Ísafold - 06.01.1915, Qupperneq 4
4
ISAFOLD
nokkurn hluta aí viggirtum stöðvum
óvinanna og handtókum 44 foringja
og 1500 liðsmenn og 8 hríðskota-
byssur.
Hjá Dukla gerðum vér ákaft áhlaup
og náðum stöðvum, sem óvinirnir
sátu i mannmargir. Framsókn vor
hjá Gorjanho tókst og vel. Gagn-
áhlaupum óvinanna í Karpatafíöllum
höfum vér hrundið af oss og sömu-
leiðis útrásum setuliðsins í Przemysl.
London, 31. des. kl. 6,15 s.d.
Opinber frönsk tilkynning gefin
út siðd. i dag:
í gær var kyrrara á orustusvæð-
inu frá sjó og til Aisne. í Cham-
pagul fyrir norðan Rheims sprengdu
óvinirnir í loft upp tvær skotgrafir
vorar, en áhlaup þeirra rákum vér
af höndum vorum.
Fyrir norðan Mesnil les Hurlus
tókum vér nokkrar skotgrafir í ann-
ari varnargarðaröð óvinanna. Fyrir
norðan Beansejour í sama héraði
tókum vér nokkrar skotgrafir, og er
vér höfðum rekið af höndum oss
gagnáhlaup óvinanna sóttum vér enn
lengra fram.
I Argonne höfum vér unnið dá-
lítið á í áttina til Fontaine Madame.
Milli Meuse og Moselle náðu vor-
ir menn skotgryfjum á 150 metra
svæði í Mortmare-skóginum.
í Efra-Elsass hefir lið vort kom-
ist inn í Steinbach og tekið hálft
þorpið, hús og hús í senn.
Frá Frakklandi.
London, 1. jan.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
hynning var gefin út síðdegis í dag:
Milli Rheims og sjávar var aðeins
stórskotaliðsviðureign.
Skotið var á St. George, en það
hafði engan árangur.
í nánd við Craonnelle snerist stór-
skotaliðsorustan oss i hag, því varn-
argarðar óvinanna voru jafnaðir við
jörðu.
í héruðunum Perthes og Beause-
jour héldum vér stöðvum þeim er
vér unnum þ. 30. f. mán.
í Argonnehéraði gerðu óvinirnir
grimmileg áhlaup og sóttu 50 stikur
fram.
Norðan við Flirey, milli Meuse og
Moselle, var sex áhlaupum óvinanna
hrundið.
í Elsass hafði stórskotalið vort
yfirhöndina umhverfis Steinbach.
Frá Frökkum.
London 1. jan. kl. kl. 12,15 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
kynning var birt í gærkvöldi:
Þjóðverjar gerðu framsóknartil-
raunir frá Forgesskóginum á vinstri
bakka Meuse, en biðu þegar ósigur.
Stöðvum þeim, sem hersveitir
vorar náðu hjá Steinbach höfum vér
haldið og höldum áfram árásum á
stöðvar óvinanna.
Frá Rússum.
London, 1. jan. kl. 12,20 e. h.
Eftirfarandi tilkynning kemur frá
yfirherstjórn Rússa: Milli Weichsel
og Pilicza hafa Rússar rekið áhlaup
óvinnanna, nótt og nýtan dag, af
höndum sér, sunnan við járnbraut-
ina milli Bolimow og Miedhievice.
Norðanvið Rawa og skamt frá
þorpinu Jeserqets sættu Þjóðverjar
grimmilegri meðferð af Rússa hálfu.
Sókn Austurríkismanna var hnekt
nálægt Malogoszez.
í vestanverði Galiziu heldur or-
ustan áfram að vera Rússum hag-
stæð. Tóku þeir þar 3000 fanga og
15 vélbyssur i héraðinu Baligrod,
þann 29. desember.
Herstjórnin f Kákasus tilkynnir að
Tyrkir hafi beðið stórkostlegan ósig-
ur hjá Sarikanuph. Mistu þeir þar
fjölda manna og 1500 fanga.
Engir évinir lengur i Serbíu. 1
London 1. jan. kl. 12.55 e-h-
Ríkiserfinginn í Serbíu hefir gefið
út herskýrslu um það, að nú séu
engir innrásarmenn í landinu.
Hewlett bjargað.
Hollenzkur botnvörpungur bjargaði
Hewlett flugsveitarforingja úti í Norð-
ursjó.
Bretar missa skip.
London 1. jan. kl. 3,6 siðd.
Flotamálastjórnin kunngerir:
Orustuskipinu »Formidable« var
sökt í morgun i Ermarsundi, annað-
hvort af kafbát eða tundurdufli. Létt
beitiskip brezkt, bjargaði 71 manni.
Frá Frökkum.
London, 2. jan. kl. 7,10 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
kynning birtist í kvöld.
Ovinirnir hafa hætt gagnáhlaupum
sinum i sandhólunum hjá Nieuport
og umhverfis St. George.
Milli Arras og Roye sprengdu
óvinirnir i loft upp tvo af skotfæra-
vögnum vorum skamt frá Beaumetz.
Stórskotalið vort hefir eyðilagt
skotgrafir óvinanna nálægt Pavillers
og stöðvað skothríð þeirra hjá Fri-
court og í Aisne-héraði.
Vér erum nú seztir að á Nouv-
ron-sléttunni og höfum hrundið af
oss gagnáhlaupum Þjóðverja.
Nálægt Perthes tóku Frakkar skóg
nokkurn með áhlaupi.
í La Grurie-skógi hefir framsókn
Þjóðverja í gær ekki haft neinn meiri
árangur. Vér höfum þegar tekið aftur
nokkuð af þvi svæði, er vér mistum.
í Le Pretreskógi sóttum vér svo-
lítið fram.
Þjóðverjar fara halloka.
Norðan og austan við Badonvillers
i Vogesafjöllum var áhlaupum Þjóð-
verja hrundið og biðu þeir mikið
manntjón.
Óvinirnir biðu einnig mikið mann-
tjón i Steinbach þar sem vér tókum
þrjár raðir af húsum,
Viðureignin að vestanverðu.
Frakkar skjóta á Altkirch.
Rigningar í Frakklandi.
London 3. jan. kl. 8.30 e. h.
Frönsk tilkynning í dag er svo-
látandi:
Síðan í gærdag höfum vér haldið
öllum stöðvum vorum milli sjávar
og Arras. Óvinirnir höfðu sig hvergi
i frammi nema hjá Zonnebeke. Á
það þorp skutu þeir.
Stórskotaliðsviðureign varð skamt
frá Albert og nálægt La Paselle.
Vér sóttum fram 500 metra.
Á Nouvent-sléttunni og umhverf-
is Craonne átti stórskotalið vort i
höggi við óvinina.
Skamt frá Perthes höfum vér
unnið 500 metra af landi og unnið
óvinunum talsvert tjón nálægt
Beausejour.
í La Grurie-skóginum hrundum
vér tveimur áhlaupum óvinanna og
bæði þýzka og franska stórskotaliðið
hefir haft ærið að starfa i þessu héraði.
Nálægt Verdun urðu stórskotaliðs-
viðureignir. Milli Meuse og Pont á
Mousson, hjá Le Rouchet-skógi og
Pretre-skógi hefir oss miðað dálítið
áfram.
I Vogesa-fjöllum höfum vér tekið
þýzka skotgryfju nálægt skotgryfjum
þeim, sem eru á sléttunni.
Sagt er frá stórskotaliðs viðureign
í Fave-dalnum.
í Elsass skutum vér á járnbrautar-
stöðina i Altkirch og ollum miklum
N
skemdum á ■ járnbrautinni milli Car-
spach og Dierspach sunnan við Alt-
kit ch.
Yfirleitt hafa rigningar gert alla
vegu of slæma til þess að til nokk-
urra verulegra framkvæmda gæti
komið.
Látlausar orustur í Póllandi og
Galiziu.
Rússar tilkynna sigra.
London 4. jan. kl. 12.12 e. h.
Eftirfarandi opinber rússnesk til-
kynning er birt í Petrograd:
Áköf stórskotaliðsorusta hefir stað-
ið á öllu orustusvæðinu á vestri
bakka Weichselfljóts og árásum Þjóð-
verja hefir verið hrundið á ýmsum
stöðum.
Hjá Koslow, sem stendur hjá ánni
Bzura, biðu Þjóðverjar mikinn ósig-
ur fyrir Rússum og mistu fjölda
manns.
Fótgönguliðsáhlaupum Þjóðverja á
stöðvar Rússa norðaustan við Bali-
mow var hrundið, og biðu óvinirnir
mikið manntjón.
Grimm orusta geisar enn norð-
austan við Rawa.
Sunnan við Pilitza heldur orusta
áfram vestan við Inowlodz.
í Galiziu stendur orusta umhverf-
is Gorlice og Zakliezeu.
Rússar hafa verið sigursælir i
Urzok-héraði og Rostoka-skörðum.
Er undanhaid Austurrikismanna þar
komið í óreglu. Þar tóku Rússar
ennfremur 2000 fanga..
í Bukowina sækja Rússar stöðugt
fram.
Viðureignin í Kákasus.
London 4. jan. kl. 1,15 e. h.
Nálægt Sakyramysk i Kákasus
hafa Rússar tekið 5000 hermenn og
40 fyrirliða. Þ. 2. janúar tóku þeir
aftur á þessu svæði 700 hermenn,
nokkrar hriðbyssur og fjallabyssur
og annarsstaðar hafa þeir gert sigur-
sæl áhlaup með byssustingjum.
Hvernig Tyrkir drógust inn
í Cifriðinn.
»Gula bókin« rússneska sem nú
er nýkomin út, talar um atburðina,
er skeðu í Miklagarði áður en stríð-
ið hófst við Tyrki. Hún lýsir svik-
samlegum brögðum Þjóðverja og
Austurrikismanna til þess að þröngva
Tyrklandi inn i ófriðinn.
Frá Frakklandi.
London 4. jan. kl. 5.40 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk tilkynn-
ing var birt síðdegis i dag:
Milli sjávar og Oise hefir dagur-
inn verið rólegur. Stórskotaliðsvið-
ureign hefir aðeins orðið á stöku
stað.
í Perthes-héraði og Mesuil les
Hurlus náðum vér nokkrum smá-
stöðvum.
Tilraunir herflokka vorra að ná
Bourvilles mishepnuðust.
Vér sækjum enn fram í le Pretre-
skógi.
I Efri-Elsass náðum vér þýðingar-
miklum fjallhálsi vestan við Cerney
og hrundum gagnáhlaupum óvinanna.
í Steinbach tókum vér kirkju og
kirkjugarð.
Frá Rússum.
London 5. jan. kl. 12,25 e. h.
Þetta er seinasta rússneska til-
kynningin:
Engin merkileg breyting hefir
orðið á vinstri bakka Weichselfljóts,
en stórskotaliðsviðureign var þar
eftir vanda.
I ákafri orustu, sem stóð hjá
Bolimow þ. 2. og 3. janúar tóku
Þjóðverjir eina rússneska skotgröf, en
voru undir eins hraktir þaðan aftur
og mistu 6 vélbyssnr og marga
fanga.
1000 Austurríkismenn og nokkr-
ar fallbyssur tóku Rússar enn í
vestanverðri Galiziu á laugardaginn.
Skamt frá Uzsokskarði gafst heilt
austurríkst herfylki upp og allir fyr-
irliðar þess, og í sama héraði tók-
um vér alla herforingja einnar her-
sveitar ásamt skjölum þeirra.
Vér höfum farið í gegn um
Bukowina og tekið Suczawa sem er
eina verst (1 verst er 1077 stikur)
frá landamærum Rúmeníu og Aust-
urríkis.
þar til þér hafið fengið tilboð frá
Köbenhavns Möbelmagasin.
POUL RASMUSSEN.
Vestervold 8 (Ny Rosenborg).
Stærsta húsgagnaverksm. Dana.
Húsgögn Chr. VIII. frá 400 kr.
Ágæt dagstofnhúsgögn | .
Borðstofuhúsgögn úi; eik 521 KF.
Svefnherb.husgógn pöl.birkrj
Dagstofuhúsg. pól. mah. \
Borðstofnhúsgögn úr eik i lUUU KF.
Svefnherb.húsg. pól. mah. J '
Jafnan 3ooýmsar húsgagnaheildir
tilbúnar. Biðjið um verðskrá.
Eigin verkstæði. 10 ára ábyrgð.
Biðjið um
Eiresa Ttie
í blýumbúðum með safnaramerkjum
og áprentuðu söluverði frá
I & l Salomonsen,
Reynið Boxcalf-svertuna
, S11 n6
og þér brúkið ekki aðra skósvertu
úr því.
Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup
mönnum.
Buchs litarverksmiðja
Kaupmannahöfn.
TJlvinna.
Duglegur, reglusamur og sérlega
heilsugóður maður á fertugsaldri,
mjög vel vanur bæði til lands og
sjávar, óskar eftir ráðsmenskustarfi,
annaðhvoit á góðu sveitaheimili, eða
í kaupsiað, við fiskverkun eða aðra
daglaunavinnu, frá 14. maí 1915.
Tilboð sendist í afgreiðslu ísafold-
ar merkt: 1915.
Gsrist kaupenar ísafolaar
nú þegar
Hafliðakot
hjá Stórahrauni við Eyrarbakka fæst
til ábúðar og ef til vill kaups í næstu
fardögum, með rimburhúsi, hlöðu og
öðrum hisum þar. Tún girt, slétt
að mestu og grasgefið, fóðrar nokkuð
meir en 2 kýr. Engjar úrskiftar,
en fjöru- og landbeit sameiginleg
við Hraunstorfuna. Akvegur liggur
heimundir.
Þetta er fýsilegt býli fyrir þann,
er komast vill af með lítinn vinnu-
kraft. Lysthafendur snúi sér til
undirskrifaðs.
Reykjavík, Bergststr. 2, 23. des. 1914.
Jóhann þorsteinsson.
Jörðin Rif
(undir Jökli) er til sölu og ábúðar
frá næstu fardögum.
Allstór timburbær og góð hlaða
er á jörðinni og fjós undir járnþaki,
en önnur skepnuhús með torfþaki.
Töðufall: 200 hestar, útheysslægjur:
100 hestar. Útræði gott, nóg fisk-
þerripláss og mótorbátalagi í Rifsós
ef vill.
Síra Guðm. Einarsson í Ólafsvík
gefur frekari upplýsingar um jörðina
og semur um sölu fyrir hönd eig-
anda.
Jörðin Hólar i Biskupstungna-
hreppi er laus til kaups og ábúðar
í næstu fardögum. Semja ber við
eiganda jarðarinnar, Þórð Þórðarson
í Hraunkoti í Hafnarfirði, sem gefur
um leið nánari upplýsingar viðvík-
jandi jörð þessari.
Til sölu.
Húsið Bakkakot á Seltjarnarnesi
fæst til kaups nú þegar og ábúðar
frá fardögum 1915 með vægu verði
og góðum borgunarskilmálum. Húsið
er portbygt, úr steini, 10X12 ál. að
stærð, með kjallara ; því fylgir 400
□ faðma ræktuð lóð og ýms hlunn-
indi ef um semur.
Frekari uppl. gefur
Oddur JónsBon, Ráðagerði.
Kensluskeiðið næsta, 1915—1916,
stendur yfir frá 15. okt. til 14. maj.
Námsmeyjar fá meðal annars nokkra
tilsögn í heilsufræði og um efna-
samsetningu og gildi matvæla, einn-
ig nokkra verklega æfingu í að búa
til algengan mat, eftir þvi sem
ástæður leyfa. Fyrir fæði greiða þær
18 kr. um mánuðinn. Þær, sem
nokkuð langt eru að, fá ferðastyrk.
Umsóknir sé sendar Búnaðarfélagi
íslands og þarf þeim að fylgja læknis-
vottorð um heilsufar.
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isafoldar í afgreiðsluna, þegar
þeir eru á ferð í bænum, einkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem
flytja mjólk til bæjarins daglega.
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin.
Aggerbecks Irissápa
er óviftjatnHnleiaja góó fyrir húMna. Upp&hald
allra kvenna. Bezta barnas&pa. Biöjið kanp-
menn yhar nm hana.
Um jarðyrkjukenslu á Ána-
brekku vorið 1915 og slátrunar-
nám í Reykjavík haustið s. á. sjá
auglýsingu á kápu Búnaðarritsins
191S. i- h.
Btinaðarfélag íslands.
Kransar. Líkklædi. Likkistur.
Lítið birgðir mínar áður en þér kaup-
ið annarsstaðar.
Teppi lánuð ó k e y p i s í kirkjuna.
Eyv. Árnason,
trésmíðaverksmiðja, Laufásve,g 2