Ísafold - 06.01.1915, Page 2
2
ISAFOLD
TJskorutí,
Við undirrituð skorum hérmeð á alla landsmenn, konur sem karla, i samúðarskyni, að gefa eitthvað
til líknar bágstöddum Belgum. Tillögum — stórum og smáum — er veitt móttaka af ritstjórum blaðanna
og í bönknnum.
í framkvæmdarnefnd:
Jes Zimsen, formaður kaupm.félags Reykjavíkur. Matthías I»órðarson, form. Stúdentafélagsins.
Vilhi. Finsen, ritstjóri Morgunblaðsins.
K. Zimsen, form. Iðnaðarm.fél. Þórunn Jónassen, form. Thorvaldsensféi. Kristín Jakobson, form. Hringsins.
Katrín Maqnússon, form. Hins íslenzka kvenfélags. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, form. Kvenréttindafél.
Arscell Arnason, form. U. M. F. R. ^Anna Ihoroddsen form, K. F. U. K. Bjarni Jónsson prestur, form. K. F. U. M.
Jón Sívertsen, form. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Hannes Hajliðason, form. Fiskifélags íslands.
Hannes Hajliðason, form. Skipstjórafél. Aldan. Indriði Einarsson, form. Goodtemplarreglunnar.
Arni Jónsson, form. Verkm.fél. Dagsbrún. Guðmundur Helgason, búnaðarfélagsformaður.
Nýtfzku dansar.
Á föstudaginn kl. 9—11 byrja eg, í Hótel Reykjavík, að
kenna nýtízku dansa, svo sem: One step, Tango, Furlana o. fl.
Þeir, ^sem óska að taka þátt i dansinum, geri svo vel að láta mig vita
fyrir fimtudagskvöld.
Að eins tekið á móti 40 manns.
Stefanía Guðmundsdóttir.
Til viðtals kl. 3—5 daglega.
Landsbankinn
meiri hlutanum í vil. Kirkjufélagið
áfrýjaði til yfirréttar og dæmdi hann
í febr. 1912 minni hlutanum og
kirkjufélaginu í vil gagnstætt því
sem undirréttur hafði dæmt.
Nú hefir hæstiréttur Dakota-ríkis
haft málið til meðferðar og dómur-
inn fallið aftur á minni hlutann og
kirkjufélagið, en meiri hluti Þingvalla-
safnaðar fengið eignarétt sinn að
kirkju safnaðarins viðurkendan.
Er þetta ósigur mikill fyrir hið
vestur-íslenzka kirkjufélag, svo fast
sem það hefir sótl þetta mál, sem
fyrirsjáanlegt mátti heita hver úrsíit
fengi um síðir, svo veikar og hald-
litlar sem þæi ástæður voru, sem
minni hlutinn bygði á rétt sinn til
kirkjueignarinnar.
Þeir lögmennirnir Hjdlmar A.
Bergman og Barði G. Skúlason hafa
flutt málið fyrir hönd meiri hlutáns.
með
•&-X*
útbúum hans
hefir nú sett á stofn
t
Halldór Jónsson
nýja deild við sparisjóðinn,
þar sem ávísa má á innstæðuna.
Geta nú þeir sem óska, fengið sér ávísanabækur hjá Lands-
bankanum og útbúum hans, og lagt fé sitt i þá deild.
Landsbankinn tekur því við fé til ávöxtunar:
1. í venjnlegar sparisjóðsbæknr
2. í sparisjóðsbæknr, sem ávisa má á
3. á innlánsskirteini
4. á hlaupareikning og
5. gefur út sparimerki fyrir börn.
Stjórn Landsbankans.
Yestnr-íslenzka kirkjumálið
dæmt í hæstarétti.
Samkvæmt símskeyti frá Winni-
peg til próf. Jóns Helgasonar hefir
hæstaréttardómur verið kveðinn upp
í hinu vestur-íslenzka kirkjumáli, sem
minni hluti Þingvalla-safnaðar í Da-
keta höfðaði fyrir nokkrum árum,
að tilblutun vestur-íslenzka kirkju-
félagsins, gegn meiri hluta safnaðar-
ins, er hafði sagt sig úr lögum við
kirkjufélagið, út af kirkjueign safnað-
arins. Hélt minni hluti safnaðarins
því fram, að meiri hlutinn hefði
fyrirgert rétti sínum til safnaðareign-
arinnar með því að hafna svonefndri
»plenary«-innblásturs-kenningu, sem
söfnuðurinn átti að hafa samþykt um
Ieið og safnaðarlögin, þótt ekki væri
svo mikið sem einu orði vikið að
þessari bókstafstrúar-kenningu i safn-
aðarlögunum. Þessari skoðun mót-
mælti meiri hluti safnaðarins alger-
lega. Hélt hann því fram, að eng-
inn íslenzkur söfnuður hefði sam-
þykt safnaðarlög sín með þeim skiln-
ingi, að ritningunni geti eigi í neinu
skjátlast, eins og þessi »plenary«-
kenning heldur fram. í lúterskri
kirkju sé engin innblásturs-kenning
einvöld og hafi aldrei verið. Hin
svonefnda »plenary«-innblásturs-
kenning eigi sér hvergi heimilisrétt
nema í kalvinsku (endurbættu) kirkj ■
unni, enda sé nafnið þaðan runnið.
í íslenzkum umræðum um þetta mál
hafi aldrei verið drepið á þessa kenn-
ingu fyr en eftir að sprengingin
varð á kirkjuþinginu árið 1909.
Mál þetta kom fyrst fyrir undir-
rétt i Pembína og var þar dæmt
fyrverandi bankagjaldkeri.
Hann lézt, eins og áður er getið,
aðfaranótt 26. des. Hafði verið van-
heill síðustu árin, en legið rúm-
fastur síðan um mitt sumar, og
lengi nokkuð svo sjúkur, að engin
von var um afturbata.
Hann var fæddur á Bjarnastöðum
í Bárðardal 13. nóv. 1857. Foreldr-
ar hans voru Jón Halldórsson hrepp-
stjóri á Bjarnastöðum og Hólmfríð-
ur Hansdóttir, bónda á Neslöndum.
Af systkinum Halldórs var kunnust
Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú, sem
nú er dáin. Halldór Jónsson varð
stúdent 1881, og prestaskólakandidat
1883, en sótti aldrei um prestakall.
Hann fékk gjaldkerastarfið við Lands-
bankann 1886. Hann giftist Krist-
jönu Guðjohnsen, dóttur Péturs org-
anista 16. júlí s. á. Þau áttu 5 börn,
sem öll eru & lífi. Elztur þeirra er
Pétur bóksali, annað Jón ritari
í Landsbankanum, þriðja Hólm-
friður, fjórða Gunnar, piltur í hin-
um almenna mentaskóla, og fimta
er Halldór, yngispiltur fyrir innan
fermingaraldur.
Það bar mikið á Halldóri Jónssyni
í bæjarlifi Reykjavikur um langt skeið.
Hann var ósérhlifinn og starfsamur,
var mikill félagsmaður og oft á hann
dembt mörgum störfum, auk aðal-
starfs hans við Landsbankann. Eink-
um var H. J. mjög ótrauður fröm-
uður bindindis- og bannmálsins, eftir
að hann gerðist Goodtemplari (1901).
Hér skal eigi farið að rifja upp
brottfararmál hans frá Landsbankan-
um. Um það varð — eins og rétt
var — alger þögn, þá er málið hafði
gengið rétta boðleið. Úrslitum þess
undi hann sjálfur, og bar eigi á
öðru en að þeir, er vittu meðferð
þess máls í upphafi, sættu sig og
við þau. Ástæðulaust að ýfa það
upp aftur, ekki sízt að honum látn-
um, eins og þó er eigi örgrant um,
að gert hafi verið ■— jafnvel á þeim
stað, er sízt skyldí.
Ljúft er þeim sem þetta ritar að
minnast hins marga góða um H. J.,
stöðugrar vinsemdar alla leið frá
fyrstu æskuárum mínum. ÞegarH.J.
var í bióma lífsins, var hann ’nrókur
fagnaðar, hvar sem hann kom, ung-
ur í anda og sýnna mörgum um að
hæna að sér æskumenn. Það er ó-
hætt að segja það, að H. J. átti
óvenju marga kunningja hér í bæ,
og marga vini. Sýndi það sig bezt
við jarðarför hans. Mátti þar sjá
mestan hluta skólagenginna manna,
mikið af kaupmönnum, iðnaðarmönn-
um og talsvert alþýðumanna — og
jafnt þá, er víttu meðferð gjald-
keramálsins í upphafi og hina, er
vörðu. Sýnir þetta ljóst, að per-
sónulega óvini átti H. J. fáa. Svo
var hann gerður.
Síðasta árið hneigðist H. J. allur
að guðfræðislestri, og mun verið
hafa gömlu guðfræðinnar megin ail-
ur og óskiftur. — Það var sagt um
hann látinn, að hann hefði dáið
sáttur við alla menn. — Svo mun
og hafa verið gagnvait honum um
flesta þá, er um eitt skeið hlutu að
standa á öndverðum meið við hann
að enginn kali kom til greina til
H. J. — síður en svo.
Samskot til Belga.
Af öllum niðingsverkum sem Sturl-
unga saga hermir frá, hefir mér jafn-
an verið minnisstæðast það, sem
Þorvaldur Vatnsfirðingur lét vinna í
einni atför sinni að Hrafni Svein-
bjarnarsyni. Frá því segir svo :
»Kolbeinn hét fylgdarmaðr Þor-
valds. Hann sendi Þorvaldr til fund-
ar við einn fátækan bónda, er Ámundi
hét; hann var ómagamaðr mikill ok
þingmaðr Hrafns. Þorvaldr mælti
svá við Kolbein ok hans förunauta,
at þeir skyldi beiða Ámunda at fara
með þeim ok vera í heimsókn með
Þorvaldi til fundar við Hrafn; en ef
hann vildi eigi þat, þá mæiti Þor-
valdr, at þeir skyldi taka hann af
lífi. Þeir Kolbeinn fundu Ámunda
á heyteig, þar er hann sló, en kona
hans rakaði ljá eftir honum, ok bar
reifabarn á baki sér, þat er hon
fæddi á brjósti. Þeir Kolbeinn beiddu
Amunda, at hann færi til Eyrar með
þeim. Amundi kveðsk í engri þeiri
för mundu vera, er Hrafni væri til
óþyktar. Þá vágu þeir Kolbeinn
Amunda, ok fóru siðan til fundar
við Þorvald ok sögðu honum vígit«.
(Sturlunga saga I, Rvík 1908, bls. 320).
Varla er unt að hugsa sér átakan-
legri mynd: Öðrumegin auðmaður-
inn, sem keppir um mannaforráð, en
þykist aldrei hafa efni á því að halda
orð né eiða, og gerist því níðingur,
hvenær sem hann hyggur sér stundar-
hag í því. Hinumegin bláfátækur
ómagamaður, sem hefir efni á þvi
að láta lifið fyrir drengskap sinn. —
Auðvitað veit hann helzt til vel, hve
dýrt fráfall hans verður konunni með
reifabarnið á teignum og allan hinn
hópinn, en hann á fyrst fyrir öðru
reifabarni að sjá, sem enginn getur
banað, ef hann þyrmir þvi sjálfur,
en það er drengskapurinn. Og dreng-
skapur hans lifir enn, þó börn hans
önnur séu gleymd, því hver sem
vinnur slíkt drengskaparverk hefir
gefið reifabarni, sem honum var fal-
ið til fósturs, eilíft lif í minningum
mannkynsins.
Flestum mun hitna um hjartaræt-
ur, er þeir hugsa um þenna bónda,
sem í fátækt sinni var svona ríkurr
að hann gat gefið komandi kynslóð-
um minningu að verma sig við, þeg-
ar kuldann leggur af illvirkjum níð-
inganna. Hver mundi ekki kjósa að
vera í ætt við hann eða mega kalla
hann bróður sinn I Og skyldi nokk-
ur vera sá svíðingur, að hann mundi
ekki hafa viljað rétta ekkjunni hans
hjálparhönd eða greiða fyrir börnun-
um hans munaðarlausu, ef hann hefði
náð til þeirra? Mundu ekki flestir
inst í sál sinni skilja, að hvert dreng-
skaparverk er gjöf til mannkynsins
alls, hvort sem það er unnið á hey-
teig vestur á fjörðum í fornöld, eða
einhverstaðar úti í löndum i dag.
SHk verk eru skapandi afl í lífi kyn-
slóðanna. Þau draga til eftirbreytni,
og það verður örðugra að vera ó-
drengur með hverju drengskapar-
verki sem unnið er í heiminum, eins
og myrkraverkin verða því færri, sem
fleiri skærar stjörnur skína á himn-
inum.
Það sem gerðist á Sturiunga öld,
gerist enn í dag. Það sem henti
einn fátækan bónda, hendir heila
þjóð. Belgiska þjóðin hefir verið
sett í sömu spor og íslenzki bónd-
inn, og hún hefir svarað eins og
hann. Hún hefir kosið að varðveita
drengskap sinn og lagt lífið við.
Hún hefir með ódauðlegri hreysti
varið helgan rétt sinn, og óskelfd
gengið út í hverskonar hörmungar,
heldur en að ganga á gjörða samn-
inga. Af fregnunum sem borist
hafa hingað, nálega á degi hverjum
siðan stríðið hófst, vitum vér hvað
þetta hefir kostað hana, að landið er
nálega alt í hershöndum, borgirnar
margar í rústum, fjöldi hraustustu
sonanna fallinn, mikill hluti þjóðar-
innar flúinn úr landi og kominn á
vonarvöl. Landið, sem áður var
þéttbýlasta land Norðurálfunnar, frið-
sælt iðnaðar- og verzlunarland, land
lista og vísinda, orðið að blóðugum
fórnarstalla. Svo dýrt er að reynast
drengur á tuttugustu öld eftir Krists
burð.
Kemur þetta alt oss íslendingum
ekkert við? Viljum vér ekki láta
telja oss með, þegar þjóðir álfunnar
eru nefndar ? Rennur oss ekki til
rifja hvað þessi þjóð leggur í söl-
urnar til að brerna inn í meðvitund
mannkynsins rétt smáþjóðanna til að
lifa frjálsu lífi? Hvenær verður sú
hin djöfullega kenning, að máttur-
inn sé réttur, þveginn burt úr þeim
sálum sem hún hefir grómtekið, ef
það verður ekki gert með blóði
þessarar saklausu þjóðar ?
Vér sitjum hér i friði. Enginn
ræðst á oss eða beitir oss ofbeldi.
Þær byrðar sem herskapurinn legg-
ur á herðar öðrum þjóðum koma
ekki niður á oss í neinni líkingu
við þær. Margar hlutlausar þjóðir
hafa nú stofnað til samskota til að
hjálpa þeim Belgum, sem neyðin
sverfur mest að. Svo hefir verið
um öll Norðurlönd, nema ísland.
Ættum vér ekki að vera með ?
Eg veit að ýmsir muni hugsa
sem svo, að vér séum svo fámennir
og fátækir, að það drægi ekkert um
það sem héðan kæmi, og því muní
réttast að láta það vera. En þetta
er röng skoðun. Ef vér ætlum að
biða með alla slíka hlutdeild í þeirri
líknarstarfsemi, sem aðrar þjóðir telja
skyldu sína, þangað til vér verðum
jafnsterkir þeim, þá mundi það ef-