Ísafold - 13.01.1915, Page 4
4
ISAFOLD
höfuðdeild Tyrkja var gereytt; þeir
sem ekki voru drepnir gáfust upp,
þar á meðal yfiliðsforingi höfuð-
deildarinnar, margir hershöfðingjar,
rúmlega ioo liðsforingjar og fjöldi
manna.
Rússar elta nú io. höfuðdeild
Tyrkja, sem er að reyna að komast
undan. .Þegar Rússar tóku Ardahan,
náðu þeir fána 8. hersveitar fótgöngu-
liðsins. Tyrkir mistu ógrynni manna
og fjöldi særðist. Tyrkir halda nú
allsstaðar undan.
Tykir bíða ósigur.
London 7. jan. kl. 12 hád.
Opinber rússnesk tilkynning er á
þessa leið:
Rússar fengu aukalið hjá Ardahan
og unnu sigur á Tyrkjum, sem höfðu
dregið saman lið þar, og kom þá í
ljós, að 9. og 10. stórfylki Tyrkja
var að ráðast á Sarykamysh. Þessi
herför var farin yfir snævi þakin hér-
uð og fluttu hersveitirnar nær ekk-
ert með sér af vistum eða fallbyss-
um, og treystu óviniinir liðhylli
Múhamedsmanna þar í landinu.
Enda þótt viðureignin stæði 10
þúsund fetum yfir sjávarmál, tókst
hinum ágætu hersveitum Kákasus
eftir 10 daga ákafa orustu að mynda
varnarlínu milliTyrkja og Sarykamysh
og héldu áfram að hrekja og eyða
báðum höfuðdeiidum óvinanna. Hið
mikla manntjón óvinanna er ekki
enn talið meira en í tilkynningum
þeim, sem út hafa verið gefnar.
Rússar halda áfram að reka flótt-
ann.
Kitchener heldur ræðu í Brezka þinginu.
London, 7. jan. kl. 1 síðd.
í ræðu, sem Kitchener lávarður
hélt í efri málstofu brezka þingsins,
vakti hann sérstaklega athygli á því
erfiði, sem hermennirnir hefðu orðið
að leggja á sig, og kvað hann það
óhjákvæmilegt í umsáturs-hernaði um
vetrartíma. Hann tók það fram að
reynt hefði verið að draga úr þess-
um erfiðleikum sem mest með því
að skifta um menn. Hann lofaði
mjög hreysti manna vorra.
Hann sagði að i siðustu liðsend-
ingunni til Frakklands hefði verið ein
herdeild (divisions) nýlíða, auk flokka
landvarnarmanna og ein hersveit
Kanadamanna. í Póllandi væru Þjóð-
verjar farnir að finna til hinna miklu
erfiðleika, sem vetrarherför til Rúss-
lands hefir í för með sér, vegna
örðugra aðdrátta. Frá því i miðj-
um desembermánuði hefðu 50 þús-
undir Austurríkismanna verið teknar
26 ”
ur, sem með ummælum sínum varp-
ar mildum blæ yfir minningu Galdra-
Lofts. En með þessn bréfi — á
jólaföstu 1722 — hverfur hann al-
gerlega úr sögunni, hinni sönnu
sögu, en þjóðsagan tekur við honum
og leggur hann til hvíldar á marar-
botni. Svo mikið er þó víst, að
Loftur hefir ekki lifað lengi eftir
þetta, og andast ungur. Ef til vill
er það rétt í þjóðsögninni, að hann
hafi orðið geðveikur og honum verið
komið í gæzlu hjá síra Halldóri
Brynjólfssyni síðar biskupi, er þá hefir
verið prestur á Útskálum, en ekki á
Staðastað. Þetta er því sennilegra,
sem síra Halldór var kynjaður úr
Snæfellsnessýslu, einmitt frá ætt-
stöðvum Lofts, og hefir því þekt
skyldfólk hans vel, og það því leitað
ásjár til hans um þetta fremur en
annara, einkum þar eð hægra var að
koma Lofti suður til hans (úr Borg-
arfirði?) heldur en vestur á Snæfells-
nes. En um það "er” samt ekkert
hægt að fultyrða, að Loftur hafi and-
ast hjá síra Halld'óri á Útskálum.
Hitt þykir mérjekki ósennilegt,®að
þá" er HalldórJ-biskup kom^norður
til Hóla (1746) hafi“hann|heyrt*þar
sagnirnar um Loft frá : skólaárum
höndum, auk fallinna og særðra
manna. Hann vakti athygli á þeim
illu áhrifum, sem himr miklu ósigr-
ar 5 höfuðdeilda Austurríkismanna
hlyti að hafa bæði á borgaralýð og
hermenn — ósigur, sem þeir hefðu
beðið fyrir Serbum. Sigur sá yfir
Tyrkjum sem Rússar hefðu tilkynt
í gær, mundi hafa mjög mikla
þýðingu fyrir allar herframkvæmdir
Tyrkja. Arabar í Mesopotamia hefðu
boðið lið Breta velkomið og trygðu
nú Bretar aðstöður sínar, þar i landi.
— Bretar hefðu úr loftförum orðið
varir við, að Tyrkir hefðu reynt að
flytja lið til Egyptalands. Erfiðleikar á
þvíaðráðastá Þjóðverja í Austur-Afríku
væru miklir vegna vatnsskorts og
óhagstæðs landslags. Hin ágæta að-
ferð, sem Botha notaði til herfram-
kvæmda i Suður-Afríku vekti á hon-
um alment traust og gæfi góðar
framtiðarvonir. Færri sjálfboðaliðar
hefðu gengið í brezka herinn um
jólaleytið, en nú kæmu hér um bil
jafnmargir daglega og áður. Her-
ráðninganefnd þingsins hefði leyst
ágætt starf af höndum, með því að
safna nöfnum 218 þúsund manna,
sem gjarna vildu ganga í herinn.
Það væri enginn skortur á fyrirlið-
um, hvorki í hernum né til þess að
æfa nýliða.
Frðkknm veitir betur.
London 7. jan. kl. 5.55 e.h.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
kynning birtist í kvöld:
Stórskotalið vort í Belgíu rak á
flótta þýzkan flugroann sem ætlaði
til Dunkirk [og þaggaði niður í
tundurvörpurum hjá Zellebotte.
Skamt frá Lille hiundum vér með
ágætu gagnáhlaupi grimmilegu áhiaupi
á eina af skotgryfjum vorum.
Framsókn vor norðvestan við
Flirey í Woevre-héraði er meira virði
en álitið var fyrst og höfum vér
tekið þar nokkurn hluta af fremstu
varnarlinu Þjóðverja.
Vér höldum öllum þeim stöðvum
er vér höfum tekið í Elsass.
Vont veður hefir hamlað mjög
vopnaviðskiftum.
Vér sóttum fram í Altkirch héraði
og tókum skóg, 4 röstum fyrir vest-
an borgina.
Óvinirnir skutu í allan dag ásjúkra-
húsið i Thann.
Frakkar yfirgefa skotgrafir vegna aurleðju.
Frakkar sækja fram f Elsass.
London, 8. jan., kl. 6.40 e. h.
Eftirfarandi opinber frönsk tilkynn-
ing var gefin út síðdegis í dag:
27
hans á Hólum, og hafi þá biskup,
sem þótti ýkinn nokkuð, lýst æfi-
lokum Lofts átakanlega, sem kunn-
ugur honum fyr og síðar, og talið
almenningi trú um, að Kölski hafi
hremt hann úr greipum sér, og hafi
þjóðsagan um Loft eftir það aukist og
magnast og fengið fullnaðargerfi. Og
svo mikið er víst, að það hefir hún
fengið á Norðurlandi en ekki á Suður-
landi. Lýkur þar að segja frá Galdra-
Lofti, er hann að síðustu hverfur út
í myrkur þjóðsagnanna, og þótt ljós
það, sem hér hefir varpað verið á
æfiferil hans sé harla dauft, þá má
segja, að lítið sé betra en ekki neitt,
og geta nú aðrir aukið við.
í desember 1914.
Bandamönnum miðaði dálítið á-
fram í Belgíu í gær skamt frá Lom-
baertsyde, austan við St. George og
umhverfis Steenstraete.
Skamt frá Arras neyddumst vér
til þess að yfirgefa nokkrar skot-
grafir, þar sem hermennirnir voru
komnir á kaf í aurleðju.
Vestan við La Boiselle fluttum
vér herlínu vora fram að veginum
milli La Boiselle og Aveluy.
í Rheimshéraði vestan við Bois
des Zouaves sprengdum vér í loft
upp bjálkahús óvinanna og náðum
200 metra langri skotgryfju framan
við herlínu vora.
Milli [onchery og Sowain þögg-
uðum vér niður í stórskotaliði óvin-
ann, skemdum skotgrafir þeirra og
eyðilögðum brjóstvarnir.
Vestan við Hautechevanchee í Ar-
gonnehéraði sprengdu óvinirnir upp
fremstu skotgrafir vorar, en vér
hrundum áköfu áhlaupi með byssu-
stingjaorustu, tókum nokkra fanga
og héldum mestum hluta skotgrafa
vorra.
í Elsass var árangur athafna vorra
mikilsverður. Vér tókum skotgrafir
á hæðunum i eystra herarmi, sem
vér mistum fyrir fáum dögum. Vér
unnum land austan við þessar skot-
grafir, tókum Burnhaupt le Haut,
og sóttum fram í áttina til Pont d’As-
pach og Kahlberg.
Grimdarverk Þjóðverja.
London 8. jan. kl. 11.10 sd.
Opinber skýrsla frá Paris birtir
ómótmælanlegar sannanir fyrir fjölda
mörgum grimdarverkum Þjóðverja
í Frakklandi. Eru þar nefnd á annað
hundrað dæmi, sem bæði eru bygð
á eigin rannsókn og myndum og
einnig á lagalegum sönnunum.
Tilkynningin segir að aldrei hafi
verið háður eins grimmur ófriður og
sá er hinir ósáttgjörnu og blóðþyrstu
innrásarmenn hafi háð í Frakklandi.
Áhlaupum Þjóðverja hrundið.
London, 8. jan., kl. 11.45 e.h.
Eftirfarandi opinber frönsk til-
kynning var birt í gærkvöldi:
Aköfum áhlaupum Þjóðverja í
Lassignyhéraði, Argonnehéraði, í nánd
við Verdun og á brúna, sem liggur
til Steinbach, hefir öllum verið hrund-
ið. —
Frá Rússum.
London 8. jan. kl. 11.50 sd.
Eftirfarandi tilkynning kemur frá
yfirherstjórn Rússa:
í gær kom naumast til vopnavið-
skifta á vestri bakka Weichselfljóts,
nema hjá Bolimow og Sukha. Þar
neyttu Þjóðverjar umsátursaðferðar
og sóttu fram með því að grafa
leynigöng og hlífa sér með stál-
skjöldum.
Óvinirnir náðu einni skotgryfju
en voru hraktir þaðan aftur með
byssustingjum. Rússar tóku fimm
vélbyssur og nokkra fanga.
Engin breyting hefir orðið í Gali-
ziu.
í Bukowina sækja Rússar stöðugt
fram.
Áhlaupum Þjóðverja hrundið.
London 9. jan. kl. 11.50 árd.
Eftirfarandi frönsk opinber til-
kynning var gefin út i gærkvöld: .
Fyrir norðan Soissons tókum vér
vigi af Þjóðverjum, náðum tveimur
skotgrafalínum og komumst að þeirri
þriðju. Þremur gagnáhlaupum Þjóð-
verja var hrundið. Akaft áhlaup
Þjóðverja í Argonne neyddi lið vort
til þess að halda undan á eins kíló-
meters svæði, en vér tókum aftur
stöðvar vorar með gagnáhlaupi.
Velmjólkandi kýr
óskast til kaups eða leigu nú þegar.
Semja má við Árna Gíslason, fyrrum vestanpóst, Grundarst. 5 a.
77/ söfu.
Gufuskipið „Varanger“ d Isafirði er til sölu.
Skipið er brutto 86,55 tons. Agætt sjóskip með sterkri
vél, gjörir 8--Q mílur á vöku, mjög hentugt til síld-
veiða og hefir einnig botnvórpuspil.
Um kaup má semja við
Leonf). Tang & Söns
verzlun á Isafirði
og
71. B. Tlielsen
í Reykjavík.
Skipið stendur uppi á Isafirði.
Þeir, sem á þessu ári vilja eignast hin ágætu, amerísku heimilis-
áhöld, sem eg útvega nú með sama verði og áður, svo sem:
Patentstrokka — GarðpJóga — þvottavélar
Dundos (Gerharts)-Prjónavélar — Davis-saumavélar
og stigna Hverfisteina,
sendi mér pantanir sínar sem fyrst ásamt borgun, (svo að þær komi til
til mín fyrir 1. april þ. á.).
Minst % verðs borgist með pöntun. En hver sem borgar að fullu
með pöntun, fyrir % n- k*> fær 6% afslátt af % verðsins, eða í þess
stað friar umbúðir og flutning með skipum frá Rvík.
Mikill afsláttur ef 10 stykki eru pöntuð í einu af sömu tegund.
Eg hefi nú nokkurar birgðir af öllu þessu, nema strokkum og garð-
plógum. Pantið í tíma.
Reykjavík, (hólf 15A), 8. jan. 1915.
Steíán B. Jónsson.
f Heguingarhúsínu fæst:
Þorskanetaslöngur og táinn kaðall
(verk).
Rvík 13. janúar 1915.
S. Péíursson.
Innilegar jjakkir til allra er sýndu hlut-
tekningu við jarðarför minnar elskulegu
konu, Ingileifar Björnsdóttur.
Fyrir hönd mína, barna minna og tengda-
barna.
Sigurður Halldórsson.
Þakkarávarp.
Þegar minn elskaði eiginmaður,
Rútur sál. Jósefsson, dó á svo sorg-
legan hátt og eg varð fyrir svo
sárri sorg, þá urðu margir til þess
að hjálpa mér í orði og verki. Öll-
um þeim færi eg hjartans þakklæti
bæði frá mér og móður minni.
Það eru svo margir, sem hafa
hjálpað mér í raunum mínum, þann-
ig hefir ritstjóri >Vísis« staðið fyrir
miklum samskotum, síra Bjarni Jóns-
son hefir fært mér peninga; auk
þess hafa margir aðrir hjálpað mér
bæði með því að gangast fyrir sam-
skotum og gefa sjálfir, t. d. herra
Magnús Gunnarsson og kona hans,
HalÍgrímur Tómasson kaupmaður
og kona hans, eigendur hússins þar
sem eg bý, Sæmundur Skaftason,
kona hans, dóttir og tengdasonur,
sem öll hafa borið mig á höndum
sér siðan slysið vildi til og margt
annað fólk, sem ómögulegt er upp
að telja. Guð blessi alla þá, sem
hafa hjálpað mér og styrkt, sýnt mér
svo fagra hluttekningu á þessun
harmastundum. ‘1
Reykjavik 11. desember 1914.
Kristín Jónsdótíir.
Til sölu.
Húsið Bakkakot á Seltjarnarnesi
fæst til kaups nú þegar og ábúðar
frá fardögum 1915 með vægu verði
og góðum borgunarskilmálum. Húsið
er portbygt, úr steini, 10X^2 ál. að
stærð, með kjallara; því fylgir 400
Q faðma íektuð lóð og ýms hlunn-
indi ef um semur.
Frekari uppl. gefur
Oddur Jónsson, Ráðagerði.
jörðin Rif
(undir Jökli) er til sölu og ábúðar
frá næstu fardögum.
Allstór timburbær og góð hlaða
er á jörðinni og fjós undir járnþaki,
en önnur skepnuhús með torfþaki.
Töðufall: 200 hestar, útheysslægjur:
100 hestar. Útræði gott, nóg fisk-
þerripláss og mótorbátalagi í Rifsós
ef vill.
Síra Guðm. Einarsson í Ólafsvík
gefur frekari upplýsingar um jörðina
og semur unft sölu fyrir hönd eig-
anda.
Kransar, Líkklædi. Likkistnr.
Lítið birgðir niínar áður en þér kaup-
ið annarsstaðar.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.
Eyv. Árnason,
trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2I