Ísafold - 04.11.1914, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Yerð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1| dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erlendis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
XLI. árg.
ísafoldarprentsmiðja. RltstjÓPl: ÓlafuP BjÖPnsson. Talsimi 48.
Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóvember 1914.
Uppsögn (skrifl.)
bundln við áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbi. og
sé kaupandl skuld-
laus við blaðið.
■ 1 ■
85. tölublað
Lagastaðfestingar.
Stjórnarskráin staðfest.
í gærkvöldi barst stjórnarráðinu
simskeyti um, að lög þau, er hér
fara á eftir hafi verið staðfest af
konungi i ríkisráði í gær.
í símskeytinu eru núttier laganna,
eins og þau eru birt í alþingistíðind-
unum, símuð. Þar er stjórnarskráin
nr. 39 og það númer er símað.
Má því sennilega treysta því, að
staðfesting sé fengin, en ekkert hefir
enn frézt um, hvort nokkur bögg-
ull fylgir skammrifi.
Ef svo er eigi, mun miklu mest-
ur hluti landsmanna, fagna þvi, að
nú skuli endir bundinn á stjórnar-
skrárdeilur svo hægt sé að snúa sér
með áhuga og þreki að innanlands-
málum.
Staðfestu lögin eru:
Lög um breyting á póstlögum
16. nóv. 1907.
Lög um viðauka við lög nr. 30,
22. okt. 1912, um vörutoll.
Lög um afnám fátækratíundar.
Lög um breytingálögumnr. 45, xé.
nóv. 1907, um skipun prestakalla.
Lög um lögreglusamþykt fyrir
Hvanneyrarhrepp.
Lög um beitutekju.
Lög um löggilding verzlunarstaðar
að Stór-Fjarðarhorni við Kollafjörð.
Lög um breyting á lögum og
viðauka við lög nr. 25, 11. júlí 1911.
um atvinnu við vélgæzlu á islenzk-
um skipum.
Lög um heimild fyrir landstjórn-
ina, til þess að ábyrgjast fyrir hönd
landsjóðs skipaveðlán h.f. »Eimskipa-
félag íslands«.
Lög um eignarnámsheimild fyrir
hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps á lóð
og mannvirkjum undir Hafnarbryggju.
Lög um mælingu og skrásetningu
lóða og landa í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur.
Lög um heimiid fyrir stjórnarráðið
til þess að veita mönnum rétt til þess
að vera dómtúlkar og skjalþýðendur.
Lög um varadómara í hinum kon-
unglega íslenzka landsyfirrétti.
Lög um standgræðslu.
Lög um breyting á sveitarstjórn-
arlögum frá 10. nóv. 1905.
Lög um friðun héra.
Lög um breyting á 6. gr. í lög-
um nr. 86, 22. nóv. 1907, um
breyting á tilskipun 20. apríl 1872,
um bæjarstjórn í Reykjavík.
Lög um notkun bifreiða.
Lög um breyting á lögutn um
vegi nr. 57, 22. nóv. 1907.
Lög um viðauka við lög um skip-
strönd, 14. jan. 1876.
Lög um stofnun kennarastóls i klass-
iskum fræðum við Háskóla íslands.
Lög um breyting á tollögum nr.
S4, 11. júli 1911, og lögum um
vörutoll nr. 30, 22. okt. 1912.
Lög um sjóvátrygging.
Lög um breyting á lögum um
vörutoll nr. 30, 22. okt. 1912.
Lög um að landsstjórninni veitist
heimild til að láta reisa hornvita á
Grímsey í Steingrimsfirði.
Lög um að landsstjórninni veitist
heimild til að láta gera járnbenda
steinsteypubrú á Langá í Mýrasýslu.
Heimildarlög fyrir landsstjórnina
bí þess að flytja listaverk Einars
Jónssonar frá Galtaielli heim til ís-
Jands og geyma þau á landssjóðs-
kostnað.
Lög um breyting á lögum um
strandferðir frá 10. nóv. 1913.
_ Stjórnarskipunarlög um breyting á
stjótnarskrá um hin sérstaklegu mál-
efni lslands 5. jan. 1874, og stjórn-
arskipunarlögum 3. oktbr, 1903.
Fimtán lög eru enn óstaðfest.
Eríendar símfregnir
Opinber tilkynning
frá brezku utanrikisstjórninni í London.
ísafold flytur fyrsta sinni i dag símfregnir frá ófriðnum, sem sendar
eru beint frá brezku utanríkisstjórninni.
Fyrir góðvild hins útsenda brezka konsúls Mr. Cable hefir þetta orðið.
í dag flytur ísafold öll simskeytin siðustu dagana, en með því að
sennilega mun það ofviða blaðinu — taka of mikið rúm — að flytja
skeytin í heild sinni mun það felt úr eftirleiðis, er eigi þykir nema mjög
jitlu máli skifta.
London 31. okt. kl. 11.34 s*ðd.
Japanar skjóta á Tshingtau.
Japanska nermálaráðuneytið tilkynnir, að aðalskothríð á Tshingtau
hafi byrjað í dögun í dag.
London 2. nóv. kl. 11.40 f. h.
Opinber frönsk tilkynning, send út í gærkvöld, kveður engar
nýjar fregnir hafa komið frá Belgíu þann dag.
Vér höfum hrundið af oss áköfum áhlaupum óvinanna í nánd
við Lihons du Quesnoy, Santerre de Vailly sur Aisne og Forel la
Grurie.
Vér höfum unnið dálítið á i Argonne-héraði fyrir norðan
Souaine.
í Vogesafjöllum höfum vér náð hæðunum sem liggja að
Sainte Marie.
London 2. nóv. kl. 12.25 e. h.
Herforingjaráð Rússa, tilkynnir, að á landamærum Austur-
Prússlands, hafi hersveitum sínum miðað áfram í áttina til Vladis-
lavow í Rominten skógi.
Áhlaup Þjóðverja í Anealarzewo-héraði hafa stöðvast sökum
hræðilegs manntjóns sem þeir hafa beðið upp með Weichselfljóti.
Rússum miðar greiðlega áfram á öllu orustusvæðinu. Þeir
hafa tekið Pietrokow, Opoceao og Ozarow. Hjá Opaborf tóku þeir
fanga, fallbyssur og farangurslestir.
Hjá San, nálægt Lezachovo komust Rússar að stöðvum óvin-
anna og sökum felmturs þess, er sló á Austurríkismenn, gátu þeir
tekið víggirðingar með áhlaupi. Tóku þeir þar fanga og fallbyssur.
* Nálægt Nadvorna i Karpatafjöllunum voru óvinirnir hraktir
aftur.
London 2. nóv. kl. 8.5 síðd. **
Eftirfarandi opinber frönsk tilkynning var send út síðdegis í dag:
Gegn vinstra herarmi vorum liafa Þjóðverjar haldið áfram
sókn sinni í gær — jafnt í Belgíu sem Norður-Frakklandi, sérstak-
lega milli Dixmude og Lys.
Þrátt fyrir áhlaup og gagnáhlaup Þjóðverja á þessu svæði hefir
bandamönnuin þokað dálítið áfram hér um bil allsstaðar, nema hjá
Messinerþorpi, sem bandamenn hafa mist aftur að nokkru leyti.
Ovinirnir gerðu harða hríð að úthverfum Arras, en unnu ekk-
ert á. Eins fór um áhlaup þeirra á Lihons og Quesnoy en ISanterre.
I miðju Aisnehéraði hefir oss miðað dálítið í áttina til Cacy
le Val norður af Forel de Lamnaigle og eins milli Heal og Soiss-
ons fyrir norðan Vaily.
Áhlaup á hersveitir vorar á hæðunum hægra megin Aisne-
fljótsins hafa mishepnast. Nokkur næturáhlaup á hæðunum hjá
Chemin des dames, í Reimshéraðí, milli Argonne og Meuse, og á
hæðunum hjá Meuse, hafa haft sama árangur.
Það er hægt að sjá það, að það er aftur komin hreyfing á
stórskotalið Þjóðverja; en það hefir engan árangur borið.
Sókn óvinanna á hægri herarminn, í áttina til Nomeny hefir
verið hrundið.
I Vogesafjöllum höfum vér bæði tekið aftur hæðirnar fyrir of-
an Col de St. Marie og sótt fram í héraðinu Ban de Sapt og höld-
um nú þeim stöðvum, sem óvinirnir höfðu, er þeir skutu á St. Diei.
London 3. nóv. kl. 3.11 f. h.
Opinberlega tilkynt frá Tokio, að þaggað sé niðri í meiri hluta
vígjanna við Tsingtau og að einungis tvö svari skotum bandamanna.
Þýzkum fallbyssubát sökt i höfninni.
I Suður-Áfríku hefir Aiberts herforingi sigrað uppreisnarmenn
í héraðinu hjá Lichtenberg. Biðu uppreisnarmenn manntjón, 13
féllu, 30 særðust og 240 voru teknir til fanga. Ymsir uppreisnar-
foringjar hafa verið fangaðir.
Skrásetning annarar liðsendingar Kanadabúa gengur vel; her-
flokkar frá Vesturfylkjunum eru þegar komnir til Winnipeg til
þess að ljúka þar heræfingum.
Samkvæmt opinberum áætlunum er uppskeran i Þýzkalandi
tveim miljón tonnum af hveiti og þrem miljón tonnum af byggi
minni en venjulega.
London 3. nóv. kl. 12.35 síðd.
Opinbert franskt skeyti birt í gærkvöldi segir: Milli sjávar
og Oise hafa Þjóðverjar gert áhlaup í dag. Hafa þau verið væg-
ari en áhlaupin í gær. I Belgíu hafa bandamenn haft framgang
fyrir sunnan Dixmude og fyrir sunnan Luvelt(?) og vér höfum
haldið öllum aðstöðum vorum í Aisne-héraði. Áköf sókn Þjóð-
verja milli Braye í Lannois og Vailly hefir algeriega mishepnast.
London 3. nóv. kl. 1.53 síðd.
Flotamála8tjórnin tilkynnir að þegar brezka herskipið Minerva
kom til Akaba hafi hermenn setið í borginni; einn þeirra, sem
virtist vera þýzkur herforingi, fekk hinum innfæddu vopn.
Minerva skaut þá á vígin og liðið. Borgin var yfirgefin. Lið,
sem sett var á land, eyðilagði vígin, hermannaskála, pósthús og
búðir. Ovinirnir biðu nokkurt tjón en Bretar ekkert.
Akaba er bær í Arabíu.
London 3. nóv. kl. 3.5 síðd.
Sendiherrann í Petrograd hefir sent skeyti þess efnis, að brezki
ræðismaðurinn í Novorossusk tilkynnir að 2 tyrknesk beitiskip hafi
þ. 30. okt. skotið á höfnina og að brezka skipið Freideriea hafi
brunnið og eyðilagst.
Reuter-skeyti
(til Isafoldar og Morgunblaðsins).
London 31. okt. kl. 6 síðd.
Opinber tilkynning sýnir að framsókn bandamanna heldur
áfram.
Belgar hafa opnað flóðgarða og veitt vatni á Yserdalinn neðri
og neytt Þjóðverja, sem komnir voru yfir ána, til þess að hröklast
til baka aftur. Ahlaupum Þjóðverja hafa þeir hrundið af sér.
Belgar hafa unnið ómetanlegt gagn með því að veita Þjóðverj-
um mótspyrnu í 10 daga. Manntjón Belga er talið að muni vera
20 þús. Akafinn í áhlaupum Þjóðverja á þessu svæði er rénaður.
Frá því er skýrt að Þjóðverjar hafi horfið úr Lille og séu að
yfirgefa Ostende, en hafi rænt þar »Royal Palace Hotel«.
Tyrkneski sendiherrann í Petrograd hefir eigi verið kallaður
heim enn þá, og stríði milli Tyrklands og Rússlands hefir eigi verið
lýst. Það er álitið að þýzkir foringjar á tyrkneskum herskipum
hafi hafist handa, án þess að hafa fengið skipun um það frá Kon-
stantinopel, í þeim tilgangi að draga Tyrki inn í ófriðinn.
1 dag hefir með miklum erfiðismunum tekist að bjarga fleiri
mönnum af skipshöfninni á Rohilla. Fimtíu menn eru enn um borð.
Nokkir hafa druknað er þeir reyndu að synda til lands.
R e u t e r.
London 1. nóv. kl. 6 síðd.
Bandamenn hafa krafist þess af Tyrkjum að þeir gerðu grein
fyrir atvikum þeim, sem orðið hafa í Svartahafinu og skipað þeim
að láta Goeben og Breslau leggja niður vopn. Að öðrum kosti
muni friðsamlegum ríkjaviðskiftum lokið.
Þýzkur köfunarbátur sökti gamla beitiskipinu Hermes í nánd
við Goodwins. 44 menn fórust.
í gær reyndu Þjóðverjai að sækja á á öllu orustusvæðinu frá
Nieuport til Árras. Þjóðverjar tóku Ramcapelle fyrir sunnan Nieu-
port en voru síðar reknir þaðan aftur.
Þjóðverjar komust suður fyrir Ypres.
Bandamenn hrundu af sér öllum árásum Þjóðverja í Frakk-
landi nema fyrir austan Soissons, þar sem þeir urðu að láta undan
síga. —
Indverskur her hefir sameinast liði Breta og Japana við
Kiaochau. Aðaláhlaup á vígin eru byrjuð.
Þeim, sem eftir voru á Rohilla var bjargað í morgun.
ítalska ráðuneytið hefir sagt af sér, vegna skiftra skoðana, ráð-
herranna um hernaðarútgjöldin. Þetta getur orðið til þess að ítalia
falli frá hlutleysi sínu. Reuter.
London 2. nóv. kl. 5,47 e. h.
Sama sem engin breyting hefir orðið i Flandern og Frakklandi,
en það er opinberlega tilkynt að Frakkar taka fanga svo hundruð-
um skiftir. Frá 13.—20. okt. tóku þeir 7683 fanga.
Tyrkir tóku símasamband af milli sendiherra bandamanna og
stjórna þeirra. Sendiherrarnir hafa farið frá Miklagarði.
Rússar hafa tekið Petrokoff aftur. Her Austurríkismanna og
Þjóðverja í Póllandi hefir verið klofinn og heldur undan vestur á
bóginn og suðui' á bóginn. Þessi klofningur getur orðið til þess,
að Rússar geti barið á þeim hvorum i sínu lagi. Þjóðverjar biðu
feiknamikið tjón við að ráðast á stöðvar Rússa við Baklarjevo á
landamærum Austur-Prússlands. Þeir sendu til einkis hverja her-
sveitina á fætur annari á skotgryfjur Rússa. En þær bókstaflega
bráðnuðu fyrir skotum Rússa.
R e u t e r.