.
Þangað komust heilu og höldnu tvö af þremur stórfylkjum, en
meginhluti hins þriðja var stöðvað af Þjóðverjum.
2000 manns komust inn í Holland og lögðu þar niður vopn.
Það er tilkynt að meginhluti belgiska og brezka liðsins, sem
var með konunginum, hafi komist heilu og höldnu til Ostende.
R e u t e r.
London 12. okt. kl. 6 síðd.
Aðstaða bandamanna góð. Þeir hafa haldið öllum stöðvum.
Þýzkt riddaralið sem hafði náð á vald sitt leiðum yfir ána Lys,
fyrir austan Aire, hefir verið rekið burtu og hörfaði það inn í
Ármentieres-héraðið. Áhlaupum Þjóðverja annarstaðar hafa banda-
menn hrint af sér.
Áður en Belgar fóru úr Antwerpen sprengdu þeir upp um 50"
verzlunarskip þýzk. Sagt er að sá hluti borgarinnar, sem við höfn-
ina liggur, sé eyðilagður.
Mælt er að Þjóðverjar haldi til Ostende.
Þýzkir flugmenn vörpuðu 20 sprengikúlum á París i gær.
Drápu 4 menn en særðu 13 og skemdu þakið á Notre Dame kirk-
junni.
Aðstaðan á landamærum Rússlands og Prússlands óbreytt.
Þjóðverjar njóta járnbrautanna og reyna að vernda stöðvar
sínar með því að flytja liðsveitir úr einum stað í annan.
Opinber fregn frá Austurríki segir að Austurríkismenn hafl
sótt svo skjótt fram að þeir hafi getað komið Przemysl til liðs.
Vestan við Weichsel hafa forverðir heranna átt orustur.
Mælt er að yfir vofi árás Þjóðverja á Warsehau.
R e u t e r.
London 13. okt. kl. 6.20 síðd.
Bandamenn halda enn velli allsstaðar og hafa unnið á á mörg-
um stöðum.
Áhugi manna beinist nú að svæðinu milli Antwerpen og nyrstu
stöðva vinstri herarms bandamanna. Fall Antwerpen hefir ýtt
undir liðsöfnunina í Englandi. Þjóðverjar reyna að nota sem bezt
sigur sinn við Antwerpen. Hafa þeir tekið Gent orustulaust.
Orusta heldur áfram að austanverðu í grend við Lyck og á
vestri bakka Weichelfljóts, milli Ivangorod og Warschau.
Opinber tilkynning frá Petrograd hermir að þýzkur kafbátur
hafi sökt rússneska beitiskipinu »Pallada« á sunnudaginn í Eystra-
salti. Allir mennirnir fórust.
Sökum þess að Búahershöfðinginn Maritz, sem stýrði liði, er
sent var á hendur Þjóðverjum i Suðvestur-Afríku, hefir gert upp-
reist, hefir verið lýst yfir því, að herlög gildi í Bandaríkjum Suður-
Afríku. Uppreistin er að eins á þessum eina stað.
R e u t e r.