Ísafold - 13.01.1915, Side 1
Kemur út tvisvar
í viku. Yerð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erlendis fyrirfram.
Lansasala 5 a. eint.
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
XLII. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 13. janúar 1
91 S-
5. tölublað
Landsbankinn
með
útbúum hans
heíir nú sett á stofn
nýja deild við sparisjóðinn,
þar sem ávísa má á innstæðuna.
Geta nú þeir sem óska, fengið sér ávísanabækur hjá Lands-
bankanum og útbúum hans, og lagt fé sitt i þá deild.
Landsbankinn tekur því við fé til ávöxtunar:
1. í venjulegar sparisjóðsbœkur
2. í sparisjóðsbœkur, sem ávísa má á
j. á innlánsskírteini
4. á hlaupareikning og
J. gefur út sparimerki fyrir börn.
Stjórn Landsbankans.
AlþýöuféLbókaðafn Templaraa. 3 kl. 7—9
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 31-8
og 6—7
Bœjarfóge4askrifstofan opin v. d. 10—2 og l -7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—3 og 5
íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 dM.
Alm. fundir fid. og sd. 8*/« siðd.
Landakotskirkja. Gruðsþj. 9 og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12 2
Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 22-2
Landsféhirbir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 30—12 og 4—7.
Náttúrugripasafnib opið l1/*—21/* á sunnud,
Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Samábyrgð Islands 10—12 og 4—0
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt
8—10 virka daga, helga daga 10—9.
Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1
I»jóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2,
Hjörtur Hjartarsou yíirdóms-
lögmaður, Bókhl.stíg io. Sími 28.
Venjul. heima 121/2—2 og 4—5x/a.
Skrifstofa
Eimskipafélags Islands.
Landsbankanum (uppi).
Opin daglega kl. 5—7.
Talsími 409.
Þrent að muna.
Það er ofboð stutt og laggott,
sem islenzkir kjósendur og aðrir
þeir, er stjórnmál láta sig skifta
hér á landi, þurfa að gera sér grein
fyrir og setja á sig til þess að átta
sig til fullnustu á þeim málstað, sem
þeir eiga að fylgja, eins og stjórn-
málahorfurnar eru nú.
Fyrst er það vilji pinqsins 1903,
sem ljósast kom fram í ummælum
aðalleiðtoga meirihlutans þá, aðal-
framsögumanns stjórnarskrármálsins
á því þingi, þá er orðin »í ríkisráði«
voru sett inn í stjórnarskrána. Út
af andófi Landvarnarmanna þá gegn
því, að orðin sé sett inn í stjórnar-
skrána, farast honum m. a. þannig
orð:
»Jafnvel þótt því svo ólíklega færi,
að siðar yrði álitið, að aliri þjóðinni
og öllu þinginu hefði skjátlast, en
þessir fáu »landvarnarmenn« einir
haft réttan skilning, þá væri þó undir
engum kringumstæðum neitt að orðið
annað en það, að lögtekið hefði
verið ákvæði, sem aftur mœtti breyla
᧠stjórnskipulegan hátt, úr pvl pað
einu sinni er\dregið inn undir löggjaf-
arsvið landsinst (Alþ.tíð B. 1903,
14—iS).
Aðaláherzlan er hér lögð á það,
að uppburður málanna fyrir konungi
sé og eigi að vera sérmál.
Annað atriðið, sem festa þarf sér
i minni, er afskifti pingsins 1914,
vilji pess. Þar er leiðarstjarnan fyr-
irvari sá, er samþyktur var á þinginu
í stjórnarskrármálinu, fyrirvari, sem
minni hlutinn taldi sig einnig sam-
mála að efni til. í honum er úr-
slita-áherziu-atriðið þessi niðurlags-
orð:
»Enn fremur ályktar alþingi að
fýsa yfir því, að það áskilur, að kon-
uOgsúrskurður sá, er boðaður var i
fyrnefndu opnu bréfi, verði skoðað-
ur sem hver annar íslenzkur kon-
ungsúrskurðnr, enda geti konungur
breytt honum á ábyrgð íslandsráð-
herra eins, án nokkurrar ihlutunar aj
hálfu dansks löggjajarvalds eða danskra
stjórnarvalda. Heldur alþingi þvi
þess vegna fast fram, að uppburður
sérmála íslands fyrir konungi í rik-
isráði Dana verði hér eftir sem hing-
að til sérmál landsins«. (Leturbr. vor).
Hér er aðaláherzlan lögð á hið
sama og þingið 1903, með fram-
sögumann stjórnarskrármálsins hr.
H. H., gerði, að uppburðuricn verði
áfram sérmál landsins. Engin ihlut-
un dansks löggjafarvalds má þar
koma til greina.
Þriðja atriðið, sem svo þarf að
athuga i sambandi við þessi tvö, er
loks opna bréfið til Dana, sem gert
var að skilyrði fyrir staðfesting stjórn-
arskrárinnar í rikisráðinu 30. nóv.
í því bréfi átti að standa, að eng-
in breyting gati orðið á uppburði sér-
málanna íslenzku jyrir konungi, án
íhlutunar danska ríkisþingsins, þ. e.
engin breyting, nema samþykt yrði
sambandslög milli Danmerkur og
íslands, þar sem önnur skipan yrði
á gerð, lög, sem bæði alþingi og
danska ríkispingið þarf að samþykkja.
Þessi 3 atriði ber hverjum íslenzk-
um kjósanda að ihuga og bera sam-
an hvert við annað og draga síðan
ályktun um aðstöðu sína — eftir
lögum heilbrigðrar skynsemi.
Trúum vér þá eigi öðru en nið-
urstaðan verði sú hjá öllum óblind-
uðum mönnum, að öllu kyrfilegar
hefði eigi verið unt að molda og
ónýta með öllu skoðun þingsins
1903, skoðun þingsins 1914, skoðun
flestallra íslendinga um tugi ára —
en með þvi að þiggja stjórnarskrár-
staðfesting með opna bréfinu sem
skilyrði.
Þeir einir geta varið það fyrir
sjálfum sér og öðrum að ganga að
dönsku skilmálunum, sem telja kenn-
ingarnar um að uppburðurinn eigi
að vera sérmál nhúmbúgg og vitleysuc
Þingmennirnir frá 1903 geta ekki
varið þá afstöðu. Þingmennirnir frá
1914 ekki heldur.
Hversu margir eru þeir þá, ís-
lenzku stjórnmálamennirnir, sem geta
varið það fyrir eigin samvizku eða
fyrir þjóðinni — að ganga að dönsku
skilmálunum ?
Og hversu margur er það, sem
vill láta hafa sig til þess, án þess að
geta v a r i ð það fyrir sér og öðr-
um ?
Arið 1908 gekk einhver öflugasta
stjórnmálaaldan, sem sögur fara af
á seinni timum, yfir landið. Þá svar-
aði þjóðin Uppkasts-tilboðinu: »Held-
ur engin úrslit sambandsmálsins að
sinni en að ganga að Uppkastinu,
með ókostum þess — og þráttfyrir
einstaka kosti.c
Vér efumst eigi um, að ef þjóð-
in væri núna spurð, hvort hún vildi
taka staðfestingartilboðinu á stjórnar-
skránni i rikisráðinu 30. nóv., þá
mundi enn þá miklu meiri megin-
þorri þjóðarinnar en 1908 svara:
Nei — heldur jrestun stjórnarskrár-
innar að sinni, prátt fyrir góðar
breytingar í jrumv. en staðjesting henn-
ar með dönsku skilmálunum.
Árin 1908—1909 kvað við, að
»stærsta stórmálinu væri teflt i strand
og ógöngur«, en þjóðin lét eigi að
þeim »fölsku tónumc.
Núna kveður við sama ópið —
með enn falskari tónum.
En þjóðin mun kunna að taka
þeim tónum eins og fyrri daginn —
og hún rnun kunna að meta hina
hreinu tóna — hins islenzka mál-
staðar — þá sem eru í samræmi
við landsréttindi vor og sjálfstæðis-
framsókn — og láta að peim.
Fiskiveiðar 1914.
í byrjun hvers árs eru fiskiveiðar
lítið stundaðar á Norður- og Austur-
landi. Aðal-veiðistöðvarnar þenna
tíma árs eru Vestmanneyjar, suður-
hluti Faxaflóa, Ólafsvík og Sand-
ur og við ísafjarðardjúp. Þetta
breytist þegar kemur lengra fram á
veturinn og vorið og i maíiok eru
allar fleytur komnar á flot ,sem ann-
ars eiga að ganga á árinu. Af þessu
leiðir að veiðitíminn er mjög mis-
langur og að undanskildum þessum
stöðum eru botnvörpungarnir hin
einu skip, sem stunda veiði alt árið
og þó varð þetta viðburðaríka ár
undantekning frá þeirri reglu.
Þar sem Hagstofa íslands gefur
út árlega aflaskýrslu svo nákvæma,
sem unt er, verða ekki í þessum
línum tilgreindar aflatölur, nema að
litlum mun, þar sem eitthvað sér-
stakt hefir átt sér stað, heldur sagt
frá veiðinni sem næst eins og hún
hefir gengið í hverjum mánuði.
Janúar. í Vestmanneyjum treg-
ur afli og slæmar gæftir, einkum
slæm sjóveður, þó róið sé.
í Ólafsvík, Sandi og Miðnesi góð-
ur afli, þegar gefur, en slæmar
gæftir.
Á ísafirði naumast farið á sjó sök-
um storma og hafíshroða. Botn-
vörpungar afla vel á fiskimiðunum
frá Horni vestur að Barða en frá-
tafir miklar sökum storma og hafíss.
Um þenna tíma árs fóru allir botn-
vörpungar með afla sinn varinn í Is
til Englands og seldu flestir fyrir
mjög gott verð; t. d. selur einn
botnvörpunga mánaðarafla sinn fyrir
nálægt 23 þúsund krónur.
Veðurlag. Stormar og snjó-
koma mikil allan mánuðinn að undan-
tekinni einni viku um miðbik mán-
aðarins, sem var gott veður.
Nóttina milli 3.—4. rekur fyrst
ís inn á Djúpið og flýja margir
botnvörpungar inn á Vestfirði. Að
kvöldi hins 4. sukku tveir þýzkir
botnvörpungar á ísafjarðardjúpi útaf
Bolungarvík í voðalegum norðaustan
stormi og byl en báðar skipshafn-
irnar komust við illan leik að landi
ýmist á skipsbátunum eða jökum.
Sama dag varð enskur botnvörpung-
ur að sigla á ísspöng til að komast
úr ísnum, en setti um leið göt á
framenda skipsins, svo hásetabyrgið
fyltist. Komst hann þó þannig á sig
kominn til Reykjavíkur og var þar
lappað við hann.
Febrúar. í Vestmanneyjum
voru ógæftir og aflatregða yfirleitt.
Þó fiskuðu einstöku bátar vel S'ið
og við.
A Miðnesi var ágætur afli þegar
gaf á sjó, altað 1000 fiskar á vélbát í
róðri, en fremur ógæftasamt.
í Ólafsvlk og Sandi var nægur
fiskur en gæftalítið.
Við ísafjarðadjúp mjög sjaldan
róið sökum storma.
Botnvðrpungarnir héldu
sig framan af mánuðinum mest út
af Vesturlandinu og öfluðu í ís eins
og áður. Eftir miðjan mánuðinn
byrjuðu hinir íslenzku botnvörpung-
ar að fiska í salt, var aflinn út mán-
uðinn fremur rýr einkum ufsabor-
inn.
Eftir miðjan mánuðinn byrjuðu
einnig hinir erlendu botnvörpungar
að fiska í salt. Voru þar nokkrir
Englendingar, Norðmenn og Belgar
og fjöldi Frakka; en fremur rýr afli
hjá flestum fram að mánaðamótum.
Hafís er allan mánuðinn á reki út
af Hornströndum og dálltið inn á
Húnaflóa, en varð þó aldrei land-
fastur til lengdar.
Fiskigöngur: Það virðist sem fisk-
ur fyrst þetta ár hafi komið upp úr
vesturhafi (vestanganga eða djúpsig)
og gengið mest upp að Reykjanesi
og Snæfellsnesi og verða menn ekki
varir við aðrar göngur fyr en í lok
þessa mánaðar, að austanganga (land-
skrið) kemur upp að Meðallands-
sandi.
Veðurlag: Mjög þrálátir austan
vindar, en sjaldan ofsarok.
Marz. í Vestmanneyjum dá-
góður afli vikutíma um miðjan mán-
uðinn, en mjög tregur fiskur bæði
fyr og eftir. Hæstur afli á vélarbát
frá nýári um 12 þúsund fiska á skip.
Á Eyrarbakka og nágrenni var um
miðjan mánuðinn kominn dágóður
afli, sem óx eftir því, sem á mán-
uðinn leið; beztur afli í net.
Á Miðnesi: Ágætur afli á vélbáta
með lóðir. Eftir miðjan mánuðinn
byrjar einnig dágóður netaafli, sem
hélzt út mánuðinn.
I Ólafsvik er nægur afli þegar
gefur, en slæmar gæftir.
ísafjörður: Lítill fiskur og slæmar
gæftir.
Fiskigöngur. Það virðist svo sem að
eins ein austanganga hafi komið
þetta ár. 1 byrjun þessa mánaðar var
hún við Dyrhólaey og hélt svo langt
vestur með landi. Um þann 15. er
hún milli lands og Eyja alt vestur
að Eyrarbakka. Um þann 20. við
Reykjanes, en um líkt leyti virðist
koma djúpsig upp á Selvogsgrunn.
Þessari austangöngu fylgdi mikið
loðnuhlaup.
‘Botnvörpungar. Dágóður afli á
öllu svæðinu frá Meðallandssandi
véstur á Selvogsgrunn enda fjöldi
skipa á þessu svæði bæði djúpt og
grunt.
Vtðurlag. Austan og norðaustan
vindar, sjaldan dimmviðri eða ofsa-
rok.
Apríl. í Vestmanneyjum eru
slæmar gæftir og Htill afli, þegar
gefur á sjó.
Suðurlandsfiskiverin: Dágóður afli,
mest í net og gæftir fram að 20.
þ. m., en eftir það breytist veður